Lögberg - 01.07.1926, Blaðsíða 2

Lögberg - 01.07.1926, Blaðsíða 2
bib. 2. LÖGEKKG FIMTUDAGINN, 1. JÚLÍ 1926. 'I Hveitisamlagið. Síðan á stríðsárunum hafa sam- tök um sölu búsafurða haft mikla þýðingu. Hinn 24. maí flytur blaðið Lon- don Times” langa grein frá frétta- ritara sínum í Winnipeg, sem hef- ir fyrirsögnina: ‘Hveitisamlagið í Vesturfylkjunum. Bændurnir eru vongóðir.” Greinin byrjar á því, að nú megi sjá þess glögg merki, að fólkið í Vestur-Canada geri sér nú jafnvel óvanalega Jfóð- ar vonir um framtíðina; og eftir að höfundurinn hefir skýrt frá, að tíðin hafi verið sérlega hag- stæð, segir hann: “Það, sem menn sérstaklega byggja á sínar góðu vonir, er hið háa verð á hveitinu, sem hefir farið mjög hækkandi tvö siðustu árin. Hið mesta framfara- spor, sem Vestur.Canada hefir stigið, síðan stríðinu var lokið, eru þau samtök, sem þar eigá sér stað um sölu hveitisins og sem er hveitisamlaginu að þakka.” Svo \heldur greinarhöfundur áfram: “Fáir, sem ekki eiga sjálfir heima í Vestur-Canada, munu geta skilið, hvaða þýðingu h\i£itisam- lagið hefir fyrir bóndann, sem býr einn út af fyrir sig og oft all- langt frá járnbrautarstöðvum. Áð- ur en hveitisamlagið hóf starf- semi sína, var það ekki ótítt, að bóndinn varð að sæta hörðum kjörum hjá þeim, er þeir fengu peninga hjá, til að .geta rekið at- vinnu sína yfir sumarið. Strax, þegar hann var búinn að þreskja á haustin, varð hann að flytja hveitið til markaðar og selja það þar við því verði, sem hveiti- kaupmennirnir vildu fyrir það gefa. Bóndinn hafði ekkert tæki- færi til að geyma hveitið og bíða eftir hærra verði. Hann varð að fá peningana strax og taka því verði, sem í boði var. Nú er bóndinn meðlimur hveiti- samlagsins og afhendir því hveiti sitt, þegar það biður um það. Hveitisamlagið borgar bóndanum fyrstu borgun fyrir hveitið snemma á haustin, er nægir hon. um í bráðina, og svo smátt og smátt, eftir því sem hveitið er selt. Hveitisamlagið borgar öll- um sama verð fyrir hveitið, en tekur dálítið af verðinu til að mæta kostnaði fyrst og fremst, og til að mynda sjóð, sem það ætlar að verja til að kaupa eða byggja kornhlöður. Bænflurnir fá sína borgun smátt og smátt yfir árið. Á haustin fá þeir mestan hluta hveitiverðsins. Um nýársleytið fá þeir aðra borgun, sem nota má til að mæta kostnaði við sáning- una á vorin, og að sumrinu fá þeir það, sem eftir stendur, og það kemur sér vel, að fá peninga áð- ur uppskeran byrjar á haustin. Áður fengu bændurnir peningana bara einu sinni á ári, en nú fá þeir borgun fyrir hveiti sitt í þremur borgunum á ári. Þessu fyrir- komulagi 1 er mjög hælt af þeim, sem voðskifti eiga við bóndann, bæði hankamanninum og kaup- manninum. Þeir segja, að bónd- inn geti keypt meira og staðið bet- ur í skilum. Fertugasta og annað ársþing Hins evangeliska lúterska kirkjufélags íslendinga I Vesturheimi. HALDIÐ Á GIMLI, MANITOBA, „ 17.—22. Júní 1926. x FYRSTI FUNDUR. Fertugasta og annað ársþing Hins ev. lút. kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi var sett í kirkju Gimli-safnaðar, að Gimli, Manitoba, þ. 17. júní 1926. Þingið hófst með guðsþjón- ustu og altarisgöngu kl. 8.30 e. h. Prédikun flutti séra Jóhann Bjarnason og hafði fyrir ræðutexta Kol. 3, 11. Setti síðan forseti kirkjufélagsins, séra Kristinn K. Ól- afsson, þingið á venjulegan hátt. Skrifari lagði fram þessa skýrslu um embættismenn, presta og söfnuði kirkjufélagsins: I. Embœttismenn:—Séra Kristinn K. Ólafson, forseti; séra Jóhann Bjarnason, skrifari; hr. Finnur Johnson, féhiröir; séra Rún- ólfur Marteinsson, vara-forseti; séra Sigurður Ólafsson, vara-skrif- ari; hr. Jón J. Bíldfell, vara-féhirðir. II. Prestar:—N. S. Thorláksson, Björn B. Jónsson, Rúnólfur Marteinsson, H. B. Thorgrímsen, Pétur Hjálmsson, Friðrik Hall- grímsson, Kristinn K. Ólafson, Jóhann Bjarnasop/H. J. Leó, Gutt- ormur ^Guttormsson, S. S. Christopherson, Haraldur Sigmar, Sig- urður Ólafsson, S. O. Thorlakson, Halldór E. Johnson( Jónas A. Sig- urðsson, Páll Sigurðsson, Valdimar Eylands. III. Söfnuðir\—l Minnesota: St. Páls söfnuður, Vesturheims söfn., Lincoln söfn. — 1 Noröur Dakota: Pembina söfn., Grafton söfn., Vídalíns söfn., Hallson söfn., Péturs söfn., Víkur söfn., GarS- ar söfn., Fjalla söfn., Melanktons söfn. — í Manitoba: Fyrsti lút. söfn. í W.peg, Selkirk söfn., Víðines söfn., Gimli söf., Ámes söfn., BreiSuvíkur söfn., Geysiss söfn., Árdals söfn., BræSra söfn., VíSir söfn., Mikleyjar söfn. Furudals söfn., Fríkirkju söfn., Frelsis söfn., Immanúels söfn., Glenboro söfn., Brandon söfn., Lundar söfn., Grunnavatns söfn., Jóns Bjarnasonar söfn., Betaniu söfn., Betel söfn., Hola söfn., Skálholts söfn., Herðibreiðar söfn., Strandar söfn., Winnipegosis söfn., Swan River söfn., Guðbrands söfn. — 1 Sas- katchewan: Konkordía söfn., Þingvalla-nýlendu söfn., Lögbergs söfn., ísafoldar söfn., Síons söfn., Hallgríms söfn., Elfros söfn., Sléttu söfn., Immanúels söfn., Ágústínusar söfn., Foam Lake söfn. í British Columbia: Vancouver söfn. — 1 Washington: Þrenning- ar söfn., Blainé söfn., Hallgrims söfn. Á kirkjuþingi á Gimli., Manitoba. þ. 17. júní 1926 Jóhann Bjarnason, skrifari í kjörbréfanefnd skipaði forseti: séra Harald Sigmar, Thomas Halldórsson og Albert C. Johnson. Var síðan fundi frestað, eftir að sunginn var sálmur og lýst drottinlegri bless- an af forseta, þar til kl. 9 f.h. næsta dag. ANNAR FUNDUR, kl. 9 f.h. þ. 18. júní. Fundurinn hófst með bænagjörð, er séra Haraldur Sigmar stýrði Fyrir hönd kjörbréfanefndar lagði séra Haraldur Sigmar fram þessa skýrslu: Samkvæmt kjörbréfum þeim, sem fram hafa verið lögð, eiga þessir erindsrekar sæti á þinginu, ásamt prestum og embættismönn- um kirkjufélagsins: Frá St. Páls söfn.: Jóhanna Hallgrímsson og Bjarni Jones; frá Lincoln söfn.: P. V. Peterson; frá- Vesturheims söfn.: Mrs. María G. Árnason; frá Vídalíns söfn.: Joseph Einarsson; frá Pét- urs söfn.: Miss Jóhanna G. Sturlaugson; frá Vikur söfn.: Thomas Halldrsson og Thorlákur Björnsson; frá Gardar söfn.: G. B. OI- geirsson, Stefán Eyjólfsson og Beneóní Stefánsson; frá Fjalla söfn.: Ólafur Th. Finnsson; frá Melanktons söfn.: Mrs. V. J. Eylands og Olive H. Hillman; frá Fyrsta lút. söfn.: Th. E. Thorsíeinson, P. S. Bardal, C. J. Vopnford og Alb. C. Johnson; frá Selkirk söfn.: K'em- ens Jónasson, Guðfríður Nordal og Sigvaldi Nordal; frá Viðines söfn.: Kristján Sigmundsson; frá Gimli söfn.: G. Narfason og K. Valgarðsson; frá Árnes söfn.: Pétur Pétursson: frá Breiðuvíkur söfn.: Bjarni Marteinsson: frá Geysis söfn.: Björn Bergmann og Bjarni Jakobsson; frá Árdals söfn.: Stefán Guðmundsson. Hólmfrið- Daníelsson og Tryggvi Ingjaldsson; frá Bræðra söfn.: Mrs. S. Sig- urðsson og S. Sigurðsson; frá Víðir söfn.: Magnús Jónasson; frá Mikleyjar söfn.: Mrs. C. Paulson; frá Fríkirkju söfn;: C. B. Jóns- son og Magnús Nordal; frá Frelsis söfn.: S- S. Johnson; frá Imma- núels söfn að Baldur: P. T. Fredrickson og O. Anderson; frá Glen- boro söfn.: H. J. Christie; frá Lundar söfn.: Jón Halldórsson og Thorsteinn J. Johnson; frá Betel söfn.: Olafur Thorlacius; frá Hóla söfn.: Einar Johnson: frá Herðubreiðar söfn.: Jón Thordar- son og ívar Jónasson; frá Konkordía söfn.: John Gíslason; frá Lög- bergs söfn.: Gísli Egilsson; frá Sléttu söfn.: M. J. Skafeld: frá Im- manúels söfn. að Wynyard: Steingrímur Johnson; frá Ágústínusar söfn.: J. G. Stephanson; frá Blaine söfn.: Sigríður Paulson. Á kirkjuþingi að Gimli, 18. júní 1926. Thomas Halldórsson. H. Sigmar. A. C. Johnson. Var skýrslan samþykt og skrifuðu þingmenn siðan undir hina venjulegu játningu þingsins. Yfirleitt fellur bændunum vel þetta nýja fyrirkomulag, sem tek- ið var upp árið 1924. Bera síðustu meðlimaskrár það með sér. Það eru alls 121,994 bændur, sem sam- ið hafa um að láta hveitisamlagið selja alt sitt hveiti, og hefir þá samlagið ráð yfir 60 per cent. af ekru fjölda í Manitpba. — Auk hveitisins eru líka samtök um að j selja aðrar korntegundir og aðrar bændavörur.” Samningur Hveitisamlagsins bindandi að lögum. Það hefir nú verið sannað með dómsúrskurði, að samningar hveitisamlagsins við bændur, eru bindandi að lögum. Yfirréttur Saskatchewan fylkis hefir úr- skurðað, að dómur Embury dóm- ara sé ógildur, í máli því, er hveitisamlagið í Saskatchewan höfðaði gegn L. R. Zurowski. Hann hafði undirskrifað samning um að láta Samlagið hafa alt sitt hveiti, en svo selt öðrum 1,590 í bushel. Hveitisamlagið höfðaði mál gegn honum, til að vernda rétt sinn og sinna mörgu meðlima. Dómarinn úrskurðaði, að samn- ingurinn væri ekki fyllilega bind- andi og Zurowski því laus allra mála. Hveitisamlagið skaut mál- inu til hærri héttar og vann það að fullu. Hinn 26. júní var af- mælisdagur hveitisamlagsins í Saskatchewan og hélt það upp á hann með því að taka inn marga nýja meðlimi. Lesendum þessa blaðs er boðið að leggja fram spurningar við- víkjandi hveitisamlaginu og verð- ur þeim svarað hér í blaðinu. Þá lagði forseti fram ársskýrslu sina: ÁRSSKÝRSLA FORSETA 1926. Árið liðna hefir verið farsælt ár alment meðal fólks vors í tímanlegum efnum. Þjóðirnar, sem vér tilheyrum hér á vest- urslóðum, eru óðum að ná sér eftir afleiðingar styrjaldarinn- ar, þó langt sé í land, að þeirri feikna byrði verði létt af þeim, sem ófriðurinn lagði þeim á herðar. Bændastéttin—og þeirri stétt tilheyrir stór hluti fólks vors—var að mörgu leyti, ef til vill, harðast leikin um hríð, en gott árferði hefir rýmkað á- stæður bændanna víða og gert menn vonbetri um framtíðina. Þessi og önnur tímanleg blessun er verðmæt, og fyrir hana ber oss að vera þakklát, en minnast þess, að henni fylgir sú á- byrgð, að láta tímanlegt gengi vera grundvöll undir það, sem meira er um vert—siðferðilegan og andlegan þroska og starf. Á undanförnum árum hefir réttilega verið á það bent, að efna- legar ástæður margra hindruðu þá frá því að styðja starfs- mál kirkjunnar eins og þeir sjálfir vildu og málefnin þyrftu á að halda. Þeir menn og konur, íem svo, þegar ástæður batna, ekki gleyma að láta það koma fram í auknum styrk til velferðarmála kristninnar, eru bakhjarl hinna kristilegu starfsmála. Að vér eigum marga slíka menn í vorum hópi, er mér vel kunnugt af eigin þekkingu, en almennara er að hin kristilegu starfsmál og þarfir heima fyrir í hverjum söfnuði, blasi við sjón þessara manna, en vor sameiginlegu starfsmál sem kirkjufélag. Þau eru næt og fastara skipulag er komið á að halda þeim vakandi í huga manna. En þess má geta, að eins óákveðið fyrirkomulag eins og á því hefir verið fyrir oss, að bera starfsmál kirkjufélags vors fram og afla þeim stuðn- ings, hefir þó styrkur til þeirra í liðinni tíð borið vott um, hve marga einlæga vini kristindómsmálin eiga. Og batnandi horfur efnalega, eiga að auka oss hug í andlegu málunum, svo vér horfum mót framtíðinni með vonbjörtum hug, í full- vissu um það, að ef vér gerum skyldu vora, eru góðar horfur fram undan. Með öruggum huga vildi eg því, að vér mættum athuga starfsmál vor, þó vér séum oss þess meðvitandi, að margt þurfum vér að læra í þeim efnum. í þeim anda vildi eg þá einnig gefa yfirlit yfir sögu hins liðna árs. Að þessu sinni’ verður engin sérstök skýrsla frá fram- kvæmdarnefnd kirkjufélagsins. Fanst oss að skýrslan frá nefndinni mundi að miklu leyti verða endurtekning á skýrslu forseta. Finnist þinginu einhverjar upplýsingar vanta, verða þær veittar af nefndinni i þinginu. Söfnuðir kirkjufélagsins eru hinir sömu og í lok síðasta kirkjuþings, að því undanskildu, að tveir söfnuðir hafa sam- einast og mynda nú einn söfnuð. Eru það Garðar söfnuður og Lúterssöfnuður, báðir að Garðar, í Norður Dakota, sem sam- einuðust um áramótin síðustu, og ber söfnuðurinn sameinaði nafn Garðar safnaðar. Fækkar þannig um einn söfnuð á skrá kirkjufélags vors (eru því nú 56), en það er mjög fjarri því. að það sé oss nokkurt hrygðarefni. Þvert á móti er eg þess fullviss, að vér samgleðjumst fólki þessara safnaða yfir þvi, að svo heppilega er bundinn endi á kiykjulegan klofning inn- an bygðarinnar, og árnum hinum stóra og öfluga Garðarsöfn- uði blessunar Drottins í framtíðinni. Einn prestur hefir horfið úr þjónustu félags vors á ár- inu. Er það séra Páll Sigurðsson, sem síðastl. tíu ár hefir verið þjónandi prestur að Garðar. Tvö síuðustu árin hefir hann tilheyrt kirkjufélagi voru. Er hann nýfarinn áleiðís til fslands, og tekur þar við*prestsembætti í Bolungarvík. Séra Páll gat sér góðan orðstír hjá safnaðafólki sínu í Norður Dakota, meðan hann þjónaði þar, og var kvaddur þar með mikilli rausn og eftirsjá, eins og kunnugt er af frásögnum blaðanna. Fylgja honum hugheilar blessunaróskir vor allra heim til ættjarðarinnar. Eins og kunnugt var á síðasta kirkjuþingi, hafði eg þá tekið köllun frá söfnuðunum í Argyle-bygð, og flutti eg þang- að búferlum með fjölskyldu minni um miðjan ágúst á síðastl. sumri. Var eg settur inn í embætti þar sunnudaginn 16. ágúst af dr. Birni B. Jónssyni. Áður en sameining safnaðanna í Norður Dakota komst á, höfðu söfnuðírnir þar í fyrverandi prestakalli mínu, sent séra Valdimar Eylands köllun, og tók hann kölluninni. Var búist við því, að hann tæki að þjóna þar upp úr nýári. En áður en að því kom, hafði séra Páll sagt upp prestakálli sínu, með því augnamiði, að öll bygðin gæti sameinað sig um einn prest, og söfnuðirnir sameinast. Gaf þá séra Valdimar söfnuðum þeim, er hann hafði tekið köllun frá, heimild til að skoða sig lausan allra mála við sig, svo farið gæti fram ný prestskosn- ing í öllum söfnuðunum. Varð það úr, að þetta var gert, og hlaut séra Hjörtur J. ILeó kosningu sem prestur. í febrúar síðastl. var honum send köllun, en eftir nákvæma umhugsun hafnaði hann kölluninni. Var þá stofnað til nýrrar köllunar, . og varð nú séra Haraldur Sigmar í Wynyard fyrir valinu. Hefir hann nú tekið þeirri köllun, og býst við að byrja starf sitt í Norður Dakota 1. sept. í haust komandi. Verður hann busettur að Mountain. — Eiga þeir, séra Páll og séra Valdi- mar, þakkir skilið fyrir að greiða þannig veg sameining og samkomulagi. Þegar eftir uppsögn séra Haraldar um miðjan maí, stofn- uðu söfnuðir hans til nýrrar prestskosningar. Varð séra Sig- urður Ólafsson að Gimli fyrir valinu, og mun honum þegar hafa verið send köllun.Ekki er kunnugt, hverjar undirtektir hans muni verða. Snemma á síðastl. vetri tilkynti séra Hjörtur J. Leó mér, að við lok þessa skólaárs mundi hann leggja niður embætti sem skólastjóri við Jóns Bjarnasonar skóla. Vakti fyrir hon- um sérstaklega þörfin á því, að hann gerðist þjónandi prest- ur. Hafði hann farið fram á það við skólaráðið, að fá að þjóna að nokkru leyti að Lundar og Langimth, þannig, að hann færi þangað tvær ferðir í mánuði yfir skolaárið, en skólaráð- ið ekki séð sér fært að veita beiðnina. Síðar samdist með honum og skólaráðinu, að hann héldi áfram sem skólastjóri næsta ár, en fengi leyfi til að veita prestsþjónustu að ein- hverju leyti ofangreindum söfnuðum. En nú er mér tilkynt, að hann sé ákveðinn í að fara frá skólanum við lok þessa skólaárs. Séra Rúnólfur Marteinsson starfaði um hríð að heimatrú- boði og fjársöfnun fyrir J. B. skóla á síðasta ári, en síðan snemma í vetur, sem leið, hefir hann veitt þjónustu Hallgríms- söfnuði í Seattle, samkvæmt beiðni safnaðarins. Hefir hann og kona hans unnið þar mikið verk þessa máunði, og má full- treysta því, að það beri mikinn árangur. Séra Sigurður S. Christopherson hefir, samkvæmt ráð- stöfun síðasta kirkjuþings, þegið styrk á árinu til heimatrú- boðsstarfs, er nemur $200. Hefir hann verið starfandi í söfn- uðunum norður með Manitoba vatni. Vita allir kunnugir, að hann ekki liggur á liði sinu. Mun skýrsla frá honum um starf hans koma fyrir þetta þing. Séra Valdimar J. Eylands er ráðinn til hálfrar þjónustu hjá Melanktons söfnuði í Housp River bygð. Síðan í byrjun febrúar hefir hann verið þjónandi að Lundar. Hefir hann stofnað tvö ungmenafélög þann stutta tíma, sem hann hefir verið í þjónustu kirkjufélags vors, annað hjá Melanktons söfn- uði, hitt að Lundár, og hefir gengið vel með bæði félögin. Aðrir prestar kirkjufélagsins hafa verið starfandi á sömu sviðum og áður. Ein kirkja hefir verið vígð á árinu. Er það kfrkja Mel- anktons safnaðar. Er hún í þorpinu Upham í Norður Dakota. Keypti söfnuðurinn gamla kirkju, sem hann endurnýjaði og gerði að mjög ánægjulegu guðshúsi. Vígði forseti kirkjuna með aðstoð séra Valdimars 18. nóv. síðastl. Nú, í sambandi við þetta þing, fer fram vígsla kirkju Árness safnaðar. Guðfræðanámi hefir haldið áfram við prestaskólann lút- erska í Seattle, hr. Kolbeinn Sæmundsson. Ýms prestaefni eru enn í undirbúningsskólum. Er það eitt tákn tímanna, t. d. hér í Canada, hve hugir margra ungra manna hneigjast að prestskap. Sýnir það glögt, að starf kirkjunnar hefir ekki tapað aðdráttarafli sínu fyrir hugi ungra manna. Kirkjufélag vort tilheyrir “National Lutheran Council”, sem er samband lúterskra kirkjufélaga hér í álfu til samvinnu til líknar og viðreisnar þar, sem mest er þörf bæði í Norður- álfunni og annars staðar. Hefir mikið og hákristilegt verk verið unnið á þenna hátt, og samvinnan hefir stutt að því, að efla eining innan lútersku kirkjunnar hér í álfu. Það mun hafa verið hugsun vor allra, að þó lítið munaði um okkur, vildum, vér ógjarna draga oss út úr samfélagi við trúbræður vora. Vér leggjum til ofurlítið fastagjald, og auk þess hefir komið ofurlítið af gjöfum frá nokkrum söfnuðum að minsta kosti. Finst mér ekkert vafamál, að þér viljið halda áfram þessari samvinnu. . Málgagn kirkjufélagsins, “Sameiningin”, hefir haldið á- fram að koma út eins og áður. Fjárhagur blaðsins kemur fram í skýrslu ráðsmannsins. “Sameiningin var fertug á þessu ári, og hefir því átt lengri sögu, en dæmi eru til um ís- lenzkt trúmálarit. Vildi eg benda á, hve æskilegt væri, að prestarnir allir og ritfærir leikmenn, létu þar til sin heyra um mál vor. “Sameiningin” er og á að vera málgagn kirkjufé- lagsins, og hún verður það bezt þannig, að sem flestir áhuga- menn um mál félagsskapar vors, láti þar til sín heyra. Radd- ir almennings geta líka verið leiðbeinandi fyrir ritstjórnina. Gamalmennaheimilið “Betel” rækir áfram sitt góða og fagra verk, að veita skjól hinum aldurhnignu og þreyttu. Á sú stofnun óskiftan hug alls þorra fólks vors, og hefir hlotið mjög drengilegan stuðning. Sá siður er kominn á í ýmsum söfnuðum vorum og bygðum, að á hverju ári fari fram hji þeim fjársöfnun til “Betel”. Eins eru það ýms félög, sem það er orðin hefð hjá, að gefa fjárupphæð til gamalmennatyeimil- isin árlega. ÆJttu allir þeir, sem sitja á þessu kirkjuþipgi, að setja sér það, að koma á slikum sið heima í bygðun^ sínum, svo framarlega sem það er ekki þegar komið á. Þetta er svo auð- velt verk í sambandi við Betel, að engum þarf að vaxa það í augum. Annars skýrir nefndin, sem annast heimilið, frá öll- um ástæðum þess og þörfum. Þrítugasti maí á þessu vori var útnefndur sérstakur sunnudagsskóla sunnudagur í kirkjufélaginu, eftir tilmælum síðasta kirkjuþings. Hve alment hann hafi náð tilgangi sín- um, get eg ekki um dæmt, en alvarleg viðleitni er víða að bæta og efla sunnudagsskólana. Sunnudagsskólastarfið ætti að vera einhver öflugasti þátturinn í starfi kirkjunnar i þá átt að ná til æskulýðsins — og til hinna eldri einnig. Víðast gengur það miklu auðveldara í bæjunum, en úti á landsbygð- inni, að koma skipulagi á sunnudagsskóla, en þess má geta, að í sunnudagsskólum úti á landsbygð helzt víða betur sá góði og gamli siður, að fá unglingana til að undirbúa sig verulega undir kenslustundirnar. Þyrfti áherzla að vera á þessu al- menn í sambandi við sunnudagsskóla starfið. ! Það hefir ver- ið einn aðal-kostur við undirbúning unglinga undir fermingu meðal vor, að um verulegt nám frá þeirra hálfu hefir verið að ræða. Má með engu móti láta þennan góða sið falla úr hefð. Hefir hann átt bakhjarl 1 heimiliskenslu, sem margir góðir og glöggir uppelcfisfræðingar eru farnir að viðurkenna að sé einhver bezti menningarmiðill jafnvel í veraldlegum efnum. Ekki hefir framkvæmdarnefndin séð sér fært, að gefa út lexíu skýringar1 á íslenzku og útbýta þeim mánaðarlega til sunnudagsskólanna, eins og farið var fram á í nefndaráliti á síðasta kirkjuþingi, og því atriði af þinginu vísað til fram- kvæmdarnefndar. Ekki heldur hefir nefndin fundið mögu- leika til að gefa út “Ljósgeisla”, en hefir falið ráðsmanni út- gáfufyrirtækja vorra, að auglýsa að hann taki á móti pönt- unum frá þeim, er æskja eftir að fá upplag af íslenzkum biblíuspjöldum, sem gefin eru út af hr. Ástvaldi Gislasyni í Reykjavík. Mun þar vera að ræða um tvær raðir af spjöld- um, sem fáanleg eru. — Nokkrir sunnudagskólar vorir kaupa og útbýta til barnanna unglingablaðinu “Ljósberinn”, sem gefið er út af hr. Jóni Helgasyni í Reykjavík. Er það gott og aðlaðandi lesmál fyrir börn og unglinga, og væri þáð gróði, að það blað fengi hjá oss sem mesta útbreiðslu. Meðal þeirra, er ritað hafa í blaðið á liðnu ári, er séra Friðrik Hallgríms- son, dómkirkjuprestur. Finst mér heppilegt, að einn maður væri til þess valinn, af þingi,þessu eða þá af stjórnarnefnd eftir kirkjuþing, að vera málsvari þess, er snertir sunnudagsskólana á árinu. Gætu menn þá snúið sér til hans með fyrirspurnir um, hjálp- arrit við sunnudagskólakenslu og annað í því efni. Eg vona, að í sambandi við trúmála umræðuihíar á þessu þingi, sem snerta starf í þarfir æskulýðsins, megi koma fram vakning á þörfinni að sinna hinum ungu og hjálpa þeim í kristilegum efnum. Einnig fáum vér að líkindum vitneskju um það á þinginu, hvað ungmennastarfsnefndin hefir ráð- stafað. Á síðasta kirkjuþingi var sjóður heiðingjatrúboðsins því- nær að þrotum kottlinn. Ekki er mér kunnugt um, hvernig sá sjóður stendur nú, en hræddur er eg um, að ekki hafi kom- ið nóg inn á árinu til að greiða það, sem síðasta kirkjuþing á- kvað að leggja til upp í Iaun trúboða vorra í Japan. Voru það $1,200. Enda hefði þurft að koma inn talsvert meira en undanfarin ár til þess að því takmarki yrði náð. Skýrsla fé- hirðis gerir grein fyrir því, hvernig þetta stendur. — Eg vona að þetta mál megi á kirkjuþinginu verða tekið til yfirvegun- ar eins rækilega og þ/ið verðskuldar, og þannig að það megi vera til gleði og upphvatningar trúboðum vorum, séra Octaví- usi og konu hans. Ekki finst mér, að við ættum með nokkru móti að minka það, sem við leggjum á oss fyrir" þetta mál. Eg trúi því hiklaust, að það sé stórvelferðarmál kristninnar, sem hvílir beint á boði Krists, og að sjóðþurð eigi ekki að draga úr oss kjark, heldur hvetja okkur til starfs. Stærri erfiðleika þurfa trúboðarnir margir að yfirstíga. Heimatrúboðsmálið þyrfti á þessu þingi, að vera tekið til alvarlegrar meðferðar. Býst eg við, að það sé eitthvað í sjóði nú, en fyrir okkur liggur mikið og áríðandi starf. Hallgríms. söfnuður í Seattle hefir notið þjónustu séra Rúnólfs Mar- teinssonar1 undanfarandi, og er starfið komið á þann rekspöl, að söfnuðurinn er farinn að hafa hug á því að koma sér upp guðsþjónustuhúsi. M)ælist hann til, að fá á komandi ári $600 styrk frá kirkjufélaginu. Skilst mér, að nokkuð af því ætti að ganga til kirkjubyggingar. Annars getur séra Rún- ólfur gefið allar skýringar í þvi sambandi. Mín skoðun er, að ef söfnuðurinn er styrktur þannig til byrjunar, sé þar efni í sjálfstæðan söfnuð svo að segja strax. Stjórnarnefnd kirkju- félagsins hafði tekið upp á sig að lofa $300 fyrir komandi ár frá kirkjufélaginu, en eg vil gefa því mín beztu meðmæli, að beiðni safnaðarins sé veitt að fullu* En svo þurfum vér einnig að vera svo staddir, að vér notum alla starfskrafta sem vér höfum yfir að ráða á öðrum sviðum. Mikil er þörfin í Manitobavatns bygðunum, þar sem séra S. S. Christopherson starfar og gefur hann sjálfur þinginu upplýsingar í því sam- bandi. (Htrðubreiðar söfnuður ætlar að byggja sér kirkju, og þyrfti á láni að halda úr kirkjubyggingarsjóði. óvíst'er, hvaða kröftum við höfum á að skipa til heimatrúboðsstarfs á komandi ári, en allir þeir kraftar, sem við höfum, þurfa að notast. Á liðnu ári fór séra Rúnólfur Marteinsson til Kenora; séra Hjörtur fór til Langruth og Lundar í sumarfríinu, og séra Jónas A. Sigurðsson var af nefndinni beðinn að fara til Swan River. Auk þess hefir séra Jónas þjónað söfnuðinum í Foam Lake og um tíma á þessu vori Winnipegosis söfnuði. Leggur hann á sig mikil ferðalög til þessa frá heimastörfum sínum. Allir prestar kirkjufélagsins þyrftu að vera til þess búnir, að fara ferðir til prestlausra bygða, ef á þarf að halda. Svo þyrfti kirkjufélagið að geta veitt styrk ungum námsmönnum, er þyrftu á því að halda, er hefðu í huga að gerast kennimenn. Jóns Bjarnasonar skóli hefir, eftir því, sem eg framast veit, gengið vel á árinu. Aðsókn verið góð, kennararnir vel látnir, og starfið gengið vel. Norska kirkjan í Ameríku hefir lagt til einn kennara og staðið straum af honum. Stöðuna skipaði þetta ár hr. H. M. Eastvold, tengdasonur séra N. S. Thorlákssonar, og reyndist ágætlega. Einnig höfum vér not- ið $2,000 styrks frá United Lutheran Church. Metum vér og þökkum þann bróðurhug, sem kejnur fram hjá þessum stóru kirkjufélögum. Á þessu þingi verður hjá oss erindsreki frá United -Lutheran Church, séra Jón J. Clemens, sem um all- mörg ár var þjónandi prestur í kirkjufélagi voru. Bjóðum vér hann hjartanlega velkominn til vor, bæði vegna þess, hve hann er sjálfur okkur kær, og vegna þess virðulega og mikla kirkjufélags, er hann er erindreki fyrir. 1 sambandi við fjármál kirkjufélagsins vildi eg hér nefna, að mér er kunnugt um að væntanlegt er að greiddar vérði á þessu hausti, sem í hönd fer, dánargjafir hr. Thórðar Sig- mundssonar í Garðarbygð í Norður Dakota, til tveggja stofn- ana kirkjufélagsins, Betel og Jóns Bjarnasonar skóla. Ekki mun fjarri að ætla, að þær upphæðir nemi nálægt $3,000 til hvorrar stofnunar fyrir sig. Mér er það ljóst, að það eru mörg vandamál, sem liggja fyrit þessu þingi, til að ráða fram úr. Vér þurfum að horf- ast i augu við ástæðurnar eins og þær eru, og beita okkur svo að ráða fram úr í trausti til Drottins. Ein leið er að láta erf- iðleikana yfirbuga sig, fella niður starf, og reyna að trúa því, að þá muni alt falla í ljúfa löð. Ekki dettur mér í hug að þér, sem komnir eruð hér saman á þetta fertugasta og annað árs- þing kirkjufélags vors, hafið þann hugsunarhátt. Heldur ætla eg ykkur þann stórhug, að láta alla erfiðleika stæla ykk- ur til starfs og framkvæmda. Það eru engir óyfirstíganlegir erfiðleikar á leið vorri, ef vér sjálfir reynumst trúir, og treystum Drotni. Þó þing vor fjalli að allmiklu leyti um starfsmál, þurfa þau ekki fyrir það að tapa andlegum blæ, ef vér störfum með réttum hug. Postulafundurinn í Jerúsalem fjallaði um starfsmál, en var þó mjög landrík samkoma. Það er undir komið því hugarfari og hjartalagi, sem vér sjálf eigum. Vildi eg biðja Guð þess, að vér mættum öll hugsa og starfa með þeirri meðvitund, að vér eigum að vera viljug verkfæri til að framkvæma vilja Krists. Þá lagði skrifari fram ársskýrslu sína: ÁRSSKÝRSLA SKRIFARA. Til kirkjuþingsins 1926. Á safnaðaskrá kirkjufélagsins voru árið 1925 hin sama tala og var í byrjun þessa árs og skýrt var frá á kirkjuþingi í fyrra, eða 57 söfnuðir alls. Tveir eða þrír af þeim munu þó Framhald á 7. bls. | VÉR ÞURFUM MEIRI RJÓMA! | Vér ábyrgjumst Kæzta markaðsverð. skjóta af- jj] greiðslu og peninga um Kæl. Sendið oss dúnk til reynslu og sannfærist. Vér sendum ókeypis merkiseðla, þeim er óska. Sendið oss líka egg^ \ ST. BONIFACE CREAMERY C0MPANY | 373 Horace Street, St. Boniface, Manitoba. 3 Q‘asH5B3'2SHsz5Z5HSHsa?aFa5HsasíS2sasHSHSHsa5a5ci5as2sasMHsasH5ísasasaiio

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.