Lögberg - 19.06.1930, Side 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. JÚNÍ 1930.
Bls. 5.
Kutjepoff
Wlnnlpeft
100 Plnder Block
• Saskatoon
401 Lancaster Bldft.
Calftary
10053 Jasper Ats.
Edmonton
622 W. Hasttafts 8t.
Vancourer
36 Welllnaton St.
West
Toronto
127 St. Sacrament
Street
Montreal
Elzta eimskipasamband
við Canada
1840—1930
Nú er tíminn til að annast um
farar-útbúnað bræðra, systra, eig-
in-kvenna, barna, foreldra, ást-
meyja og unnusta á gamla land-
inu, er flytja ætla til Canada.
Cunard línan hefir hlotið frægð
fyrir ágætt fæði, fljótar ferðir og
sanngjarnt verð.
Vér höfum skrifstofur í öllum
löndum Norðurálfunnar, er greiða
jalfnt fyrir einstaklingum sem
fjölskyldum. Vér sendum pen-
inga fyrir yður til Norðurálfunn-
ar fyrir sanngjöm ómakslaun.
Ef þér heimsækið gamla land-
ið, þurfið þér vegabréf, sem og
endurkomu skírteini. Vér hjálp-
um yður til að koma þessu í kring.
Skrifið oss á móðurmáli yðar í
sambandi við upplýsingar, er yð-
ur verða í té látnar kostnaðar-
laust.
CllN^IRJD
-<^«dun Scrvice
Hitt og þetta
Amerísk auglýsing.
Sagan gerist í 'Ameríku — í
stórborginni New York. Þar hafði
verið reist glæsilegt nýtízku hó-
tel, þar sem auglýstar voru sér-
staklega góðar og sérstaklega ó-
dýrar ostrur. Ostrur þykja góð-
ur matur og viðskiftavinir hótels-
ins urðu þegar frá fyrstu byrjun
fjölmargir. En þó var gestgjaf-
inn engan veginn ánægður —
hann vildi hafa miklu fleiri. Svo
einn góðan veðurdag finnur einn
gestanna dýrindis perlu í einni
ostrunni. Ætlar hann að lauma
henni í vasa sinn, — en gestgjaf-
inn hafði tekið eftir honum og
kom nú og heimtaði perluna.
Gesturinn neitaði að láta hana af
hendi svo að úr þessu urðu mála-
ferli, sem enduðu þannig, að gest-
urinn vann.
En skðmmu seinna fanst önnur
perla í ostrunum. Og að þessu
sinni sýndi gesturinn hana öll-
um, því að nú gat hann skírskot-
að til lagafyrirmælis, sem mælti
svo fyrir, að hver sá, sem fyndi
perlu, ætti hana.
Fleiri perlur fundust í ostrun-
um á hótelinu, og loks komuust
blöðin í málið.; þetta var efni
fyrir þau. Blaðamaður nokkur
snapaði það uppi, hvar þær væru
teknar, og það stóð heima, þar
voru töluvert stundaðar perlu-
veiðar. — Og nú “sprakk bomb-
an’.’ allir vildu freista gæfunsar
við perluveiðarnar í “ostruhótel-
inu,” það yfirfyltist á skömmum
tíma — og nú var gestgjafinn
ánægður. 1
Málið var ofur I eijnfalt.
skúffu gestgjafans lá slifsisnæla,
það vantaði að eins í hana perl-
una. Hjá nælunni lágu nokkrir
reikningar, sem allir hljóðuðu upp
á ódýrar perlur. Auglýsing var
sniðug og hún margborgaði sig.
—Lesb.
Dr. Paul Hermann
látinn.
Hinn alkunni íslandsvinur oé
fræðimaður, dr. Paul Hermann,
prófessor, er nýlega látinn í
Torgau á Þýzkalandi.
Hann var fæddur 10. desember
1866 og varð því tæpra 64 ára að
aldri. Háskólanám stundaði hann
við háskólana í Berlín og Strass-
burg og lagði stund á gömlu mál-
in, Austurlandafræði, þýzku og
guðfræði. Yfiirkennaraprófli lauk
hann 1891.
Hann ferðaðist hér um Island
á árunum 1904, 1908, 1911 og 1914.
Hafði hann, styrk frá mentamála-
ráði Þýzkalands til þeirra ferða-
laga. Varð hann gagnkunnugur
landi og þjóð og tók ástfóstri við
hvort tveggja, eins og sjá má á
bók hans: ísland og íslendingar.
Hann þýddi nokkrar íslenzkar
bækur á þýzku og þykja þær þýð-
ingar vel af hendi leystar. Yfir-
leitt var hann einn af þeim beztu
málsvörum, sem vér höfum átt í
Þýzkalandi, og er þá mikið sagt.
•— Mgbl. 16. maí.
FLUTTA FUNDI
í Goodtemplarahúsinu þann 9.
þessa mánaðar.
Kæru landar!
Eg veit að þið hafið allir fylli-
lega skilið það, er eg hefi sagt
um stefnu félagsins Vínlands-
blóm.
Eg óska pess, að þið getið séð
að það er sómi vor að hlynna að
þessum málum. Eg óska að sem
flestir skrifi nafn sitt á stefnu-
skrána og hjálpi af fremsta megni
að vinna að þessum málum.
Eg bið þess, enn fremur, að þið
lítilsvirðið ekki þetta málefni, þótt
það sé aðeins veiðimaður og skóg-
armaður, og það ómentaður, sem
fiutt hefir þetta málefni. Hér er
málefni, er allir íslendingar geta
unnið að, án þess að verða ósátt-
ir út af því.
Það er málefni, er vinnur að
því að þvi fagra, að því göfuga og
góða, með óbrotna stefnuskrá,
sem allir geta skilið.
Eg bið ykur, sem farið heim til
gamla landsins, að skila kærri
kveðju frá Vínlandsblómi, og seg-
ið þeim þar heima, að við munum
halda áfram í því að vinna að
endurreisn skóganna á íslandi í
sambandi við vini vora þar.
Að vér finnm það skyldu vora,
að vér elskum land vort og tökum
undir með skáldinu:
“Og þig eg elska, mín eigin þjóð,
Með ættarbragð frá fyri tíðum.
Sem fóstrar sveina með frjálsan
móð,
Og fljóðin skær sem blóm í
hlíðum.
Eg elska þig á bjartri vonar
1 braut,
Hin beztu gæði hrynji þér í
skaut,
Ver hvað þú varst,
Þá vegsemd barst,
Og sönnum frelsis notum náðu.”
Segið þeim heima, að við, sem
ungir fórum frá landinu, elskum
alt sem íslenzkt er, að mæður vor-
ar kendu oss að elska landið, er
ól þær upp, landið, sem gaf oss
umhyggjusama og elskuríka móð-
ui.
Hamingjan fylgi ykkur öllum,
og gefi ykur gleði og ánægju, og
um fram alt góða heilsu, að þessi
♦
freð örvi tilfinningar ykkar, til
þess að vilja græða gömul sár
fósturjarðarinnar.
Að þið komið í lið með Vínlands-
blómi, og hjálpi oss að láta það
blómgast og sá sínu fræi, til
fósturjarðarinnar.
Björn Magnússon.
Aljekkin, skákmeistarinn heims-
frægi, dvaldi nýlega í Noregi, og
tefldi þá fjölskákir við marga af
frægustu taflmönnum Norð-
manna. Þess er t. d. getið, að
hann tefldi við 35 Oslotaflmenn í
einu og vann af þeim 24 skákir,
gerði jafntefli í 7, en tapaði að-
eins 4.
í Rúmeníu var verið að yfir-
heyra kommúnista einn, er hafði
gert sig sekan í upþoti. Tveir
kommúnistar aðrir brutust inn í
réttarsalinn, köstuðu reykbomb-
um, og tókst þeim að hafa félaga
sinn á burt með sér.
Rúmlega 3 mánuðir eru nú
liðnir síðan Kutjepoff hershöfð-
ingi hvarf. Franska lögreglan
hefir yfirheyrt um 2000 vitni út
af hvarfi hans. — Hér í blaðinu
var nýlega skýrt frá framburði
eins vitnanna. Vitnið, ónafn-
greind rússnesk kona, kvaðst hafa
séð gráan og rauðan bíl keyra til
strandar nálægt Cabourg í Nor-
mandí þann 26. janúar, 4 menn
stíga út úr bílnum og báru þeir
karlmann á milli sín. Hann virt-
ist meðvitundarlaus. Bátur beið
þeirra við flæðarmálið og flutti
þá út til skips^ sem lá úti frá
ströndinni.
Eins og kunnugt mun vera, var
Kutjepoff rænt þ. 26. jan., og
ræningjarnir óku burt með hann
í gráum bíl. Einn þeirra ók á eft-
ir í rauðum bíl.
Franska lögreglan hefir nú
rannsakað framburð rússnesku
konunnar og yfirheyrt önnur tvö
vitni, sem sáu rauða og gráa bíl-
inn í Normandí umgetinn dag.
Lögreglan segir, að rannsóknin
hafi leitt það í ljós, að framburð-
ur rússnesku konunnar sé réttur.
’Telur lögreglan víst, að það hafi
verið Kutjepoff, sem var fluttur
til skipsins.
Hins vegar veit lögreglan ekki,
hvert skipið hefir farið með Kut-
jepoff. Og lögreglan hefir held-
ur ekki getað aflað sér fullnægj-
andi upplýsinga um hverjir hafi*
rænt Kutjepoff.
Franskur lögmaður, Grandcollet
að nafni, hefir tilkynt lögregl-
unni, að hann hafi séð gráan og
rauðan bíl í Normandi þann 26.
jan. Það lá við, að lögmaðurinn
yrði undir öðrum þeirra. Bíllinn
nam, því staðar og Grandcollet
sá þá suma farþeganna í bílnum
allgreinilega. Hann sá nýlega
mynd af rússneska tékjerindrek-
anum Jannovits í frönskum blöð-
um, og segist Grandcollet vera
sannfærður um, að Jannovits hafi
verið einn þeirra, sem hann sá í
fcílnum í Normandi. — Jannovits
var fyrrum yfirmaður leyniþjóna
rússatékunnar í París, en eftir
Bessadovski hneykslið var hann
sendur til Berlín. — Franska lög-
reglan hefir nú komist að raun
um það^ að Janovits hafi verið í
París um það leyti, sem Kutje-
poff var rænt. En henni liefir
þó ekki tekist að fá sannanir fyrir
því, að Jannovits sé einn af ræn-
ingjunum.
Rannsóknirnar út af hvarfi
Kutjepoffs halda áfram, en menn
gera sér litlar vonir um frekari
árangur.
Miller hershöfðingi er foringi
landflótta rússneskra liðsforingja
síðan Kutjepoff hvarf. Miller
hefir nýlega verið í Belgrad. Þar
búa margir rússneskir flótta-
menn..1— Miller kveðst hafa feng-
ið vissu fyrir því, að Kutjepoff
sé í Moskva og enn þá á lífi. Tel-
ur Miller líklegt, að Rússar reyni
að pina Kutjepoff til sagna um
starfsemi rússneskra flóttamanna
erlendis. Ekki er kunnugt hvaða
heimildir Miller fyrir þessu. Verð-
ur því ekkert um það sagt, hvort
þessi frásögn hans er ábyggileg.
En því verður ekki neitað, að það
er mikill fengur fyrir Rússa, ef
þeim skyldi hafa tekist að ná Kut-
jepoff lifandi á sitt vald. Því Kut-
jepoff var allra manna fróðast-
ur um starfsemi andstæðinga kom-
múnista erlendis. Og það er eng-
an veginn nýtt, að andstæðingai*
kommúnista séu píndir til sagna
í fangelsum í Rússlandi. P.
—Mgbl.
Otto Stöterau kemur hingað meS
Dr. Alexandrine á sunnudagínn,
og munu þeir halda hljómleika
sína, hinu fyrstu, á mánudag í
Nýja Bíó.
Er þess að vænta, að bæjarbú-
ar fjölmenni þangað, því að langt
er síðan selloleikur hefir heyrst
hér, og eiga þeir annars kost á
að heyra? hverjum framförum Þór-
hallur hefir tekið þau þrjá ár,
sem hann hefir verið utan. Má
nærri geta, að nám hans hefir
ekki verið tekið með sitjandi sæl-
unni; sleitulaus vinna og nám
hafa tekið allan tíma hans. Hann
hefir, frá því hann fyrst byrjaði
að læra, verið sjálfstæður og unn-
ið fyrir sér jafnframt, barist á-
fram án hjálpar. Otto Stöterau
er þegar orðinn kunnur hér af
hljómleikum sínum með Þórhalli,
og er óþarfi að fjölyrða um hann
frekar. — Mgbl.
Dr. Sig. Júl. Jóhannesson
og
Mrs. Halldóra Þorbergsdóttir.
flutt í silfurbrúffkaupi.
—Hann og hún, þá og nú.—
»
Aldarfjórðunginn yfir rís
albjört sólroðin Paradís,
lauguö kærleikans lindum,
litskrúðug hugar blika blóm,
blærinn hvíslar í þýðum róm
frá hugsjóna háum tindum.
Hann hjalar svo blítt um mann og
mey,
sem mættust á ferð í kyrrum þey,
broshýr og létt í lundu.
Frá ásta guðinum örin fló,
ánægður brosti—glaður hló
hjörtun þá heitin >bundu.
Ennþá standa þau hlið við hlið
hasla sér eigna-réttar svið
á f jarskyldu feðra láði.
Styrk hafa kreikað um klökug tún,
hver hefir betur stutt en hún,
vönduð að viti og ráði?
Hann svífur til flugs í sólna geim
syngur um frelsi og bjartan heim,
andar i annara sálir
ylurinn berst með brosi hans
frá bjarma hins rétta, innra manns,
þó oft séu áfangar strjálir.
Hann liknar oft þvi sem litdauft er,
hann lætur það tendra Guð í sér,
í lághreysi gengur glaður.
Hann veit að fátækir finna til,
fús er böndin að gjöra skil
sem læknir og líka maður.
í heima reiti margt gullið grær,
þau gróðursettu þar rósir tvær
í auðugu andans skjóli.
Æskan lætur sín ljósa fjöld
leiftra samúð á elli kvöld
svo hlítt verður heima bóli.
Indo.
Maður nokkur í Prag var að
berja konuna sína, svo að nábúar
hans sáu til. Vakti það athæfi
hans svo mikla gremju, að múgur
manns safnaðist að og myndi hafa
drepið manninn án dóms og laga,
ef lögreglan hefði ekki skorsit í
leikinn.
LÆKNAR NÝRNA- OG
blöbru-sjúkdóma.
Veikindi í nýrunum og blöðr-
unni valda þvö, að maður þarf oft
að fara uþp úr rúminu á nóttunni
og veldur pað oft svefnleysi og
fleiri óþægindum. Þetta kemur
aðallega til af óhollum efnum í
líkamanum, sem ekki komast
burtu vegna hægðaleysis. Nuga-
Tone læknar hægðaleysi, hreins-
ar líkamann um leið og það styrk-
ir líffærin, eykur matarlystina,
bætir meltinguna, veitir endur-
nærandi svefn og kemur heils-
unni yfirleitt í gott lag.
Nuga-Tone er, ágætt fyrir aldr-
að fólk, sem er orðið lasið og
veikburða, engu síður en þá, sem
ungir eru. Það er ástæðulaust,
að vera sárlasinn, þegar hægt er
Nuga-Tone er. Allir, sem meðul
selja, hafa það. Ef sá, sem þú
skiftir við, hefir það ekki við
hendina, þá láttu hann útvega
það frá heldsöluhúsinu.
SOLDÁN S-AUÐURIN N
Skörpustu lögmenn Evrópu hafa
nú í fimm ár samfleytt haft til með-
ferðar geysimikið erfðamál á hend-
ur grísku stjórninni og voldugustu
olíufélögum heimsins, og nú lítur
út fyrir að þeir ætli að vinna máliS
fyrir hönd erfingja Abdul Ilamid,
aS minsta kosti hefir gr’fcka stjórn-
in orðiS aS láta undan.
Þegar Ungtyrkir ráSu Abdul
Hamid frá völdum áriS l9°9> var
hann talinn einn af ríkustu mönnum
heimsins. Á þeim 33 árum, sem
hann ríkti sem einvaldsdrottin
Tyrkjaveldis, var hann búinn aS
nurla saman 160 milj. kr. i reiSu
peningum og auk þess hafSi hann
komist yfir feiknin öll af fasteign-
um. MeSal þessara eigna hans voru
bæSi verSmætar Zinknámur og auS-
ugar olíulindir, sem gáfu honum um
60 milj. kr, i árlegan arS. — Til
samans voru allar eignir soldánsins
virtar á 6 miljarSa í krónum.
Ungtyrkir tóku allan þennan auS
í sínar hendur, en kynokuöu sér þó
viS aS gera hann upptækan, hann
hélt því áfram aS vera til sem ein-
'staklings eign, en var stjórnaS af
ríkinu.
Abdul Hamid dó áriS 1918 frá
all myndarlegri fjölskyldu, eSa 9
löglegum eiginkonum og 13 börn-
um. Þessi f jölskylda dreifSist út um
INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS
Amaranth, Man.........
Akra, N. Dakota .. ..
Árborg, Man...........
Árnes, Man. . . . . ..
Baldur, Man. .. .... ..
Bantry, N.Dakota .. .
Beckville, Man........
Bellingham, Wash. .. .
Belmont, Man. .. .. .
Bifröst, Man. .. ..
Blaine, Wash..........
Bredenbury, Sask. .. .
Brpwn, Man............
Cavalier, N. Dakota ..
Churchbridge, Sask. ..
Cypress River, Man. ..
Dolly Bay, Man........
Edinburg, N. Dakota .
Elfros, Sask..........
Foam Lake, Sask. ..
Framnes, Man..........
Garðar, N. Dakota .. .
Gardena, N. Dakota .
Gerald, Sask..........
Geysir, Man...........
Gimli, Man............
Glen'ooro, Man........
Glenora, Man..........
Hallson, N. Dakota .
Hayland, Man..........
Hecla, Man.............
Hensel, N. Dakota .. .
Hnausa, Man...........
Hove, Man. .. .\ .. .
Howardville, Man. ..
Húsavík, Man..........
Ivanhoe, Minn.........
Kristnes. Sask........
Langruth. Man.........
Leslie, Sask..........
Lundar, Man...........
Lögberg, Sask.........
Marshall, Minn........
Markerville, Alta. ..
Maryhill, Man.........
Minneota, Minn. .. .
Mountain, N. Dakota .
Mozart, Sask..........
Narrows, Man. .... .
Nes. Man..............
Oak Point, Man. .. .
Oakview, Man..........
Otto, Man.............
Pembina, N. Dakota ..
Point Roberts, Wash.
Red Deer, Alta........
Reykjavík, Man. .. .
Riverton, Man...........
Seattle Wash..........
Selkirk, Man..........
Siglunes, Man. ....
Silver Bay, Man.......
Svold, N. Dakota .. ..
Swan River, Man. ..
Tantallon, Sask.......
Upham, N. Dakota ..
Vancouver, B. C. .. .
VíSir, Man..............
Vogar, Man.............
Westbourne, Man. .. ,
Winnipeg Beach, Man,
Winnipegosis, Man. ..
Wynyard, Sask.........
.......B. G. Kjartanson.
.. .. B. S. Thorvardson.
.... Tryggvi Ingjaldson.
.......F. Finnbogason.
...........O. Anderson.
.......SigurSur Jónsson.
.......B. G. Kjartanson.
. .. Thorgeir Símonarson.
...........O. Anderson.
.... Tryggvi Ingjaldson.
.. Thorgeir Símonarson.
............S. Loptson
...............J. S. Gillis.
.. .. B. S. Thorvardson.
..............S. Loptson.
.......F. S. Frederickson.
. .... ólafur Thorlacius.
.... Jónas S. Bergmann.
Goodmundson, Mrs. J. H.
.. GuSmundur Johnson.
.... Tryggvi Ingjaldson.
.... Jónas S. Bergmann.
.......SigurSur Jónsson.
. ............C. Paulson.
. .. Tryggvi Ingjalds3on.
...........F. O. Lyngdal
.......F. S. Fredrickson.
.........O. Anderson,
.. .. Col. Paul Johnson.
.........Kr. Pjetursson.
.. .. Gunnar Tómasson.
.......Joseph Einarson.
.........F. Finnbogason.
...........A. J. Skagfeld.
G. Sölvason.
...........G. Sölvason.
.............B. Jones.
.........Gunnar Laxdal.
.. .. John Valdimarson.
...........Jón Ólafson.
...........S. Einarson.
..............S. Loptson.
.............B. Jones.
.......O. Sigurdsoni
.......... .. S. Einarson.
...............B. Jones.
.......Col. Paul Johnson.
...........H. B. Grímson.
...........Kr Pjetursson.
.........F. Finnbogason.
...........A. J. Skagfeld.
.......Ólafur Thorlacius.
..............S. Einarson.
............G. V. Leifur.
...........S. J. Myrdal.
...........O. Sigurdson.
...........Árni Paulson.
....... G. Sölvason.
...........J. J. Middal.
. .. Klemens Jónasson.
.........Kr. Pjetursson.
.........Ólafur Thorlacius.
.......B. S. Thorvardson.
............J. A. Vopni.
..............C. Paulson.
........SigurSur Jónsson
.........A. Frederickson.
.. .. Tryggvi Ingjaldsson.
...........GuSm. Jónsson.
.......Jón Valdimarsson
...........G. Sölvason.
.. Finnbogi Hjálmarsson.
....Gunnar Johannsson.
Minningar um Island.
í bernsku minnar blíðum unaðs-draumi
bjó eg sæl við foreldranna hlið,
og hugði ei neitt að hröðum tímans straumi,
en hló 0g lék mér náttúruna við.
Ung eg var, með æsku-bros á vörum,
árin sjö þá taldi man eg rétt,
vænleg breyting varð á mínum kjörum,
því vinna nokkur fyrir mig var sett.
Að vakta tún um vor- og sumar-nætur,
það var mitt starf um þriggja ára skeið;
eg gekk til hvílu’, er aðrir fóru á fætur,
og fékk að sofa unz á daginn leið.
Man eg þá, um sólbjört sumar-kvöldin
eg signdi mig og fól mig drottins náð,
það eyddi kvíða’ og hræðslu heims við tjöldin,
hánættið sem breiddi yfir láð.
Man eg lika morgun-sólar ljóma,
er mær upp rann og gylti fjalla tind,
mér fanst þá Guðs rödd ávalt til mín óma,
og í geisladýrð eg sjá hans mynd.
Þessa helgu hugsjón vil eg geyma
í hjarta mínu, meðan anda dreg,
hún lýsir mér sem ljós til æðri heima
og lífsins fegrar þyrnum-stráðan veg.
$
V
£ Asgerður Freeman.
£
alla Bvrópu og hver yarð að bjarga
sér sem auSið varð—einn af sol-
dánssonunum varð þannig bílstjóri
i Budapest—og smám saman virtist
öll von úti fyrir fjölskylduna að fá
nokkurn eyrir af öllum auðæfum
soldánsins.
Sapikvæmt friðarsamningunum
urðu Tyrkir að láta all mikil land-
flæmi af hendi, ög enginn kærði sig
þá um að þar á meðal voru eignir
þær, er Abdul Hamid á sínum tíma
hafði komist yfir. En i Lausanne
samningnum kom ákvæði um að
réttur einstaklinga, sem eignir ættu
í þessum héruðum, skertist í engu,
þó þau kæmu undir annað ríki. Þetta
komu nokkrir fjárbrallsmenn auga
á og hugsuðu sér þegar til hreyfings.
Þeir stofnuðu félag með því mark-
miði að nota sér auðæfi soldánsins.
Hinum 9 ekkjum og börnum
þeirra var safnað saman og þau lát-
in skrifa undir samning um að fela
félaginu að heimta arfinn gegn því
að það fengi 35% af þvi, sem inn-
heimtist. Síðan hafa staðið yfir
málaferli við Grikkja-stjórn og við
oliufélögin, sem auðvitað voru búin
að leggja olíulindirnar í Musul und-
ir sig. _ Nýlega hefir Grikkja-
stjórn orðið að beygja sig undir
þann dóm að greiða 200 milj. kr. af
þvi, sem hún hefir þagnast á arfin-
um. Olíufélögin hafa engu viljað
sinna kröfunum, en málaferlin halda
áfram gegn þeim, og það er búist
við, að þau einnig verði að greiða
að fullu þann hlutann, sem þau hafa
sölsað undir sig.
—Dagur.
SMÁVEGIS.
Flugurnar þola ekki gulan lit.
Þetta komst upp á Englandi ný-
lega. Mönnum var það áður
kunnugt, að ávextir þola illa hina
bláu og útbláu geisla sólarljóss-
ins. Þess vegna lét nú einn af
hinum stóru verksmiðjueigendum
er býr til allskonar ávaxtamauk,
setja gular rúður í alla glugga,
svo að bláu geislarnir kæmust ekki
inn. Brá þá svo við, að allar flug-
ur hurfu úr verksmiðjunni. Þær
þoldu ekki gula ljósið. Þessu til
stpðnings hefir hermaður nokk-
ur, sem var í Egyptalandi og Pal-
estínu á stríðsárunum, látið þess
getið, að hann hafi einu sinni
búið þar í gulu tjaldi, og þá tekið
eftir þvíj að flugurnar settust á
tjaldhælana og tjaldstrengina, eri
aldrei á sjálft tjaldið.
Helztu heimsfréttir
.GAMAN OG ALVARA, — ný ljóðabók eftir Guttorm J.
Guttormsson, komin á markaðinn. Kennir þar margra
grasa, skiftist á hlátursefni og heimspeki, rímþrautir og
ljóðaryskingar. Bókin er ort of Guttormi sjálfum, og nægir
það til að hún fljúgi inn á hvert einasta heimili. The
Columbia Press, Ltd., annast um prentunina, og er það næg
trygging fyrir vönduðum frágangi. Prentvillur æra engan,
því Þ. Þ. Þ. las prófarkirnar
Þessi einkennilega ljóðabók er 190 blaðsíður, þéttprent-
ðar, að stærð í líku broti og ljóðmæli Hannesar Hafstein,
seinni útgáfan. Selst á meðan upplagið endist, á $2.00.
Bókin send póstfrítt hvert á land sem er, en peningar verða
að fylgja pöntun hverri.
Sendið pantannr til höfundarins,
Guttorms J. Guttormssonar,
Riverton, Man.
Bókina má einnig kaupa í búð Bergthórs Eimil Johnson,
890 Sargent Ave., Winnipeg.
“Alþingi Islands
þúsund ára”
Minningar hátíð haldin að
Silver Lake, Wash. 29. júní 1930
Skemtiskrá kl. 2 e. h.
Forseti: H. E. Magnússon. Söngstj.: G. Matthíasson.
1. Ávarp forseta (lesið símskeyti til íslands)
H. E. Magnússon
2. Ó, Guð vors lands ............... Söngflokkurinn.
3. Fjallkonan og tvær skjaldmeyjar, frá Vancouver, B. C.
4. Þú bláfjalla geimur.............. Söngflokkurinn.
5. Úlfljótur mælir lög fyrir þingi, frá Blaine, Wash.
6. Kvæði — “Til íslands” .... frú Jakobína Johnson.
7. Söngflokkur frá Blaine syngur, söngstj. J. M. Johnson.
8. Ræða—“Alþingi þúsund ára”..t. séra Fr. A. Friðriksson.
9. Norræni sto'fninn .............. Söngflokkurinn.
10. Ræða—Norræni stofninn ..... séra Alb. Kristjánsson.
11. Skógargildi ..................... Söngflokkurinn.
12. Eldgamla sísafold ...... ............ Allir.
Dans frá kl. 7.30 til kl. 11 e. h.