Lögberg - 20.12.1928, Blaðsíða 2

Lögberg - 20.12.1928, Blaðsíða 2
Bls. 2. LÖGBERG FIMTUDAGINN 20. DESEMBER, 1928. SOLSKIN Fyrir börn og unglinga Sérstök deild íblaðinu JÓLIN HEIMA. Það var aðfangadagskveld jóla — fyrstu jólin mín erlendis. Eg var á gangi um aðal- stræti stórborgar einnar í Canada. Klukk- an var orðin átta; þó voru allar búðir opnar og fullar af fólki, — vagnaskrölt — ys og þys á strætum úti. Verzlunarlífið var í æðisgangi. Eg átti bágt með að trúa því, að jólin væru í raun og veru komin. 1 háreystinni og hringiðu streymandi mannfjöldans var ekkert, sem minti mig á kveldið helga. Hversu frábrugðið var alt þetta eigi aðfangadagskveldi jóla heima á fjarlægu feðralandi mínu! x4köf heimþrá greip mi'g; eg kendi sárt til þess, að eg var útlendingur — útlægur gjör heiman að með eigin vali. Hugur minn hvarfl- aði á fornar slóðir; myndir frænda og vina urðu enn dásamlegri í hillingu fjarlægðarinn- ar; og æskustöðvarnar — bærinn á fjarðar- ströndinni — risu úr sæ vígðar draumagliti. Aðfangadagskveldin heima liðu mór fyrir sjón- ir í svipmikilli sýn. Nú fyrst sá eg, að fullu fegurð þeirra. Eg heyrði eigi lengur háreysti stórborgar- innar; eg var borfinn heim. Fjörðurinn lvgn blikar sem bráðið silfur; máninn spinnur töfra- hjúp um fannþakin fell 0g grundir. Hér er kvrð og friður, samboðin helgi næturinnar. Eg at heim til bæjarins undir hlíðinni; hann er all- ur ljósum prýddur. Eg held af stað í áttina þangað; hér þekki eg hvern stein 0g hverja þúfu, hvern götuslóða, en nú er alt snævi þak- ið — jörð í hvítum váðum. Það hæfir líka helgi kveldsins. Eg er kominn heim að bæjardyrum og geng inn. Alt er hvít-þvegið og ljós í hverju homi; jólin eru hátíð ljósanna. — Ungir sem gamlir eru kla?ddir í sparifötin, því að öllum störfum er nú lokið og allir hafa fengið eitt- hvert nýtt fat. Enginn má fara í jóla-köttinn. — Stundin langþreyða nálgast. Klukkan er sex; jólin em byrjuð. Konung- nrinn kemur. Honum verður að fagna sem hæfir. Heimilisfólkið safnast til húslesturs og sálmasöngs — það er mörgum hinum yngri þung kvöð. Æ'skan er bráðlát, eirir illa að bíða matargæða og gleðskapar. — Hér er drottinn vegsamaður á einfaldan, en hátíðlegan hátt; það er vor í lofti á þessu vetrarkveldi: “Kotbæinn sveipar heiður helgiljómi; Hjörtu í lofgjörð mætast einum rómi.” Fólk gerir bæn sína að loknum húslestri, stend- ur á fætur og óskar hvert öðru gleðilegra jóla. Konungurinn hefir verið boðinn velkominn. Nú á við að gleðjast og skemta sér. Menn setjast að snæðin.gi; alt hið bezta er á borð borið. Engum er gleymt; málleysingjar, sem menn, fá sinn skerf: “Allir svo góðir, glaðir fram úr máta; gjöfulli hönd — í kvöld má enginn gráta.” Bjartast bálar gleðirw í augum bamanna og unglinganna; þeim em jólin kærari, en nokkr- um hinna eldri. Þó eiga þau ekkert lifandi, ljósum prýtt jólatré, hlaðið stórgjöfum. Eitt- hvert nýt-t fat hafa þau eflaust fengið, spil og kerti, kannske nokkurt góðgæti; það er alt. Þó em þau ríkari keisaranum sjálfum og sælli konungi hverjum. Svona vora íslenzk aðfangadagskveld jóla — ógleymanleg okkur, sem nutum þeirra. Eg hefi heyrt jólaboðskapinn kunngjörðan í há- reistum kirkjum og skrautlegum. En aldrei hafa orðin dýrðlegu: “Dýrð sé Guði í upphæð- um, og friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefir velþóknun á”, ómað mér þýðar í eyram heldur en í baðstofunni heima. Yfir djúp áranna og hrannir hafsins hljóma þau mér enn sem himin-hreimur. Richard Beck. IIELGA FAGRA. Eftir Landa Landason. Þórdís gamla sat á rúminu sínu og var að bæta gráan sokk. Sigríður litla lék feluleik á gólfinu við Móra. Móri var stór hundur með lafandi eyru og brún, góðleg augu. Veður var kalt, og þess vegna gátu þau Sigríður og hvutti ekki leikið sér úti. Þau voru allra beztu vinir. Þórdís gamla hafði þann sið, að tala eða tauta við sjálfa sig þegar hún var eitthvað að gera; og stundum raulaði hún vísur eða söng kvæði í hálfum hljóðum. Hún hafði stöðugt augun á Sigríði litlu og Móra og tók nákvæmlega eftir því, hvernig þau léku sér: “Blessuð litla ögnin!” tautaði hún: “Hvað hún er glöð og áhyggjulaus! hvað henni líður vel! og hvað þeim þykir vænt hvoru um annað, hundinum og henni! Eg vildi bara óska, að allir vinir hennar yrðu henni eins tryggir og þessi hundur! Gaman væri nú að vita, hvað fyrir henni á að liggja, vesalingnum. Hvað hún er lík henni móður sinni sælu! Eg hefi stundum verið að hugsa um að segja henni Sigríði litlu söguna af henni mömmu hennar; hún er nú orðin svo stálpuð, að hún skilur alt eins og fullorðin stúlka, þó hún sé bam.” Alt í einu kom Sigríður litla til Þórdísar gömlu, settist hjá henni á rúmið, hallaði höfð- inu upp að henni, vafði handlegginn utan um hálsinn á henn og sagði: “Eg er orðin þreytt, amma; eg ætla að hætta að leika mér og hvíla mig nokkra stund. Viltu segja mér sögu, amma mín? Þú hefir ekki sagt mér sögu svo ósköp lengi — ekki síðan hún mamma mín dó, og það eru heil tvö ár. Sögurnar, sem þú varst vön að segja mér, voru svo undur fallegar. Segðu mér sögu núna, amma; viltu gera þaðf” “Eg held eg hafi sagt þér allar sögur, sem eg kann,” svaraði Þórdís gamla. “Manstu nokkuð af sögum, sem eg hefi sagt þér, barnið mitt? heldurðu að þú getir sagt þær aftur” “Eg veit ekki,” sagði Sigríður litla. “Eg held ekki; en eg man um hvað þær vora, sumar að minsta kositi. Eg gæti aldrei lært að segja sögur eins og þú segir þær, amma mín. Sög- urnar eru eitthvað öðravísi, þegar þú segir þær, . heldur en ef einhver annar gerir það, þó það séu sömu sögurnar. ” “Segðu mér eitthvað úr sögum, sem þú manst að eg hefi sagt þér,” sagði Þórdís. “Eg ætla að viita hvað þú ert minnisgóð.” “Eg skal hugsa mig um og reyna,” svaraði Sigríður litla. “Eg man eftir sögunni um álf- konuna, sem þú sagðir mér; hún átti heima í stóra klettinum við Hvítá og leit eftir því, að enginn yrði veikur og gætti þess, að ekkert ilt kæmi fyrir fólkið. En svo varð hún einu sinni veik sjálf, og þá hjálpaði henni maður, og eftir það gat hún hjálpað öllum öðram 0g læknað alla miklu betur, en nokkru sinni áður. Svo man eg eftir sögunni um álfadrotninguna, sem alt af safnaði saman öllum álfunum á gamlsársdagskveld 0g lét þá dansa, og þegar dansinn var búinn, þá gaf hún öllum álfabörn- unum ósköp fallegar gjafir. “Já, egman eftir ósköp mörgum sögum, sem þú hefir sagt mér, amma mín; og þær era allar svo fallegar. Segðu mér eina sögu núna. Viltu gera það, amma?” “Eg skal reyna, Sigga mín,” svaraði Þór- dís gamla. “Eg skal þá segja þér sögu, sem þú hefir aldrei heyrt áður; sögu, sem er alveg — alveg sönn. Sumar sögurnar, sem eg hefi sagt þér, eru skáldskapur; þær era bara búnar til, þó þær séu fallegar; t. d. álfaSögurnar og huldufólkssögairnar. Þessi saga, sem eg ætla að segja þér núna, er enginn skáldskapur; alt fólkið í henni var til og alt það, sem sagt er frá, kom fyrir alveg eins og það er sagt.” “Hvernig getur þú vitað þetta, amma mín?” spurði Sigríður litla. “Hvernig get eg vitað það? Já, það var nú skrítið. Eg þekti sjálf fólkið í sögunni og var með því. ” “Varst þú með því? Hefir þú*verið í sögu, arama? Nei, er það ekki skrítið, að þú skulir hafa verið í sögu! Segðu mér þessa sögu, fljótt!” “Já, eg skal gera það, Sigríður litla,” svar- aði Þórdís gamla. “Eg hefi lengi verið 'að hugsa um, að segja þér þessa sögu hvort sem er. Eg er orðin gömul, og fer bráðum að deyja; mig hefir dreymt fyrir því, en eg vil einmitt segja þér þessa sögu áður, barnið mitt.” Sigríður litla leiít beint framan í Þórdísi görnlu og var bæði glöð og hrvgg. Hún hlakk- aði til að heyra söguna, en það hrygði hana, að amma hennar færi kannske bráðum að deyja, 0g stóra, bláu augun litlu stúlkunnar fyltust af táram. “Amma!” sagði hún með gráthljóð í rödd- inni, “þú ætlar ekki að fara að deyja? Þú ætl- ar að lifa lengi enn þá? Er það ekki, amma mín?” Og Sigríður litla grúfði andlitið upp að brjósti Þórdísar gömlu; gamla konan tók utan um hana og vafði hana fast að sér og djúpu, stóra hrukkurnar á andlitinu minkuðu. Hún lét höfuðið með mjallhvíta hárinu hníga niður þangað til hakan hvíldi á glókollinum hennar Sigríðar litlu. Svona sátu þær stundarkom og Móri stóð grafkyr með trýnið uppi á kjöltu Þórdísar, horfði á þær og dinglaði vingjarnlega rófunni. Svo hélt Þórdís gamla, að Sigríður litla ' væri sofnuð, þá lyfti hún upp höfðinu, tók hægri höndina a litlu stulkunhi, horfði á hana og kysti hana. Svo strauk hun glokollinn litla og kysti hann líka í þremur eða f jörum stöðum. “Já, hvað hún er lík henni móður sinni sælu!” tautaði Þórdís gamla við sjálfa sig. — “Helga fagra var réttra sex ára, þegar faðir hennar fór með hana heim til sín. Mér finst Sigríður litla vera nú alveg eins og Helga móðir hennar var þá.” Og svo raulaði Þórdís gamla þetta fyrir munni sér: Ef eg væri álfadrotning, álfadrotning, Sigga mín, vildi eg fá að lifa lengur, lengur bara vegna þín. (Framh.) RRÓÐURKÆRLEIKUR. Fyrir nokkrum árum var járribrautarlest stödd í litlum bæ norðarlega í Mexico, og nokkr- ir vagnar í lestinni voru fullir af sterku sprengiefni. Þá kom alt í einu af einhverri ó- þektri orsök eldur upp í einum næsta vagnin- um, og allir, sem nálægt voru, fyltust skelfingu og flýttu sér burt sem mest þeir máttu, því engin voru tgki til að slökkva eldinn, en þeir vissu, að þegar eldufinn kæmist í sprengiefnið, hlyti hvert hús í bænum að hrynja og líklega hvert mannsbam að láta lífið. Þetta sá lestarstjórinn líka, en hann var ekki lengi að ráða við sig, hvað hann ætti að gjöra. Hann flýtti sér að setja lestina af stað og fóp með hana út úr bænum. Eftir stundar- korn heyrðist skelfilegur hvellur. Brotin úr vögnunum þeyttust í allar áttir og lestarstjór- ann sá enginn framar. En bænum og öllu fólk- inu í honum var bjargað.—Sam. NÓTTIN HELGA. Stjama’ í austri undurfríð rennur liátt á himinboga, liellir flóði bjartra loga yfir foldu friðarblíð. Helgar raddir heyrast óma, hjarðmenn syngja Gnði dýrð. Stillir raust í helga hljóma himnesk tign og jarðnesk rýrð. Og á slíkri undrastund er sem hjörtun opin standi, um þau leiki helgur andi. Gleymist tregi. glaðnar lund. Öldungurinn ellihvítur endurlifir bernskudraum, er hann bláeygt bamið lítur brosa gullnum ljósaflaum. Nóttin helga, hljóð og blíð, tengir saman efni’ og anda eymdardals og sólarlanda. Hugðarefni hverri tíð. Bæði ’ í höll og hreysi minsta hljóðlegt er í flestra sál. Brýst þá fram úr fylgnsi insta falin glóð og bænarmál. Kom þú blessuð, hjarta stund. Kom með alla engla þína, opinn himinn, drauma mína, alt, sem býr í barnsins lund. Helgur friður hjartað fylli, hlýjar kendir vakni’ í sál. ’ Þá mun berast þjóða milli þýtt og einlægt vinarmál. Vald. V. Snævarr. Þessi saga er höfð eftir ehskum presti: “Eg heimsótti einu sinni konu í söfnuði um og spurði hana meðal annars að því ] truarlífi liennar liði. •1 T1la,” svaraði hún; eg er svo ósköp tr 1 og mer liður ílla út af því; eg skil ek: hvermg a þvi stendur, að eg skuli eiga svo með að trúa.” “Biður þú til Guðs og lest þú í biblí þmm a hverium degi?” spurði eg. Nei ekki geri eg það,” svaraði konan • eg geri það stöku sinnnum, þegar mér fins hafa tima til þess.” Mér varð litið á ungbarn, sem hún átl !<rAaL *°fa^dl í VÖgga’ °g e- -sa^i við h Ef þu gæfir barninu litla þarna nærin! tveggja klukkutima fresti í dag, og svo á m un a sex klukkntíma fresti, og’svo ekkert þrja eða rjora daga, vegna þess að þú ættir annríkt, og svo aftur eitthvað dálítið n, daga, eftir hentugleikum þínum—heldur þi að barmð myndi dafna vel?” ‘‘^ei: ™ikil ósköp,” svaraði hún; “ba lfað’ ef Þaunig væri farið með þ En þannig segist þú þó sjálf fara með þina’ og furðar þig svo á því, að trúin ei kulna ut hja þér?” — “Sam.” STUTT SAMLEIÐ i Það var þrongt í járnbrautarvagnimn Boskm kona kom inn og settist í sæti hjá 1 Stulku; konan hafði töluverðan farangur terðis, og þrengdi því mjög að stúlkunni. mstulka hennar ein, sem sat í öðru tok eftir þessu 0g fór að tala um það við h eftir, þegar þær voru. komnar út úr vagni Livers vegna léztu hana komast upp með an eins ójöfnuð? Því sagðir þú henni ekl ]>ú ættir heimting á hálfu sætinu, 0g hún ekkert með að hlaða öllu þessu dóti í krin sig?” “Eg gat ekki fengið af mér, að fara að það að miskliðarefni þessa stuttu stund við áttum samleið,” svaraði stúlkan. Þér finst stundum, að aðrir gangi á réi þín, sýni þér ónærgætni eða geri þér 6 Mundu þá eftir því, að samleiðin er stutt. samferðafólkið ekki minnast þín sem þ gjarnrar, harðlyndrar manneskju, þegar skilja. Sumum finst það sjálfsagt, að líða um að ganga á það, sem þeir. kalla réttind þeir gera oft sjálfum sér og öðrum hu^ með óþarfri hótfyndni og þrasi. En hvað yrði miklu skemtilegra, ef samferðamenr myndu alt af eftir þvíítbynWstá.cír.agðii sýndu hver öðrum umburðarlyndi o°- mensku. “Verið góðviljaðir hver við annan, : unnsamir, fúsir til að fyrirgefa hver ö? eins og lika Guð hefir í Kristi fyrir yður”. (Ef. 4, 32.)—“Sam.” DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tímar: 2—3 Heimill 776 Victor St. Phone: 27 122 Winnipeg, Manitoba. THOMAS H. JOHNSON H. A. BERGMAN IsL lögfræðlngar. Skaifstofa: Room 811 McArthar Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 Phonea: 26 849 og 26 84« DR 0. BJORNSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tímar: 2—3 Heimili: 764 Victor St., Phone: 27 686 Winnipeg, Manltoba. LINDAL, BUHR & STEFÁNS0N lalenzkir lögfræðingar. 366 Main St. Tals.: 24 963 J>eir hafa etnnig ekrifatofur aB Lundar, Riverton, Gímli og Plney og eru þar að hitta á eftirfylgj- andi tlmuim: Lundar: Fyrsta miðvikudag, Riverton: Fyreta flmtudag, Gimli: Fyrsrta mdðvikudag, Piney: priðja föstudag 1 hverjum mánuði DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office Hours: 3—5 Heimili: 921 Sherburn St. Winnipeg, Manitoba. J. Ragnar Johnson, B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) íslenzkur lögmaöur. 704 Mining Exchange Bldg. 356 Main St. Winnipeg, Manitoba. Símar: Skrifst. 21033. Heima 71753 DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdóma.—Er að hitta kl. 10-12 f. h. og 2-5 e. h. Heimili: 373 River Ave. Tals.: 42 691 JOSEPH T. THORSON ísl. lögfræðingur Scarth, Guild & Thorson, Skrifstofa: 308 Great West Permanent Building Main St. south of Portage. ^PHONE: 22 768 DR. A. BLONDAL Medical Arts Bldg. Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdóma. Er að hitta frá kl. 10-12 f. h. og 3—5 e. h. Office Phone: 22 296 Heimili: 806 Victor St. Sími: 28 180 f G. S. THORVALDSON, B.A., LL.B. Lögfræðingur 709 Electric Chambers Talsími: 87 371 Dr. Kr. J. Austmann, Wynyard, Sask. Besidence Office Phone 24 206 Phone 24 963 E. G. BALDWINSON, LL.B. íslenzkur lögfræðingur 708 Mining Exchange 356 Main St. Winnipeg DR. J. OLSON Ta/mlækiilr # 310-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Bte. Plione: 21 884 Helmills Tais.: 88 (18 A. G. JOHNSON »07 Confederatlon Llfe Bld*. WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tek- ur að sér að ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgð og bifreiða ábyrgð- Ir. Skriflegum fyrirspurnum svarað samstundis. Skrifstofuslmi: 24 263 Heimaslmi: 33 328 DR. G. J. SNÆDAL Tannlæknir 014 Somerset Block Cor. Portage Ave. og Donald St. Talslmí: 18 88» J. J. SWANSON & CO. LIMITED R e n t a 1 s Insurance Real E stata Mor.tgagea 600 PARIS BLDG.. WINNIPEG. Phiones: 26 349—23 340 DR. S. J. JÓHANNESSON stundar lækningar og yfirsetur. Til viðtals kl. 11 f.h. til 4 e.h. og frá 6—8 að kveldinu. Sherbum St. 532 Sími 30 877 A. S. BARDAL 848 Sherbrooke 8t. Selur llkkiistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bestá. Ennfremur aelur hann alLakonar minnisvaríSa og legvsteina. Skrifstofu tnls. 86 607 Helmllis TaJs.: 58 803 G. W. MAGNUSSON Nuddlæknir. 609 Maryland Street íjÞriðja hús norðan við Sarg.) PHONE: 88 072 Viðtalstími: kl. 10—11 f. h. og kl. 3—5 e. h. Dr. C. H. VR0MAN Tannlæknir 505 Boyd Building Phone 24 171 WINNIPEG. Dr. C. MUNSON, L. D. S. Dentist 66 Stobart Bldg. 290 Portage Ave. Winnipeg Fhone 25 258 Fer til Gimli og Riverton. — Veitið því eftirtekt í bæjar- fréttunum. SIMPS0N TRANSFER Verzla með egg-á-dag hænsnafóður. Annast einnig um allar tegundlr flutninga. 681 Arlington St., Winnipeg Dr. C. J. Houston, Dr. Sigga Christianson-Houston Gibson Block Yorkton, - Sask. CORONA HOTEL 189 Notre Dame East Verð herbergja frá fl.50 og hækkandi. Símar: 22 935 — 25 237 FbWLER Qptical 294 CARLTON ST. NEXT TO FREE PRESS A. SŒDAL | PAINTER and DECORATOR Contractor Painting, Paperhanging and Calsomining. 572 Toronto St. Phone 71 462 KEENO Eins og auglýst er í dagblöðun- um, fæst það í Winnipeg hjá The Sargent Pharmacy Ltd. 709 Sargent Ave. Winnipeg Sími 23 455 Verð: ein flaska $1.25, þrjár flsk. $3. Póstgj. 15c og 35c. DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlæknar. 406 Standard Bank Bldg. Cor. Portage Ave. og Smith St. Phone 26 545. Winnipeg

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.