Lögberg - 08.07.1920, Blaðsíða 4

Lögberg - 08.07.1920, Blaðsíða 4
fil«. 4 LOUVKRG, nMTUDAGLNN 8. JÚLl 1920. pgbetg Gefið út hvem Fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd.jCor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TAXjSIMI: GARRY 416 og 417 Jón J. Bíldfell, Editor Utanáskrift til blaðsins: TME C0LUM|BIA PRESS, Itd., Box 317!. Winnipeg, N|ai). Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, IV|an. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið. Kosningaúrslitin í 'Manitoba. -------------------------- í. P’réttir eru nú komnar úr 53 kjördæmum af 55 í öllu fylkinu, eða öllum kjördæmunuan að undanteknum LePas og Ruperts Land, þar sem kosningunum var frestað. Og eru úrsditin þau að Norrisstjórnin hefir fengið helmingi fleiri stuðningsmenn heldur en nokkur hinna flokkanina sem um völdin sóttu, og þegar maður tekur til greina ástandið, og þá erviðleika sem allar stjórnir eiga við að stríða, þá verður ekki annað sagt en hún hafi komið í gegnum þessa kosningaeldraun, sigri hrósandi. Með helmingi fleiri fylgismenn á þingi en nokk- ur hinnia flokkanna, með alia ráðherrana endur- , kosma, með yfirgnæfandi atkvæðamagni hefir stjópfiin sýnt sig svo sterka í fcosningunum að enginn minsti vafi er á, að hún heldur völdunum áfram í bomandi tíð. Að voru áliti hefir og skýlaus vilji fólksins koinið fram í þá átt. En menn munu benda á að Norris stjóm- in hafi ekki meiri hluta á þingi. Hún hafi að eins 21 af 55 sem þar eiga sæti. Þetta er rétt, eins langt og það nær, en oss finst að of mikiil veiðihugur sé í þeim mönnum sem svo tala. Er ekki fylsta ástæða til þess að "ætla að Norrisstórnin vinni }>au tvö sæti sem enn eru eftir ófylt. Ekki síst þar sem fjármála ráð- herra fvlkisins, Hon. Edwanl Brown var boðið Le Pas fcjördæinið gagnsófcnarlaust, ef aðeins að hann vildi gefa fcost á sér. Kringumstæð- uniar hafa varla breyzt svo að hann eigi ekki kosningu nokkurn vegin vísa þar, þrátt fyrir það, þó verkamenn hafi ákveðið að setja mann út á móti honum. Hitt kjördæmið, Ruperts Land er víst óhætt að telja Norriss'tjóminni. Þannig teljum vér víst að hún fái 23 á- kveðna fylgismenn af 55. Þá eru samt eftir 32 sem afturhaldsmenn segja að séu á móti stjóm- inni, eða að þó hún fái nú þessa 23 þá sé hún samt í minni hluta. Þá skulum vér kanna liðið. — Kanna þessa 32 og sjá 'hvernig ,saki r standa þar. Fyrst er þá að telja afturhaldsmennina sdm náð hafa kosningu; þeir era 10 falsins. Vér a'tlum ekki að skerða þann hóp, því ef þeirra framkoma verður nokkuð lík tali leiðtoganna sem mest hafa að segja; þá vakir ekkert fyrir þeim annað en koma Norrisstjórninni frá, og ná sem mestu af völdunum í sínar hendur—og til þess að það megi verða ,vilja þeir jafnvel taka höndum sarnan við erki óvini sína—verka- mennina. Þá kemur verfcamanna flokkurinn undir leiðsögn F. J. Dixon. I honum eru 11. Sá flokkur hefir ekki sýnt sig á þingi, en ef dæma má eftir framkomu leiðtoga þeirra á und- anförnum þingum, þá eru þeir líklegri til að veita stjómirani fylgi að málum, heldur en að fallast í faðmlög við alfturhaldsmenn. Þá er eftir þriðji og síðasti flokkurinn sem verður á Manitoba þinginu, bændur og menm sem óháðir eru öllum flokkum, og eru þeir líka 11 að tölu. Af þeim em tveir sem stuðnings- menn Norrisstjómarinnar settu ekki menn á móti í kosningunum, og má víst telja þá liðs- menn stjórnarinnar, og gefur það henni 25 ákveðna stuðningsmenn. Einn af þessum óháðu bændum lýsti vfir því, kosninga kveldið, eftir að hann var orðinn viss um sína eigin kosningu, að hamn væri a1- ráðinn í að veita Norris stjórninni fylgi á þingi. Þá eru eftir átta af utan flokka mönnum, og má með sanngimi vænta þess, að minsta kostl eitthvað af þeim, hallist fremur að Norrisstjórn inni, og heilbrigðri skynsemi en að fara að bindast verkamanna flofcknum, sem einmitt berst fyrir því sem rnest er mótstríðandi hag og * þörf bændanna, eða þá afturhalds flobknum sem bæði þeir og aðrir Manitobabúar þefckja svo vel. Vér trúum ekki öðru, en að í þessu tilfelli, ráði heilbrvgð skyrisemi og umönnun fyrir vel- ferð fylkisins hjá öllum 'þessum þingmönnum, og ef svú verður, þá.er engum vafa bundið að Norrrastjórnin heldur völdum með öflugu fylgi. II. Tákn tímanna. Skýrara hefir það komið fram í }æssum kosningum, en menn hafa ef til vill séð það áður, hve flokksböndin gömlu em orðin hald- laus. I þetta skifti mátti flokksfylgið sér lítils, og menn sjá nú, ef þeir hafa ekki séð það áður, að á þá hækju er ekki .til neins að reiða sig í framtíðinni. Stjómin sjáK studdi sig efcki við neina slíka hækju, heldur bað hún kjósendur fylkisins að dæma sig af verkum sínum. Og það er hinn rétti mælikvarði; því, "af verkum þeirra skuluð þér þekkja þá.” Sú stjóm sem lítur á sjálfa sig, sem þjóna meðborgaia sinna, en ekki herra, hún snýr að sólunni, og er örugg á vegi framtíðarinnar. Þjónustusemi er hjartapunktur hugsjóna fólfcsins nú, ekfci samt. þjónustusemi í þarfir eins eða annars pólitísks flokks, né heldur í þarfir einnrar eða annarar mannfélagsstéttar, heldur þjónustusemi í þarfir allra manna og allra stétta. Þetta hefir Norrisstjórnin leitast við að gjöra á liðnum árum — leitast við að láta þjón- ustusemi sína fcoma fram með því að greiða sem hest úr velfarðar og álhuga málum fylkis- búa, og það er einmitt þess vegna að stjóminni hefir verið veitt meira fylgi enn nokkrum öðrum flokki sem um völdin sótti, að menn vildu yfir- leitt að hún héldi áfram að veita fylkismálunum forstöðu. Oss virðist að í lolftinu liggi dauðadómur pólitísku flokkanna gömlu, og flokks fylgisins, og þá flofckstjórnar fyrirkomulagsins á þingi. En í stað þess komi mannval—að, í stað- inn fyrir að lögð verði áhersla á flokfcsfylgi, þá verði öll áherslan lögð á mannfcosti í framtíð- inni, og að voru áliti er það heilbrigðari og traustari grundvöllur til Iþess að byggja hús sitt á, en sá sem verið hefir í þessu landi. Kosningarnar síðustu í Winnipeg bera ljós- an vott um þessa vaxandi til'finningu. Eins og mönnum er nú ljóst, þá fékk F. J- Ilixon miklu fleiri fyrsta flokks atkvæði en nokkur hinna sem um þingmensku sóttu í bænum og þykist maður vis's um, að nálega hver einasti verkamaður, og margt af konum þeirra hafa greitt honum sitt fyrsta atkvæði. Yið það er heldur efckert að athuga; þeir hafa viljað að Dixon næði kosningu umfram aðra, og getur maður skilið það undir kringum- stæðunum sem hér eiga sér stað. En svo var flokksfylgi þessa fólks búið, að allmiklu leyti því fjöldi þeirra velja Hon. Thos- H. Jolinson, hinn mikilhæfa og góðkunna lai)da vorn, næstan. Það er því auðsætt að fyrir öllum þeim sem þannig greiddu atkvæði, og, þeir voru margir, hvarf flokksfylgið fyrir mannkost- um og hadfileikum, og svo á það að vera. En það er með stefnubreytingar á svæði stjórnmálanna, eins og á öllum öðrum svæðum mannlegra hugisana, að þær taka tírna.—Menn geta ekki orðið samferða allir í einu, og svo verður það hér að menn villast inn í stétta póli- tík, en það verður ekki lengi sem fólk verður í þeim villum—er aðeins ofurlítil saiiðgata sem menn lenda á, á rneðan að þeit eru að komast inn á alfara veginn. III.* Eins og nú standa sakir ern þessir kosnir: Stuðningsmenn stórnarinnar• Arthur—John Williams Birtle—G. J. H. Malcolm Deloraine—Hon. Dr. Thornton Dufferin—A. E. August Ethelbert—N. Hryhorczuk Fairford—Kirvan flilbert Plaius—AV. B. Findlater (iladstone—Hon. Dr. J. W. Armstrong Glenwood—J. W. Breakey Hamiota—J. H- McConneíl Lakeside—C. D. MePherson Landsdowne—Hon. T. CJ Norris Aíinnedosa—Hon. George A.^Grierson Mountain—Hon James B. Baird Russell—W. W. W. Wilson Turtle Mountain—George MeDonald Virden—Dr. Clingan Winnipeg—Hon. Thos. H- Johnson Duncan Cameron John Stovel Mrs. Edith Rogers — 21 Afturhaldsmenn kosnir. Cypress—W. H. Spink • ' Manitou—J. S. Ridley Morden-Rhineland—J. Kennedy Portage la Prairie—F. G. Tavlor Norfolk—Dr. Waugh St. Boniface—Joseph Bemier La Verandrye—P. A. Talbot St- Rose—J. Hamlin Winnipeg—John T. Haig W. J. Tupper — 10 Bœndur og óh&ðir þingmenn Beautiful Plains—George Little, bóndi Carillon—Mr. Duprey, bóndi Fisher—A. L. Mahb, bóndi Gimli—Guðmundur Fjelsted, bóndi Killarnev—Sam Fletdher, bóndi Iberville—A. R. Boivin Morris—W. R. Clubb, bóndi Roblin—Major H. R. Richardson, bóndi Rockwood—W. C. McKinnell, bóndi Swan River—Bobert Emmond Emerson—Yahnnjiischak — 11 Verkamenn kosnir Assinniboia—W. D. Bayley Brandon—Séra A. E. Smith Dauphin—G. H. Palmer Kildonan—C. A. Tanner St. Clement—M. J. Stanbridge Springfield—A. E. Moore St. George—Séra Albert Kristjánsson AVinnipeg—F. J. Dixon Séra William Ivens George Armstrong John Queen — 11 Eftir að kjósa í tveimur kjördæmnm, LePas og Ruperts Land- Angel De Cora. A öndverðum síðasitliðnum vetri, lézt í Bandaríkjunum kona einkennileg mjög, er mei/a en verðskuldar að nafni hennar sé haldið á lofti. Kona þessi var Indíánaættar og nefndist Angel De Cora, eða konan siglandi á skýjum himinsin's. Þeir sem þektu hana bezt, vissu að hún átti yfir óvenjulegu listnæmi að ráða, og var frumleg svó einsdæmum sætti, að því er við kom dráttlist og skrautteikningum. Angel De Cora var alin upp í Omaiha, Ne- braska við þröngfeost mikinn “eins og fátækra börn em flest” og mundu æfikjör hennar að lík- indum hafa orðið hin sömu og tíðkast meðal ann ara Indíánastúlkna, ef eigi hefði verið fyrir þá sök, að kehnari einn góðhjartaður við Hampton Institute kendi í brjósti um hana og kom henni í hinn svonefnda ‘General Armstrong’s School’ í Virginiaríkinu. Lauk hún þar námi í skraut- teikningum eftir tilfölulegan skamman tíma tíma með lofsamlegum vitnisburði. Eftir að Angel bafði útskrifast af Hamton skólanum, leitaði hún sér frekari tilsagnar hjá Howa*rd Pyle, einum langfærasta dráttlistar- meistara nútíðarinnar. Varð dvöl hennar þar skamvinn, með því að liún komst brátt að þeirri niðurstöðu að nemendurnir hugsuðu aðeins um að stæla kennarann, en skeyttu minna um sjálf- stæði og frumleik. “Eg er Indíána stúlka” sagði ‘hún, ‘‘og eg vil láta einkenni ættflokks míns fá að njóta sín —kæri mig ekki um að stæla hvíta menn. Angel var framúrskarandi yfirlætislaus, og fékst með engu móti til þess að viðurkenna að hún væri nokkuð betur gefin eða listnæmari en alment gerðist um Indíána stúlkur. Ef einhver lauk venju fiemur lofsorði á verk hennar, svar- aði hún oftast nær eitthvað á þessa leið: “Þjóðflokkur minn er listfengur að eðlis- fari.—Indíánakonur hafa frá alda öðli haft næma tilfinningu fyrir listum, og búið til sjálf- ar óteljandi listaverk, .svo sem körfur, jurta- potta og því um líkt. Dýrustu minjar úr sögu og svip þjóðernisins birtast í hverri línu, hverj- um drætti, og hlutföll' listaverkanna eru svo jöfn og regluleg að slíkt má heita ókunnugt með öllu meðal annara þjóðflokka. Sé í raun og veru nokkur munur á mér og kymsystrum mínum Indíánabygðunum, þá er hann aðallega fólginn í því að eg hefi kosið að bei'ta þeim gáfum, eT mér haífa gefnar verið í heimi hinna hvítu manna. Sií er trú mín, að áður en langt um líður værði listir Indíána þjóðlflokksins leiddar til öndvegis, og muni með gersemum taldar engu síður en hin Japönsku snildaiverk, sem nú eru í svo miklum hávegum höfð. Eg trúi því einn- ig að sá dagur sé í nánd, er Bandaríkjaþjóðin alment verði upp með sér a!f því, að eiga í hópi borgara sinna Indíána, sem skapað geti lista verk til ánægju öllum þjóðum.” Eftir að Theodore Roosevelt var kosinn forseti í annað sinn, fal bann Francis E- Leupp umsjón með málefnum Indíána í Bandaríkjun- um. Bauð hann Angel De Cora að takast á Iiendur kenslu í skrautteikningum við Carlisle Indíána skólann. Svar hennar var á þessa leið: ‘‘Aðeins með vissum skilyrðum get eg tekið að mér slíkan starfa. Það má enginn ætlast til þess að eg viðhafi sömu kensluaðferðirnar og hvíta fólkið. Eg má til með að hafa óbundnar hendur; með þeim hætti einum, get eg ef til vill unnið þjóð minni gagn og skapað hjá ættflokki mínum sjálfstæða list, þar sem þjóðemisein- kennin fá notið sín að fullu.” E.P.J. --------o--------- Látum oss þekkjast sem Sparsemdar þjóð Hættum að eyða í hugsuunarleysi og þarfleysu, en byrjum NÚ að spara og gerum það samkæmt fastsettri REGLU og stöðugt. Sparisjóðsdeild við öll vor útibú. THE R0YAL BANK 0F CANADA HOFUDSTÓLL og VARASJÓDUR .... $35,000,000 ALLAR EIGNIR •••• ........... $558,000,000 Skýrsla frá stjórnarnefnd gamalmenna heimilisins Betel. Nefndin getur með ánægju skýrt frá, að starfræksla þessa fyr- irtækis gengur yfirleitt vel og aö hagur stofnunarinnar er í alla staði mjög viðunanlegur. Heimilið er stöðugt alskipað jafnvel vanalega einum eða tveimur fleiri vistmanna en hvað verulega er pláss fyrir. Tólf manns hafa dáið á árinu, en hin auðu pláss eru óðar skipuð að nýju. Samt biða nú færri umsækjendur en vanalega og á þessu ári hefir verið mögu- legt að veita umsækjendum inngöngu yfirleitt með skemmri fyrir- vara, en áður hefir átt sér stað. Viðvikjandi tillögu þings frá því í fyrra um samning aukalaga og reglugjtirðar fyrir heimilið, þá verður nefndin að skýra frá því, að heimiíinu er stjórnað samkvæmt þeim reglum, sem viðteknar voru við stofnun heimilisins, og hefir nefndin ekki fundið neina sérstaka þörf á frekari lögum eða reglum. enn sem komið er, þótt ef til vill síðar slík þörf komi í ljós og sem þá er hægt að bæta úr. Articles of Incorporation, sem gefa stjórnarnefndinni heimild til að semja slík lög og reglur, voru lögð fyrir þingið 1918. Viðvíkjandi annari til- lögu, um að farið væri þess á leit við löggjafarþing Manitoba-fylkis, að fá heimilið undanþegið skattálögum, þá er hægt að skýra frá því, að samkvæmt lögum frá siðasta fylkisþingi er sú undanþága fengin. Til þess að tryggja sem bezt framtíð heimilisins álítur nefndin nauðsynlegt að sem fyrst komist á fót styrktarsjóður (endowment fund) fyrir stofnunina. Einn vinur stofnunarinnar, Stephen Eyj- ólfsson, frá Edinghurg, N. Dak., hefir þegar lofað $1,000.00 í slíkan sjóð, undir eins og hann kemst á fót og nemur alt að $10,000. Til þess að þessi sjóður komist sem fyrst á fót vill stjórnarnefndin mæla með, að sem mest ef ekki alt það fé sem stofnuninni hlotnast hér eft- ir samkvæmt erfðaskrám, gangi í slíkan styrktarsjóð. Nefndin hefir góðar vonir um að þessi sjóður verði stofnaður á þessu ári, og vill benda fólki voru á, hve fagurt það væri, að styrkja hann eftir föng- um. Helzt hefir nefndin hugsað sér, að slíkur sjóður væri sem nokkurs konar minningarsjóður íslenzkra frumherja í þessu landi. Forstöðukonum og ráðsmanni ber að þakka fyrir vel unnið vanda- verk, og er þeim að miklu leyti að þakka þær vinsældir, sem heimilið nýtur. Almenningi ber éinnig að þakka fyrir drengilegan stuðning að velferð stofnunarinnar, ekki að eins með peningagjöfum heldur á margan annan hátt. Winnipeg, 16. Júni 1920. B. J. Brandson J■ Jóhanncsson J. Stefánsson J- J. Swanson Th. Thordarson. “BETEL”—<31 d Eolks Home, Gimli. Ársskýrsa yfir tekjur og útgjöld frá 1. Júní 1919 til 31. Maí 1920. Tekjur— í sjóði 1. Júní 1919, hjá féhirði í Winnipeg .... $1,655.54 í sjóði 1. ’lúní 1919, hjá Betel................ 353.80 ----------- $2,009.34 Gjöld vistmanna ........................................ 2,700,00 Gafir frá almenningi, borgaðar féhirði.........$3,211.55 Gjafir frá almenningi, gefnar á Betel ....... 749.50 3,961.05 Fyrsta borgun af arfi Aðalsteins sál, Jónssonar ........ 220.00 Styrkur frá stjórn Manitoba-fylkis.......................... 750.00 Afborgun og vextir af sölusamningi ............, .... .. 85.00 Smá-inntektir af ýmsu tagi ................................. 207.98 Fjós selt frá gamla heimilinu .............................. 500.00 Útgjöld— Vinnulaun..................................... $1,665.20 Matvara, o. s. frv............................. 3,550.68 Eldiviður ....................................... 466.05 Læknishjálp og meðul ............................ 178.15 Útfararkostnaður................................. 313.50 Húsniunir ..................................... 292.25 Þrjár kýr keyptar............., ...... ......... 199.00 Byggingá viðhaldskostnaður........................ 96.81 Útborganir af ýmsu tagi.......................... 145.25 Eignar skattur.............................. -V- 507.80 Siðasta afborgun af gamla heimilinu ............. 766.80 í sjóði hjá féhirði i Winnipeg ....... $1,673.76 I sjóði á Betel ....................... 578.62 2,252.38 $10,433.87 $10,433.87 Yfirskoðað 14. júni 1920 F. Thordahson. J. J. Swanson. Y firskoðunarmenn. “BETEL"—Efnahagsreikningur 31. Maí 1920. Eignir— Fyrra heimilið virt i siðustu skýrslu á ......$4,612.01 Fjósið selt á árinu.................... $500.00 Frá dregið áætlað verðfall ...........$1,000.00 -------- 1,500.00 ---------— $3,112.00 Nýja heiniilið virt á.................................. 10,000.00 Húsbúnaður eftir síðustu skýrslu..............$1,678.11 Húsbúnaður keyptur á árinu ................... 292.25 $1,970.36 Hryðjuverk. A*ð frádregnu áætluðu verðfalli................ 197.03 1,773.33 1 skýrslu sem nýkomin er til nefndar þeirr- ar innan Lúterskn kirkjunnar í Ameríkn er hefir tekið að sér að rannsaka, og reyna að hjálpa líðandi trúbræðmm og systrum á Balkan skaganum, stendnr: “Ank hörmnnga þeirra sem stríðinu voru samferða, þá hefir fimti partur pres'ta sem þjónandi voru á því svæði, það er Esthonia, Livronia og í Courland, verið myrtir; fyrir þá einu sök að boða orð friðarins, líðandi og stríð- andi samlöndum sínum, og varla mun sá prestur vera til sem ekki hefir orðið að sitja í myrkva stofu fyrir lengri eða skemri tíma á meðan að , veldi Bolshevikkimanna stóð sem hæst, og ekki voru þáð aðeins prestarnir aem slíkum ósköpum þurftu að sæta, heldur voru allir þeir sem unnu kirkju og kristindómi ofsóttir á allan hátt, og kirkjnrnar um öll þessi héruð vanhelgaðar. Kennari í guðfræði við háskólann í Dorpot var tekinn höndum, látinn ofan í dimman kjaill- ara og deyddur þar. Yfirnunnan á hjúkmnar beimilinu í Nitau, ásamt ráðsmanni þess beimilks var tekin, flutt í mvrkvastofu og skotin þar.” Meiri hlutinn af öllu fótki á Balkaanskagan- um tilheyrir lútersku kirkjunni—í Esthoaiia til- hevra þeirr^ kirkjudeild 90 af hundfaÖi. I Liv- onia, 84 af hundraði og 82 í Oourland. i --------o-------- Fjórar mjólkurkýr á síbustu skýrslu ............$320.00 Þrjár keyptar á árinu........................... 199.00 $519.00 Einni slátrab á árinu, virt á ....................... 50.00 469.00' 40 hænsni.................................................. 50.00 EldiviSur áætlaöur ........................................ 100.00 Fjórar lóðir á Fleet Street, Winnipeg ................... 1,600.00 Sex lóöir á Loni Beach..................................... 600.00 Óborgaöur sölusamningur á Gimli fasteign.............. 100.00 Victory Bonds.............................................. 100.00 * Liberty Bonds............................................ 50.00 Skuldlausar eignir............................ $17,9(34.33 Yfirskoöaö 14. júní 1920 F. Thordarson. J. J. Swanson. Y firskoðunarmenn. I ** - 5% VEXTIR 0G JAFNFRAMT 0 ÖRUGGASTA TRYGGING Leggið sparipenlnga yðar 1 6% Fyrsta Veðréttar Skuldabréf með arð- miða — Coupon Bonds — I Manitoba Farm I.oans Association. — Höf- uðstóll og vextir ábyrgst af Manitoba stjórninni. — Skuldabréf gefin 4t fyrir eins til tiu ára tímabil, I upphæðum sniðnum eftir kröfum kaupenda. Textir greiddir víd lok hverra sex mánaOa. Skrifið eftir upplýsingum. Lán handa bændum Penlngar lánaðir bændum til búnaðarframfara gegn mjög lágri rentu. Upplýsingar sendar tafarlaust peim er æskja. The Manitoba Farm Loans Association WINNIPEG, - - MANITOBA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.