Lögberg - 09.06.1921, Side 1
SPEIRS-PARNELL BAKINGCO.
ábyrgjast yður
fulla vigt, beztu vörur fyr-
ir lcegsta verð sem verið
getur. REYNIÐ ÞAÐ!
TALSÍMI: N6617 • WINNIPEG
Það er til myndasmiður
í borginni
W. W. ROBSON
490 Main St. - Tals A7921
34. ARGANGUR
WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 9. JÚNÍ
1921
NUMER 23
Helztu Viðburðir
Síðustu Viku
Canada.
t
Eftir að útnefningar til fylkis-
þings í Saskatchewan höfðu far-
ið fram, kom það lí ljós að 16
iþingmannsefni stjórnarinnar, þar
á meðal þrír ráðgjafanna, náðu
kosningu gagnsóknarlaust, og
sannar slíkt betur en nokkuð ann-
að traust það hið almenna, er Mar-
tin stjórnin nýtur í fylkinu. Ráð-
gjafarnir, er á þenna Shátt voru
kjörnir, eru þeir Hon C. A. Dunn-
ing, Hon S. J. Latta og J. A.
Maharg, hinn nýji ráðgjafi í ráðu-
neyti Martins, sá er lét af sam-
bandsþingmensku fyrir fáum dög-
um . Hér fara • á eftir nöfn
kjördæma og þeirra þingmanna, er
kosningu hlutu án gagnsóknar:
Battleford — A. D. Pickel.
Arm River — G. A. Scott.
Cypress — H T.. Halverson.
Estevan — Robert Dunlbar.
Humboldt — H. M. Therres.
Jackfish Lake — D. M. Finlayson.
Lloydminster — R. J. Gordon.
Last Mountain — Hon S. J. Latta.
Moose Jaw County — Hon C. A.
Dunning.
Milestone — B. Larson
Morse — J A. Maharg.
North Qu’ Appelle, J. G. Gardiner
Notukeu — George C. Spence.
Prince Albert —Or-A. McDonald.
Rosthern — Dr. J. M. Uihrick.
Saltcoats — W. H. Sahlmark.
Alls eru stjórninni talin vís 45
—48 þingsæti af þeim 60 og þrem
þingsætum sem í fylkinu eru.
Hon. N. W. Rowell, sambands-
þingmaður fyrir Dunham kjördæm-
15 í Ontario, hefir sagt af sér
þingmensku.
Lávarður Julian Byng, sá er
stjórnaði um hríð canadiska hern-
um á Frakklandi og stýrði orust-
unum frægu við Viimy Ridge, hefir
verið skipaður landstjóri í Canada
í stað hertogans af Devonsihire.
Hinn nýji landstjóri er sonur jarls-
ins af -Strafford og fæddist 11.
dag selptemlbermiánaðar 1862.
Kvæntur er bann Marie Evelyn,
dóttur Hon Sir Richard Moreton,
en sá var bróðir jarlsins af Ducie,
'hins þriðja í röðinni. Byng lávarð-
ur hefir verið í herþjónustu síðan
árið 1883 og getið sér Ihvarvetna
góðan orðstýr. — Útnefning hans í
þessa nýju virð.ingarstöðu mælist
einkar vel fyrir í Canada, eftir
blaðafregnum að dæma.
Fyrir síðustu helgi réðust tveir
grímuklæddir menn á kaupmann
einní St. James, ísaac Posner að
nafni um það leyti sem hann var að
yfirgefa búð sína kl. 11 að kvöldi;
miðuðu á hann skambyssu og
kröfðust þess að hann léti af hendi
peninga sína. Eikki var um ann-
að að gera fyrir kaupmann, en að
verða við kröfunni og fékk hann
ræningjunum lí hendur 65 dali.
Kona kaupmanns tilkynti lögregl-
unni og sendi lögreglustjóri þang-
einn af þjónum sínum, Jóseph
Hamm. Komst ihann brátt á
3noðir um ihvar ódáðamenn þessir
voru og tók þá fasta í nafni rétt-
vísinnar. En á leiðinni til lög-
reglustöðvarinnar dró annar ill-
ræðismanna upp byssu og hugð-
ist að skjóta lögregluþjóninn. Mr.
Hamm varð fyrri til að hleypa af
og særðist ræninginn svo af skoti
því að hann lézt fáum mínútum
áíðar. Meðan á þessari viður-
eign stóð, sleit hinn bófinn sig af
löregluiþjóninum og hefir ekki sið-
an til ihans spurst, þrátt fyrir all-
ar tilraunir af hálfu lögreglunnar
í St. James og Winnipeg.
Hinn látni ræningi, (hét Jack
McKen2Íe og kvað alllengi hafa
átt heima að 430 Ross Ave. hér í
borg. Lögregluþjónninn Mr.
Hamm, var settur í gæsluvarðhald
og situr þar unz yfirheyrslu í mál-
inu er loikið. Er slíkt að eins
gert fyrir form sakir, því víst er
að eiriungis var um sjálfsvöm að
ræða að hans hendi.
Hundrað og fimtiu ritstjórar að
vikuiblöðum í Austur-Canada, komu
til Winnipeg síðari hluta fyrri
viku, á leið vestur að Kyrrahafi.
Var þeim vel fagnað hér í borg-
inni og haldin veizla fyrir for-
göngu borgarstjórnarinnar.
Verkamannfélögin i Calgary,
hafa sent harðorða ályktun til Dom.
stjórnarinnar, þar sem þau mót-
mæla innflutningi fólks til Canada
eins og sakir standa. Telja þau
meir en nóg af atvinnulausu fólki
um þéssar mundir í landinu, þótt
eigi ‘bætist fleira við.
Samlbandsþinginu var slitið síð-
astliðinn laugardag.
Nefnd sú, undir forystu Hynd-
mans dómstjóra, sem um þessar
mundir, er að rannsaka meðferð á
korni og sölu þess, hefir nýlc^a
átt setu í Fort William. Eitt
aðal vitnið er fyrir nefndinni
mætti þar í bænum var R. J.
Henderson, kaupmaður, er kvaðst
verið hafa árin 1912—1913 í iþjón-
ustu félagsins The Grain Growers
Grain Oompany, (nú the United
Grain Growers) og hafi þá ýmis-
legt verið athugavert við korrihlöðu
þess félags, sumstaðar verið fölsk
hólf og falskir botnar. Hvernig
honum gengur að sanna sakir þess-
ar er enn á huldu. J. R. Murrav,
frmkvæmdarstjóri United Grain
Growers Limited, telur ransóknina
að eins gerða í þeim tilgangi að
þyrla upp pólitisku ryki og ná sér
niðri á stjórnmálalhreyfingu þeirri
hinni nýju, er sameinaðir bændur
hafa vakið og leitt til sigurs, með-
al annars í Ontario fylki. Um þær
mundir, er öll kur'l koma til graf-
ar kveðst Murray þess vís, að Meig-
henstjórnin muni sætt hafa sárum
vonbrigðum í þes.su mláli. Korn-
yrikjufélögin hafa ekkert að dylja
og rannsóknin verði til þess eins
að styrkja þau að mun, en veikja
Meighen og fylgifiska 'hans að
sama skapi.
--------o--------
Bandaríkin
þing Bandaríkjanna veitti $200,-
000 til frekara eftirlits með vín-
bannslögunum.
Verndartollafrumvarpið hefir
hlotið samþykki þingsins með 245
atkvæðum gegn 97.
Senatið hefir samþykt breyt-
ingu á flotamála frumvarpinu
þess efnis, að tala fastra hermanna
í þjónustu flotanis, skuli vera 120',-
000, í stað hundrað þúsunda.
Senator Johnson frá California,
hefir Iborið fram tillögu til þings-
ályktunar, er krefst þess að fram
skuli fara tafarlaust rannsókn á
öllum þeim atvikum, er til kola-
verkfallsins í West Virginia og
Kentucky leiddu, sem og öllum
abburðum er gerst hafa síðan og
standa í sambandi við þetta mikla
verkfall að einhverju leyti.
Hughes rikisritari hefir synjað
tilmælum pólsku stjórnarinnar um
stuðning í Silesiu deilunni. Kveður
hann deilumál þau standa fyrir
utan verkalhring Bandariíkjanna
og snerta eingöngu Evrópu.
Edward Douglas White, hæzta-
réttardómari og dómsforseti, er
fyrir skömmu látinn, í Washington,
76 ára að áldri.
Sidney J. Catts, fyrrum ríkis-
stjóri í Florida, var fyrir skömmu
hneptur í skuldafangelsi, en hefir
verið látinn laus gegn veði. Rann-
sókn í máli hans er ekki en um
garð gengin.
Hafnarþjónar, hásetar og loft-
skeytamenn í Bandaríkjunum, er
gerðu verkfall fyrir nokkrum vik-
um, hafa nú falið talsmönnum sín-
um að semja við verkamálaritar-
ann Mr. Davis um miskliðarefni og
gengist inn á að hliíta úrskurði
hanis í málinu.
Daugherty, dómsmálaráðgjafi
Bandaríkjanna, tilkynnir að James
M. Beck í New York, hafi gerður
verið að Solicitor-General.
Morgan ríkisstjóri 'í West Vir-
ginia, hefir lýst Mingo héraðið
undir herlögum.
Strætisbrautaþjónar í New York,
hafa gert nokkur smá uppþot þar
öðru ihvoru upp á síðkastið. Or-
sökin sögð að vera óánægja út af
launakjörum.
Harding forseti afhenti vísinda-
konunni frægu Mm. Curie. $100,-
000 virði af radíum núna fyrir
skemstu, er hún kom í heimsókn
til Bandarikjanna.
Joseph T. Thorson
er valinn hefir verið nýlega til að
gegna yfirkennara embættinu við
lagaskóla Manitobafylkis.
þeir auðvitað að velja Leach með
stórkostlegu afli átkvæða.”
St. Peter Herald, kemst svo að
orði: “Augu Minnesota ríkisins
hvíla á Minneapolis um þessar
mundir, iborginni, sem nú á að
velja á milli þjóðkunnugs her-
manns úr stríðinu mikla, eða ger-
byltingamanns, með ónotalegan
ryðblett á þegnhollustu sinni, og
er þá varlega mælt. pað þarf varla
að baka það frarn, að allir þjóð-
hollir borgarar telja ekki ein-
asta æskilegt, heldur beinlínis
sjálfsagt að Leach verði kosinn, en
kenningum Van Lear og hans nóta
sökt á fertugu dýpi.”
-
Bretland
Samuel Gomphers, forseti verka-
manna sambandsins Ameriska,
lýsir yfir þvi, að hann sé í þann
veginn að heyja harða baráttu til
að koma hverjum einasta verka-
manni þjóðarnnar í þann félags-
skap.
í fagurri ræðu, er Harding for-
seti flutti að Hoboken, New Jers.v,
yfir líkkistum þúsunda af Banda'-
ríkja hermönnum, er létu iíf sitt á
Frakkrandi, skoraði hann á alla
fiokka og allar stéttir innan vé-
banda þjóðarinnar, að setja markið
hátt og vinna í bróðurihug að öllum
þeim miálum, er lyfta mætti þjóð-
inni til öndvegis.
Járn|brautaráð Bandaríkjanna
tilkynnir opinberlega að laun
verkamanna, er við járnbrautir
vinna skuli læfcka um 10—15% frá
fyrsta júlí að telja.
Fádæma vöxtur hljóp fyrir
nokkru í Ark River, Colorado, er
varð valdandi feykilegs tjóns —
Tvö hundruð og fimtíu manns létu
líf sitt í Peueblo borginni, en þar
varð flóðið háskalegast, og er
eignatjónið metið yfir tíu miljónir
dala. Ymsar aðrar borgir í rík
inu, hafa sætt nokkrum skemdum.
Gustaf Nelson, tengdasonur
Senators Knutsons, hefir verið
fundinn sekur af kviðdómi, fyrir
að hafa verið valdur að dauða
Josephs Middleton. — petta er í
annað sikiftið, er mál þebta hefir
verið tekið fyrir. í fyrra skiftið
var Nelson einnig fundinn sekur
og dæmdur í lífstíðar fangelsi, en
dómi þeim vay áfrýjað til hærri
réttar. Búist er við að dómsúr-
slit verði önnur í þetta sinn og að
Nelson fái frá 10—15 ára betrun-
arhúsvist.
Borgarstjóra kosningar í Minne-
apolis eru í aðsigi og virðast ætla
að verða heitar mjög. Sosialist-
ar, Nonpartisian menn og allir
aðrir gerbyltinga postular fylkja
sér utan um mann nokkurn, er Van
Lear nefnist, og má ibezt af því
ráða til ihvaða pólitisks sauðahúss
hann telst. Flestir hinna íhug-
unasamari og gætnari borgara
vinna sleitulau3t að kosningu
Oolonel Leaoh, er nýtur mjög góðs
álits i 'borginni og Minnesota ríki
yfirleitt og gat sér framúrskar-
andi orðstýr í ófriðnum mikla.
Æsingamenn vita sem er, að iþeir
eru óðum að tapa í Norbh Dakota,
og hyggjast nú að bæta tjón það
að nokkru upp með því, að leggja
undir sig Minneapolis og færa svo
þaðan út kvíarnar smátt og smátt
um Minnesota. Næsta ólíklegt er
þó, að þeim verði kápan úr því
klæðinu. *
Flest blöð, sem látið hafa skoð-
un siína í ljós á málinu telja kosn
ingu Colonel Leacih alveg sjálf
sagða og fara óþvegnum orðum um
keppinaut hans. — Blaðið 'Wort-
hington Glo'be segir: “Van Lear
svífst jafnvel ekki þess, að ráðast
á Mr. Leach fyrir framkomu hans
í stríðinu. En hvernig var fram-
koma Lear sjálfs? Leaoh tók
þátt í eldraunum stríðsins
Frakklandi, meðan Lear prédik-
aði æsirigar heima fyrir og vó afta11
að landi sínu. Séu kjósendur í
Minneapolis með réttu ráði, hljóta
Lloyd George, forsætisráðherra
Breta, hefir verið (asinn að und-
anförnu, og tekið sér nokkurra
vikna hvíld að læknisráði.
Hið fyrsta þing Ulstermanna
var sett á þriðjudaginn var, með
mikilli viðhöfn. peir af þing-
mönnuim Sinn Fein flokksins og
Nationalistanna, mættu eigi við
athöfnina og neita sennilega að
taka nokkurn þátt í störfum þings-
ins. pingforseti var kosinn
Mavor O’NeilI.
Fremur eru nú Ikur á, að til
samkomulags muni draga innan
skamms, milli aðilja þeirra, er hlut
eiga að kolaverkfallinu mikla á
Bretlandi. Eftir síðustu fregn-
um að dæma, ihafa námamenn
gengið inn á að að koma til fundar
við eigendur námanna, og er búist
við að málmiðlun komist á, ein-
hvern hinna næstu daga. Kolaverk-
fallið 'hefir nú staðið yfir á þriðja
mánuð og stofað iðnaði þjóðarinnar
í þau vandræðii, er langan tíma
tekur til að bæta úr og leiðrétta.
Myndastyttan afhjúpuð.
Ákveðið er að myndastytta
Jóns Sigurðssonar verði afhjúpuð
á þingihúsvellinum í Winnipeg
föstudaginn þarin 17. þ. m. kl. 3
e. h. Hon Thos. H. Johnson,
dómsmálaráðherra Manitoba fylk-
is stýrir abhöfninni, og Dr. B. J.
Brandson, flytur ræðu á ensku og
próf. séra Rufíólfur Marteinsson,
flytur ræðu á íslenzku. Vonað
er að hægt verði að ihafa hornleik-
ara flokk til þess að spila við
þetta tækifæri og yfirleitt mun
nefndin reyna að gera aflhjúpunar
athöfnina svo veglega að vel megi
sæma minningu hins látna mikil-
mennis. Óskað að sem flestir ís-
lendinga verði viðstaddir athöfn
þessa.
Hvaðanœfa.
Uppþot átti sér stað fyrir nokkru
í Alexandriuiborg á Eg>-ptalandi,
er orsakaði liftjón margra manna,
þar á meðal ýmsra leiðtoga úr lög-
regluliðinu.
Páfinn hefir opiníberlega skorað
á Breta og íra, að reyna að jafna
með sér deilumálin á friðsamleg-
an hátt.
Atkvæðagreiðsla hefir farið
fram á póstspjöldum, í ýmsum
hinna stærri b'orga í Japan um
það, hvort íbúarnir væru hlyntir
takmörkun herbúnaðar eða eigi.
Að lokinni talningu kom það í ljós,
að .stórkostlegur meiri hluti var
takmörkuninni meðmæltur.
Sigurður Vigfússon
Melsted.
Alment verkfall í Noregi.
Síðustu fréttir segja verkfall
mikið í Norvegi. Blöð öll nema
sosialistáblöðin hafa hætt að
koma út, segja þau sóknin gangi
má'lstað þeirra í vil og eggja til
framsóknar. í Kristjaníu hef
ir öllum bæjarviinnustofum verið
lokað, nema rafljósastöðinni. ó
eyrðir hafa átt sér stað milli lög-
reglunnar og verkfallsmanna eink
um í Kristjaaníu; réðust æsinga-
menn þar á hús, er menn voru að
'halda fundi í og lenti þar í áflog,
á milli þeirra og lögreglunnar,
særðust sþö lögregluþjónar og all-
margir af uppreistarmönnunum,
áður en reglu varð á komið og leið-
togar uppreistannanna handsam-
aðir.
Eftir þessu að dæma er víst
eitthvað meira um óeyrðir, því
herliðið Ihefir verið kallað út í
Kristjaniu, til þess að aðstoða
lögregluna. Ekki er ljóst hvaða
ástæða er til þes'sa verkfalls, nema
á meðal sjómanna og vélstjóra á
skipum, þar hefir niðurfærsla á
kaupi um 33'’'» valdið verkfallinu.
pegar að allir verkamenn að und-
anskildum þeim sem á járnbraut-
um vinna höfðu gjört verkfall,
kallaði stjórnin út bæði land og
sjóherinn, til þetss að vera við
öllu búin.
Sagt er það berlega, aðCommun-
istar eða Bolsheviki menn rói öll-
um árum að því að gera verkfall-
ið sem víðtækast og eggi fólk ó-
spart til uppreistar.
pýzka stjórnin hefir tilkynt
ráðuneytinu í Bavariu, að það
verði tafarlaust að fullnægja fyr-
irmælum friðarsamninganna og af-
vopna herinn.
Franski sendiherrann í Berlín,
hefir sent ríkiskanzlaranum þýzka
Dr. Wirth, tilkynningu þess efnis,
að pjóðverjar verði samstundis að
hætta hergagnaflutningi til Siles-
iu hinnar efri.
Fjársjóðir á Cocos eyju.
Sagan um Cocos eyjuna og hina
ihuldu fjársjóði sem þar eru sagð-
ir faldir, hefir undanfarandi ver-
ið .svo að segja á hvers manns vör-
um á Bretlandi. Sagan um hulda
fjársjóðu á þessari afskektu eyju
er reyndar eikki ný, hefir gengið
manna á milli í fleiri ár, en utan-
ríkisdeild Breta hefir gefið henni
nýjan býr undir vængi, með því
að lýsa yfir því að saga þessi sé
sönn — að fjársjóðirnir hafi virki-
lega verið faldir þar og þeir hafi
aldrei fundist. petta kemur fram
í gögnum sem utanríkisdeild Breta
hefir látið semja um ýrnsa lands-
parta, er til umtals og rannsókna
gætu komið til athuguinar í sam-
bandi við alþjóðasambandið. par
I»egar um þá Vestur-íslendinga
er að ræða, sem af öðrum hafa bor-
ið í samkepninni áfram og upp á
við, þá er einn sem ekki má gleym-
ast, og það er Siguröur Vigfússon
Melsted. Hann er fæddur að Ytri
Völlum i Miðlfirði í Húnavatns-
sýslu á íslandi 30. janúar 1876,
sonur Vigfúsar Guðmundssonar
prófasts að Melstað og konu hans
Oddnýjar ('flafsdóttur, er bjuggu
að Ytri Völlum i Miðfirði og síðar
á Sauðarkrók í Skagafirði.
Vestur um haf fluttist Sigurður
árið 1892 og settist að í Winnipeg,
þar sem hann hefir dvalið síðan,
að undanteknu einu ári, sem hann
vann við verzlunarstörf að Milton
í Norður Dakota.
Eins og flestir aðrir íslendingar,
kom Sigurður hingað með tvær
hendur tómar og varð því að vinna
fyrir sér, enda er það sú eldraun,
sem flestir íslendingar þurfa að
ganga í gegn um til þess að sjá sér
og sinum farborða í framandi
landi. eitt af meginöflum þeim,
sem hefir hrint þeim áfrarn hér,
það er að segja, að svo miklu leyti
sem jæir hafa getað rutt sér braut.
Þvi í flestum tilfellum hefir með-
fæddur manndómsþroski Islend-
inga sigrast á öllum erviðleikum
frumbýlingsáranna og ekki að eins
fært þeim ávexti þess þroska,
heldur aukið hann stórum.
Á sinum fyrstu árum fékst Sig-
er talað um Cocos eyiuna sem er v ... . ,x , , . . . „
... . ... . -i , ,■ urður vib verzlunarstorf her 1 bæn-
1 ausbhluta Atlantz hafs um fimm
hundruð og f jörutíu mílur frá Pan-
ama og tilheyrir Costa Rica lýð-
veldiinu. Eyja þessi er ekki
stór ummáls að eins fjórar og hálf
míla á lengd og fjórtán mílur um-
máls. Menn hafa margoft fund-
ið hana og týnt henni aftur. Hún
hefir verið aðsetursstaður hval-
fangará, sjóræningja og manna
sem hafa strokið af skipum og
viljað fara huldu höfði. Tilraun
var gjörð til þess að byggja eyjuna
árið 1897 en það mislhepnaðist og
er hún talin óbygð þann dag í
dag.
Ræningjar völdu Cooos eyjuna
til þess að geyma þýfi sitt á, sök-
um þess að ihúin var lítt kunn sjó-
farendum og landafræðingum. En
mennirnir sem mundu eftir henni
voru ræningjar sem höfðust við
í þeim parti heimsins, því þeir
vissu að eyjan var öruggur griða-
staður fyrir þá og þýfi þeirra, en
til þess að halla hér ékki réttu
máli, tökum vér upp orðrétta lýs-
ing úr þessari skýrslu Breta um
eyjuna.
“Ræningi einn alþktur Benito
að nafni, en sem gekk líka undir
nafninu Bennett Graham, notaði
sér ókunngleik manna á eyjunni
og tók þangað offjár, er hann stal
úr kirkjum í Peru, annaðhvort
árið 1818 eða 1819. Nokkrum
árum síðar er staðlhæft að þessi
sami maður hafi falið $ll,OCO,OO0
virði af gullklumpum og öðrum
dýrmætum munum á þessari sömu
eyju.
Gullpeningar, silfur og dýrindis-
steinar.
Árið 1826, eða um það lej-ti á
Stjórnin á ítalíu, hefir gert við-1 maður sem gekk uindir nafninu
skiftanefnd Soviet stjórnarinnar1 William Thompson, sem eftir því
utn, fvrst við húsgagnaverzlun,
siðan við fatasöluverzlanir bæði
hjá innlendum og Stefáni heitnum
Jónssyni; síðar vann hann við
prentverk hjá blaðinu Lögbergi.
Snemma komu hæfileikar og
mannkostir Sigurðar í ljós, skiln-
ingur hans og fjölhæfni við
hvaða verk sem honum var fengið
að vinna, og trúmnska hans í öll-
um greinúm og á öllum sviðum,
var frá byrjun ráðandi.
Annað hvort hefir að líkindum
tilfinning hjá Sigurði verið vakandi
fyrir því, að verkahringur innan
íslenzkra vébanda hér vestra hlyti
ávalt að verða smár, eða þá að hér
innlendir menn hafa sérlega glögt
atiga fyrir efnilegunt ungtmi mönn-
um, og máske hefir hvorutveggja
ráðið því, að Sigurður var ekki
lengi í þjónustu Islendinga. Inn-
lendur maður, sem hatði húsmuna-
verzlun hér í bænum, kom auga á
hann og tók hann í þjónustu sína;
maður þessi hét A. F. Banfield.
við þessa veVzlun byrjaði Sigurð-
ur á lægstu tröppu, og vann sig
brátt upp, því kostir hans koniu
þar sem annars staðar fram, og
þegar Banfield dó árið 1908, var
Sigurður orðinn aðal bókhaldari
við verzlunina.
Eftir að Banfield féll frá, var
verzluninni haldið áfram af á-
byrgðarmönnum dánarbúsins unz
hægt væri að selja hana. Lenti þá
forstaða öll og ábyrgð verzlunar-
innar á Sigurði. Prýðilega fórst
honum að veita verzluninni for-
stöðu og það svo, að umsjónar-
menn dánarbúsins, sem eru valin-
kunnir hæfileika menn hér í bæ,
höfðu orð á frábærum skýrleik og
verzlunar hæfileikum hans.
Ekki leið á löngu, áður en verzl-
unin var seld núverandi eiganda
hennar, J. A. Banfield, bróður A.
F. Banfields. Vildi hann strax ná
í verzlunina, en sá ljóður var á þvi
að hann var félaus maður og sá sér
ekkert færi á því í fyrstu. Hann
fór með þessi vandræði sín til Sig-
urðar og sýndi hann honum hvern-
ig að hann gæti fengið vilja sinum
framgegnt og kaupin fóru fram.
Síðan hefir Sigurður verið formað-
ur þessarar verzlunar, sem hefir
vaxið og blómgast undir hans um-
sjón, þar til hún er nú orðin ein af
allra stærstu og voldugustu verzl-
unum af því tagi í Vestur-Canada.
Þó Sigurður hafi gjört verzlun-
arstarfið að aðal lífsstarfi sínu og
sé á því svæði að líkindunt flest-
um Vestur-íslendingum fremri, þá
hefir hann ávalt tekið mikinn og
heilbrigðan þátt í félagsmálum
yfir höfuð.
I kristilegum félagsmálum Vest-
ur-íslendinga hefir hann verið í
fremstu röð leikmanna, ávalt stað-
fastur, hreinn og ábyggilegur og
fús til að styrkja þann félagsskap
með ráði og dáð.
Hann er einn þeirra íslendinga,
sem mikinn þátt hefir tekið í al-
mennum félagsmálum í Winnipeg
og notið þar hins sama trausts og
virðingar, sem hann hefir notið og
nýtur hjá íslendingum.
Sigurður er meðalmaður á hæð,
beinvaxinn og fjörmaður hinn
mesti. Hann er fríður maður sýn-
um, glaður í viðmóti og höfðingi t
lund. Hann er skýrleiksmaður í
bezta lagi og fara saman hjá hon-
um skarpar náttúrugáfur, lífs-
reynsla og sterkur vilji til þess að
láta sem mest verða úr hæfileikum
sínum, sér og öðrum til uppbygg-
ingar.
Sigurður er giftur Þórunni ðl-
afsdóttur frá Görðum á Álftanesi,
uppeldisdóttur Þórarins prófasts
Böðvarssonar 0g frúar hans.
rússnesku landræka.
Utanríkisráðuneyti Japana hefir
lýst yfir því, að Japanar ætli sér
að draga til baka her sinn úr Sí-
beriu og sömuleiðis að fá Shan-
tung Kínverjum í hendut, eins
fljótt og þvi verði frekast viðkom-
ið.
sem næst verður komist, var i
þjónustu Benito, en var síðar
kafteinn á skipinu Marjr Read, að
hafa falið þar $12,000,000 af gulli
og silfurpeningum, ásamt öðrum
dýrindismunum.” petta kemur
og heim við munnmælasögur um
þetta er flestir hafa heyrt eða les-
(ið, svo heldur skýrsla utanrikis-
deildarinnar áfram: “Sumar af
kringumstæðum þeim sem liggja að
því að fela þessa fjársjóði í eyjunni
og tilraunum sem gerðar hafa
verið til þess að finna þá, eru hafð-
ar eftir mönnum sem voru meira
og minna viðriðnir að koma þeim
þangað, og eins þeirra sem gjört
hafa tilraun til að finna þá, og
eru þeir vitnisburðir geymdir í
skjalasafni sjóliðsdeildarinnar.
Tólf tilraunir hafa verið gerð-
ar til að finna fjársjóðina. All-
ir (þóttust þeib menn sem fyrir
þeim tilrunum stóðu vissir um
að hepnin mundi verða þeirra
fylgikonu, en a'lla hefir hún svik-
ið. Heimildir vorar segja oss að
merki sem eigi að vísa leiðina
þangað sem einn af þessum fjár-
sjóðum sé fólginn hafi vísað ein-
hverjum af þessum leitarmönnum
veg að kletti einum, sem beri
eitthvert merki, og sagt er að einn
af þeim hafi fundið nokkuð af ó-
myntuðu gulli og lítinn kút fullann
af spönskum peningum. petta fann
sá maður á þann hátt,
Leit Fitzwilliams lávarðar.
Með þeim ítarlegustu tilraun-
um sem gerðar hafa verið, til
þessað finna fjársjóðu þessa,
var sú er Fitzwilliam lávarður
gerði árið 1905. pá hafði stjórn-
in í Costa Rica veitt manni að
nafni I. Robinson leyfi til þess
að leita. Eftir nokkurt stapp
varð það úr, að þeir I. Robinson og
Fitzwilliams slóu sér saman og
fóru með úthald mikið og fundu
ekkert. 1912 fengu tvær konur
leyfi til þess að leita, það voru
Mrs. Barr Till og Miss L. Brock-
lesby, og hétu þær að verja öllu
sem þær findu til aðstoðar þurfa-
fólki í Lundúnum, en það fór á
sömu leið.” Og þar við situr.
datt fram af gilbrún og rann ofan
gilbakkann, kom gullið og kúturinn
þá í ljós. Einnig hefir kross úr
silfri fundist þar í lækjarfarveg,
en aðal fjársjóðirnir eru enn ó-
fundnir, þrátt fyrir allítarlega leit
og allmiklar sprengingar sem
gerðar hafa verið þar á eyjunni
aftur og aftur.
íslendingar í Nýja fsilandi eru
beðnir að abhuga vandlega auglýs-
að hann! inguna í blaði þessu frá íslenzka
leikflokknum pað verður að lik-
indum í síðasta skiftið er almenn-
ingi þar nyrðra gefst kostur á að
njóta leiksnildar frú Stefaníu Guð-
mundsdóttur, áður hún hverfur
heim til ættjarðarinnar. Leikið
verður í Árborg mánudaginn þann
13 þ.m. og Riverton daginn eftir.