Lögberg - 18.09.1930, Blaðsíða 2

Lögberg - 18.09.1930, Blaðsíða 2
Bls. 2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. SEPTEMBER 1930. Sjötta þing (Framh. frá síðasta bl.) Hér skiftum við verkum alveg eins og á Siglunesi og höguðum kenslunni eins, nema hér notaði Miss Olafson ensk myndaspjöld, og þurftum við að kenna sumpart á ensku. Islenzku börnin lásu biblíusögur upphátt á milli sin, og gátu þau öll lesið dável. Var söngurinn hér fremur góður, og þótti þeim líka mjög gaman að syngja. Lærðu þau nokkra íslenzka sálma og auk þess þrjá enska sálma. Sýndu þau góðan áhuga og lærðu fúslega. Sunnudaginn þann 20 júlí buðum við foreldrunum, en svo tókst illa til, að rignt hafði alla nóttina og fram á hádegi, svo að brautir voru nærri ófærar. Sökum þess komu aðeins 6 gestir. Tók til að rigna aftur um kl. 3 og hélt áfram annað veifið fram á kvöld. Höfðum við okkar litlu guðsþjónustu og kenslu, og að því loknu þakkaði Mrs. Gíslason með hlýjum orðum fyrir starfið. Eftir skólanum vár lokið settumst við niður við kaffiborðið, og þó veðrið væri slæmt, þá skemtum við okkur eftir föngum. Kvödd- um við þá okkar góðu vini, og lögðum af stað norður til Silver Bay. Keyrði okkur Gústi Davidson, og voru vegirnir afar vondir, sem nærri má geta eftir slíkar rigningar. Skurðirnar beggja megin við brautina voru fullir af vatni, og illa hefði farið hefðum við lent út af brautinni. Komumst við samt slysalaust og megum við þakka keyrslumanninum fyrir. Við vorum báðar þreyttar eftir erfiða ferð, því ekki er skemti- legt að keyra á vondum brautum, þegar dimt er uppi yfir og nátt- úran drungaleg, en það hvarf skjótt þegar við komum inn til Mr. og Mrs. Friðlundúr Johnson, sem tóku á móti okkur með opnum örmum. Næsta morgun var komið glaða sólskin, og var gott veð- ur alla {tá viku. Ætlast var til þess að kent væri í Ralph Connor skólanum, en það stóð svo illa á, að hann var i óstandi. \rar verið að laga hann og mála, en ekki var búið að því. Tli þess að væri hægt að byrja var Mrs. Johnson svo góð, að bjóða okkur að halda skólann í húsi sínu. Byrjuðum við því kl. 2 þann 21. júli. Var þetta í fyrsta sinn, sem s.s. starf var hafið í þeirri bygð, og auðvitað var alt þetta nýjung fyrir börnin. Varð þetta bæði stærsti og yngsti hópurinn, þar sem voru 27 börn í honurn frá 6-13 ára aldri. Komu þessi börn keyrandi og gangandi. Mörg af þeim hafa aldrei gengið á barna- skólann, en þó ung væri, tóku þau góðan þátt í athöfninni. Sungum við fyrst sálm, sem tókst eins vel og við mátti báast, þar sem ekkert var hljóðfærið. Fórum við í gegn um alt formið en sungum ekki öll svörin. Var hópnum þá skipað í tvær deildir og þá fór fram kenslustund. Lærðu öll börnin sálmsvers og hin eldri boðorðin. Voru þeim öllum gefin myndaspjöld, bæði hin- urn yngri og eldri. Auk þess lásu eldri börnin i íslenzku biblíusög- unum, og var lestrar-kunnátta þeirra allgóð. Öll sýndu þau ágætan áhuga fyrir starfinu, og lögðu mikið á sig að læra sem mest. Reyndist ómögulegt að ljúka við skólan fyrr en á laugardag- inn, svo við kendum 4 daga á heimili Friðlundar Johnson, 1 dag hjá Árna Johnson og 1 dag hjá Ólafi Magnússyni. Fór kenslan fram á hverjum degi frá kl. 2 til hálf fimm. Hér eins og fyr höfðu börnin sérstaklega gaman af að syngja, jafnvel þau yngstu og lærðu þau á þessari viku 9 sálma. Á sunnudaginn var kenslan höfð í hinu nýuppgerðá skólahúsi, og voru þar margir af foreldr- um barnanna viðstödd og auk þess allmargir gestir. Tóku allir þátt í guðsþjónustunni og hlýddu á kensluna. Enginn tók opin- berlega til orða, en prívatlega var þakkað mjög innilega fyrir starf- ið. Að því loknu var öllum boðið að setjast við kaffidrykkju, og var það mjög glaðvært. Vorum við því næst keyrðar álengdar af Árna Johnson og komum svo heim til Winnipeg næsta morgun. Æomum við á mörg myndar heimili þar í bygðunum, og alstað- ar var okkur sýnd hin mesta vinátta og gestrisni, og gerðu allir sitt til þess að dvöl okkar yrði sem skemtilegust. Sýndust allir vera mjög þakklátir kvenfélaginu fyrir þessa sumarkenslu, en fanst þeim samt tíminn vera all-stuttur. Lagði fólkið líka áherslu á að kent væri á íslenzku og að börnin fengi að læra það sem íslenzkt er. Það er tæplega mögulegt að halda kenslu á sunnDdögum, sökum þess að langt er að fara, og fjarskalega erfitt á vetrum. Vildi fólkið gjarnan að skólanum væri haldið áfram, ef nokkur ráð væri á því. Áttum við tal við ýmsa þar í bygðunum hvort ekki mundi fært að halda s.s. starfinu áfram að einhverju leyti á kom- andi tíð. Árangurinn af þvi hefir orðið sá, að nú nýlega hefi eg átt tal við Miss Lovísu Bergson frá Winnipeg, sem kennir skóla í Oak View, og fengið bréf frá Miss Vigdísi Sigurdson kennara á Siglunesi, og báðar hafa þær góðfúslega lofast til að halda s.s. kenslu á föstudögum vikulega frá kl. 3-4 fram að jólum. Er gleðilegt að svo langt er komið með þetta starf, og er mér sönn ánægja að því að færa kvenfélaginu þessa fregn. Svo vil eg að lokum þakka Hinu Sameinaða Kvenfélagi fyrir það traust, sem okkur Miss Olafson var sýnt, með því að trúa okkur fyrir þessu háleita og nauðsynlega starfi i þarfir kristin- dómsins. Við vonumst til þess, þó tíminn væri stuttur, að einhver árangur hafi orðið af þessu starfi okkar. “Ef Guð er með oss, hver er þá á móti oss.” Ingibjörg S- Bjarnason. Mrs. Marteinsson sagði fundinum frá því, að hún hefði átt tal við nokkrar konur úr þessum býgðum, og að þær væru svo innilega þakklátar Sam. kvenfél. fyrir þetta góða starf. Mrs. O. Stephensen lagði til og Mrs. Marteinsson studdi, að þesisum stúlkum sé innilega þakkað fyrir þeirra mikla og góða starf og fyrir þessa skýrslu. — Samþykt. Þar næst las Miss Guðrún Marteinsson iskýrslu yfir starf sitt í Árnesbygð. — Var Miss M., ásamt Miss Bj. og Miss Ól- afson, vottað þakklæti þingsins með því að allir stóðu á fætur. Mrs. Marteinsson benti fundinum á /það, að kirkjufélagið hefði laigt til 24 sunnudagsskóla kver, að Sam. kvenfél. hefði keypt sex ensk kver og nokkrar biblíusögur, 0g að sunnudags- skóli Fyrsta lút. safnaðar hefði gefið mikið af bókum og blöð- um, sem hefði verið útbýtt til nemenda. Hún benti einnig á það, að kirkjuþingið í sumar hefði lýst ánægju sinni yfir því verki, sem Sam. kvenfél. er að vinna í þarfir heimatrúboðs. í umræðum þeim, er fram fóru út af sunnudagsskólamál- inu eða kristindómsuppfræðslu unglinlga úti í sveitum, var það ósk allra, að þetta starf héldi áfram og að félagið útbreiddi starfið eftir kröftum. Mrs. Marteinsson mintist lauslega á stofnun Árdals-safn- aðar,------meðal annars, að þrátt fyrir vondar brautir, næst- um því ófærar yfir alla bygðina, hefði sunnudagsskóli verið stofnaður og viðhaldið í öll þessi ár. Mrs. ólafson lýsti þakklæti sínu til sunnudagsskóla kenn- ara kirkjufélagsins, — sagði að þetta starf (sunnudagsskóla- kensla) útheimti æfinlega sjálfsafneitun og áhuga. — Er mjög líklegt, að ein ung stúlka úr söfnuðinum að Bald- ur, Man., aðstoði Sam. kvenfél. í þessu verki næsta sumar. Erindi: “Framfara fyrirtæki kvenna í Manitoba á síð- ustu áratugum.” — Mrs. I. Sigurdson, Gimli, Man. Forseti, kæru félagssystur og heiðruðu gestir! Vestur-Islendingur, ný-kominn að heiman, sagði mér um dag- inn, að sá munur væri á ræðumönnum hér og heima, að hér byrjaði ræðumaður æfinlega á sögu eða ofurlítilli skrítlu, en heima kæm- ust þeir að málefninu strax. — Svo nú geri eg eins og þeir heima. Mig langar til að sýna ykkur sum af hinum miklu tækifærum, sem nú blasa fyrir konum, og eins að staðnæmast ofurlitla stund til að íhuga sum af einkamálum kvenna. Tækifærin blasa við okk- ur öllum yngri og eldri, á þessum frelsistimum, 0g ættum við að nota hvert eitt, því á hverjum degi erum við sem, einstaklingar og heild að byggja sögu okkar fagra lands. Tennyson segir: “Self-reverence, self-knowledge, self-control, these three alone lead life to sovereign power.” Á öllum tímum hefir þetta reynst rétt, því til hvers er manni þekking og mentun, ef við höfum ekki hugsjón á því ða vernda þá dýru gimsteina, sem okkur hefir verið trúað fyrir af forsjóninni og sjálfstæSi til að gjöra okkur besta, og sýna félagsbræðrum okkar, hina bestu hlið. Menn hafa æfinlega verið fyrst, hafa æfinlega frá því fyrsta ráðið, og hagað hlutum eftir þvi, sem bezt var fyrir þá. Konur, aftur á móti hafa mátt sætta sig við þessa sömu veggi, þrengri eftir því sem lengra er fariö aftur í tímann. Alt, sem var álitið nauð- synlegt fyrir vellíðan konunnar var að giftast—hvað sem maður- inn var, sá sem hún kaus sér eða ekki—svo að hafa heimili og börn fyrir örfá ár—og þegar börnin voru farin og þurftu hennar ekki lengur með—þá að finna aðra, sem þurftu á hennar þjónustu að halda. Finst ykkur ekki konur, að “þjónusta” hafi æfinlega ver- ið einkunnarorð konunnar, að hún sjálf hafi aldrei komist að. Alt þetta er smám saman að breytast, konan sjálf horfir öör- um augum á lífið og hennar stöðu í mannfélaginu. Við höfum núna, eftir ýmsar baráttur, sem okkur er öllum kunnar, heimtað jafnrétti í trúarbrögðum, jafnrétti í mentamálum, og nú ættum við að krefjast jafnréttis i iðnaöarlegu tilliti, og smátt og smátt erum við að koma heiminum til að líta á okkur eins og sérstakar verur, á öllum timabilum lífs vors, en ekki eins og aðeins bergmál af ein- hverjum blessuðum manninum. Þegar við lítum til baka sjáum við að enginn partur af sögu mentamálanna er eins óþektur og ó- ljós, eins og mentun fyrir stúlkur og konur. Sýnir það að lítið var hugsað um þau mál, enda vitum við það að á Englandi, áður en aö Victoria drotning ríkti var ekki minst á þetta mál, en stúlkum var kent heima, alls konar handavinna, sem að móðirin kunni. Victor Hugo talar um hina 19. öld, sem öld konunnar, þvi strax eftir að Victoria drotning komst að völdum, varð stórkostleg breyt- ing. Að konur gæti notið mentunar var álitið nauösynlegt—privat skólar fyrir stúlkur voru opnaðir, og seinna komu colleges fyrir konur. Þessi hreyfing tólc stórum framförum á stuttum tíma, og í dag fá konur að útskrifast frá öllum brezkum universities nema Oxford og Cambridge. I Bandaríkjunum árið 1837 var Mount Holyoke, kvenna há- skóli opnaður, var þetta byrjun á hærri mentun fyrir konur þar. Fáein Bandarikja universities leyfðu konum inngang um árið 1886. Og flest af þeim í dag, taka konur jafnt sem karlmenn fyrir hvaða lærdómsgrein sem er. Þegar við komum heim til okkar sjálfra og lítum á landnáms árin í Rauðárdalnum, voru fyrstu skólar stofnaðir af trúboðum Fyrsti skólinn, sem oþnaður var, var í St. Boniface árið 1818. Rev. Father Provencher var hinn eini kennari, og að lesa, skrifa og reikna var mest um vert, og kirkjuleg uppfræðsla um hönd höfð. Árið 1829, var skóli stofnaður með því augnamiði að kenna verklegar greinar, og kvað H. B. Co. hafa borgað 2 konum í þrjú ár til að halda þessari kenslu áfram. Og svona gæti maður haldið áfram ár frá ári, ef tími leyfði, hvernig að fyrstu frumbyggjarnir börðust fyrir mentamálum, og það hér um bil strax og landið bygðist. Langar mig til að minnast á nokkur fleiri dæmi. Árið 1874 var St. Mary’s Academy stofnað, hefir sá kvenna- skóli frá þeim tíma starfað í Wpg. þó að mörg séu sporin á milli fyrstu byrjunar og þess, sem skólinn er í dag. Árið 1871 var Manitoba College stofnað með 17 nemendum. Árið 1875 taldi Weslyan Institute 71 nemanda. Manitoba stjórnin stofnaði Man. University með 3 tengd col- leges (colleges in affiliation) og þá byrjaði fyrir alvöru hið mikla starf Wesley College með Rev. J. W. Sparling, D.D. sem yfirkenn- ara. < Eftir miklar umræöur, um kvennaskóla í St. Andrews, byrjaði árið 1870 Miss Matilda Davis á kvennaskóla sínum “Oakfield,” og einmitt í þeim skóla voru margar Winnipeg konur 'sém ennéru á lifi, mentaðar. Ruperts Land kvennaskólinn var þá einnig stofn- aður um líkt leyti. . Fyrsta blað Free Press, nov. 9. 1872, ber fréttagrein um kvennaskóla Wlpeg bæjar. Baráttan, sem Selkirk frumbyggjarnir hófu hjá sér, var end- urtekin hérna í Nýja Islandi, þar sem foreldrar okkar snemma á landnámsárum þeirra fundu sterka þörf á að gefa börnum sínum méntun—en baráttan hér var þyngri og lengri—því meðfarandi hinum vanalegu erfiðleikum frumbýlingsáranna voru enn fleiri erfiðleikar. Vegir, sem voru alls ófærir eða engir; fátæktin til- finnanleg fyrst framan af, og alveg óþekt tunga þessa lands, en þeir áttu sér draumaland, frumbyggjarnir hérna, og börnin urðu að fá mentun og betra tækifæri í lífinu heldur en þau höfðu haft, og fyrsta tilraun í þá átt var á Gimli. Þar var maður, sem barðist í því að hafa fáein börn í senn og gefa þeim ofurlitla tilsögn. Árið 1887 var mikið reynt til að setja á stofn sveitarráð, þvi það var nauðsynlegt áður en að hægt væri, laganna vegna að koma skipulagi á skóla. Undir eins og þetta var orðið löglegt, árið 1888 voru löggildir skólar fylkisins stofnaðir í fjórum bygðum í Nýja íslandi—Gimli skóli í Víðinesbygð, Árnes skóli í Arnesbygð, Lund- ar skóli í Fljótsbygðinni og Big Island skóli í Mikley. Eins fljótt eins og hægt var, var byrjað á kenslu, árið 1889 opnaði Gimli sinn fyrsta skóla, bjálkakofa, með þunglamalegum borðum og bekkjum, en krakkar Nýja Islands voru á leið til ment- unar og frama. Margar af þessum nemendum þekkjum við í dag, sem leiðtoga ýmsra bygSa hér og annarstaðar. Sem afleiðing af þessum skólum, finnum við í dag ágæta alþýðuskóla um alla þessa íslenzku bygð, ög í Árborg og Riverton Intermediate skóla og á Gimli high school, þar sem stúlkur jafnt sem drengir geta undir- búið sig fyrir inngöngu inn i háskóla landsins. The University of Manitoba hefir aldrei útilokað konur síðan það var fyrst stofnað; talað var um, um árið 1880, að fyrirbyggja að konur tæki Arts, en það komst ekki lengra og var aldrei gert. University hefir, eftir skýrslu sem gefin var í sumar, haft konur fyrir nemendur í öllum greinum, sem teknar eru þar, meira að segja, engineering og agriculture. Meira og meira eftir því sem árin liða eru konur að útskrif- ast á öllum sviðum—hérna í Manitoba höfum við lækna, lögmenn, háskólakennara, sérfræðinga í mörgum greinum, til dæmis í vís- indum. Ein Manitoba stúlka, sem eg þekki persónulega hefir sitt M.A. í science og á aðeins eftir eitt próf til að ná doctors nafnbót. Hvert sem er litið, er konan að gjöra það, sem fyrir fáum árum var eingöngu mannsins verk. Fyrir minna en 50 árum síðan voru allir alþýðuskóla kennarar karlmenn— núna eru aðeins örfáir karlmenn, sem kenna þar, nema þá fyrir einhvern stuttan tíma. Konur hafa yfirhöndina þar. Fyrir nokkrum árum síöan, þegar konur byrjuðu á opinberri verzlun, var það æfinlega skylt heimilisvinnunni—kaffihús, mat- söluhús, kvenhattasala, saumastofur, en núna í Manitoba, eru konur í flest öllum iðnaðargreinum. Striðið 1914 breytti mörgu þessu viðvíkjandi. Konur voru teknar inn í banka landsins. Frétta- blöð tóku margar konur fyrir ýms verk og sem fréttaritara. I Hartney, Man. er kona, sem á sitt fréttablað, er hún útgefandi og ritstýra þess blaðs. Var hún eina konan, sem sat þing í vor sem leið með blaðamönnum. Hjúkrunarfræði er langt á veg komin hér, eru ýmsar útskrifaðar hjúkrunarkonur frá Manitoba sjúkra- húsum búnar að fá góðan orðstir og góðar stöður á þeim sviðum. Má minnast á hina háöldruðu og mikilsvirtu konu, Margaret Scott, sem með sérstaklegri þrautseigju, og kærleika og umburðarlyndi fyrir félagsfólk sitt, stofnaði the Margafet Sco'tt mission—verk þessarar stofnunar er öllum vel kunnugt um. í Sparling, Manitoba er stúlka, sem útskrifast hefir í Science og er landscape architect, og margar fleiri mætti telja. Þegar við litum á þessa hluti og fleiri, megum við til að muna að þó að staða konunnar í Manitoba hafi tekið stórum breytingum, þá hefir sú breyting komið á stuttum tíma. Federation of University Women mætti þrisvar sinnum á ári —af fundi þeirra May 17, 1924, segir Free Press—“Þaö er svo stutt síðan að konur fóru að færa sér í nyt aðgang að university, að margar eru vel lifandi í dag, sem fyrstar réðust í það að mæta prófessornum í hans helgidómi.” Árið 1924, 30v/c af nemendum í University of Manitoba var kvenfólk og af 10,000 nemendum skráðum í universities i Canada, 3,800 var kvenfólk, í öllum lærdómsgreinum, meir að segja fyrir prestskap, voru konur. I dag eru enn nú fleiri, en tölur ekki fáan- legar fyrir vissu. Nú kemur spurning, sem er svo oft á margra vörum. Hvað á konan að gjöra við sína mentun? Er mentun nauðsynleg fyrir konuna ? Getur hún notað sína mentun alla æfina, eða er það bara fyrir örstuttan tíma, svo stuttan kannske að óþarfi sé að strekkjast við það—og mest áríðandi spurningin—hefir hærri mentun fyrir konur rænt heimilin, og börnin, vantar konur nú á tímum sína eigin lífsstöðu fcareer) meira en heimili og börn? Frá því fyrsta hefir konunni verið ætlað að stofna heimili, og ala upp börn, og er beinlínis sú þrá gróðursett hjá okkur öllum— frá alda öðli hefir viðhald kynflokksins verið sterkasta eðlishvöt mannsins,—mentun hlýtur að lífga þá eðlishvöt, en ekki eyða henni og mentun um leið og hún breikkar og eflir verlcahring konunnar, gefur henni nýjan þrótt fyrir hénnar stærsta, en ekki eina starf fyrir mannfélagið—verndari heimilislífsins. Ef við hugsum málið, hljótum við ekki að komast að þeirri niðurstöðu að hvaða mentun sem er auðgar lif konunnar. Þess meiri mentunar, sem við njótum, þess meira, sem við lesum og hugsum, ættum við að sjá lengra, vera frjálslegri í hugsunum okk- ar, ekki eins aðfinslusöm, og ættum við frekar að geta notið þess bezta sem sálarlíf meðbróður okkar býður. Það er engin efi að Home Economics er fullkomnasta lær- dómsgrein fyrir konu, sem hefir sjtt eigið heimili, hjúkrunarfræði er ágæt, en hvaða mentun sem er hjálpar heldur en hitt. Heimilið hefir breyst, áhrif þess þurfa að ná lengra heldur en innan um þessa fjóra veggi. Nú einmitt þarf konan að taka þátt i opinberum málum—einkanlega þau mál, sem snerta unglinga. Ábyrgð á heimilismóður fer óðum vaxandi, og það skilyrði að kona er kona, er nú ekki álitið nóg, hún þarf alt það mesta, bezta og fegursta sem til er í einni manns sál—til þess að gefa börnum sínum þá dýrustu gimsteina, sem til eru. Það er ekki nóg, að móð- irin líti eftir vellíðan líkamans, heldur lika andlega, siðferðislega og vitsmunalega hlið lífsins verður hún að vera fyrsti kennari og leiðtogi barns síns. Hún er fyrsti vinur, fyrsta leiksystir og fyrsti og mesti kennari barns síns. Þess vegna þarf konan þá beztu og mestu mentun og undirbúning undir starf sitt. Því miður er ekki enu komin sá timi að allar konur geti veitt sér mentun, hvað þá heldur háskólamentun, en ef okkur vantar eitthvað nógu mikið, þá finnum við veg að veita okkur þá ósk. Ef okkur vantar mentun, þá getum við með lestri og hugsun hjálpað okkur mikið—svo mikið að okkur finst starfið léttara og við getum betur fylgst með tím- anum og kanske að við þurfum þá siðué að horfa á eftir börnum okkar út þangað sem okkur finst ómögulegt að fylgja þeim eftir. Mæður þurfa um fram alt annað að vera svo stórar og svo sann- gjarnan og sí-vakandi að börnunum finnist aldrei að þær séu á eftir tímanum, og geti þarafleiðandi ekki lengur verið leiksystur þeirra. Við skulum vona að mæður nú á timum haldi æfinlega fram, lengra og lengra á braut þekkingar og þroska. Árið 1921, sýndi manntal Canada 54.61% af fólksfjölda Canada eða 4,799,269 persónur yfir 20 ára að aldri, af þessu voru 2,354,212 konur. Það voru 1,631,761 giftar konur og 236,522 ekkjur. Alls eru 1,868,283 konur, sem einhvern tíma á æfinni halda sitt eigið heimili eða um 79%. Mikið er talað um stöðu og réttindi giftra kvenna hérna í Manitoba, og eru margir með því að giftar konur ættu ekki að vinna fyrir kaupi, utan síns heimilis. Vanalega eru tvær ástæður gefnar: 1. að staðan, sem hún hefir, sé nauðsynleg fyrir ógifta konu eða fyrir mann. 2. að það taki konuna frá börnum og heim- ili. Finst mér að konur ættu að hugsa málið vel, því ef að við komumst á þá niðurstöðu að rétt sé að banna giftum konum þetta eða hitt, þá erum við á sama tíma að játa það, að við séum ekki einstaklingar, ekki sjálfum okkur ráðandi og fyrir neðan annað fólk. Free Press 1930 segir: “Women are individuals—their liberty should not be curtailed simply because they are married”— Konur eru einstaklingar, og ætti frelsi þeirra ekki að vera skert, bara af því þær eru giftar. Erum við, sem erum giftar einstaklingar, með okkar eigin sál, hugsanir, með okkar “pund” sem við verðum að skila ávöxtuðu, ef við erum trúir þjónar, ef við erum einstaklingar, því megum við ekki í frjálsu landi lifa eftir því sem okkur finst bezt—eins og annað fólk. Helen Gregory McGill, M.A., Judge, Juvenile Court og Mem- ber of B. C. Minimum Wage Board segir: “Ef það er vandamál hvort giftar konur eigi að vinna utan heimilis síns, þá er það fyrir allan heim að ráða fram úr því. I Bandaríkjunum er 1-5 af öllum vinnukrafti giftar konur. Á Þýskalandi hefir það aukist frá 33.5% til 34.8% í sumum plássum þar sem factories eru frá 12.2% til 48.8%. Dept. of Labor in Canada sýnir vöxt frá 11.1% árið 1891 til 15.2% árið 1921. Frægar leikkonur, söngkonur, kven-rithöfundar og skáld til dæmis sýnast ekki hafa neina hugsun eða löngun til að hætta starfa sínum þegar þær giftast, og eingin sýnist ætlast til þess. Fáar, ef nokkrar, mótbárur heyrast frá fólki að þvottakona, matreiðslu- konan þurfi að hætta sínu starfi, þó hún sé gift—svo konurnar, sem mega ekki ráða sér sjálfar eru mið-jdassinn, eins og skrif- stofuþjónar, búðarþjónar, kennarar, o. s. frv. Ef giftar konur mega ekki vinna af því einhver annar þarf þeirra pláss hvað þá með ógiftar ríkar stúlkur, hvað með alla þá menn, sem vinna þess harðara eftir því sem þeir verða ríkari, ætti þá ekki fólk að þurfa að hætta að starfa, þegar það’ er búið að fá nóg til að lifa af—og hver ætlar að segja hve nær nóg er komið. Hin ástæðan, að giftar konur ættu ekki að vinna fyrir kaupi— að það rænir heimilin og börnin. Engin kona með börn vinnur út nema að hún megi til; ættum viS þá ekki að heiðra þá móður, sem reynir að vinna til að gefa börnum sínum tækifæri, sem ann- ars væri ómögulegt. Líf einstaklingsins er nógu erfitt, }ió að börn- um sé gefið alt það tækifæri, sem hægt er á unglings árum þeirrá. Haldið þið ekki að konati, sem vinnur sér fyrir peningum, þegar þörf gerist, geti gert meira og meint meira til barna sinna, heldur en ef hún er niðurdregin á sál og líkama af margra ára striti og fátækt og orðin hugsanalga eitruS af því að horfa upp á börnin sín án þess að geta gefið þeim þau tækifæri, sem hana hefði langað til. Ef konur eru látnar hætta að vinna fyrir kaupi, þá ættu konur af öllum stéttum að þurfa að hætta. Mundi það verða svo stórt hagsmunalegt tjón, að ekki er hægt að ímynda sér afleiðingar í fljótu bragði. Ekki alls fyrir löngu las er erindi eftir Bandaríkja konu, sem kallaði sjálfa sig ‘the shelf-woman”—konan á hillunni. Gjörðu nokkrar konur með sér félag, öllum fanst að sínu starfi væri lokið og þær ekki lengur nauðsynlegar, að þær væru meiri byrði á mann- félaginu en léttir. Þessar konur voru flestar á bezta aldri, 40 ára og yfir, búnar að ala upp sinar f jölskyldur, börnin komin í burt, maðurinn svo niðursokkinn í sitt verk að konan var ekki nauðsynleg þar. Það er lengi búið að tala um og vorkenna manninum, sem hættur er að vinna (the retired business man), engu síður ef ekki fremur má vorkenna þeirri konu, sem í mörg ár er búin að vinna eingöngu fyrir börnum sínum og heimili, hefir aldrei haft tíma til að hugsa eða gjöra neitt fyrir sjálfa sig og svo áður en hana varir er hún orðin ein eftir, og þá kann hún ekki að hugsa um sig, og nota tímann sem bezt hæfir henni sjálfri. Framh. næst. Hefir fengið kaun á hendurnar! Maður er alt af í hættu fyrir því, að fá kaun á hendurnar. Það má alt af búást við, að hinir ó- sýnilegu en skaðlegu gerlar kom- ist í hvaða smá-skeinu sem er. Þeir eru á peningunum, sem þú ferð með, á allskonar handföng- um, ólum og ótal öðrum hlutum, ekki sízt í járnbrautarvögnum og strætisvögnum. Það er eingöngu Zam-iBuk að þakka, að Mr. Henry C. Davis, South 17th Street, Kansas City, .S.A., slapp við afleit útbrot, sem hann heldur að hanna hafi feng- ið af þurku, sem notuð var af mörgu fólki. “Eg leitaði læknisráða”, segir hann, “og reyndi margskonar meðul, en það kom að engu haldi. En þegar eg fór að nota Zam- Buk, batnaði mér bæði fljótt og vel. Verkirnir hurfu og sárin, sem voru orðin djúp og ljót, greru ágætlega.” ' Frá Islandi Úr VopnafirðJ í ágúst. Sunnudaginn 3. ágúst var hin nýbygða brú á Hofsá í Vopnafirði vígð og opnuð til umferðar, af al- þingismanni Halldóri Stefánssyní. Mannfjöldi var mikill saman kom- inn, bæði úr Vopnafirði og nær- liggjandi sveitum. Að aflíðandi hádegi fór fram guðsþjónusta. Þá hélt þingmaðurinn vígsluræðu o!g afhenti brúna, en fyrverandi pró- fastur Einar Jónsson á Hofi, þakk- aði fyrir hönd sveitarinnar. Því næst bauð þingm. Halldór Stef- ánsson öllum til samdrykkju í skála brúarinnar, en að henni lokinni talaði Ari sýslum. Arnalds nokk- ur vel valin orð. Síðar um dag- inn hélt þingmaðurinn stutt leið- arþing, en að því loknu unga fólk- ið við stjórninni og skemti sér við dans og hljóðfæraslátt fram á nótt. — Vísir. Reykjavík 26. ágúst. Síldveiðiskipið Hænir, ei!gn Metú- salems Jóhannssonar, strandaði á mánudagsnótt nálægt eða hjá Rifs- tanga á Sléttu. iMenn björguðust, en að öðru leyti hefir ekki frézt nánara af strandinu, nema heyrst hefir að þoka hafi verið. Jarðskjálfta varð vart hér í bænum í gær. Sumir fundu þrjá kippi, sumir tvo, eða einn, og svo voru þeir vægir, að margir urðu þeirra als ekki varir. En á jarð- skjálftamælinum sáust átta kipp- ir. Vísir átti tal við Þorkel Þor- kelsson, og sagði hann jarð- skjálftana hafa komið úr suð- austri, o!g bjóst hann við að upp- tök þeirra væri ekki langt héðan. Sumra þessara kippa varð vart í Grindavík og einn þeirra fanst i Keflav.ík. — Vísir. Alheimsborgari. Mannteljari var að spyrja mann nokkurn. — Hverrar þjóðar eruð þér? spurði hann. —Það er nú ekki gott að segja, en þér getið máske ráðið fram úr því. Faðir minn var Rússi, en hef- ir nu fengið borgararéttindi í Ar- gentínu. Móðir mín var frá Fær- eyjum. Eg er fæddur á mexi- könsku skipi, sem sigldi undir frönskum fána, og var það þá statt í Rauðahafi. Alla mína æfi hefi eg verið á sjó. Hverrar þjóð- ar er eg þá? Villudýr í mannsmynd. í hinum miklu skógum hjá Bar- anowoce í austurhluta Póllands, hefir útilegumaður hafst við í átta ár. — Hann gengur allsnak- inn, er með ólgreiddan hárlubba niður á herðar og langar neglur, eins og klær. Hann er viltur og var um sig eins og villudýr og forðast menn eins og heitan eld- inn, en ekki er þess getið, að hann hafi gert neinum mein. Innbrotsþjófur heyrði eitthvert þrusk í húsi, sem hann var kom- inn inn í og ætlaði að fela si'g undir legubekk, en rakst þar á annan innbrotsþjóf. — Samkepnin er mikil, varð honum þá að orði. Nýgiftur maður: Konan mín bjó til matinn í fyrsta sinn í gær. Vinur hans: Hvað fenguð þið þá? Sá nýgifti: Magapínu!

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.