Lögberg - 15.05.1930, Síða 4
Bls. 4.
LöGBERG, FIMTUDAGINN 15. M!AÍ 1930.
' -------------------—------------—
Xögtierg
Gefið út hvem fimtudag af The CoU
umhia Press, Ltd., Oor. Sargent Ave.
og Toronto St., Winnipeg, Man.
Talsímar: 86 327 og 86 328
Einar P. Jónsson, Editor
Utanáskrift blaðsins:
The Columbia Press, Ltd., Box 3172
Winnipeg, Man.
Utanáskrift ritstjórans:
Editor Lögberg, Box 3172, Winnipeg, Man.
Verð $3.00 um árið. Borgiat fyrirfram.
The "Lögbergr” Is prtnted and published by
The Columbia Presa, Limlted, in the Columbia
Buildlng, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Uanltoba.
* Fregnir af sambandsþingi *
Eftir L. P. Bancroft, þingm. Selkirk-kjörd.
+-—----------------------------------—■—+
Teningunum er kastað. Fjárlögin hafa ver-
ið lögð fram í þinginu, að mörgu leyti vafa-
laust ]>au yfirgripsmestu, er hið canadiska sam-
bandsþing hefir nokkru sinni fengið til með-
ferðar, og nýjar kosningar fyrirsldpaðar.
Stundaglas hins sextánda sambandsþings, verð-
ur senn ruimið út, að líkindum rétt fyrir næstu
mánaðamót, en kosningar fara fram þann 4.
ágúst.
Þótt undarlegt kunni að virðast, varð ekki
annað merkjanlegt, en að yfirlýsingu forsætis-
ráðgjafans um þingrof og nýjar kosningar,
væri ærið alment fagnað í þingmannahóp, og
það öldungis án tillits til flokka. Yfirlýsingin
batt enda á þá óvissu, er þingmenn höfðu und-
anfarandi funúið til, og var það út af fyrir sig,
harla mikiLs virði. Þar að auki má vel með
sanni segja, að störfum þingsins hafi yfirleitt
miðað greiðlega áfram og mörgum þjóðnýtum
löggjafarnýmælum verið í framkrvTæmd ,hrund-
ið. Samvinna meðal þingmanna hefir verið
hin ákjóisanlegasta, og! eiga þar allir flokkar
jaifnt hlut að máli.
Vafaláust eru ýmsir þeirrar skoðunar, að
kosningahríðin muni því nær einvörðungu snú-
ast um fjármálafrumvarp stjómarinnar, eða
stefnu hennar í tolla- og skattamalum. Að
vísu verður eigi um það deilt, að þar sé um
afar-mikilvægt og margþætt málefni að ræða.
Þó má hinu ekki gleyma, að til sögunnar hljóta
að koma mörg lömnur\ yfirgrtipsmikil mól, er
víðtæk áhrif hafa á framtíðar velfarnan þjóð
arinnar.
Við umræðurnar um fjárlagafrumvarpið í
fyrra, skoraði Mr. Bennett á stjómina að rjúfa
þing og ganga til nýrra kosninga, með því að
víst væri, að hún hefði tapað trausti þingsins.
Atkvæðagreiðslan um fjárlögin, sem og reynd-
ar þau mál önnur, er stjómin lagði fyrir þing-
ið, sannaði afdráttarlaust, *að staðhæfingar
Mr. Bennetts voru á næsta veikum rökum bygð-
ar, því í hverju einasta tilfe>lli, er nokkra máli
skifti, gekk flokkur hennar sigrandi af hólmi.
Næsta skrefið, er Mr. Bennett þá tók, var það,
að ekki gæti komið til nokkurra mála, að
stjórnin tæki þátt í samveldisstefnu þeirri,
er háð skal í Lundúnum á komanda
hausti, nema því aðeins, að hún hefði áður
léitað álits kjósenda við almennar kosningar
og unnið sigur í þeim. Loks kórónaði aftur-
haldsleiðtoginn viðleitni sína með vantrausts-
yfirlýsingu á hendur stjórninni, er var feld
með miklu afli atkvæða. Nú hefir hann enn á
ný borið fram aðra vantraustsyfirlýsingu
gagnvart stjóminni, og má óhætt fullyrða, að
hún fái eina og sömu útreið, er til atkvæða-
greiðslunar kemur, og sú frá í fyrra.
Við kosningar þær, er nú fara í hönd, verð-
ur að sjálfsögðu úr því skorið, hvort stjóm sú,
er Mr. King veitir forystu, njóti trausts þjóð-
arinnar eða ekki. Um það atriði skal ekki
fjölyrt að sinni, þótt hins vegar bendi margt
til þess, að úrskurður kjósenda muni falla
stjóminni í vil. Þá verður og vafalaust margt
og mikið um það ritað og rætt, meðan á kosn-
ingahríðinni stendur, hvort stefna stjómarinn-
ar í utanríkismálunum, sé fyllilega sniðin eftir
nútíðarkrjöfum hinar canadásku þjóðar, eða
það gagnstæða. Skilningur þess, er línur þess-
ar ritar, er sá, að einnig í þessu tilliti, muni
úrskurður kjósenda falla stjóminni í vil. Auk
þess verður vafalaust um það háð snörp senna,
hvort stefna stjómarinnar tolla- og skatta-
málhnum viðvíkjandi, samræmist fyllilega fjár-
hagslegu ástandi þjóðarinnar, eins og því nú
er farið, eða ekki. 1 stuttu máli, mun kosn-
ingabardaginn að miklu leyti snúast um það,
hvort stjórnin hafi reynst vanda sínum vaxin
í liðinni tíð, og hvers vænta megi af henni í
framtíðinni, í því falli, að henni verði faUn
völd á ný.
Ganga má lít frá því sem gefnu, að nokkuð
verði rætt um afnám ýmsra þeirra löggjafar-
atriða, er enn bera á sér nýlendublæ, og sem
núverandi stjóm telur úrelt orðin og í ósam-
ræmi við sjálfstæðislega viðurkenningu hinnar
canadisku þjóðar. Til era þeir, er sætta vilja
sig við að láta alt hjakka í sama farinu, og
jafnvel láta í ljós óbeit sína á flestu. er ber
vott um fullkomin canadisk þjóðréttindi. öllu
slíku er núverandi sambandsstjóm gersamlega
mótfallin, og nægir í því efni að benda á fram-
koinu Mr. Kings bæði á samveldisstefnunni í
Lundúnum, sem og á þingi Þjóðbandalagsins í-
Geneva. Mun það vel mega til sanns vegar
færast, að Mr. King sé sá maðurinn, er einna
mest hafi á sig lagt í þágu canadiskra þjóð-
rettinda.
Flogið hefir það fyrir, að ýmsir af helztu
forkólfum afturhaldsliðsins, liafi látið sér það
um munn fara, að rýmkanirnar • á forgöngu-
tollinum brezka, séu ekki líklegar til að koma
að þeim notum, sem Mr. Dunning og samverka-
menn hans í ráðuneytinu láti í veðri vaka.
Hvort slíkt er á nokkrum minstu rökum bygt,
verður tíminn að leiða í Ijós. Samt hafa aftur-
haldsmenn enn látið tiltölulega lítið til sín op-
inberlega heyra í þessu efni, hvað svo sem
verða kann, er fram í kosningahríðina kemur.
Það er ekki ýkja langt síðan, að ýmsir for-
sprakkar afturhaldsins töldu rýmkun hins
brezka forgöngutolls, eitt af megin-skilyrðun-
um fyrir fjárhagslegri velfarnan hinnar Qan-
adisku þjóðar, og þá ekki hvað sízt eftir að
hljóðbært varð um afstöðu Bandaríkjastjómar
gegn innflutningi canadiskrar framleiðslu suð
ur yfir landamærin. Eitthvað undarlega afkára-
legt hlyti það að skoðast, ef sömu mennirair,
fvrir þá sök eina, að það er MacKenzie King
stjórnin, er tollrýmkuninni hratt í framkvæmd,
fordæmdu hana nú, eða teldu hana lítils nýta.
Með það fyrir augum, að greiða fyrir störf-
um þingsins á allan hugsanlegan hátt, hefir Mn
King átt fund með foringjum hinna ýmsu þing-
flokka, og leitað við þá samvinnu. Má óhætt
fullyrða, að málaleitunum hans í þessu tilliti,
hafi verið tekið hið bezta. Eins og kunnugt er,
var þingið leyst upp með skyndilegum hætti, ár-
ið 1926. Af því leiddi það, að mörg og mikilvæg
mál urðu eigi útrædd, eða sigldu beinlínis í
strand. Að þessu sinni kemur ekki til neins
slíks. Munu þingmenn því nær einhuga um það,
að skiljast eigi fyr við störf sín, en öll helztu
mál, þar á meðal fjárlögin, hafi afgreidd
verið.
Frá því hefir verið skýrt í bréfum þeim frá
Ottawa, er í Lögbergi hafa birzt, að stjórnin
hefði á öndverðu þingi lagt fram frumvarp til
laga um endurbætt launakjör þeirra canad-
iskra hermanna, er í heimsstyrjöldinni miklu
tóku þátt. Felur fmmvarp þetta í sér marg-
víslegar umbætur á kjömm hermanna vorra,
og tryggir þeim meiri jöfnuð, en áður viðgekst.
Nefnd sú, er um mál þetta fjallar, er skipuð á-
gætismönnum, svo sem þeim Mr. Power frá
Quebec, Mr. MacPherson frá Portage la Prairie
og Mr. J. T. Thorson, þingmanni fyrir Mið-
Winnipeg kjördæmið hið syðra.. Hafa menn
þessir allir lagt á sig feykimikið starf í þágu
þessa nauðsynlega mannúðarmáls.
Undanfama síðustu daga, hafa Gróusögur
gengið um það, að stjórnin myndi hafa í hyggju
að stinga framvarpi þessu um endurbætur á
launakjömm heimkominna hermanna, undir
stól. Fullyrða má, sem betur fer, að hér sé
ekki um annað en heilaspuna að ræða. Stjórn-
arformaðurinn sjálfur, hefir hvað ofan í annað
lýst yfir því í þinginu, að ekki verði við mál
þeta skilið, fyr en það hafi hlotið afgreiðslu
sem lög, og hið sama hafa þeir allir, er þing-
nefndina skipa, látið í ljós. Hvað þarf þá
framar vitannna við ? Menn leyfa sér stundum
helzti margt, þegar kosningar era í .aðsigi, ef
vera kynni að einhver biti á agnið. En óvið-
feldið er það engu að síður, að gripið skuli til
jafn-lítilmannlegra vopna, ekki sízt þegar um
jafn-viðkvæmt mannúðarmál er að ræða, sem
frumvarpið um endurbætur á launakjöram
þeirra manna, margra hverra örkumlaðra æf-
ina á enda, er mestu fómuðu í þágu þjóðarinn-
ar, er harðast svarf að.
Framvarpið um þjóðnýting víðvarpstækja,
fær sennilega því miður ekki framgang að þessu
sinni. Samt hefir þó það unnist á, að stjórnin
hefir ákveðið að synja ödum einstaklingum eða
félögum, um víðvarpsleyfi. jafnvel þótt tvö
hundrað umsóknir séu fyrir hendi. Yill stjóm-
in þar með fyrirbyggja, að málið lendi í slíkt
öngþveiti, sem nú á sér stað í Bandaríkjunum.
Stjómin er íeindregið hlynt þjóðnýting víð-
varps og víðvarpstækja, og mun á sínum tíma
sjá málinu að fullu borgið, fari hún með völd
að afstöðnum næstu kosningum.
Af störfum efri málstofunnar er fátt að
frétta að þessu sinni. Öldungamir tóku sér
langt páskahlé, og era rétt að segja nýteknir
til starfa. Má hið sama um samkomulagið
segja í þeirri málstofunni, sem hinni neðri, að
það mun sjaldan hafa verið betra, og mun því
tæpast þurfa að gera ráð fyrir, að þau megin
mál, er neðri málstofan kann að afgreiða, mæti
nokkrum verulegum farartálma í hinni efri, og
er það vel.
Þótt enn sé að vísu drjúgur tími fram til
kosninganna, má þó á öllu sjá, að mikið stend-
ur til.
+---------------------------+
Skóggrœðslumálið
•l-------------■—-----------+
Síðan það fyrst kom til umræðu, hefir all-
mikið verið um það ritað. Fyrst var því lítill
gaumur gefinn af öðmm en Birni Magnússyni,
sem fyrstur vakti máls á því hér í Winnipeg á
þjóðræknisþingi 1928.
Var því tekið með hangandi hendi og yfir-
leitt var lítil trú á málinu og alls enginn áhugi
fyrir því.
Emile Walters listmálari leit á málið í
byrjun með meiri hugsun, en allir aðrir, að
undanteknum Birni Magnússyni. Bjöm lagði
sig ahan fram um það, að fá í lið með sér máls-
metandi menn og áhrifa — hefir hann þegar
gengist fyrir félagsstofnun í þeim tilgangi, að
“klæða landið”, ísland; hefir félagið verið
nefnt “ Vínlandsblóm”, og er ætlun stofnend-
anna sú, að héðan að vestan komi styrkur nú í
sumar og framvegis til þess að Island megi
aftur verða “skógi vaxið milli fjalls og fjöru”.
eins og fornsögurnar segja það hafi verið.
Eg hefi Verið beðinn að skrifa stutta grein
um þetta mál; er mér það ljúft að öðru leyti
en því, að eg hefi of Utla þekkingu á því til þess
orð mín liafi nokkurt verulegt gildi.
Eitt er það þó, sem eg get gert þessu máli
til liðs, það er að sýna og sanna þeim, sem ef-
ast um að skógur geti vaxið á Islandi, að heir
hafa þar á röngu máli að standa. Fyrir því
era bæði margar og óhrekjandi sannanir, að
Ísland var skógi vaxið í fornöld. Máli mínu til
sönnnunar leyfi eg mér að vitna í það, sem Jón
Jónsson sagnfræðingur segir í sinni merku
bók: “Gullöld Islands.” Er hann svo viður-
kendur höfundur og vandvirkur, áreiðanlegur
og rökfastur, að fáir munu efast um orð hans.
Hann segir meðal annars það, sem hér fer á
eftir: /
“Loftslagið (á Islandi) er vafalaust mjög
svipað nú, gróðurskilyrðin nálega hin sömu —
— nú er víða nakið og bert, þar sem áður var
graslendi og skógur. Hið elzta og áreiðanleg-
asta heimildarit vort, Islendinga-bók, segir af-
dráttarlaust, að Island hafi á landnámstíð ver
ið viði vaxið milli fjalls og fjöm; og hið sama
segir Landnáma, ein af áreiðanlegustu lieim-
ildum vorum önnur en Islendinga-bók.--------
Ætlum vér að þær bygðir hafi ekki verið marg-
ar hér á landi (Islandi) í fornöld, sem ekki
vora meira eða minna skógi vaxnar. — 1 forn-
sögum vorum er mjög víða getið um skóga hér
á landi (Islandi) og bára þeir stundum sérstök
nöfn, eins og t. d. Bláskógar, Goðaskógur og
Yíðiskógur í Árnessýslu; Krákunefsskógur í
Helgafellssveit; Þykki-skógur í Dölum; Fells-
skógur á Fellsströnd; Þorskafjarðarskógur og
Brimnesskógur í Skagafirði; Eyjarskógur eða
Gnúpufellsskógar í Eyjafirði; Eiðaskógur í
Suður-Múlasýslu. Þó voru hinir miklu fleiri
víðsvegar um land, sem ekki bára neitt sér-
stakt nafn sem getið sé. Má af einstökum hér-
uðum eða sveitum, sem vér höfum vissu fyrir
að vornu skógi vaxin, telja t. d. Hvalfjarðar-
botn, Mýrar, Skorradal, Skarðsströnd, Saurbæ
í Dölum, Dýrafjörð, Geirþjófsfjörð, Vatns-
fjarðardal, Mjaðmárdal, Mývatnssveit, Vopna-
fjörð, Rljótsdalshérað, Rauðaskriður, Þrí-
hyrningshálsa, Þjórsárdal og ýms fleiri. Þá
eru fjölmörg bæja- og staðanöfn, sem benda í
sömu átt, eins og t. d. Skógar, Mörk og sam-
setningar af þeim, svo sem Árskógar, Fagra-
skógar, Ljárskógar, Lækjarskógar, Tröllaskóg-
ur, Skógahverfi, Skógarströnd, Einhyrnings-
mörk, Þríhyraings.mörk o. fl. Má ganga að því
vísu, að allir þessir staðir hafi í öndverðu ver-
ið skógi vaxnir, því að öðrum kosti gátu nöfn-
in ekki átt við. — Um landnám Skallagríms er
sagt, að þar hafi verið skógar víðir; liggur
nærri að skilja það þannig, að þeir hafi tekið
yfir stór svæðij. —• A)f 'Gísla isiögu Súrssonar
má ráða, að skógamir í Dýrafirði í- Geirþjófs-
firði hafi verið allstórir, því Gísla var jafnan
borgið, er hann komst í skóga, hversu margir,-
sem í eftirförinni voru. Þess er og getið um
sveinana jáonu Vósteins, er þeir í höfðu vegið
Þorkel Súrsson, að þeir fóra í skóga þá er þeir
megi ekki finnast. “Skógur þykkur var í daln-
um”, segir um Sælingsdal og í sömu átt bendir
nafnið “Þýbkvaskógar”, “Fagurskógar” og
margt fleira mætti telja.------Hitt er meira
um vert, að sögumar gefa í skyn eða jafnvel
segja með beram orðum, a$ landsmenn hafi
reist hús og bygt hafskip af innlendum viði.
Um ólaf pá er það beinlínis sagt, að hann hafi
látið reisa bæinn í Hjarðarholti “af þeim við-
um, er þar vóra höggnir í skóginum”. — Land-
námsmennimirf hafa flestir óefajð húsað bæi
sína eingöligu af innlendum viði. Þeir gátu
valið úr skógunum og hafa vafalaust gert það;
hefir þá smám saman höggvist upp það, sem
bezt var; svo þegar kom fram á Söguöldina,
hefir eigi verið unt að fá hér nógu sterkan og
stórvaxinn máttvið til hinna meiri bygginga,
sem oft vora gríðar stórar, t. d. skálar og eld-
hús. Hafa slík hús þá oftast verið bygð úr út-
lendum viði, en önnur smærri hús á bænum af
inlendum viði að öllum jafnaði. Þó hefir það
smámsaman farið rénandi, eftir því sem skóg
arnir hjuggust og gengu úr sér.
'1 tveimur áreiðanlegum, heijnildum^ Land-
námu og Kristnisögu, er þess getið, að hafskip
hafi verið bygð hér á landi af innlendum viði.
Landnáma skýrir frá því, að Ávargur hinn
írski hafi fyrstur manna bygt í Botni við Hval-
fjörð, og bætir svo við: “Þar var þá svá stórr
skógur, að hann gerði þar af hafskip og hlóð þar
sem nú heitir Hlaðhamarr.”' Um stærð þess-
ara skipa eru að vísu ekki hægt að segja neitt
með vissu; en til þess að þau geti kallast “haf-
skip” eða “haffær” skip, hafa þau orðið að
vera stærri og traustari en svo, að til þeirra
nægði mjög smávaxin skógartré.
Um leið og fornsögur vorar sýna
það og sanna, að skógarvöxtur
hefir mikill verið á Islandi á
fyrri öldum, bera þær það einnig
með sér, og skógarnir hafi þá
þegar mikið verið farnir að spill-
ast, er þær voru færðar í letur;
því sagnritarinn minnist jafnað-
arlegast á þá sem horfna dýrð,
eða með öðrum orðum, sem benda
til liðinna alda. Það vill nú svo
vel til, að þær leiða oss einnig
ljóst fyrir sjónir viðurstygð eyði-
leggingalrinnar, að því er skóg-
ana snertir, og er það margt, sem
hefir orðið þeim að meini. Er þá
fyrst að telja, að menn ruddu
lönd í skógum til byggingar og
ræktunar. Svo gerðu þeir ólafur
pá og Eiríkur rauði; og um Blund-
ketil er það sagt, að h^nn hafi
víða látið ryðja skóg og byggja.
Þá er og algengt að höggva í
skógum bæði efnivið og til áreft-
is, og hefir þá stundum verið nær
gengið, einkum þar sem margir
attu skóg saman, eða skógurinn
var þrætuepli milli tveggja manna
eða fleiri. Svo var um skóg þann,
er þeir áttu saman í Vopnafirði,
Þorsteinn stikublígur og Þórður
í Tungu. Brodd-Helgi tók að sér
að skakka leikinn, og það gerði
hann á þann hátt, að hann bauð
út fjölmenni miklu og lét
höggva upp allan skóginn og
araga hvert tré heim til Hofs.
Heldur þótti og Krákunesskóg-
ur spillast í höndum Snorra goða,
því hann lét gera mikið að um
skógarhöggið. Enn fremur var
alsiða, að gera til kola í skógum,
og eru þess ótal dæmi í fornsög-
um vorum. iS'kal hér aðeins drep-
ið á eitt þeirra, því það er nokk-
uð sérstakt í sinni röð.
Maður, sem nefndur er Ölkofri,
var eitt sinn við kolabrenslu í
skógi sínum upp frá Hrafnabjörg-
um. Htann sofaði út fá starfi
sínu og kom þá eldur upp í gröf-
unum og læsti sig í limið hjá. Tók
r.ú skógurinn að brenna og brann
fyrst sá skógur allur, er ölkofri
átti; og því næst þeir skógar, sem
næstir voru, þar á meðal Goða-
skógur. Má vefa, að svo hafi oft-
a. viljað til, þótt þess sé ekki
gttið.
Þessi neyzla á skógunum var
nú samt sök sér, ef' skynsamlega
cg gætilega hefði verið á haldið.
En því fór fjarri. Það var ekki
r.óg, að höggvið væri miskunnar-
Iaust, heldur var einnig girt fyr-
ir allan nýjan gróður með því að
beita fé í skógana, bæði vetur og
sumar. Þegar svo mannshöndin
og fénaðurinn í sameiningu voru
búin að hnekkja vextinum, tók
náttúran sjálf í strenginn og vann
það sem á vantaði. Skógana blés
upp og þeir kulnuðu út.”
Eg hefi tilfært hér að ofan um-
sögn eins þess manns, er mest
hafði lagt sig eftir sögulegri
þekkingu íslands allra samtíðar-
manna sinna. Jón Jónsson sagn-
fræðingur 'hafði óvenjulega glögt
andlegt auga fyrir því, hvernig
ísland, ‘hafði verið til forna,
hvernig það var á vorum dögum
og hvernig það mætti verða, ef
hugur og hönd yrðu samtaka í
viðreisnartilraunum og verklegri
framkvæmd. Hann var einn
þeirra, sem sá ísland viði vaxið
milli fjalls og fjöru, sá hvernig
óforsjálni mannanna gekk í lið
með hinum eyðileggjandi öflum
náttúrunnar til þess að afklæða
landið, og sá það aftur i huga sér,
þegar ný þekking og aukin fram-
taksemi hafði unnið í félagi við
hin skapandi öfl náttúrunnar til
þcss að klæða það aftur.
Fáar sögur hafa oftar verið
sagar eða lesnar á Islandi, en
sagan hans Björnsons, þar sem
litli runnurinn var að klæða fjall-
ið; í undirvitund Islendinga lifði
þekkingin um það, að landið
þeirra hafði ekki verið nakið og
bert í fyrri daga, eins og það er
nú, og löngun til þess að klæða
það aftur. Þess vegna var litla
sagan þeim svo hugljúf; þar var
túlkuð tilfinning, sem þeir áttu
sjálfir.
íslenzku skáldin hafa hvert á
fætur öðru séð í anda landið sitt
skógi klætt í framtíð drauma. •—
Einar Benediktsson segir í einu
af sínum gullfallegu æskukvæð-
un
“Við smíðum, piltar, plóga
að plægja merkurnar,
og sköpum nýja skóga
til skjóls og fegurðar.”
Og Hannes Hafstein tekur undir
i binu fræga aldamótakvæði sínu
tg segir:
í meir en þriðjung aldar hafa
Dodd's Kidney Pills verið viður-
kendar rétta meðalið Við bakverk,
gigt, þvagteppu og mðrgum fleiri
sjúkdómum. Fást hjá öllum lyf-
sölum, fyrir 50c. askjan, eða sex
öskjur fyrir $2.50, eða beint frá
The Dodds Medicine Co., Ltd.,
Toronto, ef borgun fylgir.
“Sú kemur tíð, að sárin foldar
gróa,
sveitirnar fyllast, akrar hylja
móa;
brauð veitir sonum móður-
moldin frjóa,
menningin vex í lundum nýrra
skóga.”
Það er vel til fallið, að þessi
hugsjón komi fram í verulegum
verkum einmitt nú á þessum
merku tímamótum.
Þ.egar Björn Magnússon hreyfði
skógræktarmálinu ^fyrst, voru
menn daufir og vantrúaðir á
tvent: í fyrsta lagi að skógur gæti
vaxið á íslandi til nokkurra mUna
og efuðust um, að þar hefðu ver-
ið skógar í fornöld; í öðru lagi
var ekki búist við, að nokkur
verulegur áhugi yrði vakinn fyr-
ir hreyfingunni. Nú eru hér að
ofan færðar órækar sannanir fyr-
ir því, að miklir skógar voru á
íslandi til forna; mannsh'ndin
eyðilagði þá að mestu leyti; ætti
hún því eins að geta grætt þá aft-
ur og bætt fyrir afbrot sín. Skóg-
vaxtarskilyrði 'heima eru þau
sömu nú og áður voru, og ætti
því verkið að vera auðunnið með
þeirri auknu þekkingu, sem feng-
ist hfeir í þeim efnum. Viljinn,
samtökin og framkvæmdirnar eru
það eina, sem þarf til þess að
klæða landið.
Birni Magnússyni hefir tekist
að vekja til verks marga mæta og
jáhrifamikla menn og hafa þeib
þegar egngið í lið með honum;
þar \á meðal sumir ihelztu leið-
andi manna enskra beggja megin
landamæranna.
Emile iWalters listamálari hef-
ir beitt sér fyrir málið syðra og
þar á meðal vakið tjl starfs fé-
lag, sem efnir sig: “The Bird and
Tree *-Club*. jlHefir þettla ^félag
ákveðið, að senda heilmikið af
fræi og trjám til plöntunar heim
til íslands í sumar, og er það að
safna $1,000 í sjóð til þess að
standast kostnaðinn við sáning-
ur.a og plöntunina. Er því ekki
hægt annað að segja, en málið sé
komið á góðan rekspöl og mikils
megi vænta af þessari hreifingu.
Það er drengilega gert af Vestur-
ífclendingum, ef þeir taka saman
höndum við bræðurna heima
1930 í því því starfi að “klæða
landið.”
Sig. Júl. Jóhannesson.
WINIPEG ELECTRIC CO.
Það var eindregið álit fast-
eignasala, á fundi, sem þeir héldu
nýlega í Connectidut, að ekkert
gerði fasteignir útgengilegri
heldur en það, að þær væru nærri
strætisbraut. Byggingarlóðir, sem
öðru vísi væri í sveit komið,
sögðu þeir að væru næsta óselj-
anlegar, hvort sem heldur væri
fyrir heimili eða verksmiðjur.
Eitt af því, sem bendir á að
þetta sé rétt á litið, er það, hve
oft og greinilega það er tekið
fram, þegar lóðir eru auglýstar
til sölu, að þær séu rétt við stræt*
isbrautina.
Jafnvel þótt bílar séu nú orðn-
ir mjög algengir, þá er samt sem
áður mikil þörf á strætisvögnun-
um. Það er sjaldan nema einn
bíll á hverju heimili, en til vinnu
fer heimilisfólkið oftast í ýmsar
áttir og getur því ekki alt notað
sama bílinn. Sumt af því verður
að nota 'strætisvagnana. Hagur-
inn af því að vera nærri strætis-
braut, er því auðsær.
Tvö “Scholarships” til sölu nú
þegar, við einn af allra beztu
verlunarskólum Vesturlandsíns.
Spyrjist fyrir um skilmála á
skrifstofu Lögbergs.