Lögberg - 24.07.1930, Síða 4

Lögberg - 24.07.1930, Síða 4
Bls. 4. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. JÚLÍ 1930. Hööfoerg Q«fið út hvem fimtudag af The Col umbia Press, Ltd., Oor. Sargent Ave. og Toronto St., Winnipeg, Man. Talsímar: 86 327 og 86 328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáskrift blaðains: The Columbia Press, Ltd., Box 3172 Winnipeg, Man. Utanaskrift ritstjórana: Editor IJSgberg, Box 3172, Winnipeg, Man. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram The “Lögbers” i» printed and publlshed by The Columbia Preea, Limited, in the Columbia Bulldlna, »95 Sorgrent Atb, Wlnnlpe*. Manitobo. ^ ..................................................... •b—-—-——■“—■■—"—■■—■■—-—-—"—■■—■■—■■“—•*—*4* Sannleikur og ekkert nema sannleikur. H vert einasta ár, sem afturhaldsmenn sátu að völdum, að einu ári undanteknu, hækkaði þjóðskuldin. Hvert einasta ár, að einu undan- skildu, frá því að frjálslynda stjómin tók stjórn- ai taumana í sínar hendur, hefir grynt verið á þjóðskuldinni að miklum mun. Frjálslyndi flokkurinn hefir aldren kent, og kennir ekki enn, afturhaldsliðinu um þá aukning þjóðskuldarinn- ar, er á stríðsárunum átti sér stað. En hvað er um tímabilið frá 1921 til 19221 Afturhaldið sat þá að völdum, og á því tímabili hækkaði þjóðskuldin um $173,000,000. Síðustu fimm árin, sem Mr. King hefir setið við stýri, hefir þjóðskuldin lækkað um 273,000,- 000- Hinir árlegai vextir, er þjóðinni ber að greiða eru nú $20,500,000 lægri, en meðan aftur- haldið sat við völd. I>að var frjálslyndi flokkurinn, er grandvöll- inn lagði að Hudsons flóa brautinni árið 1910. Afturhaldsliðið lofaði teinunum að ryðga og rotna í ró og næði. Það var frjálslyndi flokkurinn, er tók að sér að halda áfram brautarlagningunni 1926, og það var hann, er eigi skildist við málið fyr en yfir lauk. Nú er lagningunni lokið og verður hveiti flutt til Norðurálfumarkaðar frá Churchill næsta ár. Bretland þarf að kaupa inn hveiti, og Can- ada hefir af því nægar birgðir. Bretar geta því aðeins keypt af oss, að vér kaupum jafnframt af þeim. Býmkun sú á ívilnunartollinum brezka, sem fjárlagaframvarp Mr. Dunnings hratt í fram- kvæmd, var gerð með það fyrir augum, að koma á greiðari viðskiftum milli Canada og Bret- lands, hlutaðeigandi þjóðum til gagnkvæmra hagsmuna. Mr. Bennett hefir haldið því fram af miklum móði, að rýmkun á hinum brezka ívilnunartolli, myndi undir engum kringumstæðum ná tilgangi sínum, eða með öðrum orðum, að slíkt myndi ekki greiða fyrir sölu á canadísku hveiti til Bret- lands, sem nokkru næmi. Hér slær Mr. Bennett vindhögg. 1 apríl mánuði síðastliðnum, seldi Canada Bretum 5,459,684 mæla hveitis, en í júní var hveitimagn það, er Bretar keyptu héðan úr landi, komið upp í 21,679,434 mæla. Með öðram orðum, þá hafði eftirspurn og sala á því tímabili aukist um 16,219,750 mæla, og má það einvörð- ungu þakka rýmkun Mr. Dunnings á ívilnunar- tollinum brezka. Með auknum og endurbættum markaði fyrir canadiskt hveiti, birtir yfir öllu viðskiftalífinu, jafnframt því sem atvinnuleysið rénar að sama skapi- Canada er eina þjóðin í víðri veröld, sem lækkað hefir innflutningstolla, frá því er styrj- öldinni miklu sleit, og Canada hefir á því sama tímabili, tekið risavaxnari framförum, en nokk- ur önnur þjóð í heimi. Hin frjálsylnda stjórn, hefir lækkað toll á landbúnaðaráhöldum, b í 1 u m, rafljósavélum, þvottavélum, saumavélum og mörgu fleira. Hef- ir almenningur gert sér þess ljósa grein, hve mikið bóndinn hefir hagnast við tolllækkunina á sláttu- ogþreskivéla samstæðunni, “Combine?,, Hvorki meira né minna, en hundrað dali. Fyrir þessa hundrað dali, sem sparast á lækkuðum tolli á þessu eina akuryrkju áhaldi, hefir bónd- inn getað keypt í verzlun sinni hinar og þessar nauðsynjar, er hann að öðrum kosti hefði orðið að fara á mis. Bóndinn hefir hagnast, kaup- 7 maðurinn hefir hagnast, verkamaðurinn hefir hagnast, og þjóðin öll hefir hagnast. Hvað segir Mr. Bennett hér um? Jú, hann segist ætla að hækka tolla á tolla ofan, með því að þar sé um einu meinabótina að ræða bændum Sléttufylkjanna til handa. Hvað skyldu margir bíta á agnið? Enginn, nei enginn! Arið 1922, flutti canadiska þjóðin inn $747,- 000,000 virði af vörum. Arið 1929, flutti hún inn $1,265,000,000 virði af vöram. Arið 1922 námu útfluttar vörur héðan úr landi, $753,000,- 000, um leið og þjóðin flutti út 1929, segi og skrifa $1,363,000,000 virði af canadiskum fram- leiðslutegundum. Að því er mannfjölda viðvík- ur, er canadiska þjóðin sú tuttugasta og áttunda í röðinni, en hvað framleiðslu verksmiðjuvarn- ings snertir, sú sjöunda í röðinni. Viðvíkjandi útflutningi framleiðslutegunda, er canadiska þjóðin hin fimta í röðinni, og flytur út meira peningavirði af vörum á mann, en nokkur önnur þjóð í heimi. Til þess að reyna, ef auðið yrði, að leiða at- hygli almennings frá hátollafarganinu, hefir afturhaldsliðið þyrlað upp slíku feikna mold- viðri út af Nýja Sjálands smjörinu, að út yfir tekur allan þjófabálk; viðskiftasamningurinn við Nýja Sjáland, og þá ekki hvað sízt innflutn- ingur á smjöri þaðán, átti að hafa leitt slíka ó- áran yfir bóndann vestræna, að hann ætti sér ekki viðreisnarvon, nema því aðeins, að Mr. Bennett hlypi undir bagga og kæmi honum til bjargar. Um la>kninga-aðferðina, eða meðölin, var vitanlega öldungis óþarft að efast; hómó- patataskan fleytifull af hátolla plástrum og lof- orðum um gull og græna skóga. Ósennilegt virðist oss það, að þeir verði næsta margir, er trúnað leggi á þær staðhæfing- ar Mr- Bennetts, að hækka megi verð á canadisku smjöri með aukinni tollvernd; það er öldungis óþarft að leita langt yfir skamt til þess að sann- færast um að svo er ekki. Bandaríkjaþjóðin er hátolla þjóð; innflutningstollur á smjöri til Bandaríkjanna, nemur 12 centum á pundið; þó er smjörverðið þar syðra lægra, en í Canada. Þessu til sönnunar skal á það bent, að þann 9. janúar síðastliðinn seldist smjör í New York á 39 cents pundið, en í Montreal, seldist sama teg- und smjörs þann sama dag á 41 cent pundið. Af þessu er aijðsætt, að hátollarnir syðra náðu eng- an veginn tilgangi sínum og bættu að engu leyti liag smjörframleiðandans, eða bændastéttarinn- ar yfirleitt. Myndi nokkur heilskygn maður láta sér það til hugar koma, að árangurinn af hliðstæðum tollmúram hér í landi yrði á annan veg? Nei, og aftur nei! Islenzkir kjósendur í nýbygðum þessa dásamlega lands, ganga þess eigi duldir, hvað í húfi er við næstu kosningar; þeim er það ljóst, að hróp og háreysti aftur- haldslegátanna í sambandi við Nýja Sjálands- smjörið, og smjörverðið í Canada yfirleitt, stjórnast af engu öðra, en blygðunarlausum blekkingum; þeim er það ljóst, að traustið á framtíðinni og frjálslynda stefnan, er í rauninni eitt og hið sama; og þeim er það ennfremur ljóst, að afturhaldið og vantraustið sigla jafnan í sama kjölfar. Þessvegna fylkja þeir sér nú undir fána frjálslyndu stefnunnar, mannrétt- inda og mannúðarstefnunnar, jafnvel enn á- kveðnar en nokkra sinni fyr.— Samkvæmt ósk smjörgerðarmanna í Canada, ákvað King-stjórnin að setja innflutningstoll á smjör frá Nýja Sjálandi, er nema skyldi f jórum centum á pundið. 1 hverju er svo hættan fólgin, sem afturhaldsliðið er að telja kjósendum trú um að stafi frá Nýja Sjálands smjörinu! Ekki í nokkrum sköpuðum hlut! Afturhaldsliðið fékk því til vegar komið, eft- ir að stríðið hófst, að selja mætti smjörlíki héí í landi. Var það gert með hagsmuni bóndans fyrir augum? Trúi því hver sem vill. Árið 1923 skarst |King-stjórnin í leikinn og bannaði með öllu sölu smjörlíkis; vanst með því tvent: heilbrigði þjóðarinnar var trygð, jafnframt því sem canadiskt smjör losnaði við óæskilegan keppinaut. Það mun ekki ofmælt að fólkið í Vestur Canada njóti lægri flutningsgjalda, en nokkurt annað fólk í heimi. Það var frjálslynda stjórnin, er hratt í fram- kvæmd Crows Nest flutningsgjalda taxtanum, árið 1897. Arið 1918 námu afturhaldsmenn taxta þann úr gildi, bændum Vesturlandsins til ómetanlegs tjóns. Ekki hafði King-stjórnin fyr komið til valda 1922, en hún innleiddi Crows Nest flutnings taxtann að nýju, þrátt fyrir ham- rama andspyrnu af hálfu afturhaldsliðsins. Og nú er afturhaldsklíkan, með Mr. Bennett í broddi fylkingar, og Heimskringlu í halanum, að reyna að telja 'bændum Sléttufylkjanna trú um, sem og verkalýðnum í bæjum og borgum, að með því að kjósa afturhaldsmenn á þing, fljóti alt í mjólk og hunangi innan fárra daga, eða svo- Hvað skyldu margir bíta á agnið ? Enginn, nei enginn! Mannúðarmálin hafa ávalt átt einlægan tals- mann, þar sem Mr. King var; það var liann, á- samt öðram mætum mönnum, svo sem þeim Tliorson og Woodsworth, er frumkvæði átti að ellistyrkslöggjöfinni og afgreiðslu hennar á þingi; þetta hefir blessað gamla fólkið vafalaust hugfast, er það gengur að kjörborðinu á mánu- daginn kemur. TJt um það verður gert á mánu- daginn kemur, hvort sitja eigi við völd hér í landi næstu fjögur árin, sönn fólkstjórn, eins og sú, er fólkið hefir búið við að unaanfömu, eða hvort hörfað skuli til baka aftur í miðaldamyrk- ur ofbeldis og öfgastefnunnar, þar sem aðeins hinir fáu útvöldu koma við sögu. Vér erum ekki í nokkram minsta vafa um úrskurðinh; hann fellur aðeins á einn veg; frjálslyndi flokkurinn, undir forastu Mr. Kings, hlýtur að ganga sigr- andi af hólmi með meira atkvæðamagni en nokkru sinni fyr; alt annað væri öldungis óhugs anlegt. Islendingar hafa alla jafna reynst /rjáls- lyndu stefnunni trúir; þeir bregðast henni ekki í þetta sinn, því það gerir enginn sannur Canada maður. í Winnipeg kjördæminu hinu syðra, fylkja Islendingar, sem þar eru búsettir, sér að sjálf- sögðu um Mr. Thorson; alt annað væri þeim ó- samboðið. 1 hinum öðrum kjördæmum, þar sem íslenzkra áhrifa gætir, falla atkvæðin einnig að sjálfsögðu á hlið merkisbera frjálslyndu stefn- unnar. Frjálslynda stefnan er móðir Vestur- landsins; hún á að sigra, og hún skal sigra á mánudaginn kemur! +■—------------------------------------—+ Sú þrílita -----------------------------------------* 1 sambandskosningunum 1926, var ekki alt með feldu hvað heilbrigðisástandi Kringlu gömlu viðkom; hún var þrílit og þjáðist af póli- tískri móðursýki; hún var frjálslynd rMið-Win- nipeg kjördæminu hinu syðra, fylgdi verka- mönnum í kjördæmi Woodsworths, en þeytti afturhaldslúðurinn í erg og gríð í Selkirk. (let- ur nokkurt blað, sem þannig hefir verið ástatt með, ætlast til þess að orð þess séu tekin trúan- leg? Meðan gott var í búi hjá Boblin, var sú þrí- lita auðsveip og fylgispök; liún var það líka meðan sæmilega mjólkaði hjá þeim Borden og Meighen. En er afturhaldsbaulan tók að geld- ast, fóra að renna tvær grímur á þá þrílitu; smátt og smátt herti hún upp hugann, unz hún afneitaði afturhaldinu í heyranda hljóði og varð “prógressive- ” Ýmsir efuðust þegar í öndverðu um, að sinnaskifti þeirrar þrílitu, væri á heilbrgiðri, sálfræðilegri breytiþróun bygð, og þeir áttu koll- gátuna, ]>ví ekki Iiafði lítilfjörlegustu endurlífg- unarmerkja fyr orðið vart hjá afturhaldsklík- unni, en sú þrílita kastaði framsóknarflokknum fyrir ætternisstapa og innlimaðist iMr. Bennett. Svo fór um sjóferð þá. Nú er sú þrílita loksins komin til föðurhúsanna, og sekkur að líkindum fyrir fult og alt með afturhaldsskútunni- +— --------------------------------------+ Hver er ástæðan ? Eftir Sig. JíU. Jóhannesson. +■---------------------------------------+ Hafið þið tekið eftir því liversu mikið kapp er lagt á það, að sigra J. T. Thorson við þessar kosningar ? Afturhaldið leggur fram alla krafta sína honum til höfuðs. Og hver haldið þið að á- stæðan sé? Hún liggur í augum uppi. Ef Thorson væri þögull á þingi, ef hann væri auðsveipur og at- kvæðalítill, þá væri ekki þetta mikla kapp lagt á að sigra hann. Allir afturhaldsþingmennirn- ir í Winnipeg, ekki einungis sá^ sem hann sækir á móti—heldur allir, beita sér í ræðum sínum gegn honum- Meira að segja Howard Fergu- son forsætisráðherrann í Ontario ræðst að hon- um og telur hann hættulegan. Afturhaldið veit hvað það syngur, veit hver því er skaðlegastur, veit hvar árásanna er mest þörf. En hvað hafa afturhaldsmenn um Thorson að segja? Koma þeir með nokkura ósvinnu, sem hann hafi gert sig sekan í. Ónei, hún er ekki til og þeir hafa meira að segja ekki dirfst að búa hana til. Kæra þeir hann fyrir ódugnað eða áhrifaleysi? Nei, langt frá; ekki ein einasta rödd hefir heyrst, sem við þann tón syngi, að undanteknum órökstudd- um sleggjudómi í Heimskringlu. Allir vita ástæðumar fyrir þessari sérstöku mótstöðu, þessu ofurkappi, sem beitt er gegn Thorson. Hann er í augum afturhaldsins einn af aðal- bardagamönnum framtíðarinnar fyrir frjálsum stefnum; komandi stoð og stytta bóta og breyt- inga, ef dæma má hið ókomna eftir því sem liðið er. Hann er óefað einn hinna atkvæðamestu manna frjálslynda flokksins nú sem stendur. Afturhaldinu er það ekki láandi þótt því standi stuggur af honum. Það fyllist lieift og hatri til hans í hvert skifti sem hann beitti sér á móti því á síðasta þinginu. Það man honum það ennþá hversu vel hann barðist fyrir því að rétta hluta póstanna. Það hefir enn ekki gleymt einbeittni hans í Sjösystramálinu; því svíður enn undan orðum hans í ræðunni um stjórnar- skrármálið; því er enn í fersku minni afstaða hans til brennivínsmálsins, o. s. frv., o. s- frv. Afturhaldið segir ekki fólkinu að þetta séu ástæðurnar fyrir hinni hóflausu baráttu gegn honum. Það veit að öll þessi mál era mál fólks- ins og það varast að nefna þau á nafn, en allir vita hversu sárt þau hafa sært afturhaldssálina. Þeim er það vorkunn afturhaldspostulunum þó þeir hati slíkan mann, hann er þeim og stefnu þeirra hættulegur. Sannleikurinn er sá, að það mun vera hér um bil eins dauni að ungur maður á þingi í fyrsta skifti taki eins ákveðinn og áhrifamikinn þátt í öllum stærri málum og Thorson hefir gert; fylgi eins ötullega fram hagnaðar og heillamálum fólksins; beiti sér eins óhikað á móti hnefarétti auðvalds og afturhalds og njóti eins fullkomins trausts og eins djúprar virðingar. Þetta er ekki talað út í bláinn. Áhrifamiklir atkvæðamenn í þinginu voru skipaðir til þess að rannsaka og bera fram tillögur um öll mál heim- kominna hermanna og Thorson var í þeirri nefnd. Þá var í þinginu skipuð nefnd sérfróðra manna til þess að ákveða laun dómara, og Thor- son var formaður þessarar nefndar, sýnir það betur en flest annað, hvílíks álits hann nýtur. Maður, sem jafnvel sameinar það að vera flutningsmaður frjálslyndra mála og rétta hluta lítilmagnans og alþýðunnar eins og Thorson hefir gert og njóta jafnframt álits og virðingar stórmenna og stjórnarvalda, hann ætti ekki að þurfa að efast um fylgi við kosningar; honum ætti að vera vís sigur. En því má ekki gleyma að slíkir menn vaxa æfinlega afturhaldinu í aug- um og það hefir úti allar klær og tennur til þess að koma þeim fyrir kattamef. Vonandi er samt að enginn Islendingur verði sekur í því ódrenglyndi 28. júlí, að gleyma fram- komu Thorsons á þingi og þeim heiðri, sem hann hefir þegar unnið Islendingum með framkomu sinni þar. Vingjarnleg íslenzk bygð. Margir, sem koma úr öðrum löndum til Canada, hafa ekki beinlínis í hyggju að gjöra það að framtíðarlandi sínu, heldur að leita gæfunnar eins og spönsku æfintýramennirnir Igjörðu í Suð- ur-Ameríku, og að henni fund- inni halda svo heim í átthagana aftur, til þess að lifa “í vellysting- um praktuglega” það sem eftir er æfinnar En þess konar menn hafa oftast nær orðið fyrir von- brigðum. Öðruvísi hefir farið fyrir þeim, sem hafa komið í þeim ásetningi, að reisa sér hér heim- ili sín, verða borgarar, láta sér umhulgað um heill landSins og rækt þess. Þess konar menn hafa sjaldan orðið fyrir vonbrigðum. Skulum vér í eftirfarandi línum benda á eina af hinum mörgu blómlegu íslendingabygðum í þessu mikla landi. Um sumar íslenzkar bygðir hef- ir verið ritað nokkuð mikið, og; lesendur íslenzku blaðanna hér( vestan hafs, hafa góða hugmynd um þær, jafnvel þótt þeir hafi aldrei komið í þær. Um aðrar hefir vérið ritað mjög lítið, já, um sumar þeirra heyrist varla orð. Vestur í Alberta er blómíeg ís- lnezk bygð, sem varla hefir verið getið í blöðunum síðustu árin, og samt er hún ein með þeim feg- ustu íslenzku bygðum í Vestur- Canada. Þangað vestur, þar sem hin tígulegu, snæviþöktu Kletta- fjöll blasa við í vestrinu og ilm- urinn af angandi lómum og sí- græna skóginum við fjallsræturn- ar, mætir manni, fluttu frum- byggjendur þessarar bygðar fyr- ir ca. fjörutíu árum. Komu þeir fiestir úr Norður-Dakota og Win- nipeg. Þá var landið vilt og ein- ungis Indíánar og hjarðmenn héldu til þar um slóðir. En með- fram Medicine ánni og á hæðun- um þar fyrir austan, fundu ís- lendingarnir, sem þangað fóru, gdösug beitilönd fyrir skepnur sín- ar, frjósaman jarðveg til að rækta flestar korntegundir og allstaðar gott vatn. Með öðrum orðum, þar fundu þeir öll skilyrði bæði fyrir kvikfjárrækt og akuryrkju. Þar að auki er landslagið mjög svo fagurt, og hin miklu snævi- þöktu fjöll í vestrinu minna þá stöðugt á íslands fjöll og jökla, sérstaklega, að því er mér finst, um sólaruppkomu og sólarlag. Sem miðdepill bygðarinnar mynd- aðist lítið þorp, Markerville að nafni, þar sem eru fáeinar búðir, pósthús, símastöð, smjörgerðar- hús, járnsmiðja, kirkja og skóli. Þegar maður ferðast eftir braut- inni, sem liggur beint norður frá Markerville yfir hæðina, hefir maður tækifæri til að skoða þetta víðáttumikla land. Hinar sællegu skepnur, hin miklu akur- lónd, hin snotru húsakynni og hinar góðu brautir, bera ljósan vott um dugnað og iðjusemi bygðarbúa. Til vesturs sér mað- ur ána glitra í sólskini, en beggja megin liggja löndin, þar sem bú- garðarnir standa í röð. Nokkrar mílur fyrir vestan ána byrjar furuskógurinn og nær hann vest- ur undir hin háu fjöll, sem vekja bæði traust og rósemi í sál manns. I Víkingahugurinn og útþráin, sem knúði íslendinga til að fara þangað til að setjast að, hefir ekki orðið fyrir vonbrigðum. — Margir þeirra byrjuðu með tvær hendur tómar, en í dag vitna sæl- legir nautgripir, kindur, hross, góð húsakynni, blómlegir akrar, nýtízku amboð og flughraðir bíl- ar um, að þeir, sem þar lögðu hönd á verkið, hafa einnig haft eitt- hvað í aðra hönd. En nú lifir maðurinn hvorki á peningum né brauði einu saman. Hann er félags vera. Hann þarf ekki einungis að hafa kvenmanns- höndina til að skapa heimilið, heldur verður hann að hafa ná- granna, sem eru fúsir til að rétta honum bæði vinarhönd og hjálp- arhönd, þegar á liggur. Maður finnur fáar bygðir nú á dögum, þar sem menn bæði lifa og vinna saman í einingu andans og bandi friðarins, eins og í þessari bygð. Þar hafa menn aldrei látið skift- ar skoðanir í pólitík og trúmálum fara með sig út í gönur, til að skapa sundrung og ósamlyndi niilli manna. Þó að hinn litli kaupstaður bygðarinnar sé um sextán mílur frá járnbraut, þá eru þar samt sem áður góðar samgöngur. Mað- ur fær daglega fréttablöðin, en er þó í burtu frá spillingu stórborg- anna. Góðar brautir tengja Mar- kerville við kringum liggjandi bæi og flest heimili bygðarinnar hafa talsíma. fslendingar í þessari bygð, eru vel kunnir um Alberta fylkið og fleiri þeirra, bæði meðal hinna eldri og yngri, hafa sett stimpil sinn á þjóðfélagið. Þeir hafa haldið uppi heiðri þjóðarbrotsins hér vestra, sem fáar aðrar bygð- ir. Þótt sumir af frumbyggjun- um séu nú komnir undir græna torfu, þá eru þó nokkrir þeirra lifandi, og hin upprennandi kyn- slóð hefir tekið framsóknaranda brautryðjendanna að erfðum, svo vér óskum þess, að þeir fái að njóta handaverka sinna og eigi eftir að sjá bygðina taka enn meiri framförúm. Davíð Guðbrandsson. Jafnaðarmenn skifta um skoðun í skattamálum. Landsfélag brezkra verkalýðs félaga skipaði nefnd til þess að rannsaka áhrif skatta á verðlag- ið. í nefndina voru skipaðir góð- ir og gegnir jafnaðarmenn, t. d. W. A. Appleton, sem er aðalritari landsfélagsins, tveir af (forkólf- uir verkamanna í baðmullar iðn- aðinum, Frayne og Birchnough, og J. F. Sime úr félagi verka- manna í hampiðnaði. Nefndin komst að þeirri niður- stöðu, að hin rikjandi fjármála- stefna á Englandi sé mjög var- hugaverð. Hún hvetur til sparn- aðar og telur, að háir skattar eigi sinn þátt í því, að sparnaður þverri á meðal þjóðarinnar. Var- ar nefndin verkamenn við því, að trúa þeim, er segja að háir skatt- ar séu æskilegir vegna þess, að þeir ýti undir framkvæmdir og þröngvi mönnum til þess, að starfrækja betur fyrirtækin. Há- ir skattar, segir nefndin, að leiði til þess, að reynt sé að minka framleiðslukostnað, þ. á m. að lækka verkalaunin. Nefndin varar við því, að lagð- ir séu á svo háir skattar, að fram- tak og starfsgleði lamist. Hún telur augljóst, að háir skattar hækki vöruverðið á þann hátt, að sparnaður þverri og taki fyrir fjársöfnun. Of háir skattar leiða til þess, að féð fari til neyzlu, í stað framleiðslu og leiða þannig yfirleitt til eyðslu. Það fé fer þverrandi, sem ota þarf til við- halds og aukningar framleiðslu- tækjunum, og um leið þrengist um fyrir verkamönnum. Niður- staðan er sú, að of háir skattar hafS í för með sér vinnuleysi, hækki vöruverð og séu mesta mein fyrir verkalýðinn Nefndin leggun mikla áherzlu á það, að verkalýðurinn geri sér ljóst, hver áhrif skattabyrðin hafi í raun og veru og að hve miklu leyti hún stöðvi þá fjársöfnun, sem er lífsskilyrði hverju þjóðfé- lagn. — Nefndin boðar engin ný sann- indi. Alt eru þetta gamlar og' hollar kenningar, sem, sem borg- araflokkar um öll lönd hafa hald- ið fram um langan aldur. En það er nýtt, að fá slík sannindi boðuð úr þessari átt, enda hefir álit nefndarinnar vakið ákaflega mikla eftirtekt. Þess verður líka að gæta, að jafnaðarmennirnir brezku eru á öðru þroskastigi, en jafnaðarforingjarnir hér heima. Jafnaðamennirnir á Bretlandi hika ekki við að kannast við sannleikann. Þeir fara líka sem stendur með völdin 1 einu vold- ugasta ríki veraldarinnar — og finna til ábyrgðarinnar, sem á þeim hvílir. Hér eru jafnaðar- menn á ímyndaðri uppsiglingu og það er nú eitthvað annað, en að þeir telji sér fært, að kannast við sannleikann í skattamálunum, hvað þá heldur að boða hann. Og'ekki er ólíklegt, að þeim þyki boðskapur brezku jafnaðarmann- anna ærið ónærgætnislegur, og að vel hefði mátt dragast nokkur ár- in enn, að hann væri látinn í ljós og boðaður öllum heimi. — Vísir. KENNARÁ vantar fyrir Árnes skóla No. 586, fyrir næsta skóla- ár, átta mánaða kensla. — Um- sækjendur verða að hafa lst class certificate og góða æfingu. Til- takið kaup. — Tilboð sendist til undirritaðar fyrir 9. ágúst 1930. — Mrs. Th. Peterson, sec-treas.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.