Lögberg - 18.02.1926, Síða 6
Bls. 6.
LÖGBERG FIMTUDAGINN,
18. FEBRÚAR 1926.
" -----------T--
Á metaskálum
lífsins.
✓
Eftir L. G. Moberley.
Upprunalega var Oliver alls ekki vondur mað-
ur. Æfiferill hans hafði hingað til verið flekklaus,
og hann var að lundarfari lítillátur maður. En hið
óþolandi stríð hinna síðustu mánaða í þvi skyni að
brjóta sér braut, og fátæktin og mótlætið, sem á-
valt þáði hann, Jhafði efunarlaust slæm áhrif á
hann. Vonlaus metnaðargirni hafði komið því eðal-
lynda og góða í lundarfari hans til að láta undan
freistingunni, sem sjálfsfórn Dórótheu lagði fyrir
hann, hann var ekki nógu sterkur til að verjast þess-
ari freistingu, þar eð vonbrigðin höfðu lamað kjark
hans og sjálfstraust.
Allar hinar löngu vikur þegar hann sat og beið
súklinga, hin vonlausa barátta hans fyrir að vera
til, höfðu hrakið áform hans á brott og svæft sam-
vizku hans, — og þegar hann loks var látinn ií meta-
skál lífsins, var hann viktaður og reyndist of létt-
ur. - )
Dóróthea átti að verða hans, og Dóróthea yrði
rík, þegar hún yrði kona hans. Þessar tvæí hugs-
anir voru alt af í huga hans á meðan hann gekk á-
fram, og það var með tryllingslegri gleði að hann
hugsaði um það, að hr. Soames, samkvæmt ráðlegg-
ingu hans, hætti við að segja Miles Hernesley frá
þessum ímyndaða erfingja, sem menn hefðu áreið-
anlega átt að leita að, og sem, ef hann væri til, gæti
orðið hættulegur keppinautur um hinn mikla arf
Hernesleys.
Oliver Dynecourt gat aldrei skilið til hlýtar
hversvegna lögmaðurinn var kominn til hans, en að
hann og lögmaðurinn höfðu þegjandi skilið hvorn
annan, að það var stofnað dularfult samband á
milli þeicra, þð vissi hann mjög vel, hvernig sem
hin sljóva samvizka hans reyndi að dylja það.
Sá möguleiki að annar erfingi gerði vart við
sig, var hið sama og að óðalið og alt lausafé félli
í hendurnar á manni, sem hann skeytti ekkert um,
og Dóróthea misti þá allan þenna auð, sem hann
hafði álitið áreiðanlegt að hún og hann sjálfur
hlytu. ^
Þetta voru hugsanirnar, sem lífðu hjá Dyne-
court þegar hann gekk frá kirkjunni; — svo langt
var hann kominn, svo djúpt var hann sokkinn, þeg-
ar hann lokaði eyra sínu fyrir rödd samvizkunnar!
— Þegar hið fyrsta spor er stigið yfir bakkabrún
hyldýpisins, er fallið óumflýjanlegt.
ÍEn hann reyndi þó enn að hugga sjálfan sig
með fölskum ímyndunum. Hann vildi telja sér trú
um, að tilgangur sinn hefði verið hreinn og heiðar-
legur, og hann óínakaði sig líka til að sannfæra sig
um að hr. Soames, bæði frá viðskiftalegu sjónar-
miði og frá því mannúðlega, hefði fujla heimild til
að þegja yfir þessari ósönnuðu ímyndun, gagnvart
Sir Miles, að annar maður væri til, sem hefði betrl
heimild til arfsins, heldur en eiginmaður Dórótheu.
Hann hafði enga ákveðna stefnu til að ganga í,
og loks kom hann að St. Hughs, sjúkrahúsinu, þar
sem hann hafði unnið áður fyr; um leið og hann
fleygði frá sér þessum djúpu hugsunum, seih höfðu
ásótt hann, afráði hann að ganga upp í'kenslustof-
una til þe3s, að geta í þeirri deild, er sjúklingar
borga fyrir sig, fundið fjarskyldan ættingja, er
samkvæmt hans ráðleggingu hafði leitað hjúkrun-
ar þar.
Hver steinn í gráu byggingunni minti hann á
Dórótheu og vináttuna milli þeirra, sem byrjaði
utan veggjanna. c«r- Þegar hann gekk í gegnum sval-
irnar, þar sem hópar af námsmönnum sátu og töl-
uðu saman eða gengu fram og aftur, fanst honum
hann sjá hina indælu persónu Dórótheu, í fallega
bláa kjólnum með hvítu svuntuna og fallegu hvítu
línhúfuna, sem hafði farið henni svo undur vel, og
átti svo ágætlega við ljósa hárið hennar.
Þegar hann allra snöggvst nam staðar fyrir
ofan tröppuna, sem lá frá svölupum til sjúkrahúss-
garðsins og læknaherbergjanna, mundi hann alt í
einu eftir fögrum sólskinsdegi i apríl, þegar Dóró-
thea mætti honum við þetta horn. Hún hélt þá á
blómavendi í hendinni, sem skem eins og nýfágað
gull og kastaði endurljóma á fallegu augun hennar.
Lengi höfðu þau gengið sér til skemtunar á
grænu flötunum, og meðan þau gengu seinlega í gegn
um garðinn til einnar af hinum fjarlægustu sjúkra-
stofum, hafði hann beðið hana að verða konu sína,
sem enduróm skrjáfsins í laufblöðanum þetta kyr-
láta vorkvöld, hafði hún viðurkent að hún elskaði
hann.
•
Eins og foss-straumur lifnuðu endurminning-
arnar hver á fætur annari í huga hans, og allar
snérust þær um Dórótheu, aðeins um Dórótheu.
Hann var ekki mjög skrafhreyfinn eða skemti-
legur við þennan ættingja sinn, sem furðaði sig á
hvað komið hefði fyrir Oliver, sem var vanur að
vera svo kátur og viðfeldinn gestur, og hann yfirgaf
skyndilega og undarldga rúm þessa veika manns,
þegar hann sá hjúkrunarstúlkuna Klöru ganga fram
hjá opnu dyrunum á sinni vanalegu vitjunarferð.
Oliver hafði alt af kunnað vel við Klöru Bevan,
og hafði, eins og aðrir, sem þektu hana, virt hana
mikils, af því hún var svo viðfeldin og blátt áfram
í framkomu, og alveg laus við alla kvenlega daður-
kæki.
Hann fylgdi henni alla leið að dyrunum henn-
ar, og það gladdi hann svo mikið að líta hið alúð-
lega bros, sem var svo þýðingarmikið með lítillæti
sínu og siðprýði. Honum fanst líka að bæði augna-
tillitið og brosið segði meira í dag en almenna vin-
áttu, en honum datt ekki í hug að hjarta Klöru bar
svo mikla sanfhygð til hans, af því hún vissi hvaða
áhrif gifting Dórótheu hlaut að hafa á hann.
“Má eg ekki bjóða yður te, hr. Dynecourt?"
spurði hún glaðlega. “Það var fallega gert af yð-
ur að koma og líta inn til hr. Allan. Hann þarfnast
skemtunar. Fáið þér yður sæti í þægilega stólnum
•þarna og bíðið svo fáeinar mínútur á meðan eg lýk
við- vitjunarferð mina. Eg kem strax aftur. Eg
var viðstödd giftingu Dórótheu Carstairs.”
“Já, eg veit það; eg sá yður þar,” svaraði hann,
án þess að geta sagt meira en þessi fáu orð, og
þegar Klara sá soygarsvipinn sem nú kom í ljós í
augum hans, fann hún ekki að eins til samhygðar
með Oliver, en hún gat líka ekki varist þess að á-
saka Dórótheu harðlega fyrir það, að liún var svo
grimm að valda þessum manni sorgar.
Henni þótti afarvænt um Dórótheu, en hún gat
samt sem áður ekki varist því að ásaka vinu sína
fyrir það að hún hafði látið auðinn tæla sig til að
giftast ríkum manni, og sú hátíðlega athöfn, sem
hún nýlega var viðstödd, hafði valdið henni miklu
meiri sorgar en ánægju.
“Og fyrst að tilfinningar hennar voru þann-
ig, þá hlaut þessi maður að hafa liðið afarmikið,”
hugsaði hún, á meðan hún var á vitjunarferð sinni
og gaf skipanir um ýmiskonar hjúkrun viðvíkjandi
sjúklingunum, og eitt augnablik leit hún inn í þær
stofur, þar sem veikustu sjúklingarnir láu, tíl þess
að senda þeim bros eða vingjarnlegt, huggandi orð
með brosinu.
“Það sem hann á þessari stundu þarfnast mest,
er að koma honum til að hugsa um eitthvað annað
en sjálfan sig. Hann verður að hættá við þær sorg-
legu hugsanir, sem nú kvelja hann!” hugsaði hún,
þegar hún gekk aftur til herbergis síns, sem hún
hafði yfirgefið með svo hryggum huga, þungum
xvlða og dimmum hugsunum.
“Hve fjarlægur, sem hann væri mér vildi eg
samt reyna að hjálpa honum núna, og svo miklu
fremur verð eg að gera það, þegar hann—“ hún
endaði ekki við setninguna, en blóðroðnaði þegar
hún þagnaði. “Eins og nú er ástatt fyrir honum”,
sagði hún rólega við sjálfa sig, vil eg gera alt, sem
eg get til að hugga hann.”
M'eð dálítið drembilegum höfuðrykk gekk Klara
aftur inn í herbergi sitt, og1 Dynecourt, sem sat og
aðgætti hana meðan hún með sjaldgæfri lipurð
breiddi dúkinn á teborðið, lét bollana á það og kom
öllu svo yndislega fyrir, jafnframt og hann hlustaði
á hið skemtilega skraf hennar, furðari hann sig á
því, hvers vegna hann hefði ekki fyr tekið eftir því,
hve indyl stúlka Klara var í raun og veru.
Augnatillit íennar var svo auðskilið, og mjúka,
hreimfagra rðddin hennar hafði svo huggandi áhrif
á hana. Og jafnframt virtist hún að hafa mikinn
og góðan áhuga á starfi hans og öllum hans metnr
aðargjörnu áformum, að hann oftar en einu sinni
varð þess var, að hann sagði henni ósjálfrátt frá
rannsóknum sínum og framtiðar uppgötvunum.
“Þér eruð álitinn að vera mjög duglegur fræði-
vitsmaðuí,” sagði hún. “Og alt, senf þér' skýrið
fyrir mér, staðfestir það, sem sagt hefir verið um
yður. Fyrir fáum dþgum síðan sagði einn maður
við mig: “ó — Dynecourt mun gera holdskurð, sem
enga manneskju hefir ennþá dreymt um, eða vogar
sér að segja um í hinu lægsta hvísli”. — Rannsókn-
arinn og uppfyndingamaðurinn hefir ánægju, sem
engan grunar um.
“En hann hefir líka þá sorg, að hann verður
næstum alt af að standa aleinn. Hann verður að
berjast við gagnstæðar skoðanir, gegn gömlum
hleypidómum og fölskum, erfiðum ímyndunum, — er
það ekki?”
“Jú, það er nú alveg rétt! En það versta er
samt, að hann er oft svo fátækur, að það er honum
ómögulegt að brjótast áfram eftir hinum nýju
brautum. ' Til þess að geta gert rannsóknir, verður
hann að vera ríkur og hafa nægan tíma. Eg hefi
enga peninga, og eg má engum tíma eyða. Allur
tími minn verður að notast til þess, að útvega hið
daglega brauð, því eg verð að lifa.”
1 augum hans gljáði afarmikil beiskja, og rödd
hans varð alt í einu hörð og köld. ,
“Stundum dettur mér í hug að halda, að eg geti
gert eina af nútfmans mikilvægu uppgötvunum, ef
eg gæti ráðið yfir þessu tvennu, tfmanum og pen-
ingunum. En það er ekki rétt af mér að sitja hér
og þreyta yður með öllum þessum kvörtunum. Hvers
vegna á beiskja mín að lenda á yður?”
“Skeytið þér ekkert um það. — Það gleður mig
ósegjanlega að hlusta á yður. Og ef að þér öðru
hvoru vilduð segja mér frá áformum yðar og útliti
möguleikanna, gerði það mér mikla ánægju. — En
nú dettur mér nokkuð í hug. Eg á hvíldardag í dag,
og eg hafði ásett mér að heimsækja bróður minn í
kvðld, sem hefir myndasmiðshús hér í nándinni.
Langar yður ekki til að verða mér samferða þangað
og sjá hina síðustu mynd, sem hann hefir málað?
Hann skrifaði mér í gærkveldi og bað mig að koma
og segja sér álit mitt um hana, og þegar eg verð .að
sðgja það, þá er hann eftirtektarverður og viðfeld-
inn maður.”
Þessi uppástunga kom svo blátt áfram og eðli-
lega, — Klara var sjálf svo sannfærð um, að enginn
maður í heiminum mundi heimta meira af henni
heldur en góðan félagsskap, svo það bar aldrei á
neinni bendingu um neitt aukaatriði hjá karlvinum
hennar, þegar hún sagði eitthvað við þá. Hrein-
skilni og yfirlætisleysi voru aðaldrættirnir í lund-
arfari hennar; — það var viðurkent, bæði af Dyne-
court og öllum öðrum karlmönnum, sem þektu hana,
og hann vissi líka ofur vel, að vingjarnleg pg hlut-
takandi félagslund var það, sem hinn vesalings
hryggi hugur hans þarfnaðist mest, eins og á stóð
fyrir honum nú.
Hann þáði nú tilboð hennar með ánægju. Hin
minsta tilbreyting og tímastytting vissi hann að
var miklu heppilegri heldur en að fara aftur til ,
bústaðar síns, þar sem að eins hans eigin hugsanir
mundu kvelja hann, og hann fann alt í einu tit
hlýrrar. þakklætis tilfinningar við þessa vingjarn-
legu, brúneygðu stúlku, með hina hreimfögru,
mjúku rödd.
“Eg vildi að eg værj einn í læknahópnum í
þessu gamta, blessaða sjúkrahúsi,” sagði hann,
þegar þau urðu samferða gegnum garðinn út á
brautina. “Á mínum fyrverandi námsdögum dreymdi
mig alloft dagdrauma um það, hve unaðsríkt það
væri ef eg gæti komið hingað aftur s^pn yfirlæknir.
i— Eins og nú stendur á fyrir mér hefi eg alls engin
sjúkrahúss-störf með höndum. Eg hefi aðeins þrjá
fyrirlestra með útskýringum, hér, og eg má vera
glaður yfir því, að eg get fengið leyfi til við og við
að aðstoða vin minn, sem hefir kenslustofu fyrir
lækna í ejnni af nálægu borgardeildunum. Það veit-
ir mér alt af dálitla reynslu, og kemur í veg fyrir
að eg verði aftastur allra í nútímanum.”
Hinn eðlilegi áhugi Klöru eggjaði hann sífelt
til að halda áfram að segja henni frá starfsemi sinni
og um sínar metnaðargjörnu vonir, svo tíminn leið
fljótt og eftir stutt stund voru þau komin að tak-
markinji. y
Þau^stóðu nú við þrönga götu', sem lá ofan að
ströndinni, og af lögun húsanna sá maður undir
eins, að það voru listamenn, sem bjuggu þar. Hver
myndasmíðastofan stóð við hlið annarar. — Á ein-
um dyrunum var fest vanalegt nafnspjald, og á það
var prentað nafnið “Richard Bevan”. Klara barði
að dyrum, og næstum því á sama augnabliki voru
þær opnaðar af manni, sem heilsaði henni alúðlega
og undur glaður. ^
‘‘Nú, góða systir,” sagði hann. “Þú hefir ef-
laust haft einhver aukastörf? Eg hefi beðið þín
svo lengi í kvöld.”
“Eins og þú sérð, þá hefi eg tekið Oliver Dyne-
court með mér hingað. Hann < er, gamall kunningi
minn frá St. Huhges sjúkrahúsi. Mjg langaði til að
hann fengi líka að sjá myndina,” svaraði hún. “Og
við erum bæði tilbúin að gagnrýna hana nákvæm-
lega og heiðarlega. í mér munt þú sérstaklega
finna óvægan dómara, því er eg reið við þig yfir því,
að þú hefir farið svo ólýsanlega leynt með hana,
Dick.”
Litlu síðar stóðu þau inni í starfhúsi lista-
mannsins, og Dynecourt veittist nú tækifæri til að
athuga þennan unga listamann nákvæmlega.
Hann átti annríkt við að laga til í herberginu,
og hreinsa það, því næstum því hver einasti stóll
var þakinn af hrúgum ýmislegra áhalda.
Nokkrir fallegir persneskir dúkar lágu á gólf-
inu„ og á veggjunum héngu fögur tjöld með ýmsum
litum; en það var auðséð að Bevan hafði þann vana,
að leggja hluti sína á besta staðinn, sem af tilvilj-
un var í nánd hans, þegar hann vildi verða af með
þá; því £að láu bækur á einum stólnum, sönghefti
á öðrum, hattur og frakki á hinum þriðja, og afar-
stór Angora-köttur hvíldi sig á hinum fjórða.
Listamrfðurinn sjálfur var hár vexti með bein-
vaxinn laglegán líkama, og líktist mjög mikið syst-
ur sinni, en sem á einkennilegan hátt skorti hennar
hröðu álytanir og frjálslegu kepni. Brúnu augun
hans voru dreymandi og alúðleg, kring um munn
hans skorti þennan fasta ákveðna drátt, sem
skreytti hana, og lögun hökiw hans benti á mikið
staðfestuleysi. En hann hafði reglulegt lista-
mannsandlit; svipur þess var hreinn, blíður og
dreymandi, og rödd hans var eins og systurinnar,
sérlega mjúk og hreimfögur.
“Hún kom inn í herbergið eins og líkingarmynd
vorsins,” sagði hann dreymandi, en ekki sem svar
við neinni áður gefrðri athugasemd. “Eg vildi að
þú hefði séð hana, systir. Eg lét hana reyna ýms-
ar stöður, og vil kalla myndina “Nausicaa” — það
er það augnabliíc, sem hún mætir Ulysses í fyrsta
sinn.”
Dynecourt og Klara gátu ekki varist þvi að
brosa hvort til annars, og það kom ástúðlegur svip-
ur í augu Klöru á meðan hún hórfði á bróður sinn,
sem hélt áfram að tala á meðan hann flutti muni
sína af stólnum út í eitt hornið á herberginu.
Henni þótti afarvænt um þennan rótnantiska,
óhagsýna bróður sinn, og hans einkennilega fram-
koma er fólst í þvi, að hann hugsaði eingöngu og
algerlega úm það, sem vakti athygli hans á augna-
blikinu, funst henni vera svo eðlileg fyrir hans
persónu og það var fyrst þegar Dynecourt brosti, að
henni daft í hug að hegðun hans gagrfvart ókunn-
ugum væri óvanaleg. j -
“En hvað þú ert sjálfselskur, Dick,” sagði hún
og hló lágt. “Þú getur þó eflaust aðeins i fáeinar
mínútur rejrnt að hugsa um eitthvað annað en það,
sem aðeins snertir sjálfan þig. Hr. Djmecourt og
eg erum mjög forvitin eftir að fá að sjá myndina, og
við erum undir það búin að gagnrýna hana. Jafn-
framt þessu ætla eg að leiða -athygli þína að því, að
hr. Dynecourt er forkólfur í sínu starfi eins og þú
í þínu. Hann er vísindamaður og eg veit að þú hefir
mikinn á huga fjTÍr öllum brautryðjendum.”
“Já, það hefi eg raunar,” sagði Dick Bevan með
fangið fult af bókum, um leið og hann með brosandi
andlit, sem á þessu augnabliki var fallegt, snéri sér
að Dynecourt. “Að brjóta nýjar brautir, hvort
heldur það er í hinum dimmu frumskógum, eða í
hinni þverúðarfylstu fávizku manneskjaniia, er
sannarlega mikils vert starf. — Eg get ekki hugs-
að mér neitt jafn fullnægjandi og það. Ef eg hefði
ekki orðið málari, þá hefði eg líka reymt að brjóta
nýjar brautir einhversstaðar í heiminum. — E$
þegar maður loksins fær slíka fjrrirmynd eins og
mina ‘Nausicaa’, þá er fjrrir slíkan mann sem mig
óumflýjanlegt að draga upp mynd hennar.”
“Getum við ekki fengið að sjá myndina?” ,
spurði Oliver, sem þrátt fjrir sitt hagsýna hyggju-
vit og rökfasta hugsunarhátt, fann sig undarlega
hrifinn af hinum unga málara, hvers andagift gljáði
svo yndislega í brúnu augunum.
“Hún kom alls ekki hingað í því skjmi, að hún
jrrði máluð,” sagði listamaðurinn um leið og hann
gekk þvert yfir gólfið og tók þar stórt léreft, sem
hafði snúið framhliðinni að veggnum. “Hún kom
vegna móður sinnar til að semja um litla íbúð er eg
vil ^eigja og er rétf hjá húsmóðurinni. — Það
var eins og að senda lilju til að gera samning um
sótarastarf, og um leið og eg sá hana í dyrunum,
lifnaðí hugsjónin um myndina. Eg fékk hana tij
að biða og verar fyrirmynd á meðan eg dró fyrstu
drættina, og þegar eg get .nú fengið hana til að vera
fýrirpiynd úti, undir hinum blómstrandi eplatr^ám,
þá —”
“Góði Dick, hættu nú eitt augnablik þessu
drlumavingli og talaðu skynsamlega eins og aðrar
manneskjur. Hr. Dynecourt litur út eins og hann
sé alveg hissa, og eg á. sannarlega erfitt með að
draga andann. Hvað á alt þetta að þýða, sem þú
ert að rugla um, — hvað hafa liljur og sótarastarf
með þessa mynd að gera? Og hvað meinar þu með
fjasinu um blómstrandi eplatré?”
“Eg líki henni að eins við lilju,” svaraði Dick
lítillátlega. “Og mér fanst það svo hlægilegt af
móður hennar að senda hana hingað, til þes3 að
hún skyldi semja um jafn alment málefni og húsa- ■
leigu. Eg verð að fara ofan til Handhurst til þess
að mála mynd — og einhversstaðar verður maður
að vera.”
Þegar Dynecourt heyrði nafnið Handhurst,
ihrökk hann við, og Klara tók eftir því, að þungur
svipur kom í Ijós í augum hans, eins og hann hefði
snöggvast fundið til sárinda í likama sinum.
“Þetta orsakaðist alt af klaufaskap mínum,
sagði Bevan glaðlega. “Eg skrifaði undir ranga
áritun, og þessvegna var ‘Nausicaa’ send hingað af
móður sinni til þess að segja mér, að það væri ekki
litla húsið þeirra, sem var til leigu, heldur húsið,
sem var hinsvegar við engið. Eg skal áreiðanlega
fá að draga upp mynd hennar milli eplatrjánna, þeg-(
ar eg er kominn þangað. En nu slculu þið sjá,
hér er hún!”
|Með sigurhróss hreim I röddinni snéri hann
stóra léreftinu við, og hvorki Dynecourt né Klara
gátu varist því, að reisa upp undrunaróp, þegar þau
'Báu myndina.
“En, góði Dick, þetta er fallegasta myndin, sem
þú hefir nokkru sinni dregið upp,” hrópaði Klara
aðdáandi. “Þú hefir aldrei málað neina mynd
jafn veliog þessa.”
“Eg hefi heldur aldrei haft jafn fullkomna
fyrirmynd til að draga upp eftir,” svaraði hann.
“Sýnist þér að eg hafi verið hóflaus við uppdrátt-
inn? Er hún ekki indæl? Er hún ekki hin^egursta
og fullkomnasta ímyndun vorsins?”
“Jú, algerlega!” sagði Dynecourt, og í þessum
tveim orðum hins unga læknis fólst sönn viðurkenn-
ing; og svo fjarlægðu þau sig öll frá léreftinu og
athuguðu þegjandi hina aðdáánlegu persónu, sem
það sýndi, og sem var máluð með því fjöri, að það
leit út fyrir að" unga stúlkan, nær sem væri, gæti
gengið til þeirra bráðlifandi.
Myndin sýndi unga stúlku, grannvaxna eins og.
ungling, en með vaxandi kveneðli í hinum geislandi
augum. Varir hennar voru ofurlítið opnar, eins og
hún furðaði sig yfir einhverju, og höndunum hélt
hún framréttum og útbreiddum eins og hún væri að
heilsa og bjóða gest velkominn. iNiður yfir fögru
herðarnar féll hárið í bylgjum og blakti í vindinum,
og það umkringdi hið barnalega, fagra andlit henn-
ar eins og sólargeisla umgjörð. Hvíti kjóllinn henn-
ar snart græna grasið á jörðinni, sem var blandað
ljósleitum blómum er lutu höfðinu í vorgolunni, og
uppi yfir henni blasti við himininn dökkblár eins og
augu hennar.
Afturhliðin á að vera eins og veggur af blómstr-
andi eplatrjám, er láta greinar sínar bera við
hinn dökkbláa himin,” sagði Bevan ákafur, “og þá
afturhlið, það fjarsýni, fullkomna eg í Handhurst!”
“En Dick! Þú hefir aldrei sagt mér neitt um
Handhurst! Hvernig kemst þú þangað?” sagði
systirin, sem mundi nú alt í einu eftir því að Dóró-
thea, meðan þær unnu saman á sjúkrahúsinu, hafði
oft sagt henni frá þessu sveitaþorpi í Hampshire,
sem safði verið heimili hennar, og þar var prests-
setur föður hennar.
“Þú segist hafa leigt þar lítið hús. Lát þú
mig heyra meira um þetta atvik,— og hefir þessi
“Nausicaa’ þín ekki annað eðlilegra nafn?”
^lfefi eg ekki sagt þér frá þvi?” spurði Bevan
utan við sig, um leið og hann starði á mynd hinnar
fögru, ungu persónu. “Já, eg skal segja þér, eg sá
auglýsingu um ódýrt hús til leigu í einhverju blaði,
eg man nú ekki í hvaða blaði hún stóð, og svo skrif-
aði eg og bað um húsið. Af tilviljun skrifaði eg
ranrt númer á húsinu, en það kom, eins og eg hefi
sagt þér, til móður ‘Nausicaa’s. Nafn hennar er
Dyson og hún er ekkja. Hús þeirra stendur fast
við það hús er eg á að fá; þau eru bæði hér um bil
mílufjórðung frá Handhurst. Þar er jarðyrkju-
garður með mörgum eplatrjám er eg má hafa til
afnota, og —”
“En flytur þú þangað aðeins í því skyni, að
draga upp eplatré á afturhlið myndarinnar af þess-
ari stúlku?”
“Nei'—ó, nei!” svaraði Bevan ennþá meira utan
við sig en áður, um leið og hann fjarlægði sig lengra'
frá myndinni, til þess að get horft á hana með hálf-
lokuðum augum. “Ávaxtagarðinn tek eg fremur
mér til gagns. Nei, eg hefi leigt lítið hús, eigandi
þess heitir Tritton, svo að eg get verið í nánd við
aðalsóðalið Mansmere. Eg hefi verið beðinn að
mála mynd af eiganda þess, Sir Miles, Hernesley.”
"Er það? ó Dick, þetta er þó undarleg tilvilj-
un. Eg vissi ekki ajð þú þektir Sir! Miles. Hann er
giftur einni af beztu vinstúlkum mínum.”
‘Eg þekki hann alls ekki, og eg veit ekki hvers-
vegna eg er beðinn að draga upp mynd af honum,
nema ef svo skyldi vera, að beiðnin komi frá konu
hans, sem er vinstúlka þín. Heldur þú að það sé
auðvelt að draga upp mjnd hans?”
“Hann hefir ágætlega viðfeldið andlit, þó
naumast sé rétt að kalla hann fagran; en það er
eitthvað svo hreinskilið og heiðarlegt við svip hans,
sem gerir hann svo aðalaðandi.’
Meðan IKlara talaði þessi orð, leit hún á Dyne-
court, og hún sá undir ðins að þetta samtal var
kveljandi fju-ir hann. Hann hafði hreyft sig óró-
lega, og skjálftinn í andlitsdráttum hans sagði
henni, að þessi*dagur frá byrjun til enda, hefði ver-
ið samanhangandi keðja af óþolandi þjáningum.
“Eg er sannfærð um að þú getir dregið upp á-
gæta mynd af honum’ sagði hún fljótlega. “Og
sýndu okkur nú eitthvað annað, sem þú hefir dreg-
ið upp. Við ætlum að bíða með að dæma ‘Nausicaa’,
þanga til þú ert búinn að mála eplablómstra aftur-
hliðina.”
“Mér þætti vænt um ef þú gætir komið og séð
hina frumlegu fyrirmynd,” sagði Bevan ákafur um
Jeið og hann leit til systur sinnar. “f húsinu, sem
eg hefi leigt, er nóg pláss. Getur þú ekki komið
þangað og litið inn til mín, meðan eg er þar? Þá
fengir þú um leið að sjá fyrirmyndina og móður
hennar — og ávaxtagarðinn líka. Það gæti skeð —”
hann snéri sér nú kurteislega að hr. Dyijecourt, ,
“að yður langaði líka til að fara þangað einhvern
sunnudag? Það er fallegt hérað, og á vorin er alt
af fagurt úti á landinu. Eg held líka að það yrði
ekki erfitt að fá leyfi til að sýna yður Mansmere.
Það er sagt að vera'óvanalega fagurt, gamalt höfð-
ingjaáetur.”
Dynecourt tutaði einhver óskiljanleg þakklætis-
orð, og Klara skildi undir eins, að ef Dynecourt
tæki tilboði bróður sínS, yrði,J»ann að hætta við að
heimsækja Mansmere. En hún var ósegjanlega glöð
yfir þeirri hugsun, að geta dvalið heilan sunnudag
sem gestur bróður síns í Hampshire ásamt Oliver.
Að hugsa sér samveru heils dags með Oliver í hinu'
fagra umhverfi sveitarinnar, að geta gengið með
honum um skuggaríka stigu í skóginum, á bersvæði
og engjum.
Klara sökti sér niður í unaðsrika dagdrauma,
en hana grunaði alls ekki að þessi áformaða heim-
sókn, átti að verða byrjun einkennilegs viðburðar.
Oss manneskjunum er ekki auðið að vita hvað
ókomni tíminn geymir handa okkur, og þegar Klara
hlakkaði til þessarar vorferðar, þá vissi hún ekki
að hún og þeir, sem henni þótti vænt um, voru að
því komin að verða flækt í forlagaþrungnu neti.
r