Lögberg - 18.12.1919, Blaðsíða 8

Lögberg - 18.12.1919, Blaðsíða 8
Bls. 16 LÖGBERG FIMTUADGINN Ökeypis Verðlauna- Miðum Otbýtt Fyrir Royal Crown Soap COUPONS Og UMBÚÐIR Sendið eftir hinni stóru Verðlaunaskrá Royal Crown Soaps, LIMITCD 6S4 Main St. WINNIPEG Bændaöldungurinn frá Argyle, Björn Walterson, kom til bæjar- ins í síðustu viku og dvelur hér í bænum hjá dóttur sini og tengda- syni, Mr. og Mrs. Lindal Hall- grímsson fram eftir vetrinum. Or borginni peir sem hafa i hyggju að flytja vestur á strönd, ættu að snúa sér til Andrew Danielson, í Blaine, Wash., fasteignasala. Gullfoss kermur væntanlega- til New York í lok næsta mánaðar, og fer aftur heim um miðjan febrúar. G. J. Austfjörð skrifar frá Sel- kirk: 1 sambandi við grein frá mér: “Nokur orð frá Selkirk,” bið eg þig að geta þess í næsta Lög- bergi, að Mr. Thorsteinsson banka stjóri taki á móti gjöfum og kvitti fyrir þær í Lögbergi, til Evans í Selkirk. Með beztu óskum. Magnús bóndi Magnússon frá Churöhbridge og Jón Markússon frá Foam Lake, sem hér hafa ver- ið á almenna spítalanum í þrjár vikur og Voru báðir skornir upp við innvortis meinsemdum af Dr. B. J. Brandsyni, fóru heimleiðis til sín fyrir helgina heilir heilsu. Systir Jóns Markússonar, Sof- fía, frá Foam Lake, kom til bæj- arins á fimtudaginn og var skor- in upp við botnlangabólgu af Dr. Brandssyni á sjúkrahúsinu. Upp- skurðurinn tókst ágætlega og heilast sjúklingnum eins vel og hægt er a* búast við. Kristján JúMus skáld, K. N., kom til bæjarins úr Nýja íslands ferð sinni fyrir helgina. par hitti hann marga kunningja og þar á meöal Guttorm J. Guttormsson skáld; var K. N. þar næturgestur. En því miður átti Guttormur eng- an spíritus til þess að halda K. N. óskemdum, en til þess að vand- ræði hlytust e kki af og reyna að bæta úr þessu, kvað Guttormur: Svo eg geti hlegið hress, hve nær sem mig fýsir, gamla K. N. “good and fresh" geymi eg inni í “freezer”. Að Gimli kom K. N. og heimsótti gamla fólkið á Betel, og þegar hann fór rétti blfndur maður hon- um vísu á blaði, sem hann hafði ort til hans, og beiddi hann að lesa þegar lýsti af degi; þá kvað K. N.: Hjartað bugar kynleg kend, þó klökkva syndin banni, inn í hug minn eru brend orð frá blindum manni. Jón Ólafsson, verzlunarmaður frá Glenboro, var hér í bænum um helgina i verzlunarerindum. Mis Dalmann frá Gardar, N.D., kom til bæjarins fyrir helgina og dvelur hér nokkra daga hjá vinum og kunningjum. Aðfaranótt síðasta miðikudags lézt Haraldur Bernhard Johnson að heimili foreldra sinna, Mr. og Mrs. Albert C. Johnson að 414 Maryland St., hér í bænum, 20 ára að aldri, eftir langt og þungt sjúkdómsstríð. .Jarðarförin fer fram í dag, fimtudag, frá heim- ilinu, 414 Maryland St., kl. 2 e. h. F. S. Frederickson frá Glen- boro og sonur hans Karl verzlun- armaður, voru í bænum qm síð- ustu helgi. Föstudagskveldið 2. jan. 1920 heldur Jóns Sigurðssonar félagið danssamkomu *í Royal Alexandra hótelinu. Samkoman verður “in- formal” að ðvanda. Engin ástæða fyrir neinn að sitja heima, sem ekki hefir nýjan kjól að skrýðast í o. s. frv. pað er áform félagsins að ðhalda áfram að hafa samkom- ur sínar jafn almúgalegar og þær hafa verið hingað til, en þvi að eins er það mögulegt að fólkið veiti þeim líðsinni sitt í því efni. — Sil verða þar fyrir þá, sem þess óska. Nánar auglýst síðar. pann 28. okt. s.l. voru gefin saman í hjónaband í Marshall, Minn., þau hr. Jóhann O. Guð- mundsson frá;Minneota og Mrs. María Dahl frá Winnipeg. Fram- tíðarheimili þeirra verður í Min- neota, þar hr. Guðmundsson hefir stundað búskap um mragra ára skeið. Barna samkomu heldur Jóns Sigurðssonar félagið 30. des. kl. 3 e. h. í únítara kirkjunni; öllum íslenzkum börnum er boðið að taka þátt í henni. Lögberg er beðið að geta þess, að hr. bankastjóri Th. E. Thor- steinsson hefir góðfúslega lofað að veita móttöku peningum, sem fólk kynni að vilja láta af hendi rakna til Evans fjölskyldunnar í Selkirk. porsteinn bóndi Jónsson frá Hólmi í Argylebygð, kom til bæj- arins í vikunni sem leið; öldung- urinn er frískur og ern, þó hann sé nú orðinn nokkuð aldraður og hafi unnnið og afkastað miklu um dagana eins og heimilið hans og bújörðin Hólmur bera vott um. Jón Brandsson frá Gardar kom til bæjarins fyrir helgina og býst við að dvelja hér í bænum fram eftir vetrinum. Giftingar framkvæmdar af séra N. Stgr. Thorlakssyni í Selkirk: Heima hjá Mr. Gunnari Johnson á Greenwood Ave., Selkirk, þ. 15. okt. 1919: Vígbald Stevengon frá Winnipegosis, Man., og Míss Mar- grét Goodman frá Winnipeg; þau eru nú búsett í Winnipegosis. p. 9. dgs. heima hjá honum: Thordur Thosmon frá Winnipeg og Miss Elín Jóna E. Samson frá Swan River, Man.; þau setjast að í ísl. bygðinni í Swan River. Um hátíðirnar messa eg á eftir- farandi stöðum: Hólar sunud. 21. þ.m., kl. 1 e.h. Elfros, jólad. 25. þ. m., kl. 1 e. h. Leslie, sd. 28. þ.m., kl.12%. e.h. Kristnesi, nýársd. kl. 1 e. h. Halldór Jónsson. Til bæjarins kom fyrir nokkr- um dögum Kristjana Olafsson hjúkrunarkona, dóttir Kristjáns Ólafssonar umboðsmanns, sunnan úr Bandaríkjum, og dvelur hér hjá ættfólki sínu um tíma. Hún var ein þeirra, er fóru til vígvallanna meðan á stríðinu stóð, til þess að líkna og Iétta raunir þeirra særðu og þaðan kom hún seinni part s.l. nóvembermán; eftir að vopnahlé var samið fylgdi hún fylkingum Bandaríkjanna inn 1 pýzkaland og hefir dvalið þar unz hún kom heim aftur nú fyrir skömmu eins og að framan er sagt. G. J. Oleison ritstjóri frá Glen- boro var á ferð hér í bænum í síð- ustu viku. Hann leit snöggvast inn á skrifstofu Lögbergs. Mr. og Mrs. Jón Halldórsson frá Sinclaire, Man., eru nýkomin frá Langruth og bygðinni þar í kring og biðja þau hjón Lögberg að flytja kunningjunum þar úti alúðar þakkir fyrir ágætar við- tökur og rausn. Jóns Sigurðssonar félagið hefir ákveðið að halda gleðimót fyrir alla heimkomna hermenn í “Bon- spiel” vikunni, um miðjan febrú- ar næstk. Samkoman verður hald- in Iðnaðarhöllinni og aðgangur kostar 75 cent. En öllum hermönn- um, hvort heldur þeir eiga heima í Winnipeg eða utanbæjar, er boð- ið á somkomuna sem heiðurs- gestum. Föstudaginn 14. nóv. andaðist á almenna sjúkrahúsinu í Winni- peg Lárus Albertsson frá Steins- stöðum við Húsavíkur pósthús í Nýja ísl. Banamein hans var botnlangabólga og lifhimnubólga. Lárus var 34 ára gamall. Hann átti ávalt heima á Steinsstöðum, var stoð og styrkur foreldra sinna frá fyrstu og fyrirvinna h'já móð- ur sinni eftir að faðir hans dó. Lárus var vel gefinn til líkama og sálar, þó hann færi dult mefþhæfi- leika sína, og í öllu var hann hinn bezti drengur, eðalyndur og dreng- lyndur í allri framkomu. Miss Ethel Johnson kom til bæjarins frá St. Paul i vikunni og dvelur um hátíðirnar hjá foreldr- um sínum, Hon. Mr. og Mrs. Th. Johnson. Mis Elín G. Bildfell frá Foam Lake, Sask., kom til bæjarins í vik- unni og dvelur hér um tíma. Kvenfélag Fyrsta lút. safnaðar hefir ákveðið að halda samkomu eins fljótt og unt er eftir áramót- in. Verður þar margt til skemt- unar, en einkum þó fyrirlestur, sem Hon. Thomas H. Johnson flytur um alheims verkamanna- þingið, sem haldið var i Washing- ton nýlega og sem hann sótti fyr- ir hönd ManitobafyHris. LJÓS ÁBYGGILEG AFLGJAFI -------og----- Vér ábyrgjumst yður varanlega og ósiitna ÞJÓNUSTU i Vér æskjum virðingarfylst viðskifta jatnt fyrri VERK- ! SMIÐJUR sem HEIMILI. Tals. Main 9580. CONTRACT ! DEPT. Umboðsmaður vor er reiðubúnn að finna yður að ! máliog gefa yður kostnaðaráællun. ! WinnipegEIectricRailway Go. GENERAL MANAGER BANDALAG Fyrsta lút. safnaðar heldur “AT HOME” í kirkjunni fimtudags- kvöldið þann 18. þ.m. Prógram: Male Quartette .... Franklin 4 Söngur.......... Mrs. S. K. Hall Violin Solo... Fr. Frederickson Söngur...... Mrs. Alex Johnson Duet ...... K. Jóhannesson og peir sem kynnu að koma til borgarinna nú um þessar mundir ættu að lieimsæíkja okkur viðvík- anjdi legsteínum. — Við fengum 3 vagnhlöss frá Bandaríkjunum núna í vikunni sem leið og rerð- ur því mikið að veJja úr fyrst um sinn. A. S. Bardal, 843 Sherbrooke St.- Winnioe? Fr. Frederickson Söngur ......... Bert. Eyjólfsson Quartette ..... Franklin 4....... Söngur............ Emil Johnson o. fl. Fyllið húsið. FRÓN — Fundur verður hald- inn í þjóðræknisfélags deildinni Frón næstkomandi mánu.kvöld, 22. des. Auk félagsmála verður upplestur og ræður. Kjartan pró- fastur Helgason situr fundinn. Jónas George Johnson, 854 Banning Street, og ungfrú Lauf- ey Benediktsdóttir Johnson frá Winnipeg voru gefin saman í hjónaband mánudaginn þann 15. þ.m. að 842 Lipton str.. af séra Rúnólfi Marteinssyni. Framtíð- arheimili ungu hjónanna verður 1 að 842 Lipton Str. 1 Mr. og Mrs. G. S. Guðmundsson frá Wynyard komu til bæjarins í vikunni sem leið og dvöldu nokkra daga. BIFREIÐAR “TIRES” <3oodyear og Domlnlon Tíres tetif 4 reiSum höndum: Getum rtt- vegaö hva(5a tegund sem þér þarfnist. A ðKeröum og “Vulcanlzlng” sér- gbthiir gaumur gefinu. Battery aögerölr og bifreiöar til- búnar til reyneiu, geymdar og þvegnar. A ! TO TIRE VTTLCAN7ZING CO. 308 Cmnberland Ave. Tals. Gnrry 2787. Dpiö dag og nótL MRS. SWAINSON, að 696 Sar- gent ave. hefir ávalt fyrirliggj- andi úrvalsbirgðir af nýtízku kvenhöttum.— Hún er eina ísl. konan sem slíka verzlun rekur í Canada. íslendingar látið Mrs. Swainson njóta viðskifta yðar. Talsími Sher. 1407. Guðjón Ingimundarson, sem að undanförnu hefir verið við smiðar í Riverton og er enn, kom til bæjarins í vikunni, en tafði hér lítið, fór norður aftur til þess að ljúka verki sínu. Mr. Ármann Jónasson, Howard- ville, Man., var á ferð hér í bæn- um í vikunni. Ljóðabækur eru ávalt kærkomn- ar jólagjafir. Munið eftir Far- fuglum Gísla Jónssonar, þegar þér heimsækið bóksalana, eða skrifið höfundinum, að 906 Ban- ning Street. Leiðrétting. — í síðasta tölubl. Lögbergs hefir sú villa slæðst inn í grein frá Jóns Sigurðssonar fél., að þar er heimilisfang Mrs. Holm talið að vera Oklahoma, Nebr., en átti að standa Lincoln, Nebr. — Mrs. Guðrún Holm er systir Mrs. J, Th, Clemens hér í borgini. — Gjafir þær, er Mrs. Holm sendi Jóns Sigurðssonar fé- laginu á hannyrða söluna, hlupu upp á hér um bil tuttugu doll. Einar Thompson frá Reykjavík P.O., Man., kom til bæjarins í vik- unni. Sagði hann veturinn kald- an þar norður frá. Barnastúkan Æskan heldur jólafagnai'i sinn í Goodtemplara- húsinu á laugardaginn kemur þ. 20. þ.fn., kl. 4 e. h. par verður mikið um að vera og ættu að- standendur barnanna að sjá um að láta þau ekki sitja heima. Ungmennafélag Únítara heldur skemtifund næstkomandi fastud.- kvöld kl. 8, í samkomusal safnað- arins. par fer fram vönduð skemtiskrá, en á eftir veitingar og dans. Allir velkomnir. Mannfagnaður. Á föstudagskveldið þann 5. þ.m. söfnuðust saman á Wevel Café nokkrir kunningjar nýgiftu hjón- anna, þeirra Mr. og Mrs. Chr. 01- afsson, til þess að árna þeim ham- ingju. Mr. Árni Eggetrsson stýrði samkomunni með hinutm mesta skörungsskap og að lo'kinni for- setaræðu sinni kvaddi hann séra Björn B. Jónsson til að halda ræðu fyrir minni heiðursgestanna og afhenda þeim gjöf, silfursett, vandað mjög, fyrir hönd gestanna. Ræða séra Björns var vel og sköru i lega flutt og hin sfcemtilegasta, j Mr. Olafsson þakkaði með vel völdum orðum fyrir sína hönd og konu sinnar. Fjölda margar ræð- ur voru haldnar, en á milli þeirra voru sungnir ísl. þjóðsöngvar, en eftir að borðum var hrundið var stiginn dans fram eftir nóttunni. Veitingar voru fram reiddar af hinni mestu rausn undir umsjón hins nýja eiganda Wevel, og skorti þar eigi gnægð góðra fanga. Sam- kvæmið fór í alla staði vel fram og munu allir hafa haldið heim í bézta skapi með ljúfar endur- minningar frá kveldinu. ALLAN LfVAN og Bretlands á eldri og nýrri I | Stöðugar siglingar milli Canada skip.: ‘Empress o£ France’ að | eins 4 daga f hafi, 6 milli hafna. “Melita” og Minnedosa” og fL ágæt skip. Montreal til Liver- pool: Empr. of Fr. 25. növ. og I Seandinavian 26. növ. St. John I I til Liv.: Metagama 4. des., Min- I nedosa 13, Empr. of Fr. 19. og | | Skandinavian 31. H. S. BARDAL, 892 Sherbrook Street VVinnipeg, Man. ÍThe London and New York Tailoring Co. paulæfðir klæðskerar á karla og kvenna fatnað. Sér- fræðingar í loðfata gerð. Loð- föt geymd yfir sumartímann. Verkstofa: 842 Sherbrooke St., Winnipeg. Phone Garry 2338. Islenzk vinnustofa Aðgerð blfreiða., mötorhjöla og mnara relChjöla afgreidd fljött og vel ISinnig nýjir bifreiðapartar ávalt viC hendina. Sömulelðia gert vie fleetar aðrar tegundir algengra véla S. EYMXTNDSSOTí, Vinnustofur 647—649 Sargent Ave. Bústaður 635 Alverttone St. SYRPA. Fyrstu sex árgangarnir í góðu bandi — gylt á kjöl._ Fyrir jólin $5.00. — Leitið til útgefandans um þau kjörkaup—fyrir jólin, þau standa ekki lengur. O. S. Thorgeirsson. 6.74 Sargent Ave., Wpeg. TIL JÓLAGJAFA! Sögur Breiðablika, þýddar af séra Friðrik J. Bergmann, í skr.- bandi $1.25. Blómsturkarfan, í skrautb. 75c. Bókaverzlun O. S. Thorgeirsson- ar, 674 Sargent Ave., Wpeg. Mr. H. Olafsson og Miss Olafs- son frá Brown P.O., Man., voru gestir í bænum í síðustu viku. Jólaguðsiþjónustur verða flutt- ar: á jóladaginn á Big Point og sunnud. milli jóla og nýárs í Am- aranth, kl. 2 e. h. S. S. C. ATVINNA. — Stúlka óskast á gott heimili nú þegar hér borg- inni. Gott kaup og bezti aðbún- aður. Upplýsingar að 275 Aubrey St. Phone Sherbr. 1704. Yfirkennara (Principal) vantar við Riverton Graded School frá 1. jan. næstkomandi. Umsækjandi verður að hafa Second Class Pro- fessional Certificate og Matricul- ation Standing. S. Hjörleifsson, sec.-treas. Riverton, Man. | Mey, Korn oq Mill-Feed CAR LOTS Skrifið beint til McGaw-Dwyer, Ltd. Kornkaupmenn 220 GRAIN EXCHANGE WXNNIPEG Phones Main 2443 og 2444 Nytsömustu jólagjafir Skyrtur frá $1.50 og upp Klútar frá $1.50 og upp. Fegurstu hálsbindi frá $1.00 til $4.00 Jólagjafir í einni samstæu:— Axlabönd, Sokkaspenur og Arm- ipo' d—• frá $1.00 til $2.50 Kaupið jólagjafirnar hjá White & Manahan, Limited 500 Main St., Winnipeg THE. . . Phone Sher. 921 SAMS0N M0T0R TRANSFER 273 Simcoe St., Winnipeg Sálmabók kirkju- félagsins Nýkomin frá bókbindaranum. Verð póstfrítt:— í skrautb., gylt í sniðum $3.00 í skrautb., India pappír 3.00 í bezta morocco bandi... í bezta skrautbandi ... Sendið pantanir til J. J. VOPNI Box 3144 Winnipeg, Man. 2.50 1.75 TO YOU t t T t t t t t t T t t f T T T T T T T T T T T T T ♦?♦ WHO ARE CONSIDERING A BUSINESS TRAINING Your selection of a college is an important step for you. The Success Business College, Winnipeg, is a strong, reliable school, highly recommended by the Public and lecognized by employers for its thoropghness and effi- ciency. The individual attention of our 30 Expert Instructors places our graduates in the superior, pre- ferred list. Write for free prospectus. Enroll at any tim^, Day or Evening Classes. TJle SUCCESS BUSINESS COLLEGE, LTD. EDMONTON BLOCK—OPPOSITE BOYD BLDG. CORNER PORTAGE AND EDMONTON WINNIPEG, MANITOBA. T ♦ ^♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^^♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦Jé^1 T T T T t t t t f t t t t t t t *♦ !l!N!!!!Bl!nH!!l!B!!ll«l!i:*M | ■ J 0LASALAN M IKLA HJÁ HUB CLOTHIERS 562 MAIN STREET pað þarf enginn að hafa beyg af hr. Jack Frost, sem kaupir föt sín í búð vorri. Vér getum klætt hvern og einn frá toppi til táar í fHkur, sem ekkert óveður gengur í gegn um; og það, sem meira er um vert, fyrir mjög svo sianngjarnt verð. Hér eru að eins nefndar nokkrar tegundir af kjörkaupum þeim, sem vér bjóðum fyrir jólin;— YFIRFRAKKAR $19.95. $24.95. $29.85. $34.95. YFIRFRAKKAR með loðkraga:— $24.95. $34.95. i 1 II i 1 !í i H i I í | i ■ i ■ i | í ■ I i II í I í ii Einnig höfum vér fádæma úrval af hönzkum, um, þykkum og hlýjum. og Húfur seljum vér á 95c. $1.45 — $1.95. pá má ekki gleyma sérstöku Buxunum, er sem skara langt fram úr því sem menn eiga að venjast nú á tímum. Verðið er $3.95, $4.95 til $6.95. Sömuleiðis bjóðum vér yður úrval af karlm. Combination Nærfötum, á $2.95, $3.95, til $4.95 —betri kaup getið þér tæpast gert anmrs- staðar. Kjörkaup vor í Skófatnaði eru fyrir löngu al- kunn, og núna fyrir þessi jól getum vér, þótt ótrúlegt kunni að þykja, gefið betri kjör, eða að minsta kosti ein-s góð og nokkru sinni áður. Kaupið Hálsbindi yðar og Flibba í búð vorri, því með því sparið þér drjúga peninga. GLEÐILEG JÓL TIL ALLRA VORRA VIÐ- SKIFTAVINA, OG VJER VÆNTUM pESS, AÐ BRAÐUM BÆTIST MARGIR NÝIR VIÐ f HÓPINN! ■ I 1 II !i HUB CLOTHIERS, SG2 Main St. i!!WnNIIWinWH!«!llNim«niHUmUH!lil illHnHHIIIIWWI

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.