Lögberg - 09.10.1930, Qupperneq 3
rfls. 3.
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. OKTÓBER 1930.
SOLSKIN
DÆMISÖGUR.
Hundminn og hrafninn.
Hundur hafði stolið kjötstykki úr eldhúsi
og með því hann var ekki svangur í þann svip-
inn, þá gróf liann það niður í mykju, svo liann
gæti étið það í annað skifti. En hrafn nokkur,
seeh sat í tré þar nálæga og sá til hans, flaug
óðara til, er hundurinn var farinn, gróf með
nefi sínu eftir stykkinu, tók það upp úr mykj-
unni, og hafði á hurt með sér. Rétt í því kemur
hundurinn og sér hrafninn fljúga með ránsfeng
sinn og setjast í tréð. “Bölvaður bófinn og
fanturinn!” kallar hann til hrafnsins, ‘‘hvað átt
þú með að fara burt með kjötið mitt?” —
‘‘Vertu ekki svonai bráður, seppatetur!” svar-
aði hrafninn og kom feng sínum örugglega fyr-
ir, ‘‘veiztu ekki, að ég er við: lögregluna? Eg
er settur til höfuðs þjófum og skila þýfinu í
réttarins hendur.
ÚIfurinn, refurinn og asninn.
Úlfur, refur og asni tóku sig sainan um að
ganga suður til Róms, til að fá þar aflausn
synda sinna hjá púfanum. Þegar þeir höfðu
verið nokkurn tíma á suðurgöngunni, tók úlf-
urinn eitt sinn svo til orða: ‘‘Ættum við ekki
annars, að skrifta hver fyrir öðrum ” — ‘‘Það
er eg alveg sáttur með,” sagði refurinn, ‘‘og
syndabótina getum við líka ákveðið hver öðr-
um. Það er ekki ætíð, að páfinn geti snúist
við því. ”
‘‘Það er þá bezt, að ég byrji,” mælti úlfur- j
inn, ‘‘og sgal eg þá fyrst játa þá synd mína, j
sem eg sjálfur liygg mesta. Maður átti gyltu,
sem tólf grísir geugu undir. Grísamóðirin var
út og suður að skemta sér og urðu því grísimir
oft að þola hungur og þorsta. Pyrir þetta
kærleiksleysi refsaði eg gyltunni; eg drap hana
og át hana. Nú sá eg, að eg hafði illa gert, og
sárkendi í brjósti um velsings grísinað og til
þess að þeir skyldu ekki kveljast lengur, þá át
eg þá líka. Gei ið nú svo vel, að ákveða mér
syndabót fyrir þetta.”
‘‘Ekki held eg,” tók refurinn til máls, ‘‘að
misgerð þín sé svo stór, að sérstaklegri synda-
bót varði, því grísamóðirin átti refsingu skilið
og grísunum sýndir þú meðaumkvun. En nú
ætla eg ,að skrifta sjálfur og er þessi játning
mín: Bóndi nokkur átti grimman hana, sem
var í sífeldu rifrildi við samlagsbræður sína og
gerði ógurlegan hávaða.. Einn dag læddist eg
inn í garðinn, greip liana þennan fastatök-
um, hljóp burt með hann í skyndi og át hann.
Kveðið nú upp syndabót mína fyrir þetta og
syndakvittun jafnframt.”
“Synd þín virðist mér ekki mikil, ” sagði
úlfurinn, “því ])ú gerðir að eins enda á aggi
og óhljóðum. Samt skaltu fasta. í þrjá daga,
ef þú ekki getur aflað þér kjötætis með veið-
um.”
“Nú kemur röðin að þér, herra asni,” sögðu
báðir liinir syndleystu.
“Æ”, sagði asninnn, “eg er þjáð og þjökuð
skepna, verð sífelt að strita, og fæ ekki fóður
nema af skomum skamti. Einu sinni gekk eg \
í snjó og vinnumaðurinn á undan, sem vanur
var að gefa mér. Eg kvaldist bæði af hungri
og kulda. Vinnumaðurinn hafði látið hálm í
skóna sína til hlýinnda fyrir fæturna. Hálm
þenna át eg til að sefa hungur mitt og kól svo
velsing manninn á fótunum. Segið mér nú,
náðarsamlegast, með hverju eg á að bæta þessa
svnd mína.” — “Þú ert illvirki, þú ert morð-
ingi,” kölluðu hinir báðir, “þú ert dauða verð-
pr,” og á sama augnabliki ruku þeir á hann,
rifu hann í sundur og hvomuðu hann í sig.
Þyrnirunnurinn og refurinn.
Einu sinnt flýði refur undan hundum og fal
sig þá undir þyrnirunni. En þar reif hann sig
á þyrnunum og reif sig svo á löppunum, að
hann hljóðaði upp yfir sig og átaldi harðlega
þyrnirunninn. “í stað þess að vernda mig,”
sagði hann, “fer þú illa með mig, eins og þú
værir argasti óvinur minn, og hefi eg þó aldrei
gert þér neitt til miska.” — “Heilla vinur!”
svaraði þyrnirunninn, ‘.^eg hefi aldrei heitið
])ér vernd minni, og ekki er mér heldur nein
' þægð í nærveru þinni. En það sérðu líka, að
ekki geri eg mér far um að sýnast betri en eg
ef ”. — Refurinn lötraði burt, og fann með sjálf-
um sér, að þyrnirunnurinn hafði rétt að mæla.
Nautahirðirinn.
Nautahirðir nokkur hafði týnt úti í hagan-
um langvænsta nautinu úr hjörð sinni. Fór
hann þá víðsvegar um skóginn og leitaði, en alt
til einskis. Hét hann þá í neyð sinni á himna-
guðinn Júpíter og lofaði að fórna honum ung-
an hafur, ef hann að eins kæmi á sinn fund þjóf-
inum, sem stolið liefði frá sér nautinu.
Þá vissi hann ekki fyrri til en hann stóð mitt
í skóginum frammi fyrir ljóni nokkru, sem var
langt komið með að hvoma í sig nautsskrokk-
inn..
Þá varð nautahirðirinn dauðliræddur og hét
aftur á Júpíter, sem hafði svo greiðlega orðið
við fyrra áheitinu, og lofaði að fórnfæra hon-
um vænsta nautið sitt, ef hann kæmi þjófnum
ðurt frá sér og frelsaði sig úr klóm hans.
—Stgr. Th. þýddi.
Fuglinn úti í frostinu.
Frost er úti, fuglinn minn,
ég finn hvað þér er kalt,
nærðu engu í nefið þitt,
því nú er frosið alt.
En ef þú bíður augnablik,
ég ætla að flýta mér,
biðja liana mömmu mína
um mylsnu handa þér.
Sig. Júl. J.
PÉTUR LITLI LEYNILÖGREGLUMAÐUR.
Pétur þessi var sonur efnaðs óðalsbónda.
Hann var ötull snáði. Hann kom sér vel við
alla, nema nautamann föður síns, Lárus hinn
örvhenta. Pétur gat aldrei verulega felt sig
við hann, því að hann fór stundum svo herfi
lega illa með skepnurnar, og það gat Pétur
ekki látið sér vel líka.
En hjá föður hans var annar vinnumaður,
Jens Jakob, sem Pétur hafði meiri mætur á, og
með honum var hann jafnan. Það var nýi bú-
stjórinn, hann Jens Jakob, sem var allt af svo
góður við skepnurnar, og var alt af syngja og
blístia hinar skemtilegustu vísur. Jens þótti
líka alt af svo vænt um Pétur. Hann liafði átt
svo illa æfi á drengjaárunum, að fjárhaldsmenn
hans höfðu loks tekið hann að sér. En nú fékk
hann liæsta vinnumannskaupið hjá föður Pét-
urs, því að liann var yfir öllum hinum hjúun-
um, og nú var liann líka trúlofaður mjaltastúlk-
unni, henni Katrínu, sem var svo lagleg. svo
að það voru engin undur, þó vel lægi á lionum.
Það var bara einn, sem gerði honum gramt
í geði, og það var Lárus nautamaður. Hann
sagði liinu vinnufólkinu allskonar lvgasögur
um Jen.s, og þar á meðal, að. fjárhaldsmenn
Jensar hefðu tekið hann af því að hann hefði
orðið uppvís að þjófnaði. Þetta var alt af öf-
und sprottið hjá Lúrusi, því að liann liafði sem-
sé líka orðið ástfanginn af Katrínu. En nú
hafði hún heldur tekið Jakobi. Þv gat Lárus
ekki gleymt.
Einu sinni sat Pétur inni á skrifstofu föður
síns. Faðir hans var þá að greiða vinnuhjúum
sínum kaupið. Síðast voru þeir tveir eftir,
Láru.s nautamaður og Jens Jakob. Faðir Pét-
urs átti nú ekki meiri peninga í skrifborðs-
hólfinu sínu; gekk hann þá að gamla peninga-
skápnum, sem stóð þar úti í homi, og tók þar
nokkia seðla út úr þykkum seðlahlaða. “Mik-
ið fé er þetta,” sagði Jens Jakob og skotraði
augunum brosandi til stóra peningaskápsins.
“Já,” sagði faðir Péturs, “eg er nýbúinn
að fá þessa peninga frá mjólkurbúinu og frá
Sörensen nautgripasala. Og nu sem stendur
eru um 5,000 krónur í skápnum. Þær ætla ég
að leggja inn í bankann á morgun.” En morg-
uninn eftir kom faðir Péturs að skápnum tóm-
um; hafði öllum peningum verið rænt úr lion-
um um nóttina. Hann sendi auðvitað óðara eft-
ir lögreglunni, og skömmu síðar kom Hansen
lögregluþjónn, liinn digri, og annar þjónn með
honum.
Þeir rannsökuðu skrifstofuna einkar ná-
kvæmlega. beir sáu, að þjófsi hafði brotið
gluggann og smeygt sér inn um hann, og úti
fyrir glugganum sáu þeir fótatraðk mikið í
mjúkri moldinni, og markaði glögt fyrir sum-
um sporunum. Lögreglu])jónaniir stefndu þá
óðara til sín öllu vinnufólkinu, til þess að prófa,
hvort stígvél nokkurs þeirra svöruðu til spor-
anna í moldinni. Þegar röðin kom að Jens
Jakob, lýsti lögregluþjónnínn því yfir, að stíg-
vélin hans svöruðu nákvæmlega til sporanna.
Pétur litli varð alveg frá sér, þegar lög-
regluþjónarnir höfðu Jens Jakob á burt með
sér, því að liann var viss um, að vinur hans
væri alveg saklaus. En þegar hann var farinn,
þá datt Pétri litla skyndilega ráð í hug,t og það
var, að hann skyldi sjálfur leika lögreglumann
og vita, hvort liann gæti ekki haft upp á þjófn-
um. Hann gekk því aftur inn á skrifstofuna
og kannaði hana alla grandgæfilega. Það voru
þá meðal annars förin eftir hanskana þjófsins,.
því að þeir höfðu ekki verið sem hreinastir.
Pétur var lengi að virða þessi glófaför fyr-
ir sér, en er minst varði, þá hleypur hann, æp-
andi af fögnuði inn til föður síns og segir:
“Pabbi, ég er búinn að bafa upp á þjófnum!
Það er ekki Jens Jakob.”
“Hvers vegna ekki?” spurði faðir hans ró-
lega.
“Það er af því, að flest glófaförin, bæði í
peningaskápnum og í gluggakistunni eru af
vinstri liöndum, og það bendir ótvrætt á, að
þjófurinn sé örvhentur! En nú er Jens Jakob
ekki örvhentur, heldur Lárus nautamaður.”
“Það er eitthvað í því, sem þú segir,” kall-
aði faðir Péturs upp yfi sig. Og fáum mnútum
síðar óku þeir feðgarnir til lögreglustöðvanna,
til að flytja þessa nýjung. Og svo fór að Lár-
us nautamaður var handtekinn, og játaði hann
á sig þjófnaðinn og húsbrotið. Hann hafði þá
farið í stígvél Jakobs, til þess að grunurinn
félli á hann. Pétur fékk hið mesta hrós fyrir
frammistöðuna; en enginn þakkaðgi honum þó
betur leynilögreglustarfið en þau Jens Jakob
og Katrín. — Hmbil.
ÆSKUMINNINGAR.
Eftir Grím Skeggjason.
t
Bœrinn minn.
Bærinn minn hét á Grund. Þar voru grund-
ir miklar og fagrar, brekkur fyrir ofan, síðan
há hamrabelti, sem báru við heiðbláan himin.
Ofan úr hömrunum steyptust margir lækir og
bjartir fossar, iðandi, suðandi, og blágresið í
lækjarhvamminum grét af hrifningu yfir að
heyra sönginn í fossinum fríða. Fram undan
var bjart og blikandi liafið með víkur og vOga.
sund og bakka, fagrar fjörur með fallegum
steinum og skeljum. Þangað var nú gaman að
koma. Oft var Ægir blíður og hýr á svip, oft.
einnig úfinn og giettur, þegar “Stormur” karl
fór að stríða honum. 1 túninu og í kring um
það voru klettar og hraun. -Þar var nú gaman
að leika sér, nógir kymar, skot og stallar. Þarna
hafði eg og leiksystkini mín húsin fyrir
kýrnar, kindurnar og hestana, sem voru: horn,
kjálkar og skeljar. Of svo var nú búslóðin líka,
steinar og þvíumlíkt.
Eg var elztur systkinanna og flutti oft fyr-
ir þeim “vísindalega” fyrirlestra, t. d. um
sköpun heimsins. Eg hugsaði mér, að himin-
inn væri úr gleri og að hann væri eins og skál
á hvolfi, barmar hennar væru kring um sjóinn,
á botni hans. Þar flyti svo jörðin innan í, flöt
eins og kakan, sem mamma var vön að baka.
Sólin hlyti að vera föst við himininn! Eg átti
bágast með að glíma við þá ráðgátu, þegar
sjórinn la'kkaði og ha'kkaði svo aftur, eins og
hann ætlaði að detta inn á landið. Og þegar
bátarnir voru að fiska þar frmaundan bænum í
firðinum og öldurnar risu hátt, þá fanst mér
þeir lianga í ])essum mikla bratta, og eg skildi
ekkert í, hvernig þeir gætu tollað þar. Ekki
mátti ég benda á bátana, því mamma sagði, að
þá gætu þeir sokkið. — Já, ]>að var ýmislegt í
þessu öllu, sem ég ekki skildi! — Ljósb.
UPP TIL SVEITA.
Þorpsins syndasveimur
sýkir líf og anda.
Lokast hulduheimur.
Haugar opnir standa.
Prjál og prettir ögra
pilta jafnt og svanna.
Tízku flug-ur flögra
fyrir augum manna.
Upp til Islands sveita,
upp í fjalla dali
löngum óskir leita,
léttar eins og svali.
llmi andar kæla.
Árdögg þverr á víði.
Ríkir sól og sæla,
sumardýrð qg prýði.
Svellur foss og seiðir
söng úr ölduróti.
Grösug brekka breiðir
blænum faðminn móti.
Rauðri rós á bala
röðulstafir orna,
þar sem daggir dala
drjúpa kvelds og morgna.
Fugl í lofti flýgur.
Flesja hlær og geiri.
Lækur léttan stígur
leið frá brún að eyri.
Renur lijörð um hjalla.
Hóar glaður smali.
Stiklar stóð til fjalla,
stekkur vfir dali.
Syndir lax í sogi.
Situr örn á kletti.
Miðar már á vogi.
Másar hreinn á spretti.
Vötn í lægðum ljóma.
Lögur speglar dranga.
Svanasöngvar hljóma
sumarvöku langa.
Gnípur höfði hneigja.
Hljóður vakir gýgur.
Tindar hátt sig teygja.
Tíbrá dansinn stígur.
Rúmið, stirni stærra,
stöðugt bendir anda.
Lyftist bugur hærra.
Himnar opnir standa!
Hallgr. Jónsson.
E I N T A L.
Dýrð sé þér, drottinn og faðir!
Dýrðin þín hvarvetna ljómar!
Eilífar aldanna raðir
ómi þér lofgjörðarhljómar.
Friðaðu liugi og hjörtu!
Heimurinn flakir í sárum!
Eyddu á árdegi björtu
óbærum sviða og tárum.
Hatur og hörmungar stiltu!
Hrærðu við systur og bróður!
Anda hvers einstaklings fyltu
ástríki göfugrar móður!
Hallgr. Jónsson.
DR. B. J. BRANDSON
216-220 Medical Arta Bldg.
Cor Grahara og Kennedy Sta.
PHONE: 834 Office timar: 2—3
Heimili 776 Victor St.
Phone: 27 122
Winnipeg, Manitoba.
DR. O. BJORNSON
216-220 Medical Arta Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
PHONB: 21 834 Office tímar: 2—S
Heimill: 764 Victor St.,
Phone: 27 586
Winnipeg, Manluba.
DR. B. H. OLSON
216-220 Medical Arta Bldg.
Cor. Graham og Konnedy Sta.
PHONE: 21 834 Office timar: 3—6
Heimilí. 5 ST. JAMES PI.ACE
Wlnnipeg, Manitoba.
DR. J. STEFANSSON
216-220 Medical Arta Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sta.
PHONE: 21 834
Stundar augna, eyrna nef og kverka
sjúkdöma.—Er aC hitita kl. 10-12 f.
h. og 2-5 e. h.
Heimili: 3"J Rlver Ave. Tala.: 42 691
DR. A. BLONDAL
202 Medical Arta Bldg.
Stundar aérataklega k v e n n a og
barna. sjúkdöma. Er aC hitta frft kl.
10-12 f. h. og 3-5 e. h.
Office Phone: 22 296
Heimili: 806 Victor St. Slmi: 28 180
Dr. S. J. JOHANNESSON
stundar lœkninpar og ufirartur.
Til vlCtals kl. 11 f. h. til 4 a h.
og frá 6—8 aO lcveldinu.
SHERBURN ST. 532 StMI: 30 877
HAFIÐ PÉR SÁRA FÆTURT
ef svo, finniö
DR. B. A. LENNOX
Chiropo'Iist
Stofnsett 1910 Phone: 23 137
334 SOMERSET BLOCK,
WINNIPEG.
Drs. H. R. & H. W. Tweed
Tannlæknar.
406 TORONTO GENERAL TRUST
BIJILDING
Cor. Portage Ave. og Smlth St.
PHONE: 26 545 WINNIPBXJ
DR. A. B. INGIMUNDSON
Tannlæknir.
208 Avenue Block, Winnipeg
—rsri?~Z.-
Sími 28 840. Heimilis 46 054
Dr. Ragnar E. Eyolfson
Chiropractor.
Stundar sjerstaklega Gigt, Bak-
verk, Taukaveiklún og Svefnleysi
Skrifst. sim. 80 726—Heima 39 265
Suite 837, Somerset Bldg.
294 Portage Ave.
Dr. A. V. Johnson
islenzkur Tannlæknir.
212 Curry Building, Winnipelg
Gegnt pósthúsinu.
Sími: 23 742 Heimilis: 33 328
H. A. BERGMAN, K.C.
lalenzkur lögfræCingur
Skrlfstofa: Room 811 McArthur
Bullding, Portage Ave.
P. O. Box 1656
PHONES: 26 849 og 26 840
Lindal Buhr & Stefánsson
tslenzkir IðgfræCingar.
356 MAIN ST. TALS.: 24 961
peir hafa einnig skrlfstofur aO
Lundar, Rlverton, Gimli og
Piney, og eru bar aC hitta 4
eftirfylgjandi timum:
Lundar: Fyrtrta miOvikudag.
Riverton: Fyrsta flmtudag,
Glmli: Fyrsta miCvlkudag,
Plney: priCja föstudag
1 hverjum mSnuOi.
J. RAGNAR JOHNSON
B.A., LL.B., LL.M. (Harv.)
talen*kur Iögmadur.
Rosevear. Rutherford Mclntosh and
Johnson.
910-911 Eleetrlc RalUvay Chmbra
Winnipeg, Canada
Slmi: 23 082 Heima: 71 753
Cable Address: Roecum
J. T. Thorson, K.C.
íslenzkur lögfræðingur.
Skrifst.: 411 Paris Building
G. S. THOR V ALDSON
B.A., LL.B.
LögfræOingur
Skrifstofa: 702 Confederation
Life Buildlng.
Maln St. gegnt Clty Hali
PHONE: 24 587
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
601 PARIS BLI'G . WTNNXPBO
Faateignasalar. Lelgja hös Pt-
vega peningalán og eldsábyrgO
af ÖUu tagt.
PHONE: 26 349
A. C. JOHNSON
907 Confederation Llfe Bldg.
WINNIPEO
Annast um fasteignlr manna
Tekur aO sér aO övaxta sparlfé
fölks. Selur eldsdbyrgC og bif-
reiCa öbyrgCir. Skriflegum fyr-
lispuriumi ,vaitu' -lainstundis.
Skrifatofuafmi: 24 263
Hrimasími: 33 328
DR. C. H. VROMAN
Tannlæknir
505 BOTD BLDG. PHONE: 24 171
WDWIPKO
G. W. MAGNUSSON
Nuddlæknlr.
125 SHERBROOKE ST.
Phone: 36 137
VtOtals tlml klukkan 8 tll * aO
morgninum.
AI.LAR TEGVNWR FLUTNIHOAI ]
Hvenær, sem þér þurfið að láta
flytja eitthvað, smátt eða stórt,
þá hittið mig að máli. Sann-
gjarnt verð,— fljót afgreiðsla.
Jakob F. Bjamason
762 VICTOR ST.
Sími: 24 500
A. S. BARDAL
848 SHERBROOK ST.
Selur llkkistur og annast um út-
farir. Allur útbúnaCur sft bestl
Bnnfremur selur hann allakonar
minnisvarCa og legstelna.
Bkrifstofu talsimi: 86 607
HeimiUs taUimi: 68 803
STORMURINN.
(Eftir Robert Louis Stevenson.)
Eg sé þig laufum sveifla’ í hring
og sveigja skóginn alt í kring
og drekann okkar liefja liátt
og hrekja fugla’ um loftið blátt.
Hvað þú ert sterkur, stormur minn,
ég stöðugt heyri sönginn þinn.
Áfimleik þínum furðar mig,
þú faldir alt af sjáVfan þig;
þú hrintir mér; ég heyrði þá,
þú hlóst um leið — en ekkert sá.
Þú, stormur, blæst úr allri átt
og allan daginn syngur hátt.
Þú sterki, kaldi stormur, hvað
er starf þitt? Viltu segja það?
Er það að hræða og lirekkja mig?
Til hvers ert þú að fela þig?
Hvað þú ert sterkur, stormur minn!
ég stöðugt heyri sönginn þinn.
Hvað ertu? draugur eða karl?
eða’ ertu skrímsli, stórt sem fjall?
eða’ ertu barn, sem ærða mér
og öðruvísi leikur þér?
Þú, stormur, blæst úr allri átt
og allan daginn syngur bátt.