Lögberg


Lögberg - 30.10.1924, Qupperneq 4

Lögberg - 30.10.1924, Qupperneq 4
jfcsld. 4 Ló«BERG, BfMTUÐAGiNN 30. OKTÓBER. 1924. IJdgberQ Gefið út hvem Fimtudag af The Col- ambia Prets, Ltd., (Cor. Sargent Ave. & Toronto Str.. Winnipeg, Man. Taliimari N-0327 ofi N-032S JÓN J. BILDFELL, Editor Litan&akrift til blaðnina: rtft C01UM,BU\ PRESS, Ltd., Box 3172, Winnlpeg, Utanáskrift ritstjórana: EOiTOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, ^an. Ttio “Lögberg” ls printed and published by The Columbia Press, Llmited, in the Columbia Building, 695 Sargent Ave, Winnipeg, Manltoba. Við sjóinn. Eftir Henry Brew. Eg er umvafinn söltu óg svalandi sjávarlofti. \riÖ fætur mér glitrar hafið rólegt í þokumóðu morg- unsins og eins kyrlátt eins og andardráttur nýfædds barns. Hljóð berst að eyrum mér—þaggandi hljóð, eins og vindniður í skógi. En það er enginn skógur sjáan- legur. En í gegn um morgunkyrðina berst unglings- hljóð tii eyrna méra, þó eg geti ekki séS hann. Jú, þarna sést hann á gómlum og hrörlegum báti við íiskiveiðar, hér um bil milu vegar í burtu frá mér. Sjórinn glitrar í geislum morgunsólarinnar, því hún er nú komin upp og geislar hennar dansa á sjáv- arfletinum og nokkrir fuglar líða fram og aftur í sjóndeildarhringnum. Það er einn af þessum töfra- morgnum, þegar fegurðin og mikilleikinn nýtur sin í friðsælli þögn og hugurinn leitar lengst í burtu, þegar maður rennir augunum út yfir hafiS í áttina til hinnar rísandí sólar, þar sem þau hafa ekkert ákveðið til þess að festa sig við og heyrnina truflar ekkert. Leikurinn mesti. Sumir hafa nefnt lifið leik og líka leikiS sér i gegn utn það, hvort heldur það hefir verið langt eða skamt, Það er sannfæring vor, að slík skoSun á lifinu sé röng og gagnstæð eðli þess. Eðli lifsins er þroski, framsókn og atorka. Þegar það þrent fylgist að, þá er líf allra manna fegurst og eðlilegast. En mönnum hefir frá alda öðli gengið illa aS halda sér við þá áttavita. Menn hafa farið og fara fram hjá þeim. Mynda sér ótal sniðgötur, búa sér til ótai króka'og kima, þar sem fegurðar iífsins gætir ekki og þar sem húmkuldi rökkursins dregur úr þroska þeirra — þeir hafa gert lífið aS leik. Oss dettur ekki i hug að segja, að allir leikir séu ijótir, það er fjarri oss. Það eru til fallegir cg heilsusamlegir leikir, sem eru upplyftandi og styrkj- andi, og þeir eru eldri og yngri nauðsynlegir, en þeir mega og eiga aldrei að vera aðal- atriðiS i lífi mannanna. En það eru til ljótir ieikir. Leikir, sem spilla friSi og sálarró manna. Leikir, sem spilla heilsu manna og lífsánægju. Leikir, sem gjöra menn að ó- sjálfstæðum þrælum í stað þess að lyfta þeim upp og skerpa andlega og líkamlega krafta þeirra. Einn hinna skaðlegustu af þessum leikjum er fjárhættuspils-leikurinn, sem á ensku máli er kallað “To trade on a margin’’. Á slikri verzlun er hiS volduga Wall Street í New York, reist. Glæsilegar kauphallir, þar sem glæsilegir menn bjóða allri al- þýðu að kaupa vonina í því að þessi eSa hin nauð- synjavaran hækki i verSi, eða þá þetta eða hitt verS- bréfið. Og alþýðan horfir undrandi á er hún sér þenna eða hinn manninn græða stórfé, og hver fá- tæklingurinn fyllist gullmóði og kastar sér með þaS litla, sem hann kann að hafa á milli handa, út í þetta vonarspil—þenna vonariei’k, og það litla, sem maSur- inn hefir til þess aðeins að borga nokkur cent niður í von þeirri, sem menn eru að kaupa. Ef að verðiS á vöru þeirri, eða verðbréfum, sem menn kaupa á þenna hátt, hækka í verði, þá er alt gott og blessað, þeir eru þá að græSa, en eiiíhverjir aðrir að tapa. En aftur á hinn bóginn, ef að verðið lækkar, þá eru þeir að tápa, en einhverjir aðrir aS græða. Og á meðan á þessu stendur, eru allir í æstu skápi og á glóðum út af því, hvernig þetta muni fara, hvort heldur að þeir muni nú missá aleigu sína, eða þá verða stórrikir. Hvað marga aS þetta fyrirkomu- lag—þessi vonarleikur— hefir gjört öreiga og eyðilagt, veit víst enginn; tala þeirra eru legíónir. En tala þeirra, sem það hefir gjört að meiri og betri mönnum, er óefað miklu viðráðanlegri. Á þessu sumri, sem nú er aS mestu liðið, voru veðreiðar haldnar hér í Winnipeg. ÞangaS þusti múg- ur og niargmenni. Borgaði margar þúsundir dollara daglega , til Jæss að sjá hesta hlaupa, og ekki nóg meS þaÖ, heldur vaknaði óstöðvandi vonar-verzlunar-þrá hjá þvi fólki, og þúsund á þúsund ofan tók það af íjápmunum sínum til þess að veðja á hestana. Kven- fólk, sem í vistum vinnur og í sölubúðum fyrir nokkr- um dollurum á viku, fleygSi þeim litlu peningum út í þessa vonarverzlun, og oss er kunnugt um, að verka- menn, sem áttu nokkra dollara á banka, drógu þá út og eyddu þeim í þessum sama vonar-verzlunar-leik. Og þó hefði þetta fólk mátt vita, að þaS var að fleygja peningum sínum í sjóinn—mátt vita, að þar var svo frá hnútum gengið, aS mennirnir, sem á bak við veð- reiðarnar stóSu, höfSu bæði tögiin og hagldirnar, að þeir hættu engu, að þetta var eins ójafn leikur og mest mátti verSa, að þeir gátu setið broshýrir og ánægSir og rakað saman fé alþýðunnar fyrirhafnarlaust. En að það voru þeir, sem pepingum sínum þeyttu í vonar- verzlunina, sem urðu aS bera skaðann, samvizkubitið og hugarkvölina út af missinum. En það er fleira en peningar manna og fjármun- ir, sem er verðmætt í“Tífinu og sem menn þurfa að gæta, og ekki síður en fjármunanna. Eitt af því er heilsan—sú gjöf skaparans, sem er dýrmætust allra gjafa. En oss virðist, að jafnvel hún komist ekki hjá jivi, að lenda inn i þessari vonar verzlun. Skemtanir nútímans eru orðnar svo kröfuharSar, að menn eru þar farnir að lifa á “margin’J—að gefa svo og svo mikið af hvíldartima sínum í þjónustu þeirra. Einn nafnkunnur maður sagði: “Fjögra til fimm klukkustunda svefn nægir mér.” Hversu marg- ir eru þaS ekki, sem feta í hans fótspor nú? En menn vita, að þetta er ekki hægt. Vinnan krefst ákveðinn- ar hvíldar. Ef menn skeyta þvi ekki, þverra kraftam- ir andlegir og líkamlegir og menn verða ekki að eins aftur úr, heldur c'mýtir. Napóleon stærði sig af því, ,aS þurfa ekki nema fjögra klukkustunda svefn og lifði eftir því. En náttúrulögmálið krefst sins réttar, og Napoleon varS að borga fyrir að misbjóða því, þegar hann hikaði og heið eftir vetrarveðrunum á Rússlandi og varð aS snúa til baka niðurbrotinn, og síðar, þegar Bretar yf- irunnu liann viS Waterloo. IJetta, sem nú hefir verið taliS og fleira, eru óvin- ir mannanna og spillir lífi þeirra. Það sem eftirsókn- arvert er, er aS vera laus við áhyggjur, sjálfstæður, þægileg lifskjör, hæfilega mikill tími til þess að lyfta sér upp og hvílast, Jrekkja heiminn sem bezt, lestur góðra bóka, og síðast óflekkaS mannorð. En samt er sál í því öllu—sál, sem talar fegurra máli en landiS, árnar og fjöllin. Sjórinn er ímynd tignarinnar sjálfrar—mikilfengur, jafnvel þegar hann er ládauður innan settra vébanda, og þegar hann er í hamförum. í hinum freyðandi öldum getur að líta liti og ljós himinhvolfsins. Það er hressing og tilbreyt- ing, land-þreyttum mönnum og konum viS hafið, ag þar er líka afl, sem mætir auganu og fyllir sálir þeirra heilbrigSum hugsunum. Það er eitthvert töfra-afl, sem sjónum fylgir, með sínu sjávarlofti og sinni seltu—saltið frískandi og holt. Það er sjórinn, sem andar lifandi lofti yfir löndin, sem hann umkringir, veitir móttöku rusli þvi, sem mömiunum er til baga og skaða, en gefur þeim aftur hreina loftiS, umvefur þá meS nýju lifi og lífs- þreki. Sjórinn veitir öllu lífi .jarðarinnar frjódögg og regn, sem berst um loftið í skýjum og fellur á tiltekn- um stöðum. Sjórinn er auðugri en löndin, þó mikið af þeim auði sé fljótandi og haldiS saman af þyngdarlögmáli vatnsins. Og eg er óhræddur að endurtaka þá sta'ð- hæfingu, að alt það afl, sem þarf til þess að fram- leiSa á jörSinni, verði framleitt úr sjónum. Við þurfum ekki annaS en að líta á hinar risavöxnu öldur hafsins, til þess að sannfærast um, að þar er um nóg afl að ræða, sem enn er ónotað—afl, sem fullnægir öll- um }>örfum mannanna, ef þeir að eins gætu fundið ráS til þess aS höndla það. Það er sál í hafinu, sem leitar samhljóms í minni eigin sál, og það hefir skapbrigði, sem einnig eru í samræmi við skapbrigði mannanna. En nú sem stendur, er alt í kyrð, og sjávarloftið ilmþrungið og heilnæmt Ieikur um mig. Eg elska 'hafið, hvort heldur það er í hamförum eða kyrt og ládautt og leyndardómur þess knýr fram hugsanir, sem áður lágu aflvana i sál minni. ------o------- Rafaflstöðva málið. Vér höfum á öSrum stað í Jæssu blaSi þýtt ræðu þá eða skýrslu, er fyrverandi dómsmála ráðherra Manitoba-fylkis, Hon. Thos. H. Johnson, hélt á fundi þeim hinum mikla, er haldinn var hér í borginni í sam- bandi viS Jiað mál fyrir skömmu. Oss þótti nauðsynlegt, að íslendingar í sveitum og bæjum þessa lands kyntust því máli, því það er eitt af stórmálum, ekki að eins þessa fylkis, heldur þessa lands. En vér höfum hvergi séð sögu þess máls eins greinilega og skýra, eins og hún er sett fram í þessari ræðu Mr. Johnsons, og er hún því hér birt. Um það mál þarf því ekki að fjölyrða frekar. AS eins er rétt að taka það fram, að maður sá, er staðið hefir uppi í þessu striði fyrir hönd Manitoba-fylkis, er Hon. Thos. H. Johnson. Það er hann, sem fór til Ottawa árið 1922 og kom J>ví til leiðar, að frumvarpið, sem Drury stofnaði til, var felt í efri málstofu Öttawa- þingsins, ekki að eins einu sinni, heldur tvisvar; og það er hann, sem staðið hefir á verði í því máli frá J>ví fyrsta og fram á þenna dag, til þess að vemda rétt Manitobabúa. ------o------- Lorcl’s Day Alliance málið. Eins og menn munu minnast, þá var hið svo kall- aða Lord’s Day Alliance mál fyrir dómstólum Mani- toba-fylkis, og var áfrýjáð þaðan til leyndarráðs Breta, og kom málið þar upp í síðastliðnum júlímánuði. Blaðið Lord’s Day Advocate, sem gefið er út í Toronto, minnist þess máls og manna þeirra, sem það fluttu fyrir hönd Lord’s Day Alliance félagsins, mjög lofsamlega i ágúst-hefti þess rits, og sökum þess, að þar er minst á íslending, lögfræðinginn nafnkunna, H. A. Bergman, þá leyfum vér oss að taka þau um- mæli blaðsins upp. Lögfræðingar þeir, sem fluttu þetta mál fyrir leyndarráði Breta, voru tveir, Hon. N. W. Rowell, frá Toronto, einn af beztu lögfræð- ingum Canada, og H. A. Bergman, K.C., Winnipeg. Blaðinu fórust þannig orð um Mr. Bergman: “Mr. Bergman er ungur lögfræðingur, sem er óðum að ryðja sér braut til öndvegis á meðal lögfræðinga í Vestur- Canada. Hann flutti mál Jætta fyrir yfirrétti Mani- toba-fylkis, með svo miklum myndarskap, að á betra varð ekki kosið. Það var orðið áliðið tímans, Jægar ákveðið var að senda hann til Lundúna. En það var viturleg ráðstöfun. Það var óhugsandi að einn mað- ur gæti annast öll atriði þess máls ásamt öðrum lög- fræðaverkum, sem hann þurfti að gegna. 1 tvær vik- ur áður en Mr. Bergman var kvaddur til fararinnar, vann ‘hann að því að rannsáka gögn i þessu máli, og hagnýtti sér svo þau hlunnindi, sem höfuðborg brezka ríkisins gat veitt. Ávextina af þvi verki og hina á- gætu dómgreind Bergmanns, hagnýtti Mr. Rowell sér svo. Vitnisburður Mr. Rothwells um Bergman er og hinn ágætasti. Hann sagði, aS ekki hefði verið hægt að velja sér ágætari samverkamann. Sökum Lord’s Day Alliance félagsins og sökum sambands þess hms nána og ágæta, sem Mr. Bergman hefir haft við málið, þá vorum við sannarlega hepnir að fá hann til að fara til Lundúnaborgar í sambandi við þetta mál.” íslenzkur málsháttur segir: “Það er gott að gjöra vel, og hitta sjálfan sig fyrir.” ------0------ Rafveitumálið. Mál þetta hefir vakið afar-mikla eftirtekt í Manitoba og víðsvegar í Canada undanfarandi, og nú síðastliðinn mikvikudag var almennur borgarafundur haldinn hér í bænum til þess að mótmæla samningi J>eim, er Dominionstjórnin var í J>ann veginn að gjöra við Backus-félagið í Bandaríkjunum, sem er að reyna að ná yfirtökunum í þessu máli. Á fundi þessum voru margar ræður fluttar af málsmetandi mönnum bæjarins, og myndir sýndar af aflstöðvum fylkisins og bæjarins við Winnipeg-ána. Hér er ekki rúm né tími til þess að gefa útdrátt úr öllum J>eim ræðum, en útdrátt úr einni þeirra finst oss að nauðsynlegt sé að gefa, þvi hún skýrir þetta mik- ilsverða mál svo vel, að hver maður getur áttað sig á því, eftir að hafa lesið hana. Það er ræða fyrverandi dómsmálastjóra Manitoba-fylkis, Hon. Thos. H. John- sonar, sem hefir verið lögmaður fylkisins og bæjarins í þvi máli síðan að hann lét af dómsmálastjóra em- bættinu. Ræða Hon. Thos. H'. Johnsons hljóðar þannig: “Mér hefir verið falið að leggja fram á þessum fundi skýrslu fyrir hönd fylkisins og þeirra, sem raf- stöðvar hafa með höndum við Winnipeg River, eins ákveðna og í eins stuttu máli og mér er unt, einnig afstöðu þeirra til reglna þeirra, sem settar hafa verið í sambandi við Skógavatn fLake of the Woods). Eftirfylgjandi er tilraun til að benda á þau át- riði, eins og þau liggja fyrir—saga málsins og skýring á því, hvernig þdð horfir nú við. Eg hefi álitið það skyldu mína, að sneiða hjá öllum athugasemdum og útúrdúrum, en halda mig við aðal atriðin, sem eru þessi: I. Skógavatn tilheyrir bæði Canada og Bandarikj- unum og, er skipgengt í báðum löndunum. Vatnið úr því er einnig notað til neyzlu og annara heilsusamlegra þarfa í báðum löndunum. Vötn þau og ár, sem í það renna, eru líka að mestu leyti samþjóða eign, og Win- nipegáin, sem úr því rennur, tilheyrir tveimur fylkj- um: á upptökin í Ontario, og rennur í Wínnipeg- vatn í Manitoba. 2. Rétt áður en Winnipeg-áin rennur yfir landa- mæri Ontario- og Manitoba-fylkja, rennur English- áin í hana. Það eru nokkrar stöðvar við Winnipeg- ána, þar sem hægt er að setja upp aflstöðvar. Stærst þeirra er sú, sem Manitobafylkið á, og hafa sumar þeirra verið starfræktar, og þaðan fær Manitoba-fylki óg Winnipeg-borg bæði ljós og afl. Sameiginleg nvál. 3. 27. janúar 1912 lagði Canada og Bandaríkin fyrir sameiginlega nefnd ýms spursmál, sem snerta aðal-atriðin í sambandi við notkun vatnsins í Skóga- vatni og ákvæði í sambandi við vatnsborðið á þvi. 4. Árið 1917 lagði sú sameiginlega, eða samþjóða , nefnd, fram álit sitt í sambandi við þau ákvæði. í skýrslu þeirri er sérstakt athygli dregið að þvi þýð- ingarmikla atriði, að ákveða um hæð vatnsins í Skóga- vatni og stöðvar þær við Winnipegána, þar sem til- tækilegt er að framleiða rafafl, og ýmsar bendingar gefnar af nefndinni í því sambandi. Stjórnin í Canada kunngjörði Bandaríkjastjórninni tafarlaust, að hún væri þess albúin að fastbinda með samningum bend- ingar samþjóðanefndarinnar. En stjórn Bandaríkj- anna hefir enn sem komið er $kki gefið samþykki sitt til bendinga þeirra, sem nefndin gaf, á fo rmlegan hátt. 5. Fyrir hér um bil 18 mánuðum sendi stjórnin í Canada, samkvæmt bendingu frá Bandaríkjastjórn- inni, uppkast að samningi, og er sá samningur til at- hugunar í Senati Bandaríkjanna, en ekkert ákveðið hefir enn þá verið gert í sambandi við hann. Lykillinn að vatnsaflinu. 6. Þegar nefnd sú, sem áður hefir verið minst á, fór að athuga málið, kom það berlega í ljós. að flóðlokan við Norman ('Norman DamJ, var lykillinn að vatnsafli því sem hér er um að ræða. En E. W. Backus var fljótur til framkvæmda, og náði eignar- rétti á Jæssari flóðloku. En verð það, sem hann borgaði fyrir hana, hefir aldrei verið gjört lýðum ljóst, þó menn hafi það á tilfinningunni, að það hafi verið mjög lágt. 7. Árið 1919, eftir að hendingar samþjóða- nefndarinnar voru heyrinkunnar, setti stjórnin í Can- ada og fylkisstjórnin í Ontario nefnd, sem nefnd var “Lake of the Woods Control Board), án þess til þess væri nokkur lagaheimild önnur en stjórnarráðs-ákvæði (Drder-in-CouncilJ. I þeirri nefnd voru og eru tveir sérfræðingar, sem stjórnin í Ottawa setti, og aðrir tveir, sem fylkisstjórnin í Ontario skipaði. 8. Árið 1920 urðu Manitobamenn varir við, að E. W. Backus var að fá víðtæk sérréttindi frá stjórn- inni í Ontario á þeim parti Wlinnipeg- og English- ánna, sem innan landamæra Ontario liggja, og ná yf- irráðum á vatnsafli, sem í þeim eru, og á meðal stöðva Jæirra, sem þar var um að ræða, var White Dogs Falls, sem eru í Winnipeg-ánni, rétt fyrir neðan flóðlokuna og fyrir austan merkjalínuna á milli Manitoba og Ontario fylkja. 9. Þeir, sem með rafstöðvarnar í Manitoba höfðu að gera, fundu til þess, að samningur sá, sem stóð til að gera í sambandi við White Dog Falls, voru að því leyti ónógir, að þeir vernduðu ekki rétt þeirra manna, er aflstöðvar áttu neðar með ánni. Þeir fóru því fram á það við stjórnina í Ontario, að tryggja mönnum þeim, sem rafstöðvar áttu eða ætluðu að setja upp neðar með ánni, nægilegt vatnsafl til þess að starfrækja þær. Þeir menn í Manitoba, sem ítak áttu í vatnsafli í Winnipegánni, fóru á sama tíma fram á það, við stjórnina í Ottawa, að hún sæi um, að straum- urinn í Winnipegánni væri aldrei svo teptur, að þeim, sem aflstöðvar ættu þar, væri hætta búin. Samhljóða löggjöf. 10. Málaleitan sú kom því til leiðar, að sam- hljóða lagafrumvörp voru samin i Ottawa og í Ont- ario. Frumvarpið, sem stjórnin í Ottawa samdi, var lagt fyrir Dominionþingið árið 1921. Var það sam- J>ykt í þinginu, en kom þó ekki í gildi sem lög. Frum- varpið, sem Ontariostjórnin samdi var lagt fyrir fylk- isþingið í Ontario, en sökum mótspyrnu, sem það fékk á júnginu, var það dregið til baka. II. Þegar þessi samhljóða löggjöf mishepnaðist árið 1921, leituðu þeir í Manitoba, sem sjá áttu um rafaflsstöðvarnar, aftur til stjörnarinnar í Ottawa, og var þá annað frumvarp samið og lagt fyrir þingið. Það frumvarp er nú orðið að lögum f38th Chapter Statutes of Canada, 1921), og er þar tekið fram, að allar aflstöðvar við Skógavatn og Winnipeg- og Eng- lish árnar skuli starfrækjast í þjóðarþarfir. Þessi staðhæfing þingsins í Canada byggist á stjórnar- skránni (British North American ActJ, og felur í sér, að allar framkvæmdir, sem þau lög ná til, eru teknar úr höndum fylkjanna og löggjafarvaldi þeirra, en sett undir umsjá og úrskurðar- vald ríkisins. 12. Hin svo nefndu almennu hagkvæmnislög mættu öflugri mót- spyrnu í þinginu frá Hon. Wl E. Mackenzie King, sem þá var leið- togi stjórnar andstæðinganna á þingi. Eftir að sú stjórn, sem nú situr að völdum, kom til valda, þá var frumvarp til þess að nema þessi lög úr gildi lagt fyrir þingið (1922), sakvæmt ósk Mr. Drury, sem þá var forsætisráðherra í Ont- ario. Frumvarp þetta var sam- þykt í neðri málstofunni, en Mani- tobamönnum tókst að hafa þau á- hrif í efri inálstofunni, að það var felt þar með miklum meiri hluta. Bráðabirgðar samningur. 13. Síðar á árinu 1922 var fundur haldinn í skrifstofu for- sætis-ráðherrans í Ottawa, og náð- ist þar samkomulag um ýms af þeim atriðum, sem á milli bar, og var samningur dreginn upp 15. nóv. 1922 um þau atriði og undir- skrifaður af Hon. E. C. Drury for- sætisráðherra í Ontario; Hon. John Bracken, forsætisráðherra í Mani- toba og Hon. W. L. MacKenzie King forsætisráðherra Canada. 14. Aðal atriði þess samnings, sem snerta málið á þessum fundi, eru: (a) Að kostnaðurinn við að byggja hagnýtan flóðgarð eða flóð- lokur, þar sem úrrensli er úr Skóga- vatni, sé i byrjun borinn af Dom- ionstjórninni. Að Dominionstjórn- in sjálf kosti einn þriðja af þeim kostnaði sökum skipaferða eftir vötnum þéim, sem um er að ræða. Hinir tveir ]>riðju partarnir borgist Dominion stjórninni aftur af félög- um þeim, sem vatnsaflið nota, og að þau félög, sem hafa bygt stöðv- ar þar nú, borgi sinn part þar af hlutfallslega við vatnsafl það, er þau nota. En fyrir þann part vatnsaflsins, sem enn er ónotaður, borgi Dominion stjórnin, unz það verður starfrækt. (h) Hlutaðeigendur gengu inn á, að samþykkja tillögur Skóga- vatns nefndarinnar um, að Norman flóðlokan skyldi verða keypt. (c) Nefnd þeirri var falið, að grenslast eftir og gefa skýrslu um það til stjórnanna þriggja (ij hvort það væri nokkur annar veg- ur til þess að tryggja sér yfirráð í þessu efni, t. d. byggja aðra flóð- loku fyrir ofan Norman flóðlok- una, eða á annan hátt. (2) Ef eng- inn annar vegur en að kaupa fynd- ist, hvaða aðferð ætti þá að hafa, og hvort heldur ættf að kaupa (ex- propriateJ í nafni ríkisin? eða fylkj- anna. Mótspyrna, sem hrífur. 15. Á J>ingi 1922, og áður en framkvæmdir höfðu verið hafðar í sambandi við samninginn frá nóv. 1922, var fru'mvarp aftur lagt fyrir þingið til Jæss að nema úr gildi hina svo nefndu almennu hagkvæmnis- löggjöf og var sam]>ykt í neðfi deild þingsins, en frumvarpi því var aftur hent út , eðá það felt með miklum atkvæðamun í efri mál- stofunni fyrir áhrif og tilstilli _þeirra manna i Manitoba, sem vgtnsveitu málin bera fyrir brjósti. 16. Á tímabilinu frá miðsumri 1922 til sumars 1924 vanst ekkert á í þessu máli, en þeim mönnum. sem vatnsveitumálin báru fyrir brjósti í Manitoba, skildist, að em- bættismenn innanríkisdeildarinnar væru að reyna að komast að ein- hverri niðurstöðu til þess að leggja fyrir hlutaðeigendur í líku formi og samningurinn frá 1922 var. 17. Snemma á sumrinu 1924 urðu blaðafréttir um þetta mál, til þess að menn þeir, sem létu sig það varða i Manitoba, voru að grensl- ast eftir því hjá innanríkismála- deildinni, hvaða framkvæmdir hefðu verið hafðar í þvi. Svarið var, að innanríkisráðherrann skyldi láta Manitobamenn vita, undir eins og deildin hefði frá nokkru að skýra í því efni. 18. Þann 12. siðastl. mánaðar bauð innanr. ráðherrann mönnum þeim, í Manitoba, sem riðnir eru við þetta rafveitumál, að senda nefnd til Ottawa til þess að tala um atriði málsins, sem þeir áður voru með öllu ókunnugir. Fjórir menn fóru austur og fengu að sjá þessar nýju tillögur í málinu hjá innanríkis ráðherran- um, sem i stuttu máli voru þessar: (z) Tillaga frá umsjónarnefnd Skógavatns, samkvæmt samkomu- lagi og samningi frá nóvembermán. 1922, um að byggja nýja flóðloku fyrir ofan Norman flóðlokuna, og fylgdi þar með áætlun um kostnað við það verk og áætlun um kostn- að við að víkka farveginn á millí flóðlokanna. (h) Kostnaðurinn við þetta verk átti að netga $620,000. (c) Kostnaðar áætlun þessa lagði ráðherrann fyrir mikilhæfan sérfræðing í þeim efnum, og áleit hann að kostnaðurinn mundi verða $735.000. Ráðgjafinn býður verkið út. 19. Innanríkis ráðherrann sendi því næst uppdrætti af þessu verki til sex eða átta akkorðs-félaga í Austur-Canada, og bað þau að bjóða í verkið. Að eins tvö af þeim buðu í það. Félagið, sem lægra boðið sendi, vildi gjöra verkið fyrir $803,000, hitt fyrir $960,000. 20. Þegar hér var komið sögu þessa máls, þá bauð Backus félag- ið, eða einhver fyrir þess hönd, stjórninni að taka að sér að víkka farveginn ofan við Norman flóð- lokuna og endurreisa þær sjálfar samkvæmt fyrirskipunum innan- ríkisráðherrans, ef stjórnin vildi borga félaginu $800,000. 21. Eigendur Norman flóðlok- unnar tóku fram, að ef stjórnin gengi að boði þeirra, þá skyldu þeir í stað fjársins, sem um var að ræða, gefa innanríkis ráðherranum, eða umsjónarnefnd Skógavatns, fult vald yfir temprun vatnsins og flóðlokunni og hlýða skipuri þeirra í öllu að því er temprun vatnsins viðkemur, eða starfrækslu flóðlok- unnar, og buðu einnig, að ef eig- endur flóðlokunnar brygðu ein- hvern tíma út af því, ]>á mætti inn- anríkis ráðherra Canada taka öll völd' i sambandi við það mannvirki í sínar hendur. Þetta tilboð virtist Ottawastjórnin aðhyllast, og samn- ingur var dreginn upp, sem frekar verður minst á hér á eftir. 22. Þegar hér var komið málinu, benti nefndin frá Manitoba ráð- herrannm á, að það væri sum önn- ur atriði í samningnum, sem hún gæti ekki fallist á, og J>að sem yfir tæki væri, að samningur þessi gæfi Backus félaginu“ekki að eins vald, heldur fullkominn eignarrétt á flóð- lokunni, og bentf á, að samningur- inn mundi verða Manitobamönnum að mun geðþekkari, ef að mann- virki þetta væri varanleg eign Canadastjjórnar, }sem ejifiiKirg’jald °g trygging á fé J>ví, er stjórnin talaði uni að veita flóðlokueigend- unum. 23. Á meðan sendinefndin frá Manitoba var stödd í Ottawa, þá reyndi aðstoðar innanrikis ráð- herrann, samkvæmt ósk hennar, að komast að samningum við hlutað- eigendur með að eignarréttur flóð- lokunnar skyldi vera í nafni stjórn- arinnar eða ríkisins, en hann til- kynti nefndinni, að við þeirri mála- leitun hefði hann fengið þvert nei. 24. 27. september hélt Manito- banefndin aftur heim til Winnipeg og skýrði frá störfum sínum og samningi þeim, sem til stæði að gera á milli stjórnarinnar og Back- us-félagsins viðvíkjandi Norman- flóðlokunni. 25. Og 25. sept. fengu umsjón- armenn rafveitumálanna í Mani- toba s'keyti um, að J>að væri áríð- andi að samningarnir yrðu sam- þyktir á stjórnarráðsfundi, sem halda ætti þann dag. En málsaðil- ar i Winnipeg símuðu innanríkis- ráðherranum, að þeir gætu ekki Miðstöðvar hitunartíminn hér GOODMAN BROS. 786 Toronto Street, Winnipeg Talsími: á verkstæði: A-8847. Heimasími: N-6542. Sumarið er að enda og vetur fyrir dyrum, kaldur Manitoba vetur, sem krefst hlýrra húsa. Við seljum og setjum inn þær beztu hitavélar, sem fást, eins ódýrt og nokkrir aðrir, af- greiðum alt verk fljótt og vel. Finnið okkur áður þið kaupið annars staðar. Vilji menri sjálfir setja inn hitavélarnar, búum við alt í hendur þeirra svo þeir geta gert það eins vel' og útlærðir tinsmiðir, en að eins verða menn að láta okkur vita um stærð húsanna, hvað mörg herbergi eru í þeim og hæð kjallaranna. Alt annað sjáum við urrt og leggjum upp í hendur yðar, svo þér getið sett vélina inn á örstuttum tíma.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.