Lögberg - 06.11.1924, Síða 3

Lögberg - 06.11.1924, Síða 3
LöGBEHG FIMTUDAGINN. 6. NÓVEMBER. 1924. Bls. S KigiigiKMgMsiigiisRWKiisiSiigiiaiisiigiigf^^ Sérstök deild í blaðinu SOLSKIN Fyrir börn og unglinga BlglSllSllSraaglglSlMStlgMgllSllgiigtSllgllS«gMSIgllg|[gllSll^^ Framh. Eg veit ekki hve lengi eg var á leiðinni til mjólkurgarðsins — hann var það hæli, sem skemist var til — en eg man einungis eftir því, að eg hafði rænu á að ihlaupa undan vindinum, því snemma um kvöldið hafði eg tekið eftir því að hann blés í þá átt, sem mjólkurgarðurinn var, og að eg hughraust hélt áfram í ðiyrkrinu. Eg var öll einfs og lurkum lamin eftir þessar þrautir, og hefði vindurinn seinna um kvöldið snúið sér, þá hefði eg vilst og líklega dáið á leiðnni af áreynslu og þreytu. Til allrar hamingju var vindstaðan alt af hin sama, og'eg hitti mjólkur- garðinn holdvot, og svo sjúk, að eg var ekki með öllu ráði. Þegar eg toarði að dyirum, voru allir háttaðir nema elsti sonur umtooðsmannsins, sem var að reykja pípu sína og lesa dagtolöðin. Eg neytti allrar orku til að koma upp fáeinum orðum, til að segja honum hvað fyrir mig hefði komið, og því næst hneig eg niður eins og að dauða komin. Þegar eg raknaði við aftuiv lagðist eg fársjiúk og lá lengi milli iheimg og helju. Lokis fékk eg alla rænu, og sá þá, að faðir minn frú Knifton og læknirinn voru hjá mér. Kötturinn minn lá sofandi til fóta minna, og toréfaveskið lá á borðinu, sem stóð hjá rúminu. Mér var sagt frá því sem gjörst hafði, iþegar eg var fær um að Iheyra það. Dick refur og hinn fant* urinn höfðu náðst, voru toafðir í varðhaldi, og biðu iþar dóms síns. Herra Knifton og frú hans urðu svo skelkuð af hættu þeirri, sem eg hafði komist í, og sem þau kendu þeirri ógætni sinni, að fá mér toréfaveskið til geymslu, að þau lintu ekki látum með að fá föður minn og mig til að flytja tourt úr hinu afskekta húsi okkar á heiðinni, og buðu okkur til eftirgjaldslausr- ar ábúðar lítinn bæ, sem þau áttu í landareign sinni. Þau gáfu mér bankaseðlana, sem eg hafði frelsað, til að kaupa húsgögn fyrir, í stað þeirra, sem ræningj- arnir höfðu spilt. Þessi gleðitíðindi flýttu svo fyrir bata minum, að eg bráðum gat sagt vinum mínum frá því, sem yfir mig hafði gengið og hér er sfcráð. Þetta fékk mikið á þá alla, en þó á engan meira, að eg held, en elsta son umtooðsmannsins. Frú Knifton tók eftir því, og þegar við vorum einar saman, fór bún í gamni að stríða mér með því. Þá gaf eg þessu lítinn gaum, en þegar eg hafði náð mér aftur eftir leguna og var flutt til okkar nýja bústaðar, kom hinn ungi umboðsmaður, eins og hanmþar alment var kallaður, oft til okkar, og hagaði því ætíð svo, að hann mætti mér Iþegar eg fór til nágrannanna í ein- hverjum erindagjörðum. Eg var dálítið hégómleg, eins og margar aðrar ungar stúlkur, og fór því toetur að hugsa um það, sem frú Knifton hafði sagt við mig í gamni. í stuttu máli: hinn ungi maður kom því einhvern- veginn svo fyrir — eg veit ekki, (hvernig — að við viltumst þegar við snerum heim frá kirkjunni, og áður en við vorum komin aftur á rétta leið, var hann búinn að toiðja mín. Náungar hans gjörðu alt sem þeir gátu, til að fá hann ofan af þessu, af því að þeim (þótti ekki fá- tæk steinsmiðsdóttir vera hæfilegur kvennkostur handa efnuðum jarðyrkjumanni; en hinn ungi maður ilét ekki undan og öllum mótbárum þeirra svaraði hann á einn veg. “Sérhver maður,” var hann vanur að segja, “fær sér þann iráðahag, sem honum líkar toest, því annars getur ihann ekki átt von á að verða farsæll í hjónatoandi sínu. Það er nú mitt álit, að þegar eg kvongast, þá fæ eg konunni í hendur til umsjónar hið dýrmætasta, sem eg á, en það er mann- orð mitt og farsæld mín. Þeiirri stúlku, sem eg ætla að eiga, var trúað fyrifl Iþví, sem eg met minna en sjálfan mig, og hún sýndi að hún átti það traust skilið, sem haft var á henni, með því að ihætta lífi sínu til að verja það, og þetta er næg trygging fyrir því, að eg óhultur má trúa Ihenni fyirir því, sem mér þykir mest í varið. Upplhefð og auður eru fagrir hlutir, en að eignást væna konu, er enn þá betra. Eg hpfi náð fullorðinaldri að lögum, og veit hvað mér er fyrir bestu og er staðráðinn í að eiga dóttur stein- smiðsins.” Og hann átti mig. Eg verð að lláta manninn minn leysa úr því, hvort eg hefi samsvarað hans góða áliti á mér, eða ekki. Hér endar nú frásaga mín, því að aðalefni henn- ar er sú lífshætta, sem eg rataði í, og hvernig eg komst út úr henni. Hlún hefir minnt mig á að þakka Drottni fyrir, að hann svo dásamlega hélt verndar- ihendi sinni yfir mér og lét þennan lífsháska verða tilefni til giftingar minnar, sem í öllu tilliti hefir verið tolessunarfull og ánægjuleg fyrir mig. ------o------- Jakob Israelsson, hinn lœrði Gyðingur, (Eftir gamlan lækni). Edward Leslie hafði mist toáða foreldra sína á unga aldri, og var þá tekinn til fósturs af föðuflbróð- ur sínum, sem var prestur í því toygðarlagi, þar sem eg var læknir. Þessi piltur var vel gáfaður og féfck rækilega tilsögn hjá föðurtoróður sínum, sem var lærður; en fremur einrænn maður. Meðal annars skaraði Edward fram úr öðrum í því, að honum veitti óvenjulega hægt að nema útlendar tungur, og eink- um hafði hann lagt sljund á höbresku; svo þegar hann var 19 vetra, var, hann orðinn svo fær í henni, sem fæstir verða, þótt þeir verji til þess náms allri æfi sinni. Föðurlbróðir Ihans ætlaði að senda hann til háskólans, en dó áður en því varð framgengt, svo hann var nú munaðarlau,s og átti engan að, hvorki vini né frændur. Föðuiflbróðir Ihans hafði lifað svo einn sér, að hann komst elkki í kunningsskap við neinn, er gæti hjálpað honum til að komast í nokkra þá stöðu, er hæfði fróðleik og lærdómi hans. Að kvöldi þess dags, þá er hann með sorg og söknuði hafði fylgt jarðneskum leifum fóstra síns til grafar, fanst honum, að hann um leið hefði jarðað allar vonir sínar; hann var að hugsa um, hvað ihann ætti að gjöra af sér, því að daginn eftir var von á nýjum presti, og þá varð hann að flytja burt af því heimili, sem ihann svo lengi hafði verið elskur að. Þá fékk hann tooð frjj. manni nokkrum, sem átti mikinn garð þar í grend, um að finna sig næsta morgun. Þessi maður, sem tooðin gjörði, var Gyðingur og lifði út af fyrir sig, án þess að hafa nokkur mök við nágranna sina, er hvorki þektu hann, né lífernishætti hans, þótt þeim væri mikil forvitni á, að vita eitthvað um þetta og gjörðu sér far um það. Hann hét Jakob ísraelsson, og frá því að hann hafði flutt á þessa eignarjörð sína, vissu menn ekki til, að hann íhefði nokurn tíma farið út fyrir landeign sína, ekki heldur leyfði hann það vinnufólki sínu, faema hjá því yrði ekki komist. Hús hans var stórt og skrautlegt og landið alt um- girt með |háum og sterkum steinvegg og fult af veiði- dýrum. Leslie skildi ekki í hvað Jakoib gæti viljað sér, og var á ibáðum áttum, hvort hann ætti að fara eða ekki; en af því að honum var forvitni á að læra að þekkja þennan dula mann, beiddi hann tooðberann að ,§kila kveðju sinni ,og að hann mundi koma á ákveðn- um tíma. Daginn eftir fór hann til herragarðsins, og við hliðið fann hann þjóninn, sem hafði flutt honum skilatooðin; leiddi þesSi þjónn hann nú að húsinu og inn í heflbrgi, seni var 3VO stórt og skrautlegt, að Leslie þótti .það líkara höll einhvers stórhöfðingja í austurlöndum, en ítoúðarhúsum ótiginS manns í sveit. Eftir litla stund var lokið upp vængjahurð og inn gekk mður, hér um toil um sextugt, óvenjulega hár vexti, með istolltlegum og virðulegum limatourð- um; hann var dökkur á torún og torá, stóreygður og hvasseygður með þykt hrokkið skegg. Edwardi fanst mikið til um hann, og eins um hinn armeniska skraut- toúning hans. Útlit hans lýsti gáfum og vitsmuunm, en jafnframt mikilli alflörugefni og vandlæti. Hann tók gesti ;sínum fálegi og óþýðlega og mælti “Kriistna ungmenni! Eg hefir heyrt, að þér hafið lagt mikla stund á málfræði; iseg'ið mér, kunnið þér ihebresku?” “Eg hefi lært hebresku,” svaraði Ed- ward, “og á senni tíð hefi eg einkum lesið hana.” “Þér þekkið þá þessa s.tafi?” sagði Jakoto og kastaði handriti á toorðið. Edward leit á það og kvaðstþekkja þá. “Takið þá penna og sfcrifið eftir þeim.” Edward gjörði eins og honum var tooðið, og iþptt honum lægi við að vera skjálfhentur, skrifaði hann þó mjög nákvæmiega eftir handritinu; en hann var ekki toúinn með meira en hér um toil 12' línur, þegar Gyðingurinn mælti; “þetta er nóg! iSkiljið þér nú það, sem þér hafið skrifað?” Edward kvaðst skilja það. “Útleggið það þá!” Þetta gjörði Edward fljótt og yandlega. Jakoto toar þýðinguna saman við frum- ritið og sagði: “Það er gott! Það er þá satt, sem eg hafði heyrt. Egþarf skrifara við, og ef þér viljið tak- astfiþetta starf á hendur með þeim kostum, sem eg set, mun ekki launauphæðin verða ágreinings.efni milli okkar. Mitt fyrsta skilyrði er það, að þér megið aldrei fara út fyrir landa.reign mína nema á Ihivíld- ardegi yðar, og þá ekki vera lengur tourtu, en þarf til að taka þátt í guðsþjónustugjörðinni, því að eg vil að sérhver dýrki Guð sinn ef.tir sið feðira sinna og hefi þessvegna því meiri rétt til að heimta hlýðni við hið annað skilorð mitt, sem sé, að þér tolandið yður ekki í það, sem snertir þá trú, er eg játa og hemilisfólk mitt. Að öðru leyti fáið þér til íbúðar fleiri stofur en eina og megið hagnýta yður eins og þér viljið allar þær skemtanir, sem land mitt getur veitt yður. Þér getið farið úr þjónustu minni undir eins og hún leiðist yður; en meðan þér eruð í henni, verðið þér fortakslaust að hlýðnast þeim skilmálum, sem eg ihefi sett yður. Farið nú og hugdeiðið þetta tooð mitt og álít eg,að þér hafnið því, sjái eg yður ekki aftur innan þriggja daga.” Edward tók fram í og svaraði: “högúm mínum er þannig varið, að eg þarf ekki langan umhugsunartíma. í nótt er var sVaf eg í húsi, sem hefir verið hæli mitt frá því eg var barn; en í kvöld verð eg að leggjast út af undir toer- um himni.“ “Á eg að skilja þetta svo,” mælti Jakoto, “að þér gangið að boði mínu og þeim kostum, sem eg hefi sett?” “Þótt þeir væru þyngri en þeir eru, yrði eg að ganga að þeim,” svaraði hinn ungi maður. Edward vann nú fyrir, Gyðinginn á hverjum degi frá því snemma á morgnanna til nóns, en upp frá því mátti hann verja deginum til þess, sem hann vildi. Þeir töluðust fátt við, og Ihústoóndi toans forð- aðist að tala við hann um annað en það, sem laut að starfi hans; en störf toans voru einkum í því fólgin, að endurrita eða þýða staði í Gamla Testamentinu eða öðrum hetoreskum toókum, og þetta fékk hann Gyðingnum jafnskjótt og hann var búinn með það, en sá aldrei aftur og visisi eigi heldur, til hvers það var haft eða hvað af því varð. Jakob ísraellssion hafði að vísu það þolgæði og þá hæfilegleika til að græða fé, sem einkenna þjóð hans, en hann var líka ein- staklega ráðvandur maður og vandur að virðingu sinni. Hann hafði rekið kaupskap til Vestuflheims- eyja og verið óvenjulega Iheppinn og örlæti hans var að sínu leyti eins mikið eins og sú auðlegð, sem hann hafði safnað. Hann var líka fræðimaður mikill og gefinn fyirir vísindalega rannsókn og lagði stund á heimspeki og náttúrufræði. Hann hafði, ein'kum eftir að hann var hættur að versla, varið miklium tíma til að prófa og rannsaka trúaflbrögð sín; en því meir sem hann sökti sér niður í þetta, þess óánægðari varð hann með þá niðurstöðu sem ihann komst að. Hann fór þá að skrifast á við hina lærðustu Gyðinga-klerka í Norðurálfunni og spurði þá um skilning þeirra á hinu ög þessu; en einkum vakti hann athygli þeirra á ýmsum stöðum í Gamla Testamentinu og öðrum guðfræðistoókum Gyðinganna sem honum iþóttu ekki vera samhljóða, og út af þessum toréfaskriftum hafði hann tekið Ed- ward ÍLeslie fyrir skrifara sinn. Því fór svo fjarri, að þau svöfl, sem Jakoíb fékk frá þeim, er hann ráð- færði sig við, fullnægðu honum, að þau gjörðu hann enn þá efaiblandnari. Rótgrónir Ihleypidómar öftruðu honum frá að rannsaka ástæðurnar fyrir sannleika kristindómsins, en traustið á hans eigin trú var farin. Hugur hans Ihafði fengið heimspekilega og í- grundandi istefnu, en fann hvergi hvíld. Hann hafði nú lagt út úr þeirri höfn, 'sem honum þótti ekki leng- ur óhuílt og var kominn út á efasemdanna reginhaf, og hann hrakti þar til og f:rá af öldum óvissunnar og “hverjum kenningar þyt.” Hann sá, hvernig komið var fyrir sér og að hann á hiverri stundu gat búist við að torjóta skip sitt; en hið andlega myrkur hans iskygði á Mstjarnuna í austri,” sem hefði getað leið- toeint honum yfir þennan ólgusjó. Einhvern morgun þegar Edward og Gyðingur- inn voru við verk sitt eins og vant var, var lokið upp dyrunum og stúlka kom inn og gekk að borði því, sem þeir sátu við og voru að sfcrifa. Hún var ung og naumast 18 vetra gömul. Limatourður hennar var yndislegur og eins allar hennar líkamshreyfingar. í andliti Ihennar sáust lítil mót til iþess, að hún væri komin af Gyðingum, nema hvað augu henar voru svört og glóandi, augalbrýrnar dökkar og bogadregn- ar, hárið svart og mikið. Enni hennar var mjallhvítt og um kinnarnar lék rósafagu.r tojarmi. Hún var ihugsandi og nærri því alvörugefin á svipinn, og átti það ekki við yfirbragð hennar, isem að öðru leyti var unglegt; en hún mætti augnatilliti föður síns með ihinu innilegasta og blíðasta torosi. Hinn ríkulegi en þó óbrotni meyjartoúningur jók líka fegurð hennar. Edward stóð upp, þegar Esther — þannig hét unga mærin — kom inn; en hhnn sá á föður hennar, að honum geðjaðist efcki að þessari kurteisi, hvers vegna hann óðara settist aftur niður og tók til vinnu sinnar, sem aldrei framar truflaðist á þennan hátt. Hann mætti oft hinni ungu stúlku seinna og heilsaði henni kurteislega og tók hún því oft brosandi. Þegar Edward hafði verið ihálft miisslri í húsi Jakotos, og var einn morgun búinn að iljúka við það, sem hann var að skrifa, lagði Gyðingurinn pyngju í hönd hans og mælti: ‘Herra Leslie! þegar þér réð- ust til mín sem skrifari minn, ákvað eg eigi þá launa- upphæð, sem eg ætlaði að gefa yður; en ef þér ekki látið yður næðja það, sem er í þessari pyngju, þá segið mérvþað, og mun eg reyna til að gjöra yður ánægðan.” Edward hneigði sig og fór tourt; en þegar hann daginn eftir gekk ,til vinnu sinnar, lagði hann pyngj- una fyrir framan Gyðinginn og sagði: “Herra, annað- hvort hefir yður mistalist, þegar þér gáfuð mér fé þetta, eða þér metið of mikils lítilfjörlega þjónustu mína, og væri það að níðast á veglyndi yðar og særa samvisku mína, að taka við hinum miklu launum, sem þér bjóðið mér.” Jakoto svaraði: “þetta er í fyrsta sinn, sem eg íhefi heyrt kristinn mann skorast undan að taka við fé þjóðar minnar, þegar hann var vél að því kominn,” — og það vair í fyrsta sinn, að Edward sá hann torosa — “en gætið þess, að enginn kann rétt að meta verðleika sína. Takið því við pyngjunni, ef þér viljið ekki styggja mig, og það, sem yður þykir vera um- fram það, er þér eigið skilið, ‘toið eg yður að skoða sem nokkurs konar skaðabót fyrir ófrelsi yðar.” Edward sá sér ekki annað fært, en að taka aftur við pyngjunni, þótt honum væri ekki um það. Það, sem kom Gyðingnum til toanna bæði honum og öðru heimilisfólki sínu að fara út fyrir landeign sína, var líklega það, að hann vildi ekki láta trú sína og lífernishætti verða að umtalsefni í þorpinu, sem var þar í grend; en hvernig sem því var varið, þá var það lítil nauðung fyrir Leslie, því þótt líf ihans þar í vissu tiilliti væri einmanalegt, átti það þó vel við skaplyndi hans. Meðan hann d'valdi hjá föður- foflóður sínum, ,var hann líka mest allan tímann einn sér. Og þó er sá ekki einmana eða einn sér^ isem í toókum getur talað við hina miklu vitringa, sem með andagift sinni hafa lýst hinum liðnu tímum, og sent fræðandi og mentandi geisla út yfir ókomnar aldir. Sá sem ekki ilifir eims og skynlaus skepna, hlýtur að hafa skemtun af fegurð náttúrunnar. Herragarður Jakoibs hafði mikið land og fagurt með hæðum og dölum og tærum stöðuvötnum, en torautir voru hög&n- ar gegnum skóginn. Edward sat oft undir trjánum, og var ýmist að lesa eða virða fyrir sér náttúruna, og gat ætíð haft eitthvað sér til gagns eða gamans fyrir stafni. Þar að auki var allur aðlbúnaður hinn toesti. Hann toorðaði í sínum eigin hertbergjum, og þar skörti ekki alls konar sælgæti og kræsingar. Sá húskarl, isem gekk um beina og honum var fenginn til þjónustu, var kurteis og stimamjúkur, en óvenju- lega fáorður, eins og allir í því húsi, eftir því sem honum virtist. iLeslie hfði oft ástæðu til að halda, að einhver hefði fjallað nm, bækuir isínar 'meðan hann var úti. Bonum kom til hugar að það væri þjónninn, sem sópaði herbergin, en gat þó ekki s'kilið í, hvaða gagn maður í hans stöðu gæti haft af þeim Itoókum, sem hróflað! var við. Það var einkum ein bók, sem hann oft fann á skökkum stað, sem sé Nýja Testamentið, sem hann hafði látið toinda með hrvítum tolöðum á milli, sem hann skrifaði á skýringar og athugasemd- ir. En toráðum komst hann að því, að einlhver las í bókum hans iþegar hann var ekki við, og fékk grun um, hver það mundi vera. Einhvern dag þegar hann kom heim, fann hann Nýja Testamentið hér um bil á sama stað, þar sem ihann hafði lagt það um morg- uninn, þá er hann gekk út, en því var flett upp ann- arstaðar og hjá því lá gullprjónn, sem gimsteinn var greiptuir í. Það var auðséð, að einhver fcvenmaður átti þennan prjón, og þar eð ekki var nema ein stúlka í húsinu, .sem gat átt þvílíkan skartgrip, gat hann ekki efast um, hver það væri, sem læsi í ibókum sín- um, en skildi þó ekki í, hvenig þessi bók gæti verið til- fýsileg fyrir þann, sem væri annarair og í mörgum greinum gagn'stæðrar trúar, með því einnig í þessari I foók væri feldur svo harður dómur um Gyðinga þjóð- 1 ina. Framh. Hugprúða stúlkan. DR. B. J. BRANDSON 21ft.220 JIEDIOAIi ARTS BLDG. ö>r. Graham and Kennedy Sta. Phone: A-1834 OfUce tlmar: 2—3 Helmlll: 77« Victor St. Phone: A-7122 Whmipeg, Manltoha dr. o. bjornson 216-220 MEDIOAXi ARTS BIiDG, Cor. Grahara and Kennedy Sta. Phone: 4-1834 Office tímar: 2—3 Heimili: 764 Victor St. Phone: A-7586 Winnipeg, Manitoba DR. B. H. OLSON 216-220 MEDIOAD ARTS BUJG. Cor. Grahara and Kennedy Sts. Phone: A-1834 Office Hours: 3 to 5 Heimili: 921 Sherburne St. Winnipeg, Manitoba DR J. STEFANSSON 216-220 MEDIOAD ARTS BliDG. Cor. Graham and Kennedy Sts. Stundar augna, eyrna, nef 0« kverka sjúkdóma.—Er aB, hltta kL 10-12 f.b. og 2-5 e.fe. Talsími: A-1834. Heimili: 373 River Ave. Taiy. E-2691. THOMAS H. JOHNSON og H. A. BERGMANN ísl. lögfræðingar Skrlfstofa: Room 811 MeArUnar Buildins:. Portatre Ave. P. O. Box 165« Phones: A-6849 og A-684* W. J. UNDAIi, J. H. UNDAIi B. STEFANSSON Ialenzklr Iö*fræChifrar 708-709 Great-West Perm. Bldg. 356 Maln Street. Tals.: A-4963 felr hafa elnnlg skrlfstofur aS IiUndar, Riverton, Glmll og Piney og eru þar af hltta á eftlrfyl*J- andl timum: IiUndar: annan hvern miBvlkudag Riverton: Pyrsta flmtudag Glmllá Pyrsta mlBvikuda* Plney: þriBja fftstuday 1 hverjum mlnuBi DR. B. M. HALLDORSSON 401 Boyd Building Oor. Portage Ave. og Edmonton Stundar sérstakiega berklaaýkl og aBra lungnasjúkdðma. Er aB flnna á skrifstofunni kl. 11_12 f.h. og 2—4 e.h. Sími: A-S521. Heimili: 46 Alloway Ave Tal- eimi: B-3168. DR. A. BLONDAL 818 Somerset Bidg. Stundar sérstaklega kvenna eg barna sjúkdóma. Er að hitta frá kl. 10—12 f. h. 3 til 5 e. h. Office Phone N-6410 Heimlli 806 Vkter Str, Sfmi A 8180. DR. Kr. J. AUSTMANN Viðtalstími 7—8 e. h- Heimiii 469 Simooe, Sími B-7288. DR. J. OLSON Tannlæknir 216-220 MEDIOAL ARTS BIjDG. Oor. Graham and Kennedy Sts. Talsími A 8521 Hoimili: Tals. Sh. 8217 J. G. SNÆDAL Tannlæknir 614 Somerset Block Oor. Portage Ave. og Donald 8t Talsfml: A-8889 Vér leggjum sérstaka álierzlu á að selja meðul eftir forskriftum lækna. Hin beztu lyf, scm hægt er að lá eru notuð eingiingu. . pegar þér komlð með forskrliftum til vor megtð þjer vera viss um að fá rétt þnð sem la-kn- trinn tekur tll. COI,CIÆIjGH & CO., Notre Dame and Sherbrooke Phones: N-7659—7650 Giftingaleyfisbréf seld Munið Símanúmeríð A 6483 og pantiB meSöl yBar hjá oas. — SendiB pantanir samstundis. Vér afgreiBum forskriftir meB sam- vizkusemi og vörugæBi eru ðyggj- andi, enda höfum vér magrra ára lærdómsríka reynslu aB bakl. — Allar tegundir lyfja, vindlar, ts- rjðmi, sætindi, ritföng, tðbak o. fl. McBURNEY’S Drug Store Cor Arlington og Notre Dame Ave J. J. SWANSON & CO. Verzla rrað fasteignir. Sjá um leigu a nusurr.. Annast lán, eldsábyrgð o. fl. 808 Paris Bldg. Phonee. A-6349—A-6310 ARNI ANDERSON ísl. lögmaður í félagi við E. P. G&rland Skrifst.: 801 Electric Rail- way Chambers Talsfml: A-2197 A. G. EGGERTSSON LL.B. ísl. lögfræð'ngur Hefir rétt til að flytja mál bæði í Man. og Sask. Skrifstofa: Wynyard, Sask. Seinasta mánudag I hverjum mán- uBi staddur I Churchbridge. Phone: Garry 2618 JenkinsShoeCo. •69 Notr* Dam« Avenue A. 8. Bardal 84-» Sharbrookc 8t. S.Iui likkistui og annaat um útfarir. Allur útbúnaður *á bezti. Ennfrem- ur aelur hann alakonar minnisvarða og legsteina. Hkrifst. uUsli.t V antta Heimilin talHÍmi N 6607 EINA ÍSLENZKA Bifreiða-aðgerðarstöðin í borginni Hér þarf ekki aB biBa von úr vltl. viti. Vinna öll ábyr^t og lsyst ai hendi fljðtt og vei. J. A. Jóhannsson. 644 Burnell Street F. B-8164. AB baki Sarg. Fire Hal - JOSEPH TAVLOR DO gtakbm aður llelmlllHtaln.: St. John 1844 Skrtfatnfu-TkUa: A i T.kur lðgtakl bæBl húa&lalruakuld!^ r 13 vefiakuldlr, vtzlatóuldir. nm &8 lögum lýtur. SkrltMof. 2U M&in Atgreúttr Verkstofn Tnla.: Helma Tfila. A-838S A-M84 G I_ STEPHENSON Plumber Mlnkonar rafmagnsáhöld, bvo msb Btraujárn víra. ailnr tegundir »* UÖBum og aflvaka (batteriee) Verkstofa: 676 Home St. Endurnýið Reiðhjólið! liátlð ekki hjá lfða að endur- nýja reiðhjóiið yðar, áður en mestu auniruar byrja. Komið með það nú þegar og látið Mr. Stebbins gefa yður kostnaðar áætiun. — Vandað verk ábyrgst. (MaBurinn sem allir kannast vlB) S. L. STEBBINS «34 Notre Dame, Winnipeg Giftinga og b,6 Jaröartara- með litlum fyrirvara Birch blómsali 616 Portage Ave. Tals. B720 st iohn 2 nma 3 Sveitin. Fögur er sveitin, frjálst er þar að búa, framtak og göfgi þar vel dafna kann. Þeim einum holt er hennar bygð að flúa hégómadýrð og kveifarskap er ann! Vaxandi þroskun í dáðum og dygðum, drengskap og trygðum, :,: sveitina tolómgar, manninn gjðrir mann:,:

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.