Lögberg - 07.10.1926, Side 7

Lögberg - 07.10.1926, Side 7
LÖOBERG FLMTUDAGIKN, 7. OKTÓBBR 1926. Bls. 7 ROBIN HOOD FLOUR Peninga ábyrKðin er ótvíræð. Lesið hana. Peninga til baka ábyrgð með hverjum poka. ítobin Hood Flour er ábyrgst að reynast betur en nokkurt annað mjöl, sem malað er í Canada. Það er lagt f.yrir kaupmanninn að skila aftur öllu kaupverðinu og tíu-per cent þar að auki, ef kaupandi er ekki al- veg ánægður mieð mjölið, eftir að hafa reynt bað tvisvar og skili afganginum. Er mentaheimurinn að batna. Aldrei hefir heimurinn haft betra tækifæri til að sjá, a& hernaður er skelfilegur, ókristilegur, óhagfeldur, cmannúðlegur og óguðlegur. Samt heldur heimurinn áfram að búa sig í stið, þrátt fyrir alla þá þekkingu og reynslu, sem fengin er. Viku- blaðið “Free Préss” segir, að skýrslur þjóðbandalagsins sýni, að England veiti $573,000^00 árlega til herútbúnaðar, Frakkland $255,- 000,000, en Bandaríkin $554,000,- 000. Hví fer þessi vígbúnaður vax- andi, ef heimurinn er að batna? Blaðið “Washington Herald” flutti 15. júlí þessi merkilegu*orð eftir David Llöyd George: “Miljónir manna hafa verið æfðar til þess að slátra 'bræðrum sínum, æfðar í þessu herútbúnaðar kapp- hlaupi, sem aftur ógnar friði heims- ins.” Blaðið segir, að þessi gamli og 'þekti stjórnmálamaður hafi einnig sagt, að þjóðbandalagið sé ömurleg sneypuför, að sammingar þjóðanna sé aðeins “blaðadulur” eins íengi og haldið sé áfram með að auka her- afla þjóðanna. Hinn frægi herforingi Frakka. og sambandsþjóðanna á stríðsárunum, Foch, bendir heiminum nýlega á það, að “annað alheims strið, ennþá mannskæðara en þau, sem áður þekkist í sögu heimsins, geti byrjað á hvaða áugnþliki sem sé.” Hann segir ennfremur, að allir vildu helst trúa því, að annað stríð gæti ekki átt sér stað, en það þýði ekkert að loka augunum fyrir sannleikanum. Annað stríð geti komið heiminum að óvörum hve nær sem er og úr hvaða átt sem er. Hví skyldu menn óttast þvílíkt strið, ef heimurinn er óöum að batna? Þegar minst er á glæpi og sið- spil'lingu, þá segja margir: “Já, þetta hefir æfinlega verið þannig.” En ef það hefir æfinlega verið þann ig, og ef það er þannig'enn þann dag i dag, þá er heimurinn ekki að batna. Svo stenst þessi staðhæfing manna, að það hafi æfinlega verið þannig, heldúr ekki prófið. Fyrir 12 árum las eg, þá sem unglingur eða ungur maður að minsta kosti, frásögn í blaði um svo bryllilegan glæp, að hún hélt vökum fyrir mér næstu nætur. Sú frásögn var einsdæmi þá. Nú eru þvílíkir glæpir all tíðir. Eg klipti 15 frásagn- ir um mismunandi hryllilega glæpi nýlega út úr einu canadisku viku- blaði. Eg get eins vel nefnt blaðið, það var “Free Press Prairie Farm- er”. Um sama Ieyti las eg i einu Bahdaríkjablaði, að þremur ríkjun- um þar mætti heita stjómað af glæpamanna-kerfum. að lögreglan í sumum stórborgunum þyrði ekki lengur að framfylgja lögunum af ótta við glæpamanna samdrættina. Blöðin tala um morðveiki, sem geysi í sumurn löndum heimsins. Morð- skýrsla þessarar heimsálfu stígur Beizta Meðal Sem Hægt Er Að Fá Fyrir Veiklað og Slitið F41k. Þúsundir Manna Fá Bót Og Það á Fáum Dögum. Hafi læknirinn ekki nú þegar ráðlagt þér þetta meðal, þá farðu sjálfur til lyfsalans og fáðu þér flösku a því. Það heitir Nuga Tone. Nuga-Tone veitir slitnum vöðvum og taugum aftur líf og fjör. Það gerir blóðið rautt og heilbrigt, taugarnar sterkar og svo þolgóðar að undrum sætir. ,Veit- ir endurnærandi svefn, góða mat- arlyst og heldur meltingunni í góðu lagi og gerir mann duglegan og áhugasaman. Ef þér líður ekki sem bezt, bá reyndu það. Það kost- ar ekkert ef þer batnar ekki. Það er bragðgott og þér fer strax að líða betur. Reyndu það í nokkra daga, og ef þér líður ekki betur og þú lítur ekki betur út, þá fáðu lyf- salanum afganginn og hann skil- ar þér peningunum. Þeir ,sem búa til Nuga-Tone þekkja svo vel verk- anir þess, að þeir leggja það fyrir alla lyfsala að ábyrgjast það og skila aftur peningunum, ef þú ert ekki ánægður. Meðalinu fylgja meðmæli og ábyrgð og það fæst hjá öllum lyfsölum. með hverju árinu sem líður. Blöðin segja aö stórglæpir hafi farió ákaf- lega í vöxt síðustu árin í Bandaríkj- unum. Sjálfsmorð eru svo tí<5, aS sumstaðar eru þau nefnd “sjálfs- morðs-veiki.” Eitt hundraS og fim- tíu þúsund manna, kvenna, drengja og stúlkna sitja nú í fangelsum Bandarjkjanna, staðhæfir eitt blað- ið og segir um leið, aS samkvæmt reynslu undanfarins tíma geti maS- ur búist við, aS á næstu 12 mánuS- unum verði tíu til tólf þúsund manns drepin í Bandaríkjunum, þremur biljónum dollara stolið, og aS barátta stjórnarinnar gegn skelf- ingunum muni kosta hana á þess- um mánuðum tíu biljónir doll- ara. En hið hryllilegasta af því öllu sé þó að hugáa til þess, aS 80 per cent af þeim sem ódæðið vinni, séu drengir og stúlkur undir 25 ára aldri. Þegar maöur les svona kafla í blööunum, þá veröur manni að spyrja: Er mentaheimurinn virki- lega að batna? Það kvarta sumir undan því, aö ljótt sé að lesa sögu GyðingaþjóS- arinnar, en Ijótara er að lesa dag- blöð háskólaborga mentaþjóðanna. Réttum það leyti, er eg las þessar fréttir, er eg hefi minst á komu is- lenzzku Winnipegblöðin. Lög- berg kemur meö merkilega frétt um Rússland, sem nýlega ætlaSi að sýna öllum heiminum, eins og Frakkland foröum að þaS væri hafið upp yfir þessi “smánarlegu trúarbrögð”. Lögbergs greinin seg- ir frá, að fólkið á Rússlandi sé nú að gefa sig á vald dýrlinga- eða dj'-rlingatilbeiðslu, likt og Frakk- land gerði á stjórnafbyltingar ár- unutn. Sýna þvilíkar hreyfingar _aö mentaheimurinn sé aS batna? Heimskringla, sem áreiöanlega vill ekki heita svartsýnt blaö, kemur þá á sama tíma með einhverja þá hroðalegustu grein, sem eg nokkru sinni hefi lesið, með yfirskriftinni: “Neyðin í Berlin.” Blaðið gefur oss að.skilja, aö greinin muni vera sönn. Þvílíkt er þá ástandiS í því landi, sem komiö var svo langt í allri ver- aldlegri speki fyrir stríðið, að sum- ir rithöfundar bjuggust við, að það brátt mundi framleiða það, sem danskurinn kallaði ‘overmennesket’. ÞaS er, mannveru á hærra þroska- stigi, en menn enn hafa þekt og jafn vel hugsað sér. Sama blaö haföi flutt aðra skelfi- lega grein í vor, sem tekin var úr Free Press. Eg var ekki svo hepp- inn að sjá þá grein, en hún hvað hafa verið mest um ástandið í Win- nipeg borg, Nýlega kyað læknir einn hafa staðhæft það, að óskýrlífis-sjúk- dórrtum hafi farið fram um 800 per cent. síðustu 8 árin í einni tiltölu- lega lítilli velþektri borg, og áð 30 þúsund manns hafi á einu ári leitað sér lækninga viö þessum voða kvilla í þessari sömu borg. Þó staS- hæfa allir að stórborgimar séu langt um verri. Er mentaheimurinn virkilega að Ibatna? Þrjú bloð fluttu mér á sama tíma þá merkilegu frétt, að 130 miljónir manna sæktu leikhúsin vikulega í Bandaríkjunum, og að þjóðin kosti $550,000,000 árlega til þessara skemtana. Eitt af þessum blööum benti einnig á, að samkvæmt skýrsl- um þjóðarinnar, þá borgaði hver fjölskvlda að meðaltali $25.00 á ári fyrir rafmagn til ljósa og verka, $50.00 fyrir ísrjóma, $68.00 fyrir “gasoline,” en $95.00 fyrir tóbak. Eg hlustaöi nýlega á þingmann einn, sem nefndi víst 5 eða 6 aðra þingmenn eða stjómarmeðlimi, sem hann virtist sanna býsna vel að voru allir óráðvandir menn, því aö segja þjófar og ræningjar, þykir helst til kröftugt mál. Hann rifjaöi einnig upp fyrir sér þaS sýnishorn stjórn- kænsku menningarlanda vorra, að úrval þjóðarinnar, sem að rninsta kosti ætti aö vera, gæti setið sem há- launaðir þingmenn í 6 mánuði að rifast eins og strákar um eitt atriði, án þess aö geta afgreitt eitt einasta skylduverk, og skilið svo líkt og strákar, sem veriö hafa aS rífast og berjast. En sú mentun! Er mentaheimurinn virkilega að batna ? Eg hlustaði á bjartsýnan og frjáls lyndan prest í vor, sem sagði í ræðu sinn, aö heimurinn væri andlega ver settur nú en hann var fyrir 50 ár- um. Eg varð dálítið hissa, að heyra þann mann segja þetta, sem eg auð- vitað tel gullvægan sannleika. Hann benti einnig á, að menn væm mest mentaöir til þess aö falsa og ginna, ginna með ósönnum auglýsingum, að enginn heimtaði lengur að auglýs ingar væru heilagur sannleikur. All- ir gengju út frá því sem gefnu aö viðskiftalífið bygðist á kænsku, á lægni til að smjúga. Eiginlega á þvi að ljúga og svíkja, þótt maður megi ekki kalla þaö því nafni. RæSu- maðurinn ræddi mál þetta af still- ingu og skynsemi. í fyrsta skifti á æfi minni las eg þaS í vetur, i íslenzku blöðunum og þaö eftir mentamann mikinn, aö kona hefði fengið heilt þing kvenna til þess að samþykkja tillögu þá, að lögum yrði breytt þannig, að bams- morö teldist ekki glæpur, ef móSir- in sjálf fremdi morðið áður en barnið væri sólarhrings gamalt. Er mentaheimurinn virkilega að batna ? Það þótti mikið fyrir tiu árum þegar talað var um að tólfta hvert hjónaband leystist í sundur í Banda- ríkjunum, en nú er þaS komiÖ niö- ur í sjötta og sjöunda hvert, og jafnvel þriðja og fjóröa hvert í sumum borgum Ameríku. Lögberg gat þess í vetur sem leið, að af hverjum 1000 hjónum skildu 237 á hverju ári i Leningrad á Rússlandi. Nýlega staöhæfði kona ,sem er forstöðukona kvennalögregluliðsins í New York, að ungu stúlkurnar ættu ekki til neitt siðferöislögmál. Þær þektu ekki neitt, sem kallast gæti því nafni. Og þetta sagði kon- an eftir nokkurra mánaSa rannsókn á þvi sviði. Ef til vill er þessi hliö ástandsins einhver hin allra alvar- legasta. Mér detta í hug fallegu orð góðskáldsins íslenzka: í sálarþroska svanna býr sigur kynslóðanna. Og hvaS er menning manna, ef mentun vantar snót? Hvað gagnar glys og auður og gullið drauma vor, ef vitra vantar móður að vernda barnsins spor? Hvar lærðu ljóssins hetjur, sem lýSa ruddu braut, hinn fyrsta manndóms metnaö? ViS móður sinnar skaut. Eg hefi ekki minst á, í þessari grein, hina hryllilegu ópíum nautn, ekki heldur á hvítu þrælasöluna, ekki heldur á svall og drykkjuskap, eða dans, sem kominn er á það stig, aS jafnvel danssnillingar sjálfit segja. að tizkudnsinn sé svo ljótur. að ekki sé hægt aö tala um hann. að sumstaðar er hann bannaður með lögum. En varla mun ástandiö á þessum sviðum sanna, að heimurinn sé aS batna. ef vel er gáð að. Blöðin hafa kallað þetta “vfir- standandi vondu öld”: “Löglevsis öld,” kallað hana öld gjálifis, íétt- úðar, svalls og stjórnleysis. ‘ Segja þaui satt, eða er heimurinn virkilega að batna? Mér þykir fyrir því aS geta ekki fundið rétt í svipinn grein, er eg ný- lega klipti út úr einu Bandaríkja- blaðinu, þar sem þektur læknir staShæfir, að heilahraustleik þjóð- arinnar hafi fariS aftur á stuttum tíma um 300 per cent. Svo mikið fari i vöxt sinnisveiki og brjálæSi. Hjartveiki fer í vöxt, krabbamein fer í vöxt. Læknisvísindunum fleyg- ir fram og með þeim allri mögu- legri hjálp gegn veikindum. Samt yfirgnæfa veikindi. Loyd George spurði fyrir skömmu velferðarmála- stjóra Bretlands, hve mikið fleiri menn þeir hefðu getaS sent í stríðið ef rétt hefði veriö litiö eftir heil- brigðismálum þjóöarinnar. Þessi svaraði: “Að minsta kosti einni miljón meira.” V. Eg er að enda við að lesa orð hins þekta manns, Weeks, ríkisritara BandaríkjaþjóSarinnar, sem hann kvaS hafa sagt skömmu áöur en hann dó, aö “helmingur þjóðarinn- ar væri ekki meö öllu ráði”, væri “subnormal”, svo eg ekki gefi skakka þýðingu á orðinu. Þegar'á alt er litið: siðferðisþrek þjóðanna, á heilbrigöisástand þióð- anna, félagslíf, viðskiftalíf. réttar- far. stjórnarfar og trúarlíf, getur maður þá sagt meö sanni, að menta- heimurinn sé virkilega aö batna? Pétur Sigurðsson. Saskatchewan fylki myndugt. Hinn 1. þ.m., átti Saskatchewan fylki 21 árs afmæli, og var þess atburðar minst í mánaðarriti því, er fylkisstjórnin gefur út og “Pub- lic 'Service Monthly” nefnist. Er þess þar getið, að Mr. Haultain yfirráðgjafi hinna víðáttumiklu flæma vestra, er nú mynda fylkin tvö Saskatchewan og Alberta, barðist fyrir því með hnúum og hnjám, að aðeins skyldi myndað eitt fylki. Sir Wilfrid Laurier var á annari skoðun, taldi land þetta ríægilega stórt og meira en það, til þess að skifta því niður í tvö fylki, og varð skilningur hans þyngri á metunum. Með öðr- um orðum, fylkin urðu tvöi Fyrsti stjórnarformaður hins unga Saskatchewan fylkis, varð Hon iWalter Scott, en með honum áttu sæti í ráðuneytinu: J. La- mont, dómsmálaráðherra; W. R. Motherwell, landbúnaðarráðherra, og J. A. Calder, er veitti menta- máladeildinni forystu. Margar og mikilvægar hafa breytingarnar orðið, frá því að fylkið fékk löggildingu árið 1905. íbúatala fylkisins var þá að eins 250,000, 'en mun nú vera um 850,000 eða því sem næst. Að því er atvinnu og framleiðslumálin áh'rærir, hefir þroski þeirra að miklu leyti svarað til hinnar stór- auknu íbúatölu. Saskatchewan er lang-voldugasta hveitiræktar- fylkið í Canada og þó uppskera yfirstandandi árs væri með rýr- ara móti, þá er hún samt meiri að vöxtunum, en uppskera Manitoba og Alberta fylkis til samans. 'Eins og leiðir af sjálfu sér, þar sem um annað eins feikna hveiti- ræktar svæði sem Saskatchewan er að ræða, þá hefir landbúnaðar- málunum verið alvég sérstakur gaumur gefinn, af hálfu hlutað- eigandi stjórnarvalda. Er þar meira um samvinnufélagsskap en í nokkru öðru fylki innan hins canadiska fylkjasambands, og hef • ir sú aðferð reynst bændum og búalýð einkar happadrjúg. Árið 1909 voru samtals í öllum bæjum fylkisins, 3,412 talsíma- r.otendur, en eru nú eitthvað um 31,783; talsímum til sveita hefir fjölgað síðan 1909 úr 2,118 upp í 64,581. Að því er heilbrigðismál- in áhrærir, skarar Saskatche- wan fram úr hinum fylkjunum. Tala dauðsfalla að eins 6.7 af 1000. Á þetta atriði að nokkru leyti rót sína að rekja til þess, hve afar margt af ungu fólki flyzt árlega inn í fylkið. Tuttugu og eitt ár er ekki lang- ur kafli í sögu fylkja eða landa, þótt margir þýðingarmiklir at- burðir hafi skeð og geti skeð á langtum skemmri tíma. En þessi kafli í sögu Saskatchewan, sem og reyndar Sléttufylkjanna allra, hefir verið óvenju tíðindaríkur. Framfarirnar hafa verið með slik- um risaskrefum, að einstætt mun vera. — Blasa nú við sjónum hvarvetna blómlegar akurlendur, þar sem áður voru myrk og skuggaleg skógarþykni. Samræm- ið milli hagsýns auga og styrkra vöðva iðjumannsins, hefir verið heilt og óskift. Þess vegna hefir árangurinn orðið jafn blessunar- ríkur og raun ber vitni um. Heimboð. Sunnudaginn 29. ág. höfðu þau hjón, séra Sigurður og frú Ingi- björg Ólafsson, , á Gimli, Man., heimboð, garðsgildi fgarden par- tv). Heimboð þetta var fjölment, var þangað boðið safnaðarfólki lúterska safnaðarins og allmörg- um utansafnaðarmönnum, körlum og konum. Gildið fór fram á grasflöt fram- an við íbúðarhús þeirra hjóna. Flöt þessi er girt fögrum trjám og hinn fegursti skemtistaður. S flötina voru settir stólar og bekk- ir, nóg og góð sæti handa heim- boðsgestunum. Samsætið hófst kl. 3 e.h. og var úti um sólarlagsbilið. ✓ Að upphafi ávarpaði séra Sig- urður gestina með stuttri tölu, og bauð þá velkomna. Síðan fóru fram rausnarlegar veitingar, er þau prestshjónin veittu. Konur og yngismeyjar önnuðust um frammistöðu, sem fór hið bezta úr hendi. Þá voru söngvar sungnir og tölur fluttar. Margir gestan^a tóku þátt í söngnum. Sönghæfi- leikum var á að skipa. Söngur- ínn tókst vel. Tölumenn eru tald- ir eftir því sem þeir tóku til máls: Capt. Baldi Anderson, Baldvin Árnason, talaði all-langt erindi um Nýja ísland og Gimll; kom þar fram álit hans um, að það nýlendu svæði hefði verið heppilega valið og hent íslendingum til frambúð- ar. Halldór Daníelsson mintist Is- lands, einkum þeirra breytinga, sem þar hefðu orðið á siðastliðn- um 40 til 50 árum. Báðir þessir tölumenn þökkuðu heimboðið, þeim presthjónum, með beztu óskum til þeirra. Séra Sigurður mælti all-langt erindi, minni kvenna. Dvaldi hann aðallega við móðurástina. Halldór Daníelsson mintist sjó- mannanna heima á Fróni. í sam- bandi við það talaði hann til ís- lenzkra fiskimanna hér á Winni- peg vatni. Heimboð þetta var hið allra á- ; nægjulegasta og þakkast þeim prestshjónunum hið bezta, og þeim og þeirra óskað alls velfarnaðar fyr og síðar. Einn af gestunum. Rtykingar kvenfólks magnatt. Svo mikið hefir vindlinganautn meðal stúlkna í Lundúnaborg auk- ist frá því við upphaf heimsstyrj- aldarinnar miklu, að áætlað er að stúlkur þær, sem á annað borð reykja noti um tuttugu vindlinga ti'l jafnaSar á dag. Fyrir ófriðinn reyktu stúlkur sjaldan, nema þá einn og einn vindling, ef þeim voru boSnir þeir í privathúsum. En nú kaupa þær sér sjálfar pakka í búð- um, eins og tíðkast um menn. Svo mikið hefir tóbaksnautn aukist i borginni, að á síSastliðnum fimm árum, hafa veriS innfluttar þangaS 35 þúsund smálestir af tóbaki. Matheson Long, og leikflokkur hans frá London, verður á Walk- er leikhúsinu seint í þessum mán- uði. Byrjar hann að leika 25. okt. og verður þar alla þá viku. Mr. Long er Canadamaður, fædd- ur í Montreal, en list sína hefir hann stundað á Englandi og þyk- ir einn með allra beztu leikurum í London. Mr. Lang er nú að ferðast um Canada og lék hann fyrst í Montreal hinn 14. sept. Var honum afar vel tekið í fæð- ingarborg sinni og fólkinu duld- ist ekki hans yfirburða hæfileiki. l[>nl>:íon':íT&ag (íompang. INCORPORATEO 2T» MAY 1670. ÞRJAR MILJONIR tKRA I MANITOBA, SASKATCHEWAN OG ALBERTA ÁBODARLÖND til sölu OG BEITILÖND TIL LEIGU LEYFI TIL HEYSKAPARog SKÓGARHÖGGS Sanngjörn kjör Allar frekari upplýaingar gefur HUDSON’S BAY COMPANY, Land Departmant, Winnipeg or Edmonton WALKER. George Arliss. Það er frægur leikari, sem inn- an skamms sýnir list sína á Walk- er leikhúsinu og leikurinn er merkilegur. Það má nú þegar panta aðgöngu- miða með pósti. Hinn mikli leikari, Gorge Ar-1 liss, verður á Walker leikhúsinu á mánudagskveldið hinn 18. þ.m. og alla þá viku. Leikurinn, sem hann leikur í, heitir “Old Engl- ish” og er eftir John Galsworthy, og þykir einn með hans merkileg- ustu leikjum. Mr. Arliss er fyrsti atkvæða leikarinn, sem kemur til Walker á þessu hausti og spáir það góðu um að þar verði margt að sjá og heyra í vetur, sem fólki þykir mikið til koma og sem Win- nipeg fólkið mun vel sækja. Það eru tólf ár síðan George Ar- liss hefir ferðast um þetta land. Síðan hefir hann að mestu verið í New York og leikið þar stöðugt. Fyrir fjórum árum fór hann til Englands og þótti þar svo mikið til hans koma, að hann var heilan vetur í London, því fólkið vildi ekki missa hann þaðan. Mr. Arliss þykir aldrei hafa leikið betur, heldur en hann ger- ir í því hlutverki, sem hann leik- ur nú. Leikflokkur hans frá New York verður allur með honum. Leiktjöldin eru ljómandi falleg, það hefir hinn mikli listamaður Winthrop Ames séð um. ±Ullillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll£ (SJERSTAKAR LESIIR f = Austur að Hafi = | SIGLT TIL GAMLA LANDSINS | | SÉfRSTAKIR SVEFNVAGNAR = frá Vancouver, Edmonton, Cálgary, Saskatoon, Regina = með lestunum austur, sem koma mátulega til að ná í jólaferðir gufuskipanna: = Fyrsta lest fer frá Winnipeg kl. 10 f.m. 22. nóv., til Montreal, = = Þaðan 25. nóv. með S.S. “Athenia ” til Belf., Liverp, Glasgow = = Ónnur lest fer frá Winnipeg kl. 10 f.m. 25. nóv. til Quebec og = = þaðan ?beint norðurleiðina) með SJS. “Regina” 27. nóv. til = E Belfast, Glasgow og Liverpool. = = Þriðja lest fer frá Winnipeg kl. 4.30 e.m. 2. des. til Halifax, og = = nær í S.S. “Pennland” 6. des. til Plymouth, Cherb. Antwerp. = = Fjórða lest fer frá Winnipeg kl. 10 f.m. 9. des. til Halifax nær = = í S.S. “Letitia” 12. des. til Belfast, Liverpool, Glasgow, og = = S. S. “Baltic” 13. des. til Queenstown og Liverpool. .= = Fimta lest fer frá Winnipeg kl. 10 f.m. 10. des. til Halifax, nær E E í S.S. “Antonia” 13. des til Plymouth, Cherbourg, 'London. E = SÉRSTAKIR SVEFNVAGNAR alla leið ef þörf kr^fur. frá = = Vancouver, Edmonton, Calgary, Saskatoon, Regina, til að ná í E = S.S. “Stockholm” 5. des frá Halifax til Oslo og K.hafnar. = = S.S. “Estonia’ 9. des. frá Halifax til Kaupmannahafnar. = = S.S. “Frederik III” 10. des. frá Halifax til Christiansand, = — Oslo og Kaupmannahafnar. = E Hvaða umboðsmaður sem er fvrir Canadian Nat. Ry gefur uppl. E Eða skrifið W. J. QUINLAN, Dist. Pass. Agent, Winnipeg E r«iiiimiiMiiiimiuiMmiiiimiiuiiuiiiiiiimimiiiiiniiimiimiinnnniimmimimiif= i! m m m m m m m m 11 i.m m m m m m m m m m m m 1 m m m m m 1 m 11 m m m m m 111 | TIL : 1 Gamla Landstns I = MEÐ FYRIR JOLTN og NY-ARID Sjerstakar Jola-ferdir DEC. 7 “ .11 “ 15 “ 15 S S. MONTROYAL S.S. METAGAMA S.S. MONTCALM S.S MINNEDOSA LIYERPOOL GL ASGO W - LIV ERPOOL LIVERPOOL CHERBOURG-.SOUTH- AMPTON ANTWERP SÉRSTAKIR SVEFNVAGNAR Verða í brúki alla leið til skipshliðar í Wdst St. John fyrir þessar siglingar. SKRIFIÐ YÐUR SNEMMA FYRIR FARÞEGARÚMI = og látið Canadian Pacific Umboðsmann gefa yður = : allar upplýsingar. | CANADIAN PACIFIC | 1111111111111111111 m 111111111111111111 m 1 m 1111 m 1 m 11 m m 1111 m m 11111 m 11; 111111 n 1111 m 1 i= ii^^iiiiiiiiiiiiiiiiia^niiiiiiiiiiiiiiia^iiiiiini»iiiiiiiasHiiDininnniiiggs»iiiiiiiiiiiiiii{a!Siii»iiiiiiiiiiiiiia!Siiiiiiiiiinn Hin Eina Hydro Steam Heated ¥ / IIFREIDt HREINSUNARSTÓD í W I N N I P E G Þar sem þér getið fengið bílinn yðar þveginn, það er að segja hreinsaðannogolíubor- inn á örstuttum tíma, meðan þér standið við, ef svo býður við að horfa, eða vér send- um áreiðanlegan bílstjóra eftir bíl yðars^xg sendum yður bann til baka, á þeim tíma er þér æskið, Alt verk leyst af hendi af þaulvönum sérfræðingum, Þessi bifreiða þvottastöð vor er á hentugumstað í miðbænum, á móti King og Rupert Street. Prarie City Oil Co. Ltd. Laundry Plione N 8666 Hcad Office Phone A6341

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.