Lögberg - 09.03.1922, Blaðsíða 2

Lögberg - 09.03.1922, Blaðsíða 2
feié. £ LOGBERG, FIMTUDAGINN 9. MARZ 1922 Ef yður getur' ekki batnað TAKIÐ “FRUIT-A-TIVES” OG VERIÐ HEILBRIGÐ. “Fruit-a-tives” hið óviðjafnan- lega meðal, sem ibyggir upp, er á- reiðanlega bezta meðalið, sem fólk hefir fengið. Alveg eins og oranges, epli, ví'kjur og syeskjur eru náttúr- unnar meðul, eins er “Fruit-a- tives” búið til úr þessum aldin- um, en bætt að miklum mun. Er alveg sérstakt við allri maga- veiki, og lifrarveiki, og nýrna- sjúkdómum; einnig gott við höf- uðverk og harðlifi, meltingar- leysi og taugasjúkdómum. Ef þér á að líða vel, þá taktu “Fruit-a-tives”. Askjan á 50c., 6 fyrir $2.50, reynsluskerfur 25c. Fæst hjá llum íyfslum eða póst- fritt frá Fruit-a-tives, Limited, Ottavva. pakkarávarp. Við undirskrifuð viljum með línum þessum votta okkar inni- legt þakklæti öllum iþeim, sem á cinhvern hátt réttu okkur hjálpar- hönd og auðsýndu okkur hluttekn- ir:gu í okkar sáru sorgar reynslu við dauðsfall Björns sonar okkar. Allir virtust vera reiðufbúnir til að gjöra það, sem í þeirra valdi var til þess að söknuður okkar og missir yrði sem léttbærastur. j Sérstaklega viljum við þakka Jóni B. Salomon og Kolbeini Sæmunds- j syni fyrir hjálpsemi þeirra. Einn- ig systkinunum Ingibjörgu og j Magnúsi Helgason. Jón Salomon j tok á móti dauðsfallsfréttinni og j færði okkur hana með lipurð og ! nærgætni og var okkur mjög | hjálplegur alt í gegnum þetta stríð okkar. Magnús Helgason fór fyrir okkur alla leið til Se- atlle og kom með líkinu hingað j og voru þau systkinin hér hjá okk- ! ur þar til jarðarförin var afstað- j in. — Við biðjum góðan guð að j launa öllum alla þá hjálpsemi og ; hluttekningu á þann hátt sem j hverjum einum er fyrir beztu. Sigríður Hallgrímsson, Bjarni Hallgrímsson. Point Roberts, Wash. 2G'. febr. 1922. Borgprstjóri í Detroit. Björn B. Hallgrímsson. pað s orglega slys vildi til að kvöldi sunnudagsins þ. 29. jan- úar síðastl., að ungur íslending- ur, að rafni Björn B. Hallgríms- son, druknaði í Lake Washing- ton, í borginni Seattle, í Wash- ington ríki. Enginn veit með vissu hvernig slysið vildi til, því hann var einn sér, er það skeði. Björn heitinn var kafteinn á vélabát, sem var í förum um vatrið ,og var hann nýlentur þar við bryggju eina þetta kvöld, og hafði gengið frá bátnum og fé- löguim sínum tveimur, sem á hon- vm voru. til að líta eftir flutn- ingsbarða, sem var bar skamt frá og sem hann átti að flytja eitt- hvað næsta morgun. En hann kcm aldrei til baka aftur; í þeirri ferð féll hann á einhvern hátt í vatnið og druknaði. Næsta Ynorg- un sást banka'bók hans fljótandi á vatninu. Var þá farið að leita hans þar nálægt og fann kafari Ifkið á miðvikudagskvöld. þrer*; dogum eftir að slysið vildi til. Björn heitinn var sonur Bjarna Hallgrímssonar, sem nú býr á T’oirt Roberts, Wash., og fyrri konu hans Sigurlaugar. Hann var fæddur að Meðalheimi í Ás - i um í Húnavatnssýslu 27. ágúst. j tS97, og var hann því að eins 1 rúmra 24 ára, er hann dó. Hanr misti móður sína er hann var 3 ára. Með föður sínum fluttist! hann vestur um haf árið 1902. j Tveimur árum síðar kvæntist fað- ir hans seinni konu sinni, Sigríði, í sem tók hann að sér og gekk hon- j um í móður stað. Hjá þeim ólsj hann upp og átti heimili eftir að j hann varð fulltíða maður. Var! Jík hans því flutt til Point Ro-' berts, Wash., og jarðað í graf-! reit þeirrar bygðar þ. 7. febrúar. j Hann var jarðsunginn af séra j Kristni K. Ólafssyni. Jarðarför- j in fór fram frá kirkjunni, sem nú j er nýbygð þar, og var hún afar- í íjölmenn. pó um miðjan vetur! væri, var kistan skreytt mörgum fögrum blómum, er túlkuðu vin- j áttu gefendanna til hans er þar. hvíldi og hluttekring með á»t-! vinunum, sem syrgðu hann. Út- j farar athöfnin fór fram bæði á ís- i lenzku og ensku, því það voru : margir aðrir en fslendingar þar I viðstaddir. Björn heit. var efnilegur mað- ur og framgjarn, glaður í lund og þíður í viðmóti. Föður sínum og stjúpmóður var hann einkar góð- ur sonur. pað var því þungbært reiðarslag fyrir þau fregnin um, að hann væri dáinn; að allar fram- tíðar vonir, sem við hann voru tengdar, væru að engu orðnar, því hann væri burtkallaður í blóma lífsins. En endurminning- in um hann er þeim, og öllum ást- vinum hans, dýrmætur arfur og gleðiefni mitt i sorginni. Guð blessi minningu þessa látna unga manns, og megi friður guðs, sem æðri er öllum skilningi og sem fæst fyrir 'barnslegt trú- artraust á vorum himneska föð- ur, og sem er sá lífsteinn sem einn getur mýkt og grætt sverðstung- ur sorgarinnar, veitast syrgjandi ástvinum þessa ungmennis og græða saknaðssár þeirra. Kolbeinn Sæmundsson. f borginni Detroit, Michigan, er undarlegt ráðhús, en þó marg- falt einkennilegri borgarstjóri. Arthur Brisbone, er minnist á borgarstjórann í tímaritinu New York American, kveðst aldrei á æfi sinni hafa veitt eftirtekt jafn undarlegu ráðhúsi og Detroit hafi til notkunar, og þaðan af síður jafn öldungis ólikum borgarstjóra frá því, sem alment gerisit, og James Couzens, — svo gerólikan hinum algengu borgarstjórum, sem nota sér embættið til að raka saman fé og safna istru. Couzens borgarstjóri er auð- ugur maður, á líklega eitthvað um þrjátíu miljónir, en fjársöfnun hans stendur í engum samböndum við þátttöku í opinberum málum, ' heldur hefir hyggjuvit, ráðvendni j og atorka, komið honum í álnir. I — Couzens borgarstjóri segist I standa í mikilli þakklætis skuld j við þjóðfélag það, er gerði hann 1 . raun og veru meira en efnalega s.jálfstæðan mann, og sú skuld j verði ekki endurgoldin með öðru móti, en opinberri Muttöku í mál- efnum sam'borgaranna. pegar ! um er að ræða veitingar sýslana, j sem borgarstjórinn hefir umráð yfir, hefir aldrei verið tekið nokk- ; urt minsita tillit til pólitiskrar af- stöðu umsækjanda frá því að j Couzens settist við stýrið. “Verð- leikarnir ganga á undan”, virðist j vera kjörorð hans. Couzens borgarstjióri kveðst á engan hátt geta skilið, hvers vegna að stórborg ætti ekki að j geta búið yfir mannúðlegri sál, líkt og viðgengst þegar um ein- ; staklinga er að ræða. pess : vegna hefir hann altaf líknar og mannúðarmálin efst á blaði. Á skrifstofu sinni má hitta Couzens önnum kafinn, daginn út og dag- ihn inn, við mannúðar ráðstafanir í þarfir kvenna, sem átt hafa börn utan hjónabands og standa uppi ráðþrota á krossgötum. Einnig vinnur hann af kappi að mentun j munaðarlausra barna og aðhlynn-' ing kryplinga og farlama fólks. Couzens, er að nokkru leyti j lærisveinn Henry Fords bifreiða- kóngsins heimsfræga. í þjónustu Fords Motor félagsins, grædd'istj honum sitt mikla fé, og þar munu ekki hvað sízt, augu hans hafa j opnast í sambandi við mannúðar- [ málin. Couzens borgarstjóri1 hefir óbilandi traust á þjóðeigna j ívrirkomulaginu og vænti þaðan j roestu umbótanna á sviði mannúð-j armiðlanna. Mr. Couzens held- j ur því fram, að aldrei sé nógu vel! vandað til vals á framkvæmdar- j stjórum stórra fyrirtækja. í slíkar stöður megi aldrei velja j aðra menn en þá, er sannað hafi I með starfsemi .sinni, að. þeir sé j ráðvandir og hagsýnir. Og í j raun og veru sé ekki hægt að gera sér von um hæfa starfsmenn í þarfir hins opinbera, fyr en sem allra flestum meðlimum þjóð- félagsins hafi skilist, afr’ þjón- ustusemi og lipurð í viðskiftum, verði að sitja í fyrirrúmi fyrir söfnun auðæfa. í bókstaflegum skilningi samþj’ðist þessi kenning ekki nema að nokkru leyti lífs- starf Couzens sjálf.s, því eins og þegar hefir verið bent á, var hann orðinn stórauðugur, er hann tók að skifta sér af meðferð opin- herra mála. Hinu má þó eigi gleyma, að starf hans hjá FoTd félaginu, veitti honum óvenju- gott tækifæri á að auðsýna þjón- ustusemi og lipurð í viðskiftum við fjölda fólks. Fyrir eitthvað fimm eða sex ár- um, þegar Mr. Couzens hafði selt alla hluti sína í Ford félaginu á þrjátíu miljónir dala, eða því sem næst, tók hann að gefa sig við bæjarstjórnarmálum og var fyrst kjörinn til umsjónarmanns með vegalagningum og strætahreins- un borgarinnar. par næst varð hann fyrir vali í lögregluráð Detroit bórgar og hækkaði því jafnt og þétt í tigninni, þar til að hann árið 1919 var kosinn í borg- arstjórasætið, en það var auðvit- að mesta virðingarstaða, sem Detroit, eins og allar aðrar borg- ir, hafði og hefir að bjóða. 'Síðustu tólf árin á undan kosningu Couzens til borgar- stjóra, hafði borgin tvöfaldast að víðáttu, eða úr 40 upp í 80 fermíl- ur, en íbúum hafði fjölgað úr hálfri miljón upp í heila. Vöxt- ur og þrif hinna ýmsu menningar og lýðnytja stofnana, höfðu hvorki haldist í hendur við útfærslu borgar takmarkanna, né heldur fjölgun íbúanna. Á því sviði mun hafa verið um beina afturför að ræða. En þegar Couzens tók við völdum, var það hans fyrsta verk, að selja 96 miljón dala virði af veðskuldabréfum borgarinnar, í þeim tilgangi að efla og endur- reisa skólana, koma upp nýjum sjúkrahúsum, stækka og fegra skemtigarðana, endurbæta vatns- leiðsluna og koma upp strætis- brauta kerfi, sem væri almenn- ings eign. Um þær mundir flutti hann sjö- tíu og fimm ræður á þrem vik- um, til þess að vekja hjá fólkinu áhuga fyrir stofnun og starf- rækslu sftrætisbrauta kerfisins og vanst mikið á. Sá spádómur. hans, að innan fimm ára myndi bæjar- stjórni nstarfrækja allar strætis- vagna brautir í Detroit fyrir eig- in reikning, virðist ekki ætla að verða svo fjarri sanni, eins og nú horfir við. Æfisaga Mr. Couzens, er þeg- ar orðin stórmerkileg, og er mað- urinn þó enn tilölulega á bezta aldri. Innan við fertugs aldur dregur hann sig í hlé af sviði stóriðnaðarins og er þá orðinn margfaldur miljónamæringur. En iþátttaka hans í samfdlagsmál- um, væri fullkomið efni í stóra bók. Mr. Couzens er framúrskar- andi hreinskilinn maður, eins og ræður hans bera Ijósast vitni um. Couzens borgaratjóri fæddist í Chatham, Ontario, fyrir tæpum fimtíu árum. Barnaskólanámi varð hann að hætta um hríð, sök- um fátæktar, og tókst sem ung lingur á hendur atvinnu í sápu- j gerðarverksmiðju. Innan skamms ; komst hann svo að sem blaðasölu- j piltur á Erie og Huron járnbraut- I inni gömlu, en gekk seytján ára ' gamall í þjónustu Cemtral Michi- gan brautarinnar, og setti^t að j í borg þeirri, er nú stjórnar hann. j Ekki voru launin í þá daga nema j 40 dalir um mánuðinn. Sex árum : síðar, komst Couzens i kynni við j Alex T. Malcolmson kolakaup- mann, og bauð sá honum hjá sér bókhaldarastöðu fyrir $75.00 | á mánuði, og staðfesti Mr. Couz- j en.s ráð sitt um það leyiti. Fimm árum seinna, að því er Detroit j News skýrir frá, var einkennileg- j ur hugvitsmaður, Henry Ford að nafni, að berjast við að hleypa af stokkunum einskonar ökutæki, sem ekki þyrfti hesta við. peir Alex T. Malcolmson og James Couzens voru með þeim fyrstu að viður- kenna þessa hugmynd Fords, og þegar Ford Motor Company var stofnað árið 1903, var Couzens falin á hendur .framkvæmdar- stjórastaðan, ritara og féhirðis- staðan. Öllu þessu fylgdi feyki- leg ábyrgð, en í aðra hönd voru líka 150,000 dalir um árið. peg- ar þetta skeði var Couzens að- eins rúmlega þrítugur. Ekki nema undir alveg sérstökum kring umstæðum kveðst Couzens vilja taka í þjónustu sína menn, er komnir séu yfir fertugt. Fyrir þessari skoðun sinni gerir hann grein með atviki því, sem hér skal minst á. Um þær mundir, er Couzens hafði á hendi fram- kvæmdarstjórastöðu við Ford Mo- tor Company, kom til hans maður, fimtíu og fimm ára að aldri og beiddist atvinnu. “pú ert of gamall,” sagði Couzens við að- komumann. “Eg of gamall; mér þætti gam- an að vita hvar þú gætir fengið betri starfsmann,” svaraði um- sækjandinn. “Eg á ekki við að þú sért of gamall til þess að vinna, — heldur ertu of gamall til þess að vera að leita þér að atvinnu. Maður á þínum aldri á ekki að vera í atvinnuleit, nema undir al- veg sérstökum kringumstæðum, og í þessu tilfelli virðast mér engar slíkar kringumstæður vera fyrir hendi.” Mr. Couezns segist ekki hafa mikla trú á þeim mön/*- um, sem með utanaðlærðum rósa- máls - ræðum tali .sig inn á hina og þessa aitvinnuveitendur, en séu svo handónýtir við þau störf, er þeir hafi þózt vera vanir við frá blautu barnsbeini. Couzens borgarstjóri hefir aldr- ei verið sér úti um lýðhylli, slíkt telur hann öldungis ólsamboðið manni, er einhverju nýtu Vilji koma til leiðar. Hann er ör á fé í sambandi við mannúðar starf- semi, en gefur ekki út í bláinn, — vill fyrst ganga úr skugga um, að málefnið sé gott og verðskuldi stuðning. Couzens 'borgarstjóri er miklu umburðarlyndari en tíðkast um menn, sem komist hafa jafn vel áfram í lífinu og hann. Honum hefir ávalt verið það ljóst, að á- kúrur ráða ekki fram úr vandræð,- um þeirra, -sem illa er ástatt fyrir, og að þar kemur ekkert ann- að að liði en hjálp, veitt á mann- úðlegan hátt. Hann reiðist sjald- an eða aldrei, nema við letingja, — þeim á hann örðugt með að fyrirgefa. Detroit hafði ekki farið varhluta af ólifnaði, frekar en aðrar stór- borgir. 1 útjöðrunum, “götunum með rauðu ljósin”, eins og kallað var, bjó ógæfusamt fólk, einkum kvenfólk, sem af ýmsum ástæðum gekk á glapstigum. Vakandi með- vitund borgarbúa, komst ein- hverju sinni að þeirri niðurstöðu, að rétt mundi að reka þessi oln- bogabörn þjóðfélagsins út um miðja nótt. Mr. Couzens átti þá . sæti í lögregluráðinu. Hvað tek-1 ur við þessum konum? hugsaði hann með sjálfum sér. Var það mannúðlegt, að láta þær sæta .slíkri meðferð, eftir að þær höfðu verið láitnar óáreittar í mörg ár? Eftir nokkra umhugsun, komst Couzens að þeirri niðurstöðu, að réttast væri fyrir sig að heim- sækja þessa lánleysingja í hverju húsi um sig, og grafast fyrir um ættingja þeirra og fjárhagsástæð-! ur. parna hitti hann margar konur, sem áttu börn, en höfðu enga minstu hugmynd um hvern- ig þau ætti að ala upp og gera úr þeim andlega og líkamlega hrausta menn og hraustar konur. Hann bauðst til þess að sjá börn- unum fyrir uppeldi, svo fremi að mæður þeirra vildu heita sér því, að byrja nýtt og heilnæmara líferni. Allar mannúðarstofnan- ir borgarinnar fékk Couzens í lið með sér, í þeim tilgangi að leysa konur þessar úr ánauð og veita þeim ný viðreisnar tækifæri. Sigursins var ekki langt að bíða, því innan tiltölulega mjög skamms tíma voru “göturnar með rauðu ljósin” úr sögunni, en í hýbýlum hinnar fyrri niðurlægingar bjó fólk, þakklátt yfir fundnu frelsi, með nýjar vonir og nýjan, heil- brigðan lífs-ásetning. Hver krókur og kymi í ráðhús- inu í Detroit, ber það með sér, að við stýrið situr maður, er það lætur ganga á undan öllu, að hjálpa þeim, sem eiga bágt. Maðurinn er Couzens borgar- stjóri, sá er græddi um þrjátíu miljónir dala, meðan hann var langt innan við fertugt. Hann er nú með starfi sínu í þarfir al- mennings, að endurgjalda samfé- laginu auðæfin, sem hann á því að þakka. Glæpir að fara í vöxt í Bandaríkjunum. Vér heyrum mikið talað um, að glæpir séu stórum að fara vax- andi og vér lesum nálega í hverju einasta blaði, sem til vor berst, um . eitthvert hryðjuverkið, sem unnið hefir verið til fjár í þess- um eða hinum staðnum. En því miður er þessi löstur mannfélagsins ekki enn orðinn nógu skýr fyrir sjónum manna; myndin Ijóta, sem þessi hlið mannlífsins sýnir, alt of þoku- kend í hugum manna, enn sem komið er. En til þess að menn gefi þessu gaum eins og vera ber, þarf hún að standa lifandi og ægi- lega fyrir sjónum manna. pótt ótrúlegt virðist, þá eru engar ábyggilegar heimildir til sem sýna hve víðtæk þessi þjóð- lífssýki er orðin hér í Canada. í Bandaríkjunum er þetta dálítið betra, að því er ábyggilegar skýrslur snertir, 'þó þeim sé líka þar sorglega ábótavant. Einn mælikvarðinn, sem maður hefir í þessu efni, er upphæð sú, sem félög þau borga í skaðabæt- ur, sem tryggja fé manna gegn innbrotsþjófnaði. Upphæð sú, sem þau félög borguðu í því sambandi í Bandaríkjunum árið 1916, nam $1,686,195, en árið 1020 var hún komin upp í $10,189,835. Hefir hún því aukist um 543% á fjórum árum. Eftir því sem næst verður komist, þá nam fé og verðmætir muriir, sem stolið var í Banda- ríkjunum árið 1921, $302,799,000, og er þá talið að eins það fé, sem beint var stolið, en þar með ekki taldar allar þær miljónir, sem menn sölsuðu undir sig með svik- um. — Einna ábyggilegus't í þessu efni er skýrsla bankamanna félagsins í Bandairíkjunum um innbrotsþjófnað og rán, þó hún sé hvergi nærri fullkomin, því hún nær að eins yfir stofnanir sambandsins, sem eru 23,632 að tölu, en ekki yfir 9,611, sem eru utan þess. Samt er* sannleikur sá, er þær skýrslur segja frá, eft- irtektaverður. par stendur, að á fjárhagsári fcankanna, sem endaði 31. ágúst, 1921, þá voru 319 innbrotsþjófn- aðir framdir í þeim stofnunum og 136 tilfelli, þar sem farið var að bankastofnunum um bjartan dag og verkafólkinu haldið með vopnum á meðan á ráninu stóð. Bankaþjófnaður í einhverri mynd var framinn á hverjum 19 klukku- stundum og 15 mínútum á árinu. pýfið alt nam $1,224,489, og er það framför frá árinu 1920, því þá nam upphæð sú, sem á þenn- an sama hátt var stolið úr bönk- um í Bandaríkjunum, $1,002,493. Árið 1917, eða þremur árum áður, nam sú upphæð $301,792 Póstmálastjórnin sýnir, að í hennar deild hafi tapast á árinu 1921 peningalbréf og annað verð- mæti, sem nemur $44,446,915. Frá járnbrauta félögum, Ex- press félögum, og eimskipafélög- um hefir verið stolið $106,000,000 á árinu. 1 38 aðal borgum Bandaríkj- anna var 30,046 bifreiðum stolið árið 1920; ef meðalverð þeirra er metið á $500, þá nemur sú upp- hæð $15,023,000. Einni af hverj- um þrjátíu bifreiðum í New York var stolið árið 1920, einni af hverjum tuttugu í Chicago, og einni af hverjum þrjátíu í De- troit og Cleveland. Skýrslur lögreglunnar í New York sýna ekki hvers virði að þýfi það, sem hún komst á snoð-. ir um, nam á síðasta ári. En skýrslur lögreglunnar í Boston sýna, að þýfi það sem hún varð vör við, nam $1,630,009, og sam kvæmt skýrslum lögreglunnar í Washing'ton nam þýfið þar um $1,008,875; Baltimore, $1,347,408 og í Chicago $3,974,324, að sögn lögreglu síðasttaldra borga. í borgum austurrikjanna jafn- aði þetta fé sig upp með $2.11 á hvert nef, það er í Boston, Balti- more og Washington, en að eins $1.47 á mann í Chicago. Ef með- altal þetta er lagt til grundvall- ar fyrir áætlun um þjófnað á meðal fólks þess sem býr í bæj- um, er telja 2,500 íbúa og þar yf- ir, sem er 52% af íbúum þjóðar- innar, og 50c. á mann fyrir hin 48%, sem mun láta mjög nærri sanni, þá nemur tap þjóðarinnar á þessu svæði $138,605,000, sem með því er áður var talið, nemur 302,788,000. Ef til vill er sumt tvítalið í þessum tölum, en áreið- anlega ekki svo mikið, að það sem ótalið er, gjöri ekki meira en vega það upp. Og þessi árlega upphæð eða $302,788,000, er tæplega nógu há til þess framfleyta glæpa- manna hópnum innan vébanda þjóðarinnar. En með þeim tölum, sem að framan eru taldar, er ekki alt það tjón, sem þjóðinni stendur af iþessu liði, talið, þvi alt hið kost: bæra fyrirkomulag sem þjóðin 'beitir til þes.s að verja sig fyrir þessu glæpamannaliði, er enn ó- talið, því skýrslurnar sýna að það kostar að taka hvern mann fastan, sem um glæp er grunað- ur, frá $14.60 í Indianapolis til $90.70 í New York, og $163.00 í Youngstown í Ohio. Rasalsky dómari í N. York, sem um 25 ára skeið hefir að eins j fengist við glæpamannamál, fyrst .sem aðstoðar dóm«mála ráðherra ríkisins og siðar sem dómari í sextán ár, álítur að i New York j séu 30,000 glæpamenn. Nefnd sú, sem annast um glæpamál í | Chicago, segir að í þeirri borg séu 10,000 manna, sem eingöngu leggi glæpamanna iðnað fyrir sig, sem er einn þriðji af einum af hundraði af íbúum borgarinn- ar. Ef maður leggur þessar töl- ur til grundvallar, þá eru 352,- 000 manna sem hafa valið sér glæpaferilinn að atvinnubraut. Nýlega hélt yfirdómari Taft ræðu í New York, þar sem hon- um fórust svo orð: “Framkvæmd- ;r sakamanna laganna í Ameriku eru svívirðilegur blettur á menn- ihgu vorri. Glæpir og svik fara hér mjög í vöxt, og að mun meira en í Evrópulöndunum sökum þess, hve lögum vorum er illa framfyjgt og réttlætinu slælega fullnægt....... Síðan árið 1885 hafa 131,915 morð verið framin í Bandaríkjunum, en 2,286 menn verið teknir af lífi. Árið 1885 voru 1,808 morð framin; árið 1904 var sú tala komin upp í 8,482. Árið 1885 voru 108 manns teknir af líf i sambandi við þá glæpi; en árið 1904 voru þeir 116, sem af lífi voru teknir fyrir þann sama glæp.” í grein, sem vér höfum nýlega lesið og höfð hefir verið til hlið- sjónar við það sem hér er sagt, er gjörður sarnanburður á Cap- ada og Bandaríkjunum að því er til manndrápa kemur. Er þar tekið fram, að ef Canadaþjóðin væri eins langt komin á þessum glæpastig eins og Bandaríkin, þá hefðu átt að vera 460 morð fram- in í Canada árið 1913. í staðinn fyrir það hefðu þau að eins ver- Copenhagen Vér ábyrgj- umst það að, vera algjörlega I hreint, og það bezta tóbak í heimi. c?F|nhagP SNUFF f Ljúffengt og endingar gott, af því það er búið til úr safa miklu en mi!du tóbakslaufi. MUNNTOBAK ið 55. Mennirnir, sem þau fram- kvæmdu, hefðu náðst; 23 af þeim fundnir sekir, dæmdir til dauða og dóminum fullnægt; 5 voru sendir á vitskertrahæli og tutt- ugu og sjö fríkendir. EKKI í DEIGLUNA. Sitjum enn við Urðar Unn, Ýmis- rennum teig af -Brunn. Sunnræn menning, senn mun þunn ! scm nú brennum fórnunum. Norræn sólin, heið og há, hárið gula, augun blá, ennið hvelfda, hreint að sjá, hreysti Grettis, frægðar þrá — [ Braga mæra hörpu hljóm, hreina, skæra, þýða róm, nálið tæra mjúkt við góm— metum ærinn helgidóm. fslenzkur alt arfur það, er það betra uppdeiglað? Eigum ekki, eða hvað, í hann halda rétt i stað? Ei á menning áframhald, cnn ef stöðugt vegum Bald illur Loki eignast vald, cyðilegging flónsku-gjald. pann arf verndum öld af öld alstaðar hvar reisum tjöld. Veig- þá -Gunnlaðar veita höld. vel mun Alfaðir, dag og kvöld. Sitjum, menn, við Urðar Unn og þar brennum fórnunum. Norræn kenning, þegi þunn, þyngst mun enn á metunum. G. W. Péterson. tlr pingeyjarsýsln. pá er nú árið að itarna á förum. j Veturinn hefir verið góður, það sem af honum er og haustið sömu- leiðis. En sumarið var afar ilt. Ofan á ótíðina, kuldana, illviðr- in, hríðarnar og hráslagan bætt- j ist flensan og gerði vikuverkafall á bæjunum. Bágt er til þess að vita, svo margir sem læknarir eru, að eigi skuli vera reynt að stemma stigu fyrir þeim vogesti. Hún kom af Siglufirði til Húsa- víkur og til Siglufjarðar að lík- indum frá Reykjavík, með Sir- usi. Veikin var lífsháskapest og er naumast hægt með orðum að lýsa þeim vanda, sem af henni ; stafar á bjargræðistíma, fyrst og | fremst verkatjón og þar að auki heilsuspjöll. Svo vildi til, að veikin kom til mín — á mitt heim- ; ili — þegar tíðarfarið var hið I versta. pess vdgna var tiltölu- lega þolandi að liggja inni. Veik- in gerði vikuverkfall í mínum bæ. En þar að auki lamaði hún fólk mitt um lengri tíma. Læknarn- ir segja, að ekki sé annar vandi á ferðum, þegar þessi pest kemur á bæ, en að liggja; fara varlega með sig. pað er gott ráð að vísu. En hvernig á að heyja, bjarga sér, lifa á sumri, sem landfarsótt her- tekur, — leggur undir sig að all- miklu leyti. Embættismennirn- ir virðast vera ókunnugir þeirri nauðsyn bóndans að vinna alla daga og þó .sérstaklega um slátt- inn. Óhætt er að segja, að veiki þessi olli stórtjóni, á hverjum bæ, jafnvel mörg hundruð' króna tapi. Um það er ekki að tala, ef hún væri svo gerð, að ómögulegt væri að verjast henni. En svo sem kunnugt er, var alls engin tilraun gerð til að stöðva veikina eða að halda henni í skefjum. T. d. um skeytingarleysi læknastéttar- vorrar í þessum efnum er það, að engin leiðbeining sást frá þeim um smittunarhættu hennar, hvernig sú hætta væri, eða væri ekki. Til mín kom pestin fyrir þá sök, að maður af mínu heimili hugði vera óhætt að koma á bæ, sem svo var á vegi staddur, að i honum bar ekki á veikinni (bænum) á þriðja degi frá kaupstaðarferð bóndans þar, en veikin var í kaupstaðnum. Sama kvöldið lagðist bóndinn og þarna var þá veikindaeldurinn fal- inn, sem til mín barst. En eg ætlaði, að verja mitt heimili. Ef læknarnir hefðu kunngjört hætt- una þá, að óhætt væri í fyrsta lagi eftir fulla þrjá sólarhringa að koma til manns, sem farið hefi á veikindasvæðið, þá mundi eg hafa sloppið með mitt fólk. Sum- ir bæir vörðu sig, þeir sem þó voru nærri þjóðbraut, með því að beita varkárni. Eg get ekki lát- ið vera að álasa læknastétt vorri fyrir slælega framgöngu í þessu efni — afskiftaleysi þeirra um það, að veikin færi um alt land, og skeytingarleysi um hitt, að leiðbeina almenningi svo, að hann gæti heldur varið sig f-yrir þessu meinvættisflagði. —Dagur. Sú fregn <flaug hér um fyrir nokkru að kappát á lummum og kókó hefði orðið tveimur mönnum að aldurtila í Skagafirði nýlega og birti íslendingur fréttina. Eft- ir því sem Dagur veit sannast er það mishermi að kappát hafi orð- ið mönnunum að bana. Hitt er satt að tveir menn dóu þar um líkt leyti báðir úr lungnabólgu. Annar maðurinn átti heima í Hofs ós en hinn á Bakka í Viðvíkur- sveit og hafði hann dvalið hjá hinum, fyrnefnda við fiskaróðra en^ fór heim til sin og lagðist þegar veikur og dó. Jarðarför Péturs Jónssonar ráðherra fer fram á Skútustöðum við Mývatn. Verður líkið flutt norður að líkindum með Goðafossi. Samband íslenzkra Samvinnufé- laga kostar og annast um útför formanns síns. mmmm * I -k LÖGBERG Eina blaðið í landinu, sem ekki hefir hœkkað í verði. Œtti það ekki að vera næg ástæða til að afla því vinsælda og fjölga kaupendum, fyrir utan að vera lang^tærsta ísl. blaðið sem gefið er út vestan hafs og austan. KOSTAR AÐEINS $2.00 Gerist kaupandi að því blaði serrí ekki aðeins flytur mestar og bezt- ar fréttir og fróðlegar greinir held- ur erogrýmilegt í viðskiftum. The Columbia Press, Ltd. útgefendur “ Lögbergs " P. O. Box 3172 WlNNIPEG Talsimi: N-6327

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.