Lögberg - 18.10.1928, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. OKTÓtBER 1928.
Bls. 3
UNDRAYERT SMYRSL
Líkt og hin drmætu smyrsl Róm-
verja fornu, sem nú eru töputS, er
Zam-Buk búið til úr jurtum. Það
hefir undraverð áhrif á hörund
mannlegs líkama.
Zam-Buk er hvorttveggja í senn,
græðslumeðal og vörn gegn eitur-
gerlunf.
Zam-Buk hefir þann mikla kost,
að það kemst gegnum; ytri húðina
og dregur óholl efni úr innri húð
inni. Það er ágætt við exzema, salt-
rheum, hringormum, leg ulces,
bólgu, eitruðum sárum og gylliniæð.
Styrkleiki Zam-Buk meðalsins
hggur aðallega í því, hve gott það
er til þess að eyða allskonar eitur-
efnum og þar með að láta heilbrigt
og sterkt skinn gróa þar sem það
var áður veikt og sært.
Til að fá snishorn ókeypis: Sendið lc frímerki
(ineð n:esta pósti) tU Zam-Buk Co. Toronto, og
g-etið um þetta blaS
TH£ MTOaLO'S
REATEST HEALER
Byron og Shakespeare
Ef benda ætti á eitthvað það,
sem öðru fremur einkendi ís-
lenzka rithöfunda, þá gæti víst ó-
sköp vel komið ail mála, að nefna
hæfileika þeirra til að skrifa langt
mal um litið efni. Það er alveg
ótrúlegt, hvað þeim tekst oft að
teygja orðalopann. Líklega er
þetta að einhverju leyti skólunum
að keifna. Aldrei hefi eg getað
orðið þess var, að í neinum ís-
lenzkum skóla væri lögð stund á
það, sem Englendingar kalla
“precise-writing” og leggja mjög
mikla áherzlu á í sínum skólum.
En þetta á vafalaust fyrir sér að
breytast nú, þegar íslenzkir kenn-
arar hafa komið auga á England
og tekið að sækja þangað. Precis-
writing 01 því fólgin, að taka
eitthvert ritað mál, og segja efni
þess með færri orðum) er bezta
aðferðin, sem Englendingum og
Frökkum hefir tekist að finna til
þess að venja menn á að vera
gagnorða í riti, en fyrir þá list
hafa rithöfundar beggja þjóðanna
alþjóðaviðurkenningu.
Það segir sig sjálft, að ekki er
unt að draga alla íslenzka rithöf-
unda í þennan sama dilk. Meðal
þeirra, sem með engu móti eiga
þar heima, er dr. Richard Beck,
einn þeirra fágætu manna, sem
ekketr skrifa svo að eigi hafi les-
andinn gagn og ánægju af. Rit-
gerðir hans í Eimreiðinni hafa
um hríð dregið að sér athygli, og
þó ekki vonum framar; en þeim,
sem ekki hafa lesið, vildi eg mega
benda sérstaklega á tvær þeirra.
Hin fyrri er um Byron og birtist
á hundrað ára dánarafafmæli
hans. Sú ritgerð er svo gagnorð
og í alla staði svo snildarleg, að
ef hún hefði birst á ensku, mundi
hún hafa vakið athygli á höfund-
inum í þrem heimsálfum. Sama
árið lögðu fremstu rithöf. ensku-
mælandi þjóða saman í afmælis-
rit um Byron. 1 rit þetta (Byron,
The Poet), voru að eins teknar
þær ritgerðir, sem þóttu bera af,
og flestir höfðu höfundarnir unn-
ið sér alþjóðafrægð fyrir ritstörf
sín. En ef slept er örstuttri grein
eftir Marie Corelli, sem vel má
teljast meistaraverk, þá mun ekki
vera þar nema ein ritgerð, sem
þoli samanburð við grein dr.
Becks. Og strangari mælikvarða
mun trauðla vera unt ag leggja á
þetta verk íhans.
Hin ritgerðin er um Shake-
speare og er nýkomin út í Eim-
reiðinni. Það er í fyrsta skifti,
sem skrifað er svo um Shakespeare
á íslenzku að gagn sé !í. Það væri
vel að sem flestir vildu lesa þá
grein; er ekki óhugsandi, að það
kynni að leiða til þess, að þeir
færu þá að lesa rit Shakespeares
sjálfs, og þá væri vel farið Það
er hjátrú ein og meinloka, er menn
byggja að Shakespear sé svo
erfiður, að hann sé ofjarl öðrum
en þeim, sem garpar eru í ensku.
Me, Shakespeare Golssari, dr. On-
ions er hann ekki ofviða neinum
þeim, sem bænabókarfær er í mál-
inu. Orðafjöldi hans er meiri en
annara höfunda, en það er ekki
orðafjöldinh, (sem géirir höfund-
ana torskildasta, eins og sýnir sig
í því, að Browning er miklu tor-
skildari en bæði Shakespeare og
Byron.
En væri nú ekki mál til komið
að Shakespeares-iþýðingar Matth
íasar og Steingríms færu að koma
út í nýjum útgáfum? í þær þýð-
ingar þyrfti á mörgum stöðum að
taka upp kafla og setningar á
frummálinu til samanburðar og
skýringar þýðingunni. Nú þegar
enskan er að verða almennings-
eign, mundi það ná tilganginum.
Slíkar útgáfur væri hentugt að
fá dr. Beck til að annast, og svo
virðist, sem þær ættu vel heima í
alþýðuritsafni Þjóðvinafélagsins.
—Vísir. Sn. J.
Gáta geymsins
Eftir Einar Benediktsson.
Frá elztu öldum jarðvitringa
hefur sú gestaþraut mannlegs
anda, er lýtur að takmörkum al-
geymsins, reynst hin erfiðasta, en
jafnframt hin almerkasta um fram-
þróun vorrar hnattfjötruðu þekk-
ingar. ómælisvíddir stjarnahafs-
ins virðast þó, enn sem kómið er,
fremur lama sjálfsvonir vorar um
sigur yfir hinum himnesku hlut-
verkum. En einmitt frá þessu
atriði sýnist þó heimsskoðan vor
hljóta að rísa og rekjast.
Þannig hygg eg að fullyrða
megi um eina almenna hversdags-
hugsun, að hún sé sannlegur
þröskuldur á vegi til hærri þekk-
ingar, og vildi ég reyna að skýra
þetta með nokkrum orðum.
Hvar sem jarðneskar vitverur
fjölmenna mun óhætt að segja,
að yfirgnæfandi meiri hluti hugs-
ar sér hinn svokallaða heim vorn
sem duft í ösku í samanburði við
önnur himnahvel. Þau skína og
leiftra í fjarlægðunum, og vér
dýrkum þau og dáum enn þá með
sama hug eins og frumbyggjar
þessa moldarheims gerðu, sam-
kvæmt sögu sköpunar vorrar.
Jafnvel skólaspekingar æðstu
fræðastofnana, víðsvegar um
jarðir og ríki mannheims, vilja
ekki vita af því, að heimahvel
vort kunni að eiga jafningjastöðu
með öðrum meðalstjörnum himin-
hvolfsins. En þessi upprunalega
kórvilla allra trúbræðra ísraels
klafabindur hyggjugreind vorrar
eigin guðsmyndar.
Af þessari, missýn um skynjun-
ar- og skilningsmátt jarðverunnar
leiðir það, að mannleg augu leita
jafnan í hæðirnar eftir svari. En
hve óendanlegur máttur og fórn-
fýsn hugsandi manna er það, sem
hverfur í sandinn vegna þess
eins, að þeir hrasa um steininn
meðan þeir einblína og glápa á
flugelda stjörnuhrapsins.
Ranghverfing sjóna vorra um
lágstöðu jarðarinnar meðal him-
intunglanna leiðir hugina á von-
lausa villikötu, fyrst og fremst í
einu meginefni. Rannsóknir vís-
inda vorra eiga ekkert æðra mið,
enga helgari ósk, en stofnun lifs-
viðskifta við aðra stjörnubúa. En
hvað stendur þar í vegi, sem bann-
ar og lokar brautum? Það er fyrst
og fremst sú hrapalle^a blindni,
að hyggja hina og þessa granna
vora á ljósvakahafinu æðri heldur
en fold Edens og Jahves.
Helgi vorrar eigin stjörnu er
flekkuð og lægð með þeirri fá-
sinnu, að ríki himnanna eigi ekki
heima á þessari jörð. Allar jarð-
stjörnur eru jöfnum höndum
himnar og helvíti. En engin hugs-
andi vera af mannkyni voru hefur
þar rétt til þess að úthluta ein-
kunnum, lægra né hærra stigs.
Að vísu er það þó satt, að snún-
ingshraði hnattar, skekkjan á
brautinni, aldur hans og stærð má
alt valda miklu um einkenni hvers
jarðarkyns; en þetta getur ekki
haggað meginsetningunni um
jafnrétti og skyldleika himinbú-
anna á öllum lífstjörnum. Greind
og athugun vor jálfra heldur uppi
kröfu til frjálsrar þegnstöðu með-
al stjörnulýða, úti um allar víðar
veraldir.
Guðshugtakið er nátegngt þessu
efni Vegna þess að þjóðir hafa
sett þá engla yfir sig, er haldnir
voru bólfestir á fjarlægum ljós-
hvelum, týndu æðstu verur þess-
arar jarðar sjálfsvirðing sinni og
sukku djúpt fyrir eigin augum.
Jafnhliða varð náttúrulögmálið,
handan hnattasunda, að guðdóm-
legu almætti, í skynjun þeirra, er
tróðu vora eigin fögru og sæluríku
fósturstjörnu undir fótum.
Fyrir oss íslendinga er sérlega
mikils um vert að athuga guð-
dómseðlið jarðneska, samfara
fullvissu og játning um hliðstöðu
annara himinbúa. Edda vor mun
þar ná hæst allra trúarbragða.
Guðmaður Ásaheims gengur í al-
væpni fyrir hástól æðsta jarðar-
vits og skreytir sig ekki fjöðrum
draumheima. Hann stigur þar
fram með heilbrigðum sjálfsþótta;
því hann veit sig engri lífsmynd
síðri, né lægri á þrepum himna-
stigans. Forsöguguðir íslands eru
jarðneskir höfðingjar, fulljafnir
hverjum hirðseta sólkonunga.
Hin heilaga ritning vors nor-
ræna kynstofns, Eddan, mun ef til
vill ná hámarki í heilbrigðri sið-
speki allra kunnra og ókunnra
lífsmynda á hnattkerfi voru. Að-
setur þeirra var jafnan himneskt
ríki, hvar sem þeir fóru. En með
því er ekki sagt, að hallir þeirra
hafi jafnan verið sælustaðir, á
mannlega tungu. Fórn lífsins
stendur hærra en nokkur fögnuð-
ur. Takmarkið er alstaðar æfin-
elga og í öllu þekking.
lEn hvers vegna er því svo var-
ið, að vísindi jarðarinnar lægjast
svo af banvænum villukreddum?
Vér erum þó komnir ærið langt á-
leiðis til fullskilnings. Til þess
bendir hinn ægilegi fallhraði vorra
tíma til ókunnrar kyrðar og jafn-
vægis. Efni frumagnarinnar
hverfur undir stórsjánni. En varð-
veizlu aflsins opnar nýja vegí til
alskilnings um örlög tunglanna.
Hið næsta spor er samnefning og
órjúfanleg eining krafts og anda.
Og þegar mannsandinn fellur á
kné fyrir undri alheimskerfisins,
þá á hann að vita vel, að honum
er það ætlað að stiga fæti á efsta
þrep Jakobsstigans. Það, sem
þjóðir vorra ísíðustu tíma kalla
guðdóm, er annað nafn á alþekk-
ing og alfullkomnun æðstu tilvista
úti í reykstirni himnanna
Ég lít svo á, að gáta geymsins
eigi að ráðast á grundvelli tveggja
meginlögmála. Annað þeirra er
alnánd aflsins, hitt kyrstaða sköp-
unarverksins í heild sinni; og vil
ég reyna að skýra mál mitt ör-
stuttlega um hvorttveggja.
Hin furðulegasta og himinhæsta
einkunn hnattakerfisins er sú, að
eiga staðlaust almætti í hverri ó-
sæisögn um alt regin-djúpið. Allra
s'íðustu rannsóknir vísinda vorra
staðfesta þessa undurorku alls lífs
og efnis. Og einungis í ljósi henn-
ar verða blindir sjáandi og dauf-
ir öðlast heila heym; því eins og
þúsundum fallskeyta verður öll-
um saman beitt á eitt smámark,
eins getur einn smáneisti af vilja
himnanna orðið höndlaður og
sendur gegn um álfur og geyma
til reisnar eða falls, að lögum al-
nándarinnar. Bænarkraftur krist-
ins manns og “ilt auga” austræna
seiðmannsins eru hvorttveggja
sprottin af sömu rót, fullmættis-
orku þeirra, er þekkja sig sjálfa.
En “ljósbeoinn” (hefir þess vegna
sokkið í eldsæinn og orðið að öllu
hinn minni máttar, að hann fylgdi
eigi kraftlínum hins sterkara. Heil-
agur vilji ríkir í öllu og yfir öllu.
Snertist klæðafaldur almáttsins,
fer eldingarstraumur kærleiks
gegnum hjarta heimsins, og undr-
in miklu birtast og heyrast hverj-
um sem vill skynja.
Sökum eðli allra rorku, er bein-
línis ógerlegt að ætla geyminn
takmarkalausan. Einungis með
því að virða lögmálið um eilífð
hringsveiflunnar, verður unt að
skilja tilveruna. Baugurinn er
æðsta undraverk hins skapandi,
varðveitta afls, og hann er opin
berun fegurðarinnar, jöfnum
höndum. í allri list og öllum vís-
indum ræður lögmál sparneytn-
innar, hagkvæmninnar. Hringur-
inn, hnattmyndunin eru opinber-
anir hins eilífa lögmáls, að öðlast
sem mest, með minstri eyðslu,
eins og t. d. Wagner gerir, þar sem
hann nær fleiri hljómstillum á
þröngum tónsvæðum en víðspenn-
ur annara tónsmiða. Dásemd hins
ósvikna nærræna stíls og brags
flytur óteljandi máttuga vitnis-
burði hins sama.
En svo ég víki að hinu öðru
meginatriði þessarar smágreinar,
takmörkun geymsins, vil ég fyrst
minnast þess, að vér stöndum þar
á bjargi rökréttrar mannlegrar
hugunar. Hér er ekki að ræða
um neina hliðsjón af rannsóknum
vísindastofnana. Hér talar mann-
legur andi og stefnir eftir vita-
bálum algengrar skynsemi.
Ég lít svo á, að engum sé það
um megn að fullskilja það eitt út
af fyrir sig, að þar sem engin
hugsun kemst að, þar hjaðnar öll
tilvist og hverfur frá mannlegum
anda. Ef vér nú ennfremur höld-
um því föstu, í sama sambandi,
að sjálfur lífsþróttur mannsins
og þekkingarþrá hugsar sér ekki
til óþrotlegra fjarlægða. virðist
svo, sem vitverur alheims muni
eiga að geta gert áreið á landa-
mæri sköpunar og óskapnaðs; en
þar talar og norræn tunga enn
hátt yfir öll önnur tákn manns-
hyggjunnnar.
Á frumleiðum jarðneskra hug-
sjóna um slík efni hafa ýmisleg
nöfn og heiti náð festu. Einkenni-
1 gt er það, að hin algenga tákn-
un, samstofna í grísku (Chaos) og
norrænu (Gap) eru hvorttveggja
mál myndir um tómleika, auðn.
Hinar miklu aflraunir andans
virðast örmagnast af því, að hér
eiga þær ekkert viðfangsefni. Og
vér verðum enn að láta oss nægja
að leiða nokkur rök að því, hvern-
ig alheimur himinlíkamanna
stendur gagnvart almennri með-
vitund hugsandi nemenda í skóla
lífsins.
Vér vitum, að tvenn meginöfl
reka vél hnattaheims, aðsækni og
miðflótti. Yfirborð þessarar við-
ureignar er alhvíld (Sabbathkyrð-
in). Þetta logn truflast áldrei, af
því að heild algeymsins sækir ekki
að neinu marki. En engar ómæl-
isfirðir geta látið nokkurt minsta
hrapandi sandkorn alrýmisins ó-
háð dráttarmagninu mikla. Það
er einungis innan vébanda himna-
kerfisins, að þessi meginlög eiga
gildi. Fyrir utan hnattaveröld
er ekkert til, og þess vegna stend-
ur heild algeymsins grafkyr.
Það mun innrætt öllum fjölda
mannkyns, að hvelaheildin hlyti
að sökkva eilíflega dýpra og dýpra
á nafnlausu hraðhruni, svo fremi
sem henni væri ekki haldið uppi
af þeim eilífðarmætti; sem ekkert
mál getur lýst. Þessi hugsun er
mikillar merkingar fyrir lausnina
á gátu geymsins. Langflestir
þeir, sem jafnvel hafa þó látið sér
ant um að h u g s a um trúarat-
riði, munu vera fastlega bundnir
við bernskudrauma sálarinnar.
Menn eru snortnir af leynisam-
böndum orsakar og afleiðingar; og
ætíð sækir hinn almenni maður
fast að þeim yztu höfum, þar sem
andinn virðist eiga rétt til að-
staðnæmast.
Væri algeymur stjarnanna skoð-
aður sem kjarni tilverunnar, þá
opnast manni sú hugsun, að fyrir
utan kerfi himintunglanna kynni
að vera sveiflulíf í ósýnilegu veldi.
Þá bæri að skoða efnismyndirnar
sem lægra þroskastig, að líku leyti
sem jarðneskur líkami sést aug-
um allrar skapaðarar skepnu, en
á þó að hverfa og verða að engu.
Hinar ósýnilegu verur, sem öll
þjóðahjörtu dreymir um, eru í-
myndir mannshjartans, jafn-
sennilegar í raun og veru eins og
aðrar staðhafnir í minning og
huga kynslóðanna
Lausn geymsgátunnar getur ekki
rökstuðst án þess, að tekinn sé
til greina að fullu möguleiki and-
legrar veraldar handan við alla
efnisheima. En hvergi er lífi hátt-
að á slíkum svæðum? Úrlausnin
virðist hljóta að fara í þá átt, að
vísa til yfirskynju nar, enda
þótt ekki sé full sönnun hennar til
þessa dags. Sveiflur og öldur,
víðvörp og óheyranlegir hljómar
eru ef til vill lífið og etarfsemin
utan við alt, sem vér þykjumst
þekkja.
Til þessa bendir stigbreyting
þeirra þriggja vökva, sem eðlis-
fræðin veit af, enn sem komið er.
Vatn, andrúmsloft og ljósvaki eru
fyrstu heitin, sem vér höfum valið
víðáttum þessara streymandi haf-
heima, og er mér ekki kunnugt,
hvort vísindin hafa enn nafnkent
hinn fjórða lög, sem iðar í gegn
um æðar ljósvakans
Sveiflumál hins æðra lífs er
ekki enn þá skilið Þó mætti geta
þess til, að varla verði langt þang-
að til að tónlist heyrist hingað til
jarðar, frá öðrum hnattbúum;
enda var fyrir nokkru sagt frá, að
heyrst hefðu í Parísarborg hljóm-
ar af samstiltum tækjum, utan af
geymi
öll líkindi eru ennfremur til
þess, að', sveifluskiftum milli
hnatta megi fleygja fram þegar á
vorum eigin tímum. Hrynjandi
og hljómbi'l jarðneskrar tónvísi
virðast og mega skoðast í sam-
ræmi við ýmsar hræringar hinnar
sýnilegu náttúru. Þannig koma
undursamleg lögmál fram, svo sem
sjöundin, er ræður á ýmsan veg
fyrirbrigðum náttúrunnar, eins og
strandsævið, vikuhelgin, hljóm-
stiginn, litbeltið, sæluhimininn o.
s. frv. Ef síðari alda vísindi hefðu
ei svo ósveigjanlega þrætt gegn
öllu, sem fræðimennirnir skildu
ekki sjálfir, mundi vor eigin
heimur án efa vera kominn miklu
lengra í ýmsum þeim fræðum, sem
ennþá eru þó bæld niður, án þess
að taka hin fornu fræði til greina,
meðan skrift hafði ekki skert
hugskygni manns.. Því eigum vér
erfitt, til þessa, að gera grein
hugsana og kenda, utan heila og
tauga. Og þess vegna skiljum vér
heldur ekki alment, né getum hug-
fest, ýmsar hræringar vors eigin
anda, sem þjóta til og frá í um-
hverfi voru, af æðra bergi brotn-
ar. En ef til vill kunna þó víg-
veggir afneitunar og blindi að
falla með eldingarhraða, þegar
minst varir og þekking jarðar-
manna að fleygja fram um aldir.
Geymur ^llra istjörnuvalda
dregst að engu og stendur þvi i
kyr. Þar finst engin fjarlægð né
stærð, því ekkert er til saman-
burðar. Andi og orka renna þar
saman og þjóta með eldingar-
hraða, eins og hringskeyti Eyálfu-
manna, hina endalausu braut,
mótspyrnulaust til eilifðar. Já,
sporaskjan er hringur himnanna,
sem á engu augnabliki eilífðar-
innar veit af nokkru fyrir utan sig
sjálfan, vegna þess, að þar er ekki
og verður ekki nein meðvitund til.
Með látlausum vexti alls, um allar
aldir, breytist þetta lögmál aldrei
og hvergi. Hrun vetrarbrauta hagg
ar þessu að engu. Þær eyðast og
endurfæðast lí þeim draumi, sem
jarðneskar verur nefna tíma.
En sigur mannsandans er það,
að má þá villu af hug og sjón.
—Eimreiðin.
HIKIÐ EKKI
Martin & Co’s
*
Attunda árs
ÍJTSALA
MACDONALD'S
HneCut
Bezta Tóbakið Fyrir Þá, Sem
Búa til Sína Eigin Vindlinga.
Með Hverjum Pakka
ZIG-ZA.G
Vindlinga Pappír ókeypis.
af karlmanna og kvenmanna
tilbúnum fatnaði er að
verða á enda.
Nýlkomnar vörubyrgðir, keyptar sérstaklega fyrir iþessa
útsölu, gera það að verkum, að vér höfum nú allar stærðir
og állar gerðir
Sérstaklega hœgir
borgunarskilmálar
NIÐURBORGUN
sendum vér hvaða fat sem aug-
lýst er, upp að $50 virði (að
undanteknum Furkápum). Af-
gangurinn í litlum mánaðar af-
lorgunum.
Eða fyrir
Skulum geyma hvaða
fat sem er, þar til
. síðar.
YFIRHAFNIR
Allar Fallega Skreyttar
Með Fur
Það eru regluleg kjörkaup á þeim
fjórum tegundum, sem hér eru
nefndar, því að fur hefir nýlega
hækkað í verði.
BLÁAR CHINCHILLAS
$10.75
VELOURS OG MARVELLAS
$29-5° |
VELOURS, MARVELLAS OG
DUVETYNS—CHAMOIS-
FÓÐRAÐAR
$39.50
Velours, Marvellas, Duvetyns,
Velebloom og Broadcloths-—
Stórir kragar og Uppslög
úr ágætu fur
$45.00
Fur Yfirhafnir
Sérstaklega hægir borgunarskilmálar—
10 prócent út í hönd
Afgangurinn í hægum mánaðar afborgunum. Hafið not af
þeim allan veturinn.
Seal, Muskrat og Persian Lamb
*l 19 ** «1 '395w
Fur kápur, sem hér eru keyptar, endast ve! og vér höldum
þeim í lagi kastnaðarlaust í eitt ár.
KJÓLAR
Skápar vorir eru fullir af öllum
stærðum, gerðum og litum, úr
Satins, Georgettes, Flat Crepes,
Failles, Crepe de Chine, Cloth og
Velvets. Ágætt verð fyrir
*1275 51575
5197S s2475
5295# 535##
Gerð — Efni — Verð — Efnis-
gæði
er það, sem mestu ræður í
þessari búð.
Vér ábyrgjumst það sem vér
seljum.
Mikið úrval af Karlmanna yfirhöfnum .... $19.75 til $45.00
MARTIN & CO.
EASY PAl’MENTS I.TÍ).
OPEN SATIJRDAY TIIAj 10 P.M. I,. Harland, Manager.
2nd FIjOOR WPG. PIANO RLIK!.,
PORTAGE AND IIARGRAVE