Lögberg - 09.06.1921, Side 2

Lögberg - 09.06.1921, Side 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 9. JÚNl, 1921. Saskatchewan Department of Agri- culture Eftir C. E. Thomas, er hefir eftirlit með kúarækt og vali fyrir hönd Dairy Branch Department of Agriculture. í upphafi þessarar stuttu greinar, skal það undir eins tekið fram, að tilgangurinn er sá að hún nái eyra þeirra bænda er eink- um hafa mjólkur og smjörframleiðslu. Flestir bændur hafa yfirleitt tiltölulega fáar mjólkandi kýr, og er það þar af leiðandi því fremur nauðsynlegt að haft sé gott eftirlit með því, hverjar kýr eru arðberandi og hverjar ekki. Margir hreyta kýr sínar ár eftir ár, án þess að gefa því frekari gaum, hver þeirra gefur af sér í raun og veru mestan arð, Svona finst mér ástandið vera yfirleitt 1 Saskatchewan, eða minsta kosti var það svona fyrstu sex árin er mér var fyrst falið að takast á hendur eftir- lit með vali mjólkurkúa. Enda eins og gefur að skilja, hlýtur það að taka langan tíma í jafn víðáttumiklu fylki, að koma fastri reglu á meðal almennings á þessu efni. pað er auðveldara en flestir hyggja, ef skynsamlegum regl- um er fylgt, að auka smjörfituna í mjólkinni, um hvaða kúakyn sem helzt er að ræða. pegar um val mjálkurkúa er að ræða, er nauðsynlegt að hafa það hugfast að í flestum tegundum, er eitthvað af góðum eiginleikum sem sízt skal farið fram hjá„ og það jafnvel þótt kýrin eða kýrnar séu ekki af neinu fyrirmyndar- kúakyni. Spurðu sjálfan þig hvort þú breytir sanngjarnlega gagn- vart kúnni þinni, ef þú lætur hana út á veturna og sendir hana í strástakkinn til þess að bryðja klaka. Eg skal ábyrgjast að ef þú hefir kúna inni allan veturinn á mjúkum bás í hlýju fjósi, en þó loftgóðu, þá gefur hún þér margfalt meiri arð. Auðvit- að fóðrarðu hana vel og lætur hana ávalt hafa nægilegt af fersku vatni. Væri ekki stundum viturlegt, í stað þess að brjóta heil- ahn um það, hversvegna að stjórnin geri ekki hitt og þetta, að að fara út í fjósið á hverjum degi og kemba kúnni og hafa hana sem hreinasta í útliti að framast má verða. Langi þig til að eignast góðar mjólkurkýr, er hyggilegt fyrir þig að nota tarf, sem þú veizt að er undan góðri mjólkurkú, eða af góðu mjólkur- kyni. Mjólkurgripa ræktin verður sú rækt, er alla jafna ber mestan árangurinn í Saskatchewan fylki. Margir bændur tapa allmiklu fé árlega fyrir sinnuleysi i þessum efnum, alveg eins og þeir tapa oft hreint ekki svo litlum peningum á því, að láta búa til smjör heima fyrir, í stað þess, að senda rjómann til mjólkur- búanna. Með tilliti til kynbótanautanna, vil eg benda á það, að geti bændur ekki keypt þau sjálfir, þá kaupir Dom. Government Life stock Department þau og selur þeim þau við lágu verði og með mörgum smáum afborgunum. pað mun fljótt koma í ljós, hve mikill hagnaður slík vöndun kynbóta nauta hefir í för með sér. Benda vil eg enn fremur á það, að ætli menn að fá sér pure- bred gripi af hvaða flokki sem er, ættu þeir sömu að Jeita aðstoð- ar og álits sérfræðinga í því efni. Slík aðstoð fæst ókeypis hjá fyrnefndri deild Dominion stjórnarinnar, eða með því að láta griparæktardeild fylkisstjómarinnar annast um kaupin. pegar kaupa skal gripi með tilliti til mjólkur og smjörframleiðslunnar, er um að gera að gæta þess, að þeim fylgi nákvæm skrásetning- ar skýrteini, er sanni ættemi og éiginleika hlutaðeigandi grips eða gripa. pegar gripir eru þannig keyptir fyrir milligöngu land- búnaðardeildarinnar, eru ,þeir einnig grándskoðaðir við berklum og þeir einir teknir gildir, er í alla staði eru heilir heilsu. peir sem reynslu hafa í mjólkurkúarækt, vta að kýr mjólka yrfrlett bezt í júní og júlí, meðan grasð, sem þær eta, er safamest. pess vegna er það áríðandi, eins og gefur að skilja, að fóðrið að vetrinum sé sem líkast því. Koma grænir hafrar og sheaves sér þá vel. pó er rétt að venja kýrnar við hina grænu hafra, áður en fram að vetri líður; það er yfirleitt lang-.hollasta aðferðin. Víða er nú í Vesturlandinu mjólkurkúm gefið sunflower, og þykir reynast mæta vel. Er því alment spáð, að sunflower muni í Sléttufylkjunum koma í framtíðinni að svipuðu gagni og mais- fóðrið í Austur-Canada. Russian Mammoth fræi er sáð í raðir með 30 þumlunga millibili og nákvæmlega sama ræktunaraðferð viðhöfð og sú við mais. pað stendur á sama til hvers mjólkin er notuð, fitumagnið er það, sem ávalt gefur henni gildi. Reynsla mín, bygð á sex ára mjólkurprófun, er sú, að meðalfita í mjólk úr 90% af kúnum, sem mjólk er send úr til rjómabúanna, nemi því sem næst 125 pundum á kú, um árið. pessi niðurstaða er bygð á skýrslu bænda, er héldu nákvæma dagbók um það efni yfir árið. — pví miður eru ekki allir bændur jafn áhugasamir. Einmitt með slíkri nákvæmni er hægt að vita með vissu hvernig hagur kúabóndans stendur og hvaða aðferðir hafi reynst bezt. — Dæmi veit eg til þess, að ein- staka bændur hafa 230 punda eftirtekju í mjólkurfitu af kúm sínum um árið. Slíkt er að vísu undantekning, en sú undantekn- ing beinlínis sannar, að möguleikar eru fyrir hendi, sé nægilegri aðhlynning og réttum aðferðum beitt. The Dairy Division í Ott- awa hefir sýslunarmann inn í hverju fylki til að leiðbeina bænd- um í þessu efni. Góð meðferð á mjólkurkúm er frumskilyrðið fyrir arðvæn- legri atvinnu af smjörframleiðslu og sölu. Eg heyrði fína frú segja: “Eg elska kýmar, en eg vil ekki hafa þær inni í húsinu.1’ pað er talsverður munur á því, að hafa kýrnar inni í íbúðarhús- inu, eða hundbeita þær, eins og því miður er enn gert langt of víða. pú skalt ávalt umgangast kýmar hlýlega, tala við þær og kjassa þær dálítið á hverjum degi. Við það verða þær ánægðari, njóta sín betur og gefa af sér ef til vill margfalt meiri arð. — Mundu eftir því, að hafa f jósið bjart og loftgott. Að sama skapi veitir mjólkurkýrin þér meira í aðra hönd. pað er ekki nóg að fara vel með mjólkurkýmar, þótt það sé beint fmmskiJyrði og þar að auki siðferðisleg skylda. pað þarf einnig að hugsa vandlega um mjólkurílátin. pau eiga að vera og þurfa að vera vönduð, og þeim haldið nákvæmlega hreinum. pað er ekki nóg, að strjúka mjólkurílátið að innan með rakri rýju; nei, fyrst þarf að hella í það köldu vatni, síðan sjóðheitu og bursta það svo innan. Aldrei skal hella volgum rjóma saman við kaldan, heldur láta nýja rjómann standa, þar til hann er kald- ur orðinn og hella honum svo í rjómadunkinn. Geyma skal rjómadunk þann, er senda skal til markaðs, á svölum stað. Hafa skal lokið vel skrúfað á, svo engin óhreinindi geti með nokkru móti komist í rjómann. Samvinna miJli bænda og landbúnaðardeildarinnar í .þessum efnum, sem og öllum öðrum, er landbúnaðinn snerta, er frum- atriði það, sem bændur ættu aldrei að láta sér úr minni líða. Hag- urinn af slíkri samvinnu, verður aldrei metinn, sem skyldi. Frá Gimli. hölluðum höfðinu upp að öxlinni á sögu-segjaranum. En nú ert iþú COPENHAGEN Munntóbak Búið til úr hin- um beztu, elstu, safa - mestu tó- baks blöðum, er Þetta er tóbaks-askjan sem ábyrgst að vera Kefir að innihalda heimsin algjörlega hreint bezta munntóbek. Hjá öllum tóbakisölum Kæra vinkona! pú segir í ibréfi jþ'ínu að nú sé eg búinn að skrifa einni af kær- ustunum mínum, og vini mínum bréf í Lögbergi, en að þú ein af vinkonum mínum sért eftir að fá þannig bréf frá mér. Nú jæja, úr því þú ert svo góðlát að hafa gaman af þvf, skal eg þá ekki draga það iengur. “pað var einu sinni kongur og drotning í ríki sinu, og karl og kerling í koti.” — pannig byrja flestar sögur, sem við höfðum mest gaman af í ungdæmi okkar, þegar við þreytt af að hlusta og hugsa ekki lengur lítil stúlka, heldur reynd móðir, sem að geymir bæði sárar og unaðsljiúfar endurminn- ingar í huga þínum. 1 þetta sinn ætla eg að segja þér sögu í stað- inn fyrir bréf. Hún byrjar ekki á “kongur og drotning” né “karl og kerling” — hún er eitt af mestu snildarverkum iheimsins. Eg fann hana fyrir fáum d'ögum í gömlum skrifuðum blöðum eftir mig heima á íslandi fyrir 35 árum síðan. Sagan heitir “Móðirin”, eftir H. C. Anderson Odanskan mann. Móðirin sat bjá barni sínu korn- ungu; hún var svo hrygg og hrædd um að það mundi deyja. pað var nábleikt í framan, og augun litlu lokuð aftur, það dr ósvo hægt and- ann, og var óðru hverju eins og það andvarpáði; því sorgbitnari horfði móðirin á aumingjan litla. pá var drepð á dyr, og kom inn fátækur maður gamall; hann sveipaði um sig einhverju sem var áþekt gömlum baklepp, sér til hita, enda var honum ekki vanþörf á, því nú var kaldur vetur; úti var alt þakið ís og fönnum, og vindur- inn næddi svo napurt að tók á andlitið. — Af því nú gamalmenn- ið nötraði af kulda og barnunginn blundaði ofurMtið, stóð móðirin upp og setti mjólk í dáMtilli pönnu á ofninn, og ætlaði að Ihita hana handa honum; gamli maðurinn sat og ruggaði, og settist móðirin rétt hjá honum, og horfði á barnið sitt sjúka; það dró svo þungt and- ann og hélt uppi bendinni litlu. ‘‘Heldurðu ekki að það verði kyrt ihjá mér barnið mitt?” sagði hún, “guð fer ekki að taka það frá mér” — GamK maðurinn sem var dauð- inn sjálfur kinkaði kollinum svo. kátlega, það gat Ibæði þýtt: já og nei. Móðirin horfði í gaupnir sér, og tárin hrundu niður eftir kinnum hennar. Hún var yfir- komin af höfuðþyngslum, því henni hafði ekki komið svefn á brá í þrjá lólarhringa, og sofnaði hún nú, en það var að eins í svip; 'hún hrökk upp skjálfandi af kulda; “hvað er þetta,” sagði :hún og leit á alla vegu frá sér, en gamli mað- urinn var farinn og barnið hennar Mtla var horfið; hann hafði haft það burt með sér. — Úti í stofu- ihorninu marraði i stundaklukk- unni gömlu og blýlóðið rann alt niður á gólf, og þá stóð klukkan. En veslings móðirin hljóp út úr húsinu og kallaði á barnið sitt. Úti í miðri fönninni sat kona svartklædd og síðklædd, og mælti: “Dauðinn var inni í stofunni hjá þér, eg sá hvar hann skaust burt með barnið þitt, hann er fljótari á sér en vindurinn, hann skilar því aldrei aftur, sem hann tekur”. Segðu mér bara ihverja leið hann fór,” sagði móðirin. Segðu mér leiðina, og þá skal eg finna hann”. “Veit eg veginn,” sagði svart- klædda konan, “en áður en eg segji þér ihann verður þú að syngja fyrir mig allar vísurnar, sem þú hefir sungið fyrir barnið þitt, mér er yndi að þeim, og eg hefi heyrt þær áður; eg er nóttin, eg sá hversu þú grézt meðan þú söngst! þær.” “Eg skal syngja þær all-j ar,” sagði móðirin, en tefðu mig efcki, svo eg geti náð Ihonum, og fundið barnið mitt.” En nóttin sat þögul og grafkyr p.á sló móðirin höndum sínum, söng og táraðist, margar voru vísurnar, þó voru tárin fleiri; því næst sagði nóttin: “Farðu hægra meginn inn i greni- skóginn dimma, þangað sá eg dauð- ann fara með 'barnið þitt litla.” Langt inn í skóginum láu veg- irnir á Víxl, og vissi hún efcki hvern fara skyldi; þá sá hún hvar stóð þyrnirunnur blaðalaus, og blómlaus, þetta var líka um há- vetur og ísing á greinunum. “Hef- irðu ekki séð dauðann ganga fyrir með barnið mitt?” “Jú,” svaraði þyrnirunnurinn, en fyr segi eg þér ekki hvaða leið hann fór, en þú vermir mig við hjarta þitt, eg frýs í hel og verð að eintómum ís.” Hún þrýsti þyrnirunnanum að brjósti sínu, svo fast að honum gat vel ylnað, og gengu þyrnarnir inn í holdið, svo að blóðið dreyrði í stórum dropum, en þyrnirunnurinn skaut út nýjum og grænum blöð- um, og blómgaðiist um nóttina í vetrarnístingnum, svto var hlýtt við hjarta hinnar mótlættu móður, og þyrnirunnurinn sagði ihenni veginn, sem hún átti að fara. — pá kom hún að miklu hafi, en þar var hvorki skip né bátur. Hafði sjóinn ekki lagt svo vel, að ísinn héldi og ekki var hann heldur svo grunnur að hún gæti vaðið, en yfir varð hún að komast, úr því hún vildi finna barnið sitt; hún lagðist þá niður til að drekka upp sjóinn, og var það ógjörningur, en mpðirin hélt í hörmum sínum að kraftaverk kynni að verða. — Nei, þetta tekst þér aldrei,” sagði sjór- inn. Við skulum Iheldur koma okkur saman; mér þykir gaman að safna perlum, og augun þín eru fallegustu perlurnar, sem eg hefi séð, viljir þú gráta þeim til mín, þá skal eg bera þig til stóra gróðr- arhússins, þar sem dauðinn býr, og gætir blóma og trjáa; hvort þeirra um sig er mannslíf.” Æ, alt vil eg til vinna, til að komast þangað sem barnið mitt er,” sagði móðirin grátmædda, og grét ennþá sárara, og augu hennar 'h.nigu niður á hafsbotn, og urðu að tveimur dýr- indis perlum, en sjórnn reið undir hana, og kastaði henni í einni sveiflu yfir á ströndina fyrir handan. — par stóð undalegt hús mílu-breitt, og var ekki að vita hvort það væri skógi vaxinn fjalls- hnjúkur með hellisskútum, eða það væri timbrað saman, aumingja móðirin gat ekki séð það, hún hafði grátið úr sér augun. “Hvar get eg hitt dauðann, sem fór með ibarnið mitt litla?” sagði hún. “Ekki hefir 'hann komið hing- að enn þá,” sagði hin aldraða kona sem gæta átti gróðrarhúss dauð- ans. “Hvernig komstu á veginn hingað, og hver hefir hjálpað þér?’ “Guð ihefir hjálpað mér, hann er miskunsamur, og það munt þú líka vera," svaraði hún. “Hvar á eg að finna barnið mitt?” — “Eg þekki það ekki,” mælti konan, “og þú ert sjónlaus.” Fjöldi blóma og trjáa hefir fölnað í nótt. Dauð- inn kemur bnáðum og gróðursetur þau í nýjan reit. pú veist víst að hver maður á sitt lífstré eða eitt blóm, eftir því sem hverjum kann að vera háttað; þau eru eins að sjá eins og hver önnur jurt eða tré, en hjartsláttur er í þeim öll- um. Barnsbjðrtun bærast líka, — leitaðu eftir þessu, 'hver veit nema að þú þekkir hjartsláttinn barnsins þíns, en hvað gefurðu mér til þess að eg segji þér hvað þú enn fremur skalt gjöra?” “Eg á ekkert til að gefa þér,” sagði móðirin sorgbitna, en eg skal ganga á heimsenda fyrir þig.” “pangað ;hefi eg ekkert að sækja,” svaraði konan. en þú getur látið mig hafa svarta hárið þitt síða, þú veist sjálf að það er fallegt, og það á nú við mig; eg skal láta þig hafa hvíta hárið mitt; það er betra en ekki neitt.” Biðurðu ekki um meira?” sagði hún, “það er þér vel- komið. Og hún fékk henni fall- ega hárið sitt, og fékk í staðinn hið snjóhvíta hár konunnar. pví n-æst gengu þær inn í ihið mikla gróðrarhús Dauðans. par stóðu fagrir hiasintar undir glerhjálm- um, þar istóðu gildvaxnir pálmar, þar uxu sæjurtir, og voru sumar iblómlegar, en í sumum var ó- tingan, vatnsn.íglarnir hringuðu sig í kringum :þær, og svartir krabbar læstu sig utan að stofnunum. par stóðu fagrir pálmar, eikur, platan- ar, peturseljur og blómgað blóð- berg. Hvert tré og hvert blóm átti sér nafn; hvert einasta merkti mannslíf, og voru mennirnir á Mfi, sumir í Kínlandi, sumir á Grænlandi, og hvervetna í heim- inum. par stóðu tré í litlum krukkum og var í þeim kyrkingur, og lá við sjálft að þau sprengdu þær utan af sér, hingað og þangað stóðu Mka óféleg blóm í frjóum jarðvegi innan um mosa og hafði verið hjúkrað vel og Ihlynt að þeim. En móðirin harmþrungna laut nið- ur að öllum minstu nýgræðingun-. um, og heyrði mannshjörtun bær- ast í þeim öllum, og innanum þús- ufldir þúsunda þekti hún hjart- sláttinn barnsins sins. — “parna er það,” kallaði bún, og seildist með hendinci út yfir dálít- inn bláann krókus, sem hallaðist 'út !í aðra hliðina, og var næsta sjúklegur. “Snertn ekki blómið,” sagði konan gamla, en stattu hérna, og þegar Dauðinn kemur — hans er von á hverri stundu — þá láttu hann ekki kippa jurtinni upp, og hótaðu Ihonum að þú skulir fara eins með hin blómip, þá verður hann hræddur, jþví hann á að standa drotni skil á þeim, og má ekkert upp slíta fyr en honum þóknast.” — í sama bili blés ná- kaldur þytur eftir endilöngum salnum, og fann móðirin blinda á sér að það var dauðinn, sem nú kom. “Hvernig gast þú ratað hingað,” spurði Dauðinn. Hvern- ig gazt þú orðið fljótari en eg?” “Eg er móðir,” svaraði hún. Og Dauðinn seildist með sinni löngu bendi eftir blóminu litla og veika, en hún hélt 'höndunum rígspentum utan um það, og var þó hrædd um að hún kynni að koma við blöðin, þá blés Dauðinn á hendur hennar, og hún fann að það var kaldara en vetrarnepjan; féllust henni þá hendur. “pú mátt ekkert við mér,” sagði Dauðinn. “En guð má við þér,” ansaði Ihún. — “Eg geri ekkert annað en það sem er hans vilji,” sagði dauðinn, “Eg er hans jurtagarðsmaður, og tek öll blóm 'hans og tré, og gróðurset þau í hinum mikla Paradísargarði á ókunna lartdinu, en ekki þori eg að segja hvernig þau gróa þar, og hvernig þar hagar til.” — “Gefðu mér barnið mitt aftur,” sárbændi móðirin hann; tók ihún þá alt í einu utan um tvö fögur blóm, sem stóðu þar rétt hjá, sitt með hvorri hendi, og kallaði til Dauðans: “Eg skal slíta upp öll blómin þín, eg ræð mér ekki fyrir örvæntingu.”- — “Snertu ekki á þeim,” sagði Dauð- inn. “pú þykist sjálf vera ólán- söm, en nú ætlar þú að gera aðra móðir jafn ólánsama.” “Aðra möðir-” sagði hún og slepti undir eing blómunum. “Hérna eru aug- un þín,” sagði Dauðinn, eg hefi slastt þau upp úr sjónum, það stóð svo mikil birta af þeim; eg vissi ekki að iþað voru augun þín, taktu við þeim aftur, þau eru skærari núna en þau voru áður, og Kttu svo niður í djúpa brunninn rétt hjá þér, og skal eg segja þér nöfnin á tíáðum blómunum, sem þú ætlaðir að slíta upp, þú sérð nú ókomna æfi þeirra, alt sem þú ætlaðir að eyða og ónýta.” Hún leit niður í brunninn, og var það fagnaðar- sjón að sjá, hversu æfi annars barnsins varð blessunarník fyrir heiminn; hversu það jók auðnu og yndi alstaðar nærri sér. Og hún sá það sem fyrir hinu barninu lá, og það var ekki annað en böl og bágindi, skelfing og volæði. Hvor- tveggja er guðsvilji,” sagði Dauð- inn. Hvort þeirra er blóm ógæfunn- ar, og hvert blóm blessunarinnar! spurði hún.. “pað segi eg þér ekki,” mælti Dauðinn, en hitt skaltu vita að annað þeirra er blómið barnsins þíns; það eru for- lög þess, sem þú sást, hin ókomna æfi þess.” — pá hljóðaði móðirin upp yfir sig af ótta “Hvert þeirra var barnið mitt, segðu mér það, frelsaðu sakleysingjann, frels- aðu barnið mitt frá þessu volæði! taktu það heldur iburt, og flyttu það inn í guðsriki, gleymdu tárum mínum, gleymdu bænum mínum, gleymdu öllu, sem eg hefi sagt eða gjört.” — “Eg skil þig ekki,” mælti Dauðin. “Viltu fá barnið þitt aft- ur; eða á eg að fara með það þang- að sem þú ekki veist?” pá sló móðirin íhöndum, féll á kné og bað til guðs: “Bæruheyr mig ekki, ef eg bið gagnstætt þmum vilja, sem öllum er fyrir beztu, bænheyr mig efcki.” Og hún drap höfði niður í skaut sér. Og Dauðinn fór burt með ibamið hennar inn í bið ókunna landið. — Jæja kæra vinkona; þá er nú þetta bréf á enda, eða réttara sagt þessi saga sem eg var svo vænn að skrifa þér heldur en sendiíbréf frá mér. Sagan tekur svo mikið rúm (í 'blaðinu, að eg má ekkert segja meira í þetta sinn. Samt get eg ibætt því við, að mér líður ósköp vel. Heilsa manni þínum og Ibörnum, og vcrtu sæl. Gimli 1, maí, 1921. — pinn einl. w* J. Briem. --------o------- Til Gunnl.Tr. Jónssonar Flutt í samsæti 30. mai, í tilefni af burtför hans til íslands. Hreifum strengi hlýja hefjum mlál og sinni, látum vorið Vígja vinar kveðju minni. Yfir liðnar leiðir lýstur bróður vilja gleðin geisla breiðir gott er svo að skilja. Brott þú dimmu dreifðir drungans Iéttir stundu, andans hjör þinn Ihreifðir hreinn og ör í lundu. Gegndir skyldu glaður gegnum hryðju dagsins æ var innri maður ylur bræðra-lagsins. pökkum æfi árin allar gegnar brautir, þökkum sæld og sárin sigur Mfs, og þrautir. pökkum hönd og hjarta hverjum dreng á vegi, sem oss ibrosið bjarta bauð á liðnum degi. Brúum hafiðbreiða bræðra taugum ihlýjum látuim ástúð eyða öllum villu skýjum, tengjum hönd og tungu trygð og vinar anda vígjum afli ungu eining tveggja landa. Heim til Snælands heiða hugir vina fylgja. Hlýtt um ihafið breiða hljómi sérhver bylgja. Heim í herrans nafni helgri studdur mundu, heill með styrk í staflni stíg á feðragrundu. M. Markússon. --------o-----—- Kveðjusamsœti veglegt var þeim Jóni Jónssyni, Vilborgu systur hans og Sigríði Jó- hannsson, uppcldissystur þeirra, haldið af Framnesbygðarbúum í Nýja íslandi, laugardaginn þ. 7.' maí s.I. Svo aði segja alt bygðar- fólk þar saman komið og auk þess nokkrir lengra aðkomnir. vegur var hiði fegursta og gat fólk notið samsætisins hið bezta. Byrjaði það laust eftir hádegi og stóð yfir fram undir kvöld. Stýrði því Guð- mundur bóndi Magnússon, en fyrir veitingum stóð Mrs. G. S. Guð- mundsson, ásamt fleiri konum þar úr bygðinni. Gjafir, viðeigandi og veglegar,. voru þeim systkinum færðar, bæði af bygöarbúum í heild sinni og einnig af kvenfélögum, er þær syst- ur hafa verið í. Er almennur sökn- uður i tilefni af burtför þeirra til VV’innipeg og kom það mjög skýrt í ljós í samsæti þessu. Jón Jónsson hefir verið skrifari og féhirðir Framnesskóla frá byrj- un vega og til þess er hann nú flyt- ur burí. Var einnig í mörg ár skrifari og féhirðir smjörgerðar- húss bænda i Árborg. Skrifari Ár- dalssafnaðar var hann og í mörg ár. Þar á ofan hefir hann gegnt trúnaðarstörfum fyrir sveitina, ver- ið virðingamaður m, fl. ÖIl störf sín hefir hann jafnan þótt leysa frábærlega vel af hendi. Póstaf- greiðslumaður hefir hann og verið frá því að Framnespósthús var stofnað. Mun leitun á manni, er jafn eindregið hafi traust og tiltrú almennings eins og Jón á Fram- nesi. Ræður í samsæti þessu fluttu, auk Guðmuudar Magnússonar, er stýrði því og afhenti gjafirnar með ræðu, er hann flutti um leið, séra Jóhann Bjarnason, Ingimar Ingj- aldsson, Mrs. Hólmfriður Ingjalds- son, Jón Jónsson, einn af heiðurs- gestunum, er þakkaði fyrir sæmd sýnda þeim systkinum, og Jón Hornfjörð; ræðufólk er talið í þeirri röcj, er það talaði. Góður rómur gerður að öllum ræðunum og sömul. að kvæði því er flutt var af Magnúsi Sigurðssyni. Alt sam- kvæmið mjög ánægjulegt og fór fram með rausn og myndarskap. I sambandi við ofanritað mætti geta þess, að Framnesbygðarfólk hélt veglegt silfurbrúðkaup þeirra hjóna, Daníels Páturssonar og Þóru konu hans, þ. 25. júlí síðastl. Sökum þess að sá, er þetta ritar, var annríki bundinn á öðrum stað þann dag og gat ekki verið við- staddur, var ekki þægilegt að senda fréttir af því samsæti. Forgöngu- menn veizlunnar munu hafa verið Guðmundur Magnússon, Tryggvi Ingjaldsson og aðrir i þeirri bænda röð þar í bygðinni. Hafði sam- sætið verið með rausnarhrag og gjafir prýðilegar. Eru þau hjón, Daniel og Þóra, ágætar manneskj- ur og vinsæl að maklegleikum. Þau bjuggu áður fyrrum á Mýrum vio Hrútafjörð í Húnavatnssýslu. Munu hafa flutt vestur um haf nálægt aldamótunum síðastliðnu. Hefir þeim farnast ágætlega hér vestra, komist prýðilega af og not- ið virðingar og hins hezta álits í bygð sinni. Börn þeirra hjóna eru öll mannvænleg og vel gefin. Elzt þeirra er Eymundur, piltur 23 ára gamall. Var í hernum, en er nú heima með foreldrum sínum. Næst honum er Jóhanna Bergþóra, nam hún verzlunarfræði og vinnur í skrifstofu i Winnipeg. Thomas Leslie er hið þriðja barn þeirra. Er hann í Iþann veginn að byrja lækn- isfræðinám; hefir nú í vorprófum Manitoba háskólans lokið undir- búningsprófi með fyrstu einkunn. Hin eru Agnes Sigurbjörg og Þor- valdur, bæði heima í föðurgarði. Samsætinu stýrði Guðmundur bóndi Magnússon. Stóð það meiri hluta dags. Ræður, söngur og veitingar eins og þegar bezt lætur og með íslenzkum höfðingsskap. Veizlan höfð á heimili þeirra Pét- urssons hjóna og var með óvæntr- ar heimsóknar fyrirkomulaginu, er nú tíðkast svo mjög. Mun því nær alt bygðarfólk hafa veriði þama viðstatt. Fréttaritari L'ógb. Steinunn Jóhannesdóttir. Attatíu og átta ára Þú hraðar leið að hundraðasta tug, þú hefi^á öllum þrautum unnið bug, þú heyrðir jafnan sigursöngva- hljóm, þú sást á hverjum þyrni vaxa blóm. ítök góð þú átt í margra sál, — eg ætla þinna vina að flytja mál, er fyrir þínum hærum hneigi sig. sjá hlýir geislar vefjast kring um Því verkalaun þín verða þús- undföld, þig vinir þínir muna fram á kvöld, þín æfisól í æfinn renni hlý, á öðru hveli brosi þér á ný. , j Nokkrar vinkonur Steinunnar heimsóttu hana 10. apríl síðastl. í tilefni af því, að liðin voru áttatíu og átta ár frá fæðingardegi hennar. R. J:Davíðsson. Manitoba Hat Works 532 NOTRE DAMEAVE. ■ - Phone A 8513 Cleaning, Remodelling and Bfocking Ladies’ and Gents’ Hats KAUPID BEZTA BLADID, LOGBERG BLUE Ribbon te Hin sönnu gæði sem BLUE RIBBON TE hefir, er árangur af reynslu, ásamt því augnamiði að búa til bezta te sem hægt er. Nú, þegar verzlun er dálítið að lifna og komast í sama horf og var, þá hefir BLUE RIB- BON TE reynst betra en nokkru sinni áður. REYNIÐ TAÐ!

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.