Lögberg - 24.07.1930, Side 2
Bls. 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. JÚLí 1930.
Fertugasta og sjötta ársþing
Hins evangeliska lúterska kirkjufélags Islendinga
í Vesturheimi.
HALDIÐ í MINNEOTA, MINNESOTA,
18. TIL 22. JÚNÍ 1930.
Sömuleiðis lagði séra Haraldur fram þetta bréf til kirkju-
félagsins, frá séra Aoyama, presti í Japan:
A letter from Pastor Aoyania, Kobe, Japan.
Dear Lutheran Friends in America,—
Your Missionary to us who is. associated with me in our work in
Kobe has asked me to write you a letter. This I do with pleasure, but
as I will write t!ie original in my own language, I in turn shall ask
Missionary Thorlaksson to translate this letter into your language.
Kobe is one of the largest cities of Japan ranking with Yokohama
in importance as a centre for import and export. The present popula-
tion is 700,000. It might rightly be called ''the Gateway of our modern
culture.”
Christianity, entering Japan through Nagasaki and Yokohama,
found also an easy entrance through Kobe. Several years ago the old-
est church of KoDe celebrated its óOth anniversary. The churches of
all denominations in this city now number thirty-four. The total num-
ber of Christians is approximately 5,400.
Our Lutheran Church began its evangelistic work here in 1918.
The next year in April four adults were baptized as our first fruits.
Dr. Lippard was then our missionary. Sunday school and divine wor-
sliip gradually took the forms of regular church activity. The sunday
school from the beginning attracted many good pupils, our places of
meetmg being nearly always full to overflowing. Two years ago we
relocated our work temporarily (as reported last year), so that we lost
practically all our regular sunday school attendance and in this respect,
our move has been very disappointing. Formerly we also had a meeting
jlace for sunday school and preaching at Suma in the extreme west end
oi ivoiie which tor a time seemed promising. For economic reasons we
also gave up this piace at the time of our temporary move. But another
Sunday school was begun in tlie liome of our Missionary who lives at
Ueno, Nishi Nada, the eastern end of Kobe (towards Osaka) which
give us two Lutiieran Sunday schools in this city.
A’t present our church membership numliers 42. To this number
we siiould add a few visiting-members and other regular attendants in-
cluding a few mquirers. Our parish also includes a number of homes
which the Missionary and the Pastor visit from time to time, but who
do not yet find it possible to attend public Christian meetings,
1 he greatest difficulty and obstacle with which our Church has
had to contend has been the inadequacy of our church hpme. We have
had to carry on in very small rented quarters. Since coming to Kobe
as pastor it has beén my constant prayer that we might soon get a
church building. To this end I have also tried to raise a fund locally
which at present amounts to about Yen 1,000 ($500). Fortunately,
through tlie untiring efforts of our dear Ðr. Lippard,. we have now
received a generous sum from you, our Lutheran friends in America,
with which, according to permission of the Board of Foreign Missions
we were able last year to purchase a piece of ground about 240 tsubo
(1 tsubo is 6 feet square) on which we have now erected a Parsonage
into which we hope to move in February of this year. Until we are
able to build a proper church building we plan to use a part of this
Parsonage as a chapel. We are all very grateful to all of you for your
generosity. We can assure you that all our memliers are very happy
and hopeful for the future of our work. But until we get a regular
church building we cannot say that we have met the needs of our work.
Therefore we are all anxiously waiting for the good news from you to
be permtited to proceed with the construction of the church building.
The fisher needs a net. Thus if we have a suitable building where we
can gather in many people, we can prach the Gospel to many from
whom will surely come many confessing Christians.
Kobe as a city is now in the midst of a great forward movement.
All around where were formerly rice-fields roads are being cut through
and residences are springing up. Every day the progress east and
west becomes more evident. We need at least three Lutheran churches
in Kobe. But first we must strengthen the present church until it be-
comes self-supporting, and then we will be ready to take up work in
other parts of the city. Our Lutheran Church is'Still very weak and
small in this city, but the members are very hopeful about the future.
They feel that they have a special responsibility to establish a strong
Lutheran Church in this city of Kobe which will rank as one of the
leading churches. Ours must be a church proclaiming a sound Evange-
lical and Sacramental Faith, using the nöblest forms of Worship as-
sisted by the best Sacred Music to justify its existence in the city of
Kobe.
May God help us all to respond courageously to the call of His
Work!
Finally, we wish herewith to convey to our Brethren in Christ in
America who have shown such unfailing prayer, helpfulness and in-
terest in our small group, our heartfelt thanks. We ask you to continue
your goodwill and sympathy in the same generous way. Believe me
ever to be
Faithfully yours in His Service,
(Signed) Hikotaro 'Aoyama.
(Translated by S. O. Thorlaksson).
Þegar skýrslan og bréfið höfðu hvorttveggja verið lesið,
var frestað frekari aðgerðum í málinu, þar til síðar, er betra
næði væri að íhuga málið vandle'ga.
Forseti vakti athygli þings á, að tvö mál á dagskrá, 4. o!g 6.,
Betel og útgáfumálið, mundu vera svo vel undir búin fyrir
þing, að vel mundi mega setja þau í nefnd nú þegar. Var sam-
þykt, að þessi mál, hvort um si'g, væru sett í þriggja manna
nefnd. í Betel þingnefndina voru skipaðir: Dr. B. B. Jónsson,
Gunnar Hállson og Jón Hjörtsson. í þingnefnd útgáfufyrir-
tækja voru skipaðir: M. J. Nordal, S. S. Einarsson, og A. F.
Björnson. Var síðan fundi slitið, með því að sunginn var
sálmur kl. 6 e. h. Næsti fundur ákveðinn kl. 8 e. h. sama dag.
FJÓRÐI FUNDl®—kl. 8 e. h. sama dag. Fundurinn hófst
með bænagjörð, er kandídat E. H. Fáfnis stýrði.
Flutti þá séra Rúnólfur Marteinsson fyrirlestur, Um 400
ára afmæli Ágsborgarjátningarinnar. Var honum að því er-
indi loknu, greitt þakklætisatkvæði þingsins, með því, að allir
risu út sætum, samkvæmt tillögu Dr. B. B. Jónssonar.
Þá gerði forseti kunnan þinginu D. J. N. G. Wickey, fram-
kvæmdarstjóra mentamálanefndar United Lutheran Church,
er væri virðulegur sendiboði þeirrar voldugu kirkjudeildar hér
á þinginu. Bauð hann Dr. Wickey velkominn til þings og bað
hann taka til máls. Flutti hinn virðulegi sendiboði árnaðar-
ósk til þinlgsins frá krkju sinni, um leið og hann flutti sköru-
lega ræðu um þýðing æðri mentunar á kristilegum grundvelli.
Bar hann að lokum fram beint tilboð frá forseta United Luth-
eran Church, Dr. F. H. Knubel, til kirkjufélagsins um að sam-
einast þeirri kirkjudeild. Að erindinu loknu, bað forseti séra
Rúnólf Marteinsson að svara, fyrir þingsins hönd, ávarpi Dr.
Wickey, og gerði séra Rúnólfur það með stuttri tölu og lagði
síðan til, að þingið þakkaði fyrir hina snjöllu o'g uppbyggilegu
ræu og var það gert með því, að allir stóðu á fætur. Mælti
forseti sían, fyrir þingsins hönd, nokkurum kveðju- og árnað-
arorðum til hinna virðulega sendiboða, Dr. Morehead og Dr.
Wickey, og var síðan sunginn sálmiurinn nr. 240, blessun lýst
af forseta, og fundi síðan slitið kl. 10 e. h.
Næsti fundur ákveðinn kl. 9 f. h. næsta dag.
FIMTI FUNDUR—kl. 9 f.h., þ. 20. júní. — I fundarbyrjun
fór fram bænar'gjörð, er séra Carl J. Olson stýrði.
Við nafnakall voru fjarverandi: Sigurbjörn Sigurððsson
og Marínó Briem, er komu þó skömmu síðar á fund.
Gjörðabók 1., 2., 3. og 4. fundar lesin og staðfest.
Til umræðu lá kristniboðsmálið, frá fyrra fundi.
Séra H. Sigmar las upp sérlega fróðlegt og gott bréf frá
séra N. S. Thorlákson. Málið á þessu stigi lítið rætt. Sam-
þykt var að vísa málinu til fimm manna þingnefndar. í þá
nefnd skipaði forseti þá: séra H. Sigmar, G. F. Gíslason, H. J.
Helgason, B. S. Johnson og E. H. Fáfnis.
Þá var tekið fvrir þriðja mál á dagskrá:
Jóns Bjarnasonar skóli.
Fyrir hönd skólaráðsins lagði S. W. Melsted, féhirðir Jóns
Bjarnasonar skóla, fram þessa skýrslu:
Til kirkjuþíngsins 1930.—
Háttvirti herra forseti!
Skólaráðið hélt sinn vanalega ársfjórðungsfund strax eft-
ir kirkjuþing í fyrra, og voru þá, samkvæmt venju, kosnir em-
bættismenn ráðsins fyrir árið. Þessir voru kosnir: Forseti,
Jón J. Bildfell; vara-forseti, séra Jónas A. Sigurðsson.; skrifari,
Jón Stefánsson; vara-skrifari, T. iE. Tlhorsteinson; féhirðir,
S. W. Melsted; vara-féhirðir, A. S. Bardal. í húsnefnd: A. S.
Bardal og T. E. Thorsteinson. í f jármálanefnd: allir í skóla-
ráðinu.
Kennarar við Skólann í ár, voru: séra Rúnólfur Marteins-
son, B.A., skólastjóri; Miss Salóme Halldórsson, B.A., kenslu-
stjóri (Dean); meðkennarar: Theodójp Sigurðsson, B. A. og
Agnar Magnússon, M. A.
Skýrslur, bæði frá skólastjóra og féhirði, verða lagðar
fyrir þingið.
Almennar gjafir til skólans í ár, hafa verið með rýrara
móti, þegar tillit er tekið til samþyktar síðasta kirkjuþings
um, að fulltrúar safnaða kirkjufélagsins gangist fyrir því, að
safna fé til skólans, hver í sínum söfnuði. Sumir af söfnuð-
um vorum hafa brugðist mjög drengilega við og lagt af mörk-
um það, sem þeim bar, samkvæmt áætlun, og einstöku jafnvel
meira. En aðrir hafa ekki sint málinu, eins og kristileg skylda
býður. Má vera, að hægt sé að koma með góðar og gildar af-
sakanir í sumum tilfellum, én vér verðum að hafa það hug-
fast, að þetta er kristindómsmál, og að oss ber að vinna að
því í sameiningu, í kristilegum andá og með kristilegum áhuga
og fórnfýisi.
Stórgjöf barst skólanum nýlega, frá Mrs. C. O. L. Chis-
well, að Gimli, Manitoba, að upphæð $1,000.00. Er þetta önn-
ur stórgjöfin, sem skólanum hefir borist frá þessu litla þorpi.
Þessi göfuglynda og guðelskandi ekkja bendir oss á veginn til
sigurs í þessu máli. Með fögru fordæmi og fórnfýsi vekur
hún hjá oss aukinn áhuga, og trú á, að söfnuðir vorir og for-
vígismenn þeirra, vakni til skyldu sinnar og sjái nauðsyn á að
styrkja þessa kristilegu mentastofnun kirkjufélagsins, af
fremsta megni.
Skólaráðið vottar Mrs. Chiswell hjartans þakklæti fyrir
gjöfina.
Enn fremur bárust skólanum á árinu $500.00 úr dánarbúi
Gísla heitins Einarssonar, Roseau, Ont. En þrátt fyrir þessar
gjafir, neyddist skólaráðið til að taka $2,000.00 lán til að halda
skólanum áfram út skólaárið. Það er því deginum ljósara, að
við verðum að taka betur á, ef vel á að fara.
Vegna þess, hve örðugt er í ári og fjárhagur manna þröng-
ur, er áformað að fækka kennurum við skólann, hafa aðeins
þrjá í staðinn fyrir fjóra næsta ár. Þar með sparast kaup-
gjald eins kennara. Enn fremur leggur skólaráðið til, að
fjölgað sé sætum í skólaráðinu, úr niu upp í ellefu, og að tvær
konur séu valdar í þau sæti.
Eins og öllum er ljóst, hafa kvenfélögin styrkt skólann í
liðinni tíð, og vér treystum því, að þau haldi áfram að sinna
skólanum eftir mætti. Finst oss því ekki nema sanngjarnt, að
þau eigi fulltrúa í skólaráðinu. Margt fleira mælir með því.
Þótt tekjuhallinn sé óneitanlega stór, ættum vér ekki að
örvænta, heldur setja oss að hafa upp þennan halla næsta ár.
United Lutheran Church of Amercia hefir styrkt skólann vel
og drengilega nú í nokkur ár, eins og flestum af fólki voru mun
Ijóst vera. Þetta ðfluga og áhugamikla kirkjufélag hefir lagt
skólanum $2,000.00 á ári, af því vér erum trúbræður þeirra, og
einnig vegna þess, að þeir álita, að þar sem skóli vor stend-
ur, sé verkefni og framtíð fyrir lúterska mentastofnun. Það
út af fyrir sig, ætti að vekja hjá osS metnað og áhuga og löng-
un til að halda áfram. Eða finst þeim, sem eru hálfvolgir, og
einnig þeim, sem eru ískaldir fyrir þessu máli, að það bæri
vott um kristilegan áhuga og menningarlegan þroska, ef
skólinn yrði að hætta? Vér verðum að gera oss ljósa grein
fyrir þessum atriðum. Ávextirnir af þeim hugleiðingum færa
í Ijós, hve miklir menn vér erum.
Að síðustu þakkar skólaráðið öllum af alhuga, sem hafa
á einn eða annan hátt styrkt skólann, bæði fyr og nú.
Winnipeg, 16. júní 1930.
Fyrir hönd skólaráðsins,
J. Stefánsson, ritari.
Sömuleiðis lagði hann fram rekstursreikning skólans:
Rekstursreikningur Jóns Bjarnasonar skóla yfir fjárhags-
timabilið frá 5. júní 1929 til 10. júní 1930:
Tekjur—
Gjafir ......................... $4,825.57
Kenslugjöld greidd ............. 1,305.50
United Lutheran Church in America,
Styrkveiting til 30. sept. 1930 2,000.00
----------- $8,131.07
Tekjuhalli...-................. $1,893.60
Gjöld—
Starfslaun kennara ........... $7,400.00
Gjöld—
Preritun, auglýsingar o. fl.... 123.11
Bankavextir, Excise Tax, etc... 15.91
Fjársöfnunar og ferðakostnaður 540.70
Ýmislegur annar kostnaður...... 297.24
-----------$8,511.96
$10,024.67
Eldiviður ...................... $ 445.61
Raflýsin'g og vatn .............. 137.39
Eldsábyrgð ..................i... 55.76
Eignarskattur ................... 496.71
Rentur af veðskuld ................. 229.15
Viðhald og viðgerðir ............ 148.19
-----i--- 1,512.71
$10,024.67
Yfirskoðað, Winnipeg, 17. júní 1930,
F. Thordarson. T. E. Thorsteinson.
Enn fremur lagði herra Melsted fram efnahagsreikning
skólans:
Jón Bjarnason Academy. Efnaha'gsreikningur 10. júní 1930.
Eignir—
Peningar í sjóði ............. $ 558.57
Stephen Johnson Memorial Fund 300.00
Bókasafn, útbúnaður og áhöld 1,983.31
Board of Education, Un.ited Luth.
Ch. in Am. (June—Sep..’30)i 666.70
Hlutabréf: A. R. McNichol, Ltd. 50,000.00
Eldsábyrgð fyrirfram borguð .... 111.00
Skuldir—
Prívat lán ................................... $ 2,000.00
Minningarsjóður Dr. Jóns Bjarnasonar .... 6,277.78
Mismunur ........,...,..,.1...........i.... 45,341.80
$63,619.58 $53,619.58
Yfirskoðað, Winnipeg, 17. júní 1930,
F. Thordarson. T. E. Thorsteinson.
Þá lagði hann o!g fram reikninga, Minningarsjóðs Jóns
Bjarnasonar:
Minningarsjóður Dr. Jóns Bjarnasonar—
Efnahagsreikningur 10. júní 1930.
Eignir—
Peningar í sjóði ....................... $ 72.48
Eignarvíxill með vöxtum .................. 546.34
Fasteignir: Saskatchewan land ........... 1,829.69
Stobie land .................. 1,564.44
Byggingarlán skólans .................. 14,931.55
Bráðabyrgðarlán skólans .......,...;.... 6,277.78
$25,222.28
Yfirskoðað, Winnipeg, 17. júní 1930,
F. Thordarson. T. E. Thorsteinson.
Skólahúsið á Homt 'Street.
Eignir—
Skólahúsið með lóð ...................... $21,067.85
Skuldir—
Great West Life Assurance Co............. $ 4,700.00
Minningarsjóður Dr. Jóns Bjarnasonar .... 14,931.55
Byggingarsjóður ......................... 1,436.30
$21,067.85
Yfirskoðað, Winnipeg, 17. júní 1930,
F. Thordarson. T. E. Thorsteinson.
Þá lagði séra Rúnólfur Marteinsson, skðlastjóri, fram
þessa skýrslu:
Skýrsla skólastjóra Jóns Bjarnasonar skóla.
Hið 17. skólaár hófst 18. dag september-mánaðar síðast-
liðinn og stendur til 26. dags þessa mánaðar.
Aðsókn.—Alls innrituðust 48 nemendur: 6 meyjar og 3
sevinar i 9. bekk; 12 m. og 7 sv. í 10. bekk; 6 m. og 2 sv. í 11.
bekk, og 8 m. og 4 sv. í 12. bekk. Til samanburðar set eg hér
aðsókn hinna síðustu ára. Árið sem endaði vorið 1927, var
talan 33; 1928, 34;'l929, 45.
Kristindómsfræðsla. — Sú kensla hefir farið fram eina
stund í viku í hverjum bekk. Allir nemendur skólans hafa not-
ið þeirrar kenslu. í 11. og 12. bekknum var lesinn nokkur hluti
• af 1. Kor., Fjallræðan, og var farið yfir stutta kirkjusögu eftir
Dr. Wondel. í 10. bekknum voru lesnir valdir kaflar úr nýja
Testamentinu. í 9. bekknum var lesinn meiri hlutinn af Mark-
úsar guðspjalli. Nemendur tóku próf í þessu námi, bæði fyrir
jól og fyrir páska. Morgunbænir hafa farið fram með líkum
hætti og áður. Allir kennararnir hafa átt þátt í að stýra þeim.
Auk þess hafa prestar, utan skólans, bæði íslenzkir og aðrir,
alloft ávarpað nemendur á þeim stundum. Forseti kirkjufé-
lagsins, prestur safnaðar vors, Dr. C. V. Pilcher—þýðandi
Passíusálmanna, Archdeacon MciElheran og margir fleiri.
íslenzkunám.—í 9. bekk var íslenzka kend 4 stundir í viku.
Var mefjt áherzla lögð á lestur. Samlestrarbók Steingríms
Arasonar var notuð, með góðum árangri. Einnig var bók Snæ-
bjarnar Jónssonar, “A Primer of Modern Icelandic”, notuð til
niálæfinga og málfræðikenslu. Nemendur voru einnig æfðir
í því að skrifa íslenzku. Sömu kenslubækur voru notaðar í 10.
bekknum, en farið yfir allmikið meira af málfræðinni en í hin-
um bekknum. í 11. bekknum var lesinn mikill hluti af Lestrar-
bók Sigurðar Nordal, lesin kvæði eftir flest íslenzk skáld, frá
Bjarna Thorarensen til Hannesar Hafstein, og auk þess all-
mikið af óbundnu máíi. — Er þetta afar-mikið verk fyrir
vestur-íslenzka unglinga. Litla móðurmálsbók Jóns Ólafsson-
ar var einnig lesin. íslenzkan var kend í þessum bekk 4 stund-
ir i viku meiri hluta ársins, en síðasta sprettinn 7 stundir í
viku. í 12. bekknum er íslenzku-námið undir umsjón háskóla
(University) Manitoba-fylkis. Aðeins 2 nemendur gátu notið
þessa náms. Kenslubækurnar þar voru: “A Grammar of Old
Icelandic”, eftir Helen Buchhurt, “Easy Readings in Old Ice-
landic”, eftir Dr. W. A. Craigie, og þrír “Fornsöguþættir”.
Nemendur þessir stóðust ágætlega háskólaprófin í þessu
námi. í öllum bekkjunum var skýrt frá Alþingishátíðinni is-
lenzku og tilefni hennar og nemendur látnir skrifa ritgjörðir
um Þingvöll og þjóðlífið, sem hafði hann að miðpuntki.
Andrúmsloft og samvinna. — Ánægja yfir samveru og
samvinnu hefir einkent nemendur og kennara í ríkum mæli.
Nemendur 9. bekkjar frá í fyrra, þeir, er þá borguðu ekkert
kenslugjald, komu nærri allir til baka, voru í 10. bekknum með
oss í vetur og orguðu að fullu gjaldið. Fáir yfirgefa skólann,
sem einu sinni hafa kynst honum, unz þeir annað hvort hætta
námi, eða halda áfram lerigra. Mér finst, að flestir nemend-
urnir segi, í orði eða verki: “gott er að vér erum hér. Nærri
einn þriðji nemenda eru nú af öðrum þjóðernislegum stofni
komnir, en hinum íslenzka; en þessir óíslenzku nemendur hafa
verið engu síður elskir að skólanum en hinir.
Góða mentun í anda kristindómsins höfum vér. kennarar
skólans verið að leitast við að veita. Eg vona, að hinar ungu
sálir hafi orðið þar fyrir hollum áhrifum.
Rúnólfur Marteinsson.
Var að því búnu samþykt, að fresta umræðum um skóla-
málið þar til kl. 2 e. h. sama dag.
Tekið var næst fyrir sjöunda mál á dagskrá: Samband
kirkjufélagsins við önnur lútersk kirkjufélög.
Bað forseti varaforseta að taka við fundarstjórn og inn-
leiddi hann síðan málið með skýrri og ítarlegri ræðu.
Urðu fjörugar umræður um málið. í sambandi við þær
umræður Ieyfði forseti S. S. Hofteig, er oft hefir verið á
kirkjuþingum og hefir ávalt verið einn af mörgum sæmdar-
mönnum í hópi Ieikmanna í kirkju vorri og er nú háaldraður
maður, um áttrætt, að ávarpa þingið. Flutti hann fagra, kristi-
lega ræðu í þinginu, er var þökkuð af forseta. Héldu síðan
umræður um málið áfram, þar til kl. 12 á hádegi. Var þá
slitið fundi með því, að syngja versið 49, og næsti fundur á-
kveðinn kl. 2 e. h. sama dag.
SJÖTTI FUNDUR—kl. 2 e. h. sama dag. Sunginn var
sálmurinn nr. 14.
Til umræðu lá skólamálið, er frá hafði verið horfið á fyrra
fundi. Umræður urðu litlar sem engar, og var samþykt, að
vísa þessu máli til sjö manna þingnefndar. 1 nefnc|ina skipaði
forseti þá E. H. Fáfnis, Sigunbjörn Sigurðsson, A. E. Johnson,
Snæbjörn Grímsson, G. F. Gíslason, Mrs.G. Freeman og Thór-
'arinn Guðmundsson.
Þá lá fyrir á ný sjöunda mál á dagskrá: Samband kirkju-
félagsins við önnur lútersk kirkjufélölg. — Urðu um málið all-
miklar umræður. Albert C. Johnson gerði þá tillögu, er Stgr.
ísfeld studdi, að málinu sé vísað til sjö manna milliþinga-
nefndar. Eftir nokkrar frekari umræður gerði séra G. Gutt-
ormsson þá breytingar-tillögu, er studd var af mörgum, að
málið sé sett í fimm manna þingnefnd. Var málið enn rætt,
að því er snertir meðferð þess, þar til beðið var um atkvæði.
Bar þá forseti upp breytingartillö'guna og var hún samþykt. í
nefndina voru skipaðir: séra R. Marteinsson, S. J. Sigmar, 0.
Anderson, P. V. Peterson og séra Jóhann Bjarnason.
Æfiminning.
Nú er farið að fækka fyrstu ís-
lenzku frumibyggjum þessa lands.
Nú er Jón Gunnarsson dáinn.
Hann dó 4. júlí 1930, á heimili
F. Freemannssonar, Hnausa P.O.,
Man.
Jón var fæddur á Merkigili við
Eyjafjörð, 14. janúar 1849, og hef-
ir því verið 81 árs og nokkurr mán-
aðar, er hann lézt.
Foreldrar Jóns voru Gunnar
Gíslason og Sigríður Jónsdóttir
kona Gunnars, er lenlgi bjuggu á
Merkigili við Eyjafjörð. Jón
misti foreldra sína þá hann var 4
ára og ólst því upp á ýmsum stöð-
um þar í nágrenninu, og fór
snemma að sjá fyrir sér sjálfur.
Átján ára fór hann þilskip, er
gengu til fiskjar. Hann mun hafa
farið til Vesturheims árið 1874;
þá settist Jón að í Lockport, var
þar eitt ár; árið eftir flutti hann
sig ti) Nová Scotia, var þar þrjú
ár. Árið 1878 fluti hann sig til
Winnipeg, var þar þrjú ár; það-
an fór hann til Breiðuvíkur í Nýja
íslandi, nálægt Hnausa P. O. Var
á nokkrum stöðum þar til dauð-
dalgs.
Eftir að hann kom hingað,
stundaði hann mest fiskiveiðar
og hepnaðist ávalt vel, og var vel
sjálfstæður maður alla æfi, enda
var hann einn með þeim allra dug-
legustu mönnum, og eftirsóknin
mikil að fá hann til hjálpar, þá
vinnuhjálp þurfti. Það sem ein-
kendi Jón frá flestum samtíðar-
mönnum hans, var hve hann var
trygglyndur og hugsunarsamur
um ha'g þeirra heimila, er hann
dvaldi á. Hvar sem Jón hélt til,
vann hann sér ávalt vinsemd allra
á heimilinu, og skilur hann því
eftir hlýjar endurminningar allra
er nokkur kynni höfðu af honum.
Jón mun hafa átt þrjú systkini,
þessi: Pál, Guðrúnu og Sigríði,
sem öll munu vera löngu dáin á
íslandi.
Móðursystur átti Jón hér í
landi, semi var Hólmfríður, kona
Péturs Árnasonar, er lengi bjuggu
á Áskógi við íslendingafljót, nú
dáin fyrir nokkrum mánuðum.
Árið sem Jón flutti til Vestur-
heims, Igifti hann sig heitmeý
sinni, Pálínu Jónsdóttur. Hún
var dóttir Jóns Gíslasonar og konu
hans, er lengi bju!ggu í Breiðdal
við Eyjafjörð, og skiftist samleið
þeirra um það leyti, er Jón flutti
til Nýja íslands. Þeim varð ekki
barna auðið.
í fyrra haust var Jón farinn að
þjást af þeim sjúkdómi, er dró
hann til dauða, og leitaði hann
sér því þess heimilis, sem hann
hélt að sér væri hentugast, enda
fór hann ekki vilt í því, er hann
leitaði til F. Freemanson’s, heim-
ilis, þar sem honum var’hjúkrað
af frábærri snild eins lengi og
hann þurfti með.
Jarðarförin fór fram 6. júlí.
Var fyrst kveðjuathöfn frá heim-
ili Freemans, þar sem hann dó;
svo var líkið flutt i Breiðuvíkur
kirkju og jarðað í grafreit Breiðu-
víkur. Séra Si!g. Ólafsson gjörði
prestsverkin. Fjöldi vina fylgdu
hinum látna vini til síns síðasta
hvílurúms.
Magnús Magnússon.
Frá Islandi
Embættispróf í læknisfræði hafa
nýlega lokið Gí%|i Petersen með
1. eink„ og Ásbjörn Stefánsson
með II. eink. betri.
Séra Jón Sveinsson (Nonni- kom
hingað með Brúarfossi í gær. Er
nú langt síðan hann hefir litið
ættjörð sína, en þó talar hann ís-
lenzku enn furðanle’ga vel.
Einar Foss Bergström, ritstjóri
við "Svenska Dagbladet” í Stokk-
hólmi, kom hingað í gær. Hann
var hér um tíma í fyrra sumar.—
Hann hefir síðan ritað margar
greinar í sænsk blöð um íslands-
mál. Hann er maður óvenjulega
glögfgskygn, og hafa íslendingar
gagn af að kynna sér hvernlg
“gestsauga” hans hefir litið á
það, sem hér er að sjá. Hann hef-
ir nýlega gefið út bók, sem heit-
ir: “Island i Stöpsleven”, og er
hún komin í bókaverzlanir. Bók-
arinnar verður nánar getið síðar.