Lögberg - 18.09.1924, Síða 5

Lögberg - 18.09.1924, Síða 5
LötriSERG, FIMTUDAGINN18. SEPTEMBER. 1924. i o Robin Hood Flour Vinnur 34 VERÐLAUN af 36 I brauðtilbúnings-samkepni, úr hvaða hveiti sem er, í Vesturlandinu þetta sumar, vann ROBIN HOOD FLOUR 34 verðlaun af 36 er voru í boði. Calgary, Álta 7 Verðlaun boðin. Öll unnin af Rodin Hood Flour Edmonton, Alta 10 Verðlaun boðin. öll unnin af Robin Hood Flour. Regina, Sask, 10 Verðlaun bóðin. Atfa af þeim unnin af Robin Hood Flour. Fyrstu verðlaun sem vér unnum 1 öllum þeim stöðum sem vér höfum heyrt um, eru Morden, Man. Elstow, Sask. Carberry, Man. Dauphin, Man. Minnedosa, Man, Broadview, Sask. Ceylon, Sask. Hawarden, Sask. Silver Stream, Sask. —og álíka fréttir eru enn að berast. og sem sýna að vér getum ábyrgst Robin Hood Flour að það geri betri og áreiðanlegri bökun en nokkuð annað hveiti, og sannar að það er “VEL VIRÐl LÍTILSHÁTTAR HÆRRA VERÐS“. Robin Hood Mllls, Ltd. Moose Jaw Calgary '□ að vatnitS fari lækkandi, sem er vonandi. Eg verð aS segja, aS mér seig brún yfir auga, þegar eg las eitt at- riSi í fréttagrein frá gömlum og góSum merkisbónda hér norÖur meö vatninu, Ólafi • Thorlacius, í fyrra sumar, sem lét vel yfir því, aö vatniÖ væri aÖ lækka, og þakkar þaÖ aðallega framkomu hins mikil- hæfa þingmanns okkar, og var þaS heilmikill lofsöngur; og ætla eg í þessum greinarstúf að geta dálítiÖ um framkomu hans þessu máli til áréttingar, eftir því sem eg sannast veit., þar eg er aö segja söguna á annaS borÖ, hvort sem einum fell- ur betur eöa ver, því svo er að segja fiverja sögu, eins og hun gengur til. Þá er þar til máls aS taka, sam- kvæmt þvi er eg veit bezt um fram- kvæmdir mannsins, að hann byrj- aSi að skrifa seinni partinn í fyrra vetur, með nokkurs konar forskrift- arletri i Lögbergi, til aS láta fólk vita, hvaS miklu hann hafðEáork- aS. Næst skrifar hann grein um vatnsmálið (sem aldrei hefði átt að birtastj 12. apríl 1923, meS yfir- skriftinni Lœkkun Manitobavatns. Slíkur gleðiboðskapur fyrir okk- ur hér, sem vorum búnir að líSa stórtjón meS óútmálanlegum erfið- leikum, sem flóðið hafði í för meS sér, bæði nteð eySileggingu á land- inu og hitt annað, að þurfa að lóga skepnum sér í stórskaða fyrir sama sem ekki neitt, heyskorts vegna, og ætla eg meS fáum orSum einung- is að minnast á ofannefnda grein og undirtektir þingmanna í Mani- tobavatns málinu, sem byrjar þann- ig, að þingmaSurinn segir, að það hafi veriS sendar umkvartanir viS- vikjandi vatnsflóðinu, til Ottavva, um aS fá fjárstyrk, og svo frem- vegis, (liklega nokkuð veigalitlar umkvartanir), og aS hann hafi skorað á Manitobastjórnina 1919, að láta mæla og gjöra áætlun um kostnað við að grafa út Fairford- ármynniS, og aö því verki loknu hafi úrskurðurinn orðið sá, aS kostnaðurinn yrSi 5,000 dollarar. Hví lét þá ekki stjómin vinna verk- iS, þar sem um svona litla fjárupp- hæð var aS ræða? Þetta kemur hálf skrítilega fyrir, þar sem engin umkvörtun var og engin ástæSa til heldur, þar sem vatnið var svo lágt þá, og alt fram að þeim tíma, er eg hefi sagt. Það virðist eins og þeim peningum hafi verið á glæ kastaS, sem mælingin hafSi í för meS sér. Eg held að þetta hafi verið óþarfur og óheppilegur punktur að benda á í rauninni, og kom málinu ekkert viS. Síðan seg- ir þingmaðurinn, að nefnd sé sett af fylkisstjórninni til aS rannsaka Manitobavatns málið, og eigi að koma sarnan i þinghússbygging- unni (auðvitaðj þann 17. dag apr- ílmán. kl. 9 fyrir hádegi, 1923, og þá gefist bændum tækifæri til að leggja fram ástæður sínar í málinu, þeim sem hlut eiga að máli. Finst ekki fleirum en mér þetta meistaralega hugsaS? Þar sem blöSin, sem út koma í W;innipeg þ. 12, koma ekki til Vogar P.O. fyr en að kvöldi þess 17. apríl, og kom- ast mikið seinna á sum önnur póst- hús hér norður frá fram með vatn- inu, sem auðvitaS hefði átt aS vera manninum vel kunnugt, ef hann hefSi gfeiS sér tíma til að hugsa um það, að slíkt var ómögulegt fyrir menn hér að færa sér í nyt, ,þó þeir hefðu verið af öllum vilja gerSir, þar sem þetta kom alt eftir dúk og disk. Já, svona fór meS sjóferð þá. Ekkert hreift viS þvi á síðasta þingi, það eg til veit. ÞingmaSurinn kvartar sáran yf- ir mótspyrnu, sem þetta mál hafi mætt. Já, það gjörSi það, en þær voru svo léttvægar þær mótbárur, að manni eins og þú skoSar þig að vera, hefði átt að vera unt að með- höndla þetta mál á hægan hátt, ef þú hefSir nokkuS látið til þin taka. En þess er hvergi getið, nema það sem þú segir sjálfur, og sannast þá, aS sætt er lof í sjálfs munni. Ensku blöðin geta þess ekki, aS þú hafir tekið til máls, þá málið kom til umræðu. Varstu þar hvergi nærri? Og er það leitt, ef svo hef- ir verið, þvj blöðin ensku geta greinilega um, hverjir tóku til máls í þessu áhugamáli þínu. Þú hefir þó ekki verið út við Lundar um þaS leyti ? EitthvaS sá eg um þaS. Þá er þar til máls að taka hverj- ir töluSu í bága viS lækkun vatns- ins og skal fyrst frægan telja, borg- arstjórann Farmer. Fyrsta hlut- verk hans var aS bera þá bláköldu lygi fram, að vatnið hefði lækkaS um 2 fet, og sagðist geta sannað sögu sína. Næsti punktur merkis- mannsins var, að bændum væri nær að flytja sig frá vatninu og kaupa sér lönd nær járnhraut. Vit- urlega sagt, sem vænta mátti, eða hitt þá heldur, þar sem fjöldi af bændum eru búnir aS búa um og yfir 30 ár á löndum sínum, og margir hverjir orðnir útslitnir menn og hafa uppbygt löndin og borgaS skatta af þeim. Já, auðvitaS að yfirgefa löndin, jafnvel sumir slyppir og snauSir. En sú enda- leysis fjarstæða! Þar næst mintist hann á andaveiði og hafnarstæði. Slíku bulli er ekki ansandi. Þessi líka hafnarstæðin hér með Manito- bavatni—þar sem varla sést bátur í förum. Það ætti að setja Farm- er á “farm” hérna fram með vatn- inu og vita þá, hvort ekki kæmi mismunandi hljóS i manninn og minkaði gorgeirsgúllinn á hanum. Eg var staddur í Mulvihill seint í marz í fyrra, þá eg las þessar þingmálasögur. Eg varS bæði sár og reiður (þó eg mjög vesall væri, því lengi var eg búinn að vera las- burða áSur en eg veiktist til fulln- ustuj, en eg stökk upp sem alheill maður og kendi einskis meins frem- ur en Þórhallur forðum, þótt eigi vægi eg vig sem hann; en ekki veit eg hvað gjörst hefði, hefSi eg verið kominn þar í fallegu fötin hans Skúla, rétt andspænis Farmer hinum rnikla, og jafnvel þó eg hefði veriS í gömlu duggarabands- peysunni minni og stagbættum speldisbuxum; skyldum vita hvort mig hefSi skort einurð eSa rök- stuðning til aS andmæla manninum og heimfæra til fullnustu hækkun vatnsins um 2 fet 1922 í staðinn fyrir lækkun, eins og hann sagði, og sjá hvort hann hefði ekki mátt slíðra sverðið sitt, sem Þorkell neyddist til forðum. Næst kveSur Evens sér hljóðs og talar fremur af viti en hinn fyr- nefndi; skoðar rétt að setja málið í nefnd;—þaS er líklega nefndin, sem hann Skúli þingmaður er aS tala um. — Honum næst vall Queen, samkvæmt hans háfleyga viti; þáð vita allir, sem þann mann þekkja, hvernig það hefir reynst. — 'Þar næst réðst til rúms Mc- Kinnel, þingmaður fyrir Klettavið- ar kjördæmiS, og þótti mér einkar vænt um, að hann stakk viðeigandi ginkefli upp í Winnipeg-þingmenn- ina, svo þeir þögnuðu, og varð sá eini til að skjóta hlifSarskildi fyr- ir þingmann vorn meS aðdáun mikilli. Mér þótti mjög leiðinlegt, að fá ekki að sjá svo sem spannar langan spotta í þessu blaði eftir þing- manninn frá St. George kjördæm- inu. Eg vildi bara mér auðnaðist að finna hann Farmer að jnáli, því hann á það skilið. ÞaS er brjóst- umkennanlegt, þá menn finna hvöt hjá sér einungis til aS leggja sig fram andstæSa þvi, sem að sjálf- sögðu þarf aS koma í gerð. En Farmer er ekki einan til að taka, því þið megið ekki gleyma hvernig efri málstofan, öldungarnir í Ott- awa, fóru með járnbrautarmálið í Dodds nýrnapillur eru besta nýrnameðalið. Lækna og gigt ‘bak- verk, ihjartabilun, þvagteppu og önnur veikindi, sem stafa frá nýr- unum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan eða sex ösikjur fyrir ?2.50, og fást hjá ölluvn lyf- sölum eða frá The Dodd’s Medi- cine Company, Toronto, Canada. fyrra og aftur í vor, og satt er þaS, að íhaldsmenn eiga þar mest- an hlut aS máli. En, Jón ritstjóri, betur hefði mér fallið, og auðvitaS sjálfsagt, að þú hefSir minst á þá stóru fjóra frjálslyndu öldunga frá Montreal í efri málstofunni i Ottawa, þá Bayer, Casgrain, David og Wil- son, sem einnig greiddu atkvæSi á m'óti járnbrautarmálinu—þeim gat vart fyrirgefist, að fótumtroða verk frjálslyndu stjórnarinnar. — En svona gengur það til, drengir, og ekki ætti það að eiga langt i land, að efri málstofu þingmennirnir yrSu kosnir af alþýSu til eins kjör- tímabils i senn. Það ætti aS vera bærileg staða fyrir mig, þá eg er orðinn friskur og hættur þessum búskap, þó eg auSvitað viti, aS eg hafi ekki nægilega heilbrigða skyn- semi eða dómgreind til þess starfs. En ekki þarf mikils með, til að jafnast á við þá suma, blessaða. Eg hefi fariS dálitinn útúrdúr frá vatnsmálinu, og beiSist eg af- sökunar, en mér fanst þeir þarna í Ottawa svo nauðalíkir honum Farmer, og þess vegna rétt að gefa sama matlnn öllum. Jæja, svo eg ljúki ekki máli mínu án þess að minnast á þær síðustu fréttir af lækkun Manitobavatns, skal þess minst, aS i júní í fyrra kom sú frétt frá þingmanni Skúla, með merkum manni hér að norðan, að það ætti að byrja á aS grafa út Fairford ána snemma í júlí. Frétt- inni var fagnað meS óútmálanlegri gleSi, og hún fór rakleiSis bæ frá bæ líkt og þingboðin gengu í minni ungdómstið á íslandi, þó þau væru vafin utan um öxina, sem þá var títt, sem þið öll hin eldri munið.— En um sama leyti fékk eg fjögur bréf austan frá þeim heiðruðu i Ottawa, því eg var búinn að rispa þeim viðvíkjandi vatnsflóðinu, og hafði farið fram á það viS þá, sem aS dómi þar sitja, aS fá eina af þessum sex (6) vélum, sem Ottawa stjórnin útbýtti flestum hér um Manitoba, til að grafa út Fairford- ána. Bréfin voru öll mjög kurteis, með samhygS til okkar hér yfir þessu vatnsflæði, og ekki er neins getið í þeim að nein ráðstöfun sé gerð til framkvæmda, og er þó ein- kennilegt meS alt sem á að vera búið að starfa samkvæmt því, sem áSur er sagt. Bréf þaS, er eg fékk frá fjármála ritaranum, tilkynnir mér, að það skuli verða sendur mælingamaður hið fyrsta til áætl- unar um hvað gjöra skyldi. Eg heyrði sagt, að hann hefði komiS i fyrra sumar og hefði átt að segja, aS kostnaSurinn við aS grafa út ár- mynnið yrSi I50,cxx) dalir — dá- lítið mismunandi við þaS, sem Skúli hafði greint frá-—5,000 dal- ir. AuðvitaS veit eg ekki hvað satt er i þessari sögu og eg hefi ekkert séS um þaB í blöðum. Eg hefi einnig heyrt, að Ragnar John- son, frændi minn, hafi veriS í þess- ari ferð. Hann ætti að láta okkur vita þaS, — því ekki má hér staðar nema. Við verðum aS láta hann Skúla hafa eitthvað að starfa á 'komanda vetri. Þó vatniS hafi Sparið GEGN 4% Á YÐAR EIGIN Sparistofnun fá nnlög yðar 4 prct. og eru trygð af Manitobafylki. Þér getið lagt inn eða tekið út peninga hvern virkan dagfrá9til 6. nema á laugardögum, þáer opið til kl. 1, eða þér getið gert bankaviðskifti yðar gegnum póst. Byrja má reikning með $1.00 FYLKI TRYGGING Provincial Savings Dtfice 339 Garry St- 872 Main St. ‘ WINNIPEG Utibú: Brandon, Portage la Prairie, Carman, Dauphin, Stonewall. gtofnun þessier starfrækt í þeim til- gangi að stuðla að sparnaði og vel- megun manna á meðal. lækkaS svo lítið, þá getur það hækkað að ári. — Grein þessi var skrifuð aS miklu leyti í fyrra, um þaS eg varð lasinn — og rakst eg á hana fyrir nokkru í rusli. Frá íslandi. Rvík, 23. ágúst. Þann 7. ág. var Kristjáni Linnet, sýslumanni Skagfirðinga, veitt bæjarfógetaemhættið í Vestmanna- eyjum og sama dag var Katrínu Tþoroddsen veitt Flateyjar læknis- hérað og Eggerti Briem ÞifetilfjarS- arhéraS. Allmargir útgerSarmenn hér í bænum hafa myndaS félag með sér, til þess að koma á fót sildar- brSslu verksmiSju á næsta sumri. —Er málið þegar komiS í svo gott horf, að stofnendur eru búnir aS tryggja sér aðstoS bankanna til reksturs fyrirtækisins, enn fremur hefir félagið keypt sildarstöS Elí- asar heitins Stefánssonar í Reykja- firði. Stjórn félagsins skipa þeir Jón Ólafsson, Magnús Th. Blöndaf og Páll Ólafsson.—Vörður. * Reykjavik, 16. ág. Þann 3. þ.m. andaðist í Flatey á Breiðafiröi bóndinn Jón SigurSur Sigurðsson, 36 ára aS aldri. Hann var sonur séra Sigurðar prófasts Jenssonar, sem lézt hér í Reykjavík í janúarmánuSi siðastl. vetur. Bana- mein Jóns sáluga var lungnabólga, sem hann lá stutt í. Dórnur er nýlega fallinn i undir- rétti i máli því, ef S. í. S. höföaði gegn birni alþingismanni Kristjáns- syni fyrir rit hans: “Um verzlunar- ólagið”. KrafSist sambandið eins og kunnugt er, hálfa miljón króna í skaöabætur af Birni og auk þess sekta. Féll dómurinn svo, að Björn var sýknaSur að öðru en því, aS nokkur ummæli í bæklingnum voru dæmd dauð og ómerk.—Mbl. Innlend framleiðsla. (Mbl. 21. ágúst.J Nú á dögum er mikið rætt og ritað um aö notfæra sér þau gæði, er landið okkar geti af eignn ram- leik í té látiS i ýmsum myndum. Þótt ekki sé það fyrirtæki, sem hér verSur minst á, fyrirferðarmikið, er full ástæöa til að gefa því gaum. Það er Mjólkurfélagiö “Mjöll”, sem undanfarii# ár hefir unniS aö því, að sjóða niður rjóma í flöskur og seldur hefir veriS hér í Reykja- víkurbæ. En reynslan hefir sýnt, að æöi miklir erfiðleikar eru á því fyrirkomulagi, og að við svo búiS mátti ekki standa. Hafa því fram- leiðendur þessarar vöru, sem aS eins eru 4 hændur í Borgarhreppi i Mýrasýslu, breytt til, og sjóða nú niöur rjómann í dósir, sem eru að stærð og útliti eins og venjulegar mjólkurdósir. Dósarjóminn er nú kominn á markaðinn, og er til sölu í bænum á um 20 stöðum, með góöum á- rangri; er sérstaklega ástæða til aS þakka kaupmönnum fyrir góðar undirtektir og dugnaö í sölu, þar sem um mjög lítil sölulaun er að ræða. Fyrirtæki þetta á nú í vændum aS ná fullkomnari mynd, þar sem nú er verið aö reisa verksmiðju, er sjóði niður nýmjólk í dósir, og verður þá á boöstólum innlend dósamjólk, er vænta má að veröi fullkomlega samkepnisfær viS samskonar erlenda vöru, bæði að gæðum og verði. Takist það, svo vel fari, má meö sanni segja, að þolinmæöin þrautir vinnur allar, þar sem þessir 4 hænd- ur, eins og hér að framan er getið, hafa í mörg undanfarin ár unniö að þessu og mætt afarmiklum örð- ugleikum á ýmsan hátt, sem hér skal ekki rakiS, en nú að endingu hafa von um aS ná settu takmarki. Er vonandi, að neytendur sýni nú samheldni Og kaupi innlendu vöruna: Dósarjóma frá Mjóll, og svo væntanlega innlendtt dósa- mjólkina, þegar hún kemur. Þorvarður Magnússon ökumað- ur, andaðist aö heimili sínu, Lækj- arhvammi, 12. ág., eftir stutta legu. Jónas Eiriksson, fyrrurn skóla- stjóri á Eiðum, andaðist á heimili sínu, Breiðavaði í Eiðaþinghá, þriðjudaginn 19. ágúst. Banantein hans var lungnabólga. ífyrradag (20. ág.) varð þaS sorglega slys ntilli Vestmannaeyja og lands, að tveir menn druknuðu af heyflutningsbát, þeir Simon Eyjólfsson frá Miðey og Jóhann Guöjónsson frá Kirkjubæ í Vest- manneyjum. SlysiS atvikaöist svo, að sex rnenn voru að flytja hey út i Eyjar. Háfermt var og rofnaði búlkinn, en fjórir menn féllu fyrir borð og varð ekki nema tveim þeirra bjargað, báðum nijög þjök- uöurn.—Vxsir. Akureyri, 25. ág. SíldveiSin er að glæðast aftur. í dag hafa komið á land hér rúm- ar tvö þúsund tunnur og á Siglu- firSi fimm þúsund. í gær og i dag hafa komiS fyrstu þurkadag- arnir hér á rúmuni hálfum mánuði. Krossanesntálið svokallaða veld- ur hér miklu umtali Hefir verk- smiðjan Ægir verið kærð fyrir ó- leyfilegan innflutnihg útlendinga i atvinnuskyni, og fyrir að nota of stór síldarmál. Atvinnumála ráð- herranna hefir úrskurðaS, að verk- sntiðjan skttli fá að iialda hinu er- lenda verkafólki þaS sem eftir er sumarsins, og kveðst ekki skoða sig hafa nægilega heimild santkv. núgildandi lögum til þess aS gefa út reglt’^rö samkvæmt lögum sið- asta þings. Síldarmál verksmiðjunnar reynd- ust við mælingu 20 litrum stærri en santningsbundiS var, en hafa þó verið löggilt á 170 litra til 1. okt. með santþykki atvinnumála ráð- herrans. Búist eb við, aö sildar- seljendur geri skaöabótakröfu á hendur verksmiðjunni, þar sem þeir hafa gert samning um 15 lítra mál. Siglufiröi, 23. ágúst. Síöustu 20 daga hefir verið því nær sildarlaust hér í snurpinót, en reknetaveiði hins vegar dágóð. í gærmorgun var kappboö hjá sild- arkaupmönnum um reknetasíldina. Voru þeir á bátum út við Siglunes til að reyna aS ná fyrstir í síldar- skipin. Hæsta boð var 32 krónur fyrir tunnuna. í nótt hafa flest skip komið inn með góða veiði, t. d. Sjöfn meö 400 tunnur, Gissur hviti með 400 og þórir með 300. Mörg skip höfðu svipaS þessu, en heldur minna. Er útlitið taliö heldur gott nú meö veiði. Þessi sild hefir mestöll verið tekin austan Eyja- fjarðar, en í morgun sá msk. Þór- ir þrjár síldartorfu!r hér inni á firði, er hann kom með afla sinn. Ágætt veöur hér í gær og í dag, en dag er þoka. í nótt og í niorgtm hafa komið hér inn um 5,00 tunn- ur. Reknetasíldin er minni en áS- ur og verð á henni fallandi vegna aflans i nótt.—Vísir. -------o------ Patreksfirði, 16. ágúst. Hingað kom i morgun frá Græn- landi norskt bræðsluskip, "Ragn- hild Bryde” ásamt tveim hvala- bátum. Fór skipið til hvalaveiöa í vor til Davidssunds, en veiöin hef- ir algerlega brugðist. Ætlar fram- kvæmdarstjóri fyrirtækisins, sem er með á skipinu og hefir hætt al- eigu sinni i þetta fyrirtæki, að reyna aö fá undanþágu frá hvalfriðunar- lögunum hjá stjórnarráði íslands til þess að fiska hval út viö ísinn, en fá að bræöa innan landhelgi. Það er alment álitið, að ekkert mæli á móti þessu, þar eö lögin hafa orðiö til með það fyrir augum, aö sildveiðinni væri betur borgiö, ef viðkoma hvala ykist. En reynslan sýnir, aS síldin kemur inn i fjörð- inn minna nú en áöur, og er það því að kenna, að hrefnudráp er lát- ið óátalið, en það er þó eini hvala- urinn, sem lifir á sild eingöngu og rekur hana upp að landi. — Er það áhugamál manna hér í firSinum, aS stjórnarráðið veiti þessa und- anþágu, sem bæði myndi gefa tekj-‘ ur í ríkissjóð og gæti orðið almenn- ingi til mikillar búbótar, þvi hval- kjöt mundi fást ókeypis og rengi fyrir litiö verð. Einnig mundu heilir hvalskrokkar fást keyptir til úrvinslu við hval- og sildarmjöls- verksmiðjur, sem nú hafa lítið að starfa. — Fáist leyfið ekki, verður bræðsluskipið úti á rúmsjó fyrir utan landhelgi, og vinnur þar aö bræðslu. Fær þá enginn neitt, hvorki rikissjóður né íbúar.—Vísir. -------0------ Ræða dr. Sigurðar Nordal við íslandssundið Vafalaust má telja sundið djarf- legustu og karlmannlegustu iþrótt, sem til er. Aldrei eru drengilegri fangíbrögð þreytt við neina höfuð- skepnu, en þegar nakinn maður hættir sér í gtreipar Ægis, án nokk urra annara vopna en þeirra, sem náttúran gaf honum. Því gat skáld ið kveðið svo að orði, er hann mintist sundfarar Grettis: Mörg er sagt, að sigling glæst sjást frá Drangey mundi, þó ber Grettis höfuð hæst úr hafi á Reykjasundi. Eg þekki ekkert ferðalag, jafnveil ekki fjallgöngur, sem laugar (bet- ur líkama og sál en að hætta sér aleinn út á .sjó, liggja iþar með hyldýpi hafs undir sér og ibládjúp himinSinfe yfir sér, baðaður í sól- skini og sjávarseltu, og vita sér engrar ibjargar von, ef sundið fat- sat. Á slíkum .sundferðum sœkja menn sér eld að dæmi Grettis, hjarnyl í æðar og huga. Eg efast um, að mannkynið eigi kost á ann- ari jafngildri íþróttareynslu, þangað til menn læra að svifa i ioftinu, slyppir og án allra vél- ræða. Þá er engin íþrótt heldur heil næmari en sundið. Það veitir 611- um líkamanum jafna tamningu, hreinsar hann og herðir. Enda mun það vera margra trú, sem nokkuð hafa velkst í sjó, að salta vatnið sé orkulind, að lífsþróttur úr blóði jarðarinnar, móður vorr- ar, streymi um taugar hins nakta sundmanns. Mér er raun að hugsa um, hversu fáir synda hér í sjó. Sá, sem þekkir ekki annað vatn til sundfara en volgt laugavatn, veit ekki meira um‘dásemdir hafsins, en sá maður myndi vita um fjalla- loft og útrænu, er aldrei hefði andað að sér öðru lofti en í kjall- ara, sem hitaður væri með stein- olíuofni. Vér eigum við þreytandi og hráslagalegt loft að ibúa, íslend- ingar, ekki síst hér í Reylgavík. Höfuðstaðurinn er sannnefnt hæli kvefpestar og ýmissa leiðra kvilla. En náttúran hefir jafnan lagt líkn með iþraut. Hiún ibýður oss meö opnum örmum hið fagra umhverfi bœjarins, með ihraunum og fjiöll- um, til göngufara, — og svaian og hreinan sæinn til sundfara. Þessar tvær einföldu ílþróttir gætu breytt lífi og /iíðan Reykvíkinga. En til þess að sjórinn komi oss að notum, þarf tvent: lökaða sund- höll með sjó, sem tekið er úr kald- asta 'kulið, till vetraúbaða, og sund skála hér úti i Effersey til sumar- baða. Sundskálann er auðvelt að veita sér og hann á að koma fyrr, koma undir eins næsta vor. Hér var fyrir nokkrum árum ágætur sundskáli, sem var rifinn. Þaö sæmir ekki bæ , sem er á ibráðu framífaraskeiði, að stíga slík spor aftur á bak. Sá smánanblettur má ekki vera óafmáður í sögu ibæjar- ins, 'þegar hún verður rituð. Sigurvegarar og keppendur! Yður er öllum þakkað fyrir dreng- skap yðar, að hafa endurvakið ís- landssundið eftir fimm ára hlé, og þess er vænst, að margir fylgi dæmi yðar. Sú nýbreytni hefir ver- ið tekin upp að þessu sinni, að ekki verða veittir peningar að verðlaunum, heldur sveigar einir, fyriri utan bikar þann, sem sund- konunginum ber að afhenda, sam- kvæmt reglunni um íslandssundið Það mun hafa sakað fyrir jþeim, er þessu réðu, að peningarnir minfu fullmikið á það, sem ógöfugast er í fari nútímans, en Sveigarnir á siði þeirrar iþjóðar, sem fremst hefir staðið í and/legri og líkam- legri menningu. Grikkir litu á íþróttir sem fórnir til guðanna, og sigurvegararnir í kappleikum þeirra hlutu ekki önnur laun en sveiga úr olíuviðarlaufi. Um her- konung einn, er fór á hendur þeim er sagt, að hann sendi njósnara á undan sér, til 'þess að vita, hvað þeir* hefðust að. Sá kom aftur og sagði að alt mannval þeirri væri saman komið tij kappleika. En er konunguir heyrði, hver launin voru setti hann hfjóðan og grunaði, að sigurinn mundi torsóttur í hendur slíkra manna. Enda mun varla annar mæiikvarði vissari á þjóð- ardug og gildi, en hve fúsir menn eru að ileggja fram alla krafta sína, án þess að eiga sér vísa von annars hagnaðar en þroska þess, sem áreynslunni fylgir, og vlrð- ingar góðra drengja. (Vísir). DRAGIÐ EKKIAÐ BORGA LÖGBERG N° er farið að líða á seinni hluta ársins, og Lögberg, eins og önnur blöð, þarf að fá sitt, ef það á að geta haldið áfram aðkoma á heimili yðar. Það eru því vinsamleg tilmœli vor, að þér úr þessu farið að gera hreint fyrir yðar dyrum með því nú þegar að borga fyrir blaðið og að þ ér takið innköllunarmönnum vorum vel þegar þeir koma að finna yður, eða senda borgunina beint til skrifstofunnar. The Columbia Press, Limited Cor. Sargeot og Toronto St. - Winnipeg

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.