Lögberg - 18.02.1926, Qupperneq 1
I
E
R O V I N (
THEATRE
ÞESSA VIKU
HOOT GI8S0N
í annari Vesturlands stórkosllegu myrd
“The Arizona Sweepstake”
Börn komið og sjáið þessa mynd
Hlief a.
p R O V IN C F
1 THEATRE ±J
NÆSTU VIKU
“The Midnight Flyer”
Ein Kin mesta járnbrautalests melo-drama
sem sýnd hefir verið.
meS CULLEN LANDIS og D0R0THY DEVORB
39 ARGANGUR
I!
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 18 FEBRÚAR 1926
NÚMER 7
Helztu heims-fréttir
Canada.
Á mánudaginn var Mackenzie
King stjórnafformaður kosinn
þingmaður í Prince Albert, Sask.,
með afar-miklum atkvæðamun
fram yfir D. L. Burgess, mótstöðu-
mann sinn. Nákvæmar fréttir af
þessum kosningum eru ekki enn
komnar, en það er búist við, að
Mr. King hafi náldga 8,000 at-
kvæði fram yfir gagnsækjanda
sinn. * \
Um helgina sem leið virtust
þingmennirnir í Manitoba, enn
vera langt frá því, að vera búnir
að ljúka sér af að ræða um Jiásæt-
isræðuna. Þeim umræðum hélt
stöðugt áfram alla vikuna síðustu
og hafa nú staðið yfir í þrjár vik-
ur Lítur ekki út fyrir að þeim
verði lokið fyrst um sinn. Það lít-
nr alls ekki út fyrir að þingmenn-
irnir hafi lært þá list að fara vel
með tímann. Þingmenn hafa haft
margt að athuga við störf og
stefnu stjórnarinnar, eins og
þetta kemur fram í boðskap stjórn-
arinnar til þingsins. En í þessari
viku er búist við að stjórnin„fái
sérstaklega orð í eyra út af því, að
hafa skipað einn að fylgifiskum
sínum W. C. McKinnell, þingmann
fyrir Rockwood kjördæmi, í laun-
aða stöðu án þess harin legði nið-
ur þingmensku. Þetta þykir mót-
stöðumönnum stjórnarinne.r ó-
hæfilegt og sé þvert á móti öllitm
kristinna manna siðum. Sagt er
er Mr. McKinnell sé sjálfur vel
útbúinn með allskonar verjur, sem
nann lufir safnað að sér. Eru það
vitanlega lagaákvæði, dónisúr-
skurðir og lagaskýringar frá ýms-
um stöðum og tímum. Hinir hafa
va-ntanlega ámóta mikið í fórum
nínum af samskonar varningi.
Það er búist við að íhaldsmenn
muni bera fram vantrausts yfir
lýsingu til stjórnarinnar, þegar
þeim þykir til þess hentugur tími,
og ætti þá að fara að líða að því
bráðum, ef nokkuð1 á af því að
verða.
Ekki er nú samt rétt að segja
að þingið geri ekkert annað en
skrafa um hásætisræðuna. Fyrir
það hafa nú verið lögð 47 frum-
vörp, og einhverntíma seinna gefst
þinginu kannské tóm til að atliuga
eitthvað af þeim.
Bracken stjórnarformnður og
fjármálaráðherra, he'ir fjárlaga-
frumvarpið tilbúið og tjármáld-
ræðuna líka, elh kemst t-.kki að
fyrir skrafi þingmannanna. Ekki
enn þá.
* * *
Það hefir töluvert verið um það
talað nú undanfarin ár að æskilegt
væri að byrja á hampiðnaði í Mani
toba, þar sem landið er víða vel til
þess fallið að rækta hamn, en hins
vegar mjög mikið notað af bind-
aratvinna hér í fylkinu árlega. Er
nú þessi hugmynd að komast í
framkvæmd. Félag hefir; verið
stofnað hér í fylkinu og eru í því
ýmsir vel þektir fésýslumenn og
iðnrekendur., Verður nú innan
skamms byrjað að vinna úr hamp-
inum, sem félagið hefir þegar tölu-
verða byrgðir af. Verður þessi iðn-
aður rekinn í Portage la Prairie,
Man. Þar hefir bygging verið feng
in til að reka í iðn þessa og er nú
verið að setja þar inn nauðsynleg
áhöld til iðnrekstursins. —
* * ■
Á mánudagskveldið i vikunni,
sem leið flutti D. C. Harvey pró-
fessor við háskólann í Manitoba,
fyrirlestur á Royal Alexandra hó-
telinu í Winnipeg, þar sem voru
samankomnir meðlimir beggja fé-
laganna, karla og kvenna, sem
nefnd eru Canadian Clubs. Efni
fyrirlestursins var: Locarno samn
ingarnir — og hvað Canada hefði
við þá að gera.” Sagði hann að á-
byrgðina á samningunum bæru
þær þjóðir, sem hefðu undirskrif-
þá. En hins vegar kvaðst hanp
«kki fcneinum efa um það að hvaða
stjórn, sem að völdum sæti í Can-
*da, mundi veita Bretum lið, ef
Peir lentu í mjög alvarlegum ó-
friði við aðrar þjóðir.
Locarno samningarnir væru
^j88 a® Þeir snertu ekki Can-
a^a serstaklega. Þeir væru til þess
að tryRgja friðinn á vissum stöð-
um í Norðurálfunni og milli þeírra
PJóða, sem oft hafa átt í ófriði.
Canada ber engin skylda tí! að
gerast beinn aðili að þessu máli
með því að undirskrifa samning-
ana og heldur ber henni engin
nauðsyn til þess nú sem stenour.
Hinsvegar á hún þess kost síða*-
Eg sé enga ástæðu til þess,” sagði
profess0,. Harvey, ‘*að Canada
Hýti sér að taka þátt í þessum
stjórnarfarslegu tilraunum Norð-
urálfu þjóðanna.”
Eldur kom fyrir skömmu upp í
byggingum Windsor mylnufélags-
ins mikla í Quebec, er orsakaði
freklega hálfrar miljón dala tjón.
* * *
Mr. Andrew R. Master, fyrrum
sambandsþingmaður fyrir Brome
kjördæmið, hefir verið skip’fcður
stjórnarlögmaður í Quebec. Var
hann um langt skeið talinn einna
mælskastur þeirra þingmanna.'er
sæti hafa átt á þinginu i Ottawa
í seinni tíð. Hefir hann alla jafna
fylgt frjálslyndu stefnunni að mál
um, en gaf eigi kost á sér til þing-
mensku 1 síðustu kosningum.
* • •
Látinn er nýlega í Montreal, há-
yfirdómari Matthew Hutchinson
84 ára að aldri. Stóð hann mjög
framarlega í fylking canadiskra
lögfræðinga.
Fylkisþingið í Nová Scotia var
sett á þriðjudaginn í vikunr: sem
leið. Hefir það áður vanalega ver-
ið sett á fimtudögum. Annars var
þingið sttt á vanalegan hátt. Þetta
er í fyrsta sinn í 43 ár, sem íhalds-
flokkurinn hefir verið þar í meiri-
hluta, en eins og kunnugt er vann
sá flokkur mikinn sigur við al-
mennu kosingarnar, sem fram fóru
þar í fylkinu í júní í surnar. Al-
bert Parson heitir sá, sem kösinn
var forseti.
Það hefir nú komið upp úr kaf
jnu, að landamærin milli Mani
toba og Ontario hafa ekki verið
rétt sett á kortinu. Kemur þetta til
af því, að vatn, sem heitir Island
Lake, er sýnt einyim 35 mílum
vestar heldur en rétt ör. Þetta
veldur því, að Manitoba fylki tap-
ar 1500 fermílum, sem þvi hefir
verið talið, en sem að réttu lagi
tilheyrir Ontario. En Canada til-
heyrir þetta land samt sem áður,
svo þetta gerir ekki mikið til. Fylk-4
in gæta þess væntanlega vandlega
að þau eru öll eitt ríki, en ékki
hvert um sig “ríki í ríkinu.”
* * *
Hon. W. F. Nickle, dómsmála-
ráðgjafi í Ontario hafði nýlega
þetta að segja um dauðahegning:
“Eg hefi jafnan litið svo á, að
dauðahegning sé sterkasta vörnin
við morðum. Látúm þá, sem myrða
aðra fyrst H^etta því, og þá kemur
engin dauðahegnirig til &reina. Eg
álít ekki að dauðahegningin sé
bygð á hugmyndinni: auga fyrir
auga og tönn fyrir tönn, heldur
á þeim grundvelli að viðurkenna
fyllilega friðhelgi mannlegs lífs.”
Bandaríkin.
Þingið hefir fallist á samninga
viðvíkjandi greiðslu á skuldum
fimm ríkja í Norðurálfunni, sem
nema alls $595,975,100. Ríkin eru:
Belgía, Rúmenía, Esthonia, Latvía,
og Czecho-Slovakia. Það lítur út
fyrir að iBandaríkjamönnum gangi
furðanlega að semja um skuldir,
sem þeir eiga hjá ríkjum í Norð-
urálfunni og innkalla þær.
* * V
Coolidge forseti hefir lýst yfir
því, að hann sjái ekkiiað stjórnin
geti, nú sem stendur gert nokkuð
í þá átt, að binda enda á kolaverk-
fallið í Pennsylvaníu.
* # *
Bandaríkjaþingið hefir með 319
atkvæðum gegn einu, samþykt að
veita $50,000 til að standast kqstn-
að við för fulltrúa frá Bandaríkj-
unum er mæti fyrir þeirra hönd á
þingi í Geneva til að ræða um tak-
mörkun herbúnaðar.
• * •
^rið sem leið voru átján svert-
ingjar teknir af lífi (lynched) í
Bandaríkjunum. Það er tveimur
færra en árið á undan. Mississippi
ríkið er þar efst á blaði.
• • •
Tíu kirkjufélög í Virginía, og
þar á meðal kirkjufélag Baptista,
eru því mótfallin að það sé lögleitt
þar I ríkinu að gera biblíuna að
skyldunámsgrein í ríkisskólunum.
Það er búist við að lagafrumvarp
þess' efnis verði lagt fyrir þingið.
Hefir það áður verið gert, en ekki
ná fram að ganga. Þar á móti hefir
þetta fylgi Ku Klux Klan félags-
skaparins og annara þjóðræknis
félaga.
* • *
Árið sem leið heflr frú Marion
A. Ferguson, sem er ríkisqtjóri i
Texas, náðað, þ. e. veitt uppgjöf
eða ívilnun saka, eirium 821 af
1315 alls, konum og körlum, sem á
einn eða annan hátt hafa brotið
lög ríkisins og verið dæmdir til
hegningar, sem eru alt frá dauða-
hegningu til fjársekta. Sumuru
hefir frúin gefið upp sakir algjör-
lega, en öðrum með einhverjum
skilyrðum, eða að nokkru leyti. Þar
á meðal eru 7, sem dæmdir voru|
til dauða, en þeim dómi var breytt
í æfilanga fangavist.' Sé þess-j
um afbrotamönnum í Texas skift'
í flokka, verða þeir fjölmennastir j
þeirra er fundið hafa náð fyrir
augum frúarinnar, sem brotið hafa
vínsölulögin, eða alls 361. Hefir
þetta sætt miklum aðfinmngum
og þykir víða mjög varhugavert.
En frúin er — sjálfsagt í be3tu
meiningu að rækja fyrirgefningar-
skylduna.
• • •
'Slys, sem hljótast af að keyra
bíla eru alt af að fjölga i Banda-I
ríkjunum. Slík slys, sem leiddu til
dauða, voru í Chicago 787 áiið
1925, en 703 árið 1924 í Phila-
delphia 325, en 285 árið áður,
Cleveland 205, árið áður 185.
Skýrslur frá New York City skýra
frá 292 dauðsföllum, sem hlotist
hafi af umferðinni og þar af 370 j
bílaslys. —
* * *
Senator Smooth, formaður fjár-j
laganefndar öldungadeildarinnar i
Washington, skýrir frá að nefnd-
in hafi r.ú komið sér sa.nan i*n
að fara fram á að skattar þjóðar-
innar verði á yfirstandandi þingi
lækkaðir um $352,661,000.
* * *
Bifreiðarslys í Bandaríkjunum
á síðastliðnu ári, voru í alt 21,000
að tölu. Er það 5 af hundraði
meira en árið 1924.
* * *
Neðri málstofa þjóðþingsins 1
Washington, hefir afgreitt $311,
900,000 fjárframlög til sjóflotans,
en felt frumvarp til laga um $9,
100,000, til aukins loftflota.
* * ♦
Löggiltur hefir nýlega verið í
Washington, félagsskalpur sá, er
Thomas Jefferson League nefnist.
Voru það margir helztu leiðtogar
Demokrata, er frumkvæði áttu að
samtökum þessum, er það megin-
markmið hafa, að sporna við
frekari útbreiðslu Ku Klux Klan
félagsskaparins.
* * *
Milliam Dwyer, einn af eftirlits-
mönnum vínbannslaganna í New
York borg, hefir ásamt sex sam-
verkamönnum sínum, verið kærð-
ur um að hafa verið viðriðinn sam-
særi gegn téðum lögum og þegið
mútur I því sambandi.
* * *
Verkfallið mikla i harðkolanám-
unum í Pennsylvania hefir nú loks
verið til lykta leitt og hliutaðeig-
endur hafa gert með sér nýja
vinnusamninga, fyrir næstu fimm
ár. Þetta verkfall hefir staðið
síðan 1. sept. 1925 eða í fimm og
hálfan mánuð, og er talið að fjár-
tjónið, sem af því hefir stafað,
nemi í alt og alt fullri billíón
dollara. Frá verkfalli þessu hefir
áður verið greinilega skýrt hér £
blaðinu. Eitt af þvi, sem verka-
menn fóru fram á, var mikil kaup-
hækkun. Nú byrja þeir aftur að
vinna fyrir sama kaup eins og þeir
höfðu áður. Þar hefir því ekkert
unnist á. Að vísu eru þessir nýju
samningar þannig, að breyta má
kaupgjaldinu eftir 1. janúar 1927,
ef verkveitendur og verkamenn
koma sér saman um það. En til
þess eru engar líkur sjáanlegar.
— Verkveitendur vildu, að gerð-
ardómur skæri úr ágreiningsmál-
um. Það vildu verkamenn með
engu móti ogriafa þeir þar fengið
sínu framgengt. Annars virðist
flest sitja við sama og áður var,
þó samningarnir séu þannig, að
sumum atriðum má breyta á næstu
fimm árum, ef hlutaðeigendur
koma sér saman nm það. Það
virðist því vera fjártjónið eitt, sem
þetta verkfall hefir af sér leitt.
.Það sýnist að töluvert sé að
rakna úr atvinnuleysinu á Bret-
laridseyjum. Um miðjan desember
í vetur voru 30,000 færri vinnu-
lausir heldur en á sama tíma ár'ið
áður. Skýrslur stjórnarinnar sýna
einnig að nú séu þar færri at-
vinnulausir menn, en verið hafi í
tvö og hálft ár. Stjórn og þjóð er
að venjast breyttri aðstöðu í iðn-
aði og viðskiftum, sem nú eru
meira inn á við og minna vjð er-
lendar þjóðir en áður var.
Neðri málstofa brezka þingsins
hefir samþykt stefnu stjórnarinn-
ar í mentamálum með 284 atkvæð-
unfgegn 138. Frjálslyndi flokkur-
inn vildi gera breytingar við
stefnu stjórnarinnar í þessu máli,
en varð alveg ofurliði borinn.
* * *
Hinn 4. janúar þ. á. gengu í
gildi lög Baldwin stjórnarinnar,
sem samþykt voru i fyrra um styrk
til ekkna, munaðarlausra barna og
gamálmenna. Þessi lög eru hluti
af lagabálki, sem þjóðin hefir sett
sér, og sem hefir verið að verða
til í tuttugu ár og' er þess efnis
að tryggja fólk gegn atvinnuleysi,
veikindum, elli og dauða. Þess
lög ná til allra, sem hafa innan-við
250 sterlings pund í árstekjur og
það eru nærri því 70% af þjóð-
inni. Kostnaðurinn er borgaður af
verkafólkinu, iðnrekendum og rík
inu.
Bretland.
Breska þingið var sett á þriðju-
daginn 2. þ. m. með mikilli viðhöfn
eins og ávalt á sér stað á Englandi
við það tækifæri. Konungur og
drotning keyrðu frá Buckingham
til Westminster í vagni, sem átta
hestar gengu fyrir og var þeim
sérstaklega vel fagnað af mann-
fjöldanum', sem safnast hafði sam-
an í þúsundatali með fram leið
þeirri er konungshjónin fóru. Veðr
ið var ágætt, svo fólkið naut þess
vel að horfa á viðhöfnina alla.
Erfðaprinsinn gat ekki verið við-
staddur ve^na þess, að hanri er
ekki gróinn sára sinna, siðan hann
viðbeinsbrotnaði um daginn.
* * *
Stanley Baldwin, stjórnarfor-
maður á Bretlandi, hefir lýst yfir
því, að stjórnin hafi ákveðið að
byggja 2000 hús á Skotlandi og
verði þau bygð úr járni. Segjr
hann að þetta sé gert til þess að
bæta úr húseklunni, sem þar eigi
sér stað, og einnig til að sýna hve
vel þessir húsmunir reynast. Gat
hann þess að ekki væru öll sveitar-
félög og bæjarfélög stjórninni
samtaka í þessu og heldur ekki all-
ir, sem bygðu fyrir sig húsabygg-
ingar. “En hvað sem því líður,
verða hús þessi bygð,” sagði Mr.
Baldwln.
Söngsamkoma Björgvina Gu8-
mundssonar.
Þriðjudagskvöldið 23. febrúar
verður í fyrsta skifti sungm “can-
tata” eftir Björgvin Guðmundsson
tónskáld. Cantatan verður sung-
in af 60 manna flokki, undir stjórn
höfundarins sjálfs, en S. K. Hall
aðstoðar við orgelið. Sólóistar
verða: Miss Hermannsson, Mrs.
Hall, Mrs. Olson, Miss Thorolf-
son, Mr. Bardal, Mr. Halldórs frá
Höfnum og Mr. Johnson.
Menn hafa lengi vitað, að hr.
Björgvin Guðmundsson væri ó-
vanalega músíkgáfaður, en það
er einróma álit allra, sem hafa
kynt sér þetta verk hans, að það
beri af öllu, sem baun.hefir hing-
að til ritað.
Þótt þetta verk hans sé að formi
til sniðið eftir kunnum reglum,
þá er það þrungið af tilbeiðslu og
skilur eftir i sál áheyrandans á-
hrif, sem meistaraverk ein megna
eftir að skilja.
Alt frá hinu fagra upphafi,
“Faðir vor”, sem kórinn syngur,
til hins mikla síðasta stíganda og
hástigs, er huga manns haldið
föstum við ' hin margvíslegu
blæbrigði, sem músíkin leiðir í
ljós, samkvæmt textanum.
Þetta er enginn sjná-viðburður
í lífi íslenzkra manna 1 Ameríku.
Hér gefur í fyrsta skifti að heyra
mikið heildarverk af þessu tagi,
undir stjórn höfundarins sjálfs.
Allur undirbúningur hefir kost-
að Björgvin Guðmundsson feikna
erfiði og mikil fjárútlát, því hann
hefir ekkert sparað, til þess að
árangurinn mætti verða sem bezt-
ur, af hálfu sólóista og kórsöngv-
ara, sem samvizkusamlega hafa
sótt æfingar, eftir því, sem í þeirra
valdi hefir staðið.
Aðgangurinn, 75 cent, getur
ekki lægfi verið, þegar um slíkt
verk er að ræða. (í, því sambandi
ijná minna á, að þeirri upphæð, að
minsta kostí, ver nálega hver,
maður vikulega. til þess að fara á
myndaáýningar og hlusta á
jazzmúsík.)
Það er álit mitt, að áheyrendur
megi búast við góðri meðferð á
þessu verki, sem verðskuldar alla
viðurkenningu. Og eg vona að
menn veiti Björgvin Guðmunds-j
syni alla þá aðstoð, samúð og \sið-l
urkenningu, sem þetta göfuga og
háleita verk hans verðskuldar.
& K. Hall.
Mr. og Mrs. Alex. Johnson komu
úr skemtiferð sinni um Florida,
New York, Cuba og aðra sólríkaj
sælústaði þar syðra. Því miður;
höfum vér ekki enn átt kost á að
ná tali af þeim, en frá mörgu
kunna þau sjálfsagt að segja úr
hinni löngu ferð sinni.
Ágúst Vopni bóndi frá Swan
River, Man var í borginni í vik-
unni, sém leið. Sat hann hér á
þingi akuryrkju bænda, sem þá
var hér haldið. Mr. Vqpni sagði
að bændur í sínu héraði hefðu
fengið góða uppskeru í hau3t og
yfirleitt væri llðan fólks þar góð.
Gefin saman 1 hjónaband þ. 5.
febr. s. 1. voru þau Mr. Eymundur
Daníelson og Miss Steinunri Guð-
mundsson bæði til heimilis í Fram-
nesbygð í Nýja íslandi. Séra Jó-
hann Bjarnason gifti og fór hjóna-
vígslan fram að heimili Mr. og
Mrs. Þórarins Stefán*sonar, fóst-
urforeldra brúðarinnar. Brúðgum-
inn er sonur (Mr. og Mrs. Daníels
Péturssonar, þar í bygðinni, en
brúðurin dóttir Mrs. Sigriðar Guð-
mundson, er misti mann sinn, Guð-
mund sál. Guðmundsson fyrir all-
mörgum árum. Heimili ungu hión-
anna verður í Framnesbygð.
ÚTSÝN.
Eins og auglýst er á öðrum stað
i blaðinu, heldur í^enska Stú
denta félagið mælskusamkepni í
Goodtemplarahúsiriu "annan mánu-
dag, þann 22. þ. m. kl. 8.15 e. h.
Nú þegar hafa sex keppendur gef-
ið sig fram: Miss G. Geir, Miss
Aðalbjörg Johnson, Ingvar Gísla-
son, Egill Fáfnis, Sveinbjörn ól-j =
afsson og Heimir Thorgrímson. Ef1 E
til vill taka fleiri þátt. I §
Sá, sem snjallastur þykir tölu-
maður hlýtur að verðlaunum heið-
urspening. Mrs. W. J. Líndal, um
langt skeið meðlimur félagsins,
verður forseti samkomunnar. Auk
ræðanna, sem gert er ráð fyrir að
vari 15 til 20 mínútur hver, fer
fram söngur og hljóðfærasláttur.
Miss Ásta HermannsSon spilar á
fiðlu, Míss Long og Miss Johnson
leika saman á piano, en fjórrödd-
uð lög syngja þau Inga Bjarna-
son,, Ruth Bardal og Hermano
Melsted.
Þetta er sú fyrsta samkoma,
sem stúdentar efna til á þessum
vetri.
Nú svífur mín önd yfir ljósfögur lönd
og litast um tilveru svið.
Því hugurinn þráir að þekkja og sjá
hvað Þrúðvangur geymir á öndverðri hlið.
Hvort er þar á sveimi það alt er oss dreymir
og andanum brosir við?
Er líf þar og ljós, þar sem Iitfögur rós
í laufskrúði ávalt grær?
Er andinn þar máttur, sðm heíur sig hátt
og hrindir því dauðlega ofar og fjær?
Munu vegirnir mætast og vonirnar rætast?
Eru vizíkulindirnar nær?
Er ið geigvæna djúp hulið gleymskunnar hjúp?
Er glópska vor lyginni vörn?
Er hjátrúin efst, þegar æðra líf hefst?
Er einnig þá sála vor metorðagjörn ?
Ef samúðin lifir: skal síngirnin yfir?
og samtíðin ,— fantar og börn.
Það afl, sem er gott, ber þess eilifan vott
að eitt er það lögmál, sem knýr.
Að eitt er það afl, sem að lífs teflir tafl,
að í tilveruríkinu gott eitt býr.
Að lífseðlið leiðir og götuna greiðir,
svo grimdin og heimskan flýr.
Því takmarki að ná, er sú hugsjón vor há,
sem hugurinn stefnir að:
Að frjáls sé vor sál og samvizka og mál. —
Vér sættumst á alls ekkert minna en það.
Svo reisum nú hond til að höggva á böndin
og hreyfa það gamla úr stað.
Því hefjum vom anda og eygjum það land,
sem undan í hillingum fer.
Þann sólbjarta heim, í þeim hugmynda geim
þar sem hugsjónafrelsinu borgið er.
Þar sem lífið er eining og munardjúp meining,
Þar sem maðurinn heyrir og sér.
S. B. Benedictsson.
til arðs fyrir Betel. Þessi samkoma
þarf engra meðmæla. Flestir
þekkja samkomur kvenfélgsins og
allir þekkja Betel.
“Næturvillur”, sjónleikur í fimm
þáttum, verður sýndur í Argyle-
bygð í næstu viku, undir umsjón
kvenfélagsins í Glenboro. Þetta
er hinn frægi skemtileikur, “She
Stoops to Conqfier, or Mistakes of
a Night”, eftir Oliver Goldsmith,
í íslenzkri þýðingu. Leikendurnir
verða í átjándu aldar búningum,
mjög vönduðum. Leikurinn verð-
ur sýndur á þessum stöðum:
í Glenboro: mánudag og þriðju-
dag, 22. og 23. febrúar.
í samkomuhúsinu á Brú: Fimtu-
daginn þann 25. febr.
í samkomuhúsinu á Grund:
föstudaginn þann 26. febr.
By.rjar kl. 8 að kvöldinu. Inn-
gangseyrir 50 cent fyrir fullorðna
og 25 cent fyrir börn.
Nefndin.
ÞAKKLÆTI.
Á þriðjudaginn var sprengikveld
og £ gær var öskudagurinn, gam-
all merkisdagur á íslandi, eins og kendu
alt eldra fólkið, sem þaðan kom,
man vel. Fastan er byrjuð. Það er
eins og maður verði hennar lítið
var meðal íslendinga í Winnipeg.
Samt hefir Fýrstu lúterski söfnuð-
ur í mörg ár haldið uppi bænasam-
komum í kirkju Sinni á hverju
miðvikudagskveHdi alla föstuna.
Það er enn gert. Á samkomum
þessum syngur fólkið sem þær
sækir, Passíusálma Hallgríms Pét-
urssonar, eins og siður var á fs-
landi í ungdæmi þeirra, sem nú
eru á efri árum. Það er ájálfsagt
gert þar enn suinstaðar, kennské
víða. Þessir fundir á hverju mið-
vikudagskveldi alla föstuna, eru
vitanlega fyrst og fremst bæna-
í Manitoba, til Norðurá'funnar til
að láta reyna það þar. Þetta hveiti
sem var fyrst framleitt af Luther
Burbank, hefir verið ræktað í
smáum stíl í Vesturlandinu síð-
ustu þrjú árin, en tilheyrir cigin-
lega' ekki neinum af hinum viður-
tegundum. Annað þetta
hveiti bushel var ræktað nálægt
Brandon, (Brandon Hill) og var
það sent skrifstofu hveitisamlags-
ins í París til að láta reyna það á
hveitimillu. Hitt bushélið fékk Mr.
Burnell frá D. Ruse, Bradwardine,
Man. og var það sent til London
til að vera reynt á Joseph Rank
millunni.
Skýrslur þessu viðvíkjandi eru
nú komnar. Joseph Rank félagið
segir að sýnishornið hafi að vísu
ekki verið nógu stórt til að reyna
það fyllilega, en samt hafi það
sýnt sig, að það sé hérumbil 7 /0
lakara heldur en no. 1 Northern
hvei:i, og samsvari nokkurnvegin
no^ 2 Northern. Við þessa reynslu
fundir. En áreiðanlega eru Þeirj hefir komið fram að “Q- ality
ekki síður til þess fallnir að vio-| er hart, en tekur þó auð-
halda íslanskri þjóðrækni, heldur vej^)eíra vjg Vatni. Joseph Rank
en margt annað, sem verið er að £0 j^^j^ur að það malist vel ef það
reyna í þá átt hér í landi, þó því sé
kannské ekki veitt glögg eftirtekt.
Úr bœnum.
(Mr. og Mrs. Carl Frederickson
frá Kandahar, Sask., eru stödd í
borginni um þessar mundir.
Vetrarskemtun hefir Stúdenta-
félagið ákveðlð að Halda á laug-
ardagskveldið kemur. Stúdentar
allir mætast við Fyrstu lút. kirkiu
kl. 7.30; þaðan verður haldið til
River Park, og rent sér á hinni
nafnkunnu sleðabraut N. Ottins-
sonar . Félagsmenn eru beðnir
að mæta stundvíslega, og muna
eftir að hafa með sér 30 cenls til
þess að borga ferðakostnaðinn.
Lögberg á heiður skilinn fyrir
að hafa birt grein ííins merka
mentamanns S. Nordals, "Undir
straumhvörf”. Sú grein er orð í
tíma talað gegn' allri þessari
fölsku mannúð, þessu kærleiks og
frjálslyndishjali, sem er að ViPPa
fótunum undan öllu haldgóðu og
varanlegu. óskandi væri að fleiri
þvílíkar greinar kæmu á gang gegn
öllu því apatrúargutli og nýtízku
guðleysis kenningum, sem grát-
lega hefir sýkt siðgæðisþrek is-
lenzkú þjóðarinnar á síðustu ára-
tugum, eins og allra annara þjóða.
Vonandi fara menn að sjá, að þeir
lifa ekki á ljóma þeim, sem mönn-
um virðist stafa af þessu villiljósi
nýtízku fræðanna, og að kynslóðin
er að glata siðferðisþreki síntl, svo
að menn fremja jafnvel sjálfs-
morð, viltir í þoku þessara eitruðu
kenninga.
Lesari Lögbergs.
“Tilkomi þitt ríki.”
Frá alda öðli hefin sönpurinn
verið það undra-afl, sem tengt
hefir saman himin og jörð. lvblæ
tónanna hafa mennirnir svifið mcð
bæriir sinar fram fyrir a’mættið.
til að vegsama og andvarpa — í
sé í góðu ástandi. Samkvæmt
skýrshlu þesúari líkist “Quality”
hveiti mjög mikið Ástralíuhveiti
og hvað snertir fóðurgildi er það
svipað og hveiti frá Rússlandi.
Skýrslan segir að samkvæmt
þessu sýnishorni, sé hveiti þetta
töluvert ólíkt vanalegu Manitoba-
hveiti. Það hafi meira þenslumagn
en að öðru leyti hafi það ekki það
sem þarf til að búa til þessi fal-
legu brauð, sem búin eru til úr no.
1 Northern hveitinu. Skýrslan seg-
ir ennfremur að þó hveitið taki
Miss Sarah Stevenson hjúkrun
arkona frá Winnipegosis, kom til
bæjarins í vikunni sem leið og
dvelur hér um tíma. Mjög vel
sagði hún að fiskast hefði í Win-
nipegosis vatni í vetur og verð á
fiski ágætt. .
Mrs. J. R. Johnson frá Narrows,
Man, var í borginni í vikunni, sem
leið.
Mitt innilegasta þakklæti eiga
þessar línur að færa Dr. Ágúst
Blöndal fyrir hvað honum tókst
vel að gjöra uppskurð við botn-
langabólgu á Helgu dóttur minni.
Eins þakka eg kærlega Mr óg
Mrs. J. Cryer fyrir alla beirra
miklu hjálp og alúð í sambandi
við þessi veikindi.
S. S. An^erson.
Kandahar, Sask.
Eins og undanfarin ár heldur
Kvenfélag Fyrsta lúterska safnað-
ar samkomu í samkomusal kirkj
unnar 1. marz 1926, sem er afmæl-
isdagur gamalmennahælisins Bet
el. Þar verður vönduð skemtiskrá
og veitingar. Aðgangur ekkl seld-
ur en frjáls samskot verða tekin
gleði og sorgum áínum.
Söngurinn ,er mál tilfinning-
anna. Það ætti því að vera íslend-
ingum gleðiefni að frétta, að næst-' vatn í sig-*fljótar en hart hveiti, þá
um allir beZtu söngkraftar í Win-
nipeg hafa safnað sér saman til að
syngja hina miklu helgi-kantötu,
“Adveniat regnum tuum”' Björg-
vins tónskálds Guðmundssonar.
Fer samsöngurinn fram að kvöldi
23. febr. í Fyrstu lútersku kirkj-
unni á Victor stræti.
Metnaðarmál ætti það að vera
íslendingum að sækja þennan tón-
leik svo vel, að ekki eitt einasta
sæti verði autt í kirkjunni, hann
verðskuldar það fyllilega, enda
hefir undirbúningur hans verið
afar mikill og kostnaðarsamur.
Hefir söngfólkið lagt mikið á sig
í langan tíma, en þó mun fyrir-
höfn sú öll vera mest og drýgst, er
höfundúrinn hefir á sig lagt til að
gefa lslendingum kost á að heyta
kantötuna sungna, sem eins og
allir munu renna grun í, er afar
mikið verk.
sé tiltölulega lltið vatn í hveiti-
mélinu. Skýrslan endar á þvi áð
fara fram á, að meira sé senl. af
“Quality” hveiti, svo hægt sé að
reyna það fullkomlega og ábyggi-
lega, þettá verður ef til vill gert,
Þrjú félög á Frakklandi, sonda
skýrslur um það hvernig ‘Quality’
hveiti hafi reynst þar; eru þau The
Grand Moulins de Paris, The
Compagnle Agrivole de Minoterie
og.l’Ecola Francaise de Meunerie.
Fyrsta skýrslan er á þessa leið:
Moisture .................... 10,08
Wet gluten ................ 29.04
Dry gluten ...................10.20
Water of hydrotion ..........64. 5
og kemst að þeiru niðurstöðu, að
“Quality” hveiti sé léleg tegund.
Hinar skýrslurnar eru svipaðar.
Skrifstofa Canada hveitisam-
lagsins í París kemst að þeirri nið-
urstöðu, að “Qaltity” hveiti sé
ekki eins gott til bökunar eins og
no. 3 Northern. eK til annars en
brauðgerðar gæti það ef til vill
reynst vel. Ein skýrslan lætur þá
skoðun sína í ljósi, að þetta hveiti
mætti koma að góðu gagni með þvl
að blanda því við annað hveiti.
Samkvæmt tilmælum Mr. C. H. Ennfremur er hveitisamlagið að
Burnell forseta Manitoba hvoiti- láta reyna hveiti þetta í Winnipeg
samlagsins, hefir Canada hveiti- á efnafræðislegan hátt og hefir
samlagið sent tvö bushels ef Dr. F. J. Birchard umsjón með
“Quality” hveiti, sem vaxið hefir því.
Hveitisamlagið.
Hvernjg “Quality” hveiti hefir
reynst í Norðurálfunni.