Lögberg - 29.03.1928, Blaðsíða 6

Lögberg - 29.03.1928, Blaðsíða 6
BIs. o. I LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. MARZ 1928. Ljónið og Músin. Eftir Charles Klein. (Saga sú, sem hór birtist í íslenzkri þýðingu, kom fyrst út árið 1906 í New York). Nú var Jefferson kominn alla leið heim að húsi foreldra sinna, þessarar afskaplega stóru marmarahallar, sem hafði kostað John Burkitt Ryder nálega tíu miljónir dala. Flestum, sem til New York komu, var mikil forvitni á, að sjá þessa miklu höll og gerðu sér ferð þangað og reyndu þá um leið að koma auga á manninn, sem þar bjó, og sem alment var talinn ríkasti maður í heimi. Þeir voru að eins tiltölulega fáir, sem nokk- urn tíma auðnaðist að stíga fseti sínum inn fvr- ir dyr þessarar miklu hallar. Ryder var alls ekki gefinn fyrir gestagang, og hann gætti þess vel, að ókunnugir menn væri sér ekki of nær- göngulir. Það var engu líkara, en að hann væri alt af hræddur um sig fyrir einhverjum eða ein- hverju. Hann var ekki hræddur við lögin; það var öðru nær, þó honum þætti stundum nokkuð óþægilegt, að svara undir eiði ýms.um spurning um, sem fyrir hann voru lagðar í réttarsalnum. Þjónarmr höfðu þær skipanir, að hlevpa eng- um inn í húsið, nema. Hon. Fitzrov Baglev gæfi samþykki sitt til þess. Bagley var nokkurs- konar ráðsmaður þar á heimilinu og skrifari Ryders og trúnaðarmaður. Hann var ekki fyr- ir all-löngu kominn frá England.’ og hafði á sér mikinn höfðingjabrag. Hann var vanalega fljótur að gefa sínar fyrirskipanir og annað- hvort var gestinum .strax vísað inn, eða honum var jafnfljótt vísað á dyr. Þegar maður sá þetta mikla hús frá stræt- inu, gat maður ekki varist þeirri hugsun, að það líktist æði mikið fangelsi, að öðru en því, að það var skrautlegra og meira í það borið. Gluggar voru allir jórnvarðir og ákaflega há og sterkleg járngirðing umhverf.’s það alt. Það var ekki vanalegt, að ríkisfólkið í New York væri) heima um þetta leyti ár.s, en það stóð nú þannig á fyrir Ryder, að hann átti of annríkt að sinna sínum gróðafyrirtækjum, til að fara burt úr borginni, og frúin var ein af þessum fáu Bandaríkjakonum, sem ekki gat haft alla hluti eftir sínu eigin höfði, og það, sem meira var, þó sætti hún sig algerlega við það, að bónd- inn réði fyrir þau bæði. Jefferson þurfti ekki að hringja, þegar hann kom að dyrunum. Dyravörðurinn var á sínum stað. Hann var þannig settur, að hann sá hvern mann, sem að garði bar, og hann gat jafnan látið sinn yfirmann vita um gestkom- una, hvar sem hann var í húsinu. En það voru fáeinir menn, sem höfðu þau forréttindi, að þeir máttu ávalt koma, þeaur þeir vildu, og var sonur húsbóndans þar eðlilega efstur á blaði. Dyravörðurinh. opnaði því strax hujrðina |og Jefferson gekk inn, og var nú aftur kominn heim til foreldra sinna. “Er faðir minn heima?” spurði Jeffer.son þurlega. “Nei,” sagði hinn v.irðulegi dyravörður, “hann er úti, en Mr. Bagley er uppi á lofti.”— Og eftir ofurlitla stund bætti hann við: “Mrs. Ryder er líka iheima.” A þessu mikla heimili gætti húsmóðurinnar ekki meira en svo, að þjónunum þótti meira um vert, hvort ráðsmaður heimilisins væri heima eða ekki, heldur en jafnvel húsmóðirin sjálf. Jeffer.son gekk beint upp á loft. Jafnvel þótt hann væri þarna öllu nákunnugur, þá næst- um ofbauð honum nú að sjá alt það skraut og öll þau listaverk, sem þarna var hrúgað saman. Þegar hann kom upp, ætlaði hann að fara til herbergja móður sinnar, en heyrði þá manna- mól frá skrifstofudyrunum. Það var Bagley, sem þar var að segja einum þjóninum fyrir verkum. Fitzrov Bagley var sonur aðalsmanns nokk- ur.s á Englandi. Hann hafði yfirgefið ættjörð sína, henni að skaðlausu, því þar hepnaðist honum ekki að verða að nokkru liði, og átti nú að reyna, hvort ekki gengi betur í Bandaríkj- unum; og þar hafði hann gengið í þjónustu hins mikla auðmanns. Með þeirr.i von, að eiga þess kost að tína upp einhverja mola, sem kynnu að falla af borðum hins ríka og mikla manns. Áuð\dtað var þetta heldur lítilfjörleg staða frá .sjónarmiði aðalsmanns, en það bætti þó mikið úr, að hann gat ávalt sagt, að hann væri einka- skrifari og trúnaðarmaður hins auðugasta manns ,í Bandaríkjunum. Til þess að geta staðið vel í stöðu sinni, þurfti hann að vera njósnari og smjaðrari, og þá hæfileika hafði hann í rfkum mæ’i. Hann vhr hræddur við hús- bónda sinn, og gerði a/lt sem hann gat t;l að þóknaist honum og dekra við hann. En öðrum reyndi hann að koma í skilning um að hann, sem væri sonur eins hinna göfu.íru, ensku aðals’ manna, sýndi Bandaríkjamönnum mikið lftil- læti og góðvild, með því að dvelia moðal þe:rra. Þegar Rvder var ekki heima, þá stjórnaði hann heimilinu nokkurn veginn eftir sínu höfði, og það kom oft fyrir, að hann gaf allskonar fyrir- skipanir, sem voru gagnstæðar þe:m fyrirSkip- unum, sem Mrs. Ryder hafði áður gefið, og hann var mjög afskiftasamur a.f vinnufólkinu og ósanngjarn í þess garð. Mrs. Ryder :sætti sig vel við þetta. Iíún trúði því, að Bagley væri manninum sínum þarfur maður, og þá var •svo sem sjálfsagt að sætta sig við talsverð ó- þægindi af hans hendi, ef því var að skifta. Þar að auki hafði hún ávalt borið hina mestu virðingu fvrir siðum og háttum aðalsins á Eng- landi, og hún efaði als ekki, að í þeim efnum væri þessi þjónn manns.ins hennar allra manna bezt að sér. Klæðaburður hans og málfæri sannaði það ótvíræðlega. Alt sem við kom borðsiðum, kunni hann upp á sínar tíu fingur og kunni vel að umgangast höfðingja. Hann var því ómissandi maður á heimilinu, að því er frúnni skidist. Á þessum manni hafði Jefferson megnasta ógeð, og það var mest hans vegna, að hann vildi helzt ekki vera heima. Hann grunaði fastlega, að hann væri illmenni, engu síður en hann var ruddamenni, og það var enginn efi á því, að Jefferson skildi þennan þjón föður síns bysna vel. Hann var maður undirförull og ágjarn, eins og húsbóndi hans. Hann hafði alt af eitt- hvert ráðaibrugg í huga, og það sem hann nú var fvrst og fremst að hugsa um, var að ná í auðuga, unga stúlku og fá hana til að giftast sér, eðá koma því svo fyrir, að hún sæi þann kostinn vænstan, að giftast sér. Honum duld- ist ekk:, að hann hafði lítið tækifæri til að fá slíka stúlku með því móti að ganga hreint að verki o? biðja hennar, eins og gengur og gerist,' og varð hann því að fara eirihverjar króka- leiðir og ná stúlkunni á sitt vald án þess faðir hennar vissi um það. Stúlkan, sem hann var að hugsa um, var Kate, dóttir Senator Roberts, sem var einkavinur húsbónda hans, eins og fyr er getið. Og þau feðginin komu oft í hús Rvd- ers og þau Miss Roberts og Bagley urðu tölu- vert vel kunnug. Þessi unga og efnilega stúlka háfði engar hærri hugsjónir en þær, að klæða s:g fallega og njóta sem mestra skemtanna og húii sá ekkert á móti því, að komast í náinn kunningsskap við Bagley, og þegar hún komst að því, hvert hann stefndi, þá var svo fjarri því, að henni þætti þaíj miður, að henni þótti meira að segja vænt um og töluvert til þess koma. Hann var að vísu ekki í hárri stöðu nú, en hann var af höfðingja ættum. og það gæti svo farið, að hann yrði einn af lávörðunum á Englandi, en sjálf hafði hún nóga peninga handa þeim báðum. Það gat velið, að Bagley yrði nógu góður eiginmaður. En hún sagði engum frá þessu. og gætti þess vandlega, að fað- ir hennar kæmist ekki á snoðir um þetta. Hún vissi vel, að hann ætlaði.st til að hún giftist Jefferson Ryder, en enginn vissi betur en hún sjálf, að sá draumur mundi aldrei rætast. Sjálfri féll henni Jefferson vel í geð og vildi gjarnan giftast ho'rium, en e'f hann tók einhverja aðra fram yfir hana, og hún hafði býsna Ijósa hugmynd: um að svo mundi vera, þá var hún ráðin í því, að taka ser það ekki nærri. Hún hélt því áfram kunningsskapnum við Bagley, svona á laun, en lét föður sinn og Ryder halda, að Jefferson væri eini maðurinn, sem hún hafði hug á. “Jorkins,” sagði Bagley við þjóninn, sem hann var að tala við, “þegar húsibóndinn kem- ur heim, þarf hann á skrifstofunni að halda. Sjáðu um, að hann verði ékki'ónáðaður. ” Maðurinn játaði þessari fyrirskipun með mikilli undirgefni og ætlaði svo að fara sína leið, en Baglev kallaoi á hann aftur og sagði: “Heyrðu, Jorkins, þú verður að setja ann- an mann við framdyrnar. Þar var enginn um tíma í gær, og þegar Mr. Rydep kom heim, þá var úti fvrir dvrunum einhver náungi, sem var svo ósvífinn, að ávarpa hann, þegar hann kom út úr vagninum. 1 vikunni sem leið reyndi einhver blaðamaður að taka mynd af honum á sama/ stað. Mr. Ryder er æfur út af þessu. Slíkt má ekki koma fyrir aftur. Eg ætlast til, að þú sjáir um það. ” “Það .skal verða séð um þetta, ” sagði þjónn- inn og hneigði sig og fór svo ofan. Bagley leit upp og kom þá auga á Jeffersion. Hann roðn- aði og það var eins og honum yrði töluvert bylt við að sjá hann. “Komiðþér sælir! Svo þér eruð kominn heim frá Evrópu, Jefferson. En hvað það er ánægjulegt. Móður yðar þykir víst vænt um. Hún er inni í sínum herbergjum. ’ ’ Jéfferson skild’, að Bagley vildi gjarnan losast við sig sem fyrst, en hanri fór sér hægt og staldraði við af ásettu ráði. Þegar þjónninn var farinn, sagði hann: “Þetta hús er alt af meir og meir að líkjast hermannaskála. Þér hafið svo mikið af þjón- um um alt húsið, að það er ekki hægt að þver- fóta fyriri þoim.” Bagley rétti úr sér, þandi út brjóstið og setti á sig nokkurs konar ýfirvaldssvip, eins og hans var siður, þegar hann vildi sýna vald sitt og yfirlæti. Það er algjörlega nauðsynlegt, að allrar varúðar sé gætt, hvað föður yðar snertir. Líf hins auðugasta og áhrifamesta fjármálamanns er of mikils virði, til þess að gefa dónunum ta’lsifæri á að vinna honum mein, eða kannske ráða hann af dögum.” “Hvaða fólk eigið þér við?” sagði Jeffer- son og þótti sjáanlega hálfgaman að þessu. “Þessa algengu dóna, lægri stéttirnar; þessi i uddamenni, ” svaraði Bagley til að skvra mál sitt. “Já, sei, sei,” sagði Jefferson og hló við. “ef| auðmenn’rnir okkar kæmust. nokkurs stað- ar nærri því að vera eins góðir menn og vel siðaðir eins og vanalegir alþýðumenn eru. þá þvrftu þeir áreiðanlega engan vörð að hafa um sig. ” Bagley ypti öxlum og sagði: “Faðir yðar hefir varað mig við þessum iafnaðarhugmvndum, sem þér gangið með,” og bætti síðan við með talsverðu yfirlæti: “Eg he'fi þjónað í þrjú ár við hirðina á Englandi, og eg veit hvaða ábyrgð á mér hvílir í þessum efnum.” “En þér eruð nú enginn hirðmaður hérna,” sagði Jefferson. “Hvað svo sem eg kann að vera,” svaraði Baglev, “þá hefi eg hér engan yfirmann, nema föður yðar einan. ” “Meðal annara orða, Bagley;” sagði Jeff- erson, “live nær bú’st þér við að faðir minn komi heim? Eg þarf að finna hann. ” “ Eg held það sé alveg ómögulegt,” svaraði Baglev með miklu yfirlæti. “Hann hefir mælt sér mót hér við eina þrjá menn fyrir kveldverð- artíma, og þar að auki er hér dálítill fundur, sem liann þarf að vera á. Nei, það er alveg ómögulegt, að þér getið séð hann núna.” “Eg er ekki að spyrja um, hvort það sé mögulegt eða ómögulegt. Eg sagði bara, að eg þyrfti að sjá hann, og eg ætla að gera það,” sagði Jefferson \, þeim róm, að Baglev fann að það var þýðingarlaust að veita mótstöðu. “Eg ætla að skrifa honum nokkrar línur og skilja þær eftir á skrifborðinu hans.” Hann gekk að skrifstofudvrunum til að fara þar inn, en Bagley reyndi að koma í veg fyrir það og gekk í veginn fvrir hann.í “Það er einhvrir þarna inni,” sagði hann í hálfum hljóðum. “Einhver, sem er að bíða eftir föður yðar.” “ Já, einmitt það,” sagði Jefferson, “eg ætla að sjá hver það er”, og svo vék hann Bagley til hilðar og opnaði hurðina.. Jú, það var ein- hver inni í herberginu. Það var Kate Roberts. “Komdu blessuð og sæl, Kate. Hvernig líður þér?” Þau nefndu hvort annað sínum skírnar- nöfnum, því þau höfðu verið knnnug í mörix ár og alt af verið góðir vinir, þó þau væru all-ólík. TTonum, hafði jafnvel um tíma ekki fundist það fiarri lagi, að láta að vilja föður síns og ganga að eiga hana, og það var fvrst eftir að hann kvntist Shirley Rossmore, að hann sá hversu fjarstætt það var. Hann fann þá betur en nokkru sinni fvr, hve óskaplega mikill munur getur verið á tveimur konum. Kate bafði ýmsa góða kosti. ITún var ekki gáfuð, og hún hugs- aði ekki um margt annað, en að klæða sig vel og láta eftir sér það sem hana langaði til og eyða peningum. En 'þrátt fyrir það gat vel verið, að hún yrði ánægð, ef hún giftist ein- hverjum sæmilega góðum manni, og því sárn- aði Jefferson, ef hún lenti í höndunum á þess- um ref. sem nú var skrifari hjá föður hans, og sem vafalaust vildi fá hana vegna þess að hún átti sjálf $100,000, auk þess sem hún stóð til að erfa eftir 'föður sinn. Hann ásetti sér að segja ekkert um þetta í bráðina, en bjarga Kate úr þessum voða, ef hann gæti. Þegar Kate heyrði röddina., sneri hún sér við og rak upp dálítið hljóð, og það datt alveg ofan yfir hana. “Ert þú virkilega kominn, Jeff? Eg hélt að þú værir í Evrópu. ” “Eg kom í gær,” svaraði Jefferson um leið og hann gekk að skrifborði föður síns og settist þar niður og skrifaði fáeinar línur. Bagle> hafði fvlgt ihonum' eftir inn í skrifstofuna og nú gerði hann Kate einhverjar bendingar, sem Jefferson átti sjálfsagt ekki að sjá, en sem hann sá samt. “Mér er kannske ófaukið?” sagði Jeffer- son cíálítið ísmeygilega. “Nei, það liggur ekki nærri,” sagði Kate miög fljótlega. “Eg er hérna að bíða eftir föður mínum. Hvað er að frétta ’frá París?” “París er skemtileg, eins og æfinlega,” svaraði hann. “ftkemtirðu þér vel?” “Já, ágætlega. Eg hefi aldrei farið jafn- skemtilega ferð.” ’ “Þú hefir kannske verið í góðum félags- skap?” sagði hún dálítið gletnislega; “eg heyri sagt, að Miss Rossmore hafi verið í París.” “Já, eg held það sé rétt,” sagði hann, eins og það væri honum óviðkomandi. Hún kærði sig ekki um að fara lengra út í þessa. sálma og hann tók upp bók, sem var þar á skrifborðinu. Bókin var “The American Octopus.” “Er faðir minn enn að lesa þessa bók? Hann var að því þegar eg fór,” mælti Jefferson. “ Allir lesa hana,” sagði Kate. “Bókin hef- ir vakið ákaflega mikið umtal. Veiztu hver er söguhetjan?” “Hver er það?” sagði Jefferson og þóttist ekkert vita, hvað hún var að fara. “Það1 er nú bara liann faðir þinn, sjálfur John Burkett Ryder! Þetta segja allir, blöðin og allir sem lesa bókina. Hann segir það sjálfur.” “Er það mögulegt?” sagði Jefferson. “Eg verð að lesa bókina.” “Þessi bók hefir haft mikil áhrif á Mr. Rvder,” sagði Bagley. “Eg hefi aldrei vitað hann lesa neina bók eins vandlega. Hann ger- ir alt sem hann getur til að komast fyrir, hver er höfundurinn. Þetta er sjálfsagt vel skrifuð bók, og hún gefur vkkur auðmönnunum í Ame- ríku það óþvegið—” “Hver sem höfundurinn er,” tók Kate fram í, “þá er það einhver, sem þekkir Mr. Ryder mjög vel. Þar er ýmlslegt, sem ókunnugnr maður gæti ómögulega vitað.” Jefferson fann, að þetta var töluvert hættu- legt umtalsefni og til þess að gera enda á því, stóð hann á fætur og sagði: “Afsakið, að nú verð.eg að yfirgefa ykkur. Eg þarf að fara að heifsa móður minni. Eg sé þig aftur,” sagði hann við Kate um leið og hann hneigði sig kurteislega fvrir henni og fór út úr herherginu, en þóttist ekki sjá Baglev. Þau stóðu þegjandi litla stund, eftir að hann fór út. Kate fór fram að hurðinni og hlustaði eft.ir fótatakinu, og þegar hún var viss um, að Jefferson hevrði ekki til þeirra, fór hún aftur til Bairley nsr sagði: “Nú hafið þér komið mér í vandræði. Jeff- erson heldur, að við mælum okkur hér mót og þetta. sé staður, sem við notum til að hittast.” “Það er það nú líka, að nokkrn leyti,” sagði Baglev án bess að láta sér bregða. “Baðstu mig ekki að finna þig hér?” “Jú.” sagði Kate og tók upn hjá sér hréf. “Eg ætlaði að spyrja yður, hvað þetta ætti að þýða.” ) “Kæra Miss Roberts — Kate — eg—” stamaði Baglev út úr sér. “Hvernig djrfist þér að tala svona við mig. BLUE RIBB0N Baking Powder Því að vera í vanda með valið? Notið að eins Blue Ríbbon, og þá munu allir að.ljar ánægðir verða. Stórkostleg Utsala á brúkuðum bílum 4 Vér bjóðum mörg ágaetis kjörkaup í búð vorri, Verðið er sett niður úr öllu hófi, og vér verðum aðlosnavið bíl- ana, því vér höfum ekki rúm fyrir þá. Nú er tíminn til að kaupa þar sem vér förum bráðum að hafa bílana úti, og þá erum vér ekki neyddir til að lækka veiðið. Vér tökum öllum sanngjörnum tilboðum. TRANS-CANADA M0T0RS Ltd. 700 Portage Ave., nálægt Maryland Velie & Gardner, distributors, Tals. 33 661 PASKA KJ0RKAUP Vér höfum mikið úrval af allá. konar skóm, til að nota í vor, fyrir menn, ikonur og börn. Mikið úr að velja. Margar tegundir og allir litir til að velja úr. Verð $2.00 til $14. 225 pör af Kvenskóm, svartir patent skór, brúnir og ljósleitir Oxford. hneptir og reimaðir, flat- ir hælar og miðlungs hælar. All- ar stærðir og víddir. Vanaverð $6.00 til $9.00 Nú seldir fyrir............ $4.95 Vér höfum, beztu og þægilegustu skó, sem til eru búnir í Canada. Finnið oss og vér munum leiðbeina yður. Spyrj- ð um skóna, sem halda fótum yðar í náttúrlegu ástandi. 175 pör Karlmanna skór og Oxford, gulleitir og svartir, þar á meðal beztu skór búnir til í Bretlandi. Vanaverð er $8.00 til $11.00. d»/» Söluverð ...........«p0»O«) 150 pör Karlmanna sikór og Oxford, gulir og svartir, úr geitaskinni og kálfskinni. All- ar stærðir og víddir. Vana- verð $7 til $10 Söluverð ...... $4.95 25% afsláttur af öllum skóm fyrir litla pilta 0; stúlkur og börn. Mikið úrva fyrir skólapilta og stúlkur. 267 Portage Avenue 3. búð vestur af Dingwalls Tals. 28 237 þegar þér vitið að við Jefferson erum trúlof- uð?” Enginn vissi betur en Kate sjálf, að þetta var ekki sannleikanum samkvæmt, en hún sagði það samt, með fram til þess að fá þennan Eng- lending, sem var svo mjög ástleitinn við hana. til að segja hvað hann eiginlega væri að fara.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.