Lögberg - 11.08.1921, Blaðsíða 1

Lögberg - 11.08.1921, Blaðsíða 1
SPEIRS-PARNELL BAKING CO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir Iœgsta vtxð sem verið getur. R EY N IÐ Þ AÐ! TALSÍMI: N6617 - WINNIPEG Það er til myndasmiður í borginni W. W. ROBSON 490 Main St. - Tals A7921 34. ARGANGUR WINNIPEG, MAhÖTOBA, FIMTUDAGINN II. AGÚST 1921 Helztu Viðburðir Síðustu Viku Canada. Hon Arthur Meighen, fonsætis- ráðherra Kanada, sem hefir verið undanfarandi vikur í Lundúna- borg á ráðstefnu með forsætis- ráðherrum brezku nýlendanna og Eretlands, kom aftur úr þeirri ferð á laugardaginn var. Margt manna var njiður við höfnina í Halifax, þegar forsæt- is ráðherrann kom, og ávarpaði hann mannfjöldann á þessa leið: “Eg vil skilja eftir hjá yður eina hugsun, sem reynsla undan- farandi vikna hefir fært mér heim tsanninn um. Eg hefi sannfærst um þýðing — hina raunverulegu þörf. sem slíkir fundir hafa. pað er ekki af sljóleika, því síður af þjóðern- isdrambi, þegar maður segir, að Bretland sé ster>kas.ta aflið til friðar sem til er í heiminum nú ■sem stendur. pað er heilagur ^sannleikur. í eðli sínu er breska þjóðin hjartapunkturinn á meðal Európu þjóðanna, og friður er ó- mögulegur nú á tímum nokkur- staðar í heiminum nema þvi að eins að friður sé, að minsta kosti að meztu leyti í Evrópu. Áhrif brezku stjórnmálamann- anna á alheimsmálin eru meiri af því að þeir tala máli, eða vilja tala máli. nýlendanna brezku og Frakk- lands eins vel og þeirra eigin.” Miss Christabel Pankhurst, er nýkomin til Kanadá, kom með skipinu Megantic til Montreol í (síðustu viku. Kvaðst hún mundu dvelja nokkra daga í Monteal og halda síðan vestur til Victoria, B. C., þar sem móðir hennar Emme- lie Pankhurst á heima. Kveðst hún ætla að athuga ástand kvenna hér í Kanada og rita um það síð- ar, þegar hún kemur aftur heim til Englands. Medah'a 252 ára gömul hefir nýlega fundist í Penetanguishene í Ontario. letrið á medalíu þessari! sýnir að hún er upprunalega frá Mt. St. Michel. hinu fagra klaust- ur vígi, sem stóð og stendur í fjöll- unum skamt frá Normandíu- ströndinni gegnt St. Malo, þar sem Jacques Cartier var fæddur. Sagnfræðingar halda að medalía þessi ,hafi verið eign La Salle. Hann bygði forðum daga skip eða bát við Nigara sem hann nefndi Griffon og sigldi í honum með manni sem N. de Nonty hét ásamt Huron Indíánum og fann Green Bay í Michican ríkinu. Indián- arnir fengu hann til þess að heim- sækja þeirra forna heimaland Huroniu. par fermdi þann skip sitt með grávöru og hélt aftuy til stöðva sinna við Nigara. Talsvert af fölskum kanadiskum peningum er komið í viðskifta- veltuna í Quebec. Hafa pen- ingafalsarar breytt eins dollars seðli í tíu dollara svo haganlega, að það sést ekki nema með ná- kvæmri eftirtekt. Fjöldi af hin- um smærri verzlunarhúsum hafa beðið tjón af þessu. Priggja ára gömul stúlka, dóttir prestshjóna í Nýju Brúnsvík, var að leika sér niður við höfn á Gondale Point, og datt út af hafn- arbryggjunni og ofan í Kennebac a.sis ána sem er straumhörð. Margt fólk var þar viðstatt sem annað- hvort ekki sá þetta eða treysti sér ekki að bjarga. par stóð og 10, ára gömul stúlka frá N. York, sem var í kynnisför þar í bænum; hún steypti sér út af bryggjunni í öllum fötum og náði til barns- in.s, tók traustu haldi í föt þess með munninum og hélt því á þann hátt upp úr, á meðan hún synti með það til lands. Óánægjamikil er líkleg til að verða út af fiskitolllögum Banda- ríkjanna, sem fyrirbjóða kana- diskum fiskiskipum að lenda í höfnum sunnan landamæranna, og ekki ómögulegt að Kanada neyðist til þess að banna ölium útlendum fiskimönnum að lenda í kanadiskum höfr.um. pess óánægja á milli Kanada og Bandaríkjanna út úr fiskiveiðun- um hefir alt af vsrið síðan 1818 að samninguriiin . m fiskiveiðar við strendur Kanada var gerður í Lundúnum. par var tekið fru.n að fiskiskip frá Bandaríkjunum ættu eigi lendingarstað í Canada nema að norðanverðu við St. Laur- ence flóann, eða Magdalen eyjuna, nema að eins til þess að taka vatn, eldivið. leita skjóls í óveðrum og til viðgerða. pessum samningi var breytt árið 1888, þegar Kan- adastjórnin lét til leiðast að veita öllum Bandaríkja seglskipum sem fiskiveiðar stunduðu lending í höfnum Atlandshafs strandarinn- ar, til þess að taka vistir, setja upp afla sinn og að breyta til með skipverja, og kostuðu þessi hlunn- indi $1.50 fyrir smálest skipanna. Hvaðanœfa. Stjórnin í Mexico. hefir opin- berlega tilkynt hlutaðeigandi þjóð- um, að hún sé viljug að bæta því fólki að nokkru ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦♦♦♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦' : t t ♦♦♦ fjárhagslega, ! skaða þann, er það hefir beðið af -'*■ völdum uppreistar í landinu, frá árinu 1910 og til þessa dags. Bandaríkin. Nefnd í Senati Bandaríkjanna, leggur til að þingmönnum neðri málstofunnar. verði fjölgað úr 435 upp í 460. Verndartolla frumvarpið marg- umrædda, sem áætlað er að vei.ti Bandaríkjastjórn $500.000.000' tekjuauka á ári, hefir hlotið sam- þykki neðri málstofunnar með 289 atkvæðum gegn 127 — Olía, húðir, baðmull og asphalt. er undanþegið tolli þessum. Senator Kellogg, flytur frum- varp þess efnis, að veita War Finance Corparation vald til þeiss að greiða fyrir útflutningi bún aðar afurða. Senator Ladd frá N. Dakota, ber fram þingsályktunartillögu þess efnis, að samþykt skuli lög, er fyr- ir skipi alþjóðaratkvæði áður en til þess stríð. komi að þjóðin fari í Grikkir halda áfram stöðugum sigurvinningum í Litlu Asíu. eftir síðustu fregnum að dæma. Her Nationalistanna tyrknesku, virðist hvarvetna hafa látið undan síga og nú hafa Grikkir gert eina á- rásina enn gegn Kutaia, um 80 mílur suðaustur af Brussa. Japanar hafa tekið boði Hard- ingis forseta Bandarikjanna, um að mæta á alþjóðaþingi því. sem ráð- gert er að komi sman í Washing- ton á öndverðu hausti, til þess að ræða og ráðgast um takmörkun vopnaburðar. Verkamenn við skipabyggingar stöðina að Kobe, í Japan, hafa lagt j niður vinnu og lýst yfir fylgi við. stjórnarstefnu Bolshevikanna! rúsisnesku. Afleiðingin af þessu tiltæki hefir orðið sú, að stjórn Japana hefir skorist í leikinn og lýst byggingarstöðina lokaða til 10 daga fyrst um sinn. Undirnefnd sú í þjóðbandalag- „, inu, er hefir með höndum takmörk-1 «$► un vopnaburðar. hefir heitið Hard-! JL i mg forseta óskertu fylgi sinu í | ^ sambandi við hina fyrirhuguðu! t t t t t f t t t t t t t t t t t t t t t t t t t t Len Smal'l. ríkisstjóri í Illinois, er sakaður um að hafa farið óráð- vandlega með $2,000.000 af al mannafé. Ríkilsstjórinn þóttist framan af lengi vel, standa utan og ofan við lögin og kvaðst aldrei mundu láta lögregluna hafa hend- ur í hári sínu, en nú hefir hann séð sig um hönd og kveðst reiðu- búinn að láta dómstólana skera úr málum. Telur hann kærurnar vera framkomnar í pólitiskum til- gangi og að fyrir innihaldi þeirra sé enginn minsti flugufótur. Bandaríkin hafa þverneitað að skifta sér nokkuð af deilunum milli pjóðverja og Póllendinga í Silesíu hinni efri. John A. Guistafson, lögreglu- stjóri í Tulsa, Oklahoma, hefir verið tekinn fastur og fundinn sekur um vanrækslu í embætti. meðan stóð á uppreistinni milli hvítra manna og negra í því bygð- arlagi fyrir nokkru. Samkvæmt skýrslu verkamála- ráðuneytisins, voru 29,901 útlend- ingi, veitt þegnréttindi í Banda- ríkjunum í síðastliðnum júnímán- uði. par af voru 6,453 pjóðverj- ar; 4014 Austurríkiismenn; 3,508 talir; 3,313 Englendingar og 13 Spánverjar. Viðskiftaritari Bandaríkjastjórn arinnar, Herbert Hoover. tilkynn- ir rússneska skáldinu Maxim Gorki, sem heima á í Pétursborg, að því að eins veiti Bandaríkin Rússlandi hjálp, að rússneska stjórnin láti tafarlaust lausa alla ameriska fanga þar í landi og á- byrgist einlæga samvinnu við væntanlega líknarnefnd frá Banda- ríkjunum. Skýrsla frá hagstofu Banda- ríkjanna,, sýnir, að tekjuiskattur þjóðarinnar á árinu 1919, nam $1.. 269.000.000, eða $141,900,000 meira en á árinu 1918. Samkvæmt skýrslu frá land- búnaðarskrifstofunni, má sjá að í ár, eru í Bandaríkjunum 151,000.- 000 ekrur undir rækt, en í fyrra var ekrufjöldinn 155,000,000. Talið er víst að sendiherrasam- bönd milli Bandaríkjanna og pýzka lands,' muni komast á innan skamms. eftir blaðafregnum að dæma. Walshington stefnu. Yfirréttur pjóðverja, hefir ný- lega dæmt tvo þýska sjóliðsfor- ingja til fjögurra ára fangavist- ar, fyrir glæpsamlegt athæfi, með- an á stríðinu stóð. Menn þessir heita Dittmar og Boldt; sannað- ist það á þá í rannsóknarréttin- um, að hafa skotið á björgunar- bát frá canadiska spítalaskipinu Llandovery. er orðið hafði fyrir tundurdufli og gat enga björg sér veitt f f ❖ *♦:< Minnisvarði Jóns Sigurðssonar. Eins og bergstuðull gróinn í grund gna-fir þú hátt í unnir bláar, hvelft er brjóstið og herðar háar, heldur að barmi hvorri mund. Hvass-steyptar brúnir í koparstorku kjark þínum lýsa og vilja orku, tignar-yfirbragð ennið ber, alt er sameinað stórt í þér. Islenzki höfuð-höfðinginn! hreystinnar tákn og ofurmannsins horfir austur til heimalandsins, bera há-fjöll við himininn. Stattu svona um óra-aldur, eins og lífmynd og sigurvaldur. Haltu varðstöð um vit og mál— vestur-íslenzka þjóðar-sál. Þegar skríðandi skömm og filæi’ð skotti dinglar um falskan hróður, þegar raggeitin rægir móður —ættartaugin er svívirt, særð, vek þá kinnroða hreyknri heimsku, höfuðsmáninni — þjóðargleymsku. Kraftaverk ynni koman þín, ef kendirðu þeim að skammast «ín. Við skulum horfa heim með þér. Hefi eg aldrei baki snúið við þér, ísland, eða flúið, þó eg ali aldur hér. Tuttugu ár frá ásýnd þinni eg hef dvalið í fjarlægðinni, saknað og þráð þinn ástar-arn eins og móðurlaust fósturbarn. Islenzki frelsis-foringimn! framsókn þín ráði okkar gerðum, brotni á þínum breiðu herðum sundurlund vor og isíngirnin. Niðjar og dætur nafin fþitt geymi, nemi þinn anda í Vesturheimi, orðtak þitt hljómi inst í þrá: “aldrei að víkja”! réttu frá. Jón Jónatansson. [•^^^♦♦^♦♦^♦AAAAAAAAAAAA —T—T—T—T—T—T—T—T—T—T—T—T—T—X—X—♦♦♦♦—>♦♦♦ f f f f f f f f ❖ f f f f f f f ♦♦♦ nefndina. En ráðgert er að Feykilegur uppskerubrestur er sagður að vera á Rússlandi í sumar, vegna einsdæma þurka. Er;framve«is skuli A1Þingi Mósa svo mælt að af völdum slíkrar óáran-!menn 1 "efndina og stjórnm tvo. ar, horfi um tuttugu miljónir manna fram á hallæri og hungurs stjóri, Ásgeir Sigurðsson konsúll. len búist er við að hún muni verða en konungsritari sjálfkjörinn í í meðallagi á eyjunum. Bygg og neyð. General Martinez, sá er til upp- reistar stofnaði fyrir nokkru í Tampico olíhéruðunum í Mexico; hefir nú iséð þann kostinn vænstan að biðjast friðar. Frá Islandi. Frú Kristín Duus lézt í Khöfn 1. þ. m. eftir langa vanheilsu. Hún var ekkja eftir H. P. Duus kaup- mann í Keflavík. en dóttir Svein- bjarnar ólafssonar, sem lengi var verzlunarmaður við Duus-verslun þar. H. P. Duus tók við verzl- uninni eftir lát föður síns og rak hana til dauðadags. Eftir lát hans tók bróðir frú Duus, Ólafur Ólafsson ko.súll við stjórn verzlun- arinnar og voru þau systkini eig- endur verzlunarinnar. Frú Duus misti mann sinn fyrir nærri 30 árum og hefir átt heima í Kaup- manna höfn síðan og búið þar á- samt dætrum sínum tveimur, í gær var hið nýja íslenzka heið- ursmerki stofnað af konungi. Heitir merkið, svo s,em menn munu vita, Fálkaorðan. Eru þrjú stig prigja barn þeirra hjóna, sonur, hennar stofnuð: stórkrossriddar- ,dó u ára gamaii, saima áris og ar. istórriddarar og riddarar. En faSir dans. » konungur sjálfur er orðinn stór- meistari orðunnar. Stórkrossridd- arakrossi voru sæmd konungur, drotning og báðir prinsarnir, Jón Magnússon forsætisráðherra, Neergaard forsætisráðherra Dana, Frieger konungsritari og I. C. Christensen ráðherra. Stórriddarakrossi voru sæmdir þeir Juel kamerherra, komman- dör Christensen. kammerherra Gjernals, Oiberstlautenant Appeld orn, kommandör Cold, kommandör Hartning, Dr. Kragh sambands- laganefndarmaður, Sveinn Björns- tson sendiherra, Krabbe sendi- herraritari, Etazráð Monberg,, deildarstjóri P. O. A. Anderson, Jón Sveinbjörnsson konungsritari. Jóh. Jóhannesson bæjarfógeti, Bjarni Jónsson frá Vogi og Einar Arnórsson. Riddarakrossi voru sæmd þau ungfrú Sehested hirðmær, kapt. Sander, kapt Gottfred Hansen, lautenant Wedel. hirðbryti Beck, kapt. La Cour, Riisager læknir, de Jonquier Hansen, porst. M. Jóns- son alþingismaður, Registtrator Grandjean og Hans Tegner. Að dæmi Norðmanna hefir stjórn in skipað 5 manna nefnd til þess að ákveða hverjir skuli isæmdir verða íslenzka heiðursmerkinu. Skipa hana nú fyrstu 6 árin þeir Jóh. Jóhannesson bæjarfógeti, Frú Kristjana Duus var hin mesta merkiskona og sénstaklega er viðbrugðið hjálpfýsi hennar og góðgerðasemi við alla sem bágt áttu. Hún mun hafa verið rúm- lega hálfáttræð er hún lézt. Tíminn flytur á laugardaginn hógværlega ritaða grein um Spán- arsamninginn og yill ekki taka endalega afstöðu til málsins að svo stöddu. Hér í blaðinu hefir áður verið reiknað út, að tollhækk- unin spánska kostaði útflytjendur hér sjö og hálfa miljón króna, en Tímanum reiknast svo til, að hún kosti ekki nema tvær miljónir og 6GO þúsund kr. Villan hjá honum felst í því, að hann telur að eins þann fisk, sem talinn er í hag- skýrslum hér. er fluttur beint til Spánar héðan. En tollurinn kem- ur niður á öllum fiski, sem veidd- ur er og verkaður hér, en seldur á Spáni, eins þótt salan fari fram með útlendum, enskum eða dönsk- um milliliðum. Og þegar þessa er gætt, kemur út sú tala, sem nefnd hefir verið i blaðinu. Uppskeruhorfur í Danmörku. — Síðustu hagskýrslur sýna, að þær vonir, sem menn höfðu gert sér um góða uppskeru í haust, munu ekki rætast að fullu vegna hinna langvarandi þurka. Horfur eru hafrar hafa lítið sprottið og er útlitið með þá uppskeru mjög mikið verra en áður. Aftur á móti eru jafngóðar horfur á sæmilegri hveitiuppskeru. Látin er í Reykjavík 7. júlí 1921 Jón Reykdal málari. Landbúnaðarsýningin. Heyvinnu áhöld ýms, svo sem sláttuvélar, rakstrarvélar og snúningsvélar, sem sýnd voru á landbúnaðarsýn ingnnni hafa verið reynd á Vífil staðatúni undanfarna daga. Sláttu vélarnar reyndust flestar vel, en eigi hefir enn verið lagður fulln aðardómur á hver bezt hæfi ís lenzkum túnum og engjum. Christ ensen dósent hefir á hendi allar prófanir á áhöldunum. Morgunblaðið frá 5. til 12. júlí Klemenz Jónsson, fyrv. landritari, nú á, að á Jótlandi muni rúg-upp- Björn Kristjánsson fyrv. banka-skeran verða lakari en í meðallagi, Prófskýrsla Jóns Bjarnasonar skóla. Úr 9. í 10. bekk færast: Bergþóra Siguröhsoti. Ruth Bardal, Sigrún Magnússon. Elín Sveinbjörnsson. iMargrét Erlendsson. Hermann Vopni. Óskar Lárus Ereeman. Sigtryggur Sigurjónsson. Sæmundur Jónas Einarsson. Gunnar R. Stephensen. Hermann Marteinsson. og með þvi að breyta dálítið til um nám: Svafa Bardal. Elma Stephensen. Úr 10. i 11. bekk: August Anderson. Ragnheiður Kjartansson. Magnea Einarsson. Victor Frecman. Tryggvi Björnsson. Theódís Marteinsson. Garðar Melsted. Njáll O. Bardal. Egill Ragnar Eggertsson. Victor Tónasson NUMER Einn af frumbyggjum Norður-Dakota. Jón Brandson dáinn Föstudagsmorguninn, 5. þ. m., andaðist að Gardar N. Da- kota, einhver elzti og bezti frumbyggi þess héraðs, Jón Brands- son. Andlátsfregnin kom ekki óvænt. pótt lengst af æfinni væri hann frábært hraustmenni, fór á síðustu miissimm að bera á bilun líffæranna samkvæmt eðlilegu lögmáli ellinnar. Lítt var það þó augljóst öðrum en nákomnustu ástmennum þar til síðari hluta næstliðins vetrar. Dvaldi hann þá hjá börnum sínum í Winnipeg og naut þeirrar umönnunar allrar, sem ást- ríki og læknavísindi fá í té látið. En er voraði og hann vissi bygðina sína syðra færast í sumarskrúðann dýrðlega. fékk hann ekki stöðvað þá þrá, að komast þangað, vera þar efstu daga lífsins hjá vinunum gömlu og trúföstu og bera beinin í bygð- inni kæru, þar sem hann hafði búið meir en fjörutíu ár. Var hann því fluttur suður Og beið hann þar glaður og heimfús sinnar lausnarstundar. Jarðarförin fór fjram síðastliðinn sunnudag. Sóknar- prestur Jóns heitins og vinur, séra Kristinn K. ólafsson, jarð- söng hann. Mesti mannfjöldi fylgdi öldunginum til grafar. Börn hans og tengdabörn héðan úr borg fóru suður til þess að standa yfir moldum föður síns. Jón Brandsson, var kominn á sjötugasta og níunda ald- ursár, — fæddur 28. júní 1843. Frá Fremribrekku í Dala- ! sýslu fluttist hann til Ameríku árið 1878. Settist hann fyrst að í Minnesota, á bújörð fáar mílur í norðaustur frá bænum Minneota. paðan flutti hann til Gardar vorið 1880 og reisti þar bú. Með ráðdeild og dugnaði komst hann í góð efni og var í helztu bænda röð í þeirri fögru sveit. Fyrir nokkrum árum seldi hann bújörð sina og flutti heimili sitt inn í þorpið Gardar, og bjó þar síðan. Kona Jóns Brandssonar var Margrét Guðbrandsdóttir Sturlaugssonar í Hvítadal, fríðleiks-kona, gáfuð og góð. Hún dó að Gardar árið 1900. Börn þeirra eru Brandur J. Brandson, læknir í Winnipeg; Áskéll Brandson, bóndi í grend við Blaine, Wash.; Einar Brandson, bankastjóri á Mountain, 1 N. Dakota; Frú Sigríður, kona Ólafs læknis Björnssonar í Winnipeg: og Petrea, hjúkrunarkona í Winnipeg. Um Jón Brandson dáinn mætti fara svipuðum orðum og, meistarinn fór um Natanael: Hann var sannur Israeliti, sem engin svik bjuggu í. Sinni sveit og kirkju var hann örugg- ur máttarstólpi og hugljúfi vina sinna. Hann var maður frá- ; bærlega glaðlyndur og sérlega vinsæll. Glaðværð hans staf- aði af þeirri andlegu nautn. sem hann hafði af því sjálfur, að gera öðrum mönnum gott. Barnsblítt vinarþel hans varpaði í ylsól á braut allra samferðamannanna. Sólsetrið er með mörgum hætti. Fátt hefir yndislegri áhrif á mann en að horfa á dýrlegt sólarlag. Alheiður him- i inn og hvergi ský á lofti. Hægt og rólega sígur sólin í vestri unz hún hverfur í faðm hafsins og roði hennar fer sem engil- brbs um öldur úthafsins. Og löngu löngu eftir að hún er hul- in sjónum, ljómar geislaflóðið. sem hún skildi eftir, út í geim- inn, og menn geta setið og lesið á bók sína við birtu sólarinnar, löngu eftir að hún er hnígin. Svo fagurt er um að litast. er lífssól góðra manna sígur í hafið mikla. Við geisla-ljós minninganna lesa börn og vinir faðir-voi- þess alls, sem gott er. Pann veg er í ægi sígin æfisól Jóns Brandssonar. — bb. Úr 11. bekk: Harald Jón Stephenson. Einar Kernested. Jón K. Laxdal. Jón Bildfell. Einar Einarsson. Hlíf Johnson. August Anderson og Tryggvi Björnsson luku báðir viS tvo bekki á árinu (9. og 10.J með mjög góð- um vitnisburði. Garðar Melsted og Victor Freeman hafa hlotið fyrstu ágætiseinkunn (iAJ í io. bekknum. Sömu einkunn fékk Sæ- mundur Einarsson i sögu í 9. bekknum. Harald Stephenson og Einar Einarsson hlutu 1. einkunn í 11. bekknum. Allir meðlimir 9. og 10. bekkjar færast, en allmikið hrun hefir orð- ið í 11. bekknum í fylkinu í heild sinni. Að þessu eru áraskifti, enda kröfur til nemenda í 11. bekk strangari nú en verið hefir mörg undanfarin ár; en svo ganga nem- endur að verki með meiri alvöru, Jægar Jieir búast við ströngum kröfum og dómi. Enginn skyldi fyrir það missa móðinn, heldur að- eins beita meiri mannskap. Rúnólfur Martcinsson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.