Lögberg - 13.03.1924, Side 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 13. MARZ 1924.
Eg held því sem
eg hef
En þegar eg kveð <þenna hei’m, lávarður minn,
fer konan mín með mér.”
Hann hreyfði varirnar og svörtu augun í hon-
um urðu Ihvöss, en hann sagði ékkert.
“Ef mig sviði ekki í kinnina eins og mig gerir’*
sagði eg, “gæti eg gert mig lánægðan með að láta þig
lifa—lifa og vera foringja á þessu djöflafleyi, >ang-
að til djöflarnir skæru þig á háls eða þangað til ein-
hver sigursæll Spánverji hengdi þig upp í reiðann;
lifa janvel til þess að komast aftur til Englands
með einhverjum ráðum og bíða berlhöf.ðaður í for-
stofunni hjá Buckingham lávarði. En úr því sakir
standa eins og þær standa skal eg drepa þig nú og
hér. Eg skila þér aftur sverðinu og hér er áskorun
mín til einvígis”.
Eg kastaði glófa mínum niður við fætur hans og
séra Sparrow leysti frá belti sínu sverðið, sem hann
hafði borið síðan daginn, sem eg tók það af eiganda
þess; ihann ýtti því yfir borðið til mín. Skjólstæð-
ingur konungsins hallaði sér aftur á bak í stólnum.
Hún var mjög föl, en á andliti hennar var þóttasvip-
uV og hendur hennar láu hreyfingarlausar í kjöltu
hennar. Lávarðurinn stóð hikandi og horfði á dyrn-
ar með varirnar á milli tannanna.
“Kallið þér herra lávarður”, sagði eg. “Þér er-
uð í hættu. Kallið á vini yðar fyrir utan; þeir geta
ef til vill komið inn nógu snemma. Kallið þér hátt
eins og hermaður og maður, sem ann sæmd sinni!”
Hann rak út úr sér voðalegt blótsyrði, beygði
sig niður og tók upp glófann; svo þreif hann sverð-
ið, sem eg rétti að honum úr heíidi minni.
“Ýttu békknum til, þú þarna!” hrópaði hann til
Diccons. “Hann er fyrir mér.” Svo kallaði hann til
mín með rödd, sem var þrungin af reiði. “Komdu nú!
Hér en enginn landsstjóri til að skifta sér að þessu.
1 iþetta iskifti skal dauðinn varpa merkisstönginni til
jarðar.”
“Hann mun gera það” mælti presturinn i hálf-
um hljóðum.
Fyrir utan heyrðist fótatraðk og háreysti. Á
næsta augnabliki var húrðinni hrundið upp og
fantalegt rautt andlit gægðist inn um gættina.
“Skip”, grenjaði andlitið og hvarf svo aftur. Há>
reystin fór vaxandi; það var hrópað á kaftein og
stýrimann og fleiri ræningjar komu að dyrunum að
leita að Kirby, og það var ekki um neitt annað að
velja, en að fara með þeim undir eins.
‘pangað til þetta ónæði er liðið hjá,” mælti eg
bneigði mig fyrir honum; “ ekki lengur.”
“Vertu viss um,” svaraði hann, “að eg mun
varla geta beðið fyrir óþreyju.”
pegar við komum upp á háþiljurnar sáum við
að þokunni, sem hafði Iegið eins og mökkur yfir okk-
ur, var létt af og heitir sólargeislarnir streymdu
niður á bláan ókyrran sjóinn. Nokkrar mílur burt
á bakborða var lág og löng sendin strönd, sem var
mjallahvit eins og brimið, sem gnauðaði við hana,
* og fyrir ofan hana var Ijósgrænn skógurinn.
“petta er Florida”, sagði Paradís, sem stóð við
hliðina á mér, “og það er nóg af rifjuvn og grynn-
ingum milli okkar. Það var Kirbys heppni að þok-
unni létti upp núna. Skipið þarna er ekki eins hepp-
ið.”
Skipið var á milli okkar og hvítu strandarinn-
ar; og það var auðséð að það var á hættulegum
stað og innan um grynmingar. Það hafði lent í of-
viðri eins og við og laskast nokkuð. Framsiglan og
bugspjótið voru brotin og nokkuð af framstafninum
með. pað lá djúpt í sjónum, hlerarnir á hliðunum
voru aðeins fáa þumlunga fyrir ofan sjó. Flestum
fallbyssunu’m hafði verið varpað fyrir borð, þótt
við vissum það ekki þá, til þess að létta skipið. Þótt
skipið væri svona bilað voru öll segl höfð uppi, sem
unt var að hafa uppi, og skipð var að reyna að kom-
ast út á rúmsjó úr hættunni, sem það var í.
‘Við getum siglt þar sem þeir hafa siglt,” hróp-
aði rödd niðri á miðþiljunum. “Hér er auðfengin
bráð! Og í þetta sinn gefum við engum grið!” Hin-
ir tóku undir með vonskulegum róm, sevn boðaði
ekki neitt gott fyrir skipverjana á hinu skipinu, né
heldur suma á okkar skipi.
“Drottinn hjálpi öllum, sem í nauðum eru
staddir í dag!” sagði presturinn lágt, og svo bætti
hann við í hærri og vonbetri róm. “Það er ekki líkt
spánversku skipi; það er ef til vill ræningjaskip.”
“pað er enskt kaupskip,” sagði Paradís. “Líttu
á fánann. Líklega félagsskip á leið til Virginiu, fult
a£ þjónum, fátækum herramönnum, föngum, börn-
um, sem eiga að verða iðnnemar, kaupahéðnum,
frönskum vínyrkjumönnum, ítölskum glergerðar-
mönnum og héraðshöfðingjum, sem eru að fara heim
aftur með konur sínar, börn og vinnufólk. Eg sigldi
einu sinni til Virginíu sjálfur, kafteinn”.
Eg svaraði engu. Eg sá krossana tvo á fánanum
og eg þóttist viss um, að merkið fyrir neðan þá væri
merki félagsins. Skipið leit út fyrir að vera tvö
hundruð smálesta skip, og það var tilsýndar mjög
Mkt skipinu “George”, sem við könnuðu’mst vel við í
Jamestown. Sparrow tók til máls í minn stað.
“Enskt skip!” hrópaði hann í einfeldni hjarta
síns. Þá erum við óhultir fyrir því. Við gætum má-
ske talað við þá og Iátið þá vita, að- við séum líka
enskir!” Hann horfði á mig spyrjandi.
“Hver veit nema að þér verði leyft að fara yfir
til skipsins á bát,” ‘mælti Paradís háðslega; “en eg
er samt hræddur um að það verði ekki séra Sparrow.”
“pað verða aðrir sendiboðar, sem þeir senda,
sagði Diccon lágt. “Þeir eru að taka ofan af fall-
byssunum.”
Allir þessir fantar, nema einn voru enskir; þeir
vissu allir að lamaða skipið var enskt kaupskip hlað-
ið með friðsömu fólki, en það hafði ekki hin minstu
áhrif á fyrirætlanir þeirra. peir gerðu mikinn há-
vaða, hrópuðu, bölvuðu og hlóu þjösnalega; þeir
glömruðu í bysspmum, sveðjum og spótum, se*m var
útbýtt meðal þeirra, en það heyrðist ekki ein ein-
asta rödd, sem mótmælti morðunum, sem þeir ætl-
uðu að fremja. Eg tók augun af skipinu dauðadæmda
þar sem nú var ótti og uppná’m á hæsta stigi, og varð
litið á hópinn fyrir neðan mig; og eg vissi, að það
væri jafn árangurslaust að biðja þá um miskun og
hungraða úlfa.
Maðurinn, sem stóð við stýrið fyrir aftan mig,
hafði ekki beðið eftir skipunum, heldur stýrði á
skipið, sem við vorum óðum að færast nær. Framund-
an okkur á bákborða var dálítill blettur Ijósgrænni en
landið og hrnnm megin við hann var straumkast í
sjónu’m. Nokkrar raddir hrópuðu til stýrimannsins að
hann skyldi vara sig. Hann var náunginn, sem hafði
verið klæddur í kvenkápuna og sem eg 'hafði sært á
eyjunni. Hann hafði verið hafnsögumaður Kirbys frá
Maracaibo til Fort Garolie. Hann svaraði með óskap-
legum formælingum: “pað er nógu djúpt hér og nógu
djúpt hinum megin. Eg hefir siglt hér áður, og eg skal
koma ykkur óhultum fram hjá rifinu jafnvel þÓ^ við
þyrftunxað fara um sjálf vítisgöng!”
porpararnir, se?m heyrðu til hans tóku undir með
fagnaðarópi og hugsuðu svo ekki meira um rifið, sem
lá framundan þeim. Þeir höfðu fyrir löngu farið gegn
um vítisgögin, til þess að ná í bráðina, sem hinum
megin var. Eg vissi, að það var gagnslaust að tala
til þeirra, en gerði það samt.
“Skipið er enskt,” hrópaði eg. “Við skulum
berjast við Spánverja, meðan fáni þeirra blaktir í
Vestur-Indíum; en við verðum að láta samlanda
okkar fara í friði.”
Hrópin og blótsyrðin hættu og það mátti heyra
vindinn þjóta í reiðanum, öldurnar skvaldra við
Ihliðar skipsins og brimhljóðið á ströndinni. Upp-
námið á skipinu heyrðist greinilega, raddir, sem
gripu hver fram í fyrir annari og angistarhljóð
kvenmanns.
Ofurlítið hik kom á suma ræningjana eitt
augnablik, en það hvarf aftur og flestir þerra höfðu
ekk sýnt nein merki þess. Þeir föru að ryðjast aftur
að háþiljunum bölvandi og hótandi, óðir af reiði,
svo að auðséð var að þeir myndu ekki óttast sverð
■mitt, sveðju prestsins og spjót Diccons. einn, sem
þóttist vera nokkuð fyndinn sagði eitthvað um það,
hvernig Kihby hefði verið vanur að haga sér, og
tveir eða þrír hlóu að því.
“Eg er orðinn þreyttur af því að leika Kirby,”
mælti eg. Eg er enskur maður og eg skýt ekki á
enskt skip.”
Um leið og eg sleppti orðunuirí leiftruðu eld-
blossar og skotdrunur kváðu við úr framstafninuru
á skipi okkar. Þeir, siem voru við byssurnar höfðu
haldið áfram við sitt verk og þar sem þeir voru nú
komnir í skotfæri við kaupskipið hleyptu þeir af
þremur s’máum fallbyssum, sem voru í framstafni
skipsins í einu. Kúlurnar hittu reiðann á kaupskip-
inu og fáninn iá því fór niður. Ræningjarnir ráku
upp óp, sem tekið var undir með angistarópum af
hinu skipinu og skotum úr þeim fáu byssum, sem
þar voru eftir.
Eg dró sverð mitt. Presturinn og Diccon færðu
sig nær mér, og skjólstæðingur konungsins, kyrlát
og föl, en hugrkkarri en nokkur karlmaður, stóð við
hlið mér. Frá ræningjunum, se’m stóðu fyrir fram-
an okkur jheyrðist ekkert nema þungur andardrátt-
ur, sem var eins og fyrsti vindgustur, sem er fyrir-
boði ofviðris. Alt í einu ruddist Spánverjinn flram;
hann var eins og hrafn, sem kemur til þess að krunka
yfir ná; magur og svartyæddur. Hann horfði fast
á lávarðinn. Lávarðurinn, sem var náfölur, horfði á
hann á móti; svo gekk hann ofurhægt og bar höfuðið
hátt, yfir þilfarið yfir til okkar. Rétt á eftir honum
kom Paradís. “Eg hefi aldrei búist við að deyja á
sóttarsæng, kafteinn,” mælti hann rólega. “Hvað
er um það að fást hvort það verður fyr eða síðar?
Og eg skal láta þig vita að eg var sæmdarmaður
áður en eg varð sjóræningi.” Hann snéri sér við og
tók ofan hattinn fyrir þeim, sem hann hafði yfirgéf-
i|. “Þið djöflar!” hrópaði hann. “Eg er nógu lehgi
búinn að vera með ykkur. Nú ætla eg að deyja eins
og heiðarlegur maður.” y
pað sló dauðaþögn yfir skipshöfnina við þetta
liðhlaup. Þeir störðu allir á svartklædda manninn
með silfurbprðana og vættu á sér varirnar, en eng-
inn þeirra sagði orð. Við vorum fimm vopnaðir
menn, sem ekkert létum flyrir brjósti brenna, en þeir
vom áttatíu. pótt við gætum orðið mörgum þeirra
að bana, yrðum við samt að deyja á endanum, bæði
við og þeir, sem voru á hinu skipinu.
%
f stundarbiðinni, sem varð meðan á þessu stóð
beygði eg mig niður og hvísfaði nokkrum orðum að
skjólstæðigi konungsins.
“Eg vildi Ihelst falla fyrir þínu sverði,” svaraði
hún ’með lágri rödd, sem bar ihvorki vott um ótta
né sorg. “Þú mátt ekki láta það hryggja þig, því það
mun teljast |með góðverkum þínum. Og það er eg,
sem ætti að biðja þig fyrirgefningar; ekki þú mig.”
pótt tíminn væri naumur til slíks. beygði eg
höfuð mitt og lét ennið hvíla á hönd hennar. pegar
eg rétti mig upp, lagði presturinn höndina á öxlina
á mér og hvíslaði í eyra mér. “pað eru til önnur úr-
ræði,” mælti hann. “Það er til dauðdagi, sem er
Guðs en ekki manna. Bíddu við og sjáðu við hvað eg
á.” \
Hann benti með hendinni og eg fylgdi því með
augunum. Eg sá hvað við vorum nálægt hvítfyss-
andi briminu, sem var merkið um hættuna, sem var
rétt hjá okkur. Ræninginn, sem við stýrið stóð hafði
augun á því líka; hann stóð með ygldar brýr og
samanbitnar varir og hafði allan hugann á því að
koma skipinu gegnum sundið.........Brimið gnauð-
aði lágt við ströndina, sjdfugl flögraði uppi yfir;
loftið var skafheiðríkt og framundan sást eyði-
ströndin, en undir niðri á sjávarbotni var hvítur
sandurinn, þar sem maður gæti sofið vært og lengi
ásamt öðrum hugrökkum mönnum, er látið hefðu
lífið.
Áhlaupið byrjaði með orgi og óhljóðum og ótal
vopn voru :a lofti. Skammbyssukúla þaut fram hjá
eyranu á mér.
“Skjóttu ekki!” ihrópaði annar grafarinn til
mannsins, sem skotið hafði. “Drepið þá ekki! VíTS
skulum taka þá og setja þá niður undir þiljur þang-
að til við höfum tíma til, að murka úr þeim lífið!
Og þið megið ekki snerta konuna þangað til við
höfum tíma til að varpa hlutkesti um hana.”
Hann og Spánverjinn voru fremstir. Eg sneri
mér við og leit til Sparrows og snéri mér svo aftur
að þeim. “Drottinn veri þá sálum ykkar Vniskunnsam-
ur”, sagði eg.
Um leið og eg talaði stökk presturinn á mann-
inn við stýrið, sló hann flatann' og þreif sjálfur um
stýrishjólið. Fyr en ræningjarnir gátu áttað sjg á
því, sem fram fór var hann búihn að snúa stýrinu
eins langt og það komst á stjórnborða og fyrir fram-
an okkur lá hvítfyssandi brimgarðurinn.
Sjóræningjarnir ráku upp ógurleg agistarvein,
en á hinu skipinu kváðu við fagnaðaróp. Hópurinn
fyrir framan okkur leystist sunduT. Sumir hlupu
fram og aftur um þilfarið, organdi og bölvandi;
aðrir hlupu fyrir borð í sjóinn. Nokkrir hlupu upp á
háþiljurnar að okkur, sem vorum þar fyrir. Spán-
verjinn og graflarinn voru fyrir þei‘m. Eg tók á móti
Spánverjanum og hann hrapaði aftur á bak niður á
lægri þiljurnar. Grafarinn rauk fram hjá mér og
réðist á Paradís, sem hann rak í gegn með spjóti,
síðan þaut hann að stýrishjólinu, en þar tók Diccon
á móti honum og hjó hann niður.
Skipið kendi grunns. Eg tók utan um konuna
mína með annari hendinni en með Ihinni hélt eg fyr-
ir augu hennar. Eg sá aðeins hana innan um öll ó-
hljóðin, viðanbrestin^, er skipið var að brotna, slátt-
inn í seglunum, sem börðust í vindinu'm og öldu-
skvaldrið er sjórinn gekk yfir skipið. En mitt í þessu
klifraði Spánverjinn eins og köttur upp á skutpallinn
sem stóð nú hátt upp úr sjónum og skaut á mig úr
skammbyssu sinni.
25. KAPITULI.
Lávarðurinn nær sér niðri.
Eg var á hraðri ferð á þeim brúna á undan iher-
sveit minni á móti óvinum, sem þoktu alla jörðina
eins og maurar. 'Hesturinn féll og allir hestarnir,
söm iá eftir komu, Ihlupu yfir mig og tróðu á mér með
hófunum. Nokkrá stund lá eg sem dauður; svo lifn-
aði eg við aftur og þá var eg á gangi með dóttur
skógvarðarins heima um grænengi. Eikurnar
hyeiddu úti greinar sínar og skýldu blómunum flyrir
neðan, og skógardýrin sneru við og horfðu á okkur.
í grænu grasinu, sem var mjúkt eins og dúnn, glitr-
uðu óteljandi gular prímúlur eins og stjörnur. Eg
fór að safna þeim saman Lbindi handa henni. Eu
þegar eg ætlaði að rétta henni þær. var hún ekki
lengur dóttir skógarðarins, heldur hefðarkona, sem
stóð til að erfa lönd og mikið fé og sem stóð undir
vernd konungsins. Hún vildi ekki taka við blómun-
um frá fátækum manni, en hristi höfuðið og brosti
blíðlega, og svo hvarf hún inn í fossinn, sem féll
aff Ijósrauðri hæðarbrún niður í sjóinn, sem var
öldulaus. — Svo kom myrkur. Næst var eg fangi
Ohickhaíhominie-Indíánanna og var bundinn við bál-
staur. Öxlin á mér og handleggurinn voru að
brenna og Opechancanough kom og horfði á mig
dökkur á svip og með leiftrandi augum. Sáraukinn
hvarf og um leið dó e*g- Svb lá eg í gröf og hlustaði
á vindþytin nog isuðið í skóginum fyrir ofan mig.
parna lá eg margar aldir, að mér fanst, þangað til
eg komst svo til meðvitundar, að eg sá að myrkrið
fyrir ofan mig var myrkur í lestinni á skipi, og þyt-
urinn í skóginum var gnauðið í sjóum við skips-
hliðarnar. Eg rétti út hendina og snertii—ekki
grafarvegg, iheldur bjálkana innah í skipinu. Eg
rétti út hina hendina, en lét hana falla niður og
stundi. Einhver ibeygði sig niður að 'mér og hélt
vatni upp að vörunum á mér. Eg drakk og um'leið
fékk eg fulla meðvitund. “Diccon!” kallaði eg.
“ipetta er ekki Diccon,” svaraði sá, sem á vatns-
könnunni hélt, og setti ihana niður. “Það er Jere-
mías Sparrow. Guði sé lof, að þú ert aftur kominn
til sjálfs þín!”
“Hvar erum við?” spurði eg, er eg íhafði legið
og hlustað á vatnsgnauðið ofurlítið lengur.
“Við erum í lestinni á kaupskipinu,” svaraði
hann. . “Skipið sökk fyrst að framan og það lá
við, að við druknuðum öll; en þegar þeir á kaupskip-
inu sáu að á meðal okkar var kona, sem hélt sér
dauðahaldi í skutpallinn, sendu þeir skipsbátinn eft-
ir okkur.”
Það var of drmt til þess að eg gæti séð framan
í hann. Eg studdi hendinni á handlegg hans.
“Henni var bjargað,” mælti Ihann. “Hún er ó-
.hult núna. pað eru tignar konur á skipinu og hún
er undir vernd þeirra.”
Eg brá ósærða Ihandleggnum yfir augun.
“Þú ert máttfarinn enn,” sagði presturinn þýð-
lega. “Kúlan úr skammbyssu Spánverjans fór í
gegn um öxlina á þér og allur handleggurinn særð-
ist einhvern veginn illa. pú hefir verið með óíáði
alt af ssíðan þú komst hingað í þrjá daga. Læknirinn
kom og batt um sárið og þér er óðum að batna.
Reyndu ekki að tala. Eg skal segja þér frá öllu.
Diccon er látinn vinna, því það eru of fáir menn á
skipinu; sumir afa dáið afl hitaveiki, en sumir hafa
farið í sjóinn. Fjórum ræningjum var bjargað og
þeir voru......
Tanlac Verndaði Líf
Segir Ottawa Kona
1
Mrs. Varalo skýrir frá, hvrenig
hún losnaði við ýmiskonar
kvilla. — Hún vritir Tanlac
fulla viðurkenningu.
“pað, að eg er á lífi og nýt góðr-
ar heilsu, á eg Tanlac að þakka,”
sagði Mrs. Eva Varalo, 233 Cum-
berland St., Ottawa, Ontario,
Canada.
“í tvö löng ár þjáðist eg skelfi-
lega af meltingarleysi, stíflu og
taugaslappleika. Fylgdi því hjart-
veiki og höfuðverkur. Var ástand
mitt orðið þannig, að eg var með
öllu farin að örvænta um bata.
“En Tanlac bætti mér undir
eins fyrsta daginn, sem eg notaði
það. Alls hefi eg notað úr sjö
flöskum, og er nú orðin svo sæl-
leg, að vinir mínir þekkja mig
ekki fyrir söfnu manneskju. Eg
hefi nú hina lákjósanlegustu mat-
arlyist og meltingin er upp á það
allra'-bezta. pað sýnist næstum
því ótrúlegt, hve fljót eg var að
ná mér. Tanlac er í raun og
sannleika stórmerkilegt rneðal.”
Tanlac fæst hjá öllum ábyggi-
legum lyfsölum. Varist eftirlík-
ingar. — Meira en fjörutíu miljón
flöskur seldar.
Notið einnig Tanlac Vegetable
Pills.
Hveitirœktar-bændur!
Baráttan, se'm nú, stendur yfir í Saskatcbewan og Mani-
toba og Ihefst innan skamms í Alberta, snýst um það, að fá
nægilegar undirskriftir til hVeitisamvinnusölunnar lí hlutað-
eigandi fylkjum. petta er
Yðar barátta
háð í þeim tilgangi, að frelisa yður frá markaðskerfi, sem reynst
hefir svo gallað, að þér fáið engu umráðið hvernig með fram-
leiðslu yðar er farið. Kebfi, sem þannig vinnur, að hagsmunir
yðar hafa setið á hakanum.
Látið ekki blekkjast.
Andstæðingar samvinnusölunnar munu ekki láta sitt eftir
liggja, að því ©r það snertir, að gera hana tortryggilga lí yðar
augum og reyna að fá yður til að lúta svo á, að hún hafi enga
fjárhagslega þýðingu fyrir yður. Þeir munu gera ált, síem í
valdi þeirra .stendur til þesis að flækja málið. Látið ekki
blekkjast og hafið það hugfast, að Bamvinnuisalan Ihefir anm
arsstaðar reynst vel. Þeir munu ekki fræða yður um það, að
Samvinnusalan í Alberta, hefir þegar í byrjuninni, gefist á-
gætlega, og að bændur, sem í henni tóku þátt, fái 8 centum
roeira fyrir mælirinn, og nú sé fra'mkvæmdarnefndin að jafna
niður $2,500,000 á milli Ibænda í viðbót við þau 75 cent. á mæl-
ir 'hvern, er borgað var út á No. 1 Northern hveiti síðastliðið
þaust.
Hafið hugfast
að iSamvinnusölunefndin ætlar að selja uppskeru yðar fyrir
árið 1924, og að þetta er
YÐAR BARDAGI
Sá langiþýðingarmesti bardagi, .sem bændur hafa nokkuru
sinni tekið þátt í. Vér sigrum, ef vér viljum og sigu.r vor mun
innleiða nýtt hagsældar tímabiil fyrir hveitiræktarbændur í
Canada. Málið er í yðar höndum.
Þetta er yðar barátta, og ná hvílir það á
yður að undirskrifa samning-
ana við
Hveitisölunefndina
Issued by the Campaign Committee.
HUGVEKJA.
Veiztu hvar eimir undir tjöldum?
— Aukin mentun, hrópar lýður. —
Stórþjóðir neita ví'sdómsvöldum
og vegsemd þeirri, er Drottinn býður;
og þá beimur grimt sig grettir
og grátin augu sáran kvarta,
er þá tign eða tára léttir,
að taka Guð úr mannsins hjarta?
Þann, sem ei leiðir Ijósið bjarta,
lífsins gleði-bros er þrotið.
Hver, sem ei geymir Guð í hjarta,
getur engrar værðar notið;
stjórnlaust, fley á stæltu'm öldum,
stefnir ei að neinu landi,
visið strá í vindi köldum,
viltur, hrjáður brautfarandi. ,
Gætið þess á unga aldri,
elskuverðu systur og bræður:
hátt þó láti í hiemsku skvaldri
og ihugann þeki skugga-slæður,
haltu íhreinum guðdóms glugga,
svo gleðisólin fái’ að skína,
þá fær engin andstæð skrugga
yfirstigið sálu þína.
Jón Stefánsson.
Halldór Jónsson,
Vestfold P.O., Man., lézt 17. f.m.,
79 ára að aldri, hjá dóttur sinni,
Jónínu Sigurbjörgu, og manni
hennar, Guðm. Stefánssyni. Bana-
mein hans var krabbamien.
Halldór sál. var fæddur 22.
sept., 1844 á Syðra-Álandi í Þist-
ilfirði í Norður Þingeyjarsýslu á
íslandi. Árið 1878 fluttiist hann
til Canada, og giftist sama ár
Guðnýju Sigmundsdóttur. pau
hjónin dvöldu lengst af í Mikleyl
í IWinnipeg-vatni, þar til 1891, að
þau fluttu í Álftavatnsbygð. —
Kona hans dó 1899, og tveim árum
síðar fllutti ihann til dóttur sinn-
ar og tengdasonar við Vestfold
P.O., í Álftavatnsbygð. Halldór
og kona hans áttu tvær dætur,
Jónínu Sigurbjörgu og Guð-
'mundu. Guðmunda var gift Sig-
urði Magnússyni. Hún dó 1905.
Halldór heiti. var mesti fjör-
maður, ákafur til vinnu, trúr og
skyldurækinn. Hann var óeigin-
gjarn og hjálpsamur ;í hvívetna.
RJÓMI
Styðjið heimaiðnað með því að styrkja yðar
eigið félag og fá fult verð fyrir framleiðsl-
una.
UM VfSNAKVER FORNÚLFS.
Til höfundarins.
Hafið hugfast, að samvinnu markaðurinn er
eini framfaravegurinn að því er landúnaðinn
snertir. Látið ekki glepja yður sjónir, farið
að fordæmi annara þjóða, sem hafa sannað, að
samvinnumarkaðs aðferðin er sú eina, er
skapar gott verð á mjólkurafurðum.
Hér getur hróður
Andans glitgróður
Þökkum þul fræða
Fám betur blæða
halur sagnfróður.
gleður jörð móður.
þjóðlegt val kvæða.
ben Kvásis æða.
Guðm. Guðm.—Lögr.
SENDIÐ RJÓMANN TIL
Tbe Manitoba Go-operative Dairies
UMITKI)