Lögberg - 21.11.1929, Blaðsíða 1
42 ARGANGUR
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 21. NÓVEMBER 1929
NOMER 46
HELZTU HEIMSFRÉTTIR
Hon. James A. Robb jarðsettar
Miðvikudaginn þann 13. þ. m.,
var hinn nýlátni fjármálaráðgjafi
sambandsstjórnarinnar, Hon.
James A. Robb, jarðsettur að
Valleyfield í Quebec fylki, þar sem
hinn mæfi stjórnmálamaður hafði
átt heima um langt skéið.
Forsætisráðgjafi Canada, Rt.
Hon. W. L. Mackenzie King, er
eigi gat verið viðstaddur útför-
ina, áökum ferðalags síns um
Vesturlandið, símaði Mrs. Robb,
og bauð henni að láta jarðarför
manns hennar fara fram á kostn-
að þess opinbera. Þessu hafnaði
frúin, og kvað það ósk sína og
fjölskyldunnar, að útförin mætti
fram fara á eins óbrotinn hát+ og
hugsast gæti. Mikill mannfjöldi
var viðstaddur jarðarförina, þar
á meðal flestir samverkamenn
hins látna fjármálaráðgjafa, svo
og fulltrúi landstjórans og einka-
ritari Mr. Kings. Með Mr. Robb
er til moldar genginn, einn af allra
mætustu og nytsömustu sonum
hinnar canadisku þjóðar.
Dr. Cleghorn látinn
Fimtudaginn þann 14. þ.m., lézt
að heimili sínu, Baldur, Man., Dr.
T. M. Cleghorn, fylkisþingmaður
fyrir Mountain kjördæmið, á sex-
tugasta og öðru aldursári. Var
hann fæddur í Dumfriesshire á
Skotlandi, árið 1867. Eftir að Rr.
Cleghorn útskrifaðist af lækna-
skóla Manitobalfylkis, fluttist
hann til Baldur árið 1894, og
dvaldi þar jafnan síðan, eða í
þrjátíu og fimm ár. Þótti hann
góður og samvizkusamur læknir,
og naut í hvívetna almennra vin-
sælda. Áttu íslendingar í Baldur
og grend, góðan vin þar sem Dr.
Cleghorn var. Um margra ára
skeið, hafði Dr. Cleghorn tekið
'þátt í opinberum málum, og vann
sér á því sviði, sem öðrum, al-
mennings • hylli. Frjálslyndu
stjórnarfarsstefnunni tfylgdi hann
alla jafna að málum, og var kjör-
inn á fylkisþing sem merkisberi
hennar, í júní 1927.
Jarðarför Dr. Cleghorns fór
fram frá Union kirkjunni í Bald-
ur, síðastliðinn laugardag, að við-
stöddu miklu Ifjölmenni.
Stjórn Breta útnefnir
þrjá sendiherra
Símað er frá Lundúnum þann 13.
þ. m., að stjórn Breta hafi skipað
Sir Ronald Lindsey til sendiherra
í Bandaríkjunum í stað Sir Esme
Howard, er lætur af embætti um
næstu áramót, sökum þess að þá
hefir hann náð þeim aldri, er
brezkir menn i slíkum embættum,
fá lausn 1 náð.
Sir Esmond Ovey tekur við
sendiherra embættinu á Rúss-
landi* en St. John Monson, verð-
ur eftirmaður hans, sem sendi-
herra í Mexico.
taaHutningar ekki nauðsynlegir
Á. R. M. Lower, prófessor í
sagnfræði við Wesley College í
Winnipeg, hélt nýlega ræðu, þar
sem hann sagði meðal annars, að
hann vildi engum peningum eyða,
af opinberu fé, til að fá innflytj-
endur tfrá öðrum löndum til að
flytja til Canada. Það sem Can-
adamenn þyrftu-fyrst og fremst
að gera, væri að notfæra sér sem
bezt þau auðæfi, sem Iandið hefði
fram að bjóða; iframleiða sem
mest og fá sem beztan markað
fyrir það sem framleitt væri.
Mundi þá fólkinu fjölga nægilega
fljótt, án þess að stjórnin verði
etórfé til að tflytja fólk til Canada
frá öðrum löndum.
W. Beaver Jones látinn
Hinn 13. þessa mánaðar, lézt í
Calgary, Alta., W. Beaver Jones,
einn af snjöllustu blaðamönnum
Vesturlandsins. Hafði verið í
mörg ár viðriðinn ritstjórn blaðs-
ins Calgary Herald. Mr. Jones var
58 ára að aldri.
Köttur bjargar lífi heillar
fjölskyldu
Svo vildi til, að eldur kom upp
að næturlagi á bóndabýli einu
skamt frá Melfort, Sask. Bjó þar
maður að nafni Marshal, ásamt
konu sinni og börnum. Var tfjöl-
skyldan fyrir all-löngu fallin í
fasta svefn, er eldurinn kom upp.
Fregnir þaðan að vestan láta
þess getið, að fylstu líkur séu til,
að þessi Marshal fjölskylda myndi
hafa brunnið inni, ef eigi hetfði
verið fyrir þá sök, hve hátt og á-
takanlega heimiliskötturinn mjálm
aði og linti eigi látum fyr en
húsbóndinn vaknaði. Komst fjöl-
skyldan með illan leik út, því hús-
ið brann á skömmum tíma til
kaldra kola. Húsið var vátrygt,
en allir innanstokksmunir óvá-
trygðir.
Latham býðst leiðtogatign
Samkvæmt símfregn frá höfuð-
borg' Ástralíu, þann 14. þ.m., hef-
ir Hon. J. C. Latham, fyrrum
dómsmálaráðgjafa Brucestjórnar-
innar, verið boðið að takast á
hendur forystu Nationalista-
flokksins þar í landi. Kveðst hann
ekki ófús á að verða við þeim til-
mælum, ef sá sé eindreginn vilji
flokksins.
Hon. Stanley Bruec, hatfði for-
ystu Nationalista flokksins á
hendi í síðastliðin sex ár, eða þar
til ráðuneyti hans beið sinn mikla
ósigur í síðustu kosningum.
Dregið úr vinnu við herskipa-
stöðvarnar í Singapore
Flotamálaráðgjafi brezku stjórn-
arinnar, Rt. Hon. A. V. Alexand-
er, hefir lýst yfir því í þinginu,
að sökum hinnar tfyrirhuguðu
fimmvelda stefnu, er haldast á í
Lundúnum í næstkomandi janú-
armánuði, hafi stjórnin ákveðið,
að draga mjög úr vinnu fyrst um
sinn, við íSingapore herskipa-
kvína.
Bandaríkja-sendiherrann í
Ottawa beiðist Iausnar
Hon. William IPhilips, fyrsti
sendiherra Bandarikjanna í Ott-
awa, hefir beiðst lausnar frá em-
bætti. Kveðst hann hafa fengið
sig fullsaddan af þátttöku opin-
berra mála, og kjósi fremur að
eyða því sem eftir sé æfinnar í
kyrð og næði með fjölskyldu sinni,
innan vébanda Bandaríkjanna.
Hveitimagn yfirstandandi árs
Samkvæmt tilkynningu frá hag-
sitofu sambandsstjórnarinnar í
Ottawa, hefir hveitiuppskeran í
Canada, á ári því, sem nú er að
líða, numið 273,756,000 mælum.
til móts við 546,672,000 mæla í
fyrra.
Eftirlaunafrumvarp brezku
stjórnarinnar samþykt
Eftir fullar sextán klukku-
stunda heitar umræður, afgreiddi
brezka þingið eftirlaunafrumvarp
MacDonald stjórnarinnar, með
miklu afli atkvæða. Flestir þing-
menn frjálslynda flokksins, fylgdu
stjórninni að málum.
Eldsvoði í Quebec
Miðvikudaginn þann 14. þ. m.
kom upp eldur í St. John’s guð-
fræðaskólanum í Three Rivers,
Quebec fylki, er orsakaði hálifrar
miljón dala tjón. Svo að segja
allur eldri hluti byggingarinnar
brann til kaldra kola.
Innbrot
Á aðfaranótt laugardagsins var
brotist inn í skrifstofu verzlunar-
félagsins D. D. Wood & Sons, Ltd.
hér í borginni, öryggissfápurinn
brotinn upp og úr honum stolið
$250 í peningum og þar að auki
nokkrum skjölum og stórum
bankaávísunum. Þeir sem að
þessu eru valdir, eru ófundnir,
þegar þetta er skrifað.
Framkvœmdir betri en
orðin tóm
Hoover forseti hefir kallað til
fundar við sig nokkra helztu iðju-
hölda þjóðarinnar, verkamanna-
leiðtoga og bændaleiðtoga, til að
ráðfæra sig við þá um það, hver
ráð séu hyggilegust til að auka
verzlun og viðskifti þjóðarinnar,
sérstaklega út á við. Telur for-
setinn þetta þarflegra og líklegra
til heilla, heldur en marg-endur-
teknar yfirlýsingar um það, að
alt sé í bezta lagi. Forsetinn tel-
ur það vafalaust, að af þessum
fundi muni mikið gott leiða fyrir
atvinnurekendur, verkamenn og
bændur.
Vilja meiri atvinnuleysis styrk
Sftyrkurinn til 'iatvinnulausra,
sýnist vera að verða allmikið á-
greiningsefni innan stjórnar-
flokksins í brezka þinginu. Vilja
hinir ákafari innan verkamanna-
flokksins, hækka þennan styrk,
en það virðist stjórnin ekki sjá
sér fært að gera. Fara þeir fram
á, að styrkurinn sé hækkaður úr
$4.25 upp í $5.00 um vikuna fyrir
atvinnulausa karlmenn úr $1.75
upp í $2.50 fyrir konur, og úr 50c.
upp í $1.25 fyrir börnin. Ráð-
herrann, sem þessi mál heyra
undir, en það er Rt. Hon. Marga-
j ret Bondfield, vill aðeins hækka
j styrk kvennanna úr '$1.75 upp í
$2.25 á viku, en láta hinar upp-
hæðirnar sitja við þ^ð sem er.
Er mikil óánægja út af þessu sem
stendur, hvernig sem ráðast kann
fram úr því.
Sýaingin í Brandon
Skýrsla yfir sýninguna í Bran-
don og starfrækslu hennar á líð-
andi ári, ber með sér, að hreinn
ágóði 3ýningarinnar hefir numið
$16,900.28. Er það meiri ágóði,
en nokkuru sinni fyr. Aðsókn að
j sýningunni varð einnig langtum
j meiri, en venja hefir verið til.
Hoover útnefnir Johnson til
sendiherra til Kína
Símað er frá Washington þann
14. þ. m., að Hoover forseti hafi
þann dag útnefnt Nelson T. John-
son, fyrverandi aðstoðar utanríkis-
ráðgjafa, til sendiherra í Kína.
Langt hjónaband
Hjón í Columbus, Ga., Mr. ,og
Mrs. A. O. Blacmar, hafa verið
gift í .78 ár, og eftir því, er menn
bezt vita, eru engin önnur hjón til,
sem svo lengt hjónaband eiga að
baki sér. Gamli maðurinn er 100
ára, en konan 99 ára. Sagt er að
hjónaband þeirra hafi alt af veriö
hið bezta og sé enn. Eftir sina
löngu reynslu hafa þau ýms ráð að
gefa öðrum hjónum, og þá náttúr-
lega helzt ungum hjónum. Helzta
heilræðið er það að forðast að leita
ráða vina sinna, þegar eitthvað
gengur öðru vísi rnilli hjónanna en
vera ætti, eða með öðrum orðurn,
forðast afskifti annara af sínu eigin
hjónabandi.
Forsetakosningar í Mexico
Á sunnudaginn kusu Mexico búar
sér forseta og er fullyrt að Pascual
Ortiz Rulbio hafi verið kosinn með
miklum atkvæða fjölda fram yfir
gagnsækjanda sinn, Jose Vascon-
celas, þó atkvæðin séu að vísu ekki
nærri öll talin enn. Bkki verður
sagt að kosningar þessar hafi geng-
ið af með góðu, þvi margir menn
voru drepnir í þessum kosningum,
nítján að minsta kosti, eftir því sem
fréttirnar segja, og enn fleiri særð-
ir. Þetta þykja nú að vísu ekki
mikil stórtíðindi af því þau koma
frá Mexioo, en þar eru bardagar og
blóðsúthellingar algengari viðburð-
ir heldur en viðast eða allstaðar
annarsstaðar.
Gamall þingmaðnr látinn
Thomas Power O’Connor, elzti
þingmaður í brezka þinginu, and-
aðist á sunnudaginn var. Hann var
81 iárs að aldri og hafði átt sæti
á þingimt stöðugt í 49 ár, enda var
hann löngum kallaður “þingsins
faðir.” Eftir O’Connor látinn á
Lloyde George lengsta þingsögu.
Hann hefir nú verið stöðugt þing-
maður í 39 ár.
FJALLRÆÐAN
(X3=>0
Hinn mikli siðameistarinn,
er mönnum flutti boðskap sinn
fögrum mælskumyndum,
og horfði fjalli háu frá,
þar hugkært landið áa sá
í helgi sinni og syndum.
Hann stóð þar treystur trúar-ró
með tignarsvip, en mildum þó,
og líkams-vexti vænum.
í lokkum hárið hrundi sítt
um herðar, eins og þá var títt;
er blakti’ í tfjallablænum.
Og þarna stóð ’ann hreinn og hár,
en hugarleiftur sveif um brár,
er kærleikseðlið kynti.
Og viðkvæm ást í augum skein,
sem allra vildi bæta mein,
er enginn áður sinti.
Og fagurt var það sjónarsvið,
er sá hann þarna blasa við,
svo langt sem augun eygðu.
Með hæðadrögum, dölum, ám
og djúpum giljum, fjöllum hám,
mót himni’ er toppa teygðu.
En neðar blómlegt landið lá,
sem litamálverk til að sjá,
alt skreytt með skógarlundum,
og hagspök dýrin frjáls og feit
í flokkum þarna’ voru á beit
á fagurgrænum grundum.
Þar sá hann bóndann vinnu við
með verkfús börn og hjúalið,
er glöð að störfum gengu,
í friði, eining, ást og ró;
hin æðsta farsæld lífs þar bjó,
en ósamræmi í engu.
Hann annað líka’ í anda sá
—þó öllu minna bæri á—
því ‘‘glögt er gestsins auga”?
í myrkra kimum margt hann sér,
sem mörgum hinum tfalið er,
í nautna’ er lind sig lauga.
Hann sá þar húsgang undir eik,
í örlaganna grímuleik,
sem orðið hafði undir,
og nú var morgunmatur hans
einn moli’ af borðum sælkerans,
er gáfu griðku mundir.
Þar sá hann mannlífs úrkast eitt,
er út af reglum hafði breytt
og hneykslað hræsnis-liðið,
og var nú svipum hrakið, hrjáð,
en hafði loks á skuggans náð
í skógarfylgsni skriðið.
Þar sá hann kaunum sýktan mann
—úr sárum vilsan blóðug rann—
með höfuð beygt að bringu.
Þá fölvi um öðlings breiddist brár,
í björtum augum glóðu tár
af heitri hluttekningu.
í huga sá hann helga borg
með háa múra, stræti og torg
og hallir höfðingjanna.
Þar sá hann ríkja svall og prjál
og siðspillingu, hræsni og tál
í öryggi yfirmanna.
Þar sá hreykinn herramann,
er hópur þjóna kring um rann. —
Hann var til veizlu boðinn.
Við hlaðið borð þar hópur sat
af höfðingjum við kræstan mat
og gögnin gulli roðin.
Áríðandi! [?
Þar sá hann volað öngum í
af iðjuskorti vinnu þý,
er hímdi’ á götuhorni,
því hrund og börnin hungur skar,
í húsinu enginn matur var
að neyta á næsta morgni.
Hans viðkvæmt hjarta hraðar sló,
er hlaut ’ann sjá með gremju-ró
þann stigmun stétta tveggja.
Sjá ranglætið sem ríkisstjórn,
en ráðvendnina brennifórn
á altari eyðsluseggja.
Svo leit hann fólksins fjölda þann,
er flykst þar hafði kringum hann
sem lind er sauðum svalar.
Þó ókyrð væri, ys og þys
við orð hans tfyrstu samstundis
varð dauðaþögn án dvalar.
Þá hóf hann raust og tala tók
—svo traust og skýrt sem læsi’
á bók—
um margþætt mannlífs efni.
Með boðskap lífsins lögbók frá
í líkingum hann vakti þá,
er gengu í synda svefni.
Og eigi gleymdi ’ann hrjáðum hjá,
—er hímdu þöglir lengra frá,
sín ástar orð að birta.
Svo mikil í þeim blíða bjó,
að björtum vonarglampa sló
á líf síns lítilvirta.
Þó rituð væri’ ei ræðan hans
á rökum bygð var sannleikans,
og eldmóð skorti eigi.
Svo þrungin efni, en þó svo stutt,
var þjóðum engin kenning flutt
á nokkrum drottins degi.
Hans mál var blítt eem blævar-
hjal,
er barst um sérhvern hugardal,
með dögg frá lífsins djúpi.
Og allar nitján aldir gegn
er eins og kærleiks geislaregn
af orðunum enn þá drjúpi.
En lýðinn hrifu ei orð hans ein,
þó ásfyík væru, mild og hrein
og flutt á tindum fjalla;
því útstreymið frá anda hans
og eðlistign hins göfga manns
var afl, sem gagntók alla.
Svo, hugarfanginn fjöldinn þar
og fagnaðshrifning snortinn var,
að hrópar hátt sem kunni:
“Slík mæíska er ekki mönnum frá,
það mál, sem við nú hlýddum á,
er mælt af drottins munni.”
Þeir, sem atkvæðisrétt eiga við
næstu bæjarstjórnarkosningar jí
Winnipeg, eru hér með mintir á,
að í þetta skifti er sömu aðferð
beitt við kosning borgarstjóra,
sem viðgengst um bæjarfulltrúa.
Seðlana má ekki marka með X-i,
heldur tölustöfum. Er því bezt
að viðhafa tölustafina 1, 2, 3, við
nöfn frambjóðenda.
Aftur á móti skal marka X,
þegar um aukalaga atkvæða-
greiðsluna, er að ræða.
Frá
sóknarnefndarfundinum
Þar var fyr frá horfið, er
klukkan var orðin sjö á þriðju-
dagskvöldið og fundarmenn gengu
til kveldverðar.
Um kvöldið kl. 8V4 var farið í
dómkirkjuna. Þar flutti séra
Bjarni Jónsson langt erindi og
gott um-Olfert Richard, sem meira
starfaði í ræðu og riti að kristin-
dómsmálum, en flestir samtíðar-
menn og jafnan lét sér hugar-
Látið ekki hjá líða, að greiða haldið um K. F. U. M. starfið hér
atkvæði með Sherbrooke brúnni.
Sú ræða, sem var haldin hér,
um heiminn allan lesin er
á mörgum tungumálum.
Þó sé hún enn atf sumum smáð,
er samt af fleirum virt og dáð.
En, — fylgt af fáum ^álum.
í bænasölum sérhvers lands,
þó siðafræði' meistarans
sé hylt sem helgi letur,
og erji’ og sái sáðmenn hans,
það sæði nær ei hjarta manns,
því Mammon má sín betur.
Þorskabítur.
Hermálaráðherra Banda-
ríkjanna látinn
Jarnes W. Good hemiálafáðherra
Bandaríkjanna lézt hinn 18. þ. m.
aÖ Walter Reed spítala í Washing-
ton, 63 ára að aldri. Á miðviku-
daginn í vikunni sem leið var hann
skorinn upp við botnlanga veiki og
var alt af milli heims og helju eftir
það, þangað til hann lést, en blóð-
eitrun varð banamein hans. Er
þetta í fyrsta sinn síðan 1914, að
nokkur af ráðherrum Bandaríkj-
anna hefir dáð meðan þeir gegndu
embætti. Það ár dó H. C. Wallace.
Bracken forsaetisráðherra
Hann kom til 'QHiebec á laugar-
daginn í siðustu viku frá Englandi,
þar sem hann hefir verið nú um
tíma. Er hans von heim til Winni-
peg þessa dagana.
FRÁ SLANDI
í bæ. Var margt af því mjög lær-
dómsríkt, er fyrirlesarinn sagði
um alla framkomu Ricards.
Fundur hófst að nýju kl. 9V4 á
miðvikudagsmorgun með bæn og
Reykjavík 18. okt.
í gær barst hingað sú sorgar-1 sálmasöng, og svo gengið að dag-
skrármálum.
Erindi séra Eiríks Albertsson-
ar um kristindóm og bókmentir
frétt, að einn af sk'ipverjum á |
Max Pemberton hefði fallið í >
höfnina í Grimsby og druknað. J
Hann hét Pétur Halldórsson, 28 j snerist aðallega um erlend skáld,
ára gamall, kvæntur maður og I svo sem Björnstjerne Björnson og
átti heima á Laugavegi 93. — Lík it>sen) en umræðunar, sem bisk-
hans verður flutt heim á Max upinn 0g margir aðrir tóku þátt
Pemberton, sem enn liggur í þur- ^ snerust að “heimahögum.” —
kví í Grimsby. — Vísir. I pótti ráðlegast. að endursenda
Bruni í Morden
Á sunnudagskveldið brunnu fjór-
ar búðir í Morden, Man. og sú fimta
skemdist töluvert. Fór eldurinn um
mestan hluta bæjarins þar sem verzl-
un er rekin.
Dánarfregn.
Mrs. Rut Ingibjörg Sölvason andað-
ist á fimtudagsmorguninn þann 14.
þ. m. hjá systur sinni, Mrs. Þórunni
Jónasson, að heimili systurdóttur
hennar, Mrs. H. Hockett að Shau-
navon, Sask. Þessarar góðu konu
verður getið nánar siðar.
Reykjavík, 26. okt.
Svo raunalega hefir til tekist
um sauðnautin, að fimm þeirra
eru dauð og lifa etftir að eins tvær
kvígur. Höfðu dýrin nýlega ver-
ið flutt austur að Gunnar&holti
og þótti mönnum sem veikindi og
dauði þeirra stæði í sambandi við
flutninginn. Nú hafa þeir Hann-
es Jónsson dýralæknir og Niels P.
Dungal dósent rannsakað dýrin
og kveðast hafa fengið fullvissu
um að bráðapest hafi orðið dýr-
unum að aldurtila. Eru gerðar
ráðstafanir til þess að bólusetja
þau sem eftir lifa. — ísland.
íslenzk stúlka getur fengið hús-
náði með annari stúlku, í góðri
’íbúð Ineð góðum húsmunum, á
hentugum stað í borginni, fyrir
$15.00 um mánuðinn. Frekari upp-
lýsingar á skrifstofu Lögbergs.
Hannes Thorarensen fyrv. for-
stjóri Sláturfélagsins, á vænar
kindur. Ein ærin hans var þrí-
lembd í vor, átti eina gimbur og
tvo hrúta. Var hrútlömbunum
lógað um miðjan september, og
vógu kropparnir, annar 35 pund,
en hinn 36 pund. Giskað var á, að
gimbrin mundi þá vera með tveim
til þrem pundum léttari kropp en
hrútlömbin. Mun þetta sjaldgæf-
ur arður af einni kind hér á
landi. — Tíminn.
Ur bænum
Séra Jóhann Bjarnason messar
næsta sunnudag, þ. 24. nóv., kl. 3
e. h., í efri sal Goodtemplarahúss-
ins. Fólk geri svo vel að hafa með
sér sálmabækur.—Allir velkomnir.
Símskeyti, sem dagsett er í The
■ \
Pas, Man., hinn 18. þ. m., skýrir
frá því, að Ólafur Goodman, íiski-
maður, hafi hinn 15. þ.m. borist
með ísspöng frá landi á Moose
Lake, þar sem hann var við fiski-
veiðar; og hafi hann ekki fundist
síðan, þrátt fyrir tveggja daga
leit á vatninu. Eru því allar lík-
ur til, að hann hafi druknað.
Þau Mr. og Mrs. S. W. Sigur-
geirsson, í Mikley, urðu fyrir þeirri
sorg, að missa tvær dætur sínar ung-
ar fyrir skömmu síðan, Vilborgu,
nærri ársgamla, seint í október, og
Kristínu á f jórða ári, þ. 10. nóv. s. 1.
Var fýrra barnið jarðsungið af séra
Sigurði Ólafssyni, en hið síðara
jarðsöng séra Jóhann Bjarnason þ.
14. nóv. s. 1.—-Amenn hluttekning
i nágrenninu til þeirra hjóna í til-
efni af því að þessi sorg, svo þung-
bær, hefir heimsótt heimili þeirra.—
í tilefni af samþykt í Good-
templara stúkunum Heklu og
Skuld, um að brýn nauðsyn bæri
til að endurreisa barnastúkuna
Æskan, I.O.G.T., var nefnd kosin
til að koma á útbreiðslufundi
föstudaginn 22. nóv. kl. 8, í Good-
templara húsinu. — Viljum við
vinsamlega mælast til, að þið kom-
ið með börn ykkar á fundinn, þar
sem málefnið verður ítarlega
rætt. Gott og skemtilegt prógram
verður einnig á fundinum, er bæði
fullornir og börn taka þátt í.
Nefndin óskar sérstaklega eftir
samúð og samvinnu foreldranna.
Allir velkomnir.
útgefendum þau tímarit eða blöð,
sem flyttu hneykslanlegar grein-
ar, mundi þá meiri varúðar gætt
framvegis, og talin full ástæða
til að vara alvarlega við nýjustu
kynferðismálabókunum, þar sem
þær gætu valdið siðspillingu hjá
óþroskuðu fólki.
Eftir þær umræður flutti séra
Halldór Jónsson erindi um safn-
aðarsöng, og fékk þakkir fyrir
trúfesti sina við gott málefni,
enda sögðu ýmsir viðstaddir frá
áhrifum þeim, sem góður safn-
aðasöngur hefði haft á þá.
Um kl. hálf þrjú flutti ungfrú
Laufey Valdimarsdóttir erindi um
Mæðrastyrki. Vam því málefni vel
tekið og samþykt í einu hljóði,
eftir nokkrar umræður, þessi yf-
irlýsing:
“Fundurinn er því einróma með-
mæltur, að sett verði lög um
mæðrastyrki og heitir þvi máli
fylgi sínu.”
Þá settnst menn að kaffiborði,
þar sem K. F. U. M. í Reykjavík
bar fram myndarlegar veitingar.
En bæði þá og endranær er fund-
arhlé voru, var mikið sungið.
Á eftir flutti séra Friðrik Hall-
grímsson erindi um kirkjusiði.
Kom hann víða við, drap á ýmsa
ósiði, svo sem er sumt fólk hrað-
aði sér út, jafnskjótt og ræðan er
búin, og sagði frá ýmsum góðum
kirkjusiðum fjær og nær. — Urðu
um það nokkrar umræður.
Þá hófust umræður að nýju um
samvinnu heimila og skóla. Tóku
þar til máls Sighvatur Brynjólfs-
son tollþjónn, séra Þórður Ólafs-
son, frú Halldóra Bjarnadóttir,
S. Á. Gíslason, Ásgeir Ásgeirsson
fræðslumálastjóri og frú Margrét
Jónsdóttir. — Loks var þessi til-
laga tfrá frummælanda samþykt i
einu hljóði:
“Fundurinn lítur svo á, að
meiri samvinna þurfi að verða
milli heimilanna og barnaskóla
vorra, ef fræðslulögin eiga að ná
tilgangi sínum.
“Til að ná þessu takmarki eru
heimsóknir kennara og foreldra-
fundir nauðsynlegir, í öðru lagi
að foreldrar kjósi fulltrúa úr sín-
um flokki, er mæti i kenslustund-
um við og við, svo að nánari sam-
vinna komist á milli skóla og for-
eldra.
“í þriðja lagi, að auka þurfi
uppeldisfræðsluna í landinu með
námsskeiðum, verklegum leið-
beiningum, fyrirlestrum og upp-
eldisritum, og veita í sambandi
við þessa fræðslu aðstandendum
leiðbeiningar um fræðslu barna.”
Um kveldið kl. 814 flutti séra
Árni Sigurðsson erindi í fríkirkj-
unni um litf og lífsskoðanir. —
Vísir.
Ferming að IVrynyard.
Ferming og altarisganga fer fram
næsta sunnudag 24. nóv. kl. 2 síð-
degis í kirkju Immanúels safnaðar.
Allir boðnir og velkomnir! Fjöl-
mennið!
Vinsamlegast,
Carl J. Olson.