Lögberg - 01.12.1921, Blaðsíða 1

Lögberg - 01.12.1921, Blaðsíða 1
SPElIte-h Li». ábyrgja* vóur fulla vigi, bt;zli. v ir lœgsia vt.A getur. R E V 11 TALSÍMI: N6617 orur fyr- vm? AÐ! • INNlPtL Það er til myndasmiður í borginni W. W. ROBSON 490 Main St. - Tals AT921 i4 ARCANí.UR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN I DESEMBER 1921 NUMER 48 DOMINION KOSNINGARNAR FARA FRAM 6. DES.-GREIÐIÐ ATKVÆÐI YÐAR KONUR OG MENN! KJÖRSEÐLAR VERÐA AÐ MERKJAST MEÐ KROSSUM Aívopnunar - þingið í Washington. H. Að lokinni ræðu forsetans, sem fcóður rómur var gerður að, lagði Hughes utanríkisráðgjafi fram til- lögur Bandaríkjanna í málinu, við ,það tækifæri flutti Hughes ræðu, sem mikið þótti til koma, en aðal kjarni máls hans var ákveðin tillaga um takmörkun á herbún- aði hjá Bandiaríkjunum, Bretum og Japanitum, og eru atriðin þessi sem hann fór fram á: 1. að engin herskip iséu srníðuð í tíu ár. 2. að Bandaríkin leggi niður 30 herskip, þar með talin þau sem eru í smíðum og búið er að kosta til nú þegar $300,000,000*. 3. að Bretland leggi niður 19 herskip, þar með talda bryndrek- ana miklu, sem nú eru í smiðum og svo eldri og smærri skip. 4. að Japanar leggi niður 17 herskip þar með talið hið mikla skip þeirra “Mustu” og Tasa Of Kaga, sem eru í tsmiðum. pann- ig fer þessi uppástunga Hughes fram á að Bandaríkin leggi niður eða eyðileggi henskip, sem til samans eru 845,740 smálestir. Bretar 583,375 ismálestir og Jap- anitar 448,928. Góður róm'ur var gerður að þessari tillögu Bandaríkjanna og því hve mikla óeigingirni að þau sýndu, með því að ríða spjálf á vaðið á jafn óeigingjarnan og djarfmannlegan hátt. Right. Hon. Arthur J. Balfour, svaraði fyrir hönd Breta á þessa leið: “Herra forseti! pér hafið boðið þeim sem vilja, að taka þátt í og halda áfram samræðunum, eem byrjuðu hér á laugardaginn var. Mér finst iatð það væri mjög óheppilegt ef vér létum at- burðina sem hér gerðust á laug- ardaginn fara fram hjá okkur án þess að gefa þeim frekari gaum fyrir .hönd þeirra, sem þér iherra forseti .sneruð máli yðar isérstak- lega til, og ef af sérstökum ástæð- um, sem eg skal minnast á síðar, að eg er sá fyrsti að svara til á- skorunarirmar, þá er það sökum þeas, að af öllum þjóðum sem hafa sent umboðsmenn sína hingað, að þjóð þá, sem eg er umboðsmaður fyrir, eins og líka allir vita snerta flotamálin hana sérstak- (ega og hún verður að láta sér koma þau við. Stjórnmálamenn allra landa, eru farnir að finna til þess, að skylduverk þeirra og erfiðleikar sem til friðs vilja stilla, eru nálega eins erfið og krefjast eins mikilla hæfileika og krafist er til þess að berjast sigurvænlega á vígvellinum. Ósegjanlegir erfiðleikar. Stríðið sem hefja verður, til þess að jafnvægið komist á aftur í heiminum, sem var svo hastar- lega fært úr skorðum í þau fimm ár er stríðið stóð, er 'hið erfiðasta viðfangsefni hverjum manni. Og eg óska ykkur til lukku ef eg má með það, að þér hafið bætt einum inerkisdegi við í tölu merkis og helgidaga ársins, sem minst mun verða hér eftir og hátiðlegur haldinn í minningu um tilraun manna, til þess að byggja upp og í sama andá og vér mintumst fyrir fám stundum síðan dagsins, sem stríðinu linti á Nýr hátíðisdagur. Rf 11. nóvember er greyptur 1 hjörtu þegna ®am(bandslþjóðaniia ekki síður en þeirra sem hlutlaus- ar voru, þá er það mín meining, að 11. nóvember ætti engu siður að vera afmælis og helgida'gUT, sem fólk fagnaði og þegar dagar Hða mintust með þakklæti í hjarta á stríðsminningar þjóð- anna, sem nú lifa, ekki að eins til að koma á jafnvægi í heimin- um. heldur líka til þess að reyna að búa svo um að slíkar kringum- stæður sem vér eigum nú við að stríða geti ekki nokkurntíma kom- ið fyrir aftur. Eg tel sjálfan mig á meðal hinna giftusömu jarðarbúa, að vera viðstaddur og eiga að ein- hyerju leyti þátt í því, sem fram fór á laugardaginn var. pað sem þar fór fram er sannarlega minnisstætt. Vel var leyndarmálið, sem þar var oninberað geymt. Eg vona að öll leyndarmál eins lengi og þeim á að leyna að því er samtal okkar á þessum fundi snertir, verði eins vel haldin. En þeg- ar bjartsýnið sem leysir upp huga minn á þessari stundu fjarar, þá efast eg um að það verði. En hvernig svo sem því er var- ið, þá var leyndarmálið í þessu tilfelli isannarlega vel geymt, og eg hlustaði á ræðu, sem mér fanst meistaralega vel við eig- andi, eins og viðeigandi forsend- ing fyrir starfi þessa fundar, sem var um það, að taka tii starfa, nei, sem hafði verið kvaddur til starfa af forsetanum, án þess að gruna, að nokkuð verulega alvar- legt lægi þar á bak við. En alt í einu varð mér það Ijóst, eins og að Idkindum öllum, sem hér eru inni, að vér vormm ekki einasta að hlýða á fagra og aðdáanlega ræðu, heldur líka mikilvægan sögulegan viðburð. Ræðumaður- inn talaði af svo mikilli list, að þegar að aðal atriðinu kom—þeg- ar þruman reið af, þegar orðin voru töluð, sem nú hafa borist út og fundið endurhljóm í hjörtum manna í öllum pörtum hins ment- aða heims, þá komu þau eius og óvænt þrumuveður, og það vakti tiffinningar svipaðar því, eins og þegar eitthvað nýtt kemur alt í einu fram á sjónansviðið, og vér urðum oss þess meðvitandi, að nýr kapítuli í endurreisnarsögu veraldarinnar hafði verið hafinn. Fullkomnun listarinnar. Herra forseti! — Einfaldleiki þess, sem hér hefir farið fram, hin óþvingaða framkoma og hinn mikli punktur, sem að var stefnt, var alt svo listfengt, sem sýnir að hániark listarinnar og ómengað yfirlætisleysi eru oft, nei, eru vanalega samfara. Eg sagði, að eg ætlaði að gefa skýringu, ef eg mætti, af hverju eg áræði að taka fyrstur til máls í dag um mál, sem er á allra vörum. Eins og eg hefi áður minist á, er það af því, að flota- mál í hvaða mynd sem þau eru, snerta Bretland og Breitaveldi nánar heldur en þau geta snert nokkra aiðra þjóð. Trúið mér, það er ekki af neinu yfirlæti, ekki heldur af neinum söguleg- um eða þjóðræknislegum ástæð- um, heldur af grimmum og jára- köldum þörfum, af óbrotnum og auðsæjum sannleiksástæðum. öðruvísi ástatt; Aldrei í sögu heimsins hefir verið til voldugt ríki, sem eins er sett eins og hið brezka ríki. pað er sannleikur, sem eg býst við að öllum sé ljós, sem til mín heyra. En hafa allir ,þeir, sem á mál mitt hlusta nú, hugsa um hver afstaða brezka ríkisins í raun og veru sé í þessu sambandi. Flestir sem til mín heyra, eru Bandaríkjaborgarar. Bandaríkin eru sjálfum >sér nóg, standa ó- hagganleg, með allar sinar sam- göngubrautir og samgöngutæki, öll vernduð á tvöfaldan hátt, og algjörlega óhult fyrir árás óvin- anna. pað er ekki að eins það, að þau te*lja eitt hundrað og tíu miljónir íbúa; það er ekki að eins það, að þau eru auðugasta land í heimi, heldur hitt, að landslagið og hnattstaða landsins er þannig, að bað er óhult frá þeim sérstöku hættum, »em brezka ríkiiui c.x'u búnar. Segjum, til dæmis, að Vastur- ríkin, sem Bandaríkin bera á- byrgð á, væru alt í einu færð tíu þúsund mílur yfir hafið. Segjum, að hjartapunktur ríkis yðar, sjálfur hjartapunktur þessa ríkis, væri lítil þéttbygð eyja, sem ætti framtíð sína undir út- lendri verzlun, ekki aðallega með munaðarvöru, heldur ætti undir sambandi við útlönd með óunnar vörur handa verksmiðjum þeim að vinna, seiíf Hfsframfærsla í- búanna væri undir komin. Segjum, að í meðvitund yðar væri vakandi tilfinning fyrir því, að aldrei væri meiri forði til í landinu en til sjö vikna í senn, og að þér yrðuð að vera ko.mnir upp á samgöngur við útlönd, til þess að halda honum við. Ef þór vilduð draga slíka mynd í huga yðar og skilja, hvað hún í raun og veru þýðir, þá skilst yð- ur hvers vegna að hver einasti brezkur borgari, hvort heldur hann býr í nýlendunum eða á eynni litlu í Norðursjónum, getur aldrei gleymt því, að það eru sjó- leiðirnar, sem þeir eiga líf sitt undir, og án þeirra vita þeir að ríkið, sem þeir tilheyra, hlyti að líða undir lok. Aðdáun og samþykki. En, herrar mínir og frúr, hugs- ið ekki að eg sé með harmatölur út af ástandi r’íkis þess, sem eg er börgari í. pað er fjarri mér. Eg vona að það sé örugt í hinu heil- brigða stjórnar fyrirkomulagi hinna ýmsu parta þess, og eg vona, að vér séum sterkir í hinu einlæga þjóðræknis bandi, sem bindur okkur saman. En þessi hernaðar afstaða ríkisins er auð- sæ öllum, sem um hana hugsa. Hún er vakandi í huga óvina vorra, ef vér eigum þá nokkra. Látum vini vora heldur ekki gleyma henni. Eg hefi látið þessar hugsanir í ljós, með yðar leyfi, til þess að sýna fram á, hvers vegna það er einmitt eg, sem tala til yðar i dag. Vér höfum haft til umhugsunar og höfum athugað fyrirætlanir þær hinar miklu, er forseti fundarinsi lagði fyrir oss. Vér höfum hugs- að um þær með aðdáun og erum þeim samþykkir. Vér erum þeim samþykkir í anda og í aðal atrið- um. Vér Hturn á þær sem undir- stöðu undir hinar mestu umbætur í hermálum og undirbúning undir stríð, sem nokkru sinni hafa verið bornar fram og með hugrekki framkvæmdar af þjóðmálavinum. Mér dettur eklci í hug, og það væri heimska að láta sér detta í hug, að þetta eða nokkurt annað fyrirkomulag, hvað vel sem það væri hugsað, gæti náð út yfir alt endurbótasvið þjóðanna. pað væri yfirsjón, að reyna slíkt, og það væri yfirsjón að láta sér detta í hug, að tilráun hafi verið gjörð í þá átt með nokkuru fyrirkomu- lagi, sem menn hafa komið fram með, eins og utanr.ritari Banda- ríkjanna tók fram á laugardag- inn, því að það sem hann benti á þar, snertir aðeiris þær þrjár þjóð- ir, sem mest hafa herskipaútgerð, eins og nú stendur. pað tekur þar af leiðandi ekki með í reikninginn að minsta kosti ekki í bili, þær Evrópuþjóðir, er hafa dregið úr eða minkað herskipaflota sinn, og sem stendur hafa enga tilhneig- ingu, og eg vona aldrei, til þess að eiga herskipaflota stærri en nauðsyn krefur til þess að tryggja frið þjóða sinna o<g halda uppi i heiðri þeirra. Hið mesta menningarafl á þjóð- málasviðinu. Aftur snertir þetta fyrirkomu- lag ekki spursmál, sem hverjum manni sem frá Evrópu’er kominn, er mikið áhugamál, eg meina hina þungu byrði landheránna. pað er sett til hliðar, til þess að verða athugað á annan hátt og undir öðru fyrirkomulagi. En það sem það ræðir um og það sem það ber fram, er vissulega það stórkost- legasta, er farið hefir verið fram á og ráðist i, til þarfa og þrifa af nokkrum stjórnmálamönnum. pað tæsr vifi þrja stærstu herskipaflota í heimi og bendir á takmörkun þeirra og fyrirkomulag á svo rétt- sýnan hátt, að stjórn sú, sem eg er talsmaður fyrir, er því sam- mála og í fylsta samræmi við þá stefnu, sem Bandaríkjastjórnin hefir tekið og leiít fram fyrir oss í því máli. pað er álit vort, að Bandaríkin hafi gjört rétt í því, að leggja herskipaflotana til grund- vallar, þegar um er að ræða áhrif vallar, þegar um er að ræða á- hrifamestu einingu herútbúnað- arins, þegar um herskip er að ræða, þá verður að taka með í reikninginn þau hjálparskip, sem herflotarnir geta ekki án verið og sem gefa þeim bæði augu og teyru, og sem, eins og nú er komið sjó- hernaði, hafa lítið varaargildi, enga útsjón og lítið afl til þess að mæta jafningjum sínum í stríði án. Tökum þossar tvær einingar sem eina heilö, nefniiega herskip- in sjálf og nau«,synleg hjálpar- skip, þá finst oss að hlutfallið á milli þessara ‘pjóða oíns og það hefir verið lagt fyrir oss, sé að- gengilegt. Oss þykir takmörkun á herskipaflotum sanngjöra, og oss finst, að fyrirkomulag þetta ætti að verða samþykt. Vértriium fastlega, að það verði samþykt. Framh. Helztu Viðburðir Síðustu Viku Canada. * Hinn 22. þ. m. fóru fram út- nefningar til sambandisiþings, og skiftast þingmannaefnin þannig niður í flokka í hverju fylki um sig: Nova Scotia, þingsæti 16, con- servative 14, liberal 16, bænda- flokksmenn 7, verkamenn 2. New Brunswick þings. 11, con- serv. 10, lib. 10, bændaf. 7, verkam. 2. Prince Edward Island, þings. 4, conserv. 4; lib. 4; bændaf. 2; og verkam. 1. Quebec þings. 65, conserv. 51; lib 65; bænda. 17; verkam. 33. Ontario, þing. 82, conserv. 79, lib. 64, bændaf. 70, verkam. 15. Manitoba, þings. 15, conserv. 13, lib. 10, bændaf. 12, verkam 10. Sask., þings. 16, conserv. 14, lib. 11, ibændaf. 15, verkam. 2. Alberta, þings. 12, conserv. 12, lib. 1C‘, bændaf. 10, verkam. 4. Britis'h Columbia, þings. 13, con- serv. 13, lib. 11, bændaf. 5, verkam. 6. Yukon, þings. 1, conserv. 1, li'b. 1. Af skýrslu þessari má sjá, að tala frambjóðenda er 630, og er þar úr ærnu að velja, þar sem eigi skal kjósa í alt nema 235 þingmenn. í stórum meiri hluta kjördæma keppa um kosningu, menn af þrem flokkum: stjórnar- flokknum, bændaflokknum og frjálslynda flokknum. Ekki einn einasti þingmaður náði kosningu gagnsóknarlaust og mun slíkt einsdæmi í stjórnmálasögu þjóð- arinnar. Fyrstu fregnir af útnefningum, gátu jþess að í Hastings kjördæm- inu, í Ontario, hefði þingmanns- efni stjórn. verið kosinn á gagn- sóknar af þeirri ástæði að kosn- ingaskjöl bændaflokks fulltrú-l ans, er sækja j ætlaði; hefði eigi fullnægt fyrirmælum kosningar- laganna. En síðan hefir það komið í ljós, ^ð yfirkjörstjórinn taldi aðfinslur rþær út í hött og fer því fram kosning í því kjör- dæmi hinn 6. desember, engu síður en annarstaðar. aldrei ihafa gefið sig opinberlega við pólitík. Flutningagjöld með járnbraut- um ö'llum í Canada, hafa verið lækkuð um 10%, frá 1. þ. m. að telja. Alment mun lækkun þessi talin ófullnægjandi, og koma þar að auki langt um of seint, þar sem búið mun nú vera í flestum tilfellum, að flytja upp- skeru bænda til markaðar. Á fimtudagskvöldið var, nokkru eftir miðaftan, réðst illræðismaður ínn í Central lyfjabúðina, sem stendur á mótum Notre Dame West og Gei tie stræta og særðu eiganda búðarnnar, Mr. Joseph Wlder, og þjón hama Mr. Abe Davis, all hættulega með skotum. En um þær mundir er þorpararnir voru í untlirbúningi með að framkvæma ráns fyrirætlanir sínar, kom ung stúlka, Miss Olive Olson að nafni inn í búðina til þess að fá að nota síma. Meðan hún var í síma- klefan^im riðu af skot frammi í búðinnf^ jafnskjótt og unga stúlk- an varð: þess áskynja hvað á seiði var, þau't hún út á strætið og kallaði á hjálp. Brugðu nokkr- ir menn Jáegar við, er í grendinni voru og komu til hjálpar hinum særðu mönrium. Var lögregl- unni þegar tilkynt og lét hún tafaraust flytja lyfsalan og þjón hans á sjúkrahús. Við læknis- rannsókn kom þ»ð skjótt í ljós, að báðir mennirnir voru svo al- varlega særðir að tvísýnt þykir um Hf þeirra. Heill hópur leynilögreglumanna var þegar sendur út af örkmni1 til þass að reyna að hafa hendui-. í hári ó- dáðamannanna; voru tiu menn teknir fastir um kvöldið, en hafa nú að sögn flestir verið leystir úr varðhaldi. Leika þorpar- arnir því víst lausum hala enn sem komið er. Bæjarstjórnar kosningarnar i Winnipeg fóru fram siðastliðinn föstudag og urðu úrslitin, sem hér segir: 1. kjördeild, kosnir bæjarfull- trúar: Fowler, Shore, Sullivwu 2. kjördeild; Davidson, Flye, O’ Hare. Fred A. Britton, þingmaður frá Illinois, ber fram þingsályktun- artiilögu þess efniis, að hætt sé nú þegar smíði á 9 bryndrekum og 6 smærri herskipum. Er tillaga jþessi bein afleiðing af uppá- stungu Charles E. Hughes, um takmörkun flotanS'. Járnbrautaeigendur í Banda- ríkjunum, hafa kvatt til fundar við sig forseta hinna ýmsu braut- arþjóna sambanda, til þess að ráðgast um launakjör og lengd vinnutíma. Eigendur braut- anna ætla sér að fara fram á kauplækkun, en hvað mikla, er ó- kunnugt enn sem komið er. Bretland Nýlega flutti utanríkisráðherra Breta, Curzon lávarður ræðu í Lundúnum, sem vakið hefir mikla eftirtekt, var jhann að tala um afvopnunarþingið í Washington, en snéri máli sínu sérstaklega til Frakklands, út af því sem for- sætiisráðherra Frakka, Briand, sagði í ræðu sinni um afstöðu Frakka í sambandi við fyrirkomu- lag það sem um var að ræða á afvopnunarmótinu í Washington, bæði í sambandi við takmörkun á herútbúnaði og eins í sambandi við Austurlanda spursmálin. Briand héltiþví fram í Washing- ton, að þegar um takmörkun á landher væri að ræða, þá gæti ekki annað komið til mála, að því er Frakkfland snertir, en að hafa svo öflugan her, að þeir væru tryggir fyrir pjófiverjum, hvenær sem væri. pví ef Frakkar mirakuðu land.her sinn, væri hætta j að þeir yrðu pjóðverjum að bráð þesrar minst varði. pessa hugsu-.-' telur Curzon lá- varður skaðlega. "Friður fæst aldrei,” segir Curzon lá.-arður “með því að in þjóð veyni að komast fram.iyrir acra þegar um samnings Tíilunnindi er að ræða.” Og aítur sagði hann: “Hi,nn sar.rni styrkur og öruggleiki , Frakka liggur ekki *í styrk hers þeirra, þó ihann sé voldugur, sem o . D, , T hann sannarlega er. Hann 3. kjordeild: BlumJaerg, Jones, .. ... , , . ,. liggur ekki í hinum obilandi Barry. Skólaráðsmenn jf 1. kjördeild: Congdon, Riley, Bowles. s 2. kjordeCld: Cou'lter, Simpkin, Murray. 3. kjö>'!eild, Jacob, McFarlen, Durwarcf. Síðastliðinn laugardag lézt , Toronto, 'Sir Douglas Cameror., K. C. M. G., fyrrurn, íýlkUsvjóri í Manitoba. — Sir Douglas Cam- eron, var fæddur að Hawkes- bury í Prestcott héraðinu í Ont- ario, hinn 18. dag júnímánaðar, árið 1854, sonur Mr. Colin Cam- sron og konu hans Annie, (Mc Lauren). í karllegg átti Mr. Cam- eron kyn sitt að rekja til Scot- lands. Að loknu gagnfræða- skólanámi, tók Cameron að gefa sig við búskap eystra og gengdi þeim starfa, þar til a*ð 'hann fluttist til Winnipeg árið 1880. Lagði hann þá fyrst fyrir sig timburverzlun og varð stofnandi og um langt skeið forseti Rat Portage Lumber félagsins. Einn- ig var hann forseti Maple Leafe Flour, Mil'ls. Árið 1902 var Cameron kosinn á fylkisþingið 'í Ontario, sem þingmaður fyrir Fort William og Lake of the Woods kjördæmin o,g náði endurkosnngu 1905 og 1908. Árið 1911 var Sir Douglas Cameron skipaður fylkis- stjóri Manitoba. Lætur eftir sig ekkju, son og þrjár dætur. Mr. Cameron fylgdi frjálslynda flokkn- um að má'lum alla leið fram að ár- inu 1911, þá snérist 'hann öndverð- ur gegn Sir Wilfred Laurier og gagnskifta samningunum við Bandaríkin, og mun eftir það Bandaríkin. Hinn 23. f. m. fóru fram stjórn- arskifti í North Dakota. Var R. A. Nestos svarinn inn sem rík- iss't.ióri, Mr. Sveinbjörn Johnson -em dómsmálaráðgjafi og Mr. Kitchen til a^ veita forystu land- ■únaðar og verkamálaráðuneyt- inu. Harding forseti hefir undir- skrifað lögin um $75,000,000 fjár- veitingu til vegabóta. Harding forseti hefir útnefnt .J W. Riddle frá Connecticut, fyrr- um sendiherra á Rússlandi, til þess að gegna sendiherra embætti í Argentinu. Hagstofa Bandaríkjanna hefir nýlega gefið út skýrslu, er sýnir að 1. janúar 1920, áttu heima í landinu 13, 920,692 borgarar, er fæddir voru utan vébanda þjóðar- innar. Hefir tala slíkra borgara aukist um 404,806, eða 3 af hundr- aði, síðan árið 1910 Afar fjölsótt mót kvenna, kom saman fyrir skömmu saman í Washington og lýsti yfir ein- dregnu fylgi við afvopnunar þing- ið og tjllögur Charles E. Hughes,. utanríkisráðgjafa Bandaríkjanna. Kvenfulltrúar frá fimtíu þjóðum, tóku þátt í móti þessu. Harding forseti hefir með op- inberri •stj'órnarráðsauglýsingu, lýst yfir friði milli Bandaríkjanna og pýzkalands. kjarki þjóðarinnar. Hann ligg- ur jafnvel ekki i réttlæti mál- staðar þeirra. Heldur liggur hann í sameigin- legum iskilningi þjóðanna; og I sameiginlegu afli iþeirra. Og þegar eg tala um þjóðir í þessu sambamdi, þá á eg þar líka við að Evrópu iþjóðirnar og Banda- ríkin, 'leyfi aldrei framar neinni þjóð innan véband|a Evrópu, að magnast svo, að hún geti haldið sverðinu á 'lofti yfir höfðum ann- ara, og á þann hátt stofnað al- heims friðnum í hættu.” Nýlega hefir Sir Lionel Phil- ips, sem er einn af eigendum Round námanna í Transvaal í Suður-Afríku,, lýst yfir því, að ef menn bæti ekki um vinnubrögð sín í 'þeim námum, þá verði eig- endur þeirra knúðir til að hætta við gullgröft þar að meztu leyti Trúlofuð eru þau María prin- sessa, dóttir George Breta kon- ungs og Maríu drotningar hans og Lascell lávarður, einn af rík- ustu aðalsmönnum Englands og afkomandi einnar hinnar göfug- ustu aðalsættar landsins. Gifting þeirra er sagt að eigi að fara fram í þessum mánuði í Westminster Abbey og til brúð- kaups þess eru kvaddir sex kon- ungar ásamt drotningum þeirra. peir eru þessir: konungshjónin af Spáni, Noregi, ítalíu, Sv.íþjóð, Danmörku og Belgiu. U.ndanfarandi hefir nefnd frá Egyptalandi verið að leita hóf- anna við brezku stjórnina á Eng- landi, um að Englendingar létu af hendi umsjón sína yfir Egypta- landi, hefir nefnd sú nú lagt nið- ur starf sitt og tilkynti Adly Ycghen Pasha, yfirmaður egypsku nefndarinnar utanríkisritara Cur- zon, að nefndim hefði ekki getað samþykt samningana, sem samd- ir hefðu verið af brezku stjórn- inni í þeirri meiningu að gefa Egyptum sjálfstæði sitt á sama tíma og að þeir væru sambands- þjóð. Alkunna enska blaðið Pall Mall Gazette, er ný selt. Hinn nýji kaupandi er Sir John Leigh, auO- ugur verksmiðjueigandi. Fyrir nokkrum árum voru 100 fangelsi fyrir kvenfólk til á Englandi, en slðustu árln hefir þeim farið svo fækkandi að nú eru að eins eftir 25. Árið 1914 voru 3100 konur dæmdar til fanelsisvistar á Englandi, en 1. október 1920 voru jþær að eins 1200 sem fangelsisvist hlutu. Á einum degi voru 297 hjóna- skilnaðir veittir af yfirdómara Sir Henry Duke og er það talið hámark þeirrar tíðar þar í landi. Bandaríkjamaður einn, sem var gestur í Lundúnaborg, var a gangi í borginni og fór villur vegar, svo að hann fann ekki gistihúsið sem hann átti heima í. pegar svo var komið fyrir honum, var hann staddur nálægt pósthúsi þar í borginni. Hann gekk inn í pósthúsið sá þar stúlku að vinnu, kástaði á hana kvéiíjU og mælti: “Eg er frá Ameríku og hefi vilst hér *í borginni, getið þér ‘hjálpað upp á mig, með að finna gistihúsið, sem eg bý á?” Stúlkan leit upp og svaraði: “Eg get sent yður með pósti.” “Með pósti!” át maðurinn eftir. “Já, það er auðvelt,” svaralfii stúlikan. “Látið þér mig vita hvar þér eigíð heima og hvað þér heitið, svo verð- ið þér sendir með pósti undir eins og þér borgið 6 pence á míluna.” Eftir að ferðamaðurinn hafði látíð skrásetjast og borgað hið ákveðna gjald, kallaði stúlkan á dreng og hann fór með manninn tafarlaust til heimilis hans. Almenningl er máske ekki ljóst, að í Lundún- um, má senda fólk með pósti, ekki síður en bréf og böggla. Hvaðanœfa. Keisarinn í Japan liggur bættu- lega veikur um þessar mundir og kvað tæpast vera hugað líf. Hef- ir krónprinsinum verið falin stjórn fyrst um sinn, upp á á- byrgð þingsins. Bandaríkin og Bretland hið mikla, hafa að sögn ákveðið að bjóða pýzkalandi þáttöku í af- vopnunarmótinu, sem yfir stend- ur í Washington um þessar mund- ir. — Brezka parlamentið kemur sam- an hinn 30*. janúar næstkomandi. Stórþingið norska er farið að efast um fullveldi Danmerkur yfir höfum umihverfis Grænland. Er svo að sjá sem Norðmenn vilji eigi sætta sig við að öll fiskiveiða hlunnindi þar um slóð- ir, skuli vera álitin afskiftalaus í höndum Dana. Baron Korekiyo Takahashi, fjármálaráðgjafi í stjórn Hara, þess er myrtur var fyrir skömmu, hefir tekist á hendur forystu hins nýja ráðuneytis. •-------o-------- Fólkið borgar brúsann. Stórar myndir af Meighen yfir- ráðgjafa, hafa verið hengdar upp svo að segja á 'hverju götu horai í hinum stærri borgum Canada, eíðan að kosningarimman hófst, og hefir venjulegast staðið und- ir þessum myndum ‘^Canada needs Meighen.” Ein slík stór- auglýsing hafði verið fest upp í borginni Lindsay, Ontario. Mað- ur einn, sem sjálfsagt hefir kunn- að á pensli að halda, málaði yfir þetta nafnkunna slagorð þeirra Meighen manna og setti eftir- fylgjandi setningar í staðinn: “The big interests of Canada need Meighen. Let the Public Pay.” — Auðfélögin í Canada þarfnast Meighen’s. — Látið fólk- ið borga brúsann. —

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.