Lögberg - 18.09.1924, Blaðsíða 4

Lögberg - 18.09.1924, Blaðsíða 4
BU. 4 LíaíBERG, fíMTUDAGINN 18. SEPTEMBER. 1924. Xogberg GefiíJ út hvem Fimtudag af Tbe Col- umbia Preis, Ltd., |Cor. Sargent Ave. & Toronto Str., Winnipeg, Man. Talnimart N-6327 og N-6328 JÓN J. BILDFELL, Editor Utanáakrift tíl blaðsins: Ttft (OLUKtBIA PRESS, Ltd., Box 3171, Winnlpog. M»n- Utan&skrift ritstjórans: EDlTOR LOCBERC, Box 317* Wlnnlpsg, Sjan. The "Lögberg” ls printed and published by The Columbla Press, Limlted, in the Columbía Bullding, 695 Sargent Ave , Winnipeg, Manitoba. Sumarfrí. Ungir jafnt sem gamiir bíða um kalda vetrar- daga og dimmar frostnætur með óþreyju og eftir- væntingu eftir sumarfríinu, þegar að viðjum dag- legra starfa er kastað og menn geta fleygt sér laus- um út í sumarblíðuna—út í náttúruna töfrandi og yndisfagra, þar sem vindblærinn þýtur í laufi trjánna, aldan leikur sér við fjörusteina og maður getur teigað ylmþrungið sumarloftið að sér í djúpum teigum, þar sem gleði æskunnar gefst byr undir báða vængi og hinir eldri njóta friðar og endurnæringar í skugga trjánna. Vér vitum ekki hvað þeir eru margir eða mörg, sem notið hafa sumarfrísins á sumri því, sem nú er farið að líða á. Vér vitum heldur ekki, með hvaða huga þeir tóku á móti því, hvort þeir litu á það sem tímabil er þeim veittist til þess að safna nýjum kröft- um, nýrri fegurð og nýjum hugsjónum á, eða að það var notað til þess að eyða afli sálar og líkama; vit- um ekki, hvort það hefir gert menn og konur auð- ugri og betri, en þau áður voru. En hvað sem um það er, þá er sumarfríinu lokið nú—skemtitíminn er á enda, en vinnutíminn fram- undan. Með hvaða hugsun taka ungir og gamlir aftur til starfa? Hefir sumarfríið og sumarhvíldin haft nokkur áhrif í þá átt? Engum blöðum- er um það að fletta, að ætlast er til að sumarfríið sé fólki til góðs, — að það veiti því ekki að eins ánægju þá stund, sem það nýtur þess, heldur gjöri það menn og konur hæfari til þess að leysa skylduverk sin af hendi, hver helzt sem þau eru. Vér sögðum áðan, að menn hlökkuðu til sum- arsins og sumarfrísins, og á móti því munu fáir mæla. En menn þurfa að hlakka eins til starfstið- arinnar, og satt að segja er sumarfríinu illa varið og hinni yndislegu sumartíð, ef henni er ekki varið til þess að verða enn hæfari og þarfari maður eða kona, en hann, eða hún, áður var, í hvaða helst verkahring sem fólk er í; því eftir alt getur ánægja manna ekki verið bundin við hinn stutta frítíma, heldur vinnu- tímann og verkið, sem vinna á. Það er kóróna mannanna, aðalsmerki þeirra og vegsemd. Charles Lamb sagði einu sinni, að áður en menn færu að lesa góða bók, þá ættu þeir að lesa viðeig- andi bæn. Hið sama mætti segja við menn og konur, þeg- ar þau taka upp verk sín eftir sumarfríið. Gleði og þakklæti. Það var í ágústmánuði, síðari part dags, í þurka- tíð og heitu veðri, að blóm eitt lítið var að fram kom- ið dauða. Það rendi augum sínum upp í Éláan him- inn og angurblíður vonarbjarmi lék um krónu þess. Það þráði dögg. Svo féll einn daggardropi niður á það og svo hver af öðrum alt í kring um það og vætti rót þess. Blómið, sem var endurnært og end- urlífgað lyfti upp krónu sinni og sagði: “Dropar, eg þakka ykkur, að þið hafið frlesað lif mitt”. Og droparnir svöruðu: “Þakka þú ekki okkur, því ský- ið sendi okkur.” Og blómið Iyfti krónu sinni til himins og sagði: “Ó, ský, í þinni sumardýrð, eg þakka þér að þú frelsaðir líf mitt.” Skýið svaraði: “Þakka þú ekki mér. Sólin dró mig að sér; þakka þú sólinni og vindinum.” Blómið sneri krónu sinni á ýmsar hliðar og var í hálfgerðuui vandræðum. Svo hóf það hana mót sólunni og sagði: “Sól, eg þakka þér, að þú hefir sótt þessa dögg i fjarlæg höf, og þér, vindur, fyrir að bera hana hingað á vængjum þínum mér til hress- ingar.” — Sólin og vindurinn svöruðu: “Þakka þú okkur ekki. heldur guði, sem gaf sjóinn, sólina og vindinn, og lætur regndropana falla til jarðar.” Og blómið, sem þegið hafði kristilega þekking, hóf upp krónu sína og sagði: “Ó, guð, sem skapaðir hafið og gafst sólinni afl til þess að draga skýið að sér frá sjónum, og gafst vindinum vængi til þess að flytja það hingað og lézt dropa falla úr skýinu, sem vöktu og endurnærðu líf mitt.” Guð felur sjálfan sig. Látum það vera fögn- uð vorn að finna hann í háns opinberaða kærleika, og alt vort þakklæti til náttúrunnar, til þjóðanna, til feðra vorra og mæðra, til félaga okkar og frændfólks, vera þakkargjörð til hans. Þannig megi gleði vor og þakklæti helgast honum í dygð.—Lyman Abbott. Aukakosningamar í St. Antoine Þessi aukakosning í St. Antoine kjördæminu í Montreal hefir vakið meiri eftirtekt en vanalega ger- ist, enda sagði Mr. Meighen, leiðtogi afturhaldsliðs- ins í Canada: að “kosninga úrslitin í þessu kjör- dæmi ("St. Antoine) hefðu víðtækari og meiri þýð- ingu heldur en kosningar í nokkru einu kjördæmi í Canada hafa nokkru sinni áður haft.” Og því var þessi kosning svona þýðingarmikil? Sfikum þess, að þó þar væri verið að greiða atkvæði um menn framsóknarmanna og afturhaldsmanna, fconservative og liberalý, í orði kveðnu, þá í raun I réttri voru það tollmálastefnurnar tvær, hátolla- og lágtolla-stefnan, sem um var barist. Og það er sök- um þess, að kosningin hefir vakið sérstaka eftir- tekt. St. Antoine kjördæmið hefir lengst af tilheyrt afturhaldsmönnum, en við siðustu sambandskosning- ar vann Walter G. Mitchell, þingmannsefni frjáls- lynda flokksins, kjördæmið og sat sem þingmaður þess á tveimur þingum. En síðastliðinn vetur, þegar King-stjórnin innleiddi toll-lækkunar frumvarp sitt, sem nú er orðið að lögum, snerist Mitchell á móti stjórninni. Kvað lækkun á tollum, eins og nú stæðu sakir, skaðlega fyrir allan verksmiðjuiðnað landsins, og þessa afstöðu sína áréttaði Mr. Mitchell með því að segja af sér þingmannsembættinu, og var þessi kosning, sem nú fór fram, til þess að fylla sæti hans. í St. Antoine kjördæminu í Montreal eru sumir öflugustu verksmiðjueigenda í Canada. Menn, sem sökum atvinnu sinnar og iðnaðar, eru eindregnir og ákafir hátollamenn. Mótstöðumenn stjómarinnar gripu heldur en ekki þetta tækifæri til þess að benda á óvinsældir Kingstjórnarinnar, sem væru nú orðnar svo miklar, að hennar eigin flokksmenn væru farnir að snúa við henni baki, sem heldur ekki væri að furða sig á, þvi ef hún héldi áfram með þetta lágtolla frum- frumvarp, sem varð til þess að Mr. Mitchell sagði af sér, þá ekki að eins misti hún tiltrú allra hugsandi manna í landinu, heldur líka setti hún allan verk- smiðjuiðnað í því á hausinn. Stjórnin skeytti engu þessum hrakspám, en hélt sitt strik, eins og hver stjórn á að gera, þegar hún hefir fyrir góðu málefni að berjast, hvort sem þar af leiða vinsældir eða óvinsældir. Meighen og afturhaldsliðið hélt, að St. Antoine væri góður staður til þess hasla þessari stefnu King- stjórnarinnar völl. Það er eitt af auðugustu kjör- dæmum landsins. Það hafði verið eitt af ihinum fáu kjördæmum í Quebec, sem sent hafði aftur- haldsmann á þing ár eftir ár. Þar voru sumar af stærstu iðnaðarstofnunum landsins og þar voru há- tolla-postularnir stórir og smáir. Ef nokkurs staðar í Canada var hægt að láta tollastefnu King-stjórnarinnar verða sér til skamm- ar, þá var það vissulega þar, og leiðtogar hátolla- stefnunnar voru ekki i minsta vafa um, að þeim var það innan handar. En til þess að vera vissir í sinni sök, þá fengu þeir Robert Rogers frá Winnipeg sér til aðstoðar og 117 málsnjöllustu ræðumenn flokks- ins til þess að flytja hátollaboðskapinn þarna i St. Antoine, hátolla verksmiðjueigendunum. Stjórnarformaðurinn, Mackenzáe King, kom á vettvang i St. Antoine, og sagði kjósendunum þar, að meðan hann væri stjórnarformaður í Canada, þá væri það hvorki St. Antoine í Quebec né heldur nokkurt annað sérstakt kjördæmi, eða sérstakur flokkur manna í Canada, sem þyrfti að vænta sér- stakra hlunninda frá sinni hendi. Það væri hagur Canadaþjóðarinnar í heild sinni, sem hann bæri fyrir brjósti og honum einum ætlaði hann að þjóna. Úrslitin 'urðu þau, eins og nú er orðið ljóst, að kjósendur í St. Antoine hafa staðfest stefnu Kinjj-stjórnarinnar í tollmálum og stefnu hennar í öðrum málum, með því að kjósa W. J. Hushion, merkisbera frjálslynda floiksins, með 1047 atkvæð- um um fram merkisbera Meighens, hátollastefnunn- ar og afturhaldsins. En svo hefir sumum leiðtogum og blöðum aftur- haldsflokksins orðið um þennan sigur frjálslynda flokksins, að þeir eru farnir að hrópa: “Burt, burt með Meighen.” Kenna honum ósigurinn og Iélegri forystu. Síðasti Communista Congress- inn í Moskow. Hann var haldinn i maí síðastliðnum, og var ekki frábrugðinn hinum, sem á undan voru farnir, i neinu verulegu, að öðru leyti en því, að eftir hon- um biðu margir með óþreyju, til þess að sjá hvaða stefnu að hermála ráðherra Rússa, Trotzki, mundi taka. Eins og menn muna, voru þeir 'búnir að vera samverkamenn í langa tíð, Lenine og Trotzki. Þegar Lenines misti við, hljóp talsverð snurða á samkomu- lagið á milli Trotzki og annara leiðtoga Bolsheviki- manna. Trotzki þótti þeir setja sjálfa sig of mjög upp yfir félagsbræður sína og nefndi þá einræðis- harðstjóra, og svo komst "1 bágt á milli þeirra, að nefnd manna var sett í málið og staðfesti framkomu og stefnu Soviet-höfðingjanna, en deildi á Trotzki fyrir órökstutt frumhlaup á hendur þeim. Trotzki tók þessum dómi nefndarinnar heldur þurlega, en hafði sig þó hægan fram að þessu þingi, og þóttust menn þá viésir um, að annað hvort yrði hann þá að éta alt ofan í sig, sem hann var áður búinn að segja í því máli eða þá að láta til skarar skríða og kljúfa Communista flokkinn á Rúslandi, sem telur um 600,000 meðlimi. En Trotzki gerði hvorugt. Hann hélt máli sínu fram með festu og óvanalega mikilli hógværð. Sagði, að sér sýndist, að hlutirnir væru að komast í það horf, sem hann hefði bent á, og væru meira að segja komnir það. En meiri hluti flokks þess, sem hann tilheyrði, liti öðru vísi á, og á þær kringumstæður sagðist hann líta eins og góðum flokksmanni sæmdi og beygja sig fyrir meiri hlutanum, sem væri alt, en einstaklingurinn, þegar svo stæði á, væri ekkert. Móstöðumenn Trotzki létu sér þessa skýringu illa lynda, en urðu að sætta sig við hana og láta svo tímann skera úr, hvort Trotzki hefir meint þetta eða ekki og hvað langt hann vill ganga í flokks undir- gefninni. Á þessu þingi Communistanna, eins og á öðrum þingum, Iögðu starfsmenn ríkisins fram skýrslur sínar, sem að meiru og minna leyti sýna ástandið, eihs og það er í raun og veru. Stjórnarformaðurinn, Kalinin, sem sjálfur er fæddur og uppalinn í sveit og hefir undanfarandi gjört sér mikið far um að kynna sér ástand bænd- anna á Rússlandi, með því að ferðast á meðal þeirra, getur þess í skýrslu sinni, að tiltölulega fáir af bænd- unum, aðhyllist Communista stefnuna, eða sam- vinnustefnuna; segir, að 65,000 bænda tilheyri fé- lagsskap Communista, sem, eins og áður er tekið fram, telur 600,000 félaga. Leggur hann til, að sam- vinnufélög séu mynduð í bæjum og sveitum landsins. í sambandi við afstöðu stjórnarinnar til bændanna, segir hann: “Hinir tiltölulega háu skattar, hið háa verð á öllum verksmiðjuiðnaði og hið klaufalega stjórnarskrifstofu fyrirkomulag, alt þetta og margt fleira, er orsök óánægju bændanna.” Hann lagði einnig mikla áherzlu á að Communistarnir hættu æs- ingatilraunum sinum gegn trúars'koðunum,' Ibænda- lýðsins, og fór fram á, að Soviet stjórnin væri vin- samlegri í garð rússnesku orþódoxu kirkjunnar, sem orðið hefði að sæta ofsóknum undir keisarastjórn- inni. önnur skýrsla um mentunarástandið á meðal bændalýðsins var lögð fram af ekkju Lenines, Mad- yeshda Konstantinovana Krupskaya, sem átendur á meðal þeirra fremstu í mentamálanefnd Sovietstjórn- arinnar. Sagði hún mentunarástandið voðalegt í sveit- um Rússlands. “Við tölum um, að kenna öllum að lesa, en satt a segja vex stöðugt tala þeirra, sem það ekki kunna”, segir hún. “Mentunarástandið í sveit- unum er ekki að eins óttalegt, heldur óskaplegt.” Og þó ekki væri tekið eins djúpt í árinni víða í skýrslunni, þá er sami andi í henni út í gegn. Krupskaya lýsir eymdarástandi kennaranna í hinum smærri sveitaþorpum átakanlega, sem fá að eins tólf rúblur—fimm eða sex doll. á mánuði—t kaup, og sem þó ekki borgast nærri alt af með skil- um. Hið efnalega ástand þeirra sagði hún að væri svo slæmt, að óhugsandi væri, að þeir gæti haft áhuga á starfinu, eða fylgst með í þróun þess. Jafn-slæmt sagði Krupskaya, að ástandið væri, þegar til skóla- bygginganna kæmi og kenslubóka. Skólahúsin væru úr sér gengin, því ekkert hefði verið eða væri við þau gert og bækurnar fullnægðu ekki þörfunum, og svo væru þær of dýrar. Krupskaya benti á, að sökum þessa voðalega á- stands, þá hefði jafnræðið á meðal barna í sveitum og sveitabæjum horfið. Þeir bændur, sem betur væru efnum búnir, fengju prestsdótturina í sinni sókn til þess að segja börnunum sínum til, því þeir gætu borgað fyrir það, en börn fátækara fólksins yrði að alast upp í algjörðu þekkingarleysi. Þetta ástand kendi Krupskaya efnahagsástandi þjóðarinnar og því ekþi auðvelt úr því að bæta, fyr en fram úr því raknaði. En þó benti hún á, að ým- islegt í þessu sambandi mætti laga strax. Kaup kennaranna i sveitabæjum yrði að laga að einhverju leyti og það strax, sagði hún. Meiri jöfnuður sagði hún að yrði að komast á i sambandi við peninga, sem stjórnin léti verkamannafélögin hafa til menta- mála, og þessara sveitabæja, sem ekkert fengju. Prentsmiðja ríkisins sagði hún að yrði að reyna að gefa út betri kenslubækur, meira af þeim og ódýrari en hún hefði gert. Um samvinnu lagði maður að nafni Andreev fram skýrslu, og kvað hann aðallega vera tvö sam- vinnufélög á Rússlandi: Hið svo nefnda “Centra- soyus” kaupfélag, eða félag, sem eingöngu sæi um innkaup á nauðsynjum manna, og “Selsky-soyus”, félag, sem ýmsar deildir bænda og smærri samvinnu- félög þeirra á milli stæðu í. Hann sagði, að verzl- unar-umsetning “Centrosoyus” félagsins hefði aukist úr 306 milj. rúblum frá 1922 upp í 496 milj. rúblur fyrir árið 1923. En umsetning “Selsky-soyus” fé- lagsins var sjö milj. rúblur fyrir fyrstu sjö mánuð- ina af árinu 1922, en 23 milj. rúblum nam sú um- setning fyrir sama tíma árið 1923. í 'skýrslu þessa Andreev er tekið fram, að um 7 af hundraði tilheyri þessum félagsskap á Rússlandi, og að félög þessi hafi í sínum höndum hér um bil tíu af hundraði af verzlun þjóðarinnar. Mjög segir Andreev að fyrir- komulaginu í félögum þessum sé ábótavant. Mynd- ugleiki og einræði ríkisþjónanna segir hann að sé versti þröskuldurinn. Enn fremur bendir hann á, að forstöðumennirnir hafi alt of mörg járn í eldinum, en leggi ekki nógu mikla rækt við aðal atriðin, sem öll velferðar framtíð þeirra hyggist á. Skýrsla um hagfræðilegt ástand þjóðarinnar var lögð fram af George Ziinoviev. 1 sl^ýrslu *þeirri stendur, að í fyrra hafi verzlun Rússa við aðrar þjóðir numið 14 af hundraði af verzlun þeirri, er þeir gerðu fyrir stríðið. Á þessu ári segir skýrslan, að útlenda verzlunin hafi numið 20 af hundraði af því, sem hún hafi verið 1914. Landbúnaðar afurðir 1923 námu 78 af hundr- aði af því, sem þær voru að meðaltali fyrir stríðið, og hefir sú framleiðsla aukist um 3 að hundr. á ár- inu liðna. Bændur höfðu ræktað 9 af hunlr. á ár- landi því, sem ræktað var 1916, og 80 af hundr. af því landi, sem ræktað var hjá þjóðinni 1913. Verksmiðjuiðnaðar framleiðsla nam 32 af hdr. af því, sem hún var fyrir stríðið, 1922-1923, en nú hefir hún aukist upp í 41 af hundraði. Olíu fram* leiðslan er nú 6 5af hundT. af því, sem hún var 1914, járn 14 prct., baðmull 49 prct. og ullariðnaður 58 prct.—Vinnu atorka verkalýðsins segir Zinovieve að hafi aukist á siðastl ári frá 60—70—75 af hundraði af þvi sem hún var fyrir stríðið. En Dzerzhinski, formaður iðnaðar stofnana Soviet stjórnarinnar, seg- ir, að sá reikningur Zinoviev nái ekki nokkurri átt, því orku afkoma vinnufólksins sé nú hreint ekki meiri, en 58 prct. af því, sem hún var fyrir stríðið. Kaupgjald segir Zinoviev í þessari skýrslu sinni að sé 65 af hdr. af því sem það var fyrir striðið. Með- al mánaðarkaup fyrir algengan verkamann, segir sricýrslan að sé nú 27.2 rúblur, og er það 8.4 rúblum hærra en það var í fyrra, en 13.9 rúblum hærra en árið 1922. En sú hækkun er þó ekki að öllu leyti auknar tekjur fyrir verkafóikið, því allar lífsnauð- synjar þess hafa hækkað í verði í jöfnum hlutföllum við kaupið. Um verzlunina segir Zinoviev að 26 af hundr. sé í höndum Soviet stjórnarinnar, 10 af hdr. í hönd- um samvinnufélaga og 64 af hdr. i höndum ein- stakra manna. Eftir skýrslu þessari að dæma, eru samgöngu- tækin ekki í sem beztu ásigkomulagi. Tap á vöru- og fólksflutningum sagði Zinoviev að hefði numið 100 milj. rúblum 1923, og til 1. okt. 1924 yrði það 60 milj. rúblur. Hann segir og, að vöru- og fólks- flutningur nemi að eins 40 af hundraði af því, sem hann hafi verið fyrir stríðið. o Þegar þér þurfið að senda upphæð- ir, alt að $100, (þá fara saman öryg'gi sparnaður og þægindi, með því að nota Royal Banka Money Orders. Þær verða greiddar í peningum við alla banka í Canada (að undantekn- um Yukon), að kostnaðarlausu. Þér munuð sannfærast um að Money Orders vorar, greiðan- legar í Bandaríkjadollurum og Ster- lingspundum, eru handhægastar til að senda smáar upphæðir til Banda- ríkjanna og Bretlands hins mikla. RATES 42.52 fi unoep 5e over ZIP ro * 5. 7e • 5 - 10 10= - 10. • 3Q I2e • 3Q • 50.' I5C • 50. • 60. 18= • 60. • 80. 20= The Royal Bank of Canada Kuldaleg vandlœting. Algengt er það, og hreint ékki lastvert, að misjafnir verða dómar manna um málefnin, þvi “sínum augum lítur hver á silfrið’.’ En öll vandlæting, sem einhverri virðing og viðurkenning ætti að ná, þyrfti þá að vera þykkjulaus og hrein, og um fram alt bygð á ofurlítilli skynsemi og dómgreind. Eg hefi enga löngun til ‘að fara út í stríð eða blaðadeilur, en með leyfi, hr. ritstjóri og háttvirtu les- endur, get eg ekki og vil ekki við- urkenna “Sleggjudóminn” í síðasta Lögbergi dags. 4. þ.m. (sept.J eftir einhvern B. Sveinsson í Keewatin, Ont. Eg leyfi mér að halda því fram, að þessi heiðraði höf. hafi algjör- lega misskilið tilgang og rithátt O. T. Johnsons frá Minneapolis, sem ritaði greinina í Heimskringlu um amerísku flugmennina, sem land- festu tóku sér í Hornafirði á ís- landi. Til mikils baga hefi eg tap- að blaðinu, sem sú grein stóð í, en eg las hana mjög rækilega. Ekki einungis efni^ins vegna, heldur miklu fremur snildarinnar vegna, sem lýsti sér í gegn um allan rit- háttinn. Þeir eru fáir—alt of fáir—, sem knr>na þá list að vefa saman gam- an og alvöru i rithætti og láta alt falla saman svo fagurt og létt, að unun er á að horfa, og efnið að verðleggja. í okkar tíð höfum við átt tvo, sem fram úr skara á því sviði. Annar er nú látinn, sá ó- gleymanlegi Ben. Gröndal; hinn lif- ir með oss, og liggur ekki á liði sínu að rita. Það er líklega allrar þjóð- arinnar vinsælasti rithöfundur, Steingrímur læknir Matthíasson. Samt mætti gera ótal athugasemdir við margt, sem sá góðfrægi maður ritar, ef atriðin eru skoðuð einhliða með köldu drambi og aulaskap. Samt vildi eg hjartanlega óska þess, að Steingr. læknir fengi að lifa með þjóð vorri eins lengi og snillingurinn faðir hans. Mér finst eg þekkja í báðum sömu sál og þá list að vera jafnvígir á öllum svið- um. Einungis bindur læknirinn sig við að rita óbundið, en faðir hans varð ódauðlegur fyrir ljóðagerð- ina. Greinin í Heimskringlu eftir O. T. J. er mjög áþekk rithætti St. M. Og ef nú að sá höfundur er sami O. T. Johnson, sem um eitt skeið var ritstjóri Hkr., en þegar eg vissi síðast að átti heima í Edmonton, Alta., þá undrar mig ekki, þó lag- lega væri lopinn spunninn, því að þann gamla góðkunningja minn þekti eg mjög vel og veit með vissu, að hann er bæði bráðskýr maður og afbragðs vel ritfær, og langt yf- ir það hafinn, að vera þannig lagð- ur á kné sér, eins og þessi herra B. Sveinsson gerir. Eftir því sem eg frekast man eft- ir úr þessari flugferðamanna grein, þá var háðspuninn allur teigður úr blaðagumi Bandaríkjamanna; en að þar væri nokkurt lítilsvirðingarorð sagt til Hornfirðinga, hefir algjör- lega fram hjá mér farið. Enda veit eg, að þessi O. T., sem eg þekki, hefir aldrei, leynt eða ljóst, kastað kalsi til íslendinga heima á ætt-1 jörð vorri, og hefði varla farið að byrja á því nú við þetta markverða tækifæri. Og hvað sem um það er, hver þessi O.T.J. er, þá held eg því fram, að greinin var rituð af list- fengi og í alla staði græzkulaus. og þessi B. S. hefir ekki vit eða vilja til að dæma hana rétt. Sami kulda rembingurinn skín í gegn um niðurlag “Sleggjudóms- ins”, þar sem höf. segir, að blöð vor flytji of mikið af rusli, sérstak- lega Hkr., og vill fá að vita, hver og hvað margt sé af mönnum, sem ekki viti lifandi agnar baun um hvað þeir séu að rita um. Jæja, blessaður aumingja bjálf- inn. Eg veit af einum, og hann á heima einhvers staðar í skollanum í Keewatin. Annars er allur rit- háttur í þessum “Sleggjudómi” ó- skaplega leiðinlegur, og langt frá því að mark sé takandi á aðfinsl- um hans. Lárus GuSmundsson. Árborg, Man. ------o----- Flœðið í Manitobavatni og lœkkun þess. Eftir B. Rafnkelsson. Af því svo margar mismunandi sögur hafa farið um það, hvað vatnið hafi mikið hækkað og hve- nær, og einnig hvaða tilraunir hafa verið gjörðar til að lækka það, þá verð eg að hiðja þig, herra Jón rit- stjóri, að gjöra svo vel og láta eft- irfarandi línur koma á prent við tækifæri. Svo er mál með vexti, að vatnið byrjaði að flæða seint að haustinu 1921, svo að það flæddi upp undir heystakka á láglendinu, svo botn- unum varð ekki náandi; en um sumarið, 1922, hækkaði vatnið um tvö fet, og var þá hér ekki hægt að ná helming af heybjörg við það sem vant var og eg þurfti handa þeim skepnum, sem eg hafði, og varð eg að lóga mörgum ungum skepnum fyrir sama sem ekkert þess vegna. En um sumarið 1923 tók átján yf- ir; þá flæddi enn á ný um hálft annað fet, sem gjörir flóðið í það heila um 3% fet frá því, sem það var 1919-20-21. Mér brá í brún,. Jiegar vatnið var víða komið upp í skógabrún i júní, og verð eg rétt að segja, að þá var Duck Island óeigu- legur húskapar blettur,. um það leyti; og eg held að margur hefði þá gefið búskap upp á bátinn, því hér var hvergi hægt að komast með skepnur fyrir forafeni út á þá smá- randa, sem upp úr stóðu, þar sem dálítið hey var að fá; eg varð því að'búa til vögur til að flytja á am- boðin yfir, og hafa langan stjóra, sem náði yfir verstu díkin og brjót- ast með hestana lausa. — Nú í ár er mér sagt að vatnið sé dálitið lægra en í fyrra, því ekki er eg fær að komast neitt um—bara á milli búrs og eldhúss, ekki einu sinni á milli f jóss og hlöðu, hvað þá lengra. En svo kvað jörðin vera svo blaut, að vart er skepnum um komandi, og víða með graslausum sköllum, sem eðlilegt er, og á hún eflaust langt í land til að ná sér aftur, þó SPARAÐ FÉ SAFNAR FÉ Kf þér hafið ekkl þegar Sparlsjóðsrelkninfr, þá {tetið þér ekki breytt hygitilegar, en að lcgftja peninga yðar lnn á eitthvert af vor- uin næstu útihúum. par bíða þeir yðar, þegar rótti tímlnn kemur tll að nota þá yður til sem mests hagnaðar. Union Bank of Canada heflr starfað 1 58 ár og liefir á þoim tima komið npp 345 útibúum frá strönd til strandar. Vér bjóðum yður llpra og ábyggilega afgrelðslu, hvort sem þér gerið mikil eða lítil viðskifti. Vór bjóðum yður að heimssrkja vort næsta útibú, ráðsmaðorinn og starfsmenn lians, munu finna sór ljúft og skylt að leiðbelna yður. ÚTIBÚ VOK EIIU A Sargent Ave. og Sherbrooke Osbome og Corydon Ave. Portage Ave. og Arlington I.ogan Ave og Sherbrooke Portage Ave. og Good St. og 9 önnur útibú í Winnipeg. AÐALSKRIFSTOFA: UNION BANK OF CANADA MAIN and WILLIAM — — WINNIPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.