Lögberg - 06.11.1924, Síða 6
Bl«. <
LÖGBERG, HMTUDAGINN.6. NÓVEMBIER. 1924.
Hættulegir tímar.
Eftir Winston Churchill.
“Þú vissir ekki að hann væri notkkuð að hugsa
um þig,” .sagði Virginía. “Þetta er nú ihans aðferð.
Hann gerir meira gott 'svo enginn veit af en nokkur
annar maður í St. Louis, nema herra Brinsmade. Það
eru mjög fáir isem vita þetta. Hann heldur mjög mik-
ið upp á þig. En,” bætti hún við og roðnaði, “mér
þykir fyrir því að hafa sagt iþér þetta.”
“Hversvegna?” spurði hann.
Hún stvaraði engu, heldur sat þegjandi og barði
með fingrunum á sætið. Þegar hún svo þorði að líta
á hann var hann niðursokkinn í að hugsa um eitt-
IhVað.
“Eg held að það sé kominn tími til þess að fara
að borða,” sagði Virginía, “ef þú á annað borð ætlar
þér að ná í lestina.”
Kuldinn í orðum hennar fremur en röddin vakti
hann upp frá því sem hann var að hugsa um. Hann
stóð upp, ihorfði nokkra stund á ána og fylgdi henni
svo heim.
Meðan á máltíðinni stóð var o.furstinn að reyna
að fá Stephen til þess að vera kyrran, þegar hann var
efcki að tala við hann um hryssuna sína, Virginía
hjálpaði honumi ekki til þess, og faðir hennar hélt,
að tregða Stepihen's að dvelja þar stafaði af því að
dóttir sín hefði ekki sýnt honum neina alúð.
Ofurstinn keyrði sjálfur til járnbrautartöðvar-
innar.
Þegar hann kom« heim aftur, fann hann dóttur
sína sitiandi aðgecðarlausa á svölunum.
' “iMér likar vel við piltinn, þó hann sé Yankee,”
sagði hann.
“Mér likar ekki við ihann,” svaraði Virginia hik-
lau'st.
‘Eg er hissa á þér, góða min,” sagði faðir henn-
ar með iþessum örlætteanda, sem einkendi Carvelis-
ættina.” Maður ætti aldrei að láta gesti .sína vita
rtokkuð um tilfiningar sínar. Það var skylda þín sem
húsmóður hér. að biðja hann um að vera.”
"Hann vildi efcki vera.”
“Veistu hversvegna hann fór?” spurði ofurst-
ínn.
“Eghélt efcki að þú gætir, pabbi! — Hversvegna
fór hann þá?”
“Hann .sagði að móðir sín væri ein heima, og að
henni þætti skemtilegra að hann kæmi.”
Virginía stóð upp án þesis að segja orð og fór
upp í herbergi Whipples dómara. Þar fann ofurstinn
hana nokkrum stundum síðar og var hún þá að lesa
ræðu eftir Lincoln, isem dómarinn hafði klipt út úr
tolöðum og límt inn í !bók. Dómarinn halllaði sér aftur
á bak og lygndi aftuir augunum af eintómri ánægju.
Honurn datt ekki í hug að Virginía gerði þetta af
tómri iðrun.
XX. KAPITULI.
Ferðalag.
Við skulum bregða okkur tvö ár fram í tímann.
Þessi tvö ár barðist þjóðin við hættulegan sjúkdóm
og jafnvel sá mikli styrkur, isem henni Ihafði verið
gefinn í fæðingunni, var ekki nógu mikill til þess að
hún sigraðist á sjúkdómnum. Árið 1620 hafði hol-
lenskt skip flutt til hinnar konunglegu nýjendu í
Virginíu frá Gíneu ,sóttkveikjurnar, sem ollu sjúk-
dómi þeim er þjóðin úthelti blóði sínu vegna. Ýms
merki hrörnunar og dauða iskorti ekki þessi ár.
f borginni við “föður vatnanna,” þar sem marg-
ir þjóðflokíkar voru saman homnir, fæddust sveinar
»og meyjar, sem áttu fyrir ihöndum að deyja á euba
eða verða föðurleysingjar í stríðinu mikla, sem var í
nánd, sem uxu upp til þess að sjá ný illyrmi komast
á kreik og naga hjartarætur lýðveldisins, og heyra
fyrirlitningarhlátra Norðuráflunnar. En það átti
einni.g fyrir þeim að liggja, að sjá land sitt verða að
stórveldi í heiminum, ef til vill að hinu mesta veldi.
Meðan Norðurálfan haifði legið í ófriði, hafði Iþetta
vestrœna barn náð fullum þroska og tekið sér sæti
meðal hinna voldugustu, til þess að Ibera með þeim
ábyrgð manndómsáranna.
Á þessum tveimur árum hafði iStephen Brice
verið gefið leyfi til þess að gegna lögmannsstörfum
í ríkinu Missouri. Hann var farinn að skilja Whipple
dómara hetur. Að visu verður ekki sagt, að hann
væri í mjög náinni vináttu við hann, þó að dómar-
inn, sem var vanafastur maður, hefði þann sið að
drekka te hjá frú Brice að minsta kosti einu sinni í
viku. Stephen þótti vænt um dómarann og 'hann var
honum síþakklátur fyrir það að hafa Ikomið sér í
kynni við þann mann, sem hefði haft mest áhrif á líf
sitt — Aíbraham Lincoln.
Það fræ, isem var sáð í visku og sjálfsafneitun
var farið að bera ávexti. ómurinn af fundarhöldum
barst um landið og Fereport-villan var ekki glejund.
Það er best að minnast sem minst á skjólstæð-
ingana, sem koma í skrifstofu Wihipples, til þess að
leita ráða hjá Stephen; það er dálítið niðurlægjandi
að of mikið sé talað um þá Muti. Nokkur hluti af
tekjum Stephens kom frá blöðum, sem hnn skrifaði
greinar í. Þau voru skrítin Iblöðin í þá daga: stór
eins og rúmteppi með engum stórum fyrirsögnum,
eins, eins og við eigum nú að venjast, heldur með
áframíhaldandi langri .skáldsögu innan um auglýs-
ingarnar á fremstu síðu og fcvæði eftir einhverja
gáfaða konu, sem skrifaði “Electra” eða eitthvert
nafn líkt því neðan undir. Stundum var líka ástar-
saga, en oftar samt draugasaga eða um einhver dul-
arfull fyrirbrigði, sem var prentuð upp úir einhverju
tímariti, eða þá smásögur um ketti og hænsni. Svo
voru bréf frá ýmsum vel metnum Sorgurum, sem
langaði til að sjá nöfn sín á preroti, og firéttagreinar
misjafnlega gam'lar, teknar úr öðrum iblððum; frétt-
irnar frá Chicago og Cincinnati voru tveggja daga
gamlar en ibréfin frá San Francisco þriggja vikna.
Þau höfðu komið með áburðahhestum til Lexington
og þaðan niður eftir Mississippi ánni. Vitaskuld voru
líka fréttir, sem hðfðu fcomið gegnum ritsímann, en
þær voru fágætar og dýrmætar eins og gull ■— þær
voru ekki ætlaðar til þes* að lesast í flýti og vera
svo kastað burt.
Um haustið 1859 hafði Stephen, fyrir tilstilli hins
góða Brinsmades, farið upp á með gufulbát á fjöl-
mennan stjórnmálafund, sem var haldinn í Iowa.
Margt af heldra fólkinu í St. Louis var með í þeirri
ferð. Hann kyntist mörgum í þessari ferð og eyddi
mestum tímanum í það að ganga fram og aftur um
þilfarið mil'li þeirra Önnu Brinsmade og Lóu Russell.
Það væri ekki rétt gert að segja frá því sem þær töl-
uðu um Stephen sín á milli í klefa sínurn. Anna hafði
að vísu dálítið á móti því að þær töluðu um hann á
bakið, en hlustaði samt á stallsystur sína og hló aö
henni Iþangað til hún grét, er hún hermdi eftir Ste-
phen og varð háalvarleg eins og hann.
Clarence Colfax var líka á bátnum og hann
hneigði sig dálítið regingslega, þegar hann mætti
Stephen á þilfarinu. En einu. sinni á heimleiðinni,
þegar Stepthen sat með blöð á 'hnénu, kom Oolfax til
hans og sagði við hann með þessum einkennilega
hreinskilnissVip, isem öllum féll isvo vel:
“Ertu að skrifa upp málsvörn, Brice?” spurði
hann. “Mér er sagt, að þú sért einn af þeim, sem
ekki geta verið iðjulausir jafnvel á tyllidegi.
“Ekki er eg alveg svo ákafur,” sagði Stephen og
brosti.
“Eg býst þá við að þú haldir dagbók,” sagði
Clarence og hallaði sér upp að borðstokknum. Ste-
phen þótti hann einkar fríður maður. Hann var hár
vexti og hreyfingar hans báru allar vott um hálf-
letilegt yfirlæti. Steplhen gat.ekki annað en dáðst að
látbragði |hans og málrómi, er hann skipaði svert-
ingja, sem gekk firam Ihjá, að fara ofan í klefa sinn
og sæka vasaklút handa sér. Það var hlægilegt,
hversu fljótur svertinginn var til þess að gera ibón
hans. Stephen vissi vel, að svertinginn hefði ekki
verið svona fljötur til, ef hann hefði Ibeðið hann að
sækja vasakJút.
Stephen sagði Colfax, að það sem hann væri að
skrifa væri ekki dagbók og Colfax var of vel uppalinn
til þess að spyirja hann frékar um það; og þessvegna
komst hann aldrei að iþví, að Stephen var að rita
lýsingu af fundinum og ræðuhöldunum fyrir Miss-
ouri Democrat.
“Mig langar til þess, að biðjast afsökunar á því
Brice, sem eg hefi gerti 'þér og sagt um þig” sagði
Colfax. “Mér var illa við þig lengi eftir að þú bauðst"
í Hester á móti mér og —” Hann Ihikaði við að Ijúka
við það sem hann ætlaði að segja.
iStephen leit upp. Honum geðjaðist vel að Colfax
nú í fyrsta sinn. Hann hafði dvalið nógu lengi meðal
fólks hans til þess að vita hversu erfitt það væxú
fyrir ihann að segja það sem hann vildi segja.
“Þú marost ef til vill eftir fcvöldi einu í húsi
frænda míns, Carvels ofursta, á afmælisdag frænku
minnair?”
“Já,” svaraði Stephen hissa.
“Eg var ókurteis við þig í húsi frænda míns,”
sagði Clarence með ungæðislegri hreinskilni, “og
mér hefir þótt fyrir því síðan.”
Hann rétti út hendina og Stephen tók þétt í hana.
“Eg var yngri þá, Colfax,” sagði Ihann “og eg
skildi ekki afstöðu þína eins vel og eg geri nú. Ekki
svo að skilja, að eg hafi toreytt skoðunum mirium,”
flýtti hann sér að bæta við, “en mér gramdist að
hugsa til þess að stúlkan færi suður. Eg var að bjóða
á móti þrælasalanum fremur en á móti þér. Hefði eg
þá þekt ungfrú Carvel —” Hann þagnaði alt í einu.
Vingjarnlegi svipurinn hvarf af andliti hins. Hann
snéri sér við, hallaði sér út yfir borðstokkinn og
starði á Iháu klettana sem haustsólin varpaði Ijómá
sínum á, svo þeir báru eirrauðan lit. Um tuttugu
mílur fyrir ofan þessa kletta var langt og lágt hús
úr steini sem mörg greinarmikil tré stóðu umhverfis,
það var kvennaskólinn, sem var frægur um öll vestur-
ríkin, þar sem ömmur okkar og mæður voru mentaðar
— Monticello. Þangað var Virginía Carvel farin
fyrir einum mánuði síðan til þess að byrja annað ár
, sitt þar.
Ef til vi'll hefir Stephen grunað um hvað samferðá1-
maður sinn væri að hugsa, því hann starði líka í
sömu átt. Hljóðfæraisáltturinn í lyftingunni þagnaði
og það heyrðist ekkert hljóð nema skvaldur í vatninu í
stóra hjólinu, sem kroúði skipið áfram. Þeir hrukku
báðir við er þeir heyrðu hlátur við hliðina á sér.
Þar stóð ungfrú Russell full að kæti og leiddi önnu
Brinsmade við ihlið sér.
“Þetta er sú stund, er allir þeir, er tilibiðja í
anda og sannléika, snúa ásjónum sínum til austurs,”
sagð hún. “Gyðjan situr í hofi sínu í Mönticello.”
Báðir stóðu upp og voru kafrjóðir út undir eyru.
Ungfrú Russell hló aftur. Anna Brinsmade roðnaði
þeirra vegna. En þetta var efcki í fyrsta sinn, sem
ungfrú Russell hafði farið of langt. Colfax afsakaði
sig með óþarflega mikilli fcurteisi, sem var siður hans
þegar isvona stóð á, og fór burt. Stephen og Anna
urðu enn vandræðalegri og ungfrú Russell virtist
því betror skemt.
“iSagði eg ekki satt, Brice?’ spurði hún. “Nei,
þú ert janvel að yrkja kvæði til hennar.”
“Eg varla þekki ungfrú Caxvel,” sagði hann.
“Og hvað skáldskapnum viðvíkur —”
“Þú hefir aldrei ort á æfi þinni,” greip hún fram
í. Því get eg vel trúað.”
Ungfirú Russell gretti ®ig í áttina á eftir Col-
fax.
“Hann lætur æfinlega svona, þgar maður minn-
ist á hana,” sagði hún.
“En þú ert svo óvægin, Lóa,” sagði ungfrú
Brinsmade. “Þú getur varla láð honum það.”
“Veslings auminginn!” sagði ungfrú Russell.
“Ætlar hún ekki að eiga hann?” spurði Stephen
alveg blátt áfram. Hann sá of seint að hann hafði
haft hausavíxl á fornöfnunum.
“Það hefir gengið svo til síðan á dögum Adams
og Evu,” sagði ungfrú Russell. “Eg 'býst við að þú i
hafir ætlað að spyrja, hvort hann ætli ekfci að eiga
hana.”
“En góða, hvað heldurðu að herra Brice haldi
um okkur?”
“Heyrðu Brice,” sagði ungfrú Russell og lét sér
ekkert bregða, “eg skal segja þór nokkuð, sem er
skrafað: Virginía var send til Monticello og hún fór
með fðður sínum í sumar til Kentucky og Pennsyl- I
vaníu, til þess að hún væri ekki á vegi Clarencc
Colfax.”
“Ó, Lóa!” hrópaði vinstúlka hennar.
Ungfrú Russell gaf henni engan gaum.
“Carvel ofrorati hefir rétt fyrir sér,’ Ihélt hún
áfram. “lEg myndi gera hið sama. Þau eru systkina-
börn og ofuratinn vill ekki að þau verði hjón þess-
vegna. Mér þykir vænt um Clarence, en hann er éfcki
til nokkurs nýtur nema að taka þátt í veðreiðum og
— bei-jast. Hann vildi óður hjálpa til þess að reka
innflytjendur, sem voru svertingjunum hlyntir, burt
úr Kansas, og móðir hans varð að setja á hann fjötra;
hann vildi fara í rámsferðir með Walker, og móðir
hans varð a<$ biðja hann á hnjánum um að gera það
ekki. Og samt,” hrópaði hún, “er best fyrir ykkur
Norðanmenn að vara ykkror á mönnum eins- og honum,
ef þið neyðið okkur út í stríð.”
‘{En —” greip Anna fram í.
“Eg veit hvað þú ætlar að segja,” greip ungfrú
Russell fram í fyrir henni — “að Clarence hafi pen-
inga.
“Lóa!” hrópaði Anna reið, “hvernig vogar þú
þér!”
Ungfrú Russell lagði Ihandlegginn utan um mitt-
ið á henni!”
• “Komdu nú Anna,” sagði hún. “Við megunx
ekki tefja senatorinn mikið lengur. “Hann er að
undirbúa fyrstu þingræðuna sína.”
Á þennan hátt féfck Stephen viðurnefni sitt. Það
er óþarfi að taka það fram, að hann skrifaði ekki
meiira fyr en hann var kominn í iherbergi sitt á Olive
stræti.
Þau voru komin fram hjá Alton og svarti mökk-
urinn, sem hékk í kyrru haustloftinu yfir borginni,
sást nú vel .Það var komið rökkur þegar skipið rendi
stafninum upp að bryggjunn, og svertingjarnir, sem
störfuðu við afferminguna, hófu söng sinn um leið
og þeir lögðu plankalbrúna milli skipsins og bryggj-
unnar. Steplhen stóð einn sér á afturþiljunum og
horfði á döfcka röðina af sótsvörtum geyroslrohúsum
á bakkanum. Hversu margir ungir menn, sem hafa
orðið að komast áfram af eigin rammleik, hafa ekki
staðið í svipuðum hrogleiðingum og hann eftir
skemtilega ferð? Hann vaknaði upp af hugleiðing-
um sínum við að sjá Ihávaxinn mann standa við hlið-
ina, á isér; hann leit við og sá góðmannlegt andlitjð
á herra Brinsmade.
“Frú Brice er ef til vill farin að verða óróleg,”
sagði hann; “það er orðið svo framorðið. Vagninn
minn er hér og mér væri stór ánægja í því að flytja
þig heim.”
Kæri Brinsmade! Hann er nú í himnaríki og
hann veit að minsta kosti um það góða, sem ihann kom
til leiðar hér á jörð. Stephen man ibest eftir þessari
velgerð hans af öllum þeim mörgu, sem hann varð
aðnjótandi. Hann var ókunnugur og einmana, þreytt-
ur og utan við hóp hinna kátu ungu manna og kvenna,
sem stigu á land, og hann vair valinn af þessum
ágætismanni, sem var gæddur þeim dásamlega eigin-
leika að gleyma engum.
“ó, Lóa!” brópaði Anna Brinsmade um kvöldið,
því ungfrú Russell hafði farið með henni Iheim og
ætlaði að vera hjá henni um nóttina, “hvernig gastu
fengið af þér að tala isvona við hann? Hann sagði
varla orð á leiðinni heim í vagninum. Þú hefir móðg-
að hann stórkostlega.”
“Hversvegna ætti eg að setja hann upp á fóta-
stall, eins og hann væri eitthvart goð?” sagði hún
með þráðarspotta á milli tannanna. “Hversvegna lát-
ið þið öll svona með hann? Hann er efckert annað
en Yankee,” — hún rykti til höfðinu — “og hann ei
Iroéira að( sedja pk|:j neitt þériega undraverður
Yankee.”
“Eg sagði ekki að hann væri neitt undraveirð-
ur,” svaraði Anna með nokkurri þykkju.
“En þið haldið það samt stúlkurnar, Emely og
Eugénie og Maud. Það væri best fyrir hann að gift-
ast Belle Cluyme. Hann gæti máské gefið fjölskyld-
unni einhverja stefnufestu fyrst hann er svona mik-
ill maður, Anna!”
“Já.”
“Á eg að segja þér leyndanniál?”
“Já,” sagði Anna. Hún var kvenmaður og hún
var forvitin eins og flestir ex*u.
“Jæja þá — Virginía Carvel er ástfangin af
honum.”
^Af ihonum! Hún sem hatar hann.”
“!Hún heldur að hún hati hann,” sagði ungfrú
Russell rólega.
A*na leit aðdáunaraugum á vinstúlku sína.
Hún dáðist mest að henni og Virginíu af öllum stúlfc-
uml, sem Ihún þekti. Báðair voru djarfar, en Lóa var
orðin svo hispurslaus og opinská, að möirgum líkaði
illa við1 hana. Álit hennar voru venjulega á góðum
rökum bygð og spádómar hennar höfðu svo oft ræst,
að Anna lagði oft trúnað á það vegna þess eins.
“Hvernig veistu það?” spurði Anna í efunag*-
róm.
“Manstu eftir því þegar við vorum öll úti í
Glencoe í september í fyrra og Whipple dómari var
veikur og Virginía sendi okkur öll iburt og hjúkraði
honum sjálf?” *\ ^
“Já,’ sagði Anna.
“Og veistu það að Brice fór út þangað með bréf
þegar dómaranum fór að batna?”
“Nú,’ sagði Anna forvitin.
Hann fór þaðan aftur á laugardag síðari hluta
dags, þó þau þrábæðu hann að vera fram yfir sunnu-
daginn. Virginía hafði skrifað mér og beðið mig að
koma aftur og eg kom þangað um kvöldið. Eg spurði
Easter að hvar Jinny væri, og eg fann hana —”
‘Þú fanst hana?” spurði Anna ákðf.
“Eg fann hana aleina sítjandi í Iitla sumarhús-
inu yfir á árbafckanum. Easter sagði að hún hefði
hefði verið þar tvær klukfcustundir. Og eg hefi aldrei
vitað Jinny eins daufa og hún var það kvöld.”
“Minti3t hún nokkuð á Stephen?” spurði Anna.
“Nei.”
“En þú mintist á hann,” sagði hún með sann-
færingu.
A fríctid oí' the Family
Ungfrú Russell svaraði ekki eins blátt áfram
og hún var vön.
“Þú veist að Virginía segir manni aldrei bvað
henni býr í brjósti nema að ihún vilji sjálf gera það.”
Anna hugsaði sig um.
“Virginía hefir varla séð Ihann síðan,” sagði
hún. Eg var í sama herbergi og hún í Monticello í
vetur 'og eg Iheld að eg hefði Ihlotið að verða þess vör.
“Talaði hún rom hann?” spurði ungfrú Russell.
«
“Aðeins þegar talið barst að honum. Eg heyrði
hana einu sinni endurtaka það sem Ihún hafði heyrt
Whipple dómara segja um hann við föður sinn nefni-
lega að hann hefði ágæta hæfileika til þess að nema
ölg. Það var oft. minst á hann í bréfum til' mín að
heiman vegna þess að þau leigja hús af pabba og
patotoa líkar vel við þau. lEg var vön að lesa þessi bréf
fyrir Jinny,” sagði Anna, “en hún talaði aldrei um
að sig langaði til þess að heyra þau.”
“Eg skrifaði henni líka um hann,” sagði ungfrú
Russell.
“Svaraði hún bréfi þínu?”
“Nei, svaraði ungfrú Rusisell, “en það var rétt
fyrir fríið. Og svo flýtti ofuirstinn sér með hana til
Pennsylvaníu, til þess að Ihún gæti séð frændfólk
sitt þar, og eg Iheld að þau hafi líka farið til Annap-
olis, þaðan er Caxwels ættin upprunnin.”
Stephen, sem sat í næsta húsi og var að iskrifa
fréttagrein um fundinn, hafði engan grun um, að
það væri verið að ræða umi sig í framhehbergi uppi
á þriðja lofti í Brinsmades toúsinu. Seinna þegar
báðar ungfrúrnar voru sofnaðar fór hann með hand-
ritið ofan í prentsmiðju “Demókratans” og féfck það
! hendur vini sínum, ritstjóra morgunútgáfunnar,
sem beið eftir honum. .
í lok þessarar viku sat Virginía Carvel upp við
stóxt tré í Monticello og var að lesa bréf. Hún stakk
því við og við í barm sinn og leit í kringum sig. Béf-
ið var frá önnu Brinlsmade.
“Eg hefi sagt þér alt um ferðina, vina mín góð,
og hvað við söknuðum þín. Þú manst ef til vill eftir”
(jafnvel iþeir bestu meðal vor eru ekki lausir við
undirferli), Mþú manst ef til vill eftir Stephen Brice,
sem við töluðum oft um. Pabbi og mamma hafa mikið
álit á honum og palbtoi bauð Ihonum að vera með í
ferðinni. Hann er enn alvarlegri en hann var nú
síðan hann varð lögmaður. En hann er töluvert fynd-
inn, þegar maður fer að þekkja hann, og Það datt
mér ekki í hug að hann væri. Móðir toans er sú indæl-
asta kona, isem eg hefi nokkurn tíma kynst, hún er
svo hæglát og höfðingleg og prúð *í umgengni. Þau
koma oft og borða kvöldverð með okkur. Hérna um
fcvðldið sagði Stephen pabba svo mairgt, sem hann
vissi ekki, um fólkið fyrir sunnan Market stræti.
Þjóðverjana, að pábbi varð alveg hissa. Hann talaði
heilmikið um sögu Þýskalands og það, tovernig þetta
fólk hefði verið afsótt heima í sínu landi. Patotoi
varð hissa þegar Ihann heyrði, að margir Þjóðverj-
arnir hérna væru háskólagengnir menn og að þeir
hefðu nú þegar sett á fót samtðfc sín á milli í því
skyni að verja ríkjasambandið. Eg heyrði pabba
segja: “Þetta er það sem herra Blair átti við, þegar
hann sagði mér að við þyrftum ekki að vera hræddir
um bæinn.”
“Eg hefði ekki átt að skrifa þér um þetta, Jinny
mín, því þú ert með skilnaði og í tojarta þínu ertu
sannfærð um að patotoi sé landráðamaður, af því að
hann er úr þrælahaldsríki og á sjálfur þræla; en eg
ætla samt ekki að rífa toréfið.
RJÓMI
tityðjið heimaiðnað með því að styrkja yðar
eigið íelag og fá fult verð fyrir framleiðsl-
una.
Hafið hugfast, að samvinnu markaðurinn er
eini framfaravegurinn að því er landúnaðinn
snertir. Látið ekki glepja yður sjónir, farið
að fordæmi annara þjóða, sem hafa sannað, að
samvinnumarkaðs aðferðin er sú eina, er
skapar gott verð á mjóikurafurðum.
SENDIÐ RJÓMANN TIL
The Manitoba Co-operative Dairies
LIMITKD