Lögberg - 07.10.1926, Page 3

Lögberg - 07.10.1926, Page 3
LÖGBEKG FIMTUDAGINN. 7. OKTÓBÐR 1926. Bla. 3. | Sérstök deild í blaðinu SÓLSKIN c? c? c? c? tn g? g? 5? 5? 5? 5? 5? 5? 5? 5? 5? 5? 5? 52 52 5? 5? CHCt'52 5?52525252525252525252525252525252525252525 « Fyrir börn og unglinga aSBSHEHSaS2S2SS5252S7,l5HS2SESHS'HS2SBS 25251 Björkin og stjarnan. Fyrir hálfri annari öld var mikil neyÖ í Finnlandi. Stríð var nýafstaðið; þorp og bændabýli lágn í brunarústum, uppskeran var nær því engin, og menn höfðu dáið unnvörpum, sumir fyrir sverðseggjum, aðrir úr hungri og nokkrir úr hryllilegum sjúkdómum. Mátti þar alstaðar líta tár og eymd, ösku og blóð. Þeim, sem lengst höfðu. haldið í vonina, iá nú við að örvænta alls.‘ Svipa guðs hafði gengið yfir landið, enda gleymast aldrei hörmungar þeirra tíma. Þá bar það eigi allsjaldan við, að ætt- fólki og fjölskyldum væri tvístrað; höfðu óvin- ir haft á braut með sér suma, og aðrir- höfðu flúið á skóga og eyðimerkur eða stokkið úr landi bur.t til Svíþjóðar. Mörg eiginkona vissi ekki, hvað orðið var af manni sínum, bróðir saknaði systur, og foreldrar grétu börn sín, sem óvíst var um, hvort væru lífs eða liðin. Þegar loks var kominn friður, voru að eins fá heimili, þar sem sorg og missir hafði ekki átt heima. , Nú tóku menn að svipast eftir ástvinum sín- um eftir margra ára skilnað; foreldrarnir leit- uðu að börnum sínum, og bæri svo við, að þau fyndust, voru allar sorgir jafnaðar og bölið gleymt. Býlin risu úr rústum, á ökrum og engj- um gekk kornið og grængresið í bylgjum. Ný öld var aftur upprunnin. Meðan á ófriðnum stóð þöfðu systkini ein, drengur og stúlka, verið hernumin og flutt burt í önnur lönd; þar höfðu þau komist til góðra manna, sem tóku þau að sér. Liðu svo mörg ár, og ólust börnin þar upp og áttu hið bezta at- læti; en þrátt fyrir alsnægtir gátu þau ekki gleymt foreldrum sínum og föðurlandi. En er þau tíðindi bárust, að friður væri kom.- inn á í Finnlandi, og að þeir, sem vildu mættu, snúa heim aftur tók bömin að fýsa heim, og báðu þau um orlof til fararinnar. Hlógu þá vel- gerðamenn þeirra að þeim og sögðu: “Fáráðu börn, þið vitið víst ekki, að drjúgar hundrað mílur eru héðan til átthaga ykkar.” “Það sakar ekki,” sögðu börnin, “ef við að- eins fáum komist heim. ’ ’ “En hér hafið þið nýtt heimili, hér hafið þið fæði og klæði, ágæt aldini, mjólk að drekka fög- ur hýbýli, og atlæti manna, sem unna ykkur; getið þið óskað nokkurs frekar?” “Okkur langar heim, ” svömðu börnin. “En á heimili ykkar er eymd og fátækt; þar verðið þið að sofa á hálmi í lélegum kofa, þola súg og kulda og borða barkarbrauð. Foreldrar ykkar og systkin og vinir eru víst löngu dánir; og er þið eltið uppi för þeirra, þá munuð þið finna för úlfanna, sem gengið hafa í fönninni á rústum heimila ykkar. ’ ’ “Já, ” sögðu börnin, “en okkur langar heim! ’/ “Tíu ár eru nú liðin, síðan þið voruð her- numin; þá vorað þið í bernsku, fjögurra og fimm ára; nú eruð þið þrettán og fjórtán ára og þekkið ekkert til veraldarinnar. Þið hafið gleymt veginum heim, gleymt útliti foreldra ykkar, og þau hafa gleymt ykkur. Hvernig ætlið þið að rata?” “En okkur langar svo heim!” “Hver á að vísa ykkur leið?” “Quð,” sagði drengurinn, “þar að auki man eg eftir því, að stór að stór björk stendur við bæinn hans pabba, og syngja þar fuglar á morgnana. ” “0g eg man eftir því,” sagði stúlkan, “að á kveldin skín skær stjarna í gegn um lim bjark- arinnar. ’ ’ ? “Fávísu börn,” sagði útlenda fólkið, “heim- þrá ykkar er heimska og heimförin yrði ykkur til tjóns.” Og börnunum var harðlega bannað að hugsa meira um þetta. En samt sem áður gátu þau ekki um annað hugsað; það kom ekki til af óhlýðni, heldur af því, að þeim var ekki unt að gleyma ættlandi sínu, þau gátu ekki annað en þráð föður og móour. Eina nótt, er tunglið skein, gat drengurinn ekki sofið fyrir heimþrá sinni; hann spurði systur sína, hvort hún svæfi. Hún kvað sér eigi svefnsamt verða. “Svo er og um mig,” mælti sveinninn, “ættum við ekki að taka saman klæði okkar og flýja burt. Mér finst guðs rödd tala í brjósti mínu: “Farðu heim, farðu heim!” og þegar guð segir það, getur það ekki verið synd.” — “Eg fer með þér,” svaraði systir hans, og þau lögðu af stað. Tunglið skein í heiði og lýsti yfir völlu og vegu; þar var fögur nótt. Er þau höfðu gengið spölkorn, sagði stúlkan: “Heyrðu, bróðir minn, eg er svo hrædd um, að við rötum ekki heim.” — Sveinninn svaraði: “Við skulum alt af stefna í útnorður, og þá hljótum við að komast til Finnlands, og er við komum þangað, höfum við björkina og stjömuna fyrir merki; ef við sjáum stjömuna ljóma gegnum limið, vitum við, að við emm komin heim.” Nokkru síðar sagði stúlkan: “Eg er svo hrædd um, að villidýr og ræningjar geri okkur mein. ” Drengurinn svaraði: “Guð mun vemda okkur og varðveita. Manstu ekki, hvað stóð í litlu bæninni, sem við lærðum heima, þegar við vorum ung: “Hversu vítt um fold sem fer eg falinn drottins miskunn er eg. ” “Já, sagði litla stúlkan, “guð mun senda engla sína til að verjula okkur í þessum ókunnu löndum.” Svo héldu þau áfram glöð í huga. Sveinn- inn skar sér lurk af ungu eikitré; ætlaði hann að verja sig og systur sína með honum, ef tll þyrfti að taka, en ekkert ilt varð á vegi þeirra. Einhvern daginn komu þau að krossvegi; vissu, þau þá ekki, til hvorrar handar þau ættu að fara. Þá sáu þau tvo smáfugla, sem sungu í trénu við veginn til vipstri handar. “Komdu,” sagði bróðirinn, “þessi vegur er víst sá rétti; það heyri eg á kvaki fugla þessara. ‘Þeir eru sjálfsagt guðs englar, sem eiga að leiðbeina okkur. ’ ’ Þau héldu nú áfram, og flugu fuglarnir á undan þeim af grein á grein, en ekki fljótara en svo, að vel máttu þau fylgja þeim eftir. Börnin átu ber og aldini skógarins, drukku úr skógarlindunum og sváfu um nætur á mjúkum mosak Það var séð svo dásamlega fyrir þeim; alt af fengu þau nóg að eta, og alt af fundu þau skjólríka næturstaði. Þau gátu ekki gert sér grein fyrir því; en alt af er þeim varð litið á fuglana, sögðu þau: “Sjá, þama eru guðs englar, sem fylgja okkur!” 0g svo héldu þau örugg áfram. Að lokum varð litla stúlkan þreytt af hinni löngu göngu, og sagði við bróður sinn: “Hve nær eigum við að fara að svipast eftir stóru björkinni okkar?” Hann svaraði: “Ekki fyr en við hevrum það mál talað kringum okkur, sem þau töluðu, faðir okkar og móðir.” Aftur héldu þau áfram norður og vestur á bóginn; sumarið var nú liðið og kalt fór að verða í skóginum. Stúlkan inti aftur til bjarkarinnar, og aftur svaraði sveinninn, að þau yrðu að hafa þolinmæði. Landið, sem þau fóru um, breytti smám saman útliti sínu; áður hafði það verið flatt og slétt, en nú voru þau komin að háum fjöllum, og voru þar fljót og mörg stöðuvötn. Stúlkan spui’ði: “Hvernig eigum við að kom- ast yfir bröttu fjöllin?” Sve'inninn svaraði: “Eg skal bera þig,” og hann bar hana. Aftur sagði stúlkan: “Hvernig fáum við komist yfir fljótin og stöðuvötnin?” Sveinninn svaraði: “Við skulum róa,” og hann reri yfir fljótin og vötnin, því að hvar sem þau komu að á eða vatni, fundu þau smábát, er virtist vera ætlað- ur handa þeim. Yfir sumar mjóar ár synti drengurinn með systur sína.; var eins og bylgj- urnar bæru þau uppi; enda flugu englar guðs með þeim í fugshami og greiddu þeim veg. Eitt kveld komu þau dauðþreytt að bónda- bæ miklum, sem reistur var á brunarústum. Fyrir utan bæinn stóð bam eitt og flysjaði rætur. , “Viltu gefa okkur eina af rótum þínum?” spurði sveinninn. “Já, komið þið,” svaraði barnið. “Mamma er inni í stofunni; hún mun gefa ykkur að borða, ef þið erað svöng.” Þá faðmaði drengurinn ókunna barnið og grét af gleði. “Heyrir þú, systir? Þetta barn talar mál föður okkar og móður. Nú getum við farið að leita að björkinni og stjömunni. ” Þau gengu inn og fengu beztu viðtökur. Þau vora spurð, hvaðan þau kæmu. Þau svöraðu: “Við komum úr fjarlægu landi og eruð að leita að heimili okkar. Við höfum ekkert auðkenni annað en stóra björk, sem stendur við bæinn; á morgnana sjmgja fuglarnir í greinum hennar, og á kveldin ljómar stjarna í gegn um limið.” “ Aumingja vesalings börn,” sagði fólkið með meðaumkun, “það vaxa mörg þúsund bjarkir á jör^inni og margar þúsundir stjarna lýsa á himninum; hvernig verður ykkur unt að finna réttu björkina?” Börnin svöruðu: “Guð mun leiða okkur; englar hans hafa leiðbeint okkur til ættjarðar okkar, nú erum við nærri því komin heim.” “En Finnland er stórt,” sagði fólkið og hristi höfuðin. “Guð er enn þá stærri,” svar- aði drengurinn. Síðan þökkuðu þau fyrir sig og héldu leiðar sinnar. Það var mikið lán fyrir þau, að þurftu nú ekki lengur að sofa í skóginum, heldur gátu far- ið bæ frá bæ; því að þótt strjálbygt væri og fá- tækt alstaðar, fengu þau þau húsaskjól og nær- ingu, hvar sem þau komu; allir kendu í brjósti urn þau. En björkina og stjörnuna fundu þau ekki; þau leituðu á hverjum bæ; þau sáu rnarg- ar bjarkir og margar stjörnur, en ekki þær sem þau leituðu að. “Finnland er svo stórt, og við erum svo lít- il,” andvarpaði stúlkan, “við rötum aldrei heim.” Drengurinn sagði: “Trúir þú þá ekki á guð? ” “Jú,” sagði hún. “Já, þá veiztu líka, að stærri tákn og stór- merki hafa borið við. Þegar viti'ingarnir frá austurlöndum héldu til Betlehem, þá gekk stjarnan á undan þeim; hún gengur einnig á undan okkur, ef við að eins trúum.” “Já, satt er það,” sagði stúlkan; hún var alt af vön að gjalda jákvæði við því, sem bróðir \ hennr sagði. Svo héldu þau ömgg áfram. Eitt kveld komu þau að afskektum bæ; var nú komið á annað ár, síðan þau lögðu af stað. Þetta var hvítasunnukveld, seint í maímánuði; tré voru farin mjög að grænka. Þegar þau komu að bænum, sáu þau björk eina mikla, sem stóð fyrir framan hann; ljósgrænt laufið var svo yndislegt á heiðu vorkveldinu, og gegn um limið skein kveldstjarnan'skæ rog fögur. — “Þama er björkin okkar!” kallaði drengurinn frá sér numinn af gleði. “Þarna er stja^nan okkar!” sagði stúlkan. Þau föðmuðust og lof- uðu guð af miklum fögnuði. “Hérna er hesthúsið og fjósið,” sagði dreng- urinn. “Eg þekki aftur brunninn, þar sem mamma tók vatnið handa kúnum,” svaraði stúlkan. Þarna standa tveir smákrossar undir trénu; hvað skyldu þeir merkja?” sagði sveinninn. — “Eg er hrædd við að fara inn,” sagði stúlkan, “ef nú pabbi og mamma skyldu vera dáin, eða séu búin að gleyma okkur; far þii á ixndan, bróð- ir minn.” Inni í stofunni sat aldraður maður og kona hans. Þau voru í rauninni ekki gömul, en sorg og kvíði liafði látið þau eldast fyrir tíma fram. Maðurinn sagði við konu sína: “Já, nú er hvítasunna, en guð sendir okkur engan huggun- aranda. Við höfum mist f jögur börn okkar. Tvö hvíla undir björkinni, en tvö eru hernumin, ein- livers staðar úti í löndum, og koma aldrei aft- ur; það er þungbært, að vera einmana í ell- inni. ’ ’ Konan mælti: “Guð er almáttugur, eilífur og góður. Hann sem leiddi Israelsbörn út úr herleiðingunni, henn getur einnig lejtt börnin okkar heirn, ef hann vill.” “ Já,” sagði maðurinn, “það væri mikil náð, en slíka hamingju eigurn við ekki skilið.” Meðan hann var að tala opnuðust dymar; inn komu drengur og stúlka, og báðu um brauð- bita. “Komið nær, bömin góð,” sagði maðurinn. “Verið hér í nótt, við vorum einmitt að hugsa um tvö börn sem við höfum mist, og mundu vera á sama reki og þið.” “Já, þau hefðu víst verið falleg eins og bömin þessi,” og foreldr- arnir fóru að gráta. Þá gátu börnin ekki lengur þagað. Þau köst- uðu sér í faðminn á föður og móður og sögðu: “Við erum börnin ykkar, sem guð á dásamleg- an hátt hefir leitt heim frá fjarlægum löndum.” Foreldrarnir föðmuðu þau af óumræðilegri gleði, og öll þökkuðu þau guði, sem á sjálfri hvítasunnunni hafði gefið þeim svo mikinn fögnuð. Síðan urðu börnin að segja frá því, er á daga þeirra hafði drifið; foreldramir sögðu þeim líka, hvað við hafði borið heima; var það að vísu um mikla sorg og dimma daga, en nú var sorgin breytt í gleði. Faðirinn reyndi arm- leggi sonarins og þótti honum vænt um, hve stinnir og stæltir þeir vora. Móðirin kysti blómlegar kinnar dóttur sinnar og sagði: “Mér hefði mátt dejtta í hug, að eitthvað bæri gleði- ríkt að höndum í dag, því að tveir ókunnir fugl- ar sungu svo yndislega í björkinni í morgun.” “Þá þekki’æg vel,” sagði stúlkan. “Það eru tveir englar guðs í fuglshami; hafa þeir flogið, á undan okkur áVerðinni; nú gleðjast þeir yfir heimkomu okkar.” “Komið, látum oss heilsa björkinni okkar,” sagði drengurinn. “Sjáðu, systir mín, þarna hvíla systkini okkar. Ef við lægjum þama og þau stæðu hér í okkar stað, hvað heldur þú að við værum þá?” — “Þá væmð þið englar hjá guði,” sagði móðirin. “Nxi veit eg nokkuð,” sagði stúlkan, “englarnir í fuglshaminum, sem hafa fylgt okkur alla leiðina og sungið í dag um heimkomu okkar, ætli þeir séu ekki syst- kin okkar ? Það voru þau, sem hvísluðu inn í sálir okkar: “Farið heim til að hugga föður og móður!” Það vom þau, sem sáu um að við fundum mat og sýli í hinum milu skógum. Það voru þau, sem sáu okkur fyrir bátum, að við ekki skyldum drukna í fljótunum. Það voru þau, sem gáfu okkur þá sannfæringu, að þetta væri rétta björkin og rétta stjarnan meðal svo margra þúsunda. Guð hefir útvalið þau og sent þau til þess að vemda okkur. Þökk, kæru systkin. Þökk sé þér, góði Guð! ” “Sjáðu,” sagði drengurinn; “stjaman skín svo skært og bjart , gegnum laufið; það er eins og hún vilji bjóða okkur velkomin. Nú höfum við fundið heimili okkar, nú fömm við ekki lengra.” . —Topelius. Fr. Friðrikson, þýddi. Föðurást hans þoldi það ekki. Indverskur konungur nokkur hafðl að stór- vesír mann, er teíkið hafði kristna trú, og var hrifinn af henni. Konungur hélt því fram, að guð kristinna mamxa væri enginn guð, þar hann neyddi ekki syndara til afturhvarfs, án þess að senda sinn eigin son til þess að deyja fyrir þá. Skömmu eftir umtal þetta féll sonur ind- verskæ konungsins, bam að aldri, í stóra safn- þró fulla af vatni, að konuxxgi og þjónum hans viðstöddum. An þess að segja nokkurt orð til þjóna sinna, fleygði konungur sér í þróna á eftir drengnum og bjargaði honum. ” I “Herra minn,” sagði stórvesírinn, “hví buðuð þér ekki einhverjum okkar, þjóna yðar, að frelsa son yðar?” “Föðurást mín þoldi það ekki,” svaraði konungur. “Eg mátti til að gera það sjálfur.” “Svo elskaði guð, að hann gaf — sig sjálf- an — í sínum eigin syni ’ ’ R, K. G. S. þýddi. DR. B. J. BRANDSON «16-220 Medlcal Arts Bld*. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone: 21 834. Oífice tímar: 2__3 Heimili: 776 Victor St. Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba. COLCLEUGH & CO. Vér leggjum sérstaka áherzlu á. aC selja meftul eftir forskriftum Ieekna. Hin beztu lyf, sem hægt er a8 fft, eru notuC eingöngu. Pegar þér kómiB meS forskriftina til vor, megiC þér vera viss um, aC fá rétt þaC sem læknirinn tekur til. Nótre Dame and Slierbrooke Phones: 87 659 — 87 650 Vér seljum Giftingaleyfisbréf DR O. BJORNSON 216-220 Medical Arta Hltlg Cor. Graham og Kennedy Sta. Phones: 21 834 Office timar: 2—-3. Heimili: 764 Victor St. Phone: 27 58'6 Winnipeg, Manitoba. DR. B. H. OLSON 216-220 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Pane: 21 834 Oífice Hours: 3—5 Heimili: 921 Sherburne St. Winnipeg, Manitoba. ' DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phoie: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdðma.—Er aC hitta kl. 10-12 f.h. og 2-5 e. h. Heimili: 373 River Ave. Tals. 42 691 Dr. K. J. Backman 404 Avenue Block Lækningar með rafurmagni, Rafmagnsgéilsum (ultra violet) Radium, o.s.frv. Stundar einnig hörundskvilla. Office tímar 10-12, 3-6, 7-8 Office Phone: 21001 if.íi IXBI bf! I Á nci nil Bi I DR. A. BLONDAL Medical Arts Bldg. Stundar sérstaklega Kvenna og Barna sjúkdöma. Er aC hltta frft kl. 10-12 f. h. og 3—5 e. h. Office Phone: 22 296 Heimlli: 80'í Vlctor St. Stmi: 28 180 DR. Kr. J. AUSTMANN 724 Yi Sargent Ave. ViCtalstlml: 4.30—6 e.h. Tals.: 36 006 Heimill: 1338 Wolaley Ave. £v, Slmi: 39 231 -------------------------- X 1 BÍ8 xn grt^. DR. J. OLSON Tannlæknlr _ 1.6-220 Medlcal Arts Bldg. i 'I'tw. Graham og Kennedy Bta. í \§° 11 phone: 21 834 irjRtr y M Heimilis Tals.: 38 626 DR. G. J. SNÆDAL Tannlæknlr 614 Somerset Block Cor. Portage Ave og Donald ®t. Talsími: 28 889 Giftlnga- og Jarðarfara- Blóm með Utlum fyrirvara BIRCH Blómsali 593 Portage Ave. Tals.: 30 720 St. John: 2, Ring 3 THOMAS H. JOHNSON H. A. BERGMAN (sl. lögfræðlngar. Skrifstofa: Room 811 McArthur Buildlng, Portage Ave. P. O. Box 1656 Phones: 26 849 og 26 840 W. J. Lindal. J. H. Lindal B. Stefansson. íslenzkir lögfræðingar. 356 Main St. Tals.: 24 963 356 Maln St. Tals.: A-4963 Peir hafa einnig skrifstofur aC Lundar, Riverton, Gimll og Piney og eru þar aC hitta ft eftirfylgj- and tlmum: Lundar: annan hvern miCvllrtjdaf Riverton: Pyrsta flmtudag. Gimli: Fyrsta miCvikudag. Piney: PriCJa föstudag 1 hverjiim mftnuCl. A. G. EGGERTSSON fsl. lögfræðingur Hefir rétt til aC flytja m&l bæCi 1 Manitoba og Saskiatohewan. Skrlfstofa: Wynyard, Sask. Seinaata m&nudag 1 hverjum mftn- uCi staddur 1 Churcbbridge Athygli! Komið með næatu lyfjaávísun- ina yðar til vor. Þaulæfðir sér- fræðingar annast um alla lyfja- samsetningu. INGRAM’S DRUG STORE 249 Notre Dame Ave. Gagnvart Grace kirkjunni. A. C. JOHNSON 907 Confederatlon Ltfe Blág WINMPKG Annast um fasteignir tnanna. Tekur að sér að ávaxta sp«rifé fólks. Selur eldsábyrgð og bif- reifia ábyrgðir. Skriftegum fyr- irspurnum svarað samstundis. Skrlfstofusími: 24 263 Heimasimi 33 328 J. J. SWANSON & CO. IdMITF.I) R e n t a 1 s Insurance RealEstate Mortgages 600 Paris Building, Winnipeg Pohnes: 26 349—26 340 STEFAN SOLVASON TEACHER of PIANO 1256 Dominlon St. Phone 29 832 Hugh L. Hannesson, Teacher of Piano Stodio: 523 Sherbrooke St- Ph. 34 966 A. S. BARDAL 848 Sherbrooke St. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaCur s& bezti. Ehin fremur seíur hann allskonar mlnnlsvarCa og lsgsteina. Skrifstofu tals. 86 607 Heimilis Tals.: 58 302 MRS. SWAINSON að 627 SARGKN'T Ave., Wiimlpeg, hefir ávaft fyrirligjgjandi úrvals- bdrgðir aif nýtínku kvenhöttum. Hnn er eina ísl. konan. sem sllka verxlun rekur í Wlnnipeg. Islend- ingar, látlð Mrs. Swainson njóta viSsklfta yðar. £mil .Tohnson SKRVIOK ELKOTRIO Rafmagna ContracUng — ABs- Jcyns rafmagsnáhöld teld og vUI þau gert — Eg tel Moffat og McClary Eldavélar og heft þmr til sýnis d verkstœOi mÁnu. 524 SARGENT AVK. (gamla Johnson’s bygglngin rlð Young Street, Winnlpeg) Vorkst.: 31 507 Heima.: 27 286 Verknt. Tals.: 28 383 Heima Tals.: 29 384 G. L. STEPHENSON PLXJMBKR ATlskonar rafmagnsáhöld, svo straujám, víra, aUar tegundlr af glöeum og aflvaka (batterles) VERKSTOFA: 67« HOMK 8T. Tals. 24 153 NewLyceum Phota Studio Kristín Bjarnason eig. 290 Portage Ave, Winnipeg Næst við Lyceum leikbúsið. Islenzka bakaríið Selur beztu vörur fyrir lægsta verð. Pantanir afgredddar bæðl fljótt og vel. Fjölbreytt úrval. Hrein og lipur viðskiftl. Bjamason Baking Co. 676 SARGENT Ave. Wlnntpeg. Phone: 34 298

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.