Lögberg - 18.02.1926, Page 4

Lögberg - 18.02.1926, Page 4
Bis. 4 LÖGBERG FIMTUDAGINN, 18. FEBRÚAR 19(26. 3£ogb£rg Gefið út hvern Fimtudag af The Col ambia Press, Ltd., tCor. Sargent Ave. & Toronto Str.. Winnipeg, Man. Taliiíninri N-6327 ofi N-0328 JÓN J. BILDFELL, Editor Otanáskrilt til blaðaina: THt COlUMBIf PRESS, Ud., Box 3171, Wlnnlpeg. N|an- Utanáakrift ritstjóranK tOiTOH LOCBERC, Box 317* Winnlpeg, M«n. The "LógberK” ls printed and publlshed by The Columbia Press, Llmited, tn the Columbln Bullding, €95 Sargent Ave., Wlnnlpeg. Manltoba. Björgvin Guðmundsson. Eitt af hlutverkum einstaklinga og þjóða, eða þjóðflokka, er að láta sér verða sem mest úr efni því, sem þeir eða þær eiga yfir að ráða, hvort heldur það er andlegs eða efnislegs eðlis. íslenzki þjóðfíokkurinn hefir ekki verið cftir- bátur annara í því, að eignast menn og konur gæddum hæfileikum á háu stigi, en hann hefir ekki ávalt gætt þeirrar skyldu, að gjöra sér sem mest úr þeim. Það er ekki ósjaldan, að frábærlega efni- legir andans kraftar hafsf orðið úti, eða þá kalið til stórskemda, 1 hugsunarleysiskulda hinnar íslenzku þjóðar. Það er með menn, sem miklum hæfileikum eru gæddir, eins og blómin, að þeir þurfa hagkvæmt umhverfi, til þess að geta þroskast. Og umhverf- ið sem mest áhrifin hefir, sem mestu ræður um það. hvort andans afl það, sem slíkir menn eiga yfir að ráða, nær að festa rætur og þroskast, er að- staða samborgaranna til þeirra, hugarþelið, sem þeir bera til hans, eða hennar—vilji þeirra til þess að sjá atgjörfismennina þroskast. - Það kostar ekki æfinlega mikið, að létta undir með efnilegum hæfileikamanni, til þess að hann fái þrótt til framsóknar. Eitt tækifæri til þess að sýna sig og hæfileika sína opinberlega, getur ráðið baggamuninn, og allir menn standa jafnréttir eftir sem áður fyrir því, að þeir veiti þann stuðning. Á meðal Vestur-íslendinga eru þó nokkrir hæfileikamenn, sem eru að berjast við að kunn- gjöra *1 það, eða hæfileika, sem í þeim býr, og vekja éftirtekt á því. Einn slíkur maður er hr. Björgvin Guðmundsson. Langt er nú nokkuð siðan, að Vestur-fslend- ingar vissu, að sá maður var gæddur óvanalega miklum hæfileikum sem tMiskáld. Menn vissu, að hann hafði framleitt eitthvað á því sviði, eri fæst- ir hafa víst hugmynd um öll þau feikn af sönglög- um, sem hann hefir samið, og því .færri líklega at- hugað það, sem hann hefir orðið að leggja á sig, umfram hin daglegu störf sín, — að þessi listnæmi hans var svo róttæk, að hann vildi vinna það henni til þroskunar að vinna þegar aðrir sváfu, léku sér eða hvíldust. Vestur-íslendingar hafa látið sér fátt um Björgvin Guðmundsson. Látið hann sigla sinn eig- inn sjó við samning sinna eigin laga. Og Björgvin hefir látið þá fremur afskiftalausa líka, og hliðrað sér hjá að leita eftir styrk þeirra, þar til nú, að hann biður íslendinga í Wifanipeg að veita sér stuðning til þess að sýna á saiftkomu, sem hann heldur í Fyrstu lútersku kirkjunni þann 23. þ.m., hvað í sér búi, og bijSur þá að gjöra það á þann hátt, að sækja samkomuna. Og af því að bann er fátækur daglaunamaður sjálfur, getur hann ekki boðið löndum sínum frítt' til söngskemt- unar þessarar, sem hann þó helst kysi að gjöra, heldur setur 75 cent. fyrir innganginn, til þess að standast kostnaðinn við undirbúnað samkom- unnar. öll lögin, sem sungin verða á samkomunni, eru eftir Björgvin sjálfan. Mesta og stærsta verkið, “Tilkomi þitt ríki” er stór - hrífandi helgiljóða Kantata, sem megin-þorri bezt mentra íslenzkra söngfræðinga vestan hafs, hefir Ifakið lofsorði á. Tónverk þetta er svo fagurt, svo göfgandi og svo áhrifamikið, að það á veglegt erindi til allra íslenzkra hjartna. íslendingar! Styrkið Björgvin Guðmundsson — veitið honum verðuga sæmd, með því að fjöl- menna á hljómleika hans í Fyrstu lútersku kirkju, þriðjudagskveldið þann 23. þ.m. Guðsafneitenda félag í New York, Þau eru ekki svo fá, félögin, sem hefja göngu sína árlega, bæði hér hjá oss og víðar, og verkefn- in eru' jafn-mörg. Kvenfélög og karla félög, gróðafélög og góð* gerðafélög, leikfélög og listafélög, eru í tugum þúsunda hjá flestum þjóðum^ Verkefni mannfélagsins eru eins mörg og margbreytileg og veður og vindur í náttúrunni. í flestum tilfellum er þessum samtökum eða fé- lögum stefnt að því, sem forystumönnum þeirra finst til bóta og blessunar fyrir Sjálfa sig, eða aðra. _ Fæstir mynda félög og eyða fé til þess eins að eyðileggja, að nrinsta kosti hafa þeir veigrað, sér við að láta það opinberlega í ljós. En menning nú- tímans, eða hvað svo sem maður á að kalla það, hefir hrist af fótum sér það hugsanaryk hins liðna tíma, og krefst nú réttar til þess að gjöra lögbundin samtök um að brjóta á bak aftur og eyðileggja það, sem flestum mönnum er helgast og hjartfólgnast hér í heimi — guðstru og guðsmynd manna; og þeim hefir verið veittur réttur sá, með hæstaréttar úr- skurði í einu af fylkjum Bandaríkjanna, New York fylkinu. Fyrir nokkru síðan tók flokkur manna sig saman í því ríki. Hvað margir í honum eru, vitum vér ekki, en þeir nefndu sig “American Association for Advancement of Atheism.” Þeir faafa þó sjálfsagt verið nógu margir og nógu áhrifamiklii4 til þess að ná eyra og staðfestingar úrskurði á þessu áformi sínu hjá ráðandi valdsmönnum rikisinsi Forstöðumenn félags þessa fóru hinn lögá-i kveðiía veg til þes8 að fá félag sitt löggilt og stefnu- sína löghelgaða. Þeir sendu bænarskrá til ríkis- stjórnarinnar um löggildingu og henni fylg<M stefnu- skrá þessa nýja félags. í stefnuskrá þeirri er starfs- áform þeirra tekið fram og stefna. Þar stendur með- al annars, að: “Auk þess að vinna að sínu aðal tak- marki, sem er algjörlega innifalið í því að rífa niður, þá skal félagið halda opinbera fundi, reisa “Radio”- stöðvar til þess að víðvarpa ræðum, fyrirlestrum, kappræðum og umtali um vísindaleg og trúarleg efni; rita og gefa út rit um vísindaleg efni gegn ríkjandi trúarbrögðum, og útbreiða áhrif á móti prestum og kirkjum.” Þegar stefnuskrá þessi var lögð fram fyrir dóm- ara William N. Mitchell, neitaði hann að veita félagi þessu löggildingu. Kvað stefnu þess vera eingöngu þá, að eyðileggja guðstrú manna og kristna kirkju, og skipaði réttarritara ríkisins ('County Court Clerk) að sinna bænarskrá þeirri að engu. Forstöðumönnum þessa nýja félagsskapar var meftiilla við þessi málalok. Hefir víst fundist þessi dómari vera einn af þessum gamaldags “Fundament- istum”, sem ekki fylgdist með hinum upplýstari nú- tíðar skilningi, og létu heldur ekki þar við sitja, og leituðu til hæstaréttardómara John Ford, með hið mikla áhuga- og þarfamál sitt. En áður en þeir gjörðu það, brejrttu þeir orðalagi stefnuskrár sinnar á þann hátt, að þeir létu sér nægja að segja í henni, að þeir ætluðu sér að“vinna að trúleysi” ('advance atheism) og dómarinn löghelgar það áform þeirra. Þessi viðburður í sögu einnar af voldugustu menningarþjóðum heimsins á vorum dögum, er svo eftirtektaverður, að rangt væri að láta hann fram hjá fara án þess að minnast á hann og draga at- hygli fólks að honum. Oss kemur til hugar, að margir muni spyrja: “Hvernig stendur á þessu? Hvað er það, sem í raun og sannleika vakir fyrir þessu fólki?” Vér getum eWci lesið hugrenningar og hjörtu þessa fólks, en tvent kemur oss í hug. Fyrst, hvort hér sé verið að greiða veg lífsstefnu Bolshevistanna á Rússlandi inn til Bandaríkjaþjóðar- innar, — lífsstefnu, sem allir vita að ráðist hefir á guðstrú manna og telur eitt sitt aðal verkefni að út- rýma henni með öllu; lífsstefnu, sefai afnumið hefir eignarrétt manna og virðingu fyrir einstaklingsrétti, eins og hann er og hefir verið skilinn af flestum þjóðum; lífsskoðun, sem gjört hefir líf tuga þús- unda barna að jarðnesku helvíti—heimilislaus börn, föður og móðurlaus börn, sem í tugum þúsunda flykkjast í stórborgirnar, eiga ekkert heimili nema i kjöllurum bygginga, sem yfirgefnar hafa verið, ekk- ert til fæðis né klæðis annað en það, sem þau geta stolið; ekkert hæli I veikindum, og liggja því í hrönn- um kringum þessi neðanjarðar híbýli og inni í þeim nakin og dauð, svo stjórnin í Moscow hefir orðið að slá upp girðingum úr borðum til þess að> hylja hræ- in. f—• Skyldu þessir menn vilja innleiða slíkt, og annað, senv þeirri lífsskoðun fylgir, inn til hinnar auðugu og þrekmiklu Bandaríkjaþjóðar? í öðru lagi dettur oss í hug, hvort þessir menn ‘séu! orðnir svo þreyttir -á fálmi og meiningarleysi margra leiðtoga kristindómsins, að þeir með þessu séu að gjöra tiíraun til þessað vekja þá og koma þeim til þess að boða kristindóminn með meiri festu og alvöru, en víða á sér stað á vori tíð, — koma kennimönnum til þess að hætta að kenna “að eigin vild”, en snúa sér að hinum upprunalega og áögu- lega kristindómi. Því naumast getur það verið meining nokkurs manns með opin augu, að vilja gjöra lífið ófegurra, kaldara, miskunnarlausara og' síngjarnara en það er. Eitt er víst, að við þessa nýju stefnu geta menn ekki átt faðmlög og látist samt vera kristnir, látist samt vera að leiða menn á vegi sáluhjálpar og rétt- lætis að takmarki guðlegrar fullkomnunar, — þar verður að vera annað hvort klipt eða skorið; menn verða annað hvort að vera fugl eða fiskur—annað hvort að þjóna guði eða afneita honum. Um réttmæti þessarar fáránulegu stefnu, hafa nú þegar risið blaðadeifair þar syðVá, og þótt undar- legt megi virðast sýnast það vera bæði blöð og prestar, sem telja hana eiga rétt á sér. únítara- presturinn, Dr. A. Wakefield Slatem í New York, segir, að trúarbragðafrelsi meini það, að menn hafi rétt til þess að trúa, ef þeim sýnist svo, og þeir hafi líka rétt til þess að hafna öllum trúarbrögðum, og hann bætir við: “Látum þá trúarskoðun halda velli og þroskast, sem samrýmanlegust er skilningi mann- anna, lyndiseinkennum þeirra og siðferðisáhuga. En vinir guðleysisstefnunnar virðast vera fáir.” Néw York Times heldur, »ð félagi þessu muni aldrei takast að deyða guðstrú manna og, bætir við, að það sé stór hætta á því, að umburðarleysi og þröngsýni eyðileggi bæði trúarlegt og borgaralegt frelsi Bandaríkjaþjóðarinnar, ef menn séu Æki sf- felt á verði yfir hugsana- og málfrelsi þjóðarinnar. — Lou8Ísville Times segir, að "réttur manna til frjáls triíarvals, feli í sér rétt til þess að hafna allri guðstrú.” i >. ..... “Vinur er sá, er til vamms segir” (Niðurlag). Tveir kaflar eru enn í bók Sigurðar Þórðarson- ar, sem ekki hefir verið minst: ísland fullvalda ríki og niðurlag. í fyrri kaflanum bendir höfundurinn á, að það hafi aldrei verið áform eða meining viðreisnar- manna, að Island sliti sambandinu við Dani, — að þjóðin hefði þurft og þyrfti á stuðningi þeim að hlda, sem slíkt samand veitir henni og hefði veitt, og að reynslan hafi sýnt, að íslendingar væru með öllu ófærir til þess, að fara með, eða færa séf rétti- lega í nyt vald það, ^em þeir hafi krafist ðg fengið árið 1918. * 1 niðurlags kaflanum er bent á höfuð-ókosti þá, sem hinni íslenzku fullvalda þjóð stafi eyðilegging- -----------------------------7------ arhætta frá, ef ekki sé við gjört. Ábyrgðarleysið Begir höfundurinn þar að sé orðið það sem einkenni hið íslenzka þjóðlíf og gagnsýri; — áður hafi -ís- lendingar átt í baráttu við Dani. Nú eigi íslend- ingar kost á baráttu, ef þjóð og land eigi ekki að verða hirt af öðrum þjóðum sem óþrifakind, og að þeim veitist kostur á að vinna sér til frægðar, fyrir annað en baráttu við óvini í 300 mílna fjarlægð. “Óvinirnir eru í landinu sjálfu, og eru allir vinir.” Þannig endar þessi bók — sjálfsagt sú orð- hvassasta bók og alvarlegasta ákæra á stjórnarfar og þjóðlíf íslendinga, sem rituð efir verið. Það er ekki laust við, að manni finnist syrta yfir islenzku þjóðlífi, eftir lestur slíkrar bókar; og það er ekki með all-litlum sársauka, að vér leggjum bókina frá oss. Myndin, sem hinir eldri Vestur- íslendingar geyma 1 huga sér bg hjarta af ættþjóð sinni og ættlandi, er fögur og þeim hjartfólgin, og það er því ekki að eins sárt fyrir þá, þegar blettir falla á hana, heldur líka þeim sjálfum ósegjanlega mikill skaði. Á hinn bóginn þá getum vér ekki annað en virt hreinskilni manns, sem segir eins ákveðið og afdrátt- arlaust til syndanna og Sigurður Þórðarson gjörir í þessari bók, og bendir um leið á hætturnar, sem þjóð- inni eru búnar, — þjóðinni hans, þjóðinni, sem hann hefir unnið trúlega mestan hluta æfi sinnar, og þjóð- inni, sem hann sjálfsagt ann, ef hún ekki bætir ráð sitt, sem að er hið þarfasta verk þó það sé að sjálf- sögðu óvinsælt. Þó að vér höfum enga ástæðu til þess að rengja staðhæfingar höfundarins, þá var það nú einhvern- veginn svo, að vér fórum að hugsa um málsbætur. Vér fórum að hugsa um, hvort ekkert væVi til, er dreg- ið gæti úr hinum harða dóipi, er hér hefir verið kveðinn upp yfir hinni/ íslenzku þjóð, án þess þó að réttlæta á neinn hátt það, seiri sýnilega er vítavert, því það á enginn maður að gjöra. Engum sanngjömum manni mun blandast hug- ur um það, að lsland varð fullvalda ríki á þeim tím- um, sem hættulegastir hafa verið fyrir heilbrigðan þroska þjóðanna, ekki að eins á sfðari öldum, heldur ef til vill i sögu mannkynsins. Verklegar fram- ljvæmdir höfðu tekið því heljar taki á öllum þjóðum, að þær kunnu sér ekki hóf. Með þeim fylgdi' breyt- irig í hugsunarhætti og lifnaðarháttum, sem svo náði miklum þroska, að fólk varð þrælar hennár, en ekkí herrar. Stríðið hafði valdið svo miklu losi í sálum manna, ao naumast stóð steinn yfir steini í hinum andlegu múrum manna. Hvernig átti nú öðru yísi að fara, en að það los næði til hins nýstofn- aða íslenzka ríkis — til hinnar þreyttu og þjökuðu íslenzku þjóðar, sem nú var farin að eiga með sig sjálf ? Slíkt var með öllu óhugsandi, og þá líka hitt jafn ósanngjarnt, að ætlast til þess, að hin litla ís- lenzka þjóö væri þeim mun sterkari á svellinu, aö hún ein stæði móti þeim áhrifum, sem flestar eða allar aðrar þjóðir féllu fyrir, þó það óneitanlega faefði verið æskilegt? 1 annan stað er naumast hægt að hugsa sér, að þjóð eins og Islendingar, sem kúguð hefir verið í hundruð ára og er svo slept lausri alt í einu, geti rutt sér veg til stjórnmálalegs og menningarlegs þroska, án þess að lenda út af hinum þrönga vegi við og við og reka sig á. Og það er gott og holt fyr- ir einstaklinga og þjóðir, að reka sig á einstöku sinn- um. Vér teljum það ekki sönnun þess, að lslend- ingar séu ófærir til að standa straum af fullveldis- málum sínum, þó eitthvað hafi út af brugðið á' því stutta tímabili, sem þjóðin hefir farið með þau; enda getur það naumast verið, að fullveldis réttur íslend- inga sé valdur að misfellum þeim, sem bent er á. Hann er að eins prófsteinn, sem leiðir veikleikana í ljós. En rætur þeirra standa í hinum út- lenda og spilta aldaranda, sem búinn var að ná land- festu á íslandi, löngU áður en ísland varð fullvalda riki. Ef að íslendingar finna ekki sjálfa sig í gegn um ábyrgðar tiifinningu þá, sem hlýtur að gjöra vart við sig í gegn um siðferðisskyldur þær, sem fullveld- isrétturinn krefst, þá hefðu þeir* aldrei gjört það með með því að láta Dani leiða sig sér við síðu. Og þegar vér tölum um, að íslendingar finni sjálfa sig, þá eigum vér við það, sem drengilegaift og fegurst er í fari þeirra, — eigum við það, að þeir meti rétt- sýni í málum þjóðarinnar meira en eigin hagnað, — mannorð þjóðarinnar meira en vinafylgi, og menning þjóðarinnar meira en útlendar og óhollar siðvenjur. Vér trúum því fastlega, að íslendingar eigi eftir að finna sjálfa sig í orðsins fylstu og beztu merkingu, og að fullveldisí\éttur þeirra verði þeim aðal leiðar- vísirinn. Vér höfum orðið langorðari um innihald þess- arar bókar, en vér ætluðum í fyrstu, og er það sökum þess, hve þýðingarmikil að oss finst hún vera. Ann- ars vegar sýnir hún osS glögt misgjörðir þings og þjóðar. Hins vegar mikilhæfan manij, sem fundið hefir sjálfan sig í þeim skilningi, sem bent er á hér að framan. Mann, sem getur ekki orða bundist, af því að honum finst sæmd og velferð þjóðarinnar vera í voða. Og er það ekki sönnun þess, að íslenzk- ur drengskapur sé enn lifandi í landi, og að hann láti ekki að sér hæða? Vér höfum verið spurðir að, hvaða erindi slík mál sem þessi eigi til Vestur-íslendinga. Hvort að vér, með því að birta svona langt mál um þessar þjóðarsyndir á íslandi, séum að vekja óhug Vestur- íslendinga til landsins og þjóðarinnar. < 'Svar vofat við þeim spurningum er það, að vér höfum aldrei viljað ala á óhug eða illyndi á milli þjóðarinnar heima og þjóðarbrotsins hér. Vér höf- um aldrei í ræðu né riti gefið ástæðji til neins slíks, og það er ekki meiningin heldur í þetta sinn. Það erieinmitt sö'kum hins, að oss er ekki sama um það samband, að vér höfum farið svona mörgum orðum un/ þetta efni og beint huga manna að íslandi og hinni íslenzku þjóð, eins og þessi bók gefur oss svo rækilegt tilefni ’til, og ætlumst engan veginn til, að hið ógeðfelda, sem þar er að finna, gefi einum eða öðrum ástæðu til illmæla um menn eða málefni í þessu sambandi, enda væri það lúalegur og vdsal- mannlegur hugsunarháttur bæði af oss, og eins þeim, sem nota vildu misgjörðir þær. sem í bókinni er minst á, til þess. Hugleiðingar þessar eru að eins ritaðar til þess, að menn geti betur fylgst með því, sem er að gjörast á landi feðra vorra og ef hægt væri haft þar einhvtfr áhrif til góðs. ÞEIR SEM ÞURFA LUMBER KAUPl HANN Af The Empire Sash&DoorCo. Limited Office: 6th Floor Bank of Hamilton Chambers Yard: HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. VERÐ og GŒDI ALVEG FYRIRTAK Souris Lump tonnið 6.50 Rosedale Lump “ 12.00 Vér höfum verzlað með Rosedale kolsíðan vér byrjuðum eldiviðar verzlun vora og alt af eykst salan, sem sýni| að fólki iíkar þau. CONMORE BRIQUETS tonnið á $15.50 Thos. Jackson & Sons Eigið Talsímakerfi: B62-63-64 WVTTTTTir r», • . | * Sfigr IuÉ5' J Send Us S' YS Your Hides Til Sútunar Vér höfum stærstu sútunarverksmiðjuna í Vesturlandinu, og sútum húðir af yðar eigin nautpeningi og hrossum, fyrir ROBES, HRÁ- HÚÐIR, LACE-Og AKTÝGJA-LEÐUR. Vér borgum flutningsgjald á öllum húðum er súta skal. VÉR GREIÐUM FLUTNINGSGJALD og hæzta verð á öllum húðum, sem til sölu fást, ef fjórar eru sendar eða fleiri. VÉR HÖFUM VÍÐTŒKAN MARKAÐ FYRIR ALL- AR RAW FURS OG GREIÐUM HÆZTA VERÐ. Skrifið eftir Raw Fnrs og Tannery Price List, sendið vöruna beint til: Department (29) WHEAT CITYTANNERY.LTt BRANDON MAN. Innieign i Bankanum PENINGAR þeir, sem húsmóð- urinni eru ætlaðir, eða laun $$ stúlkunnar, sem vinnur, endast ~ lengur og verða drýgri, ef þeir eru lagðir á bankann og að eins teknir út, þegar þðrf gerist. Freistingin til að eyða að ó- þörfu verður minni. Og upp- hæðin, sem eftir verður í bank- anum, vex mánaðarlega. Konum sýnd. sérstök kurtcisi og UHðbetnt af starfsfólki vorv. The Royal Bank of Canada fslendingar í Chicago. íslendingafélagið “Vísir” í Chi- cago hélt sinn reglulega mánaðar- fund föstudagskvöldið 5. febrúar 1926, í fundarsal sínum að 2350 Ni Kedzie Blvd. Fundinum stýrði forseti félagsins, J. S. Björnsson. —'Nokkur starfsmál voru rædd og afgreidd á undan skemtiskránni. Nefnd kvenna, er tekið hefir að sér að annast um undirbúning að þátttöku fslendinga í “The Wo- men’s World’s Fair,” sem áður hefir verið sagt frá í ísl. blöðun- um að fram eigi að fara í Chicago á þessu voru, lögðu fram skýrslu sína. Sikoruðu konurnar á alla félagsmeðlimi að styrkja þetta starf þeirra með ráði og dáð, svo að þátttakan gæti orðið sem bezt og íslendingum samboðin. Þá var lesið bréf frá Mr. Emile Walters, hinum fræga listmálara og lanc^ vorum, þar sem hann býður félaginu eitt af málverkum sínum ókeypis, og megi “Vísir” selja það með dráttmiðum eða á annan hátt til arðs fyrir sjóð sinn. Var hið ágæta boð lista- mannsins auðvitað þegið með mik- illi ánægju og þakklæti. Skemtiskráin yar margbrotin, mikið um einsöngva og hljóðfæra- slátt, sem öllum þótti mjög unaðs- legt á að hlýða. Þá var sýndur stuttur leikur, sem þrír félags- meðlitíiir tóku þátt í, þau Miss

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.