Lögberg


Lögberg - 15.10.1925, Qupperneq 6

Lögberg - 15.10.1925, Qupperneq 6
8 i. < LÖGBERG FIMTUDAGINM, 15. OKTÓBER 1925. PEG Eftir J. Hartley Manners. Alaric ihafði aldrei séð frænda sinn, sem harð- lega hafði bannað honum að heimsækja sig, en hann reyncU að sýnast dálítið ihryggur. “Vesalings maðurínn,” sagði hann og snéri sér að Ethel. “Eg hefi aldrei séð hann,” sagði Ethel tilfinn- ingarlaus. v “Þér segið, að hann hafi dáið fyrir tíu dögum síðan?” spurði frú Chichester. Hawkes hneigði sig. “Hversvegna var mér ekki tilkynt þetta? Jarð- arförin —” “Það var engin jarðarför.” “Engin jarðarför?” endurtók Alaric undrandi. “Nei,” svaraði lögmaðurinn.' “Samkvæmt skrif- legri ákvörðun hr. Kingsworths, var hann hrendur, og enginn var til staðar þegar það skéði, nema sá sem hrendi hann, og eg. Ef mér er leyft að endur- taka orð hr. Kingsworth, þá sagðist hann ekki iðr- ast þess, að hafa ekki séð ættingja sína síðustu tuttugu árin, þar eð hann væri sannfærðUr um, að þeim mundi ekki falla dauði sinn mjög þungt. Enginn mætti klæðast sorgarbúningi hans vegna, eða láta í ljós neinn söknuð á annan hátt. Þeir myndu enga sorg fifina við fnáfall sitt, hversvegna þá að segja ósatt? voru þau orð, sem hann talaði sjálfur,” sagði Hawkes. Hann sagði þetta með þein^róm, sem gaf í skyn, að hann tæki enga áhyrgð á orðum hins látpa manns. “Skrítni karlinn,” sagði-Alaric. Frú Chichester fór*að gráta og sagði: “Hann var alt af sá tilfinningarminsti, sá hugsunarlausasti, sá mest-------” “Og í erfðaskránni sinni —” greip lögmaður- inn fram í, og tók upp vasahók með skjölum í. Frú Ohichester hætti að gráta. “Erfðaskrá?” “Hvað þá?” sagði Alaric glaður. “Skildi þessi góði, gamli maður eftir erfðaskrá?” Jafnvel Ethel hætti að leika við “Pet” og hlustaði á samtalið deyfðarleg. Hawkes endurtók hátíðlega: “í erfðaskránni ihefir hr. Kingsworth gert á- kvarðanir, sem eg, þar eð eg var lögmaður hans, er kominn hingað til að gera ykkut kunnugar.” Hann ibreiddi úr stóru skjali^ sem hann lagði á borðið, lit á sig gleraugu og ibjóst til að fara að lesa. “Góði, gamli frændi minn,” sagði Alaric hugs- andi. “Manstu eftir að við hittum hann einu sinni á Victory stöðinni, mah»ma? Eg var að eins lítill drengur þá, en eg itian eftir honum, eins og það hefði verið í dag. Talsvert feitur, gráhærður, gam- all maður með undirhöku.” “Hann var að síðustu orðinn hvítur og mjög lasburða maður,” sagði lögmaðurinn stillilega. “Var hann það? Að hugsa sér slíkt! Þarna fær maður — er það ekki, mamma?” Hann laut niður að erfðaskránni mjög forvit- inn, þar sem Hawkes með hlýant í hendinni var að leita að einhverri tölu. “Hve mikinn auð skildi hann eftir, spurði Alaric æstur. “Eigur hans eru virtar að vera hér um bil 200,000 pund,” svaraði lögmaðurinn. , Alaric hlístraði lágt og brosti yfirhurða á- nægjulega. Ethel veitti þessu eftirtekt í fyrsta skifti. Frú Chichester fór aftur að gráta. “Það hefir máské verið rangt gert af mér, að umgangast hann ekki meira, en eg gerði,” sagði hún. Alaric gat nú ekki dulið forvitni sína lengur. Hawkes leit upp frá erfðaskránni og sá, að þaa öll þrjú horfðu á hann. Hann þagði. Hið þrotlausa starf hans við sakamál og önnur mál, hafði ef til vill eyðilagt traust ihans á manneskjunum — í öllu falli sýndist honum nú, að það eina, sem öll þessi augu léti í Ijós, væri græðgi. Svo yfirburða mikil . og óduliú græðgi, að hún gerði þenna vörð laganna mállausan um stund. » “Nú-nú! Hve mikið?” hrópaði Alaric. “Þagn- ið þér ekki í miðri, jafn áríðandi setningu. Þér gerið niig eins viðkvæman og gamla u'ngfrú!” Hawkes leit af þrenningunni og sagði, án þess að líta á erfðaskrána: “Sínum nánustu ættingjum ánafnaði hr. Kings- worth — mér þykir leitt að verða að segja það — ekki neitt.” • Ógeðsleg þögn ríkti nú hjá Chichester fjölskyld- unni. Frú Chichester stóð. nú upp, og augu hennar, sem nýlega voru full af tárum, skutu eldingum. “Ekkert?” endurtók hún efandi. “Ekki einn penny?” spurði Alaric. Skugga af brosi bná fyrir á andliti I£thels. Hawkes leit fast á þau og sagði: “Mér sárnar að verða að endurtaka — ekkert.” Frú Chidhester snéri sér að Ethel, sem farin var að klappa Pet aftur. “Hans eigið hold og blóð !” kveinaði hún. “Ó, hve hugsunar og tilfinningalaus nirfill,” « sagði Alaric. “Hann var alt af sá mesti sjálfselskandi, sá mest —” sagði frú Chichester. En Hawkes hafði nú, sér til mikillar ánægju, fundið greinina„ sem hann leitaði að, og greip fram í fvrir henni: ^ “Ummæli ihr. Kingsworths, viðvíkjandi hans síðasta vilja í erfðaskránni, hljóða þannig, frú. Chichester: “Eg er eini Ihaðurinn af Kingsworth fjölskyld- unnv sem nokkru sinni hefir grætt nokkuð af pen- ingum. Allir mfnir mikils verðu ættingjar hafa annaðhvort erft þá, eða náð þeim með giftingu —” “Eg fullvissa yður,” byrjaði frú Chichester. Alaric stöðvaði hana: “Bíð þú augnablik. Við skulum fyrst heýha alla erfðaskrána. Hann hefir sannarlega hlotið að vera einkennilegur, gamall fauskur, alveg tilfinningarlaus —” , Hawkes hélt áfram að lesa: — “og eg ætla þessvegna ekki að ánafna þeim einn penny, þar eð þeir nú þegar hafa alt, sem þeir þurfa.” “En við höfum ekki alt, sem við þurfum,” mót- mælti frjí Chichester. wNei,” sagði Alaric. “Ban&inn okkar er gjald- þrota.” “Við erum eyðilögð,” sagði frúin með grátekka. “Allslaus!” sagði Alaric, “Við höfum alls ekkert,” sagði gamla konan kveinandi. “Ekki einn penny,” sagði Alaric. “Það er sannarlega hörmulegt,” sagði lögmað- urinn. “Hörmulegt? Ofboðslegt er rétta orðið,” sagði Alaric. Hawkes hugsaði sig um fáein augnahilk; svo sagði hann: “Undir slikum kringutostæðum getur máské sérstakt Skilyrði í erfðaskránni veitt ykkur nokku^a hjálp.” Eins og tvær druknandi manneskjur, sem haída í hálmstrá, heið móðirin og sonurinn eftir að heyra hr. Hawk halda áfram. Ethel gaf þessu' engan gaum. “Þegar hr. Kingsworth fann að dauðinn nálg- aðist, talaði hann hvíldarlaust um hina systur sína — Angelu,” sagði hr. Hawkes. “Angelu?” hrópaði frú Chichester mjög undr- andi. “Angela er dáin.” “Já, það var einmitt orsökin til þess, að hann talaði tím hana,” sagði Hawkes mjög alvarlegur. “Og ekki eitt orð um mig?” spurði frú Chicih- ester. “Við komum að því efni seinna,” sagði Hawkes og fór aftur að líta yfir erfðaskrána. Það lítur út fyrir að þessi Angela, tuttugu ára gömul, hafi gifst einhverjum O’Connell, írlendingi, og var gerð útlæg frá fjölskyldunni — ” “Maðurinn var æsingamaður — ihófi. Hann átti ekki einn penny. Það var sví'virðing af henni að —” Alaric fékk aftur móðut sína til að þegja, og Hawkes las enn fremur. “Var útskúfuS af fjölskyldunni og flutti til Bandarikjanna í Norður Ameríku, þar sem hún fæddi eina dóttur. Eftir að hafa orðið fyrir mörgum þrautum ásamt manninum, sem lánið virtist aldrei fylgja, dó hún strax á eftir að hafa fætt barnið.” Hann leit upp. “Hr. Kingsworth lýsir á öðrum stað iðran sinni yfir því, að hann eitt sinn, þegar systir" hans átti mjög bágt og skrifaði honum í fyrsta skifti og hað' um hiálp, hafði svarað henni með þóssum Orðum: “Eins og maður sáir uppsker maður.” “Hún hafði.gert æt^ngjum sínum vanvirðu. Hann breytti alveg rétt við hana,” sagði frú Chich- ester. “Þegar dau’ðinn nálgaðist, fór hr. Kingsworth, eins og áður er getið, að fá samviskuhit,” sagði hr. Hawkes ennfremur. “Ef barn systur hans væri ennþá lifandi, óskaði hann að fá að sjá það. Eg gerði rannsókir og komst að því, að unga stúlkan var í New York hjá föður sínúm og átti mjög bágt. Við sendum henni peninga til ferðarinnar og beicþl- • um föður hennar um, að leyfa henni að heimsækja fjölskyldu sína á Englandi. Faðir hennar samþykti þetta. En áðuT en unga stúlkan lagði upp í ferð- ina, dó hr. Kingsworth.” “Ó!” hrópaði Alaric, sem hafði hlustað á þetta allæstur. ‘“Dó hann, áður en hann fékk að sjá hana? Það var mjög óheppilegt. Létuð þér hana koma samt sem áður, hr. Hakwes?” i “'Já, við álitum réttast að hún kæmi hingað, áður en við segðum henni frá dauða móðurhróður hennar. Ef hún hefði fengið þessa fregn áður en hpn lagði af stað, hefði hún máské hætt við að koma hingað.” “En hvaða gagn var að því, að hún kæmi Iþing- að, þegar hr. Kingsworth var dáinn?” spurði Alaric. “Af því hr. Kingsworth gerði þær undraverð ustu ákvarðanir henni til hagsmuna í erfðaskrá sinni,” svaraði hr. Hawkes. “Hugsaði hann um hana en ekki — mig?” sagði frú Chichester. “Hér er ákvörðun hans,” sagði hr. Hawfkes og las upp úr erfðaskránni: “Eg ákveð hér með, að eitt þúsund punda upphæð um árið, skuli borg^'ð þeirri virðingarverðu konu af góðri ætt, sem er vel ment- uð, er vill taka að sér að ala upp og menta systur- dóttur mína, Margaret O’Connell, í samræmi við Kingsworth fjölskyldwnnar göfgi og erfðakenning- ar —” “Hann hlynnir að systurdóttur sinni, sem hann hefir aldrei séð, en lætur sína eigin systur —” iOg frú Chichester fór ennþá einu sinni að gráta. “Annað eins og þetta hefi eg aldrei heyrt á æfi minni,” hrópaði Alaric. Hawkes las ennfremúr: “Ef að systurdóttir mín að ári liðnu, verður af þeim, sem annast um hana, álitin óihæf til að halda áfram námi sínu, á að senda hana aftur til föður síns, og borga henni 250 pund á ári til lífsviðiírhalds. Ef áð hún þar á móti reynist hæf til að halda áfram að nema erfða- • kenningar Kingsworths fjölskyldunnar, skal kensl- • an halda áfram þangað til hún er 21 árs gömul. Frá þeim tíma skulu henni árlega borguð fimm þús- und pUnd á meðan hún lifir, og að henni látinni, skal þessi upphæð iborguð þvi piltibarni, sem hún elur í hjónabandi sínu.” Hawkes þagnaði aftur og athugaði/ Chichester fjölskylduna. Frú Chichester sagði snöktandi: . “Og mig — sína eigin systur —” Alaric flutti sig til órólegur og sagði: “Þetta $r það versta af öllu illu, sem eg hefi ^nokkurntíma heyrt.” , Ethei horfði hugsunarlaust á Pet. Hawkes las ennfremur: “Faðir hennar má undir engum kringumstæð- um heimsækja hana hér, og ef nám hennar ætti að halda áfram að liðnu fyrsta árinu, má hun heldur ekki heimsækja föður sinn. Þegar hún~er 21 árs gömul, er hún sjálfráð um hegðun sína að þessu leyti.” Hawkes braut saman erfðaskrána, með þeim svip, er sjáanlega benti á, að hann áleit sig hafa framkvæmt skyldu sína. Alaric sagði: “Eg sé ekki hvernig þetta skilyrði getur á nokkurn hátt verið okkur til hagsmuna, hr. Hawk- es.” Lögmaðurinn tók gléraugun af sér, leit rann- akandi augum á frú Chichester og sagði: “Af því það var ósk hr. Kingsworth, að sú fyrsta kona er við beiddum að taka að sér leið- beinslu þessarar ungu stúlku, væruð — þér.” Frú Chidhester stóð upp ifndrandi: “Eg?” Alaric stóð upp gremjulegur: “Móðir mín?” Ethel togaði í eyrun á Pet, meðan hún beið úr- slitanna. Hawkes sagði rólegur: “Hr‘ Kingsworth sagði að þá væri ihann viss um að systurdóttir sín fengi þá bestu leiðbeiningu fyrir framtíðarlíf sitt, í sam- ræmi við hinar bestu erfðakenningar Kingsworth ættarinnar, og enda þótt að Monica systir hans væri nokkuð þröngsýn og vanabundin í skoðunum sínum — eg tala hans eigin orð — vteri hann samt sem áður viss um, að hún væri vel fter um að taka að sér slíkt starf. Tilgangurinn með heimsókn minni er því að spyrja yður, hvort þér viljið taka að yður þetta starf, að fóstra og menta þessa ungu stúlku?” “Eg hefi aldrei heyrt neitt jafn óvirðandi,” hrópaði frú Chichester afargröm. “Hlægilegt,” sagði Ethel róleg. “Heimskulegt,” sagði Alaric. “Þér neitið því þá algerlega?” spu'rði lögmað- urinn. “Áreiðanlega,” sagði frúin. “Skilyrðislaust,” sagði Ethel. “Að sjálfsögðu,” sagði Alaric. Hawkes safnaði skjölum sínum saman og sagði með meðaumkunar róm: “Þá er ekki melra um þetta að segja. Eg hefi að eins framkvæmt ósk hins framliðna, að- koma og kynna yður ásigkomulagið. Hr. Kingsworth hafði það álit, að bér væruð vel- megandi, en hann hugsaði sér — án tillits til hins viðkvæma ásigkomulags systurdóttur yðar — að þessi þúsund pund samt sem áður, gætu verið vel- komin sem — við skulum segja, skotsilfuir fyrir dótt* ur yðar.” jEthel hló þurrum, tilfinningarlausum hlátri. “Ha-iha! skotsilfu’r!” Alaric varð alt í einu alvarlegur, og dróg móð- ur sína og Ethel svo langt frá Haw&es, að hann heyrði ekki til þeirra. << “Heyrðu nú mamma — Ethel. Þúsund pund í peningum vaxa ekki á trjám, þegar ibankinn manris er gjaldþrota. Hugsaðu um það.” _ Það glaðnaði yfir frúnni. “Það er hjálp,” sagði hún. “Það mundi fojarga okkur úr vandræðunum,” sagði Alaric. x . “Frá gustukagjöfum,” sagði E^thel. Frú Chidhester leit af dóttifr sinni til sonarins. “Hvað segið þið um þetta?” “Það sama og þú, mamma,” sagði Alaric. “Þú verður að ákveða um þetta, marmma,” sagði Ethel. “Við getum að minsta kosti reynt þetta,” sagði frúin. “Þangað til við sjáum hvernig alt er,” sagði Alaric. “Nokkru má ef til vill ná frá foankanum ennþá,” sagði frú Chiohester vonbetri en áðu’r. “Þangað til eg hefi náð í atvinnu,” sagði Alaric með sjálfstrausti. Frú Chichester hugsaði sig ofurlítið um; svó sagði hún: “Eg tek þetta að mér. Það verður erfitt, en eg vil gera það samt. Hún gekk með hægð til lögmannsins, sem nú var búinn að koma skjölum sínum fyrir og var-tilbúinn að fara. Þegar hann leit á andlit frú Chichester, stóð hann kyr og forosti. * “Nú?” spurði hann. “Sökum hinnar framliðnu systur minnar, vil eg verða við ósk Nathanaels,” sagði frú Chichester mikillát og með sjálfsafneitun. Hawkes varð glaður. “Ágætt!” sagði hann. “Eg er himinglaður. Og nú, þegar þér hafið tekið þessa heppilegu á- kvörðun, er eitt ennþá, sem eg verð að segja yður. Unga stújkan má ekkert fá að vita úm 'ákvarðanir erfðaskrárinnar, nema því aðeins, að þér álítið það ófrávíkjanlega nauðsynlegt. Hún skal að nafninu til vera gestur yðar; á þann hátt eigum við 'hægra með að kynnast lundarfari hennar og lífsskoðun- um. Þið skiljið mig?” Þau gáfu öll í skyn, hvej;t fyrir sig, að þau skildu' hann. / iMjög glaður yfir þeirri niðurstöðu, sem hann hafði komist að, með þetta málefni, sem í byrjun- inni leit svo erfiðlega út, sagði lögmaðurinn. “Og nú leyfið þér máské'að eg hringi?” ‘Gerið svo vel,” sagði Alaric. Hawkes gekk að fojjjllynni og hringdi. Alaric leit spyrjandi augurii á hann. “Eina sneið af smurðu brauði máské?” Hawkes brosti góðlátlega og nuggaði höndum saman. \ ' “Eg ætla fað leyfa mér að kynna ykkur ungu stúlkuna — erfingjann.” “Hvar er hún?” sipurði frúin. “Hún kom, frá New York í morgun og eg kom með hana foeina leið hingað. Eg varð á leiðinni a< tala við skjólstæðing minn, fékk henni þess vegna áritan yðar, og sagði henni að fara hingað og bíða.” Þegar Ethel heyrði orðið “foíða”, varð henni dá- líti$ hferft við. Það var einmitt það orð, senl fá- tæklega klædda stúlkan hafði hvað eftir annað notað, stúlkan, sem truflaði ihana og Brent. “Gat það verið mögulegt —? Á þessu augnabliki kom þjónninn inn. “Er hér ung foeldri stúlka, sem bíður eftir hr. Hawkes?” sþurði lögmaðurinn. “Ung heldri stúlka, Sir. Nei, Sir. svaraði Jarvis. Hawkes varð kvíðandi á Svip. Hvað gat hafa orðið af ungfrú O’Connell? Hann fekk þó öku- manni glögga leiðbeiningu um, hvert hann ætti að flytja hana. Jarvis opnaði djrrnar til að fara, en datt þá alt í einu nokkuð í hug. Hann snéri sér við og sagði “Það situr ung kvenpersópa frammi í eldhús- inu. Hún kom, barði að dyrum og sagði, að hún ætti að bíða hér, þangað til maðuh kæmi að sækja hana. ,Það var ómögulegt að fá hana til að segja meira.” Hawkes varð glaðari á ávip. “Það/hlýtur að vera pngfrú O’Connell,” sagði hann. “ISysturdóttir mín í eldhúsinu,” sagði frú Chidhester gremjuleg við þjóninn. “Þér ættuð þó sannarlega að geta séð muninn á systundóttur minni og vinnukonu.” “Mér þykir þetta leitt frú, en það var ómðgu- legt að sjá nokkurn mun,” svaraði Jarvis. “Ef þér framkvæmið slíka yfirsjón aftur, verð- ur yður sögð upp vistin,” sagði frúin hörkulega. “Það var sannarlega ómögulegt að sjá nokk- urn mismun,” endurtók Jarvis, sem fanst sér gert rangt til. “Þetta er nóg—komið þér strax^neð hina ungu frænku mína hingað inn — strax,” skipaði frúin. Hinn móðgaði Jarvis fór undir eins, um leið og hann tautaði: “Hver lifandi maður gat vitað, að stúlkan væri ættingi yðar?” Frú Chichester var mjög reið. “Þetta er svívirðilegt,” sagði hún. 4 “Heimskulegt,” sagði Alaric. Ethel þagði. Hún hugsaði aðeins um það: “Hve mikið ætli unga, stúlkan hafi heyrt Brent segja og hve mikið mun hún hafa séð hann gera?” Hawkes reyndi að afsaka misskilninginn. “Eg er hræddur um að þetta sé mér að kenna,” sagði hann. “Eg sagði henni að hún skyldi ekki segja annað en það, að hún ætti að foíða. Eg vildi sjálfur fá. að segja ýður ásigkomulagið fyrst.” “Það hefði átt að koma með foana foeina leið til mín,” nöldraði frú Chichester. “Vesalings barnið.” BVo náði gremjan valdi yfir henni aftur, og hún hrópaði allmóðguð: “Frænka mín í eldhúsinu. Kingsworth álitin að vera vinnukona.’ Dyrnar opnuðust og Jarvis kom inn. Það var að hálfu leyti sigurhróss svipur á andliti hans, eins og hann vildi segja: “Má eg spyrja, hvort öllum yrði ekki líkur misgáningur á? Hverjum gat komið til hugar að þessi stúlka væri systurdóttir yðar?” Hann gaf Peg foendingu um að koma inn. Þá fékk Ohichester fjölskyldan nýjan skell — skell, sem vajcti miklu meiri undrun, heldur en bankahrunið foafði gertr Þegar hún sá þessa rauð- hærðu, fátæklega klæddu stúlku ganga inn í stof- una, með pjönkur sínar og ljóta hundinn, þá fyrst vissi hún að ógæfan hafði lent hjá sér. 5 KAPfTULI. Peg og frænka hennar. t Frú Chíchester og Alaric störðu' með þegjandi undrun á Peg. / * n Ethel leit allra snöggvast til hennar, og veitti Pet svo alla athygli sína. Jarvis leit ásakandi augum á frú Chidhester, eins og hann vildi segja: “Hvað sýnist yður nú?” Alaric hvíslaði að móður sinni: “Það er þó — það er þó ekki mögulegt.” Pet varð alt í einu litið á Micíhael, og fór að gelta sem óður iværi. Michael svaraði á sama hátt þangað til Peg gat þaggað niður í honum. Háwkes gekk til Peg, tók vingjarníega í hendi hennar og sagði: “Komið þér barn. Verið þér ekki hræddar. Við erum öll vinir yðar.” Hann leiddi Peg til frú Chichester, sem starði á hana með augun full af reiðitárum. Peg hneigði sig ofurlítið, eins og hún var vön að gera sem barn, þegar hún átti að heilsa presti eða einhverri per- sónu af heldra/tagi. Frú Chichester varð reglulega gröm af að sjá þessa klaufalegu heilsun. Var það mögulegt að þessi telpa væri systurdóttir hennar, dóttir hennar Angelu. Það var ótrúlegt. “Hvað heitir þú?” spurði hún mjög foörkulega “Peg, Frú.” “Hvað þá?” “Eg heiti Peg, frú,” endurtók hún og hneigði sig aftur. Frú Chichester lokaði augunum, gripin af við- bjóði og hryllingu. Hún bað Alaric að hringja. Um leið og hann gekk fram hjá Ethel á leið til bjöllunn- ar, sagði hann: “Þetta getur ómögulega verið satt, Ethel.” “Einkennilegt,” var alt sem systir hans svaraði. “Þessi kona er frú Chichester — móðursystir yðar,” sagði Hawkes. Peg leit efandi á hana eitt augnáblik, snéri sér svo að Hawkes og spurði: “Hvar er móðuribróðir minn?” “Móðurforóðir yðar er því ver/dáinn, barnið gott.” “Dáinn,” endurtók Peg undrandi. “Eftir að h$nn skrifaði mér?” “Hann dó rétt áður en þér fóruð af stað,” sagði Hawkes. “Guð gefi sálu hans frið!” sagði Peg hátíð- lega. “Hefði eg vitað það, þá hefði eg aldrei farið. Eg hefi þá komið of seint. Verið þið sæl öll sömul.” * v Svo gekk hún til dyranna. Hawkes stöðvaði hana. “Hvert ætlið þér að fara?” “Heim aftur til föður míns.” “Gagnslaust.” “Eg verð að gera það, fyrst móðurbróðir minn er dáinn.” *Það var hin síðasta ósk hr. Kingsworth, að þér skylduð vera hér undir umsjón móðursystur yðar. Hún hefir góðfúslega samþykt, að veita yður pláss á heimili sínu.” Peg leit spyrjandi á frú Chichester. “Hafið þér gert það?” Frú Chichester svaraði með örvilnunar hreim 1 rödd sinni: “Já, eg hefi gert það.” “Þökk fyrir,” sagði Peg og hneigði sig enn þá ehiu sinni, sem kom frú Chichester til að byrgja augun með hendi sinni, eins og hún vildi forðast einhverja voðalega sýn. Peg leit á frú Chichester og hreifingu hennar. Hún &at ekki misskilið hana. Hún sagði henni svo greinilega frá óvild og fyrirlitnrngu, a8 hin ósvífn- ustu orð hefðu ekki haft meiri fráhrindandi áhrif á hana. Hún snéri 'sér að Alaric og sá að hann at- /hugaði sig, eins og hún væri ^itthvert undarlegt dýr. Ethel veitti henni alls enga eftirtekt, hún áleit Peg ekki þess verða. Og það var þessi fjðl- skýlda, sem faðir hennar hafði sent hana til, svo að foún væri gestur hennar. Hún hvíslaði að Hawkes: “Eg get ekki verið hér.” “Hversvegna ekki?” spurði lögmaðurinn/ “Mér líður betur hjá föður mínum,” svaraðl Peg. ✓

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.