Lögberg - 13.03.1924, Side 3
t
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 13. MARZ 1924.
Bls. 9
SOLSKIN
Fyrir börn og unglinga
§MSll§]SjíE]Elí§lS,Arir«]SlS]E]M.Xlí ? *'í; x x SI
clXiXXiXiXXXXXXXXglLXXígÍglglgMglíMllHlígllgllg]^
ggjjgjgjgpXXXiXXlXiíKlXX^
txxiíx MgmwxiM!1
Sönn vinátta.
Tveir unglingar, að nafni Antonio og Roger,
annar Spánverji, hinn frakkneskur, voru einu sinni
herteknir af víkingi nokkrum frá Algier. Hann seldi
iþá báða í iþrældóm; en þeir voru svo lánsamir í ó-
láni sínu, að sami maðurinn keypti þá, og þessi Ihús-
bóndi þeirra hafði þá til að leggja veg yfir sjóar-
hamra. peir gátu nú talað saman um vini sína og
vandamenn, um sjóarstrendur sinnar fjarlægu fóst-
urjarðar, iþar sem hinn sami sjór gjálfraði að sandi,
og hér freyddi við fætur þeirra, og um þá frelsisvon
sem alt af hreifði .sér í hjörtum þeirra. Þeir lögðu
því bráðum fullkomna vináttu hvor við annan. Eir.-
Ihvern dag, þegar þeir, sem oftar voru í samvinnu
við sjóarströndina, sá Antonio skip á siglingu, sem
honum virtist nálgast land. Þá sagði hann við Roger;
“parna kemur ef til vill sá, sem frelsar okikur’. Rog-
er vissi ekki hvað hann átti við; en Antonio skaut
að honum þessum orðum: “Eg á við skipið, eg á við
skipið, isem þarna er úti; en láttu ekki þrælavörðinn
komast að því, að við höfum séð það. Þegar iþað er
komið nær landi, fleygjum við okkur í sjóinn, og
syndum út í það”. En Roger gat eldci vel tekið þátt
í þessari gleði, af því að hann var ekki syndur. Þó
félst Antonio ekki hugur, heldur sagði hann við vin
sinn: “Þegar þar að kemur, þá haltu fast í belti mitt
eg er sterkur og syndur einis og selur”. Roger varð
nú mjög áhyggjufullur, því að feginn vildi hann
komast aftur til fósturjarðar sinnar og sjá foreldra
sína, en að hinu leyti hrylti hann við, að hugsa til
lífsihættu þeirrar, sem vinur hans þannig legði sig í
Loksins kom iskipið nærri landi; þá sagði Antonio í
hálfum hljóðum: “Nú er sá rétti tími; fleygjum okk-
ur nú í isjóinn”; en Roger vildi það ekki, og sagði
grátandi: “Eg má ekki tefjg. þig á sundinu”. En
Antonio lést ekki heyra það, heldur þreif utan um
vin sinn, stöikk með hann í fanginu í sjóinn, og svam
af alefli. pað vildi svo heppilega til, að það leið
ekki á löngu, áður en þeir sáust af iskipinu, og var
þá greiddur út skipsbátur, til að Ibjarga þeim. pað
voru líka síðustu forvöð, því þegar Roger fann, að
vinur hans var orðinn upgefinn, vildi hann ekki vera
honum lengur til byrðarauka; slepti því belti hans \
sökk. En Antonio neytti allra krafta sinna, til
að ná honum ag draga hann upp aftur. í sama vet-
fangi bar þar að skipsbátinn, isem bjargaði þeim báð-
UIn, og ivoru þeir þá að iffam komnir. Fyrir tilraunir
skipverja lifnaði Roger bráðum við aftur; en hann
varð bæði hræddur og hryggur, þegar hann sá vin
sinn liggja, sem dauður væri, til fóta sinna. Kvein-
andi fleygði hann sér ofan yfir hann, og reyndi til
að lifga hann með alls konar blíðubrögðum, og mik-
iH varð fögnuður hans, þegar hann sá, að vinur
hans fór aftur að draga að sér andann. Vegna góðr-
ar aðhlynningar, sem þeir fengu á skipinu, náðu þeir
,sér bráðum aftur, og éftir fáa daga tóku þeir höfn í
Frakklandi, og skildu iþessir vinir aldrei síðan.
Móðirin og barnið.
Læknir nokkur kom einu sinni að vitja barns,
sem lá veikt. “Er þér enn þá illt í kverkunum, barnið
mitt?” sagði læknirinn. “Nei” svaraði barnið ”eg finn
ekkert til”.' “Hvað þá”? mælti 'móðir þess; “þú varst
áðan að kvarta um í kverkunum; hvensvegna segir
þú ekki satt”? Þá fór barnið að gráta og sagði: “Ef
eg segði það, þá þarf eg að taka inn lyfin, sem eru
svo ill á bragðið”. “En ef þú vilt ekki taka inn”, sagði
læknirinn, “þá batnar þér ekki’. þá grét barnið há-
stöfum og sagði: “Eg vil heldur að mér sé illt, en að
þurfa að taka inn bragðillu lyfin”. Móðirin varð þá
byrst og mælti: “En ihvort sem heldur er mátt þú ekki
skrökva; því {það er ljótt, og þú ættir æfinlega að
segja satt; mundu eftir því.”
Nokkrum dögum síðar kom frú nokkur til for-
eldra barnsins, og tóku þau móti henni *með báðum
höndum. Barninu var nú batnað og var það að leika
sér á gólfinu. Aðkomna konan fór að láta að barninu,
og sagði: “pykir þér vænt um mig barnið gott”?
“Nei”. sagði barnið. “Hversvegna”? spurði frúin. “Af
því þú ert svo ljót og svo heimsk”, svaraði barnið.
Frúin hló og mælti: “Af hverju veistu, að eg er svo
heimsk”? “Hún mamma hefir isagt það”, svaraði
barnið. þá sagði móðirin: “Hvaða ósannindi ferðu
með, hermskinginn iþinn”? “pað eru ekki ósannindi”,
mælti 'barnið. “Manstu ekki mamma! hvað þú sagðir
um daginn, þegar frúin var búin að drekka héma
kaffið, og hún var kcmin í burtu? pú sagðir: “Ham-
ingjunni sé lof, að eg losaðist við þessa heimsku
kerlingu”. Óðar en barnið sleppti orðinu, rauk frú-
in út úr dyrunum í mestu bræði; og móðirin, sem
reiddist líka, tók vönd, og fór að flengja barnið fyrir
hað að það hlýddi þeirri á'minningu, sem íhún fyrir
skemstu hafði gefið því.
Þessi frásaga sýnir, hve varkárir menn verða
að vera í tali sínu, þegar börn heyra til, og að menn
yfir höfuð eiga að varast, að tala illa um aðra.
Kirkjueigandinn og presturinn.
Hinn nafnfrægi Jóhann Porst, sem var prestur
í Berlínarborg, þegar ihann dó 1728, var óbreyttur
óndason, og foreldrum Ihans kom ekki til hugar, að
s®tja hann til bókar; þó langaði hann á unga aldri
1 að verða prestur, og hve nær sem hann gat hönd-
UTr> undir komist, lá hann í ibókum. Einn góðan veð-
og þegar hann var úti.í haga að gæta búsmala
pre * holí’ ein^ hann var vanur, bar þar að
þem nolcl<urn’ sem þet 'Degen. Hann ikom auga á
hitllan ^na pllt’ 0g gehlc til hans, spurði hann u'm
fanst°g íetta’ og etns nr þarnalær(iómsbókinni og
því að i>]lkÍð Um skilning íhans °2 kunnáttu, og með
mót ieha.nn einni? hafði góðlegt og vingjarnlegt við-
síðar ko prestinum serle^a vel á hann. Skömmu
foreldr-, ^ presturinn aftur t!1 bæjarins, og fann
góðn „íH-anS að máli’ og ^alaði við þá ™ hinar
Deo-or, +-.U^UgjafÍr Piltsins> varð það út úr, að
tóL in , hann heim t!1 sín’ og let hann isera, og
ann þar miklum framförum á stuttum tíma, og
Rori- Varð 1101111 Prestur í Malkau, skamt frá
i mar jorg, 0g fékk ihann þar ærið að istarfa, því að
UjJnqstu^iA. gaui nuts imuujjpqi uugisi Jfnn[
söfnuðurinn var mjög fáfróður og spiltur. Porst
lagði nú mestu alúð á, að uppfræða bæði unga og
gamla, ekki einungis í kirkjunni og skólanum, held-
ur einnig heima hjá sér, og með ihúsvitjunum. í þessu
verki hafði Ihann mikinn istuðning af kirkjueigend-
anum, því að þessi herramaður lét sér mjög ant um,
að allir isínir undirgefnir tækju framförum í ment-
un og guðsótta. Einkanlega lét hann hemilisfólk sitt
sækja vel kirkju, og vildi að eins ihinir eldri, sem
hinir yngri tækju þátt í barnaspurningum prestsins.
í fyrstunni gekk þetta ekki greitt, því að menn drógu
sig í hlé af einhverri rangri feimni, eins og því mið-
ur víð viðgengst enn. Þegar presturinn talaði um
þetta við herramanninn, svaraði hann; “í næsta sinn
skuluð þér ispyrja mig, eins og aðra, og þá skulu'm
við sjá, hvernig fer”. pessu ráði fylgdi presturinn, og
upp frá því þótti engum minkun að því, að gjöra grein
fyrir trú sinni.
Sagan af Lineik og Laufey,
í fyrndinni réðu kóngur og drotning fyrir vold-
ugu og viðlendu ríki. Ekki er getið um nöfn þeirra,
en frá ihinu er sagt, að þau áttu tvö börn, son og dótt-
ur, Ibæði frumvaxta, þegar saga þessi gerist. Hét
kóngssonurinn Sigurður, en dóttirin Líneik, voru þau
bæði vel að isér bæði til munns 6g handa; isvo varta
fundust þeirra líkar, þó víða væri leitað. Þau unnust
svo heitt, að hvorugt mátti af öðru sjá, og lét kóng-
ur ibyggja þeim skemmu eina mjög vandaða og vel
gjörða og fékk þeim þjónustufólk eftir þörfum. Liðu
svo fram tímar, að ekkert bar til tíðinda, þar til að
því kemur, að drotning tekur sótt mikla. Lætur hún
þá kalla kóng á sinn fund og segir honum ætlun sína,
að þessi sótt muni leiða sig til bana. “Eru það tvær
bænir, sem eg vil biðja þig”, segir drotni^ “áður en
eg dey, og vona eg, að þú munir hafa þær ihugfastar;
sú fyrri er, að ef þú leitar þér kvonfangs aftur, þá
leita þú ekki eftir því í smábæjum eða úteyjum, held-
ur í stórborgum eða þjóðlöndum, mun þér það vel
gafast. Hin ibænin er sú, að þú leggir allan hug á að
ala önn fyrir börnum olckar. Grunar mig að þér verði
að þei'm mest gleði allra manna hér eftir.” Þegar
drotning hafði þetta mælt andaðist hún; bar hann
sig mjög aumlega eftir fráfall hennar, og sinti lítið
ríkiisstjórn. Eftir nokkurn tíma var það einn dag, að
hinn æðsti ráðgjafi gekk fyrir kóng, og bar upp þau
vankvæði ilýðsins að rík.isstjórnin færi öll í ólestri, og
hann sinti ekki stjórnarstörfum sökum harms og
trega eftir drotningu sína, og “er hitt konunglegra,”
segir ráðgjafi “að herða upp hugann og hyggja af
.hörmum sínum, en leita þess ráðs, . sem þér væri
sæmd og virðing í.” “Slíkt er allmikið vandamál”,
segir kóngur, “en fyrst þú hefir hér orði á ko'mið, þá
er best að þú fáir virðinguna og vandann af þessu;
vil eg fela þér að leita mér þess' kvonfangs, sem mér
0 sé sæmd í, en það vil eg áskilja, að þú kjósir mér ekki
konu úr smábæjum eða úteyjum”. Er nú ferð ráð-
gjafa þegar búin með hinum mestu .föngum og fögru
föruneyti. Siglir hann svo frá landi, og þegar hann
hefir nokkra stund farið leiðar sinnar, gerir á hann
svo mikla þoku, að hann veit ekkert hvar hann er.
Hrek3t hann í þessum hafvillum heilan mánuð, svo
hann finnur hvergi land, en iþegar hann varir síst
verður fytir ihonu'm land nokkurt, sem hann þekkir
ekki. Hittir hann á góða höfn og setur tjöld á land.
Verða þeir þar engra manna varir og Ihalda þvj að
þetta sé eyðieyja. Þegar menn höfðu tekið á sig náð-
ir, gengur ráðgjafinn einn á land upp; hefir hann
skamt gengið, þegar hann heyrir hljóðfæraslátt, svo
fagran, að hann þykist aldrei ihafa iheyrt því líkan.
Gengur hann nú á hljóðið, þangað til hann kemur í
skógarrjóður eitt; þar sér hann konu sitja á stóli svo
fagra og tígulega", að hann þykist aldrei séð hafa
því líka fegurð; íhún lék svo vel á ihörpu, að unun
var að heyra, en við fótskör hennar sat mær ein'
forkunnar fögur og söng undir. Ráðgjafinn heilsar
konunni mjög kurteislega, en hún stendur upp á
móti houm og tekur kveðju hans mjög blíðlega. Kon-
an spyr ráðgjafann, hvernig á ferðum hans standi,
og Ihverra erindá ihann fari en ráðgjafinn segir
henni hið Ijósasta hvernig istandi á högum kóngs, og
hver erindi sín séu. “pað er þá líkt á ko'mið með mér
og kóngi”, segir konan, “eg var gift einum ágætum
kóngi, sem réð fyrir þessu landi, en víkingar komu
og drápu hann, og lögðu landið undir sig, en eg
flúði á laun nieð mær þessa, og er hún dóttir mín.”
En þegar mærin heyrði þessi orð, ,segir hún:: “Seg-
irðu nú satt”? en konan rak henni löðrung og sagði:
“IMundu hverju þú lofaðir.” Ráðgjafinn spyr kon-
una að heiti, en hún kvaðst heita Blávör, en dóttir
sín sagði hún að héti Laufey. Ráðgjafinn talar nú
nokkra stund við konuna, og finnur hann þá, að
hún var vitur og vel að sér, og hugsar með sé að hann
muni aldrei komast í betra færi með að fá kóngi sín-
um kvonfang en hér. Hefur hann nú bónorðið og bið-
ur Blávarar til handa kóngi; er það auðsótt, og
kveðst hún þegar vera ferðbúin að fara 'með honum;
“iþví eg hefi” segir hún, “alla mína góðgripi með
mér, en föruneyti hirði eg ekki um að hafa nema
Laufey dóttur mína.” Er það ekki að orðlengja, að
Blávör fer með ráðgjafanum til strandar og þær
báðar; lætur hann þegar svifta tjöldum, halda til
skipa og vinda 'upp ,segl í snatri. Er nú þokunni aflétt
og sjá þeir, að þetta er eyðisker eitt lítið með ihömr-
um alt í kring, en þeir gefa því engan gau'm. Rennur
þegar á blásandi byr. pegar þeir hafa siglt í sex
daga, sjá þeir land fyrir stafni, og þekkja að þeir
eru komnir fyrir höfuðborg kóngs síns. Varpa þeir
þegar akkerum og ganga á land. Sendir ráðgjafinn
þá heim til borgarinnar að boða komu sína. Verður
kóngur harla glaður, og býr sig hinum besta tignar-
skrúða sínum, tl þess að taka á móti festarkonu sinni
með fríðu föruneyti. En þeagr hann er kominn á
miðja leið til skipanna, mætir ráðgjafinn honum, og
leiðir sína konuna við hverja hönd sér; voru þær
ibúnar fögrum klæðuvn og hinu mesta skrauti. Þeg-
ar kóngur lítur alt þetta <skraut og ljóma, verður
hann frá sér numinn af gleði; þykist hann himinn
höndum tekið hafa, þegar ihann veit að eldri konan
er honum föstnuð, því að hún var enn álitlegri Fagn-
ar hann ráðgjafnum og þeim mæðgum með hinni
mestu iblíðu, og gáir þess ekki fyrir gleði sakir, að
spyrja, Ihvaðan af landi þær séu. Fylgir hann þeim
til borgarinnar og lætur búa'hin ágætustu herbergi
handa þeim. Er síðan búist við brúðkaupi og boðið
til þess öllu stórmenni, en ekki er þess getið, að
kóngsbörnunum Sigurði og Líneik væri boðið, enda
höfðu þau ekki énn komið á fund Blávarar, en kóngur
sinti þeim lítið, og gáði einkis annars, en að sitja á
talið við drotningarefnið. Fór svo brúðikaupið fram
með hinni mestu prýði og viðhöfn, og þegar það var
á enda, voru allir újdeystir með ágætum gjöfum, en
kóngur settist að ríkjum í náðum. Líða svo fram
nokkrir tímar, að ekki ber til tíðinda; tekur drotning
við ríkisstjórn ása’mt kóngi, og þykir hún þá brátt
öllu spilla. Gerist hún mjög einráð og drotnunar-
gjörn og fer kóngur að isjá að sér muni vera minni
fengur í kvonfanginu, en Ihann hélt í fyrstu. Ekki
skifti drotning sér að þeim systkynum, Sigurði og
Líneiik, enda komu- þau ekki á hennar fund, heldar
héldu til í skemmunni nætur og daga. Ekki mjög
löngu eftir að drotnireg hafði tekið við ríkisstjórn
með manni sínum, verða menn þess varir, að hirð-
menn hverfa einn og einn, og veit enginn hvað af
þeivn verður. Gefur kóngur þessu engann gaum, en
tekur sér nýja hirðmenn; fer svo fram um hríð.
Einhverju sinni kemur drotning að máli við kóng og
segir, að honum muni mál að heimta saman skatta
af ríki sínu. “Mun eg gæta ríkisins, meðan þú ert
burtu,” segir hún. Kóngun varð fár við, en þorði þó
varla annað, en hlýða drotningu sinni. svo var hún
þá orðin ráðrík og ill viðskifta. Býr nú kóngur ferð
sína úr landi á fáeinum skipum, og er mjög dapur í
bragði, en þegar hann er allbúinn, gengur hann í
skemmu barna sinna og heilsar hann þeim, en iþau
taka honum blíðlega. Hann varpar öndinni mæði-
lega og segir: “Ef svo fer að eg komi ekki úr ferð
þessari, þá grunar mig að ykkur muni hér ekki
lengi vært; vil eg svo fyrir mæla, að þið flýið burt
á laun, þegar þið eruð orðin vonlaus um mína aft-
urkomu. Skuluð þið halda í austur, og munuð þið þá
innan skamms koma að fjalli einu háu og bröttu.
pið skuluð reyna að klifra upp á fjallið, og þegar
þið eruð komin yfir það ’mun langur fjörður verða
fyrir ykkur. Við botninn á firðinum,,standa tvö tré,
annað grænt, erí hitt rautt. Trén eru hol innan, og
er svo um búið, að ’loka má aftur, svo engin merki
séu að utan. pið iskuluð fara inn I trén, sitt í ihvort,
og mun þá ekkert geta grandað ykkur.” Eftir það
kveður kóngur börn sín og snýr á burt og er mjög
hryggur. Heldur hann nú til skipa, vindur upp segl,
og siglir úr landi. En þegar hann hefir siglt skamma
stund, lýstur á svo miklu ofviðri, að engu verður við
ráðið; fylgdu þessum stormi eldingar og reiðar-
þrumur, og isvo mikil býsn og undur, að enginn hafði
slíkt séð. Er þar fljótast frá að segja, að öll skipin
brotnuðu í spón og fórst kóngur þar ‘með öllu liði
sínu. pá sömu nótt, sem kóngur týndist, dreymdi
Sigurð kóngsson, að honum þykir faðir sinn koma
alvotur inn í skemmuna, taka kór.ónuna af höfði sér
og leggja hana fyrir fætur sér, og ganga síðan þegj-
andi út aftur. Sigurður segir Líneik drauminn, og
iþykjast þau nú vitq, hvar komið sé; búa þau sig sem
hraðast til burtferðar með gripi sína og klæði, en
engan fylgdarmann taka þau. Síðan halda þau á laun
út úr Iborginni eftir tilvísun föður síns. En þegar
þau eru komin að fjallirtu verður þeim litið aftur;
sjá þau þá hvar stjúpa þeirra ke'mur á eftir þeim
og heldur ófrýnileg í ibragði. Sýnist þein\ hún líkari
trölli en mönnum. iSkógur mikill var undir fjalls-
hlíðinni, sem þau höfðu farið í gegnum, og taka þau
það ráð, að þau kveiktu í skóginum, svo hann stóð í
björtu báli, og kemst Blávör ekki lengra, en að bál-
inu, og skilur þar með þeim. Klifra þau systkin upp
á fjallið, og gengur þeim það næsta erfitt. En þó
fer svo um ferðir þeirra, sem faðir þeirra hafði
sagt fyrir, þau finna trén -og fara sitt í hvort. Var
svo umbúið að þau gátu bæði séð hvort til annas
og talað sa’man sér til skemtunar.
Hversvegra? Af því að. . . Börnin sitja í hring.
Rver spyr þann, sem situr til hægri handar, hvers-
vegna eitthvað sé svo eða svo, en svarar aftur til
vinstri ihandar spurningunni, sem hann hefir verið
spurður að. Þessu er öllu hvíslað. pegar allir hafa
spurt og svarað, segir hver urn sig hverju hann hafi
verið spurður að og hverju honum hafi verið svarað
T. d. Frá vinstri hönd er spurt: Hversvegna ertu áJlt
af á þönum, og því svarað aftur til vinstri; Af iþví
að tíminn er peningar.
Til hægri handár er spurt: Hversvegna þværðu
þér aldrei, og svarað frá hægri hönd: Af því að mig
vantar sápu
Leikurinn getur verið mjög skemtilegur.
HITT OG ÞETTA.
pegar nokkrir tignir menn réðu kjörfursta Jó-
haþni af Saxlandi, verndara og vini Lúters, til að
halda sonu'm sínum minna til Ibóklesturs, en venja
þá meir við riddaralegar^þróttir, mæilti hann: “það
, læfist af sjálfu sér, hvernig menn eiga að hengja
fæutrna yfir um hestinn, hvernig þeir eiga að verja
sig fyrir óvinum og villidýrum, og veiða héra; þetta
kunna ihestadrengir mínir. En hvernig mienn eiga
að lifa guðrækilega og stjórna löndum og lýði
kristilega og löglega, það þurfum við, synir mínir og
eg, að læra af lærðum og ráðvöndum mönnum, sem
geta talað við okkur um stjórn og stórmerki drottins
og vísað okkur á góðar og fróðlegar bækur.”
Loðvík tólfti, sem vegna mildi sinnar var kall-
aður þjóðarináar faðir, kom til ríkis á Frakklandi
1498. Hann ihafði búið til iskrá með nöfmftn allra
þeirra, sen; höfðu oifsótt bann, meðan formaður
ihans, Karl hinn éttundi, sat að ríkjum, og engu'm
kom til hugar, að ihann mundi verða konungur.
Hann hafði sett kross við nöfn sinna verstu mót-
stöðumanna. petta fengu þeir að vita, og bjuggu
sig til að flýja úr landi. En þegar konungur iheyrði
það, kallaði Ihann þá frir sig og mælti: “Hvað ótt-
uðust þér'af minni Ihálfu? Krossinn, sem eg setti
við nöfn yðar, má ekki vera lefndarmerki fyrir
kristna menn, heldur á hann, eins og frelsarans
kross, að vera merki og pantur upp á það, að eg hefi
fyrirgefið yður af hjarta alt, sem þér kunnið að
hafa gjört 'mér á móti.”
—P.P.Smás.
Professional Cards
í
DR. B. J. BRANDSON
216-220 MEDICAL ARTS BLtDG.
Oor. Graham and Kennedy Sts.
Phone: A-1834
Offlce tímar: 2—3
Heimili: 776 Victor St.
Phone: A-7122
Winnipeg, Manitoba
DR. 0. BJORNSON
216-220 MEDICAIi ARTS BLDG.
Cor. Graham and Kennedy Sts.
Phone: A-1834
Office tlmar: 2—3
Heimili: 764 Victor St.
Plione: A-7586
Winnipeg, Manitoba
DR. B. H. OLSON
216-220 MEDICAL ARTS BLDG.
Cor. Graham and Kennedy Sta.
Phone: A-1834
Oflfice Hours: 3 to 5
Hehnili: 723 Alverstone St.
Winnlpeg. Manitoha
DR J. STEFANSSON
216-220 MEDICAL ARTS BLDG.
Cor. Graliam and Kennedy Sts.
Stundar augna, eyrna, nef og
kverka sjúkdðma.—Er aC hitta
kl. 10-12 f.h. og 2-5 e.h.
Talsími: A-1834. Heimili:
373 River Ave. Tals. F-2691.
DR. B. M. HALLDORSSON
401 Boyd Buiiding
Oor. Portage Ave. og Edmonton
Stundar sérstaklega berklasýki
og aSra lungnasjúkdóma. Er að
finna á skrifstofunní kl. 11—12
f.h. og 2—4 e.h. Sfmi: A-3521.
Heimili: 46 Alloway Ave. Tal-
sími: B-3158.
DR. A. BLONDAL
818 Somerset Bldg.
Stundar sérstaklega kvenna tg
barna sjúkdóma.’
Er að hitta frá kl. 10—12 f. h.
3 til 5 e. h.
Office Phone N-6410
Heimili 806 Victor Str.
Sími A 8180.
THOMAS H. JOHNSON
og
H. A. BERGMANN
ísl. lögfræðingar
Skrifstofa: Room 811 McAitfaor
Building, Portage Ave. >
P. O. Box 1656
Phones: A-6849 og A-6846
W. J. LINDAJL, J. H. LINDAL
B. STEFANSSON
Islenzkir lögfræðtngar
3 Home Investment Building
468 Mairi Street. Tais.: A 4968
'}elr hafa einnig skrifstofur aC
Lundar, Riverton, Gimll og Piney
og eru þar af hitta á eftirfylgj-
andi tlmutn:
Lundar: annan hvern miBvikudas
Riverton: Fyrsta fimtudag.
Gimllá Eyrsta miBvikudag
Plney: þriSja föstudag
1 hverjum mánuíSi
DR. Kr. J. AUSTMANN
848 Somerset Blk.
Viðtalstími 7—8 e. h-
Heimili 469 Simooe,
Office A-2737. res. B-7288-
DIL J. OLSON
Taimlæknir
216-220 MEDICAL ARTS BLDG.
Cor. Graham and Kennedy Sts.
Talsími A 8521
Heimili: Tals. Sh. 3217
J. G. SNÆDAL
TannJæknir
614 Somerset Block /
Cor. Portage Ave. og Donald St.
Talsími: A-8889
Vér leggjum sérstaka áherzlu á. að
selja meðul eftir forskriítum lækna.
Hin beztu lyf, sem hacgt er að fá eru
notuð eingöngu. . pegar þér komið
með forskrliftimi til vor inegið þjer
vera viss um að fá rétt það sem lækn-
irhm tekur til.
COLCLELGH & CO.,
Notre Dame and Sherbrooke
Phones: N-7659—7650
Glftingaleyfisbréf seld
Munið Símanúmerið A 6483
og pantiB meðöl ySar hjá oss. —
SendiB pantanir samstundis. Vér
afgreiBum íorskriftir með sam-
vizkusemi og vörugæBi eru ðyggj-
andi, enda höfum vér magrra ára
lærdðmsrika reynslu aB baki. —
Allar tegundir lyfja, vindlar, Is-
rjðmi, sætindi, ritföng. tðbak o. fl.
McBURNEY’S Drug Store
Cor Arlington og Notre Dame Ave
J. J. SWANSON & CO.
Verzla með fasteignir. Sjá
um leigu á húsum. Annast
lán, eldsábyrgð o. fl.
808 Paris Bldg.
Phones. A-6349—A-6310
Giftinga og II,
Jarðarfara- D,om
með litlum fyrirvara
Birch blómsali
616 Portage Ave. Tals. B7Z0
ST IOHN 2 RING 3
ARNI ANDERSON
ísl. lögmaður
í félagi við E. P. Garland
Skrifst.: 801 Electric Rail-
way Ghambers
Talsíml: A-2197
A. G. EGGERTSSON LL.B
ísl. lögfræð'ngur
Hefir rétt til að flytja mál
bæði í Man. og Sask.
Skrifstofa: Wynyard, Sask.
A. 8. BardaS
843 -Sherbrooke St.
Selui likkistui og annast um útfarír.
AUur útbúnaður sá bezti. Ennfrem-
ur sclur hann alskonar minnisvarða
og legsteina.
Skrlíst. talntoU N
HelmiUa talHÍml N 6307
EINA ÍSLENZKA
Bifreiða-aðgerðarstöðin
í Jmrginni
Hér þarf ekki a'B blBa von úr vltl.
viti. Vinna öll ábyrgst og leyst af
hendi fljðtt og vel.
J. A. Jóhannssön.
644 Bnrnell Street
F. B-8164. A8 baki Sarg. Fire Hal
Dr. AMELIA J. AXFORD
Ohiropractor
516 Avenue Blk., Winnipeg
Phone: Office: N-8487
House: B-3465
Hours: 11-12, 2-6
Consultation free.
ralsímar:
Skrlfstofa:
Heimill: ...
N-6225
A-7996
HALLDÓR SIGURDSSON
General Contractor
808 Great West. Perm. Loan
Bldg. 356 Main St.
JOSEPH TAVLOR
LÖGTAKSMAÐUR
HeimiUstals.: St. John 1844
Skrlfstofn-Tals.: A 6557
Tekur lögtakl bæBl hllaalet*u*kul4%
véðakuldir, vtxlaskuldlr. AfgreiSir »1
sem aB löyum 1/tur.
Skrilstofa 255 Matn Streee
Verkstofu Tftls.: Holma Tais.:
A-8383 A-9384
G. L. STEPHENSON
Plumber
AUskonar rafmagnsáhöld, svo se*n
straujárn víra, aUar tegnndir af
Clösum og aflvaka (batteries)
Verkstofa: 676 Home St.
I sambandi við viðarsölumína
veiti eg daglcga viðtöku pöntun-
umfyrir DRUMHELLER KOL,
þá allra beztu tegund, sem til
er á markaðnum.
S. Olaísson,
Sími: N7152 619 Agnes Street