Lögberg


Lögberg - 24.07.1930, Qupperneq 5

Lögberg - 24.07.1930, Qupperneq 5
LÖGBEEG, FIMTUDAGINN 24. JÚLÍ 1930. BIs. 5. Elzta eimskipasamband við Canada 1840—1930 Nú er tíminn til að annast um farar-útbúnað bræðra, systra, eig- in-kvenna, barna, foreldra, ást- meyja og unnusta á gamla land- inu, er flytja ætla til Canada. Cunard línan hefir hlotið frægð fyrir ágætt fæði, fljótar ferðir og sanngjarnt verð. Vér höfum skrifstofur í öllum löndum Norðurálfunnar, er greiða jaifnt fyrir einstaklingum sem fjölskyldum. Vér sendum pen- inga fyrir yður til Norðurálfunn- ar fyrir sanngjörn ómakslaun. Ef þér heimsækið gamla land- ið, þurfið þér vegabréf, sem og endurkomu skírteini. Vér hjálp- um yður til að koma þessu í kring. Skrifið oss á móðurmáli yðar í sambandi við upplýsingar, er yð- ur verða í té látnar kostnaðar- laust. Samanburður. i. Rúmlega þrjátíu ár eru liðin siðan eg kom til þessa lands. Mér er það ekki eins kunnugt og skyldi, hvernig hér var stjórnað og hvernilg fólki leið fyrir þ^nn tíma; þó hefi eg kynt mér það eftir föngum. En síðan eg kom, þykist eg hafa fylgst með stjórnarfarinu nokk- urn veginn, og vita talsvert i liðan fólks. í tólf fyrstu árin eftir að eg kom, fór frjálslynd stjórn með völdin, þe.a.s. frá 1899 til 1911; þá tóku afturhaldsmenn við taum- unum og héldu þeim í tíu ár, eða þangað til 1921. Á því ári urðu stjórnarskifti; frjálslyndir inenn tóku við stjórn aftur og hafa þeir setið að völdum til þessa dags; það eru níu ár. Eg hefi því haft tækifæri til þess, að fylgjast með sögu frjáls- lyndu stjórnanna persónulega í tuttugu ár 'og afturhaldsstjórn- anna í tíu ár. Fjölda margir ís- lendingar komu hingað um sama leyti og geta þeir því dæmt um stjórnarfar/ið • hér jafnlengi og eg. Og hver hefir verið munur flokkanna? “Af ávöxtunum skul- uð þér þekkja þá,” segir einhvers staðar. Það er venjulega býsna áreiðanlegur og góður mæli- kvarði. II. 1 þau tvö skifti, ,sem afturhalds- flokkurinn hefir náð hér völdum á þessum tíma, hefir það verið ýmist með blekkingum eða of beldi. Árið 1911 höfðu Banda ríkin orðið við þrábeiðni Canada manna um það, að semja um toll laus vöruskifti. Báðir flokkarnir og allir stjórnmálamenn höfðu verið sammála um að æskja þess- ara gagnskifta; svo vel var þeim tekið, þegalr Fielding fjárinala- ráðherra bar þau upp í þinginu, að lófaklapp og fagnaðaróp dundu við um allan þingsalinn, jafnt af hálfu afturhaldsmanna sem hinna frjálslyrtdu. Eg minnist enn hinnar fögru ræðu, sem Haultain, leiðtogi aft- urhaldsmanna í Saskatchewan, flutti þar í þinginu, þegar fréti- in barst um þau miklu hlunnindi, sem frjálslynda stjórnin 1 Canada hefði fengið Ioforð um frá Banda- ríkjunum fyrir hönd þjóðar ,sinn- ar. Hann endaði ræðu sína á Þessa leið: “Nú sé eg æskudrauma mína vera að rætast; þetta hafa verið tnínar heitustu óskir síðan eg var ^rengur; ef eg veitti ekki þessu Kóða máli alt mitt fylgi þá væri svikari við kjósendur mína og kjördæmi, við land mitt og þjóð niína, við .samvizku mína og við 8uð minn.” Og þessi fö!gru orð voru básún- uð út um alla Canada, ekki ein- Ungis í frjálslyndu blöðunum, heldur einnig í þlöðum aftur- haldsliðsins. En auðvaldið í Austur-Canada hélt nieð sér fund, og komst að he*rri niðurstöðu, að það yrði að herjast gegn þessum mikla verzl- unarhagnaði, sem þjóðin átti kost á. Það hefði orðið stórkostlegur gróðahnekkir fyrir fáeina stór- auðuga verksmiðjueigendur og verzlunarprangara. Leiðtogi aft- urhaldsins, Robert Borden, var boðaður á þennan fund og honum boðið takmarkalaust fé til kosn- ingabaráttu, ef hann vildi verða verkfæri þeirra og ganga á móti hag og heill þjóðarinnar, miljóna eigendum til hags — með öðrum orðum, ef hann væri reiðubúinn fyrir stórfé að fórna velferð síns eigin fólks, og misbeita þannig stöðu sinni að berjast á móti viðskiftasamningnum. Og Borden lét tilleiðast. Skeyti voru send öllum leiðandi aftur- haldsmönnum og þeim skýrt frá því, að hagkvæmt yrði fyrir þá að sverjast í lið með auðvaldinu í Austur-Canada, til þess að reyna að blekkja fólkið og fá það til þess að greiða atkvæði á móti eigin hag. 1 þessu skyni yrði að þyrla upp rógburðar- og haturs- ryki á móti Bandaríkjunum; ef hugsuðu samsærismennirnir, þá má láta það í blindni sinni gera hvað sem er. Haultain, eins og aðrir aftur- haldsmenn, hlýddi boði húsbænda sinna og gerðist þannig, að eigin dómi, “svikari við kjördæmi sitt og kjósendur, land sitt og þjóð sína, samvizku sína og guð sinn.” Og öll aftudhalds halarófan, með Heimskringlu aftast, tók þátt í blekkingaleiknum. Þannig vann afturhaldið kosn- ingarnar 1911 og leiddi þá bölvun yfir þjóðina, sem aldrei verður að fullu bætt. Hefðu gagnskiftasamningarnir verið samþyktir 1911, þá hefði sanngjörn verzlun átt sér stað milli Canada o!g Bandaríkjanna enn þann dag í dag, en afturhaldfb var sjálfu sér líkt og samkvæmt—mat meira eigin hag og valdafíkn, en lífsskilyrði þjóðarinnar. Bændurnir voru leiddir undir fölskum flöggum með hatursorð- um ge'gn Bandaríkjunum 1911, til þess að greiða atkvæði með blekk- ingardruslu afturhaldsins fyrir augum, og þótt þeir sæju í gegn um hana síðar, þá entist hún nógu lengi til þess að halda þeim blind- um meðan atkvæðin voru 'greidd— og það var svikurunum nægilegt. Margur bóndinn hefir nagað sig djúpt og sárt í handarbökin fyrir i það, að hann lét blekkjast 1911 og það var sannarlega ætlun þjóðar- innar að sýna það þe!gar fyrsta tækifæri gæfist. Árið 1915, eða í allra síðasta lagi 1916, áttu að fara fram sambandskosningar, en aft- urhaldið vissi hvað það kostaði, þorði ekki að treysta fólkinu og hafði því stríðið að fölsku flaggi til þess að sitja við völd áfram. Þegar svo hatrið gegn þeirri stjórn varð ómótstæðileígt, tók hún það ráð, að auglýsa málamyndakosn- ingar; beitti hún þá nákvæmlega sömu aðferð og hinn alræmdi harð- stjóri, Mussolini á ítalíu, hún svifti allar konur í Canada atkvæð- isrétti, og veitti hann í þess staði þeim konum einum, sem hún taldi sér vísar. Sönnun fyrir þessu er í sérstökum kosnin!galögum, sem þá voru samin og samþykt af aftur- haldinu, þrátt fyrir eindregna mót- stöðu Lauriers og allra hans fylgj- enda; eg hefi þau lög og þingtíð- indin við hendina, og er hverjum sem vill, velkomið að sjá þau; hægt er að æsa fólkið til haturs, þarf því enginn að trúa þeim, sem Greiðið atkvæði með THORSON Liberal þingmannsefni ✓ 1 Winnipeg South Centre nœsta mánudag 28. júlí Frjálslyndar meginreglur og áframhald ívilunartollsins brezka eru lífsskilyrði fyrir tilveru Winnipeg og Vestur-Canada Merkið seðilinn þannig: Prentað samkvæmt fyrirmælum W. C. Borlase, forseta Winipeg South Centre Association. ekki vilja kannast við þetta, hvað sem þeir segja. Þar næst svifti stjórnin þúsund- ir manna atkvæði, sem í mörg ár höfðu verið trúir borgarar og greitt atkvæði, einungis fyrir þá ástæðu, að hún vissi að þeir mundu verða á móti sér; þegar þannig var búið að svifta flesta atkvæðisrétti nema gæðinga stjórnarinnar, þá fór hún á stúfana til þess að telja þau atkvæði, sem eftir voru — og þetta kallaði hún kosningar! Hér er þó sagt einungis það skársta af þrælatökum hennar í sambandi við þessar svokölluðu kosningar; alt það viðbjóðslegasta, sem eiðfest hefir verið af heim- komnum hermönnum, er látið ótal- ið, og ef til vill hefði eg slept þessu líka, ef skugginn á bak við Heims- kringlu hefði ekki teýgt svarta og kámuga fingur út úr skúmaskot- inu til þess að reyna að klóra í leiðtoga þeirra manna, sem móti þessum óhæfuverkum mæltu — forsætisráðherrans í Canada. Svona hefir afturhaldið náð tök um á valdataumum þessa lands í öll þau skifti, sem það hefir kom ist að. Og ekki getur það varið þessar athafnir sínar í skjóli stríðsins, því engin önnur stjórn í nokkru landi, sem í stríðinu tók þátt, beitti þessum tökum við þjóð sína. Já, þekking min á afturhaldinu í Canada er sú, að í Mðastliðin þrjátíu ár hefir það tvisvar, eða í rauninni þrisvar, sezt í stjórnar- sætið og í öll skiftin með þeim meðulum, sem e!g hefi lýst — og þó er öllu því versta slept, eins og eg hefi áður sagt. En hvað er að segja um kosn- inga-aðferð frjálslyndra manna á sama tímabili og í sömu skifti til samanburðar ? Árið 1911 hafði Sir Wilfrid Lauri- er komið til leiðar stórvirki, sem engum stjórnmálamanni hafði tek- ist áður, — samþykki Bandaríkj- anna til áðurgreindra viðskifta- samninga, o!g heldur en að hika eða hopa á hæli í baráttunni fyrir heill þjóðarinnar gegn ofsóknum og hótunum auðvalds og aftur- halds, fór hann frá völdum Mannorðið og drenglyndið var honum meira virði, en stjórnar- taumarnir. Árið 1917 var Laurier enn leið- togi frjálslyndra manna; hann mælti og barðist þá harðlega á móti því, að góðir og heiðvirðir borgarar væru sviftir atkvæði að ósekju; hann mælti og barðist af alefli á móti því, að lög væru brotin á konum landsins o'g þær sviftar atkvæðisrétti; hann mót- mælti sterklega og barðist gegn því, að Canadamenn væru teknir með ofbeldi og reknir á hervöll- inn í stað þess að fara þangað sem frjálsir menn. Ofsóttur og rógborinn af aftur haldinu í baráttunni fyrir rétti fólksins, beið hann heldur ósigur í annað sinn, en að svíkja sam- vizku sína. Sannaðist þar það sem Kristján Jónsson segir: “Hetjan, sem vill heldur deyja, en harðstjórans und vald sig beygja, lífi sínu ei lifað getur lengur en meðan sigrað fær.” Hér hefir verið stuttlega lýst þeim mun, sem er á milli aftur- haldsstefnunnar og hinnar frjáls- lyndu. Borden, Meighen og Ben- nett eru persónugerfi hins fyrra, en Sir Wilfrid Laurier hins síð- ara; þeir fyrnefndu svífast einsk- is til þess að brjótast til valda með ofbeldi, ef þeir þora það, þegar blekkingar bregðast; — Laurier aftur á móti hugsaði fyrst og fremst um heill o'g heið- ur þjóðarinnar, og “því lætur hún börnin sín blessa þann mann og bera sér nafn hans í minni.” Sig. Júl. Jóhannesson. Frá þúsund ára hátíð- inni á Þingvöllum. FÝRSTI DAGURINN. Hátíðin fer vel fram. Gott og bjart veður frám undir kvöld. Almenn ánægja meðal erlendra sem innlendra gesta. greiðlega og hjálpuðu mjög til þess hinar breiðu göngubrýr, sem gjörðar höfðu verið yfir Öxará þar fyrir neðan. Skiftist fólkið nú í gjána þar, alla leið frá Drekkingarhyl og langt upp fyrir Lögberg. Kon- ungshjónin og sænski ríkiserfing-j inn höfðu sæti á palli undir Lög- bergi. Til hægri handar Svía- prins sátu þeir Magnús Sigurðs- son bankastjóri og Matthías Þórð- arson fornmenjavörður, en til vinstri <handar konungshjónanpa ungfrú Sehested og Jón Svein- björnsson konungsritari. Á hlið- arbekkjum sátu þingmenn í tvö- földum ráðum. En á palli fyrir sunnan voru sæti heiðursgesta Undir ræðustólnum voru borð forseta og skrifara, en á ræðu- stólnum var útvarpstæki og gjall- arhorn uppi á hamrinum í sam Á þúsund ára hátíð íslands bygðar (1874) kom konungur Is- lands fyrsta sinni út hingað. Sag- an geymir góðar minningar um komu Kristjáns konungs níunda og Friðriks áttunda til íslands. En það er í þriðja sinni, sem núver- j andi konungur Islands og drotn- ing hans, sækja okkur heim og dvelja þau nú með okkur í þing- helginni. Ríkiserfingi Svía sækir há- tíð okkar og gistir prestssetur Þingvallastaðar. — Hefir aldrei fyr svo tiginn gestur, við svo frítt föruneyti, kept norður hingað um “íslands ála” frá “Sviþjóð hinni, miklu.” Stjórnarformaður sambands- lands okka og umboðsmenn hinna annara ríkisstjórna Norðurlanda allra, Finnlands, Noregs, Svíþjóð- Tjaldborgin “reis” um klukkan sjö í gærmorgun og þegar kl. varj um átta, var fólk farið að streymaj þaðan og upp í gjána, norðan við fossinn, þar sem ræðustóll bisk-j ups hafði verið reistur, hátt uppi í hamrinum. Lögregluþjónar vísuðu mönn um veg neðan af völlunum og upp í gjána og þvert yfir gjána héldu þeir vörð og var fólki ekki hleypt neitt suður á flatirnar hjá fossin- um. Að sunnan verðu við flatirn- ar héldu Skátar vörð — höfðu skipað sér í fylkingu þvert j-fir gjána og var það einskis færi að komast yfir þá fylkingu. Á flötunum var konungi o!g drotningu, sænska ríkiserfingjan- um, heiðursgestunum og þing- mönnunum ætlaður staður. Enn fremur prestum laitdsins, sem komnir voru til Þingvalla. Þeir gengu í fylkingu upp 'gjána og voru saman 43, allir hempuklædd- ir Þegar klukkan var orðin átta, mátti líta óslitinn straum af fólkii eftir öllum veginum frá tjaldborg-j inni og niður á völl og upp í gjá. Gleypti 'gjáin fólkið jafnharðan/ en alt af hélzt straumurinn óslit-1 inn, þangað til klukkan níu. Varj það einkennileg sjón fyrir þá,' sem ekki eru vanir því að sjá fjöl- menni, enda er það víst, að síðan land bygðist, hefir aldrei jafn- margt fólk verið saman kpmið á einum stað og var á Þingvöllum nú. _Enda fór svo, að rúm þraut í gjánni, og stóðu menn þó svo þétt þar, sem framast var unt — mað- ur við mann, alveg eins og á þing- málafundi. Tildraði fólkið sér upp um alla kletta þar nálægt, svo að ekki sá í þá fyrir múgn- um. Klukkan rúmlega níu gekk biskup upp í ræðustólinn, meðan arnorn uppi a namrinum ! sam- ar> eru komnir út hin,gað Það er bandiviðþað, og bar það ræður, orðið) samkvæmt ósk okkar ís. manna greinilega um alla gjána lendinga> Þeir ætla) hér á og miklu lengra. Nokkru norðar í gjánni en al þingispallurinn og undir vestur- hamrinum, er söngpallurinn. Söngflokkurinn söng nú “Ó, guð vors lands”, og hljómaði það ekki vel til þingpallsins. — Hefði ver- ið mikið betra að hafa söngpall- inn að austanverðu í gjánni. Það mun líka hafa dre'gið úr söng- hljómnum, að tjaldað var yfir songpallinn. Að söngnum loknum, steig Tryggvi Þórhallsson forsætisráð herra í ræðustólinn og mælti á þessa leið: Ræða forsætisráðherra. Þúsund ár eru liðin síðan ís lendingar, hinir fornu, komu j um söguhelga stað, að undirrita samninga um sáttargerð og að 1 íriðsmaleg úrslit skuli verða æf- inlega, um öll deilumál undan- tekningarlaust, sem upp kunna að koma milli íslands og þessara frændþjóða okkar. Við beindum heimboði til há- tíðarinnar til þeirra landa beggja megin Atlantshafs, sem íslenzka þjóðin hefir haft mest viðskifti við, í menningarlegu og fjármála- legu tilliti. Þing o'g stjórnir þess- ara landa hafa tekið boði hins þúsund ára gamla Alþingis. Þau hafa sent út hingað fulltrúa úr hóp sinna beztu ,sona og dætra. Þeir munu af hálfu þessara þjóð- landa taka þátt í hátíðarfagnaði okkar íslendinga og færa okkur fyrsta sinni til fundar hér á Þing- kveðjur ^irra_ völlum við Öxará. | jfrá frændþjóðunum á Norður- Þá var “Alþingi sett að ráði ion{jurn eru komnir út hingað Úlfljóts og allra landsmanna.” j margir aðrir löggjafar og þing- Þá var stofnað allsherjarríki á skörungar. Þeir ætla að heyja íslandi. j fund með Alþingismönnum ls- Þá var lagður sá grundvöllur, lendinga, svo sem við höfum áð- laga og réttar, sem þjóðfélag okk-j ur sótt slíka fundi sem gestir ar hefir hvílt á og búið að í tíu þeirra. — Frændþjóðirnar hafa og aldir. ! sent hingað, til móts á íslandi, Þúsund árum síðar stöndum j úrvalshóp ungra mentamanna, við, niðjar hinna fornu íslend- inga, í hinum sömu sporum. Við komum til fundar á Þing völlum við öxará. Við heyjum aftur Alþingi, “þar þeirra er áður hafa boðið vel- komna í sinn hóp þá ungu íslenzku mentamenn, sem utan hafa farið til þeirra landa. Vestan um hið víða haf eru sem hún Öxará rennur ofan í Al- ■ komnir, til heimsóknar, fleiri mannagjá.” synir og dætur íslands og niðjar Við viljum rifja upp og gleðj \ þeirra, en nokkru sinni hafa áður ast við minningarnar í þúsund ^ horfið heim — þeirra, sem á Vín- ára sögu — bæði bjartar og landi hinu góða hafa gjört sínu daprar. j gamla föðurlandi svo margvíslega Við viljum gleðjast við að á sæmd og á svo mörgum sviðum. þúsund ára afmælinu fáum við Meðan hér ríkir nú hin “nóttlausa ekki betur séð, en að meiri vor- voraldar veröld”, fær okkar aldna hugur ríki, og að votti fyrir meiri sameiginlega íslenzka móðir að grósku í hinu íslenzka þjóðlífi, en sjá hjá sér, drykklanga stund nokkru sinni fyr. j þessi sín “langförulu” börn og söngflokkur söng sálma. Síðan Við viljum ákalla “Guð vors barnabörn. lands” og fela forsjá hans hulda Og enn eru ótaldir fjölmargir framtíð landsins okkar. j gestir: synir og dætur og vinir í nafni hinnar íslenzku þjóðar íslands hvaðanæfa að. Römm er lýsi eg því yfir, að þessi alþjoðar-j sú taug ættjarðarástar og vin- tók biskup til máls, og verður ræða hans.prentuð í næsta blaði. Að ræðunni lokinni var sunginn sálmur aftur og síðan streymdi ^ fólkið upp úr gjánni og suður á hátíð, sem haldin er til minning-j áttu, sem hefir dregið þá norður völlinn. Þar áttu menn að skipa sér í fylkingar undir sýslufána skjaldarmerki) og hverri sýslu og bæ ákveðinn staður í skrúð- göngunni. En þetta fór alt í handaskolum. Að vísu voru fán- arir á lofti, en fólk vissi ekki und- ir hvaða fána það átti að skipa sér, því að það þekti ekki merkin. Gekk því hver þar sem honum sýndist og var alt á ringulreið.— Var nú haldið suður i Almannagjá að Lögbergi, og gekk það furðu ar um að frá stofnun Alþingis, frá hingað. stofnun hins íslenzka ríkis, eru liðin þúsund ár — er sett. Mætti hamingja og farsæld hvíla yfir þessum merkilegu tímamót- um í sögu íslands. Við hefjum í dag fjölmennari hátíð íslendinga, en nokkru sinni hefir verið háð. En við eigum jafnframt gest- um að fagna. Við skulum hefja hátíð með því að heilsa á gestina. eru Svo mörgum og svo göfugum gestum hefir íslenzka þjóðin aldr- ei fyr átt að fagna — eins og nú á þúsund ára afmæli ríkisins.— íslenzka þjóðin býður gestina alla hjartanlega velkomna. Mættu þessir dagar, sem þið dveljið hjá okkur, verða ykkur bjartir og á- nægjulegir. Mætti svo fara, að þið flytjið með ykkur heim aftur — eftir farsæla heimkomu — Framh. á bls- 8 CANADA ER ÖRUGGARA MEÐ KING VESTUR-CANADA KREFST ÞESS AÐ HANN HALDI VÖLDUM GERÐIR HANS Pau átta ár, sem hann hefir setiS a8 völdum, hefir Canada telcið feyknaleg- um framförum, sem er afleiðing af vit- urlegri og framkvæmdarsamri stjórn og viturlegri löggjöf, sem verið hefir I samræmi við þarfir þjððarinnar. STEFNA HANS parfir Canada eru miklar. Canada þarf athafnir sem King stefna ein getur veitt henni. King stjðrnin æskir endur- kosningar á stefnu Víðtækari viðskifta Lægri framleiðslukostnaði Nánari innanríkis vináttusambands. STJÓRNARRÁÐ H\NS * Hver einasti ráðherra King-stjðrnar- innar hefir nákvæma þekkingu á hög- um og þörfum Cahada, er reyndur að yfirburða hæfileikum, stjðrnsemi, ráð- vendni og einlægri iöngun til að vinna .Canada gagn. -RÁÐHERRAR KING-STJÓRNARINNAR FRÁ VESTUR-FYLKJUNUM- Þörfum og skoðunum Vestur-Canada er haldið á lofti innan ráðuneytisins, af fimm miklum mönnum, sem Sléttufylkin eru stolt af. RT. HON. W. L. MacKENZIE KING, Forsætisráðherra (Prince Albert). HON. CHAS. DUNNING, Fjármálaráðherra, (Regina)i. HON. W. R. MOTHERWELL, Búnaðarráðherra, (Melville). HON. CHAS. STEWART, Innanríkisráðherra, (Edmonton Westb HON. T. A. CRERAR, Járnbrautaráðherra (Brandon). Þarna eru fimm 'gildar ástæður fyrir því, að þér styðjið stjórnina. GREIÐIÐ ATKVÆÐI MEÐ YÐAR KING FRAMBJÓÐANDA _____________ Publication authorized by E. G. Porter, Portage la Prairie.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.