Lögberg - 19.06.1930, Síða 6

Lögberg - 19.06.1930, Síða 6
Bls. 6 LÖ&BERG, FIMTUDAGINN 19. JÚNÍ 1930. Mary Turner Eftir M ARV I N D AN A. Mary kastaði nú af sér grímunni, og reyndi ekki lengur að dylja þykkju sína. “Það er fyrir yður að komast eftir því,” sagði hún og glotti háðslega. Burke hringdi, og þegar dyravörðurinn kom inn, sagði hann honum að fara aftur með fangann í klefann. Mary stóð kyr og þrjóskaðist við að hlýða skilyrðislaust. “Kg býst við, ’ sagði hún og leit til Demar- est, “að mér sé ekki til neins að krefjast þess réttar, sem landslögin heimila mér, og heimta að hafa tal af lögmanni?” Burke kastaði líka af sér grímunni. “Já,” sagði hanú. v “Loksins hepnaðist yður að geta upp á því, sem rétt var.” Mary svaraði honum ekki, en sneri sér til lögmannsins. “Mér skilst,” sagði hún með miklum al- vörusvip, “að eg hafi þó lagalegan rétt til þess, eða er það ekki, Mr. Demarest?” Hv'að þetta snerti, vildi Demarest alis ekki vera hlutdrægur. Virðing hans fyrir þessari konu hafði þar að auki vaxið til muna. Hann dáðist að því, hve yel henni hafði farist í þess- ari viðureign við Burke. Hún kunni áreiðan- lega að verjast og láta krók koma móti bragði, þar sem það átti við. Honum þótti því vænt um að geta gefið henni þær upplýsingar, sem hún óskaði. “Jú, það er áreiðanlega réttur yðar, Miss Tumer,” sagði hann. Mary leit á Burke og vonaðist sjálfsagt eft- ir að hann svaraði þessu einhverju, sem ekki varð þó neitt af. Það var ekki því líkt, að hann væri ánægður yfir þessu. “Hvað hafið þér að segja um þetta, Mr. Burke?” sagði hún eftir nokkra þögn. Burke greip sama háðið, eins og hann var vanur, þegar hann komst í vandræði. Hann fór sínu fram, hvað sem leið lögum og rétti. “Þessi lagalegi réttur yðar hefir ekkert að þýða hér,” sagði hann, en var þó sjálfur sár- óánægður með svarið. Hann fann hversu veikt það var, en honum datt ekkert betra í hug. Skapsmunirnir voru komnir í það horf, að hann varð að beita valdi við sjálfan sig, til að verða ekki æfur og vondur. Það kom sér því mjög vel fyrir hann, að Cassidy kom inn rétt í þessu, og var svo ánægjulegur á svipinn, að það leyndi sér ekki, að nú mundi hann hafa góðar fréttir að færa yfirmanni sínum. Burke leit á hann spyrjandi augum. “Eg get fært yður þær fréttir, Mr. Burke,” sagði liann, “að við höfum tekið Garson fast- an.” ]\fary varð afar mikið um þetta,/þó henní hepnaðist að láta lítið á því bera. Enginn, sem þarna var inni, tók eftir því, nema Demarest. Þegar Burke leit til hennar, sá hann ekki betur en hún væri rétt eins og hún átti að sér að vera. Honum datt þó annað ráð í hug, til að vinna bug á gáfum hennar og ráðkænsku. Hann bað þá Demarest og Gilder að fara út úr herberg- inu, svo hann gæti átt tal við fangann eins- lega. Mary brosti dálítið háðslega, þegar hún heyrði þetta, og satt að segja gerði Burke sér heldur daufar vonir um, að hann mundi vinna mikið á, þó hann reyndi enn að spyrja hana um þetta dularfulla morð. En ekki dugði að gefast upp fyr en í fulla hnefana. “Nú vil eg vera vinur yðar,” sagði hann og var óvanalega mjúkmáll. “Viljið þér það?” sagði Mary, heldur kæru- leysislega, eins og það gerði lítið til eða frá. “Já,” sagði Burke. “Mér er alvara. Seg- ið þér mér það sem satt er um Gilder yngri. Eg veit að hann skaut Griggs; það er svo sem eng- inn vafi á því. En eg legg engan trúnað á þessa innbrotssögu. 1 Rétturinn myndi ekki leggja neinn trúnað á hana heklur. Hvernig stóð eig- inlega á þessu, að hafín drap manninn? Var hann hræddur um, að yður litist betur á Griggs, heldur en sig? Það er svo sem ekkert ómögu- legt, og í raun og veru ekki nema rétt eftir honum. Hann hefir alt af veriðg hálfgerður gallagripur. Segið mér nú eins og er, hvers vegna hann skaut Eddie Griggs.” Svo ruddalegar, sem þessar spurningar voru, þá náðu þær þó furðanlega vel tilgangi sínum. Þær snertu viðkvæman streng í hjarta konunnar. Hún gat ekki stilt sig um að mót- mæla þessum áburði á manninn, sem hún vissi að unni sér einlæglega og af öllu hjarta. Hún varð afar reið og talaði með miklum ákafa. “Hann drap manninn ekki. Það var ekki hann, sem drap hann,” sagði hún. “Það er enginn betri maður til, en hann er. Yður skal ekki hepnast að gera honum noklrurt mein. Það skal enginn geta gert. Til daganna enda skal eg gera alt, sem í mínu valdi stendur, fyrir Dick Gilder.” Burke leið reglulega vel þessa stundina. Loksins höfðu klókindi hans komið þessari • hættulegu konu í veruleg vandræði. “Það var nú einmitt það, sem eg hélt,” sagði Burke, og var nú enn blíðmálli. “En fyrst Dick Gilder gerði það ekki, hver gerði það þá? Við höfum náð öllum, sem við þetta voru riðnir. Því ekki að segja mér nú eins og er ? Eg skal gera alt fyrir yður, sem eg mögu- lega get, og þér megið treysta því, að eg er al- veg einlægur við yður.” En hann varð of seinn. Nú var Mary búin að ná sér aftur, og fyrirvarð sig mjög fyrir að hafa látið Burke veiða sig í orðum. Þegar hann nú hélt áfram að telja henni trú um, að hann væri einlægur vinur hennar, hlustaði hún ■ á hann eins og hún tryði honum. “Bíðið þér bara við eina mínútu,” sagði hann glaðlega. “Eg skal sýna yður, að eg er yður einlægur og vil vera vinur yðar. Það kom bréf til yðar þangað sem þér eigið heima. Menn mínir færðu mér það og eg hefi lesið það. Eg hefi það hérna, og eg skal lesa það fyrir vður. ” Hann tók umslag, sem var þar á skrifborð- inu, og tók út úr því dálítinn bréfmiða. Mary gaf honum nánar gætur og var að hugsa um, hvað nú hefði komið fyrir. Þegar hún heyrði það, sem í bréfinu var, minti það hana enn á fyrri raunir hennar og mótlæti. Bréfið hljóð- aði þannig “Eg get ekki farið án þess að segja yður, eð eg iðrast einlæglega eHir því sem eg hefi gert. Eg mun aldrei gleyma ‘því, að það var fyrir mínar sakir, að þér lentuð í fangelsi. Það var eg, sem hefði átt að lenda þar. Eg skal aldrei reyna að afsaka þetta fyrir sjálfri mér, og eg lofa yður liátíðlega, að haga mér ráð- vandlega hér eftir. Yðar einlæg, • Helen Morris.” Burke sýndi nú, að hann hafði líka eitthvað af góðum, maunlegum tilfinningum. Eftir að hann hafði lesið bréfið, sagði hann ekki orð góða stund, en horfði á stúlkuna, sem stóð þarna graf kyrr fyrir framan hann. Og þegar hann nú gaf sér dálítinn tíma til að virða fyrir sér þessa afburða fallegu og gáfulegu stúlku, þá gat hann ekki annað en dáðst að henni og borið virðingu fyrir henni. Slíkum hugsunum vildi hann þó ekki leyfa rúm í huga sínum, því að hvernig sem því var nú varið, þá tilheyrði -hún nú þeim hluta mannfélagsins, sem hann átti stöðugt í höggi við. Þó gat hann ekki varist þeirri hugsun, að réttvísin hefði leikið hana hart og gert henni rangt til. Þetta bréf sýndi það greinilega. Henni hafði verið hegnt fyrir lagabrot, sem hún var ekki sek um. En hvað sem því leið, hafði hún engan rétt til að brjóta lögin, eða fara í kringum þau. Það var hans skylda, að gæta þess, að hún gerði það ekki. Fyrir Mary var þetta mikill merkis atburð- ur í lífi hennar. Nú var það fullkomlega sann- að, að hún var ekki sek um þann glæp, sem hún hafði verið dæmd fyrir. Stúlkan, sem glæpinn hafði di*ýgt, hafði nú sjálf viðurkent það svart á hvítu. Auðvitað gerði hún það of seint, en það var betra seint en aldrei. Hún hafði leiðst út á rangar bráutir og fengið ilt orð á sig. Nú var-hún jafnvel grunuð um morð. Samt sem á(íur þótti henni afar vænt um þetta bréf, og þegar þún átti tal við Helen Morris og hjálpaði henni í vandræðum hennar; hafði henni alls ekki dottið í hug að hún myndi nokkurn tíma skrifa þetta bróf. Nú fanst henni meira til um það, heldur en flest annað í veröldinni. Þetta bréf sannaði Ijóslega ranglætið, sem hún hafði orð- ið fyrir af hálfu réttvísinnar. Hún var ekkí þjófur, eins og dómstólarnir höfðu úrskurðað, að hún væri. Það hlaut að vera afsakanlegt, þó hún gerði réttvísinni, svo nefndu, svipuð skil og réttvísin hafði gert henni. Nú vissu þeir, sem laganna áttu að gæta, að hún hafði verið saklaus dæmd. Hingað til hafði hún orð- ið að bera mótlæti sitt alein. Innan skamms mundu allir fá að vita um þetta. Mary var glaðari í huga, heldur en hún hafði lengi verið, þó liún fyndi að vísu, að ekkert gæti nokkurn tíma bætt sér að fullu fangavistina. “Vissuð þér um þetta?” spurði Burke. “Já,” svaraði Mary, “fyrir tveimur dög- um.” “Hafið þér sagt Gilder eldra það?” Mary hristi höfuðið. “Til hvers hefði það verið ?” sagði hún. “Eg hafði engar sannanir. Enginn hefði trúað mér. ” Það var eins og Burke rankaði alt í einu við sér, að nú væri hann að vanrækja skyldustörf sín, og hann hugsaði sér, að láta það ekki lengi viðgangast. “Þeir tryðu þessu,” sagði hann. “Þetta bréf hreinsar yður alveg af þessari sök. Ef eldri Gilder sæi þetta bréf, þá myndi hann vilja alt fyrir yður gera til að bæta upp fyrir það rang- læti, sem þér hafið orðið fyrir. Hann er í raun og veru maður réttsýnn og góður drengur. Þetta bréf tekur af öll tvímæli.” Nú kom það fyrir enn einu sinni, að þessi sama spurning, sem alt af ólgaði í huga hans,1 brauzt enn út með all-miklu afli. “Hver skaut Griggs?” sagði hann. Hún svaraði engu. Burke hélt því áfram og fann þó til þess, að nú hefði hann verið held- ur fljótur á sér. “Heyrið þér!” sagði hann og málrómurinn var eitthvað öðni vísi en vant var. “Þér segið mér hver skaut Griggs, og eg skal sýna gamla Gilder (brófið.” Nú hafði hann alveg gelymt velvildinni, sem gripið hafði hami fyrir skemstu, og nú hafði hanu ekkert annað í huga, en að komast fyrir sannleikann í þessu morðmáli, og greip til auð- virðilegrar lýgi, til að koma fram sínu máli. “Hlustið þér nú á mig,” sagði hann. “Eg lofa yður því, og legg við drengskap minn, að alt, sem þér segið hér, fer að eins okkar á milli.” En einhvem veginn varð honm ósjálf- rátt að líta til gluggans, þar sem skrifarinn sat hulinn bak við gluggatjöldin, og var að taka niður það, sem sagt var inni í herberginu. Þetta augnatillit varð nóg til þess að vekjá grun þessarar gáfuðu konu. Hana grunaði þegar, að hér værí ekki alt með feldu. “Bara gefið þér mér hugmynd um, hver vann þetta verk, ” sagði Burke. “Eg skal svo sjá um, að fá sönnunargögnin. Hér er enginn nema við tvö. Segið þér mér þetta nú.” Það var ekki að eins, að Mary var fjarri skapi að gefa þessum slæga og midirförula lög- regluforingja nokkrar upplýsingar, heldur hálf-langaði hana til að reyna enn við hann sína andlegu krafta. Hún reyndi að láta Burke ímynda sér, að nú væri húu að láta undan og myndi bráðum segja honum alt sem hún vissí um þetta mál. “Þér erað alveg vissir um, að enginn kemst nokkurn tíma að því, ef eg segi yður eitt- hvað?” spurði hún. “Enginn skal nokkurn tíma vita það, nema þér og eg,” sagði Burke með áherzlu, og var nú alveg viss um, að hann væri að vinna sigur. “Eg lofa yður því. ” Mary brosti góðlátlega. Burke sá ekki ann- að í því, en einlægni og fegurð. Hann skildi ekki grun hennar um, að hér væri ekki alt með feldu. Aldrei hafði Burke sýnst þessi kona eins glæsileg, eins og einmitt nú. En þeim mun meira fanst honum til um sinn eigin sigur. Þó var ekki alveg laust við, að honum þætti lát- bragð liennar eitthvað dálítið undarlegt. “Eg tala ekki nógu hátt, skrifari, eða geri eg það?” Aumingja skrifarinn var önnum kafinn við sitt verk, sem hann vildi vinna eins trúlega, eins og hann gat, svaraði þegar úr sæti sínu utan við gluggann “Nei, frú, ekki alveg nógu hátt.” Mary hló hátt, en Burke sat steinþegjandi. Hún gekk hvatlega út að glugganum og lileypti upp gluggablæjunni. Þar sat skrifarinn hálf- •boginn yfir blöðum sínum. En nú leit hann upp og varð afar hverft við. Hann skildi nú, livað honum hafði orðið á og stökk á fætur og hljóp burtu. Burke varð ekki öllu minna um þetta,.held- ur en skrifaranum, þó það væri með öðrum hætti. Skrifarinn varð liræddur; Burke varð reiður. Enn einu sinni hafði hann orðið undir í viðskiftum sínum við þessa gáfuðu konu, og enn einu sinni hafði hún sýnt, honum, að hún gat séð við fláttskap hans og undirferli. Hann hafði enga vöm fyrir sig að bera. Hann forð- aðist að líta framan í hana. Honum var eins farið, eins og öðrum mönnum, að hann vildi ó- gjaraa horfast í augu við þá, sem hann hafði reynt að táldraga, og var orðinn uppvís að því. Honum varð það fyrir, að hringja á dyravörð- inn. “Farið þér burt með hana, Dan,” sagðí' Burke, þegar dyravörðurinn kom inn, og hann varð því óreiðanlega fegnastur, að hún færi út sem fyrst. Mary var enn brosandi, en hún gat ekki stilt sig“um að láta Burke skilja, að hún hugsaði um þetta tiltæki hans. “Eg skil yður, Mr. Burke. Þér eruð ekkert nema einlægnin í minn garð. Eða var það ekki? Engin lifandi manneskja hér, nema þér og eg-” Ilún sagði þetta í óendanlega háðslegum róm. Burke svaraði ekki nokkru orði. Hann sat alveg hreyfingarlaus og steinþegjandi, þangað til Mary og dyravörðurinn voru farin út. Þá lét haim út úr sér eitt eða tvö hroðaleg blóts- yrði. XXIII. KAPITULI. Burke var maður, sem ekki gafst upp vib það, sem hann tók sér fyrir hendur, fyr en í fulla hnefana, og nú hafði liann sett sér það, að komast fyrir hver valdur væri að dauða Griggs, hvað sem það kostaði. Hingað til hafði honum ekkert orðið ágengt í þeim efnum, og kendi hann Mary aðallega um það. Nú hugsaði hann eins nákvæmlega eins og hann bezt gat um það, hvort ekki væri enn einhver vegur til að kom- ast fyrir sannleikann, sem hann hefði ekki enn reynt. Hann sat alveg hreyfingarlaus í stóln- um, með vindil milli varanna, sem hann hafði enn ekki kveikt í. Eftir góða stund var eins og hann liefði fundið einhverja úrlausn, og það glaðnaði mikið yfir honum. “Þetta hlýtur að hepnast. Það getur ekki annað verið,” tautaði hann fyrir munni sér. Hann hringdi og sagði dyraverðinum að kalla á Cassidy. Þegar haim kom inn rétt á eftir, byrjaði Burke viðstöðulaust á umtalsefninu, eins og lionm var lagið. “Veit Garson, að við höfum tekið þessa Turner stúlku og Gilder yngra föst?” spurði liann, og þegar hann liafði fengið að vita, að svo væri ekki, hélt hann áfram: “Eða að við höfum Chicago Red og Dacy hér?”' “Nei,” svaraði Cassidy. “Það hefir eng- inn talað við hann, síðan við tókum hann. Hann virðist vera eitthvað áliyggjufullur. ” ‘íHann skal liafa meira til að hugsa um áð- ur en eg er búinn með liann,” sagði Burke og glotti. “Munið þér hvernig Burns fór að í MoClain málinu? Eg ætla að fara eins að við Garson. Hann hefir heilmikið ímyndunarafl, sá bófi. Hann er hræddur við það eitt, sem hann grunar eða ímyndar sér, en veit ekki með vissu. Þegar liann er kominn hingað inn, þá takið þér þessa tvo náunga, einn í einu, og flytj- ið þá inn í klefana í ganginum hérna utan við gluggana. Hafið þér gluggablæjurnar ekki fyr- ir gluggunum, svo Garson geti séð þá þegar þeir koma inn. Hann fer að hugsa margt, þegar hann sér þessa fólaga sína þarna.” Burke þagnaði dálitla stund, eins og liann væri að hugsa sig um, og hélt svo áfram: “Þegar eg gef yður merki, þá sendið þér Gilder yngra og þessa Tumer stúlku hingað inn. Nokkru eftir það, gef eg yður annað merki, og þá komið þér inn og segið mér, að einhver af þessum náungum hafi sagt frá öllu eins og var. Eg skal gera alt hitt. Sendið þér Garson liingað inn eftir fáeinar mínútur. Seg- ið þér Dan að koma.” Strax þegai- Cassidy var farinn út úr skrif- stofunni, kom Dan inn, og Burke gaf honum sínar fyrirskipanir, sem allar lutu að því að koma fram þeim fyrirætlunum, sem hann hafði í huga. “Takið þér alla stólana út úr herberginu, Dan,” sagði hann, “nema minn stól og einn annan — þennan þarna,” og hann benti á stól, sem stóð skamt frá skrifborðinu. “Hafið þér allar gluggablæjurnar uppi — þessi Turner stúlka tók af yður ómakið með eina. ” Þegar dyravörðurinn var búinn að gera það, sem fyrir hann var lagt, fór hann út úr skrifstofunni. Burke kveikti í vindlinum, sem liann enn hafði mili varaima, settist svo í stól- inn, sem að glugganum sneri, og fullvissaði sjálfan sig um, að þaðan sæist vel um allan ganginn fyrir utan. Hann brosti ánægjulega yfir þessu snjallræði, sem lionum hafði nú dott- ið í hug. Hann var ánægður með, að alt væri í bezta lagi, og nú stóð hann upp aftur og settist svo í sinn eigin stól við skrifborðið, og þegar dyrnar voru opnaðar, var hann niður sokkinn í að skrifa. “Hér er Garson, Mr. Burke,” sagði Cas- sidy. “Halló, Joe!” sagði Burke heldur glaðlega, en lét eins og sér stæði það á litlu, hvort Joe kom eða ekki, og leit ekki upp frá því, sem hann var að gera. Garson stóð grafkyr, rétt innan við dyma.r “Fáið þér yður sæti,” sag'ði Burke. Garson var dálítið brugðið. Hann var ekki nærri eins frjálsmannlegur og örugglegur, eins og hann átti að sér, og hann gat ekki dulið það. Augnaráðið var ekki eins djarflegt, eins og vanalcga. Hann svaraði engu og settist ekki, en istóð í sömu sporum og leit í kringum sig. Loks tók hann þó til máls, en það var eitthvert hik á honum og það leit út fyrir, að hann væri hræddur eða kvíðandi. “Fyrir hvað er eg tekinn fastur?” spurði hann. “Eg hefi ekkert gert.” Burke leit ekki upp frá skriftunum, sem liann virtist vera sokkinn niður í. “Það þarf enginn að segja mér það,” svar aði Garson heldur óþolinmóðlega. “Eg er enginn háskóla prófessor, en þegar lögreglu þjónn grípur mig og fer með mig hingað, þá er svo sem ekkert um að villast, að eg er tekinn fastur.” “Svo þeir tóku yður fastan, Joe,” sagði Burke. “Eg verð að tala um það við Cassidy. Viljið þér ekki fá yður sæti, rétt sem snöggv- ast? Mig langar til að tala svolítið við yður. Eg er rtt a éðesgja búinn með það, sem eg er að gera, og þarf að koma af.” KaupiÖ Lögberg aðeins $3.00 um árið og Borgið Lögberg

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.