Lögberg - 18.09.1924, Page 3

Lögberg - 18.09.1924, Page 3
LöGBEUG FIMTUDAGINN. 18. SEPTEMBER. 1924. Bls. S SÓLSKIN Fyrir börn og unglinga aianassRHRiigigRiigigiigigiiglgiiigBlglglgilgllgllgllgllglgiigllg KiÐ.ka!B«®:B©ElS Dauðans engill. Nú var pílagrímurinn klifraður upp á hæð þá, er hann Ihélt að mundi vera hin seinasta, enda hafði hann lagt sig allan fram; en iþegar hann ,sá að ein3 að langur og torveldur vegur var eftir, hné hann niður aflvana, andvarpaði og hvarflaði lengra áfram til takmarks þesís, er hann gat ekkj náð fyrir þreytu. Meðan hann horfði fram fyirir sig svo langt sem augað eygði, rann þar upp morgunroðinn smám sam- an skýrari og fegurri, en óþol vegmóða mannsins óx að líkum jöfnuði. Líknaðu mér, sagði 'hann, voldugi drottinn ýfir landinu þarna! álttu mig ekki vanmegnast við dyrn- ar á ríki dýrðar þinnar. Þá þótti honum sem morgun- stjarnan færi af himni ofan, og Ijóminn af henni lék um sig allan meðan hann 'baðst fyrir, en augu hans voru harmlþrungin og þoldu ekki fegurð hennar, og fell hann þá í dá. Alzindór sá gjörla alt iþað, sem gjörðist í kringum pílagríminn; dýrðleguir yngismaður stóð alt í einu hjá hinum sorgmædda ferðamanni, ásján hans og klæði skinu bjartar en svanavængir, þegar sólin í upprás andar á þá roða sínum; blær friðarins var breiddur yfir svip yngi^smannsins, blíða og ástúð skein úr augum hans. Hann laut með mikilli við- kvæmni niður að hinum vegmóða manni, og hvíslaði að honum : heyrð >er íbæn þín ! komdu með mér þú, sem ert orðinn þreyttur og viltur, að eg megi bera þig yfir á ihið eftirþráða land. Og hann tók sjúklinginn í fang ,sér, iþandi út vængina og flaug með hann á leið til morgunroðans, hvers ljómi meir og meir breiddist út um himinhvolfið. >Ó, hversu gott átti sá, er borinn var sárindi öll og hrygðir allar skildu við hann ásamt með dalnum, er Ihann misti sjónar í þokunni, og eins óg barnið kúrir við brjóst móðuirinnar (hann var að sönnn mikln aælli, því hann vis,si deili sælu sinnar) hvíldi hann öruggur og áhyggjulaus við hjarta leiðtoga síns. En leiðtoginn isöng á undurlegan Ihátt um veldi og gæðsku konungs síns, um fögnuðinn þá menn finnast aftur, og um ynæli og fegurð landsins. Píagrímurinn finnur nú á isér, að hann iþokast nær og nær landinu, þótt ihann ekki sjái demantahliðið þar isem morgunroðinn rennur aftur saman, ekki sólaklasann, sem ljómar að baki þessa blikanda boga; hann verður með öllu frú sér' numinn, hjartað i honum ætlar að sprengja Ibrjóstið. En áðuir en langt um líður, stendur hann við hið bloiksanda hlið, er breið og lygn móða deilir frá suðurlandinu. Leiðtog- inn lagði (hann i skaut vatnsins, augu hans, er bundið var fyrir, lukust upp Iþegair vatnið lék um hann, og limir hans máttvana og fjötraðir lifnuðu við. Honum skaut ýmist upp eða niður, tók hann þá teiga af hinu kristalskæra vtni, og eftir hverja öldu, er skol- aði hann frá hvirfli til ilja, fannst honum sem hann fengi nokkurskonar frjálsræði og nýjan styirk; hver dropinn, sem vökvaði vairir han>s, jók á yndæli hans og fögnuð. Þá varð Ihionum alf í einu litið á vatnið, sá hann þar mynd1 sína ljóma í andlit sér; en hann vogaði ekki enn þá að halda að það væri sín mynd, því hún skein fagurt sem leiðtoga hams; hún var skrýdd dagbjörtum kiæðum með pálmaviðargrein í hægri bendinni. Alt eins og hann ránkaði við isér, lítur hann aftur til lands mótlætinganna, og sér þeim megin á bakkanum ham ,sinn, hafði honum skolað þar á land ísundurrifnum; einnig sér hann vesælings ferðamenn krjúpa á kné hjá haminum og heyrir þá gráta há- stöfum, en vein þeirra lét isvo illa í eyirum hans, að ihann hörfaði á Ibak aftur. í þessu bili hljómar rauist vinar hans á móti honum handan yfir vatnið: þiggðu bróðurkossinn, ástvinur minn. Þú ert orðinn landi vor, eftir að þú laugaðist í vatni náðarinnar. Farðu nú með mér yfir á land friðarins og ástar- innar. Þá föðmuðust þeir og liðu burt, en þokumökk dróg fyriir, svo Alzindór misti isjónar á móðunni og landinu. En nú gaf að líta fjalldalinn skýrari miklu en áður með öllum krókum og bugðum, isem á ohnum voru; hveirvetna Voru kvikar iskepnur á iði. Begg'ja megin við hinn tæpa stíg, er Alzindór hafði áður ®éð, og á ihvern leiðtogi nokkur benti lágu rudd- ir vegir og isléttar götur 1 allar áttir. Göngumenn ruddust þar áfram flokkum saman, klæddir ferða- búningi. Þa® var líkast því sem væiru þeir að leita að einhverju og girntust eitthvað, en fáir lögðu kapp á að koma'st áleiðis, því flestir af þeim hirtu ekiki um fylgdarmanninn, heldur sneru þeir út af vegin- um og tróðu sér fram til ýrnsra staða, er voru á víð og dreif. Dalurinn var fullur af aldingörðum, korn- ökrum og trjám; var þar gnótt ávaxta og tærra vatnslinda. Fjöldi mesti ruddi sér þangað og átu og -drukku með þvílíku áfergi, að auðséð var á drykkju- látum þeirra og þunglamlega göngulagi, að þeir voru búnir að gleyma ihvert ferðinni var heitið, enda var þeim allur dugur horinn til að halda áfram. Æ — en fýsnir þeirra gjörðu, þá svo tilfnningardaufa og harðúðuga. Þeir, sem gátu borið aðra ofurliði eða voru nógu slægir, náðu oft undir ,sig heilu tré og heilum reitum í aldingörðunum, og eyddu og sóuðu þessu á allar lundir, eða létu það skemmast án þess að hagnýta sér það; varð margur ferðamaður, er bað aðeins um að gefa sér einn bita, að halda áfram með þungu skapi, án þe|Ss að fá neitt til að hressa sig á og endurnæra. Eins margbreyttur skari vegfarenda Ibrunaði fram og aftur þar sem menn spiluðu og dönsuðu. Margur, ,sem með atorku hafði keppt fram á leið til takmarksins, lét glaðværðina ginna sig til að nema staðar, og þegar honum féll hún vel í geð, fleigði hann hattinum, er hlífði honum og göngu- stafnum er hann studdi sig við, klæddi sig í allskon- ar skart, og ihljóp svo af handa hófi inn í mannþröng- ina. Þegar Alzindór nálgaðist, breyttist söngurinn, sem áður hafði látið vel í eyrum hans, í hallmæli, ónýtt hjal og barlóm; lipru stigin í dansinum urðu að óvina áhlaupum; loksins sundlaði þá pg Iþeir duttu út af, aðfram komnir af þreytu, og höfðu hvorki þrek né löngun til að rí|Sa á fætur aftuir. Aðrir sátu flokkum saman á jörðinni, og léku sér eins og börn að smásteinum, skeljum og glerbrotum; en þeir voru komnir af barns aldrinum, og það leit illa út, er bærukarlar þesisiir gláptu svo áhyggjufullir á hið fá- nýta barnagiingur og hrifsaði það hver af öðrum, ö- nýttu það isíðan eða geymdu það vandlega, í stað þess að hafa gaman af því. ' Á sumum var að sjá að þeir mundu vilja halda lengra áleiðis, og nema hér staðar einungis til að hressa sig, því þeir litu fram á Ihinn sjaldfarna veg, og kölluðu förunaut sína saman; en mjög sjaldan gáfu þeir gaum þessari viðvörun. Verið þið hjá okkur sögðu þeir, sem afvegaleiddir voru, úthýsið hrygð- inni og verið glaðir og kátir. Það sem Alzindóri þótti mestri furðu gegna var það, að stórir hópar ferðamanna höfðu vilst af rétt- um vegi >út í fen og foræði, og í stað þess að hverfa aftur, óðu þeir dýpra og dýpra í ibleytuna; hún sýnd- ist eiga dável við þá. Þeir tóku stökk undir sig, slettu skarni hver á annan, létu alls konar skrípalátum og leituðust við að hæna að sér nýja félaga. Einstöku sinnum yðraðiist einn eða annar eftir, að hann hafði gefið þeim færi á sér, og skreið sneiptuir að landl. og 'bað þá, sem bar þar að, að ihjálpa sér til að þvo af sér leðjuna. Varla var nokkur til að rétta honum hjálparhönd, oftastnær forðuðust þeir að koma nærrt honum, svívirtu hann, eða gjörðu gis að honum, og yfirgáfu hann, svo það bar ósjaldan til, að hann sneri aftur burtrekinn og útiskúfaður af öllum, og isykki dýpra niður í forina. Ó, miklir heimskingjar! sagði Alzindór, og sneri sér frá þessari viðbjóðslegu sjón til hinna grænu ylmandi reita. Þá varð honum litið á pílagrím nokk- urn, er bar af flestum í skrautbúningi og drembi- legri framgöngu. Klæði hans voru gulli saumuð hátt og lágt, og varð öllum starsýnt á þau. SvO gamáll sem hann var, hafði hann þó aldrei látið sér annt um annað en að prýða fötin sín undir iferðina, iþví fyrst núna tók hann göngustafinn í hönd sér, horfði einu sinni enniþá á sig með ánægjusvip, litaðiíst svo um eftir fylgdarmanninum, og fór af stað. En hann bar altaf mestu önn o.g áhyggju fyrir fötunum sínum. Hann sneiddi forsjállega hjá öllum iskarkala, spilum og þrætum og gjörði isér langan krók til að komast þurrum fótum fram hjá mýrlendinu. Við hvert fót- mál ihristi hann af sér rykið, skoðaði vandlega sjálf- an sig, ’og lifaðist um hvort aðrir dáðust að klæðum hans. Engan lagsmann vildi hann taka, því honum þótti enginn við sitt hæfi; þegar einhver pílagrímur vinsamlega Ibauð honum að fylgja honum fram hjá hálum stig eður hengiflugi, þág hann ekki boðið, því hann var hræddur um að hann myndi saurga sig á tötrum hans. Öldungurinn var ekki kominn langt á leið, þegar hinn ókunni fýlgdarmaður brunaði að honum fljótur sem leiftur, og nam hann á burt. Fylgdarmaðurinn fór eins ástúðlega með hann og hinn fyrra píla- gríminn; hann sagði honum eins fagurt af dýrð þeirri, er hann ætti í vndum, en þessi fagnaðarríku fyrirheit létu sm hégómi og skröksöguir í eyrum prúðbúna mannsins. Honum hafði aldrei dottið ó- kunna landið í hug, og enginn átti von á íhonum þar. En ástvinir hans?------Bar hann þá ekki á sér alt það, sem honum þótti vænt um, alt dýrindi og skart í skrautbúninginum? Eins og í draumi hvarflaði nú sama í huga honum, sem alla æfi hans hafði staðið honum fyrir hugskotssjónum, og fylgdarmaðurinn varð nú iskjótari í gegnum Ibláinn, en fyrra skiftið; því sá, sem hann bar, þurfti hvorki huggunar né lækningar við. Alzindór sá nú í annað skifti móðuna, en hliðið og land sælunnar var hulið þoku. Við iben^ing leið- togans óð ferðamaðurinn drambsamur og öruggur út í móðuna, og hamurinn losnaði utan af honum án þess ihann yrði var við iþað. En hann bar ekki, eins og forgöngumaður hams, ljómandi tignarskrúða undir haminum. Alt skartið, er Ihann hafði aflað sér, toldi við ferðafötin, er flutu aftur*til sama lands; var þar þá fyrir hópur gripdeildarsamra ferðamanna, er hripsuðu haminn til sín, og skiftu honum milli sín með kæti mikilli. Gamalmennið komst isamt bráðum úr skugga um, hvað hann hafði mist; hann gat ékki dulið nekt sína fyirir hinum faguúbúna fylgdarmanni, og leit rauna- legur upp á hann, eins og hann vildi spyrja hann að einhverju. Fylgdarmaðurinn laut með viðkvæmni ofan að fáráðlingnum, og mælti svo: m^r svíður það þín vegna, veslings bróðir! til einkis hefirðu dvalið á landi hörmunganna, fyiist þú ihirðir ekki um, að útvega þér hátíðábúnað þann, er landar mínir skrýð- ast; þú verður einu sinni enn að fara þeg>sa örðugu pílagrímsferð. Við þessi orð varð ekkfert úr hinum dremlbiláta ferðamanni, og hann hvarf ofan í móð- una.En hinn bllði leiðtogi lét hann ekki týnast, og Alzindór sá nú annað nýtt furðuverk; því sú var náttúra vatnísins, að gamalmennið varð að nýfæddu barni. Hinn fagurbúni tók barnið í fang sér, og kysti það (blessunarinnar kossum; viðkvæmnistárin runnu niður á það, og hann hvíslaði að því blíðlega: eg skal leggja þig að Ibrjóstum ástarinnar, og isú er ósk mín, að hún leiði þig Ibráðum annan betri veg til mín. Alzindór var naumast búinn að ná sér aftur eftir undran þá, sem 'hafði gripið hann, þegar hin mikla vera var komin með byrði sína í dalinn, og skundaði aftur á leið til sælu landsins, er að eins hafði Ibrugð- ið Alzindór fyrir augu. Alt þetta kom svo mikilli löngun eftir Handi sælunnar inn hjá honum, að hann kallaði á eftir englinum, þegar hann var að líða burt: æ, bíddu við dálítið, þú, sem gjörir menn sæla, nefndu mér nafn þitt, að eg geti beðið til þín bæði nótt og dag, að þú einnig viljir leiða mig til friðar og sælu. Þá stansaði hinn dýrðlegi engill flugið, brosti Iblíðlega móti Alzindór, og sagði: eg er sá, er þú ótt- ast og forðast, eg er dauðinn, er þú smánaðir. Þegar hinn almáttugi býtti út gjöfum þeim með englum og höfuðenglum, með hverjum þeir mættu gjöra menn- ina sæla, þá bað eg, að mér mætti veitast sú náð, að mega leiðbeina hinum jarðnesku vesalings pílagrím- um til hliða himinsins. iHann veitti mér bæn mína, og eg lofa hann og vegsama eilíflega fyrir náð þessa. Heyrðu til, nú þegar 'hljómar ikall drottins til lausnar, (blíður geisli líður hingað úr dalnum þarna; ó! það er einhver útvalinn til sælm sem eg má flytja yfir á land fagnaðarins. Mynd nokkur iblíð og fög- ur, eftirmynd himinlbúans, en tþó nokkru bleikari, kom líðandi í loftihu. Fegurð sálarinnar sagði dauð- ans engill, skín þegar í gegnum líkaman; drottinn kallaði þennan ferðamann til eilífis fagnaðar hjá sér, af því hann hagaði isér þegar þarna niðri sem þeir, er byggja sælunnar land. Vertu sæll á meðan, sagði huggarinn, og sVeif á mótin ihinum aðkomanda, og lét ihð kristalskæra vatn aðeins drjúpa á hann. Alt í einu ljómaði tignarskrúðinn, og---Melinda! .kallaði Alzindór upp yfir isig, því hún var sú, sem hann harmaði. En í því hann kallaði, vaknaði hann af drauminum; var hann ennþá T laufskálanum, þar sem hann hafði gengið til hvíldar með þeim ásetningi að neyta allskonar jarðneskra unaðsemda; en á- lengdar blakti í tunglsljósinu blómkerfið, er hann hafði sett á leiði unnustu sinnar. Alzindór var nú orðinn allur annar meður, hann kvartaði ekki framar né sóttist eftir fallvöltum un- aðsemdum heimsins. Með Iblíðu og ihóglyndi ibar hann meðlæti og mótlæti og og kostaði kapps um, að eign- ast það í lífinu, er hann þurfti, til að prýða sig með undir eilífðina. Sæi hann móðan ferðamann færa sig úr hinum jarðnesku reifum, þá kallaði hann þann sælan, og setti isig í huganum í hans stað. En þó hugsaði hann með sjálfum sér: eg ætl’a ekki að óska komu þesisarar stundar of snemma. Hefi eg nú þegar einnig unnið^til tignarskrúða þesis^ er útVegar mönn- um inngöngu í ríki himnanna? Nei, geðrór og örugg- ur skal eg kosta kapps um, að afla mér dygðar, speki og ástar til mannanna, en ekki þeirra muna, sem eg verð að skilja eftir ræningjum að herfangi, og þá mun eg, faðir miskunnseminnar! ókvíðinn treysta náð þinni, er þvær blettina af brotlegum manni og býr honum þann fögnuð, sem enginn manna fær útslkýrt. Áður en Alzindór dirfðist að vænta Íausnar sinnar, kallaði drottinn hann til sín. Léttur á sér eins og Melinda leið hann í gegnum himinhvolfið til lands þess, er Ihann hafði litið í draumi. En þið, isem ennþá farið viltir vegar í falldalnum, leggið allan hug á prýði sálna yðvarra, horfið ókvíðnir á dauðan, og mænið vongóðir og öruggir út á hið ókunna land ókomins tíma. Förukonan. Hiún skundaði milli skatna, skinin af elli og hor. Um iblágrýtis urðir og eggjar átti hún flest >sín spor. > Og það höfðu fróðir í fréttum: hún fullkomin sjötíu ár hefði í heiminum dvalið á húsgangi, fótasár. Og hvar ,sem var komið til dyra og kerling um gistingu bað, var hendinni hægast að loka hurðinni iþegar í stað. En nú er hin dapra dáin. í dauðanum rík hún vairð, því Ibein voru ibetlarans snauða, borin í kirkjugarð. En dómur sá fylgdi’ henni að foldu, — þar fðkk engu dauðinn breytt — að hún hefði’ á æfinnar auðnum ekkert isitt fótspor skreytt. En hljótt í úthaga ómar andblær í lágum meið. Hún átti þar einhvern tíma áður á dögum leið. Það Ibar við illviðriisnóttu, er ís hafði tök ,sín mist, að vorleysing varpaði aurum , á vanmátta beykikvist. Þar gekk svo hin gamla kona, er gróðurinn skreytti land, og kvistinn hún leit hinn lága sem lagðist í mold og isand. Þá gleymdi hún gremjunni fornu og grét eins og viðkvænlt barn. Hún leit þar frá æsku til elli . sitt örlaga vetrarhjarn. Og römmustu raunum hlaðin hún reisti hinn fallna meið; að rótum hans tár ihennar funnu, \ svo reikaði> hún sína leið. En farirðu, ferðamaður, sem forðum hún, þessa leið, þá heyrirðu loftblæinn leika í limfögrum beykimeið. Á stofninum stendur hann ðrugt, þótt .stormarnir leiki’ um hann dans; og gróðursins geymir hann lága, Profession al Cards DR. B. J. BRANDSON 216-220 MEDIOAIi ARTS BIjDG. Graharn and Kennedj Sta. Phone: A-1834 Offlce tlmar: 2—3 Helmill: 776 Vlctor St. Phone: A-7122 Wlnnlper, Manltoba THOMAS H. JOHNSON og H. A. BERGMANN ísl. lögfræðingar Skrlfstofa: Room 811 MoAttlnr Bullding. Portage Ave. P. O. Box 1656 Phones: A-6849 og A-6646 DR. o. BJORNSON 216-220 MEDIOALi ARTS BIiDO. Cor. Graham and Kennedj Sta. Phone: A-1834 Offlce tlmar: 2—3 Helmlll: 764 VUetor St. Phone: A-7586 t Wlnnlpeg, Manltoba W. J. LINDALi, J. H. LINDAL B. STETANSSON Ialenzkir lögfræðingar 708-709 Great-VVrest Perm. Bldg. 356 Main Street. Tals.: A-4963 þeir hafa elnnlg skrlfatofur að Dundar, Rlverton, Gimll og Plney og eru þar að hitta 4 eftirfylgj- andi tlmum: Lundar: annan hvern mlðvlkudag Riverton: Fiyrsta fimtudag. Glmllá Fyrsta mlðvlkudag Piney: þriðja föstudag 1 hverjum mánuði dr. b. h. olson 216-220 MEDIOAD ARTS BLDO. Cor. Graham and Kennedj Sts. Phone: A-1834 Office Hours: 3 to 5 Hehnlli: 723 Alverstone St. Wlnnipeg, Manitoba ARNI ANDERSON ísl. lögmaður í félagi við E. P. G&rland Skrifst.: 801 Electric Rail- way Ghambers Talsíml: A-2197 DR J. STEFANSSON 216-220 MEDICAD ARTS RDDG. Cor. Graham and Kennedj Stó. Stundar augna, eyrna, nef o« kverka sjúkdóma.—Er afi hltta kL 10-12 f.h, og 2-6 e.h. Talsíml: A-1834. HelmUl: 373 Rlver Ave. Tals. P-2691. A. G. EGGERTSSON LL.B. | ísl. lögfræðingur Hefir rétt til að flytja mál bæði í Man. og Sask. Skrifstofa: Wynyard, Sask. Seinasta mánudag I hverjum mán- uðl staddur I Churchbridge. DR. B. M. HALLDORSSON 401 Bojd BnUding Cqr. Portage Ave. og Edmonton Stundar sérstaklega berklaeýkl og aðra lungnasjúkdóma. Er aC flnna 4 skrifstofunni ki. 11 12 f-h. og 21—4 e.h. Sfml: A-3521. Heimili: 46 Alloway Ave. Tal- slmi: B-3158. 1 Phone: Garry 2916 | JenkinsShoeCo. | I 669 Notre Daroe Avenue I DR. A. BLONDAL 818 Somerset Bldg. Stundar sérstaklega kvenn* eg barna sjúkdóma. Er að hitta frá kl. 10—12 f. h. 3 til R ö >, Office Phone N-6410 Helmtli 806 VkWr 8fer. Simi A 8180. A. 8. Bardal 1 84« Sherbrooke 8t. Selui ltkWistui og annast um útfarir. ■ Allur útbúnaður sá bezti. Enafrem- I ur selur hann alskonar minnisvarða C og legsteina. Skrlfat. talsinsi V 1 HelmUis talHÍint N CSOV £ DR. Kr. J. AUSTMANN 848 Somerset Blk. Viðtalstími 7—8 e. h. Heimili 469 Simooe, Office A-2737. res. B-7288- EINA ÍSLENZKA Bifreiða-aðgerðarstöðin í borginni Hér þarf ekki að biða von flr rltl. viti. Vinna öll ábyrgst og leyst af henöi fljðtt og vel. J. A. Jóhannsson. 644 Burnell Street F. B-8164. Að baki Sarg. Fire Hal » DR. J. OLSON Tannlæknir 216-220 MEDIOAD ARTS BLiDG. Cor. Graham and Kennedj Sts. Talsími A 3521 Heimili: Tals. Sh. 3217 JOSEPH TAVLOR J. G. SNÆDAL Tannlæknir .614 Samerset Block Cor. Portage Ave. og Donald St. Talsími: A-8889 Dö GTAKSMAÐUR HelmlUstals.: St. Jöhn 1844 Skrlfstofu-Tals.: A 6557 Tekur lögtakl bæðl húsalelguekulAl^ veðskuldlr, vlxlaskuldir. AfgrelMt s> sem að lögum lýtur. Skrltstofa 256 Main Stwwi Vér leggjum sérstaka álierzlu & af selja meðul eftir forskriftum lækna ' Hin beztu lyf, sem iuegt er að fá eru notuð eingöngu. . pegar þér komif með forskrliftum til vor megið þjei veia viss um að fá rétt það sem lækn- irinn tekur til. COLiCIjELGH & CO., Notre Darne aml Sherbrooke Phones: N-7659—7650 Giftingaleyfisbréf seld Verkstofn Tals.: Heima Tals. A-8383 A-9364 G I_ STEPHENSON Plumber Allskonar rafmagnsáliöld, svo lem straujárn víra, allar tegnndlr af giösuni og aflvaka (batteriea) Verkstofa: 676 Home St. : Munið Símanúmerið A 6483 ) og pantiS meðöl yðar hjá oss. — 1 Sendið pantanir samstundis. Vér \ afgreiðum íorskriftir með sam- : vizkusemi og vörugæði eru éyggj- \ andi, enda höfum vér magrra ára ) lærdðmsrlka reynslu að baki, -p / Allar tegundir lyfja, vindlar, ls- ) rjðmi, sSetindi, ritföng, tðbak o. fl. ; McBURNEY’S Drug Store ; Cor Arlington og Notre Dame Ave Endurnýíð Reiðhjólið! Iiátið ekki hjá lfða að endur- nýja reiðlijólið yðar, áður cn mestu annirnnr byrja- Koniið með það nú þegar og látið Mr. Stebbins gefa yður kostnaðar áætlun. — Vandað verk ábjTgst. (Maðurinn sem alHr kannast við) S. L. STEBBINS 634 Notre Damo, Winnlpeg J. J. SWANSON & CO. Verzla með fasteignir. Sjá um leigu a nusuir.^ Annast lán, eldsábyrgð o. fl. 808 Paris Bldg. Phones. A-6349—A-6310 Giftmga og , . , Jarðarfara- Dlom með litlum fyrirvara Birch blómsali 616 Portage Ave. Tals. B720 ST IOHN 2 R(NG 3 sem grær undir baðmi hans. Þú heyrir, ef hlustar þú, maður, Ihið heilaga dularmál, að oft er það fjöldanum falið, sem frelsaði einstaklings sál. Jón Magnússon. (Tekið úr Heimilisblaðinu.)

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.