Lögberg - 25.08.1921, Side 6

Lögberg - 25.08.1921, Side 6
Bls. 6 L-5GBERQ ,FIMTUDAGINN, 25. AjGítST 1921 PERCY Og HARRIET Eftlr frú Georgia Sheldon. “Ó, Harriet! Þegar þér vitið að eg elska yður svo heitt, verðið þér að gefa mér ofurlít- iun vonarneista.” “Það get eg ekki. Eg þekki mínar eigin tilfinningar,” svaraði hún með tár í augum. Hann vissi nú að úti var um alla von fyrir 8ig. Þegjandi tók hann áramar og réri að landi. Hann var jafn blíður og umihyggjusamur við hana og áður, og skildi ekki við hana fyr en hann var búinn að fá henni sæti í sólbyrginu. Frú Stewart og fylgdarlið hennar, kom nú akandi að dyrunum, sem Harriet þótti vænt um, því þá losnaði hún við kveljandi kveðju Charlís. Stúlkurnar heilsuðu hon<um alúðlega; en Helen tók eftir skýinu á svip hans og óvanalega roðanum í svip Harriets, og skildi undir eins á- sigkomuLagið. “Hann hefir verið nógu heimskur til að elska þessa stelpu, og fengið hryggbrot,” 'hugs- aði hiín. ‘‘Eg verð að taka í tauma hennar, áður henn hún gerir meira ilt. Hún skal ekki verða í Cresent Villa margar vikur hér á eftir; það skal eg sjá um.” Þegar Percy fann vin sinn í næsta skifti, gmnaði hann af hinum þungbúna svip hans að hann hefði fengið neitun Harriets. 25. Kapítuli. Næstu vikuna áleit Percy, að óhætt væri að losa Harriet við umbúðirnar. En hún fann, að handleggurinn var ekiki enn jafn góður. Helen var af tilviljun inni í herberginu, þegar Morton skoðaði handlegginn. Um leið og hún sá bláu merkin á honum eftir fingur sína, stokkroðnaði hún og varð sneypuleg. Perov sá iþetta, og það fullvissaði hann um, að Helen ætti einhvern þátt í þessu óhappi. Hann hafði tekið eftir hatursloganum í augum Helenar, þegar hún leit til Harriets, og einnig því, að Harriet forðaðist umgengni hennar, og þetta benti á, að eitthvað óþægilegt hefði átt sér stað á milli þeirra. Hann geymdi nú þessa skoðun samt hjá sjálfum sér, en ásetti sér að komast eftir or- sökinni til þessarar skammarlegu breytni síðar. 1 byrjun september kom Percy til Cresent ViILa, og sagði frú Stewart, að hann ætlaði að fara í burt um tíma. Sir Henry ætiaði að flytja til London aftur bráðlega, og þar eð nú væri lítið að gera, vildi hann.að Percy færi til Parísar til að sjé stóra húsin þar. Percy langaði til að þiggja þetta tilboð, en kveið jafnframt fvrir því, að verða að skilja við Harriet. Þegar hann var búinn að kveðja frúna og gekk út í sólbyrgið, mætti hann Heien og sagði henni áform sitt. Hann sá að hún var mjög föl. “Við söknum yðar mikið, Morton,” sagði hún skjálfrödduð. “Og þá missið þér af skemtisamkomu hertogainnunnar, sem verður að fáum vikum liðnum. Eg vildi að þér væruð hér þá.” “Það verður sjálfsagt stór hátíð,” sagði Percy brosandi. “En meðal svo margra stór- menna, ber lítið á mér.” “Þér lítilsvirðið yður,” sagði Helen hrygg. “Þér hafið miklu meiri þýðingu en þér haldið. Mér fyrir mitt leyti þykir mjög slæmt að þér yfirgefið okkur.” Percv furðaði hve ísmeygilega hún talaði þetta, og svaraði að eins: ”Þökk. fyrir.” Þegar þau sáu lávarð Nelson stefna til þeirra í fjarlægð, sagði hann blátt áfram: “Sko þaraa kemur maður, sem er yður mjög alúð- legur, og sem eflaust getur látið yður gleyma fjarvera annara vina yðar.” Hann sagði þetta með ásetningi, því hann vildi fá að vita, Lfvort nokkurt samband væri á milli þeirra, því ef svo væri, þá vissi hann að Harriet hefði efeki hundið sig nokkrum öðrum manni. Helen roðnaði og leit til 'hans ásakandi aug- um “Yður skjátlar,” sagði hún. “Lávarður Nelson er mér aðeins mikilsvirtur vinnr.” “Þér verðið að afsaka ef ímyndanir mínar fara of langt. En þér hljótið þó að vita, að orðrómurinn segir að hann ætli að giftast yður,” sagði Percy. Helen áleit að áform hans væri að komast eftir hvort hún væri óbundin, og að hann máske ætlaði að biðja sín. “Já, eg veit það,” svaraði hún eldrauð. “En í þetta kifti er orðrómurinn ósannur. Eg giftist aldrei lávarði Nelson.” “Það er nú samt ágætur ráðahagur, fyrir hverja stúlku sem er, og lávarður Nelson er göfugmenni,” svaraði Percy. “Þér segið satt. Enginn getur neitað því,” svaraði Helen. “En Ieyfið mér nú að vera hreinskilin gagnvart yður, Morton læknir. Eg veit vel að menn hafa ætlað mér þenna heiður, eg veit enn fremnr að menn ihafa séð, að móðir mín vill það. Eg fullvissa yður vður um, að þetta skeður aldrei, því eg elska hann ekki.” Percy varð bilt við röddina og framkoman, þegar hún sagði þetta gaf í skyn, að hún elsk- aði annan. Hann leit undrandi til hennar. Augu þeirra mættust, og í hennar Ias hann blíðu og þrá, sem hafði áhrif á hann. Hún virtist fallegri en nokkru sinni áður, það var svo mikil blíða og auðmýkt í svip hennar og framkomu, sem til- heyrði að eins elskandi kvenmanni. En hann varð skelkaður og hryggur yfir þessari uppgötvun. Hann hafði vonað að hún mundi giftast Nelson lávarði. Helen las í hinum undrandi svip hans, eyði- leggingu allra vona sinna. Percy Morton elskaði hana sjáanlega ekki, og hann mundi aldrei breyta svo óheiðarlega, að giftast kven- manni, sem hann ekki elskaði. Hún sá nú, að hún yrði aldrei hans ikona. Eitt augnablik fanst henni Kfið einkis virði, en svo greip hefndarþorstinn hana. “Hvað hafið þér gert af augum yðar Mor- ton læknir?” sagði hún með uppgerðar undrun. “Það er óhrekjanleg staðreynd, þó hún sýn- sýnist undarleg, að lávarður Nelson ætlar að ó- virða f jólskyldu sína með því, að giftast vinnu- konu móður minnar — kennara Bellu.” Percy varð sem þrumu lostin við þessa ó- væntu fregn og roðnaði og fölnaði á víxl. Hún hafði hefnt sín. “óvirða endurtók hann!” endurtók hann. “Ungfrú Gay er siðmentuð stúlka, sem væri heiður að giftast.” “Þér eruð lýðveldishollur og alþýðuvinur í meira lagi, af Englending að vera”, svaraði Helen hlægjandi. ”Mitt þjóðveldislega upp- eldi vill ekki leyfa mér að líta öðruvísi en niður- lægjandi á, að hertogi tilvonandi, skuli velja sér lélegan kvenkennara fyrir konu.” Það var máske heppilegt fyrir þau bæði, að frú Stewart kom nú út til þeirra, svo Percy gat ekki gefið ungu stúlkunni beiska svarið, sem lék á vörum hans. “Morton læknir,” sagði frúin. “Þér þér ætlið að fara til París á morgun og vera þar í fleiri vikur. Segið mér því hvað eg skulda yð- ur, fyrir læknisaðstoð vðar þessar síðustu vik- ur?” “Það er ungfrú Gay, sem eg hefi vitjað, og — það er alt saman afgert okkar í milli,” svaraði Percy. “Við hvað eigiðþér?” spurði frúin. Hefir ungfrú Gay borgað yður læknishjálpina?” “ Já, en það var ekki hár reikningur,” svar- aði hann brosandi, þegar hann mundi eftir samkomulagi þeirra. Þegar hann skömmu áður kvaddi Harriet, hafði hann tekið báðar hendur hennar og sagt: “Þú skuldar mér fyrir læknishjálp, Harriet. Þú verður að borga hana áður en eg fer.” Hún leit brosandi til hans, því hún vissi að þetta var spaug. “Hve mikið skulda eg þér, Percy?” spurði hún glaðlega. Reikninginn má borga með einum kossi, kæra Harriet,” svaraði hann og dróg hana að sér. Það er mjög langt síðan að þú hefir sýnt mér frjáls ástaratlöt . Gef mér nú eitt, svo skulum við segja að reikningurinn sé borgað- ur.” Hún teygði úr sér og kysti hann, en hún blóðroðnaði og leit niður. “ Svei!” hugsaði hann óþolinmóður. “Þessi roði er þýðingarlaus. Hún getur ekki gleymt því, að eg minti hana á það einu sinni, að hún væri ekki systir mín. En hann var samt glaður yfir þessum kossi. “Ungfrú Gay varð fyrir þessu óhappi meðan hún var í minni þjónustu, og það voru að eins fáir dagar sem hún gat ekki sint starfi sínu. Mér ber því ða borga reikninginn hvort sem hann er stór eða lítill,” sagði frúin. “Það er sönn nærgætni af yður, frú, að líta á þetta frá þessari hlið,” svaraði Percy. “Eins og sakir standa, þá verðið þér að semja um þetta við ungfrú Gay.” Hann tók í hendur móður og dóttur, og sömuleiðis lávarðar Nelsons, sem kom á þessu augnabliki, og fór svo. Meðan hann gekk ofan trjáganginn, sem lá út að þjóðveginum, tók hann vasabókina sína upp. í bókinn var viðurkenning fyrir borgun læknishjálparinnar, sem hann veitti Harriet. Hann ætlaði að láta hana í póstkassann, svo Harriet hefði eitthvað að sýna frúnni, ef hún vildi borga reikninginn, svo að unga stúlkan yrði ekki fyrir óþægindum. Þegar hann var búinn að ganga fáein skref, sá hann Harriet sem nálgaðist hann. Hún hafði nefnilega litlu eftir að hann kvaddi hana, fylgt Bellu spottakorn, sem ætlaði að vera hjá Maríu Carlscourt þetta kvödd, og Harriet var nú á heimleið. ‘ ‘ Mér þykir vænt um að finna þig, Harriet, ’ ’ sagði hann, “það gefur mér tækifœri til að biðja þig að vera varkár. Frú Stewart hefir nefnilega minst á læknisreikninginn við mig, og eg sagði henn að þú héfðir borgað hann.” “Ó, Percy! Hvað á eg að segja henni?” sagði Harriet skelkuð. “Þú getur nefnt einhverja upphæð, sem þú álítur viðeigandi, og látið hana borga þér hana, ” svaraði hann, að eins til að vita hverju hún mundi svara. “En eg get ekki gert það. Það væri ó- heiðarlegt. Og — eg get auðvitað ekki sagt henni —” stamaði hún feimin. “Hvemig reikningurinn var borgaður,” endaði Percy setninguna með glaðlegum hlátri. “Nei, það getur þú auðvitað ekki gert. En þú gafst mér það, sem eg met meir heldur en pen- inga. En, ef hún biður þig um reikninginn minn, þá getur þú fengið henni þetta,” sagði hann og rétti henni kvittunina. “Guð blessi þína heiðarlegu sál!” svaraði Percy. “Þú getur þá sjálf borgað mér þessa litlu upphæð, ef það friðar samvizku þína. Eg vil ekki að þu kveljist af óró sökum þessa”. “Ó, þökk fyrir,” sagði hún glöð. “Þetta er ágætt úrræði. Það var heppilegt að eg hitti þig. Hvað hefði eg átt að gera, ef eg hefði ekki fengið kvittunina, og frú Stewart hefði spurt mig um þetta?” sagði hún. “Yesalings barn!” Nú sérðu til hvers það leiðir að við látumst vera ókunnug. Þú hefðir aldrei átt að ne>rða mig til að lofa þessu.” “Það hafa máske verið misgrip af mér,” andvarpaði hún. “En eg gat ekki þolað, að nokkur skyldi ásaka þig um það, sem var mér að kenna. ’ ’ Það var eitthvað í rödd hennar, í blíða svipnum á andliti hennar, sem kom hjarta hans til að slá harðara af ánægju. Hann langaði til að segja henni frá ást sinni, en hann vissi að þeir, sem sátu í sólbyrginu, mundu taka eftir því ef hún yrði fyrir geðshræringu. Sex vik- ur liðu fljótt og þá mundu þau mætast aftur. “Nú jæja, við skulum ekki syrgja yfir þessu, sem við getum ekki bætt út,” sagði hann hugsandi. “En nú verð eg að fara. Skrifaðu mér mjög oft, Hariret; ekkert gleður mig eins mikið og bréf frá þér.” Hún leit upp ánægð og sagði: “Er þetta alvara þín, Percy? Eða segir þú það að eins til að gleðja mig?” “Mér er það full alvara, góða Harriet,” svaraði hann alúðlega. * ‘ Og ef engir sæi okk- ur, skyldi eg neyða þig til að gefa mér jafnaðar- ibót á vissan hátt, af því að þú efast um hrein- skilni mína. Og vertu nú varkár með sjálfa þig, og mistu ekki hjarta þitt,” sagði hann spaugandi. Hún svaraði: “Vertu ekki hræddur hjarta mitt er óhult.” “Eg er ekki viss um það. Þáð hefir litið út fyrir að mæta miblu umsátri hina síðustu tíma. Eg ætla ekki að skifta mér af þínum prívat viðburðum, góða stúlkan mín,” sagði hann alvarlegur, en með blíðu og vinsemd. “Og mér finst mest áríðandi að þú verðir gæfurík. En eg get ekki þolað að neinn leiki sér að tilfinningum þínum. Og nú verð eg að fara. Vertu aftur blessuð og sæl.” Hann óskaði þess innilega að hann hefði leyft sér að taka hana í faðm sinn. En í stað þess lyfti hann hattinum að eins, hneigði sig kurteislega og hélt áfram. Meðan Heilen sem aldrei hafði litið af þeim, leit á Harriet með hatursfullu augnaráði þegar hún kom gangandi upp trjáganginn með rjóðar kinnar og ánægju- legt bros á vörum. % * # # Tvær vikur liðu fljótt. Kvöldið kom, þegar hertogainnan ætlaði að halda sína áður á minstu samkomu. Það átti að vera hennar síðasta á þessari árstíð, þó hún hefði áformað að vera í Brigton hállfan mánuð enn. Og allur undirbúningurinn var þannig lagaður, að skemtanirnar yrðu sem beztar. Meira en tvö hundruð manns voru boðnir. 0g allir boðsgestirnir bjuggu sig undir að sýna hertógainnunni heiður með því, að vera sem bezt ‘klæddir. Frú Stewart og Helen höfðu báð- ar fengið nýjan og skrautlegan búning. Bella var líka mjög ánægð yfir því, að fá fyrsta dans- kjólinn . Iíarriet hafði af einhverri ástæðu ekkert heimboð fengið, og var það í fyrsta skifti, sem frúin setti hana hjá. Hafi Harriet verið hrvgg yfir þessu, þá lét hún það á engan hátt í ljós. En Bella var mjög gröm yfir því. Og hún sagðist ekki vilja fara á samkomuna án Harriets. En Harriet fébk hana til að fara og lést kæra sig svo lítið um að vera með, að Bella hélt hana heldur vilja vera heima. Harriet var fús til að hjálpa hinum með klæðnað sinn, þegar burtfararstundin kom. Hel- en vildi samt okki þiggja hjálp hennar. Frú Stewart og Bellu þótti þar á móti mjög vænt um hjálp hennar. Loks voru allir tilbúnir nema frúin, sem enn íhafði ekki fest á sig skrautmuni sína. Hún var mjög fögur útlits næstum því eins og Helen. “Réttu mér hylkið þaraa Bella,” sagði frú Stewart og benti á þikksilkis hyiki, sem lá á. litlu borði. Helen stóð við hlið hennar og beið óþolin- móð eftir því, ^ið móðir hennar yrði ferðbúin. Bella rétti móður sinni hylkið. Frú Stewart opnaði það, og tók upp úr því verðmikið hálsmen. Harriet rak upp undrunaróp, þegar hún sá það. “Hvar — hvaðan hafið þér fengið þetta?” stamaði hún, meðan andlit hennar varð jafn ihvítt og hálslínið. Frú Stewart snéri sér að henni undrandi, en brosti svo og sagði “Þér hafði líklega adlrei séð neitt líkt þessu. Það er bæði fallegt og afarverðmikið. Eg býst ekki við að sjá neinn fegurri skrutinun á gestum hertogainnunnar. Gerið þér svo vel að krækja því um hálsinn á mer. ’ “En hvað þér skjálfið og kaldar hendur yðar eru,” sagði hún, þegar Harriet náföl og skjálfandi krækti því saman. “Hefir það svo mikil áhrif á yður, að sjá jafnverðmikla muni?” spurði hún brosandi. Þökk fyrir. Það er snildarlega gert af yður, að geta krækt þessu meni svo vel, því lásinn er allerfiður viðfangs. Og nú held eg að eg sé tilbúin. Komið þið börn ! Eg er hreykin yfir ykkur báðum.” Lítandi í spegilinn í síðasta sinn og bros- andi til dætra sinna, sveif frii Stewart tígulega út úr stofunni. Harriet stóð stundarkora grafkyr á gólf- inu. Hún hélt að augun hftfðu vilt sér sjón. Menið sem hún festi kring um háls frú Stewart, var alveg eins og það, sem krækt hafði verið um hennar eigin háls, þegar Sandy Morton bjargaði henni fyrir mörgum árum síðan. Var það hugsanlegt að einhver hefði stolið hennar eigin meni, og selt frú Stewart það. Og hafði hún þá tnist það fyrir fult og alt. 26. Kapítuli. Hugsunin um þetta kom Harriet til að II/* .. | • ,v» timbur, fjaJviður af öllum Nyjar vorubirgðir tegundum, geirettur og al»- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumaetíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. ---------------- Limited--------------- HENKY AVE. EAST - WINNIJPEG hraða sér upp til herbergis síns, kvíðandi og náföl. Hún læsti dyrunum á eftir sér, kn|féll svo hjá koffortinu sínu. Opnaði það og tók upp úr því ýmsa muni, unz hún fann öskju með baðm- ull í, og ijndir henni lá hennar eigið men. Hún var ósegjanlega glöð yfir því að finna sitt eigið men, sem var það eina sem gat orðið til þess að benda á ætt hennar. “Það er alileinkennilegt, að til skuli vera annað men, sem er alveg eins. Og hvað skyldi frú Stewart hugsa, ef hún vissi, að fátæki kenn- arinn hennar ætti hálsmen, sem er alveg eins og hennar eigið,” hugsaði Harriet. Hún hrökk við þegar barið var að dyrum á sÖmu stundu og hrópað: “Eruð þér þarna ungfrúGay?” • Það var Helen sem kallaði. Harriet lagði öskjuna opna ofan í koffortið og lagði svo lokið á það án þess að læsa, áður en hún opnaði dyrn- ar. Þegar Bella var sest í vagninn, mundi hún að hún hafði gleymt sjalinu sínu,” sagði Helen og gekk inn í herbergið, furðandi sig á munun um, sem lágu á gólfinu, dreifðir í allar áttir '“Mamma vildi ekki að hún bögglaði kjóliun sinn með því, að stíga xítog inn í vagninn. Hún sagði að það væri í næstefstu kommóðuskúff- unni. Viljið þér gera svo vel og ná því?” “Velkomið,” svaraði Harriet, og fór xit að sækja það. Dagstofa hennar og Bellu, var á milli svefnherbergja þeirra. Hún varð að fara gegn- um stofuna til að ná í sjalið, og gat því ekki vitað hvað fram fór í hennar herbergi á meðan. Helen leit í kringum sig í herberginu og furðaði .sig á fatnaðinum, sem Helen hafði tek- iö upp úr koffortinu. “Að hverju ætli að hún hafi verið að lera í koffortinu?” tautaði Helen. Hún gekk hávaðalaust að kdffortinu og lyfti upp lokinu, en stóð svo kyr sem steingerv- ingur af undrun. “Mömmu hálsmen!” sagði hún lágt. “Nei, það er ómögulegt, því mamma er með sitt, og þó er þetta alveg eins. Hver ætli eigi þetta? Ekki hún,” hugsaði hún. “Ilún hefir stolið því frá einhverjum. Engin furða, þó henni yrði bilt við að sjá mömmu men.” NiT heyrði hún skúffu lokað, lagði því men- ið á sama stað og lét koffortslokið aftur, þar eð liún vissi að Hrriet kæmi. Harriet hafði engan grun um að hún hefði hreyft sig, þar eð hún stóð á sama stað og áð- ur, og rétti henni sjalið. Helen tók við því og gekk út þegjandi. En þegar hún gekk ofan stigann, heyrði hún Harriet læsa dyrunum. “Ha ha, mín töfrandi fagra mey,” tautaði hún með ilskulegu brosi. “Eg held eg hafi þig nú loksins í fallegri gildru. Við skulum vita hvað marga lækna og hertoga þú töfrar hér eftir. Við skulum bráðlega senda þig þangað, sem þér býðst ekki tækifæri til að daðra við karlmenn.” Hún mintist ekki á hvað hún hefði séð, hvorki við Bellu né móður sína; en þær furðaði á hve glöð og ánægð hún kom til þeirra, því hún var önug og reið þegar að hún fór inn. “En hvar er ungfrú Gay?” spurði lávarð- ur Nelson, þegar hann tók á móti þeim við dyr salsins. Frú Stewart varð undrandi við þessa spurningu, en Bella svaraði: “Hún fékk ekkert —” en þá ýtti Helen börkulega við henni, sem kom henni til að þagna, en varð mjög undrandi þegar hún heyrði systur sína segja í meðaumkunarróm: “Vesal- ings ungfrú Gay. Hún gat ekki komið í kvöld.” “Eg vona að hún sé ekki veik?” sagði Nel- son með ákafa en kvíðandi. “Nei, alls ekki. En það var eitthvað sein hindrði hana frá að koma. En hvað alt er fagurt hér!” sagði hún og leit í kringum sig. “Það heifir einhver með yfirburða fegurðar- viti séð um alt þetta.” Þegar þær heilsuðu hertogainnunni, spurði hún einnig eftir Harriet, og þótti slæmt að hún kom ekki. Helen gaf henni þá sömu skýr- inguna og Iávarðinum. Bella var bálreið, því nú vissi hún að það orsakðist af hrekkjum Helenar, að Harriet var ekki með. Hana lamgaði til að opinbera þettu, að Harriet hefði ekkert heimboð fengið. En það hefði sett móðir hennar og Helen í slæmt ásigkomulag, svo hún varð að þegja. En seinna ætlaði hún að jafna sakir við systur sína. ‘ * Harriet var líka boðin hingað, en þii fékkst henni ekki heimboðsspjaldið, Helen!” hvíslaði hún að henni seinna mjög gröm. “Það er sví- virðileg breytni af persónu, sem tilheyrir Ste- warts fjölskyldunni. Eg skammast mín yfir því, að þú ert systir mín.” Þegiðu Bella!” skipaði Helen gröm, en roðnaði af snejrpu. “Þetta er ekki sá stað- ur sem er viðeigandi fyrir kennara. Og ef þú segir eitt einasta orð um þetta til annara, skal eg sjá um að þú iðrist þess.”

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.