Lögberg - 30.10.1924, Page 6

Lögberg - 30.10.1924, Page 6
31s. « LÖGBERG, MMTUDAGINN, 30. OKTÓBER. 1924. Brot úr bannsögu. . Mikið hefir verið gert úr því, að ókleift sé að halda uppi aðflutn- ingshanni á áfengi hér á landi, og er það vitanlegt að svo er ef vilj- ann -vantar. En þar er ibannið eng- in undantekning, því þegar viljann vantar, er yfirleitt ekkert íhægt að gera. En öll dæmi hníga í þá átt, að bannlögin séu jafnt framkvæm- anleg og önnur lög, ef lögreglu- stjórar og dómarar gæta skyldu sinnar í !því, að beita þeim. Það sr þeirra embættisskylda að sjá um að lögum sé hlýtt og beita refsi- ákvæðum svo sem framkvæmd laganna heimtar. En um bannlög- ín hefir (það viljað brenna við, að þeir hafa gert sig að dómurum um það, ihvaða lög skuli gilda í land- inp. En þá er löggjafarvald Al- þingis orðið lítils virði, /þegar framkvæmdavaldið setur sig á svo háan ihest. Þá er komið að því, sem var banamein lýðríkisins forna, að . framkvæmdavaldið vantaði. Þegar bannlögip gengu í gildi var alt útlit fyrir, að þeim myndi vera beitt sem öðrum lögum. En svo kom í ljús, að lítið var gert til að framfylgja lögunum, og lít- ið í íhúfi, þó upp kæmist um brot. Nú, það er þá ekki meira en þetta. bugsuðu þeir, sem tilhneiging höfðu til að gera sér bannlaga- brot að atvinnuvegi. Og sumstað- ar er smyglunin orðin að öruggum og arðvænlegum atrvinnuvegl. Dæmi þess hafa jafnvel þekst, að niðurjöfnunarnefnd heífir lagt hátt útsvar á slíka atvinnurekend- ur. Undarlegt þjóðfélág, þar sem lögbrotin eru orðin opinber tekju- stofn. Ekki iskal ' niðurjöfnunar- nefnd sú, er hlut á að máli, áfeld. / Hún gerði það, sem í hennar valdi stóð, begar lögregluvaldið var ibúið að sýna vanmátt sinn. En því eiga þegnarnir bágt með að trúa, að engin ráð séu til fyrir lög- reglu að ihafa hendur í hári þeirra iögbrjóta, sem svo eru Iþektir að ólöglega áfengissölu, að þess fer að gæta í útsvörunum. Hér er fá- ment og þekkir hver annan, svo hvergi ætti að vera auðveldara fyrir lögreglu að finna upptök á- * fengisstraumanna og stemma á að ósi. Fámennið dregur að vísu úr kærum almennings, en það ætti að styðja lpggæsluna í hennar starfi. Þó einstakir menn séu á stundum áfeldir fyrir kærur, þá þykir það lýti á hverjum lögreglustjóra eða sýslumanni að láta brjóta lðg landsins fyrir nefinu á sér án þess að ihefjast handa. Það er skylda þeirra og starf, er þeir þiggja borgun fyrir, að halda uppl landslögum og rétti. Bannlögun- um er hægt að framfylgja betur en gert hefir verið. Hér á landi ætti að vera hægt að koma í veg fyrir alla stórsmyglun í atvinnu- og gróðáskyni. Hvernig fer lög- regla miljónaborganna að finna lögbrjóta og koma lögurn fram við þá, fyrst íslensk lögregla treystír sér ekki hér í fámenninu til að ko»a í veg fyrir að menn geri sér lögbrot að atvinnu? Smásmyglun er ekki (hœttuleg tilgangi bann laganna. Pót einstaka maður, sem - hefir sérstaka / aðstöðu, komist yfir nokkrar flöskur, leiðir það aldrei til almenns drykkjuskapar, þó vitanlega beri að fara með slíkt lögum samkvæmt. Það er -stórsmyglun í atvinnuskyni og heimabrenslu til sölu, sem er hættuleg og (þarf að koma í veg fyrir til að kalla megi, að bann- lögin séu í fullu gildi. En það er á valdi lögreglunnar í landinu að taka fyrir .slík brot. Það sýnir best nýlegur kafli úr sögu bannsins í Vestmannaejyum. í Vestmannaeyjum var eins og víða annarsstaðar lítið gert til að halda .uppi áfengislöggjöfinni. Áfengissalar óðu uppi og vOru margir farnir að brenna sterka - drykki til sölu. Drykkjuiskapur var mjög í vexti og keyrði suma daga á vertíðnni úr öllu hófi. En í vor var settur sýslumaður í Eyjum um tíma, ungur maður, Kristinn ól- afsson, sem nú er borgarstjóri þar. Honum ofbauð ólöghlýðnin þar lét skríða til skarar gegn iþessum ófögnuði. Á einum degi kom hann upo um 5 bruggara og áfengis- sala. Þeir voru dæmdir í 500 kr. sekt hver og 1 mánaðar fangelsi. Þeim skildist að hér var alvara á ferðum. Síðan hefir eins og tekið fyrir smyglun, bruggun og sölu áfengis í Eyjum. Og hvað er það, sem hér hefir skeð? Ekkert annað en það, að til Eyjanna kom ungur sýslumaður, sem var það ljóst, að hann var se*ur til að sjá um að Iandslögum vær hlýtt. Sama sagan garti endurtekið sig kringum alt land. Þá yrði vöntun á fram- kvæpidavaldi ekki íslensku ríki að fjörtjóni í annað isinn. * Kofnatekjan á Breiða- firði. Snæbjörn í Hergilsey skrifaði nýlega í Lögréttu um kofnatekju á Breiðafirði. Nú reiðir víkingur- inn eki járnkarlinn, eims og móti ræningjunum útlendu forðum, heldur ber greinin með sér, að hann er góður vinur dýranna, eins og reyndar mátti búast við af honum; jafnvel kofuna vill hann deyða svo sársaukalaust sem unt er. En honum þykir vanta i reglugerð stjórnarráðsins frá 31. ág. í fyrra leiðbeiningu um það, hvernig á að taka kofuna, ef ekki má stinga í hana járnkrókum. Og hann telur allri kofnatekju á Breiðafjarðareyjum lokið, ef ekki megi beita gömlu aðferðinni, sem öllum 'kemur saman um að sé ó- mannúðleg. Það er rétt, að reglugerðin gef- ur engar leiðbeiningar um það, hvernig kofuna eða lundann má taka, án þess að krækja í hann lif- andi með járnkrókum, sem oft verður til þess að rífa fuglinn a hol og rekja út úr honum garn- irnar. Slík veiðiaðferð blöskrar öllum mönnum, og ætti því engum að í>ykja kynlegt, þó að hún sé ♦ bönnuð. Htt væri eðlilegt, að æfð- ir kofnatekjumenn væru líklegir til að finna upp .snjöll ráð til að ná kofunni á annan hátt, þegar hin gamla og grimdarfulla aðferð er bönnuð, heldur en ^tjórnarráðið sem að líkindum er ókunnugt þess- um atvinnuvegi. Ekki get eg skilið það, að allri kofnatekju þurfi að verða lokið á Breiðafirði eða annarsstaðar, þótt bannað sé að nota járnkrúkana. Því að allir vita það, að mikið af kofu er ávalt tekið með Ihiöndunum; ekki gripið til áhaldsins, nema ekki verði náð til með handleggn- um. Veiðin mundi því að líkind- um minka, en a'lls ekki hverfa, þó að gamla, ómannúðlpga aðferðin .sé bönnuð, og engin önnur ráð mannúðlegri fundin í hennar stað. En svo er engan veginn loku fyrir skotið að taka megi kofuna ó- særða úr holu sinni, og verður vonandi einhver Breiðfirðingur til að finna upp hentugt áhald til þess. Ekki hefði þeim orðið skota- skuld úr því Geiteyjarbræðrum, svo miklir hagleiksmenn og hug- vitsmenn voru þeir. Ekki man eg hvað sá þeirra hét sem fann upp og smíðaði haglega gerða vél tíl að búa til hinar svo kölluðu sænsku eld-spýtur. Svíinn lagði til féð, en íslendingurinn vitið. Nú skora eg á alla hugvitsmenn, sem að lundatekju stunda eða kofnatekju, að spreyta sig á þvl að finna upp Ihentugt áhald til þess að taka fuglinn með, án þess að særa hann. Vænt þykir mér um eggjunar- orðin til Dýraverndunarfélags ís- lands um að banna skot á rjúpum. 'Snæbirni renna til rifja harmkvæli særðu rjúpnanna. Hann vill því láta banna að skjóta þær, og mein ar sjálfsagt að banna að sfcjóta á rjúpnahóp; hann vill láta snara rjúpur. Líkur verður þá til að dreifa og um kofnatekjuna, en þó ekki sama. Rjúpnaveiðin mundi eflaust verða minni, en kofnatekj- an þarf alls ekki að minka, auk heldur hverfa úr isögunni. Fáist gott áhald í stað járnkróksins, fást jafnmargar kofur eftir sem áður. Annars ber ekki að meta ráðstafanir til dýraverndunar eft- ir því, hvort dýrin verða mönnun- um meiri eða minni tekjugrein. Þaðer siðlau'sra manna háttur að fcvelja skepnur g fugla til fjár. V Líklega hneykslar tillaga Snæ- tbjarnar marga. Rjúpurnar erij • tekjugrein, ekki síður en kofan. En þær geta haldið áfram að vera tekjugrein, þó að ibannað sé að skjóta þær. Ekk eru nú meira en 60 ár síðan mikil rjúpnaveiði var með snöru. Hvernig fer, ef ibannað verður að skjóta þessa fugla? Það fer syo, að fuglinn verður spakur, eins og hann var áður en skothríð- in dundi á honum, hann hópar sig á veturna jafnvel niður við bæi, og verður auðvelt að ná ihtonum í snöru. Þó að veiðin verði minni, eins og áður er sagt, þá má á það líta, að snöruð rjúpa er verðmæt- ari en skotin. Eg hefi ekki talið saman, hve mörg mannslíf rjúpnaskot hafa ikostað í mínu minni, en, eg er viss um, að þau eru ekki fyrir neðan tíu; hve margar rjúpur hafa dáið kvalafullum dauða, veit enginn, en þær eru margar. J. Þ. í Hermann Jónasson frá Þingeyrnm. Falla tréin fornu fyrir haustnæðingum, þó að helming hærri hafi flestum veriö. Þrýsti fjöður feigðar fast að merkum stofni, þegar nóttin þrumir þungu regni búin. s ' Glaður gekstu móti glamri stáls og járna, þess er hörðum höndum heggur sverði og leggur; söng í styrjarstáli stóðstu þó ókvíðinn, því að löngu lífið leiztu hinumegin. Sá eg fylking friða fara að þínum beði; klædda skírnar skrúða, skreytta ljósi og perlum. Ómar liðinna alda undir tóku í fjarska, þegar þjóðmæringar þuldu bænir og sálma. Þar var kominn Kári, Ketill ttr Mörk og fleiri; Höskuldur og Helgi Héðinn, Njáll og Grímur; buðu vini og bróður beztu fylgdar njóta. Lögðu líknar blessun ljúfa of öðling háran. Allir þeir, sem jæktu þig og bezt er vissu hvað þú átt'ir inni inst í sálar ranni, aldrei gleyma göfgum gleði- og fræða-manni, þó að lik hans liggi lágt í ntoldar fjötrum. Hafðu heilar þakkir hugljúf fyrir störfrn. Þarfur varstu þinni ])jóð og vanst til b<)ta. Aldrei fellur orðstír, aldir jtó að renni, þesS, er setur Saga sér við hjartaræ'tur. Ásmundur Jónsson. —Lögrétta. } * ------o------- Til náttúrugripasafnsins kom Gísli Lárusson heldur en ekkl færandi hendi nýlega. Westmann- eyingar Ihöfðu farið í Háfadjúpið í Fjallasjónum laust eftir Jóns- messu og lagt þar lóðir sínar á 180—,220 faðma dýpi og aflað mjög mikið af fceilu; en svo flaut fleira með, ýmsir djúpfiskar og óæðri dýr, sem sjást sjaldan á minna dýpi en þetta, en eru mörg á miklu meira dýpi. Og Veistmann- eyjaformenn eru svo innrættir, að þeir hirða alt fáséð og færa Gísla það, Iþegar á land kemur. feícur hann svo alt sem hann telur þess virði, og geymir það svo í íshús- inu eða á annan íhátt, þangað til hentug ferð fellur til Reykjavíkur. Á þennan hátt hafa Vesmanneying- ar bjargað mörgu, en þeir Þor- steinn sál. Iæknir og Gísli Lárus- s°n varðveitt fyrir vísindin marga góða gripi, sem annars mundu • aftur hafa horfið þegjandi og hljóðalaust niður í myrkrið, sem þeir komu úr. Af formönnunum hefir löngum Illugi Hjörtþórs- son verið dfýgstur og slvo var ihann og í þetta skifti. Það yrði oflangt mál að nefna alla hina hér. Þeirra X er eða verður getið í iskýrslum fé- lagsins. Af fisfcum, sem komu nú, má fyrst nefna skötutegund eina stóra, sem áður er aðeins þekt við Nor- eg, og ekki hefir fengist Ihér fyr, og mætti nefna Þrændaskötu (Raja Nidroisiensis); hún er besti matur, ekki síður en önnur iskata; af henni fengust alls 5; ísvo komu 2 Schmidts stinglaxar (Aphanopus Selhmidti), 1 langhali (Macrurus rupestris), 1 iriddari (Halopr- phyruis eques) og isvo djúpfiskur, sem eigi hefir fengist áður svo grunt (Alepocephalus). Svo komu stórar hríslur af hornkóröllum, settar undursamlegum, rósrauð- um marflækjum eða krökar af ismá 'slönguistjörnum og á sumum kippur af eggjahylfcjum (Péturs- buddum djúpháfs eins, Jensens- háfs?) ennfremur -stjörnukórallar (Lophohelia) og skeljungskóhall (Primnoa), istórar djúpskeljar (Leda) o. fl. öll þessi dýr hefír safnið þó fengið áður, nema sköt- una og Alepocephalus, en því mið- ur verður eigi auðið að hafa nema -sum þeirra til -sýnis fyrst um sinn. MAKLRS ALSO OF rnvvAmisBURC silver gloss starch-canaoa corm starch / Vegna óumflýan legra orsaka gat ekki sagan Hættulegir tímar. Eftir Winston Churchill. komiÖí þessu nr. blaðsins Kaupendur beðnir afsök- unar á því. 1 1 m FLOWERS í [ As down the fragrant lane I go 1 c í [ In quest of peace, from toilsome hours, I feel the healing spirit flow \ Oút of the heart-throbs of the flowers. | ! These gentle biossoms seem to teach ( ( That peace is man’s aþpointed goal, And from their verdant pulpits preach ! ! ! A pleasant sermon to his soul. | ! With nodding heads and waving arms They oft repeat their golden themes Of loveliness, and simple charm, | That fill their fragrance-laden dreams. í And all my cares and sorrows melt Away like snow in verdant hours, When e’er my drooping soul has felt ! 1 ! ! The magic of these gentle flowers. ] ! t \ > And songs are born out of the calm This mystic blossom-solace brings, And peace descends with healing balm 1 1 ! Upon her soft, celestial wings. Christopher Johnston. 1 | t RJÓMI Styðjið heimaiðnað með því að styrkja yðar eigið félag og fá fult verð fyrir framleið&l- una. Um leið og þess er getið, Vest- manneyja-formönnum til maklegs lofs, skal það tekið fram, að ýms- ir aðrir formenn og skipstjórar hafa um langan aldur gert hið sama: að.gefa Náttúrugripasafn- inu alt sem þeir Ihafa getað hirt markvert og sá isiður er að færast í vöxt á síðari árum, einkum á botnvörpungum . B. Sæm. Vísir. Hafið húgfast, að samvinnu markaðurinrt er eini framfaravegurinn að því er landúnaðinn snertir. Látið ekki glepja yður sjónir, farið að fordæmi annara þjóða, sem hafa sannað, að samvínnumarkaðs aðferðin er sú eina, er skapar gott verð á mjólkurafurðum. SENDIÐ RJÓMANN TIL The Manitoba Go-operative Dairies LIMITED Tíminn.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.