Lögberg - 27.01.1921, Blaðsíða 4

Lögberg - 27.01.1921, Blaðsíða 4
Bls. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 27. JANúAR 1921 Eoqbcvq v_y' ^ w Gefið út hvem Fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd.,Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TalHÍiDan N'.0327:oé N-6328 Jón J. Bítdfell, Editor I a 1 Lt .náskrift tii blaðsin*: TRE COIUMBIA PRESS, Ltd., Box 3172, Wlnnlpeg. «lan. Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, »(an. I The “Lögrberg” is printed and published by The Columbia Press, Limlted, in the Columbia Block, -j 853 to 857 Sherbrooke Street, Winnipeg, Manitoba. Afl sjávarins. Menn liafa tekið fossana í þjónustu sína, þeir hafa beizlað árnar sem öld eftir öld hafa ó- áreittar runniS í farveg sínum til sjávar, og menn hafa staSiS viS liafiS og horft á hiS ægi- iega afl þess og spurt sjálfa sig, hvenær munu mennirnir leggja hiS feikilega afl sem í þér býr undir sig? En þótt margoft hafi veriS um þetta hugs- aS og um þaS talaS bæSi í ra>Su og riti, þá hefir samt gamli Æ'gir gnauSaS viS strendur land- anna og engin mannleg hönd dirfst aS leggja höft á hann. En nú standast mennirnir ekki þetta leng- ur, á þessari framfaraöld geta þeir ekki horft á orkuafls-mögulegleika sem fyrir hendi eru svo ósegjanlega víSa viS strendur landanna ónotað- ar. Eins og vér sögSum, þá er þaS engin ný hugmynd, aS nota útfall og aðfall sjávarins til að knýja iSnaSar vélar eSa framleiSa rafur- magn. En annmar'karnir á leiS þessara fram- kvæmda hafa þótt næstum því óyfirstíganlegir. Menn hafa aSallega strandaS á þegar hvorki er aðfall né útfall, eSa fallanna gætir svo lítiS aS þau eru óhæf til starfrækslu sem vér könnumst viS meS orðinu “fjara”. En nú virðist aS sá annmarki sé yfirstíg- inn, og eru þaS Englendingar sem ráS hafa séð, og eins þeii’, sem eftir því sem nú lítur út, ætla að verða fvrstir til þess að beizla sjávaraflið til notkunar við rafunnagns framleiðslu, og er það stjórnin sjálf sem 'beitir sér fyrir þess- ar framkvæmdir. Hugmyndin er að byggja rafurmagnsstöS viS Sevren ána, sem setja á í stíflu eða garð nógu sterkan til þess að standa inn og útstreym- ið og nógu háann til þess að mvnda foss eða flúð í ánni bæði við útfall og aðfall sem hvoru- tveggja á að nota til orkuafls fyrir vélar raf- stöðvanna. Mælingamenn og verkfræðingar hafa kom- ist að þeiri niðurstöSu að nægilegt afl sé í aS- fallinu og útfallinu í ánni til þess að framleiSa 500,000 hestöfl. En til þess að ekki detti alt niSur um fjörutímann, á að setja stíflu í Wye ána sem rennur í Sevren skamt frá þar sem á- formað er að setja rafstöðina, og geyma þar nægan vatnsforða sem er tekinn úr þeirri á, eða ]>á dælt með rafafli úr Sevren á meðan útfall eða aðfall standa yfir til þess að starfrækja rafstoðina á meðan beðiS er eftir aðfallinu. Ekki vita menn enn með vissu hvað mikið aS .stórvirki þetta niundi kosta, en það vrði sjálfsagt mikið. Þó er talið víst að hægt yrði að framleiða raforku þessa svo ódýrt að hægt væri að selja eininguna til starfrækslu á i penny. Sparnaðurinn við þessa rafveitu yrði afar mik- ill fyrir Englendinga því þeir mundu spara að minsta kosti frá 3—4 miljónir tonna af kolum árlega viS þessa orkuaukning. —-------o-------- Undirstaða velgengninnar. ÞaS sepi vér mennimir 'þráum mest í þessu lífi er velgengni. , GóS heilsa, næg efni, ánægja, virðing með- • bræðra vorra og systra og vor sjálfra. Lífi flestra ef ekki allra manna og kvenna er varið til þess að leita að einhverju af þessu ef ekki öllu, og velferð hvers eins er undir því komin, hversu vel eða illa honum eða henni gengur að ná þessu takmarki. Þegar öfl þau í sálum manna sem eru í vegi fyrir mönnum aS ná þessu takmarki, eru hinum góðu og guði líku öflum yfirsterkari, þá eru menn ófarsælir, og ekki einasta'þeir sjálf- ir, heldur líka kastar þaS skugga á lífsbraut þeirra sem þeir eru með í lífinu að meiru eSa minna leyti. Eða með öðrum orðum að mann- dómur hvers eins, er kominn undir sálarástandi hans. Þetta er nú reyndar ekki neitt nýtt, því það var okkur kent þegar í æsku viíHcné mæðra okkar. En að hið andlega ástand vort, hugsun, verk vor, sál vor, sé völd að umbrotum óreglu og érfiðleikum sem eiga sér stað í viSskiftaheim- inum, fyrir því hafa menn yfirieitt líklega lítið gjört sér grein. Þegar um sálarástand vort mannanna hef- ir verið talað, þá hugsa menn og tala um það í sambandi við drottinn sinn og herra, en ekki í sambandi við daglegu störfin, framleiðsluna né afstöðu sína gagnvart spursmálunum verald- legu, sem rísa fram undan manni nú og æfin- lega erfið og ægileg. MaSur einn Roger W. Babson forseti Bab- son hagfnf'Si félagsins, hélt ræSu í New York fyrir fáum dögum s'íðan um atvinnu, verzlunar og iðnaðar ástandið. Hann reyndi að sýna fram á aðal ástæðuna fyrir erfiðleikum þeim sem menn hefðu við að stríða á þessum svæðum og komst að þeirri óhjákvæmilegu niðurstöSu, aS tímalbil þau sem verzlun og iðnaður er dauf- ur á, sé að kenna afvegaliðslu fólksins, óvönd- ugheitum þess, eyðslusemi og ónytjungsskap, Og í öðru lagi, að velgengnis tímabilin eigi rót sína að rekja til breytts hugsunarháttar til sparnaðar og ]>rifa, sem fram komi á síðari hluta erfiðu tímabilanna, eins og Mr. Babson kemst að orði. “ÞaS eru ekki járnbrautimar, eimskipin eða Verksmiðjurnar sem skapa velgengnina. ÞaS eru ekki bankarnir, viSskiftin við aðrar . þjóðir eða verð á lífsnauðsynjum sem skapar ‘ nýtt fjör í verzlunar viðskiftum. Alt þetta er aðeins mælir, sem sýnir hitann í heVberginu. f Velgengnin er bygð á undirstöSuatriðum trúarinnar, sjálfsafneitun, þjónustu og spar- semi Undurstöðu atriði velgengninnar eru hin tíu boðorð. Framtíðar velgengni Ameríku þjóðarinn- ar er bundin við sálargöfgi einstaklinganna bundin við að þroska, varanlegan áhuga verka- fólks, auðmanna og ráðsmanna þeirra til þjón- ustusams lífs. ÞaS sem vér þörfnumst nú mest, eru ekki fleiri uinbo^ssalar, verkistjórar, eSa sérfræSing- ar, heldur að fá vinnuveitendur og vinnuþiggj- endur til þess að gefa guði hjarta sitt. Hjá deyfðar tímabilum í viðskiftalífinu or hægt að komast, en að eins á þann hátt að leiða athygli fólksins að nauSsyninni á festu í hugsun og verki, iSjusemi og sparsemi. Verzlunar og viðskifta ástandinu má breyta til batnaðar að eins með því móti aS aSstaða fól'ks til þeirra og annara lífsspursmála breyt- ist. --------o-------- Má tala við sjálfan sigJ Jakob Norman, s‘em mér. er sagt að eigi heima í \Vrynyard, Sask., ritar langt mál til mín í síðast blaði Heimskringlu út af Vígslóða- málunum, sú grein er ekki rituð til þess að skýra það mál á neinn hátt, lieldur er hún viðleitni til þesB að sverta mig persónulega, fyrir afskifti mín af því máli, oger honum það velkomið. Svo nenni eg ekki að evða fleiri orðum um þetta mál við .Takob Norman. ■Jón J. Bíldfell. --------o-------- Nýjar bœkur. i. A'lmanak Ólafs S. Þorgeirssonar fyrir árið 1921, er nýkomið til vor, og er vel úr garði gert og smekklega. ÞaS flytur aS þessu sinni ým- islegan fróðleik auk mán.dagatalsins, merkis- dagatal ársins og fæðingardaga merkra manna. Landnámssögu þátt frá Pemlúna sem Þorska- bítur hefir samiS, er .sá 'þáttur skipulega og vel ritaður. Þá er þýdd saga sérvítringurinn, arfisaiga Gunnlaugs Vigfússonar lögfræðing's (George Peterson) með mvndum. Málvinir þýdd ritgerð eftir Dr. Frank Crane. Helztu við- burðir og mannalát. á meðal Vestur-fslendinga og síðast ártöl merkisviðburða. Vér teljum vi'st að almanakinu verði vel tekiS nú eins og undanfarandi, það á það fyllilega skilið. Fæst hjá útgefanda og bókaverzlunarmönnum í Winnipeg og kostar 50 cent. n. Júlí og október hefti Iðunnar ný'komin, fjölbreytt og skemtileg til lesturs, innihaldið er sem fylgir: Höfuðrit Ilénriks Ibsenis, Ágúst Bjarnason. LjóS, Sigurður Grímsson. Allsherjar tniarbrögð Akbars keisara, Olaf Johan Olsen. Einokunarverzlun Dana: Jón Aðils. I meinum, saga eftir Theodór Friðrikson. Tímatal í jarðfræðinni: GuSm. G. BárSar- son. Trú og sannanir: Agúst H. Bjarnason. Hjúskapur og vinátta: Aveburv. Kreppur og hrun: Svipall. Þula: Theodóra Thorodd’sen. A vesturvígstöðvunum: Ag. H. Bjarnason. Fáein krækiber. Ritsjá. Bóksali Hjálmar Gíslason 506 Newton Ave. Elmwood hefir nú tekið við afgreiðslu Iðunnar hér fvrir vestan haf. --------o--------- Ameríka fyrst. eftir Dr. Frank Crane. Foreldri mín voru amerísk og að því eT eg frekast veit, liggja spor ættfeSra minna um Ameríku, langt aftur í aldir. Þetta er aSalástæðan fyrir því, að eg get ekki orðið þeim sammála, er hæzt hrópa “Amer- íka fyrst.” Slíkur hávaði er bygður á tómri eigingirni. Og þjóðar eigingimi er engu veglegri en ein- ' stákling?s-ásælni. Hégómadýrðin er alt af söm v ið sig, — alt af sprottinn af lægstu hvötum. Þetta heróp, eða hvað maður nú á að kalla það, hljómar nákvæmlega eins í eyrum og “Deut- schland Uber Alles” “Britannia Rule the Waives” eða “Sinn Fein.” Eg fæ með engu móti skilið hvemig því víkur v-ið, að einstaklingar, er hrifsa undir sig alt, sem hönd á festir og stæra sig af auðæfum, hlakkandi yfir óförum þeirra, er miSur mega sín, skuli vera kallaðir lágt hugsandi hroka- gikkir, um leiS og heilar þjóðir eru hafnar til skýjanna fyrir -sömu bresti. Einhverstaðar skortir ])arna samræmi. — Þjóðarhæverska hlýtur að vera til. Kostirnir, er prýða dagfar einstaklingsins, geta ekki talist landráð, þótt þeir einkenni heila þjóð. Sjálfsafneitun, prúðmenska og blut- tekning í kjöram lítilmagnans, getur ekki kastað neinum skugga á stjörnuflaggið — Star Spang- led Banner. ÞaS er erfSafesta óheilbrigSra lífskenninga, að vegsama þau einkenni í þjóðarfarinu, sem talin eru hættuleg og spillandi í fari einstakl- ingsins. AS snuða, baknaga, hafa í hótunum og gorta af yfirburðum, fer engu betur á miljóna- þjóð, en einistökum manni. Hvers vegna ætti Ameríka ávalt aS koma fyrst? Stjakar vel upp alinn gestur nokkru sinni öðrum til liliSar og tekur óboðinn tignar- sæti viS borðið ? Eða mundi metnaSur sann- mentaðrar konu koma fram í því, aS hún vildi hafa sem minst mök við nábúa sína? Einmitt sökum þéss, að eg er hvítur Amer- íkumaður, krefst eg sama réttar Negrunum til handa og sjálfum mér, — að Mexicomenn, Ind- íánar, Japanar og Kínverjar, fái að njóta sömu forrðttindanna og þjóðin hefir látið mér falla í skaut. Eg vil aS þjóðin mín verði “Stóri bróðir” allra þjóða, en ekki stór, einangraður sjálfbirg- ingur. Eg vil að flagg vort tákni sama réttlæti og sömu umhyggju í garð útlendinganna, innan vé- handa vorra, og hinna innfæddu sona þjóðar- innar. Eg ber einlæga ást til Ameríku og dái fram- kvæmdir hennar á óeigingjarnan hátt. Eg virði stjórnskipulög þjóðarinnar og stend á- valt reiðubúinn þeim til varnar, en þrátt fyrir það hefi eg aldrei getað komið því inn í höfuðið, hvers vegna eg ætti af þeirri ástæðu að fyrir- líta ÞjóSverja, móðga Englendinga eða gera lít- ið úr Frakkanuin. — Eg el í sál mér sanngjarnan metnað yfir ætterni mínu. — Cranes-ættin er fullgóð handa mér, og eg held að vorir ungu sveinar sé engu síður gefnir, en annara þjóða mernn yfir- leitt og meyjarnar engu óálitlegri. En væri nokkurt vit í því, ef eg af þeirri ástæðu, ætti að hata Pétur og vega að Páli? Hin sanna isjálfsvirðing birtist í mynd hæ- verskunnar, en ekki í ruddalegri forréttinda- baráttu. — Þess vegna er eg á móti herópinu “Amer- íka fyrst”, í þeim skilningi, sem margir leggja í það. En sé skilningur yðar með lögeggjan ]>ess- ari sá, aS Ameríka eigi að ganga á undan í mann- kærleika, samvinnu, góðum siSum og gerast brautryðjandi lista og vásinda, þá skal ekki á mér standa að hrópa “Ameríka fyrst”. E. P. J. --------o-------- Kviðlingar Káins. KviSlingana hans Káins snjalla kvöldið fyrsta las eg alla. MikiS þótti mér hann spjalla. Margoft hló eg upp iir þá. Fagurt galar hann fuglinn sá. Láta slíka fyndni falla fáum takast mundi. ListamSurinn lengi sér þar undi. Alt er þar svo létt og liðugt, leikandi og slétt og sniðugt, en þó bæði sett og siðugt, .siðprýSinnar gloriá; — Fagurt galar hann fuglinn sá.— SlípaS, en hvergi af slettum ryðugt, slyngu lýsir pundi. Listamaðurinn lengi sér þar undi. Aldrei verSur hann efnisvana, altaf nóg í kviðlingana, Leikur hann sér við hænu og hana. hunda, ketti og svínin smá; Fagurt galar hann fuglinn sá. Hnippir líka í heim.skingjana hugsunar í blundi. Listamaðurinn lengi isér þar undi. Flýgur hann yfir fjallabrúnum, fimur að beita kímnirúnum; leggur mál í munn á kúnum meinyrtar svo verða þá. Fagurt galar hann fuglinn sá. Tekur hann ofa,n fyrir frúnum og fríðri mey í lundi. Listamaðurinn lengi sér þar undi. Þornuðum hjá lífsins lindum, — leiðir margt af þjóðarsyndum. — blótar hann þurrum beinagrindum Bakkus sem að vilja hrjá. Fagurt galar hann fuglinn sá. Skellihlær að skrípa kindum þá .skvampa á hundasundi. Iústamaðurinn lengi sér þar undi. Þorskabítur. THE R0YAL BANK 0F CANADA Mælir Með Money Orclers sem er í alla staði ábyggileg, ef sendar eru upphæðir, sem nema upp í $50.00. Borganlegir án auka-kostnaðar í hverju útibúi allra banka í Canada (Yukon undanskilið) og Newfoundland $5 og undir............ 3c. Yfir $5 og undir $10 .... 6c. Yfir $10 og undir $30 .... lOc Yfir $30 og undir $50 .... 15c Allareignir $598,000,0000 Yfirréttardómur í Tjaldbúðarmálinu. Úrslitadómur i Tjaldbúðarmálinu var feldur 5. ágúst 1920 í yfir- rétti Manitoba-fylkis. pann 25. ágúst sóttu verjendur um leyfi til að áfrýja málinu til ‘leyndarráðs Breta og veitti yfirrétturinn slíkt leyfi. pann 2. desember 1920 var leyfi það afturkallað samkvæmt beiðni verjenda sjálfra. Yfirréttardómur fylkisins stendur því sem úr- slitadómurinn í þessu máli. í yfirréttinum voru dómararnir fjórir sem í málinu dæmdu (Perdue yfirdómari fylkisins og þeir Cameron, Fullerton og Dennistoún yfirréttardómarar). Dómur þeirra var á þá leið, að þeir voru allir sammála um að staðfesta bæri dóm Ma- thers yfirdómara King’s Bench réttarins í öllum atriðum og að vísa frá áfrýjan verjenda. Niðurstaðan verður því sú, að dómur und- irréttarins stendur með öllu óbreyttur. Að eins tveir af yfirréttardómurunum gáfu skriflegar dómsá- stæður og eru dómsástæður þeirra hér birtar í íslenzkri þýðing. pað skal tekið fram, að allar leturbreytingar eru gerðar af þýðandanum. * * * Cameron yfirréttardómari — Árið 1894 var stofnaður í Winnipeg íslenzkur lúterskur fríkirkju- söfnuður, með skriflegum grundvallarlögum á íslenzku, og var hann nefndur Tjaldbúðarsöfnuður. 14. janúar 1919 kom fram tilboð um að Fyrsti íslenzki tJnítarasöfnuður í Winnipeg og Tjaldbúðarsöfnuður sameinuðust í einn söfnuð þar eð skoðanir beggja safnaðanna væri hinar sömu. Tilraunir til samkomulags voru gerðar og fundir haldnir þar sem mótspyrna kom þegar í ljós. Á fundi 15. maí 1919 var loks samþykt að ganga að tilboði Únítara. Verjendur málsins voru kosnir fulltrúar safnaðarins á fundi 30. janúar 1919, 0g eru þeir skrifaðir fyrir kirkjueigninni. Eftir fundinn 15. maí 1919 hélt sá hluti safnaðarins fund, sem mótfallinn var sameiningu við Únítara, og lýsti þar yfir því, að þeir, sem hlut hðfðu átt í því að koma á sameiningunni, væri fallnir frá trúnni; lýsti einnig yfir því, að embætti safnaðarfulltrúa væri óskip- uð; kaus kærendur málsins fulltrúa, og fól þeim að hefja málsókn þessa. Tilgangur máls þessa og það, sem málið snýst um, kemur í ljós í svohljóðandi staðhæfingum í kæruskjalinu: “18. Taki dómstólarnir ekki í strenginn hafa verjendur í hyggju að koma tafarlaust í framkvæmd hinni fyrirhuguðu sameining safn- aðarins og Fyrsta íslenzka Únítarasafnaðar í Winnipeg og nota kirkju- eign og skjöl safnaðarins til eflingar og útbreiðslu trú og kenningum Únítara, gagnstætt og þvert ofan í grundvallarlög og trú safnaðarins, og gagnstætt og þvert ofan í trú, kenning og venju lúterskrar kirkju, og hafa í hyggju að láta Únítaraprest þjóna söfnuðinum. “19. Kenningar, trú, helgisiðir og tíðareglur lúterskrar kirkju og þessa safnaðar er í eðli sínu og frá rótum ólíkt því, sem viðgengst I kirkjudeild Únitara. Eitt slikt grundvallar-atriðí trúarinnar, er deildirnar greinir á um, er það, að lúterska kirkjan og söfnuður þessi halda fast við og trúa þrenningu guðdómsins og halda fast við og trúa guðdómi Jesú Krists, en kirkjudeild Únítara á hinn bóginn hafn- ar þrenningar-lærdóminum og neitar guðdómi Jesú Krists.” Kærendur beiðast úrskurðar í >þá átt, að safnaðarfundurinn 15. , maí 1919 hafi verið ólögmætur, að Tjaldbúðarsöfnuður hafi klofnað samkvæmt 11. grein grundvallarlaganna, að verjendur séu fallnir frá og séu ekki lengur meðlimir safnaðarins, að kærendur séu lög- lega kosnir safnaðarfulltrúar og þeim beri umráð yfir eignum hans og, að bann sé lagt við því að verjendur komi hinni fyrirhuguðu sam- eining í framkvæmd, eða á nokkurn hátt ónáði kærendur í sambandi við afnot þeirra af kirkjueigninni. í varnarskjali sínu játa verjendur, að á fundinum 15. maí 1919 hafi verið samþykt að ganga að sameiningar-tilboði Fyrsta islenzka Únítarasafnaðar, og játa einnig, að þeir hafi í hyggju að koma sam- þykt þeirri í framkvæmd, en neita því, að þeir ætli sér að nota kirkj- una til nokkurs þess er brjóti bág við grundvallarlög og trú safnað- arins eða trú, kenning og venju lútersku kirkjunnar íslenzku. Málið var prófað af yfirdómara Kingr’s Bench réttarins og féll dóm- ur kærendum í vil á þann hátt sem krafist var í kæruskjalinu. f dómsástæðum yfirdómarans er vandlega gengið 1 gegn um vitnaleiðslu og sönnunargögn öll. Dómi þessum er nú áfrýjað. pað er augljóst, að málsókn þessi er um mjög mikilvægt efni. Vér eigum því láni að fagna að hafa oss til leiðbeiningar dómsúr- skurð lávarðadeildarinnar brezku í málinu Free Church of Scotland v. Overtoun, (1904) A. C. 515. Flutningur máls þess stóð yfir í átta daga. Var síðar skipað svo fyrir, að málið skyldi rökrætt að nýju og stóð flutningur þess þá yfir í níu daga (bls. 539). í dóms- skýrslunni er tekin fram saga skozku Fríkirkjunnar, er stofnuð var árið 1843 af mönnum, sem sagt höfðu skilið við þjóðkirkjuna skozku sem mótmæli gegn afskiftum ríkisins af andlegum málum. Aðal- atriðin tvö í stefnuskrá hennar voru ríkiskirkju-fyrirkomulagið og skilyrðislaus viðuikenning Westminster- trúarjátningarinnar. f- trekaðar tilraunir höfðu verið gerðar til að sameina Fríkirkjuna og Presbytera kirkjuna sameinuðu, sem í eðli sínu var andvíg ríkiskirkju- fyrirkomulaginu og viðurkendi ekki að öllu leyti Westminster-játn- inguna. Á almennu kirkjuþingi árið 1900 samþykti Fríkirkjan með miklum meirihluta atkvæða sameiningar-grundvöll, og eignir Frí- kirkjunnar voru fengnar í hendur nýjum fjárhaldsmönnum hinni nýju kirkjudeild til afnota. Minnihlutinn 'í Fríkirkjunni mótmælti því, að kirkjan hefði noikkurt vald til þess að breyta kenningum sínum eða sameinast félagi, sem ekki viðurkendi þær. Hann kærði því meirihllutann fyrir að hafa brotið skilyrði þau er afnot eignanna voru bundin og krafðist þess, að sér yrði dæmdar eignirnar. Dómurinn í máli þessu var feldur á þá leið, að úrskurðað var, að ríkiskirkju-skipulagið og Westminster-játningin væri sérkennilegar trúarsetningar Fríkirkjunnar og, að hún gæti ekki ibreytt kenningum sínum án þess að fyrirgera tilkalli til eignanna; að hér væri ekki um neina verulega sameining að ræða og, að fulltrúum minnihlutans bæri allar eignir Fríkirkjunnar. Dóms^stæður Halsbury lávarðar hafa margt lærdómsríkt og mikilvægt að geyma. Hann segir, meðal annars (bls. 613): ‘Tdeilu þeirri, sem Ihér hefir komið upp, ber þess að gæta, að dómstólum landsins kemur það ekkert við, hvort ein eða önnur kenn- ing sé sönn eða ósönn. Sé út frá því gengið, að ekkert í skoðunum þeim, sem um er að ræða, komi í bága við landslögin — og kemur slíkt ekki ’hér til greina — þá er hlutverk dómaranna það eitt að kom- ast að raun um hverjar hafi verið hinar viðteknu trúarskoðanir þegar félagsskapurinn var myndaður. “Lávarðar mínir, eg álít, að oss sé ekki heimilt að vera með nein heilabrot um það, hvað sé mikilvægt eða ekki mikilvægt í hinum upp- runalegu trúarskoðunum. pað, sem um er að ræða, er, hverjar skoð- anirnar í raun og veru voru og hvað stofnendur félagsskaparins töldu mikilvægt.” pessi síðustu ummæli verður að hafa hugföst þegar íhuga skal aðstöðu Fríkirkjunnar gagnvart ríkiskirkju-fyrirkomulaginu. Mörg- um mun veita það ervitt að skilja hvernig dr. Chalmers og hinir aðrir stofnendur Frikirkjunnar gátu gert þá skoðun sína að trúaratriði og grein í trúarjátning sjálfrar Fríkirkjunnar, að ríkinu bæri að leggja

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.