Lögberg - 02.01.1930, Blaðsíða 6

Lögberg - 02.01.1930, Blaðsíða 6
Bls. 6. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. JANÚAR 1930. Mánadalurmn EPTIR JACK LONDON. “Clara Hastings sagði mér hérna um dag- inn, að þau væru að hugsa um að hafa dálítið samkvæmi heima hjá sér bráðum. Það stend- ur til að þar vorði Hazards og Halls og Ray Blanchard. Þú áttir einu sinni eitthvað úti- standandi við hann, þó orðið sé nú gamalt.” “Mér er alveg sama, hvort Ray Blanchard kemur eða ekki,” sagði Willi kæruleysislega. “Eg var búinn að gleyma honum, og eg hefi alt of mikið að gera, til að vera nokkuð að hugsa um hann.” Hann sinti þessu ekki frekar, en hleypti aft- ur á sprett. “Við verðum að koma við heima hjá okkur, og fá að borða, áður en við förum lengra.” “Þú getur fengið þér að boúða. Eg kæri mig ekki um neitt.” “Eg, ef* vil fara með ))ér,” sagði hún. “Hvað var'það, sem þú sást?” “Eg skal segja þér það seinna. Parðu nú inn og fáðu þér að borða.” “Nei, það kemur ekki til mála, eg fer nú bara með þér1 héðan af.” Nokkru síðar mættu þau mönnum, sem voru að flytja leir að múrsteinsverksmiðjunni, “Eru þetta þínir menn og þínir hestarf” spurði Saxon. Hann játaði því, en bætti við, að hann næst- um fvrirverði sig, að taka við öllum þeim pen- ingum, sem hann fengi fyrir þessa vinnu, jafn- lítið sem hann hefði fyrir henni sjálfur. Saxon fanst nú samt, að hann mundi hafa töluvert um að hugsa og úr mörgu að ráða, því þau mættu fleirum af hans mönnum, og þeir höfðu ýmislegt að segja honum. Sumir af hest- unum voru veikir, vagnarnir sumir höfðu brotn- að og aktýgin slitnað, og mennirnir voru ráða- lausir og vissu ekki hvað gera skyldi, en Willi réði greiðlega fram úr öllum vandræðunum. Þau riðu yfir landið, sem þau höfðu hug á að kaupa, og Willi sá þar margt, sem var öðru- vísi, en hann áleit að það ætti að vera. “Eg hefi lært margt, síðan eg fór frá Oak- land,” sagði hann. “Mér finst eiginlega eg hafi verið sofandi alt af meðan eg var þar og ekki tekið eftir neinu. Líttu bara á þetta. Hér er alt með gamla laginu. Landið er illa unnið, enda er uppskeran eftir því. Eða þá gripirnir. Hver öðrum lélegri og alt eins ómerkilegt og illa hirt, eins og mest má vera. Chavon hefir tekið uppskeru af landinu í átta ár, og aldrei hvílt það, og aldrei borið í það, og aldrei bætt upp með neinu, það sem hann hefir af því tek- ið. Það er ósköp að sjá þessa gripi. Það ættu að vera til lög, sem bönnuðu mönnum, að hafa aðrar eins skepnur í eigu sinni. Það er ekki undarlegt, þó iChavon eigi erfitt uppdráttar. Peningarnir, sem hann fær frá félaginu, sem býr til múrsteininn, fara allir til að borga skatta og rentur af skuldunum. Þetta er þó land, sem hægt er að hafa mikið upp úr. Eg skal sýna þeim það. Þar að auki er lítið um vatn í Glen Ellen, en ágætar uppsprettur á þessu landi. Það verður ekki langt þangað til bæjarbúar þurfa að fá sinn vatnsforða hjá mér.” Willi var nauðakunnugur á þssum slóðum, og til að stytta sér leið, fór hann af aðal vegin- um og eftir skógarbraut, sem blessaðar skepn- umar höfðu búið til, en sem mennirnir áttu engan þátt í. Þar sáu þau dálítinn tóu-unga, sem glápti á þau dálitla stund og hljóp svo sína leið. Þegar þau nálguðust Wild Water, riðu þau inn í all-langan en mjóan engjablett. Það var djúp tjöm á miðju enginu. “Þama er vatnsþróin fyrir Glen Ellen, þeg- ar I>ærinn stækkar,” sagði Willi. “Hér er ó- þrjótandi uppspretta af vatni, og sérðu hvað það er dæmalaust þægilegt, að leiða vatnið héðan inn til bæjarins? Það er mjög kostnað- arlítið. Það verður ekki langt þangað til þetta ágæta vatn verður mikils virði, það má eg segja þér, þó enginn sýnist hafa komið auga á það.” Þau riðu ofan í Wild Water gilið og upp úr því hinum megin, og eftir mjög slæmum og ógreiðfærum vegi í áttina til hólanna þriggja, sem fyr er getið. “Þú hefir alt af opið auga fvrir því, sem fallegt er, og nú skal eg bráðum sýna þér nokk- uð, sem er verulega fallegt. Þú sérð það, þeg- ar við komum út úr þessum þrengslum.” Á ferðalagi gínu höfðu þau margt fallegt. landslag séð, en Saxon fanst að hvergi hefði hún komið, þar sem eins var fallegt eins og hér. Að minsta kosti var skógurinn fjölbreyttari og fjöllitari heldur en hún hafði séð hann nokk- urs staðar annars staðar. HennL fanst, að þarna væru saman komnar allar trjátegundir, sem til væru í þessum hluta landsins, og þar að auki afarmildð blómskrúð. Eftir litla stund komu þau; upp undir hól- ana þrjá, og þar fóru þau af baki og bundu hestana. Willi benti Saxon á tréð„ sem þau höfðu verið að horfa á áður, og sem hallaðist út á aðra hliðina. “Þarna er það,” sagði hann. “Við verðum að fara upp gilið, því við komumst ekki annars staðar þarna upp. En þú veður í fæturna.” Saxon sagði, að það gerði ekki mikið til, og fylgdi honum örugglega, þrátt fyrir það, þó vegurinn væri mjög ógreiðfær. En áður en þau höfðu farið langt, varð vegurinn svo illur vfirferðar, að Willi treysti Saxon ekki til að fara lengra, svo hann sagði henni, að hér skyldi hún setjast niður og bíða sín. Saxon beið, þangað til hún heyrði ekki leng- ur til hans, og eftir það beið hún enn einar tíu mínútur. Þá lagði hún af stað sömu leiðina og Willi hafði farið. Hún fór eins langt eins og lnin komst, en áður en hún hafði farið langt, kom hún þar að, sem annars gilbarmurinn hafði fallið niður, og þar uppi á gilbarminum sá hún tréð, sem hallaðist, og sem þau höfðu ver- ið að horfa á. Hún lieyrði til Willa, og Lom eftir litla stund auga á hann, svo sem tvö hundruð fet fyrir ofan sig. “Það var varla von, að nokkur maður fvndi þetta,” kallaði hann til hennar. “Þetta sést ekki nema bara þaðan, sem við vorum áð- an. Það varst þú, sem sást það fyrst. Bíddu þangað til eg kem niður, og þá skal eg segja þér nokkuð.” Það var nokkurn veginn auðvelt að gera sér grein fvrir, hvað hér var um að vera. Sax- on vissi vel, að hér hafði Willi fundið þá leir- tegund, sem notuð var í múrsteininn. Hún sá, að Willi veitti þarna öllu nákvæma eftirtekt, og svo kom hann niður til hennar og settist niður. “Þetta var framúrskarandi hepni,” sagði hann. “Þarna er það hulið, undir svo sem fjögra feta þykkri skán af mold, svo enginn gat séð það. Rétt eins og þetta væri geymt ]>arna handa okkur, svo vel og vandlega. Svo hrynur moldin þarna niður á einum stað, rétt mátulega mikið af henni til þess að við getum séð það.” “En er þetta nú áreiðanlega rétti leirinn?” spurði Saxon og var auðheyrt, að henni var nokkuð mikið niðri fyrir. “ Já, það getur þú reitt þig á. Eg er búinn að höndla nógu mikið af þessum leir, hvar sem eg sé liann. Eg þekki hann aukheldur, þó eg sjái hann ekki, bara með því að taka á honum Eg þekti hann meira að segja á bragðinu. Það hefir alt af töluvert af honum rokið upp í mig. Við höfum haft mikið umstang, síðan við kom- um hér, en eftir þetta verður okkur alt hægra.” “En þú átt ekki landið enn þá,” sagði Saxon. “Ekki enn þá, en þú skalt nú ekki þurfa að bíða lengi eftir því, að við eigum landið. Héð- an fer eg beint til fasteignasalans og borga hon- um dálítið niður og bind þannig kaupin í nokkra daga, meðan hann er að búa út sölusamning- ana og alt, sem þar að lýtur, en á meðan næ eg í alla peninga, sem eg möguleg get. Við fáum þessi fjögur liundruð aftur hjá Gaw Yum og svo tek eg alt lán sem eg get fengið út á hest- ana og vagnana og alt sem eg á, og er nokkurs virði. Svo þegar kaupsamningarnir eru full- gerðir og undirskifaðir, þá á eg landið, þó að eg auðvitað skuldi Hilyard mikið og landið verði veðsett honum. Þá geri eg samning við félagið upp á tuttugu cents faðminn, kannske meira. Þeir gleypa við því undir eins. Það þarf ekki að bora eftir leirnum hér. Það er ekki nema svolítið lag af mold ofan á honum, Og hér eru ósköpin öll af þessum leir, allur hóllinn má segja, og sjálfsagt miklu meira.” “En með því að grafa sundur hólinn, eyði- leggið þið alla þá miklu fegurð, sem hér er,” sagði Saxon og það var eins og hún væri í vafa um, hvort það væri tilvinnandi. “Mikil ósköp!” sagði Willi. “Þetta ' er ekki nema hóll, og brautin að honum kemur hinum megin. Við erum ekki nema svo sem hálfa mílu frá staðnum, þar sem við tókum leirinn áður. Félagið getur bvgt keyrslubraut þangað og eg get dregið leirinn til verksmiðj- unnar fyrir það sama og áður, en alt sem eg fæ fyrir hann, eru auka tekjur. En eg verð áreiðanlega að kaupa fleiri hesta.” Þau sátu þarna stundarkom og héldust í hendur og töluðu um þetta fram og aftur. “Heyrðu, Saxon mín, vilt þú ekki syngja fyrir mig fallega sönginn, sem þú hefir svo oft sungið fyrir mig úður?” Hún gerði það. “Manstu, ]ægar þú söngst þennan söng fyrir mig í fyrsta sinni?” “Já, það var sunnudaginn, sem við kynt- umst fyrst.” “Hvaða hugmynd gerðir þú þér um mig þáf ” “Eg hugsaði þá ]>að sama um þig, eins og eg hefi hugsað alt af síðan, að þú værir hreint og beint sköpuð hana mér. Mér fanst þetta strax og eg sá þig. En hvað hélzt þú um mig1?” “Eg vissi ekki vel hvað eg átti að hugsa. En strax þegar við vorum gerð kunnug, flaug mér í hug, hvort þú værir einmitt maðurinn, sem eg ætti að eiga. Eg man ])að svo vel, að það var einmitt þetta, sem kom í huga minn: Er þetta maðurinn?” “DáMtið hefir þér litist vel á mig þá strax?” “Eg býst við, að mér hafi litist vel á þig, og eg hefi alt af séð býsna vel. ” Willi byrjaði á öðru umtalsefni. “Ef þetta gengur nú vel, eins og það hlýtur að ganga úr þessu, hvernig væri þá, að við færum til Carmel í vetur okkur til gamans? Þú þarft ekki mikið að hugsa um búskapinn þá um tíma, og eg get staðið mig við að fá formann til að líta eftir vinnunni.” Willa þótti undarlegt, að Saxon tók mjög dauflega í þessa uppástungu. “Hvað er á móti því?” sagði hann. Saxon horfði niður fyrir sig og svaraði í hálfum hljóðum: “Eg gerði nokkuð í gær, Willi, án þess að spyrja þig nokkuð um það.” Willi beið eftir frekari skýringum. “Eg skrifaði Tom bróður mínum,” hélt hún áfram og var auðheyrt, að hún átti eitthvað erfitt með að segja það, sem henni bjó í brjósti. Willi beið ejm, því ekki vissi liann hvað hún var að fara. “Eg bað hann að senda mér kommóðuna gömlu, sem móðir mín átti, en sem við báðum hann að geyma.” “Eg held ekki, að það sé neitt athugavert við það. Það kemur sér líklega vel fyrir þig, að hafa hana, og við getum borgað flutnings- kostnaðinn.” “Þú skilur mig ekki, góði minn, og veizt ekki, livað eg er að reyna að segja þér. Veiztu ekki, hvað er í kommóðunni?” Willi neitaði því. En hún sagði í svo lágum rómi, að það naumast heyrðist: “Barnafötin.” “Er það virkilega?” sagði hann. “Já, þau eru þar,” svaraði hún og roðn- aði við. “Þetta þykir mér vænna um, heldur en nokkuð annað, sem eg get hugsað mér. Eg hefi oft hugsað um þetta, síðan við komum hingað,” bætti hann við og í fyrsta sinni sá Saxon nú tár koma fram í augu hans. “En eg hefi aldrei sagt neitt um það. Eg vissi, að eg átti þetta ekki skilið, eftir að hafa hagað mér, eins og eg liefi gert. En eg þráði þetta engu að síður, alveg eins og eg þrái alt af að komast til þín, þegar eg er burtu frá þér.” Hann tók hana í faðm sér og umhverfið eitt lieyrði hjartaslög þeirra beggja. Þau litu bæði upp til hæðarinnar, þar sem þau voru nýbúin að finna mikla auðlegð, sem hér eftir átti að verða sameign þeirra beggja og niðja þeirra. ENDIR. Mary Turner Eftir M ARV I N D AN A. I. KAPITULI. Hún opnaði augun hægt og seinlega og horfði út í gluggann á veggnum gagnvart henni. Dags- ljósið hafði engin áhrif á hennar lömuðu hugs- un. Lengi horfði hún á daufa birtuna, sem lagði inn um glugann, án þess að gera sér eig- inlega nokkra grein fyrir henni, eða fyrir nokkni öðru, svo sinnulaus var hún. Hún gerði sér enga grein fyrir hvað hún var, og naum- ast heldur liver hún var. Samt var inst í huga hennar einhver óljós löngun til að losna undan því heljar fargi, sem hafði lagst á sál hennar. Alt í einu tók hún eftir nokkrum dökkum rákum, sem lágu þvert yfir geislann, sem lagði inn um gluggann. Þá var eins og hún rank- aði alt 'í einu við sér og hugsunin vaknaði á ný, og hún gerði sér aftur grein fyrir sínu eigin, hræðilega ástandi. Glugginn, sem dagsbirtuna lagði inn um, var lítill og hann var ofarlega á steinveggnum, og dökku rákirnar voru eftir járnslárnar, sem voru fyrir glugganum. Þetta vakti hana til fullrar meðvitundar um það, hvemig ástatt var. Hún var í fangelsi. Stúlkan lá kyr í fangafletinu, þröngu og óþægilegu, og starði á gluggann, þetta auðsæja tákn ])ess, hvar hún var stödd. Hún leið and- legar þjáningar. Hún grét ekki. Táralindirn- ar vom löngu tæmdar. Hún hreyfði sig ekki, gekk ekki um gólf, eins og margra fanga er sið- ur og einnig ýmsra villidýra, sem mist hafa frelsið og hnept eru inni. Þau hreyfa sig eins mikið og þau eiga kost á. Hugarstríðið hafði unnið bug á líkamsþreki hennar. Hún hreyfði ekki legg eða lið, og frá henni heyrðist ekki einu sinni stuna eða andvarp. títlit hennar benti á það, að hún væri með öllu yfirbuguð. Þó mátti einstaka sinnunu sjá, að varimar bærðust ofurlítið. En þrátt fyrir alla þessa ytri deyfð og sinnuleysi,' sem yfir henni sýndist hvíla, þá logaði hennar inri eldur engu að síður og var meira að segja lítt viðráðanlegur. Ranglætið, sem hún hafði orðið fyrir, kvaldi huga hennar, og eina huggunin, sem hún með nokkm móti gat komið auga á, var hefndin. Hún gróður- setti þann ásetning vel og vandlega í huga sín- um, að einhvem tíma seinna skyldi hún hefna sín grimmilega á manninum, sem* hún áleit, að valdur væri að ógæfu Sinni og þeim rangláta dómi, sem hún hafði hlotið. Að þessum hefnd- arhug hafði hún ásett sér að hlynna, sem bezt hún gæti, þau þrjú ár, sem dómarinn hafði úr- skurðað, að hún skyldi sitja í fangelsi. Sjálfri ofbauð stúlkunni algerlega það voða- lega ranglæti, sem hún hafði orðið fyrir. Hún var algerlega saklaus af þeim glæp, sem hún hafði verið dæmd fyrir, og sjálf vissi hiin sig ekki seka um neitt það, er við lög varðaði. Ár- um saman hafði hún lagt hart að sér, og gætt allrar sparsemi til að geta lifað heiðarlegu lífi, eins og henni hafði verið innrætt í æsku og eins og hún vissi að fólk hennar hafði jafnan gert. En þrátt fyrir þetta, hafði hún nú verið sak- feld og dæmd til þriggja ára fangelsisvistar algerlega saklaus. Henni fanst næstum, að þetta yrði hún að líða vegna þess, að hún hafði verið ráðvönd og heiðarleg. Það var því ekki undarlegt, þó í huga hennar hreyfði sér sterk- ur uppreisnarandi gegn réttarfarinu og mann- félagsskipulaginu yfirleitt. Hví skyldi hún KAUPIÐ AVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVE. EAST. - - WINNIPEG, MAN. Yard Offíce: 6th Floor, Bank of HamiltonChambera lengur reyna að ganga á guðs vegum, þar sem lienni hafði ekki reynst það betur, en raun hafði á orðið? Alt til þessa, hafði Mary Turner lifað sams- konar Mfi, eins og ótal aðrar stúlkur. Það hafði verið strang heiðarlegt, nema svo beri að líta á, að fátæktin sé ekki heiðarleg. Faðir hennar hafði verið alt annað en gróðamaður og frá sjónarmiði þeirra, sem líta á auðinn sem aðal- atriði þessa lífs, var hann í léttum metum. Hann var prúðmenni, en það er nokkuð, sem ekki er mikils metið nú á dögum. Hann var af góðu fólki kominn og hafði erft allmikil efni. Hann var einnig prýðilega vel greindur mað- ur, en hann hafði ekki þau hyggindi, sem í hag koma. Hann reyndi að ávaxta efni sín, en það mis- hepnaðist alt af, og smátt og smátt gengu efni hans til þurðar. Hann giftist fallegri og elsku- legri -stúlku, en misti hana eftir mjög stutta sambúð. Þau eignuðust eina dóttur, Mary. Ray Turner saknaði mjög konu sinnar, og eftir að hann misti liana, varð hann enn ómögulegri heldur en áður að fara með efni sín, og eftir því sem Mary óx upp, urðu efnin alt af minni og minni. Þó svarf aldrei svo hart að, að þau skorti sjálfðögðustu lífsnauðsynjar, þó þau hins vegar yrðu að ganga margs á mis. Stúlk- an var komin í gegn um barnaskólann, en hélt þó áfram námi, þegar hið mæðusama líf föður hennar var á enda. Sambandið á milli föður og dóttur hafði ávalt verið óvanalega innilegt. Hann hafði veitt henni gott uppeldi og hann hafði innrætt henni guðsótta og góða siðu, og virðingu fyrir öllu, sem gott var og gölugt. Annan arf eftirskildi hann ekki dóttur sinni. Eigur hans voru algerlega gengnar til þurðar. Þrátt fyrir þetta, mátti svo lieita, að Mary hefði verið lánssöm. Svo að ^egja strax eftir dauða föður hennar, hafði hún fengið vinnu, þó ómerkileg væri, í hinni miklu sölubúð, Em- porium, sem var eign hins alþekta auðmanns, Edwards Gilder. Auðvitað voru launin lítil og verkið þreytandi og leiðinlegt. En þó laun- in væru lítil, gat Mary þó lifað af þeim, ef hún gætti afar mikillar sparsemi. Hún var líka þeim góðu liæfileikum gædd, að hún var liraust á sál og líkama og gat mikið á sig lagt. Hún var ein af þeim ótal mörgu, sem varði öllum tíman- um til ógeðfeldrar vinnu, sem naumast gaf lifi- brauð í aðra liönd. Skagafjörður. Höfundur kvæðis þessa—iGuðlaugur J. Lárusson— var 15 ára , er hann orti það. Hann dó síðastliðið vor, þá 17 ára. Skagafjörður, sólbjarta sveitin mín kæra! sonarins kveðjuljóð vil eg þér færa; líta í anda á alt, sem þig prýðir, alt það, sem fegurstu sveitina skrýðir. Orðin með hjáróma hrynjanda falla. Hugur minn reynir á svip þinn að kalla, en ljóðin, þau eru svo lélegar sögur, þegar litið er á, hversu myndin er fögur. Fjölbreytt er landslagið, fljót dynja undir, fjallshringar, afdalir, rennsléttar grundir, kviksyndi, valllendi, melar og móar, mýrafen, háklettar, vatnslindir nógar. Fossamergð syngur í flugstöllum háum, fram renna lækir í straumiðum smáum. Suðrænir fuglar þar sumarsins nóta, svanirnir áfram í loftinu þjóta. Héraðsvötn ftam eftir firðinum líða, fögur og Ijómandi héraðið prýða. Hólminn þar innfrá og Hegranes mynda, unz við hyldýpi sævarins faðmlög þau binda. Bakkarnir svipaðir blikandi rósum, baðast í himinsins skærustu ljósum. Biæirnir standa í brekkunum fríðum. Búsmalinn unir í grösugum hlíðum. Skín á iðgræna velli um vorlanga daga, vefur kónguló net sitt í skrúðgrænum haga. Ráfa hestar og sauðfé um hlíðar og dali. Heim að stekk rekur kvíærnar léttstígur smali. Fjallatindar und himinsins heiðbláum feldi halda vörð yfir sveit; þegar líður að kveldi, ljúft, í þðgulli hátign, þó heimurinn vaki, hnígur sólin til viðar að fjallanna baki. Hversu fagurt er ekki úr fjallshlíðum grænum fram eftir líta og niður að sænum! Sólblikur eyja á svífandi bárum, sæför þar renna und þétt knúðum árum. Strandfuglar leika í lognboða róti. lemja þar öldur á sjófægðu grjóti. Dreymandi vindarnir dreifðum í skýjum dvelja unz birtast í stormkviðum nýjum. Lifðu vel, sveitin mín! Lánið þér fagni. Láti þér hamingjan alt verða að gagni. Hylli þig alt það, sem efling má veita, yztu frá ströndum til fjarlægstu sveita. Lítill eg undi við blómfaðm þinn bjarta, brennandi ást vakti það mér í hjarta. Bernskunnar endurskin í þér má finna, ástmögur fegurstu draumanna minna. —Lesbók Mgbl.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.