Lögberg - 25.08.1921, Page 7

Lögberg - 25.08.1921, Page 7
LÖGBERlí, FEMTUD.A GINN, 25. ÁGúST 1921 Bls, 7 Kaupmaður seg- ist hafa örvœnt Hann hélt sér myndi aldrei batna, en er nú orðinn heill heilsu. “Eg var rétt ikominn á það stig, að halda að mér mundi aldrei framar ibatna, en nú er eg orðinn fílhraustur og get þv.í talað af eigin reynslu, er eg segi Tanlac vera bezta meðalið, sem hugsast geti.” pannig mælti Jacob J. Rempl, vel þektur harðvörukaup- máður, sem heima á að Inkler, Man. “Fyrir tveimur árum eða svo íbyrjaði eg að þjást af stíflu og bilaði taugakerfið af því svo herfilega, að eg gat tæpast talist maður með mönnum. Eg varð að neyða ofan í mig hvaða tegund matar, sem um var að ræða, og kvaldist oftast nær svo á eftir, að eg hafði hreint ekkert viðþol. pað kom iðulega fyrir, að eg gat við illan leik komist á fætur og óregist um húsið. “Einis og menn munu geta skil- ið, fyltist eg örvæntingu og hálf- gert vandræða fálm kom mér til að ákveða að gera síðustu tilraun- ina, með því að kaupa Tanlac. peirri stundu hefi eg fegnastur orðið á æfinni. Mér fór undir eins stórum að batna við fyrstu flöskuna og gat farið að borða hvaða mat, sem um var að ræða. “Tanlac hefir svo ger,samlega læknað mig af stíflunni, höfuð- verknum og lystarleysinu, að eg nú er orðinn eins og nýr maður. pað fær mér því meiri ánægju en frá verði isagt, að geta mælt með Tanlac við alla alþýðu manna.” Tanlac er selt í flöskum og fæst í Liggett’s Drug Store, Winnipeg. pað fæst einnig hjá lyfsölum út u.m land, hjá The Vopni Sigurd- son, Limited, Riverton, Manitoba, og The Lundar Trading Company, iundar Manitoba. ' MINNI ISLANDS Kvæði flutt 2. Ágúst í Winnipegosis, Man. Ort af E. S. Wium. Minningarritið Hr. J. J. Bíldfell! Heiðraði ritstjóri Lögbergs, viltu gjöra svo vel og ljá eftirfylgjandi línum, rúm í þínu.heiðraða blaði. Langt er isíðan, hið heiðraða Jóns Sigurðssonar félag ákvað að gefa út “Minningarrit” hinna Vestur-fslenzku ihermanna, og bað þá um nauðsynlegar upplýsingar og skýrslur; en nú sé eg af sein- ustu vikublöðunum, að mikið vantar á, að þetta hafi verið í té látið, svo fljótt og alment, sem átt hefði að vera; því sannarlega, var það ekki ofgört, að rétta þann- ig hinu heiðraða félagi hjálpar- hönd. Að vísu veit eg, að nokkr- ir aðstaiidendur málsins, hafa lát- ið sér fátt um finnast; hefi enda heyrt þau ummæli, að þeir viidu þetta ógjarna, sér væri það til ó- frægju. Þetta er fjarstæða sprott- in af misskilningi og kannske af stórmensku hjá sumum. Eftir mínum skilningi, liggur ekki bein- línis sú meining bak við “Minn- ingarritið”, að hlaða undir metnað né virðingu hermannanna; öllu fremur, mun hafa verið í hug for- mælenda minningarmarksins, með hverjum hætti sem það var, sómi Vestur-lslendinga, og metnaður allrar þjóðarinnar. Svo er eg nú enn sömu skoðunar og fyrri, að “Minningarritið”, verði sá varan- legasti og hlutaðeigendum sá geð- feldasti minnisvarði, ef vel er tii hans efnað og vel um hann búið. Eg veit víst, að “Minningarrit- iS” kostar félagið ærna fyrirhöfn og umsvif, að isafna öllum gögn- um og skilníkjum, sem nauðsynleg eru við samning bókarinnar, og því er það svo sjálfsagt, að allir hlutaðeigendur málsins, gjöri sitt bezta til, að greiða fyrir félaginu í því efni; áiít það skyldugt og verðugt. lEn það var nú ekki eiginlega þetta, sem eg ætlaði að taka til athugunar, heldur um efnisval í “Minningarritið”. Vandi er hvern- ig það skal velja. Tilgangurinn kemur þar mest til greina, og hann er isjálfsagt fyrst og fremst að halda uppi minningu hermann- anna og heiðri íslenzku þjóðarinn- ar, og svo í öðru lagi, að draga sárasta sviðann úr hjörtum þeirra, sem harma sína horfnu ástvini. Eg hygg að góð ljósmynd ásamt stuttri umsögn um manninn, myndi verða móttlættum mæðrum, eigin- konum og heitmeyjum hermann- anna, stórum hugþekkara, en há- reistir minnisvarðar, settir upp á torgum eða gatnamótum, þar sem auðvitað fæstir af ástvinum eða ættingjum sæju þá. Mér finst að Minningarritið ætti ekki að flytja neitt það, sem ýfir upp soll- in sár, sem ógróin eru, og sem munu blæða hjá mörgum til dag- anna enda, því mörg eru þau sár- in, sem tíminn vinst ekki til að Eyju veit ég eina undir norðri rísa — dimmu djúpi frá — upp í heiði hreina, hún er kend við ísa, svipmikil að sjá, beltuö er hún bláa Atlants sænum, búin hvert um sumar mötli grænum, haddur fagur, hreyfður fjalla blænum, höfuð faldað mjallar dúki vænum. . Hún er ættland okkar allra, sem hér búa og mæla íslenzkt mál; seiðir, laðar, lokkar, ljúft er þangað snúa huga, hjarta og sál. Hennar sakna sumir fram til grafar— sorgarskuggmn það á lifið stafar, heima hvíla ömmur þeirra og afar æðri sem að njóta frelsis gjafar. Eflaust margir muna móðurhjartað varma, er þeir áttu þar, sem þó allvel una út við kveldsins bjarma, bak við bláan mar. Samt er kærri dýrðin heima dala, hvar dunar foss og ótal lindir hjala, hvar þeir náðu bernsku aldur ala, er sem drengir hjörðum voru að smala. Færri, en fegri raddir fengjum vér að 'heyra ættlands ströndum á, værum vér þar staddir , vildum ljá þeim eyra, hrifi oss hljómur sá. Margt er~til í minninganna heimi, máske sumir trúlega það geymi, þó að sæludrauma hér þá—-dreymi, daprir skuggar trú’eg um það sveimi. Syngur sætt hún lóa sóleyjar um bygðir, engin af ’enni ber út um mörk og móa, margra sefar hrygöir létt þá lyftir sér. Miðlar söngnum milli tveggja landa; meðan kaldir noíðan vindar anda syngur hún und sólu Vallands stranda svásum yfir þöllum gullin banda. . í Fríður fjalla hringur fagurblár með tindum sveipar sólarglóð, þar hann svanur syngur, siglir undan vindum með sin ljúfu ljóð. Þar er, held ég, ærið margt að muna, miklu fleira, en suma kann að gruna, sem um heila eilifð bezt sér una inní þessum kanadiska funa. Efst á Huldu höllum hvíla jökla fætur, er þar útsýn bezt, sitja á sólarfjöllum sumars bjartar nætur, er það yndi mest. Þá vakir “Samos” yfir íshafs öldum ofar hjarans straumi, voða köldum, glansar roðans gull á báruföldum, geislabrot í loftsins skýja tjöldum. Farðu hærra, hærra! hæsta upp á tindinn, himins heiði mót lífs er loftið skærra, Ijúfari sjónar myndin, en kring um fjallsins fót; alt um kring er eilífð bláskínandi yfir þínu kæra föðurlandi, norðurljósa leiftrin síkvikandi, líka stjörnumergðin óteljandi. Svona er sögulandið sumarklæðum búið fegra, en flest að sýn; geysi vetrar grandið glæsi-skrúða rúið hylst i helkalt lín; þvi með sumri sólardýrðin þrýtur, sjónfegurðar enginn framar nýtur, aldan tryld á öllum ströndum brýtur ægileg, en voðstormur þýtur. I Sanna á það sögu sex og fjörutíu yfir þúsund ár. Frjáls var hún og fögur, fólki veitti nýju allar æðstu þrár. Rángirninnar undan fjandskap flúin flóttamenn þar reistu elztu búin, síðar þó, und konungs ánauð knúin, kristna þar að studdi guðatrúin. • t Frægðarljóminn forni fölnað aldrei getur ótal alda stig, ef hinn endurborni á að skina betur, hann má herða sig. Það var gull í gömlu íslendingum, geisla-ljóma æ þá slær í kringum, hvar sem voru, heima eða á þingum, halda vildu sínum mannvirðingum. I Þjóðernið er þetta: þarna bygðu saman mestu afreksmenn, tengdir tóku flétta, tvillaust jók það framann, eimir af slfku enn. En það spillist, aldir þegar renna, öðrum stofni má um þetta kenna, á þjóðlífs arni þrælatýrur brenna, um þeirra áhrif lengi mætti senna. Hin forna snild er farin, finst þó margt, sem þaðan enn er arfur vor. Þá hvarf sá hetjuskarinn hafa gjört oss skaðann þungbær þrautaspor. Eina helzt á arfleifð hér eg bendi, engin sem að rændi, stal né brendi málið, sem þér móðir og faðir kendi, máttu aldrei láta það af hendi. Gegn um ár og aldir er sú dýra perlan, arfur árum frá; vér þá vorum kvaldir, vissu fáir gerla j hve dýr var sjóður sá. Finst nú hvergi fegra mál í heiml, fegurð þess ég vona að enginn gleymi, þó um eilífð enska dýrð hann dreymi og drotni yfir landsins mikla seimi. I i Ef oss ætti að kúga arfi þeim að glata, máli missa af. — Betra braut að snúa, beint vér myndum rata austur Atlantshaf. Sóleyingar sjálfir myndu fleyta sonum týndum, heim til föður reita, alla hjálp og aðstoð fúsir veita, ef á þeirra manndóm vildum heita. " ! Eftir rökkur alda * er nú sögð að vera þjóðin frí og frjáls, rofin kólgan kalda, kynlegt því að bera konungs hlekk um háls.— En, steyptir gripir stökkir eru og brotna stundum fyr en langir timar þrotna. Og ég vona alfrjáls megi drotna áður leifar konungs-valdsins rotna. Gegn um allar aldir óska ég hún lifi út við norður-átt, þó stormar stríðir, kaldir, steypist jörðu yfir, beri ’ún höfuð hátt. Guðs af hendi sé hún vígð og varin, veröld meðn situr lifs við arinn, þar til sekkur sólin hinst í marinn, síðsta stjarna er af himni farin. í Eg skrifaði stutta viðurkenning'sannleika, eða að eins hálfan, sem j sínum. Hann hafði verið sjúkur fyrir þeirri fyrri, sem eg báð Lög- s® verra en tóm lýgi berga að flytja þér, en einhverra orsaka vegna hefir hún ekki verið birt enn, og er nú vísast töpuð, og Svona langt hefði eg ekki farið hefðir þú ekki riðið á vaðið fyrst, með að reyna að kasta skugga á mannorð mitt. Svo þú hefir sé svo, læt eg mér það vel lynda. | sjálfum þér um að kenna, ef þér Hinum isíðari væri ef til vill kann að sárna við mig í þetta skifti. réttast að ganga fram hjá þegj- andi, mest vegna þess, að þær eru að miklu leyti vaðall og hunda- sund, sem snerta lítið málefni það, sem okkur greinir á um, og skýra því eða sanna alls ekkert þvi viðvíkjandi. pað er þó tvent, sem tæplega ætti að þegja við. Annað eru ^au hlýju orð í minn garð, sem finn- ast innan um hitt í báðum athuga- semdum frá þér, og sem eg vil hér með þakka þér. Hitt er sú skoð- un þín, að eg fari með “part af sannleika, sem oft er verra en tóm lýgi” (þín eigin orð). Fram hjá því get eg ekki gengið, því það stefnir of ibeint að því að skerða mannorð mitt, en eg hefi alt af reynt að halda því óskertu og reyni að verja það í lengstu lög f.vrir öllum óverðskulduðum árás- um. Eg læt svo hér við sitja, en skal bráðum þýða á íslenzku fréttir frá Biismark, sem varpá nokkru ljósi yfir “bond” söluna hans Lemke 1 þessa næstliðnu mánuði og bið þá Lögberg að færa þér það þessu til uppbóta. pinn eil. kunningi, S. Thorvaldsson. græða. Gjört hefir verið ráð fyrir, að kostnaður við útgáfu rits- ins, myndi verða isvo hár, að sölu- verð þess yrðu tíu dalir, eða lítiíS meira eða minna; get eg nú á, að ekki svo fáir, muni kynoka sér við, að kaupa það því verði, og er það að vonum, því hvortveggja ber til, að nú sér enn út fyrir erfiða tíma, og svo er mér stór grunur á, að ekki svo lítill hluti þjóðarinnar, láti sér á litlu standa, hvort hún hefir það í eign sinni eða ekki. Nú er það ljóst, að því að eins geta bókaútgáfur staðið straum af isér að þær — bækurnar — seljist fljótt og vel, nái sem mestri útbreiðslu, og ekki svo sjaldan, hefir verðið töluverð áhrif á útsöluna. þvi er það, að í efnisvali ritsins þarf að fara með gætni, velja að eins það, sem getur átt þar við: pað sem snertir hermennina persónulega og minningu þeirra, svo sem myndir þeirra og nöfn, fæðingarár, dag og fæðingarstað; foreldra þeirra, hvar heimili þeirra og átthagar voru á Islandi, og ef unt er, að rekja ættir þeirra, eins vel og vandlega, sem til ynnust ábyggi- iegar heimildir frá ættfróðum mönnum eða ættfræðibókum; nefna konur þeirra sem giftir eru og ætt þeirra. Hvenær þelr urðu hermenn, nær þeir komu úr hern- aði, ef komu, hvenær þeir féllu ef svo varð; fáorða umsögn um liðna æfi, hæfileika og yfirburði manns- ins; sýna fram á að Vestur-íslend- ingar lögðu fullkomlega fram sinn iskerf, sem þegnar í þessu Iandi, samanborið við fólksfjölda. petta virðist mér það helzta, sem næst liggi tilganginum. —En svo hefir einnig verið ráðgjört, að birta ritgjörðir: um tildrög stríðs- ins, gang þess og ýmsa viðburði; þetta á ekki beima í Minningar- ritinu, heldur í veraldarsögunni; að setja það í Ritið, er að eins til, að gjöra það umfangsmeira og istærra, og þar af leiðandi að miklum mun dýrara, eða hvaðan ætti að fá ábyggilegar heimildir fyrir þessu? Engir stríðsannálar, né heildarstríðssaga er enn rituð, sem ekki stendur til; en að byggja á því sem fréttablöðin sögðu á stríðstímunum, sem þráfaldlega kom hvað í mótsögn við annað, sem oft gjörði það vafasamt og óáreið- anlegt, er glapráð eitt, það yrði til að spitla fyrir bókinni og rýra bókmentalegt gildi hennar á ó- komnum tíma. Ekkert slikt á heima í Minningarritinu. Saga stríðsins verður rituð á sínum tíma, af frægum sagnariturum, eftir áreiðanlegum rökstuddum heimildum, sem enn eru í molum á víð og dreif. Eg sagði áður, að umsögn um gang stríðsins og tildrög þess, myndi spilla fyrir ritinu, ef það hefði það meðferðis; ber einkum til þess, að með því verður drjúg- um aukinn útgáfukostnaðurinn, sem svo gjörir ritið mun dýrara og sem lakast er, að slíkar rit- gjörðir þola ekki próf seinni tíma. Svo el eg þann grun, að mikill hluti Vestur-iíslendinga, hafi á stríðsárunum lesið svo fréttirnar um það hryllilga örvita-æði, að fáa þeirra fýsi, að kaupa dýrum dómum, að fá að lesa aftur yfir þær ritningar.— 9. ágúst, 1921, Jónas J. Húnford. Bréf til Th. Halldórssonar. Heiðraði kunningi Th. Halldórsson. Eg hefi lesið athugasemdir þín ar beindum til mín, fyrst í júlí og svo í ágúst, hvorartveggju í Lögbergi. , ’ ’ Ekki hefir þú manndóm til að nefna í allri greininni nema eitt, er þú segir að eg fari rangt með. pað er Drake myllu tapið, sem eg sagði að væri $30,000, en þú segir það sé $17,000. Eg vísa þér í því efni til að leita sannleikans í þing- bókum ríkisins frá þinginu næst- liðinn vetur. pú nefnir líka, að 9 prct. renta á ríkisskuldabréfum sé rangt hjá mér, og skal eg kann- ast við það sem rangt, en veit ekki hvort sú villa er ritvilla mín eða prentvilla blaðsins. Eg veit, að eg hefi aldrei heyrt um þá rentu og því síður skrifað hana viljandi.— petta er alt sem þú nefnir, og er eftir því að áæma hitt alt?, sem eg hefi skrifað í “class” “sáralít- ill sannleikur, eða þá aöeins hálfur sannleikur, sem oftast er verra en tóm lýgi.” Eg skora á þig að segja með skýrum orðum og vöflu- laust, hvað þú meinar með þess ari óþokka aðdróttun, að tilnefna þær lygar eða “hálfan sannleika, sem er oftast verri en tóm lýgi”, sem þú talar um. Eg hefi áisett mér aö skrifa ekki neitt þaS, sem hægt væri að bera til baka eins auðveldlega eins og þessi aðdrótt- un bendir á aö þér finnist aö muni duga. Eg á því heimtingu á að fá að vita hvað það er i raun og veru, sem þér finst eg fari með af lýgi svo eg eigi kost á að taka það til yfirvegunar á ný og annað tveggja meökenna aS þaS hafi ver- ið rangt eöa sanna þaS aö vera satt. pessi aðferð flokkis þíns, sem þú nú grípur til, að hrópa að yfir- leitt sé alt lýgi þegar þið eruð kró- aðir upp með ómótmælanlegum sannleika, er nú farin að verða nokkuð haldlítil, og það ættir þú að vera farinn að sjá; þar að auki sómir hún iilla manni, eins og eg hefi alt af tekið þig fyrir að vera. Eg hefi varast að beita nokkru því við þig, sem gæti kastað skugga á mannorð þitt, og vonaðist eftir að þú mundir fylgja sömu reglu; en sú von hefir nú brugðist, og tek eg því undir með Gröndal gamla: “Hoissir þú heimskum gikki” o. s. frv. Til að sanna þér að eg ætla nú samt ekki að fara í neinar felur undan þessari lúalegu aðdróttan þinni til mín, ætla eg að segja upphátt yfir alla að eg finn I þess- um síðari athugasemdum þínum eftirfyljandi staðhæfingar, sem alt er haugalýgi, og þó þú sért ekki sjálfur aðalhöfundur þeirra allra, ber þú ábyrgS á þeim öllum gagnvart lesendum Lögbergs. 1. Að Townley hafi verið dæmdur 1 fangelisi fyrir að hafa beldið fram að auður væri tekinn tll stríðsþarfa jafnframt og menn 2. Að vald Miss Nelson, hafi ekki verið skert af flokk þínum meira en lög ákváðu 3. Að uppistahdið út af ó- þokkabókunum, sem varð í Bis- mark hau&tið 1919, hafi verið politisk brella frá I. V. A. flokkn- um. 4. að ríkisskattur í N. Dak. sé í raun og veru -lægri en í flestum nærliggjandi ríkjum, 5. Að N. Dak. sé í fremstu röð að bæta upp kaup hermanna 6. Að bankahrunið í N. Dak hafi verið að miklu leyti I. V. A flokknum að kenna. 7. Að veðskuldabréfasala ríkis ins hafi verið hindruð af I V. A flokknum. 8. AS Lemke sé nú aö selja þau svo að nokkru gagni komi. 9. Að Lemke hafi innkallað fölsku ávísunina, sem Brinton gaf. 10. Að Drake myllan hafi bæði borgað hærra verð fyrir hveiti og líka selt mjölið lægra en aðrar myllur. 11. Að að eins hafi tapast $17,- 000 á þeirri myllu meðan ríkið starfrækti hana. 12. Að eg skrifi Frá Winnipegosis. i ágúst 1921, Herra ritstj. Lögbergs. Þaö er ekki oft aS sjást línur í blööunum frá okkur íslendingum hér í Winnipegosis. Má þaö þó undarlegt sýnast, þar sem jafn- margir landar eru saman komnir og sjálfsagt eins færir til aö skrifa í blöö og íslendingar yfirleitt í öSrum bygöum, sem mikiö oftar heyrist frá í ísf blööunum. Það eru engir stór viöburöir til aö skrifa héöan, en þaö er eitt- hvaö um atvinnu og tiSarfar sem hvorttveggja eru aöal skilyrSin fyrir líöan manna, hvort hún reyn- ist góS eSa ekki. Atvinna hefir veriö liér mjög lít- il þetta sumar, því sú eina atvinnu grein, sem bæjarmenn stóla aSal- lega á, fiskiatvinnan, brást þetta sumar; ekki þaö, aö fiskurinn feng- ist ekki, heldur þaS, aö ekki var hægt aS selja hann, eöa þaö sögöu þeir, sem höfSu meö þaö aö gjöra Þar af leiöandi uröu fiskimenn aS hætta, á meöan fiskurinn var nóg- ur, og allir mistu vinnu, sem aö því unnu, bæSi á .landi og vatni LandbúnaSurinn lítur illa út líka hér um slóöir, fyrir of milkar rign- ingar; mikill hluti engja er undir vatni og ekki likur til, aö sumt ai' því þorni iþetta sumar; er því mjög ískyggilegt útlit meö heyskap, en verö á skepnum afar lágt. Félagslíf okkar hér hefir veriö fremur dauft mest af tímanum sem landar eru búnir aö vera hér Þó hefir þaö lifnað til muna síö- ustu fimm til sex árin, og síöast- liöiö vor var myndaö hér þjóörækn- isfélag, aö tilhlutun séra Jónasar A. Sigurðssonar, sem var hér þá á ferS i þarfir safnaðarins. Félags- kapur þessi er í barndómi enn, því lítið er hægt um hann að segja. pó álit eg, sem þessar linur skrifa, aö 3aS hafi haldiö vel í horfinu þá stefnu, sem tilgangur þess er aö halda, nefnilega aö stuöla aS því, aö íslenzk tunga glæöist en ekki glatist meöal landa í þessari heims- álfu. Það er byrjaö á kvöldskóla fyrir börn og unglinga, því íslenzk- an er á mjög mismunandi stigi hjá unglingunum hér sem annars staö- Svo gekst félagiö fyrir þvi að ar. halda hátíðlegan 2. ágúst, þetta sumar, og tókst sú skemtun vel. Veöriö var eins ánægjulegt og á varö kosiö. Nefndin, sem til þess um all langt skeið, og æði lengi jungrt haldinn, svo að þeir, sem bezt þektu til, voru að vísu að nokkru leyti við sorgartíðindun- um búnir. En þrátt fyrir það, svo sem oftar, var það þeim sem nærri stóðu, reiðarslag. Ólafur (Guðmundsson) Péturs- son var fæddur 14. nóv. 1865, að Smiðsgerði í Kolbeinsdal í Skaga- fjarðarsýslu á íslandi. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Pét- ursson og porbjörg Finnboga- dóttir. Með foreldrunum fluttist Ólafur til Ameríku snemma á inn- flutningsárunum fyrstu, eða árið 1876, og fóru þau þá til Nýja fs- lands, isvo sem flestir innflytjend- ur þeirrar tíðar, og settust þar að fyrst í stað. En brátt leituðu þau burtu þaðan, þvi að fjórum árum liðnum fluttust þau til Winnipeg- bæjar og dvöldu þar um þriggja ára skeið. En að þeim tíma liðn- um stefndu þau til Bandaríkjanna og námu þá að nýju land í Ví'kur- bygðinni fögru í Norður Dakota. par bjó svo ólafur með foreldrum sinum, svo lengi sem þeim entist aldur. En er þau voru látin, flutti hann til tengdabróður síns, Jóns Jóntssonar í Garðar-bygð. par giftist hann gftirlifandi ekkju sinni, Rósu Jónasdóttur, árið 1900. Höfðu þau hjón þvi búið saman 1 ástríku hjónabandi í nærfelt tutt- ugu og eitt ár, þá er dauða hans bar að 1. dag júnímánaðar þetta ár. peim hjónum varð tíu barna auðið. Eitt þeirra dó í æksu, en hin eru öll á lífi og búa hjá móð- ur sinni. Til þessarar bygðar fluttist Ól- afur frá Markerville, Alta., árið 1910, og reisti bú sitt suður af Wynyard, þar sem heimilið er enn. Var það og er enn að mörgu leyti fyrirmyndar heimili. par hefir margan borið að garði og allir mætt þýðri gestrisni og ljúfmann- legri góðvild. pví hjónin voru samvalin í því að gjöra vel við gesti sína. Æfisaga ólafs er að ýmsu leyti mjög svipuð æfisögum margra frumbýlinganna íslenzku í þessu landi. Hún er ekki sérlega við- burðarík, en ber það með sér, að mikið hefir orðið að starfa og vel að fara með efnin; en að slík lífs- kjör hafi þó alls ekki kipt úr greið- vikninni og fúsleikanum til að að- stoða þá, er voru hjálparþurfar. Hún er og líka saga þeirrar sam- vizksemi trúmensku, nægjusemi og dugnaðar, sem sífelt auðkennir sögu þeirra frumtbýlinga. par er og líka hið góða einkenrii, sem víð- ar í þeim hópi, að þrátt fyrir ann- irnar miklu við ihversdagsstörfin, vinst tími til þátttöku í félags- starfi og sveitalífi yfirleitt; og andinn lætur ei of mjög fjötrast í böndum þess hversdagslega starfs. Ólafur sál. var áreiðanlega í tölu'þeirifa manna, sem ekki vildu hylja ljós sitt undir keri, heldur láta það s'kína öðrum til góðs. Að heimilinu var haldin hús- kveðja laugardaginn 4. júní, og einnig útfararathöfn ,í kirkju Quill Lake isafnaðar, sem hinn látni til- heyrði. Voru svo hinar jarðnesku leifar hins látna lagðar til hvíld- ar samdægurs í grafreit Quill Lake safnaðar. Kom þar sem oft- ar í ljós hversu vinsæll ólafur sál. var, því mikill fjöldi fólks fylgdi honum til grafar, og mátti merkja, að söknuður var mikill í var kosin aö sjá um allan undir- hugum fólks . Drottinn huggi syrgjandi ást- menni hans, og blessi bæði þeim og öðrum minningu hins látna. Vinur. búning, lét ckkert ógjört til aö hafa daginn eins myndarlegan og henni var mögulegt, undir þeim kringum- stæöum, sem hér * eru. Forseti dagsins var Aöalbjöm Jónasson og stýrði hátíðinni vel. Fyrir minni ís- lands talaöi hr. F. Hjálmarsson; fyrir minni Canada talaði Mrs. G. FriSriksson, og sagöist báöum vel. Og enn fremur var til skemtunar söngur físlenzkir þjóösöngvar){ glíma, kaöaltog, hlaup og stökk allskonar, og dans um kvöldið fyrir )á, sem þaö vildu. Þeir sem tóku þátt í gHmum, voru flest drengir innan fermingar aldurs, æfðir hr. Ottó Kristjánssyni, gömlum glimukappa frá Winnipeg. Einnig var eitt frumort kvæöi lesiö upp á þessari skemtun, sem eg vonast til aö blaöiö birti ásamt þessum lín- um. Þaö er ort af gömlum ein- setumanni hér úti í óbygöum hjá okkur. Þar er grafið gull í jörSu sem sá maöur dregur sig út úr fjöklanum, því hann er maöur mjög vel skynsamur og ritfær. Fyrirgefið, landar góSir, og lesiö í máliö. Einn af oss. ±>'£ju Ólafur Pétursson 1865—1921 Sorgartíðindi þóttu það mikil, þá er um hásumar spurðist lát ólafs Péturssonar, sem búið hafði stóru rausnar-búi skamt suður af Wynyard-bæ. ólafur sál. hafði stóra fjölskyldu og stórt og vax- andi bú. Framkoma hans í fé- lagsmálum sveitarinnar var ávalt drengileg. Og gestrisni hans og góðsemi var hvarvetna við brugð- ið. Hann var þvá harmdauði ekki að eins ættirigjum isánum, heldur mjög litinn 0g fjölda mörgum samsveitungum1 pa. Brosandi kona. er ávalt hraust. En sjúkum kon- um er lífið þung byrði. pótt þær séu ungar, verða þær önugar í skapi, ef að veiklun þjáir þær á ein- hven hátt. — Veik- indi skilja ætíð eft- ir fingraför sín á sérhverri konu. pað j.'* er því bein skylda A unnustunnar, móð- I uriimar eða kvenna yfirleift, að vernda heilsuna og líta sem bezt út. Margar konur hafa not- ið ósgjanlega mikils góðs af hinu fræga Laxviburnum Compound, og losnað við að ganga undir hnífinn. pær konur, sem þjást af óreglu- legum blóðmissi, veikum taugum, nýrum, liðamótum, eða fá oft á- kafan höfuðverk, ættu sem allra fymt að útvega sér þetta fyrim myndar meðal, er reynst hefir í mörgum tilfellum allsndis eina úr- ræðið. Á þeim alvarlegu tíma- mótum, þegar stúlkan er að verða að fullþroskaðri konu, er lífsnauð- syn að gæta allrar varúðar. — punguðum konum hefir einnig oft og einattt reynst Laxviburnum al- gerlega ómissandi. Fullkominn lækningaskerfur af Iiaxviburnum Compound, kostar tíu dali, fjörutíu og átta cents, og er i sannleika miljóna virði fyrir veiklaðar konur. Laxviburnum er ekki selt í lyfja búðum. Heldur er það sent beint, gegn fyrir fram borgun. Fæst að eins hjá The Marvel Med. Co., “Dept.” 0-2, B-965, Pittsburgh,

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.