Lögberg - 07.11.1929, Blaðsíða 1

Lögberg - 07.11.1929, Blaðsíða 1
42 ARGANGUR !| WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 7. NÓVEMBER 1929 NÚMER 44 HELZTU HEIMSFRÉTTIR HÖRMULEGT SLYS. UNGRARN FERST í ELDSVOÐA Á miðvikudagskveldið í vikunni sem leið, hinn 30. okt., brann spít- alinn í Shoal Lake, Man., til kaldra kola. Það hörmulegasta við slys þetta var það, að í eldsvoðanum fórst fárra daga gamalt ungbarn, dóttir J. Ásgrímssonar, bónda að Gerald, Sask. Alls voru á spítal- anum níu fullorðnir sjúklingar og þrjú börn, og bjðrguðust allir ö- meiddir nema þetta barn. Er til þess tekið, hve vel læknirinn, hjúkrunarkonur og aðrir, sem við spítalann unnu, ha'fi gengið fram í því að bjarga öllu fólkinu, sem þar var. Strax þegar eftir því var tekið, að eitt af börnunum hefði orðið eftir í byggingunni, fóru þau Dr. Sigurgeir Bardal, sspítalalæknir, og Miss M. Avison, yfirhjúkrunarkona, enn inn í bygginguna, til að reyna að bjarga því, þrátt fyrir alvarlegar aðvar- anir þeirra, sem viðstaddir voru. Lögðu þau sig í mikla lífshættu til að bjarga barninu, en sem því miður hepnaðist ekki, því eldur- inn var þá orðinn svo magnaður og reykurinn mikill, að ekki var nokkurt viðlit að komast þangað, sem barnið var, og urðu þau því frá að hverfa. Fanst þeim, er á horfðu, sem þau væru úr helju heimt, er þau komu aftur út úr byggingunni, sem þá stóð í ljós- am loga. Spítlainn var bygður 1902, en Lafði fyrir skö*mmu verið mikið umbættur. Yar bæði byggingin sjálf og húsmunir í eldsábyrgð. Yarð litlu eða engu bjargað, að því er frézt hefir, og varð fólkið, ^sem þarna vann, fyrir miklum skaða, því það misti föt sín í eldinum og annað, sem því til- heyrði. Eins og þegar er getið, var Dr. Sigurgeir Bardal spítalalæknir við Shoal Lake spítalann. Þar vann einnig ein íslenzk hjúkrun- arkona, Miss E. Sigurjónsson frá Winnipeg. ' MERKUR ÖLDUNGUR LÁTINN Látinn er í Fort William, Ont., Peter McKellar, einn af stofnend- um þeirrar borgar, níutíu og eins árs að aldri. Hafði hann um langan aldur gefið sig við jarð- fræðilegum rannsóknum, og varð fyrstur manna til þess að finna gull, silfur og koparnámur í hér- uðum þeim, er að Fort William liggja. Hann var heiðursmeðlim- ur í mörgum vísindafélögum, svo sem íNational Geological félag- inu og National Geographic sam- bandinu. SÍMAKERFI MANITOBAFYLKIS Það er búist við, að símakerfið hafi $300,000 tekju afgang á fjár- hagsárinu, sem endar 30. þ. m., og er það miklu meira heldur en nokkru sinni fyr. Mestur tekju- afgangur, sem kerfið hefir áður haft, var 1927, $255,419. SKIPSKAÐAR. ÞRJÁTÍU OG ÞRÍR MENN DRUKNA Tvö vöruflutningaskip rákust á í niðaþoku á Michigan vatni í vik- unni sem leið, og sökk annað þeirra svo að segja samstundis. Fórust þar 33 menn, en tveimur var bjargað frá hinu skipinu, sem laskaðist einnig. NÝJAR BYGGINGAR í WINNIPEG Á þeim tíu mánuðum, sem liðn- ir eru af þessu ári, hafa bygging- arleyfi, útgefin í Winnipeg, orð- ið heldur fleiri heldur en á sama tíma í fyrra. Hinn 31. október í fyrra, voru byggingaleyfin 2,424, en byggingarnar 2,6|25, og verð þeirra samtals $10,131,500. Nú um mánaðamótin voru bygginga- leyfin 2,944, byggingarnar 2,634, en verð þeirra ekki nema $10,101,- 950. Líklegt þykir þó, að um næstu áramót verði byggingaleyfin orð- in hærri, en þau urðu í fyrra, því kunnugt er um ýmsar, sem enn á að byggja í Winnipeg á þessu ári. TILLAGA UM AFNÁM DAUÐA- DÓMS FELD í BREZKA ÞINGINU Þann 30. október síðastliðinn, bar einn af þingmönnum verka- mannaflokksins í brezka þinginu, fram tillögu þess efnis, að dauða- dóms ákvæðið í lögum Breta, skyldi úr gildi numið. Tillagan var feld svo að segja í einu hljóði. Samþykt var síðar sama dag, tillaga frá Sir Herbert Samu- el, liberal, um að þlngið lýsti yf- ir, að það væri því hlynt, að þing- nefnd yrði sett í málið. FYRSTA SNJÓKOMA Á HAUSTINU Á fimtudaginn í vikunni sem leið, féll heilmikill snjór í Win- nipeg og grendinni, nálega fimm þumlungar. Bleytu kafald allan daginn og æði hvast á norðan. Fyrst snjór, sem fallið hefir á þessum slóðum í haust. Gerði veð- ur þetta töluverðan skaða, braut fjölda símastaura í Manitoba og staura, sem halda uppi rafleiðslu- vírum. Urðu af þessu allmikil óþægindi og sambandsslit í bráð- ina, á ýmsum stöðum í fylkinu, og er enn naumast búið að bæta all- ar þessar skemdir. FRÚ CURIE Vfsindakonan heimsfræga, frú Curie, sú er hlutdeild átti í því, með manni sínum, að uppgötva radium, er stödd í Washington um þessar mundir, sem gestur Hoovers forseta og frúar hans. Afhenti forsetinn henni eitt gram af radium, sem heiðursgjöf, til þess hún gæti frekar haldið áfram rannsóknum sínum í þarfir læknisvísindanna. Gjöfin er metin á fimtíu þúsond- ir dala. DR, TODD LÁTINN Á þriðjudagsmorguninn í síð- ustu viku, hinn 29. október, and- aðist Dr. John O. Todd, á Almenna spítalanum hér í borginni, á 64. aldursári. 1 fjörutíu ár stundaði hann lækningar í Winnipeg og' var ávalt vinsæll og mikils metinn læknir. Á fyrri árum sóttu Is- lendingar mikið til hans og munu margir þeirra ávalt hafa borið hlýjan hug til hans síðan. HON J. A. ROBB VEIKUR Hann liggur enn veikur í Tor- onto og eftir þvi, sem ráða má af síðustu fréttum, er hann lítið eða ekki í afturbata. Lungnabólga er það, sem að honum gengur. Ekki er hann samt þungt haldinn, að því er fréttirnar segja, en þar sem Mr. Robb er nú orðinn sjötugur maður, þykir nokkurt tvísýni á batanum. MILJÓNAMÆRINGUR LÁTINN Látinn er í Sydneyborg í Ástr- alíu, F. S. S. Falkner, miljóna- mæringur, kunnur víða um heim fyrir vísindalega starfsemi á sviði landbúnaðarins. Þótti hann eiga fáa sína líka hvað sauðfjárrækt viðkom. FYLKISÞINGINU í QUEBEC STEFNT TIL FUNDA Samkvæmt opinberri tilkynn- ingu frá Taschereau forsætisráð- gjafa Quebec fylkis, kemur fylk- isþingið þar saman þann 7. janú- ar næstkomandi. $1,600,000 FYRIR BŒNDURNA í MANITOBA OG SASKATCHEWAN Hveitisamlagið hefir nú borgað bændum í Manitoba og Saskatche- wan síðustu borgunina fyrir all- ar korntegundir þeirra árið sem leið, nema hveiti. Var þessi síð- asta borgun, sem hér segir: 6% cent. fyrir hafra, 2 cents fyrir bygg, 24% cent. fyrir hör og 7% cent. fyrir rúg. Hafa þá bænd- urnir fengið alls fyrir þessar korntegundir: 61 cent fyrir hafra, 69% cent. fyrir bygg, $2.20% fyr- ir hör og 98%cent. fyrir rúg, beztu tegundar. Hoover forseti útnefnir fimm erindsreka á Alþingishátíðina Þar á meðal tvo Islendinga Eftirgreinda fimm menn, hefir Bandaríkjastjórn skipað til þess að fara með nmboð íyrir 'liönd jyjóðar sinnar á Alþingishátíðinni 1930: Senator Peter Norbeck, frá Suður Dakota. Hon. O. B. Burtness, neðrimálstofu þingm., frá N. Dakota. Mr. O. P. B. Jackobson, forseti járnbrautarráðsins í Minnesota. Hon. Sveinhjörn Johnson, prófessor við háskólann í Ohicago. Friðfik Fljózdal, forseti alþjóðar-sambands járnbraut- arþjóna, í Detroit, Mich. HON. SVEINBJÖRN JOHNSON, prófessor í lögum viS háskólann í Chicago. Flugmennirnir [MacAlpine og félagar hans heilir á húfi. Sú mikla gleðifrétt barst út um heiminn á mánudaginn, að þeir MacAlpine og félagar hans væru heilir á húfi við Cambridge Bay, Victoria Island. Hefir Hudsons Bay félagið þar verzlunarstöðv- ar, en annars er þar ekkert hvítra manna, en eitt af skipum félags- ins, sem þar var statt, gat víð- varpað þessum fréttum til Church- ill og þaðan var þeim víðvarpað til Ottawa og annara staða. Skeytið, sem þessa frétt flutti, er stutt og getur þess aðeins, að mennimir séu lífs og heilir og að þeir séu í iCambrige Bay, en sá staður er langar leiðir norður í íshafi, eins og menn vita. En þö frétt þessi sé stutt, er hún engu að síður talin áreiðanleg, og skýrir hún frá því er mestu varð- ar, að mennirnir séu heilir á húfi og hvar þeir séu. Eins og áður hefir verið skýrt frá í Lögbergi, voru menn þessir á rannsóknarferð norður í óbygð- um. Síðan 8. september, eða nærri heilan mánuð, hefir ekkert til þeirra spurst, og hefir það vald- ið, ekki aðeins þeirra eigin fólki, heldur líka öllum öðrum, mikillor áhyggju, enda má svo heita, að stöðugri leit að þeim, hafi verið haldið uppi nú vikum saman. Alls voru átta menn í þessum leið- angri, á tveimur loftförum. Eru nöfn þeirra sem hér segir: C. D. H. MacAlpine, foringi fararinnar, Toronto, ,Ont.; C. A. Th.ompson, Winnipeg; J. McMillan, Edmon- ton; Robert F. Baker, St. Cathe- rines, Ont.; A. D. Boadway, Win- nipeg; Richard Pearce, Toronto; Alex. Milne, Winnipeg og John Goodwin, Hamilton. Ont. — Einn þessara manna, Alex. Milne, er giftur íslenzkri konu. Hún er dóttir þeirra Mr. og Mrs. T. H. Olafsson, 636 Victor St., Win- nipeg. tilraun GERÐ að RÆNA SKÓáMIÐ Klukkan hálf ellefu á laugar- dagskveldið komu tveir menn inn til George Manchulenko, skósmiðs að 612 Logan Ave., með skamm- byssur á lofti, og heimtuðu pen- inga þá, sem hann kynni að hafa. Höfðu þeir séð, að hann var að telja peninga þar sem hann var í sæti sínu. Skósmiðurinn var þarna ekki einsamall, því inni hjá hon- um var frændi hans, og í næsta herbergi við skóbúðina var fóst- urdóttir hans og enn annar mað- ur. George vildi ekki láta af hendi peninga sir.a, sem voru eitthvað um fimtán dalir. Varð ræningj- unum ráðafátt og hlupu út, án þess að ná peningunum, en skutu einum þremur skotum í fótleggi skósmiðsins og særðu hann mik- ið, og var hann fluttur á spítala. Skömmu seinna voru tveir menn, Joe Svanoff og Mitchell Kozlik, teknir fastir og er haldið að þeir hafi verið hér að verki. Báðir vel kunnir lögreglunni. HVEITIMAGN ÁSTRALÍU Símað er 'frá Melbourne þann 31. fyrri mánaðar, að hveitiupp- skeran í Ástralíu á ári því, sem nú er að líða, hafi numið 100 miljónum mæla til móts við 160 miljónir mæla í fyrra. FORSŒTISRÁÐHERRANUM FAGNAÐ Sambandsþingmennirnir, Mr. J. T. Thorson, Mr. McDiarmid og Dr. Howard, stóðu fyrir almennri móttökuhátíð, sem haldin var til virðingar King forsætisráðherra, á Fort Garry Hotel á fimtudags- kveldið í vikunni sem leið. Um fimm hundruð manns voru við- staddir. ONTARIO FYLKII HELJAR- GREIPUM ÍHALDSINS Fylkiskosningarnalr í Ontario, sem fram fóru þann 30. október síðastliðinn, veittu íhaldsstjórn þeirri, er Mr. Ferguson veitir for- ystu, sterkari meiri hluta, en dæmi eru til í sögu fylkisins. Nánari upplýsingar um úrslit kosning- anna, er að finna á ritstjórnar- síðu þessa blaðs. SéraHafsteinn Pétursson látitin. Hann andaðist í Kaupmanna- höfn, fimtudaginn hinn 31. októ- ber, og fór jarðarförin fram á mánudaginn, hinn 4. þ. m. Barst þessi dánarfregn Mr. A. C. John- son konsúl, nú um helgina, frá Kaupmannahöfn. Séra Hafsteinn var um eitt skeið prestur í Argyle- bygð og síðar í Winnipeg, og mörguir^ Vestur-áslendingum síð- an að góðu kunnur.. FRÁ ÍSLANDI Rit Jónasar Hallgrímssonar. ísafoldar prentsmiðja er að gefa út öll rit Jónasar Hallgrímssonar, bæði í bundnu máli og óbundnu, bréf hans, blaðagreinir, ritgerðir o. fl. Kemur fyrsta heftið á bóka- markaðinn í dag, ljóðmæli, frum- samin og þýdd. Hefir allmargt af því aldrei sézt á prenti áður. Alls verður ritsafnið í 3 eða 4 bindum, en athugasemdir pg skýringar verða með hverju hefti og koma þau hefti út, þegar ritin eru full- prentuð. Enn fremur fylgir æfi- saga Jónasar. Matthías Þórðar- son fornminjavörður sér um út- gáfuna. — Munu allir landsmenn fagna því, að eiga nú kost á að eignast slíkan bókmentafjársjóð, því að vinsældir Jónasar fara ekki þverrandi með árunum. Hann skipar alt af heiðurssæti á Braga- bekk. — Útgáfan er hin vandað- asta í alla staði og bókin ódýr eft- ir stærð. —i Mgbl. 30 ára kennara-afmæli í mánaðarbyrjun núna (okt.), á frú Margrét Rasmus, forstöðu kona Mállyeisngjaskólans, 30 ára kennraafmæli. Það var í októ- berbyrjun 1899, að hún réðst til skólans, sem þá starfaði á Stóra- Hrauni í Árnessýslu. Þar starf- aði hún sem kenslukona, þar til 1908 að skólinn fluttist til Reykja- víkur. Gerðist hún þá forstöðu- kona skólans, og hefir gegnt því starfi síðan. Fæstum er kunnug starfsemi Málleysingjaskólans, enda starfar sá skóli með mjög ólíkum hætti því, sem menn eiga að venjast. Er frú Margrét kom að skólanum, voru kensluað'ferðir ófullkomnar og aðbúð skólans ill. Síðan hefir margt líreyzt jtij ibatnaðar og skólinn tekið miklum framfóxum. Þær framfarir eru engum meir að þakka en frú Margréti, er.da hefir hún lengst af verið sú, sem bezt skyn hefir borið á slíkt. Tíðindamaður blaðsins heim- sótti frú Margréti í Málleysingja- skólanum í gær. Spurði hann m. a. hvernig kenslu væri hagað í skólanum. — öll kensla mín er nú orðin innifalin í því, að kenna börnun- um að tala og skilja málið. Erfið- leikinn við þetta er ótrúlegur, m. a. af því, að þau heyra fæst neitt. Það kostar mikla áreynslu, að fá þau til að gefa frá sér rétt hljóð, laga röddina og kenna þeiin að mynda orð og setningar, eins og skiljanlegt er, þar sem eyrað hjálpar ekki til. Frúin gerir nú boð fyrir ung- lings pilt, 14 ára að aldri. Hann er fæddur heyrnarlaus og hefir ekkert talað, fyr en hann byrjaði á að læra í skólanum. Hann hef- ir hægt eftir það, sem hún segir við hann og svarar þeim spurn- ingum, sem hún leggur ryrlr hann. Tíðindamaður blaðsins leggur líka fyrir hann spurning- ar, og svarar hann þeim greið- lega, eftir því sem hann hefir þekkingu til. Hann hefir verið sex vetur í skólanum og er með efnilegustu nemendum. —Fæstir læra svona fljótt, bæt- ir hún við. Hugmyndin um að tala, er börnunum að öllu leyti ó- kunn, þegar þau koma í skólann. Þau skilja ekki hvers vegna af þeim er heimtað að læra þetta og áhugi fyrir náminu kemur venju- lega ekki fyr en eftir tvö til þrjú ár hjá þeim yngri. — Hve lengi hafið þér kent tal í skólanum? —Síðan haustið 1922. Fyr hafði eg ekki tækifæri til að kynna mér nýjustu kensluaðferðir. Síðan hefi eg kent með þessari aðferð nær eingöngu, og hafa nokKrir nemendur mínir gengið undir fullnaðarpróf með varamáli. Frú Margrét hefir allan sinn kenslutíma getið sér hið bezta orð, sem natin og umhyggjusöm kenslukona. Hún hefir alla tíð verið börnum þeim, sem hjá henni hafa lært, sem hin bezta móðir, jafnt eftir að þau hafa lokið námi og meðan þau voru í skólanum. Það er því full ástæða til, að óska henni til hamingju með langt og ötult starf í þágu þeirra barna, sem rænd eru hæfi- leikanum til að gera sig skiljan- leg við aðra. — Mgbl. Ur bœnum Eins og auglýst er á öðrum stað í blaðinu, verður samsæti haldið í samkomusal Fyrstu lút. kirkju á mánudagskveldið. Eru Islending- ingar í Winnipeg sérstaklega á það mintir, að lesa þessa auglýs- ingu, og munu þeir þá fljótt sjá, að þar verður gott að koma. En geta má þess hér, að máltíðin, sem þar er fram reidd; verður reglu- legur miðdagsverður (Turkey Dinner). Það sýnist vera sér- staklega vel til fallið fyrir íslend- inga í Winnipeg, yngri og eldri, að hafa sameiginlega máltíð í samkomusal Fyrstu lút. kirkju á þakkarhátíðinni. afc ........ MR. FRIÐRIK FLJÓZDAL, forseti Alþjóðarsambands járn- brautarþjóna, í Detroit, Mich. Mr. J. S. Gillis, Brown, Man., kom til borgarinnar í síðustu viku og synir hans tveir, Oscar og Árni. Er sá síðarnefndi að byrja nám við búnaðarskóla Manitoba- fylkis. Walker Leikhúsið. Á Walker leikhúsinu verður alla vikuna, sem byrjar á mánudaginn hinn 11. .m., Colbourne’s leikfé- lagið, og þar leika þeir Mr. Cól- bourne, Barney Jones og fleiri á- gætir leikarar í þremur af hinum beztu leikjum eftir Bernard Shaw. Fer þar hvorttveggja saman, ágæt- ir leikir og ágætir leikarar. Gordon McLeod, sem Winnipeg- búar kannast við síðan í fyrra, verður á Walker leikhúsinu mánu- daginn hinn 18. þ.m. og alla þá viku. Leikurinn, sem leikfélag hans leikur hér, heitir “The Ring- er” og þykir sérlega mikið til hans koma. Þakklætishátíðin í Vatnabygðum 10. nóvember. Að Mozart kl. 11 árd.; Kanda- har kl. 3 síðd. og í Wynyard kl. 7 að kveldinu. — Allar þessah guðs- þjónustur verða á ensku. Hin síð- astnefnda^ verður sairneiginleg með “Unjited Church” söfnuðin- um og í þeirri kirkju, en undir- ritaður prédikar. Mr. Walter Sveinbjörnsson og Mrs. Burgess syngja við Mozart- guðsþjónustuna, Mrs. Sigríður Thorsteinsson og Mrs. Creelman við þá í Wyayard, og einhver sér- stakur söngur verður í Kandahar. Fjölmennið, Islendingar. Þetta er árleg hátíð þjóðarinnar, sem vér nú tilheyrum. Allir borgarar landsins ættu að safnast saman og þakka guði fyrir hinar mörgu og miklu velgjörðir, sem hann hefir látið þeim í té. Hann er gjafarinn allra góðra hluta. Ver ekki fjarverandi, kæri vin- ur! Vinsamlegast, Carl J. Olson. TILKYNNING Fyrir hönd Cunard eimskipafé- lagsins, leyfi eg mér að skýra ís- lenzkum almenningi frá, að níu- tíu íslendingar, búsettir í Winni- peg, hafa trygt sér far til Islands með skipinu Andania, er siglir frá Montreal þann 6. júní 1930. Auk þess eru enn margir, er hafa tilkynt mér, að þeir ætli að tryggja sér far, einhvern hinna næstu daga. ( Sökum þess, hve dvöl mín í borg- inni að sinni, fer að styttast, er áríðandi, að fólk, sem heim ætlar, finni mig sem fyrst að máli. Fólk úti á landi, ætti enn frem- ur að skrifa mér sem allra fyrst.. Thorstína Jackson Walters, 270 Main Street Winnipeg. Talsími: 26 841. Wonderland Leikhúsið. Kvikmyndin, sem sýnd verður á Wonderland leikhúsinu þrjá fyrstu dagana af næstu viku, heit- ir “His Captive Woman”. Aðal efnið er það, að kona myrðir mann og fer svo eitthvað suður í heim. Lögreglumaður er sendur til að sækja hana, en þá vill svo til, að þau verða skotin hvort í öðru, en hann skilar henni á lögreglustöðv- arnar engu að síður. Aðal hlut- verkin leika Dorothy Mackeil og Milton Sills. Viðurkenning til - 5$ Dr. B. J. Brandson Langruth, 5. október 1929. Vér, sem ritum nöfn vor hér undir, höfum verið og erum mót- fallin styrkbeiðni í sambandi við heimför Vestur-íslendinga á þús- und ára afmælishátíð Alþingis ís- lands 1930. Með því að oss virðist, að deil- ur þær, sem átt hafa sér stað í sambandi við það mál, séu nú á því stigi, að leikslokin séu lýðum ljós, þá finnum vér oss ljúft og skylt, að þakka Dr. B. J. Brand- son fyrir framkomu hans og frammistöðu alla sem foringja mótmælenda styrkbeiðninnar. Hann var fyrsti maðurinn til að hefja mótmælin og — að oss virð- ist — skjóta varnarskildi fyrlr heiður vorn, Vestur-íslendinga, í hinu víðkunna heimferðarmáli. Oss er mikil ánægja, að láta opinberlega í ljós, að vér álítum Dr. Brandson einn af vorum beztu og ágætustu mönnum hér megin hafs. ívar Jónasson. G. F. Thordarson. * Mr. og Mrs. Halldórsson. Mr. og Mrs. Gísli Jónsson. Mr. og Mrs. V. Bjarnason. Laugi Anderson. Mr. og Mrs. I. Björnsson. Mr. og Mrs. G. Thorleifsson. Mr. og Mrs. Jón Thórdarson. Mr. og Mrs. G. Guðmundsson C . Goodman. Mr. og Mrs. S. B. Olson. S. Tómasson. J. Valdimarsson. Mr. og Mrs. H. Hannesson. Mr. og Mrs. O. Egilson. Mr. og Mrs. B. Ingimundsson. Mr. og Mrs. Steini Jónasson. Mrs. P. Jónasson. G. Jónasson. J. Jónasson. Thid. Jónasson. Mr. og Mrs. Th. Johnson. Mrs. B. S. Thompson. A. Thompson. S. Hjaltdal. Steve Johnson. Victor Johnson. Mr. og Mrs. G. Arnason. Einar Isfeld.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.