Lögberg


Lögberg - 09.10.1930, Qupperneq 6

Lögberg - 09.10.1930, Qupperneq 6
Bli. 6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. OKTÓBER 1930. Sonur GuÖanna Eftir R E X B E A C H . Lee Ying treysti því hiklaust, að Sam hefði sagt sér alveg satt, en hann treysti því ekki fullkomlega, að sannleikurinn og réttlætið hæri ávalt sigur úr býtum, og hann var engan veg- inn viss um hvað lir því mundi verÖa, ef þess- ar mæðgur kynnu að höfða mál gegn syni sín- um. Morguninn eftir fór hann því að sjá lög- menn sína, og tók son sinn með sér, og sagði þeim nákvæmlega og rétt frá þessu öllu, eins og ]>að var, og gaf þeim tvær fyrirskipanir, að láta ekkert ógert, hvað sem það kostaði, til að halda uppi heiðri þeirra feðga. Þau Sam og hhleen höfðu ekki séð hvort annað í marga mánuði þangað til nú, og hann hafði ekki fyr en nú heyrt, að hún væri í vinnu hjá Cartel og Pelz. Eileen hafði tekið miklum framförum og hún var ekki þarna lengur rétt til að fá kaupið sitt. Nú var hún farin að af- kasta meiru verki heldui’ en nokkur hinna stúlknanna, og hún vann verk sitt vel og var stöðugt að fara fram. Hún gat ekki að því gert, að koma Sams hafði töluverð áhrif á hana, sérstaklega vegna þess, að nú talði hann við hana í fyrsta sinn eins og fullorðna stúlku, en ekki leiksystur. Hann heilsaði henni og talaði við hana stund- arkom, þegar hann kom inn, og hann talaði við hana aftur, þegar þeir feðgar höfðu aflok- ið erindum sínum við Mr. Carter. Henni fanst þetta einstaklega fallega gert af honum, en það liafði töluverðar afleiðingar. Svo sem hálfum klukkutíma eftir að Lee Ying og sonur hans vora farnir, heyrir Mr. Carter hávaða mikinn í fremri skrifstofunni. Það var ekki nóg með það, að þarna voru ein- hverjir í hörku rifrildi, heldur var hlutum kast- að um herhergið frá einum enda til annars. Mr. Carter hálf-opnaði hurðina og leit út fyr- ir, en varð því fegnastur að loka aftur hurð- inni, því ein af laga-bókunum, sem einhver hafði kastað, stefndi beint á höfuðið á honum. Honum fanst að regulegur hvirfilbylur væri að veiki þarna í skrifstofunni. Eileen Cassidy lét eins og óð manneskja, og hinar stúlkurnar þrjár, leituðu sér skjóls, þar sem þeim fans' bezt henta. Sú elzta þeirra, sem var að ein- hverju leyti fyrir hinum stúlkunum, hafði skiiðið undir skrifborðið sitt og varðis,t það- an af veikum mætti, því Eileen kastaði í hana ölJu, sem hún gat hönd á fest, og það með ó- trúlegum hraða. Það var ekki sjón að sjá skrifstofuna, og þeim Mr. Carter og Mr. Pelz alveg ofbauð. Til allrar hamingju kom enginn viðskiftavin- ur inn meðan á þ&ssu stóð. Ef einhver hefði komið, mundi' hann hafa flvtt sér burtu, sem mest hann mátti. Jafnframt og Flileen kastaði í stúlkurnar öllu, sem hönd á festi, lét hún dæluna ganga og var bæði hávaðasöm og stórorð: “Auðvit- að sýndi eg honum alt og fór með hann inn í gevmsluklefann og e/ sýndi honum hvernig við röðum okkar bréfum og skjölum, en þess- um bréfum getur þú raÖað sjálf, eins og þú vilt. ” og um leið ka.staði hún vírkörfu, sem var full af bréfum í stúlkuna, sem hún átti sér- staklega í höggi við. Carter sá, að ekki mátti svo búið standa, svo hann hljóp Jiangað sem Eileen var og tók af henni stöng, sem til þess var notuð, að opna með henni glugga og loka þeim. Á öðrum enda stangarinnar var krókur úr járni eða kopar, og það var engum vafa bundið, að Ei- leen ætlaði sér að nota þetta áhald til að krækja í stúlkuna undir skrifborðinu. “Hamingjan góða!” hrópaði Carter. “Hvað gengur eiginlega á? Komið þér héma, Mr. Pelz, og hjálpið þér mér, eða kallið þér á lög- regluna.” ^“Fáið þér heldur sjúkravagn,” sagði Ei- leen. “Hún þarf hans við áður en eg er búin að ganga frá henni. — HeyriÖ þér, húsbóndi góður, þér þurfið ekki að vera svona harðleik- inn. Það er töluverður stærðarmunur á okk- ur. ” Mr. Carter tók hana upp og bar hana af or- ustuvellinum og Mr. Pelz hepnaðist að sann færa hinar stúlkuraar um, að þeim mundi nú vera óhætt, því að þessum bardaga væri lokið. Það tók töluverðan tíma, að komast að því, hvað eiginlega hefði komiÖ fyrir og út af hverju alt ]>etta uppistand hefði orðið, því engin af stúlkunum var eiginlega fær um að skýra frá þvx, í bráðina. Þó undarlegt væri. þá var það Eileen, sem fyrst var fær um að tala, þó skapið væri enn töluvert æst. Skvr- ingin kom ekki beint eða blátt áfram, heldur mátti skilja hvað fyrir hafði komið, á því sem hún hreytti til hinna stúlknanna. “Kannske þær kalli hann ekki aftur grút- ugan Kínverja? Einn á móti þremur, það var nú ekkert óvanalegt fyrir írann. Hún ætlaði ekki að þola þeim nein köguryrði, þegar um Sam var að raiða. Hun hafði þolað þeim nóg, hvað hana sjálfa snerti. Það væri tími til þess kominn að einhver liti eftir því, sem gerðist í þessari skrifstofu. Kalla á lögreglumann! Flkki nema það ]>ó! Hún þekti hvern einasta lögreglumann í borginni. Sam Lee var vinur hennar og hann var reglulegt prúðmenni. Hún ætlaði sér ekki að líða neinum kjaftakindum að tala illa um hann og gera lítið úr honum. Hann væri góður viðskiftavinur félagsins. Eeka sig! Hvaða fjarstæða! Hvað hafÖi hún svo sem gert til að vera rekin? Ef það þyrfti að reka einhverja, þá skyldi hún segja Mr. Carter, hvar hann ætti að byrja. Loksins varð friði komið á, svona að nafn- inu til. En elzta stúlkan, sem var einkaskrif- ari Carters, var alveg ófær til að gera nokkuÖ meira, þann daginn að minsta kosti. Hún var veik og hún skalf eins og hrísla, og hún sagði, að það tæki engu tali, að hún stigi sínum fæti aftur inn fyrir þessar dyr, meðan þessi óhemja væri þar. Eileen ætlaði þegar að ráðast á hana, en Mr. Carter hafði enn ekki slept henni og herti nú á takinu. Hún varð því að láta sér nægja, að láta þá skoðun sína í ljós, að því seinna sem hún kæmi aftur, því betra væri það fyrir alla hlutaðeigendur. Langbezt væri, ef hún kæmi aldrei. Þá væri kanske hægt, að koma þarna einhverju í verk. Hún gæti gert það alt sam- an sjálf, ef hún bara hefði frið til þess fyrir þessum ónytjungum og óþjóðalýð. Þegar Mr. Carter hafði skilið hveraig á öllu þessu stóð og athugað allar ástæður, leyfði hann skrifara sínum að fara heim, og þar sem hann var sanngjarn maðúr, krafðist hann þess ekki, að hún kæmi aftur fyr en hún væri búin að jafna sig. Hann dáðist að kjarkai og hug- rekki og ekki síður að trúmensku. Síðustu vikurnar hafði hann líka verið að hugsa um það, að gefa Eileen betri stöðu. Um kveldið, þegar hann var að segja konu sinni um þetta, hló hann hjartanlega. ‘“Svo þér hafið verið að borga kaupið mitt. Eg verð að endurborga það.” Það var Eileen, sem þetta sagði. Það var nokkrum vikum eft- ir að bardaginn var í skrifstofunni; og hún hafði komiÖ við hjá Lee Ying á leiðinni heim. Kaupmaðurinn muldraði eitthvað um það, að hann skildi ekki hvað hún væri að segja, en Eileen tók lítið tillit til þess. “Þér skiljið fullvel, hvað eg er að segja. Eg er nú einkaskrifari Mr. Carters. Eg vinn nú fyrir mér og eg vil ekki skulda neinum neitt.” “Hann lofaði að segja engum frá þessu, ’ sagði gamli maðurinn ofboð hæglátlega. “Það er ómögulegt fyrir lögmann að gæta þess, að góðir skrifarar komist ekki að öllum hans leyndardómum. Eg hefi eitthvað meira en hárið tómt undir hattinum. Segið þér mér eins og er, Mr. Lee, Cassidy fjölskyldan þolir það ekki, að skulda nokkrum manni nokkuð.” ‘ ‘ Þér sögðuð einu sinui, þegar eg hæídi yður fyrir eitthvað, að eg væri meira írskur en kín- verskur. Má eg nú hæla yður enn meir og segja að þér séuð meira kínverskar en írskar?” “Er það hól?” Það finst mér. Þér hatið skuldir. Þér lát- ið yður mjög ant um sóma yðar og þér eruÖ trú- ar vinum yðar. Mr. Carter sagði mér alt um áflogin. Hann sagði, að það hefði verið eins og hvirfilbylur, og hann hafði gaman af því, en það fékk mikið á mig og mér var ekki hlátur í hug. Þér líkist líka Kínverjum í því, að elska fegurðina. Þér hafið eitt smáblóm á barminum á yfirhöfn yðar. Hví ekki handfylli af blóm- um?” “Maður verður að vera sparsamur.” Lee Ying hristi höfuðið. “Er ekki eitt blóm alveg eins fallegt, eins og þó þau vgiru mörg?” “Fallegra, enn þá elskulegra! Kínverji, sem hefir verið dæmdur til dauÖa, kaupir sér blóm, eða fær þaÖ gefins á leiðinni til aftöku- staðarins, og hann nýtur yndisins og fegurðar- innar, jafnvel á þeirri leið. Þér hafið líka ann- an kost, sem einkennir Kínverja. Þér getiÖ notið einverunnar. Manninum er auÖsynlegt, að vera stundum einn, og hugsa um hinn dular- fulla tilgang lífsins.” “Eg sé ekki mikinn mismun á fólki, Mr. Lee. ” “Hann er ekki mikill, og hann er mestur á yfirborÖinu. Andlitsfall, litarháttur, vaxtarlag er mismunandi. Yitaskuld er hugsunarháttur líka nokkuð mismunandi. Því valda lífsskoð- aniraar og vaninn. Virðing fyrir ellinni og góðvild til æskunnar, er t. d. einkenni minnar þjóðar og rósemi og stilling.” “Það á ekki við mig. frinn má til að eiga í ófriði. Það var reglulega hressandi, að eiga í þessum slag þarna á skrifstofunni.” “Sam þykir vænt um að frétta, að þér haf- ið tekið upp fyrir hann. ” “Tók hann svo sem ekki upp fyrir mig?” “Hann á nú enga vini og enginn er honum góður. Allir sýna honum lítilsvirðingu og jafn- vel skólabræður hans hafa þessa heimskulegu hlevpidóma gegn honum vegna þjóðernis hans.” “Það þykir mér slæmt að heyra. En þar sem við skiljum nú hvort annað viðvíkjandi kaupinu mínu, ]>á get eg tekið tækifærið og talað við yÖur um nokkuð annað. Eg hefi ný- lega heyrt um þessa Stevens stúlku. Þér skilj- ið hvers vegna það ef. Eg skrifa öll bréf fyrir Mr. Carter nú orðið, og eg hefi kynt mér þetta mál töluvert vandlega. Við höfum menn til að komast eftir öllu því viðvíkjandi og eg hefi lesið þeirra skýrslur. Stúlkan og móðir henn- ar hafa komið inn nokkrum sinnum og eg hefi gert mér far um að kynnast henni. Þessar mæðgur eru reglulegar blóðsugur, og ekkert annað. ’ ’ “Það er alveg rétt. Þér vitið náttúrlega, að þær kröfðust þess fyrst, að Sam giftist henni.” “Stúlkan trúir mér eins og nýju neti og segir mér ýmislegt. Mér skilst, að það sé nú hægt að semja við þær.” “LögmaÖur þeirra hefir ráðið þeim til þess. Þær hafa nú lögmann.” “Hvað vilja þær hafa?” “Eftir að þær höfðu lengi neitað að ganga að nokkra öðru en því, að hann giftist henni, þá stungu þær upp á hundrað þúsund dölum. Eg býst við þær gerðu sig ánægðar með eitt- livað minna,” sagði Lee Ying og brosti. “Það vona eg þær geri. Þetta nær engri átt. Þetta er bara ósvífni.” “Þetta er all^sainan alveg nýtt fyrir mig.” “ F]g býst við, að yður finnist eg nokkuð ung, til að tala um þessa hluti. En ungar stúlk- ur vita ýmislegt nú á dögum. Þessi stúlka er bara að fara- með svik og tál.” “Þér eigið við—” “Eg á við hvemi ástatt er fvrir henni.” Það var auÖfundið, að Lee Ying átti ekki von á, að Eileen mundi vekja máls á þessu. — “F]g veit ekki,” sagði hann. “Eg hefi samt liálf-trúaÖ henni. Samt getur vel verið, að þér hafið rétt fyrir yður, en jafnvel þó svo væri, þá veit eg ekki hvernig með þetta á að fara.” ,“F]g skal segja yður, hvað er bezt að gera,” sagði Eileen. “Það er að sanna aÖ hún fari með ósannindi. Það er þó hægt að sanna, að minsta kosti. Eg veit ekki fyrir víst, hvernig á að gera það, en það hlýtur að vera hægt. Þið Kínverjar eruð veikir fyrir, þegar um börnin er að ræða, þó þiða berið enga virÖingu fyrir kvenfólkinu. Það er hreinn og beinn viðbjóð- ur, hvernig margar strilkur fara að ráði sínu í þessum efnum. Þær taka þúsundir af pening- um manna, sem þeim hefir hepnast að draga á tálar. Það er beinlínis atvinna þeirra, svo heiðarleg sem liún er. Þær hafa ótal ráð, til að láta lögmenn og dómara kenna í brjósti um sig. Það eru ósköpin öll, sem svikið er út af peningum með þessu móti. Það er svo sem eng- in vörn í því, að hafa háskólamentun, hún hjálp- ar ekkert. Nógu góður lás er það eina, sem dugar.” Eileen talaÖi af mikilli mælsku, og sagði margt fleira, en hér er talið. Og Lee Ying átti erfitt með að fylgjast með því, sem hún var aÖ segja. Samt sem áður hafði hún gefið lionum nýja hugmynd, sem festist í huga hans og skýrðist smátt og .smátt. “F]g skulda yður meira en eg get nokkurn tíma borgaÖ, litla, góða stúlka. Þér liugsiÖ og talið þannig, að það er erfitt fyrir mig að fylgjast með og skilja yður fullkomlega. En þó margt, sem þér segiÖ, sé skrítið, þá er mikið vit í því, engu að síður. Þér komið mér til að brosa og þér vekið hjá mér nýjar hugsanir. Þegar þér hafið dreift eius miklu sólskini út yfir mannheiminn, eins og guðimir vilja, þá megi hinn mikli dreki svífa með yður eins og svanur til æðri heima.” “Þakka yÖur fvrir. Það er sjálfsagt löng ferð og skemtileg. Eg hlakka til að láta drek- ann fljúga með mig. ” “Eg vona, að mörg lótusblóm megi vaxa á IeiÖi yðar göfugu forfeÖra,” sagði Lee Ying og klappaði á handlegginn á henni. ‘ ‘ Það er ágætt. En ef þér látiÖ þessa svika- hrappa komast upp með þetta, þá geng ég aft- ur og fylgi yður, ef eg dey fyrst. LofiÖ þér mér því, að láta það ekki koma fyrir. ” “Jæja þá, eg lofa því.” Það var komið fram í janúar, og það var afar-kalt, ibæði snjókoma og hvassviðri. 1 her- berginu þar sem þær Mona Stevens höfðust við, var líka töluverður stormur, því þar var Ev- erett Himes kominn, og hann var í alt annað en góðu skapi. Það hafði dregist óheyrilega lengi að ráða fram úr málinu um skaðabæturnar. Hann hafði hvaÖ eftir annað átt tal við Lee Ying, en aldrei hafði neitt verið útgert og hann hafði marg sinnis talað við lögmann ]>eirra og eins Mr. Carter, en alt af var málið dregið á langinn og ekkert gekk. ÞolinmæÖi þessara þriggja var því alveg að þrotum komin. ‘ ‘ Það var ekkert nema vitleysa að halda því fram svona lengi, að þau ættu að giftast. Gamli maðurinn trúir syni sínum eins og nýju neti, og hann vildi ekki hevra það nefnt, að þau giftust.” “Eg skal veðja ,að hann hefði gert það,” sagði Mona. “Veðja! Þú vilt alt af veðja,” sagði Himes óþolinmóðlega. “Hverju ætlar þú svo sem að veðja? Hárnælu?” “Stúlkur nota ekki hárnælur nú á dögum.” “Hans sér eins vel og við, til hvers þessi gifting er ætluð. Það er ekki til neins, að minnast frekar á það. En hann vill forðast allan hávaða og umtal.” “I því hefðu nú verið mestir peningar samt,” sagði Mrs. Stevens. “Hvað eru fímtíu þúsund dalir, eftir að búið.er að skifta þeim og borga lögmanninum ? ’ ’ “ Já, einmitt það. Fimtíu þúsundir er bara lítilræði, og þó verð eg að borga fvrir þig húsa- leiguna. Tímarnir breytast fljótlega. Fyrir fjórum mánuðum —” “Það eru náttúrlega miklir peningar, en það sýnist nokkuÖ lítið í samanburði við það, sem við gerðum okkur vonir um. Hugsa sér alla þá peninga, sem hann mundi hafa verið dæmdur til að borga henni eftir að þau voru skilin.” “Hún hefði kannske verið dæmd í lífstíðar- fangelsi fyrir að giftast honum. Það hefði eg gert. En þú skalt muna það, að við höfum ekki enn fengið þessar fimtíu þúsundir.” “Nei, við höfum ekki fengið þær, og eg skal veðja, að við fáum þær aldrei,” skaut Mona inn í samtalið. “Veðja, einu sinni enn!” sagði Himes og varð æfur. “Það er jafn skemtilegt að heyra til þín eins og vant er. Alt upp á það versta æfinlega. Þetta líka gagn, sem þú hefir gert, eða hitt þó heldur. Bara hla^s, sem maÖur hef- ir orðið að draga.” KAUPffi AVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRYAVE. EAST. - - WINIMIPEG, MAN. Yard Offtc*: 6t>h Floor, Bank of Hamitton Chamb»r« “Ekki að vera að skamma hana,” sagði Mrs. Stevens. “Hún hefir gert sinn hluta vel.” “Hún hefir gert það þokkalega. Gaf mér aldrei neina verulega ástæðu, sem eg gæti hald- ið fram og bygt mínar kröfur á. Slíkt og því- líkt, að vera þarna ein með lionum inni í her- bergi hans, og láta hann standa þarna alt af eins og ]>vöru og liorfa út um gluggann. Mað- ur gæti haldið, að liún væri að selja biblíur, eða hefði andremmu, hún hefir liana kannske. Það þarf að gefa svona náungun^ dálítiÖ undir fót- inn. ÞáÖ er ekki til neins að sitja eins og brúða og horfa á þessa náunga og bíÖa þangað til þeir koma.” “Hann var erfiður viðureignar, reglulegur kvenhatari,” sagði Mona, svo sem sér til varaar. “Eg er orðinn kvenhatari líka, síðan eg kyntist þér. Þvílíkt óhapp! Af öllum þeim stúlkum, sem eg hefði getað fengið til að leika á þenna Kína, þá þurfti ég endilega að álp- ast til að velja þig, sem ekkert veizt eða skilur. En hvað um það, annað hvort fáum við þessa peninga í dag, eða við fáum þá aldrei. Eg á ekki við þetta lengur, þið skiljið það. En heyrðu, Esther, það er kominn tími fyrir okkur að fara. Við verðum að hitta Marcus klukkan þrjú. En í hamingjubænum, láttu mig vera einan um það, að tala við þá. Má eg reiða mig á það?” “Hún lofar þér að hafa alt eins og þú vilt, þangað til að því kemur að skifta skildingun- um,” sagði Mona. “Eg læt heldur ekki gleyma ínérj þegar til þess kemur. Eg ælla að láta mig drejnna um það meðan þið eruð burtu.” Sá hluti borgarinnar, þar sem Kínverjarnir höfðust við, var eitthvaÖ öðruvísi heldur en vanalega. UmferÖin var óvanalega mikil og það var augséÖ, að það var töluveröur hátíðar- bragur að færast yfir þennan borgarhluta. Það kom til af því, að nýárshátíöahöldin voru rétt að byrja. Það leyndi sér ekki, að þessir útlend- ingar, sem þaraa höfðust við, voru að gera það, sem þeir gátu til að viðhalda þarna siðum og háttum síns heimalands. Lög-maðurinn, Marcus að nafni, var kominn og beiÖ eftir þeim Himes og Mrs. Stevens í ganginum rétt hjá lyftivélinni. Hann þurfti ekki lengi að bíða og lyftivélin tók þau öll þrjú upp í herbergi Lee Yings. Þar beiÖ Lee Ying eftir þeim, en hann var ekki einn í þetta sinn, því sonur hans var hjá honum. Þegar þau komu inn, heilsaði Lee Ying þeim með sinni vanalegu kurteisi og tók þegar til máls: “Sam er rétt kominn heim, til að vera lijá mér um nýárið. Eins og þið vitið, byrjar mesta hátíð ársins í kveld, eftir okkar siðvenju.” “Já, hún byrjar einmitt í kveld,” svaraði Himes. Þetta var í fyrsta sinn, sem hann hafði séð Sam og liann gaf honum nánar gætur. Sam hafði ekki fyrirfram verið sagt neitt um komu þessara gesta, og honum var því rétt eins leitt að sjá Mrs. Stevens þarna, eins og henni að sjá hann. Hann leit til föður síns og það leyndi sér ekki að hann var óánægður, og hann opnaÖi munninn til að segja eitthvað, en faðir hans lézt ekki sjá það og hélt áfram að tala við Himes. “Þér hafið sagt mér, að þér hafiS verið í Kína, svo yður er kannske kunnugt, að það er okkar siður, að borga okkar skuldir fyrir ára- mótin. Það er óumflýjanleg regla. Þeir sem geta borgað, verða að gera það, og þeir, sem okki geta ]>að, verða að hverfa. Það er ekki kveikt á ljósunum, fyr en búið er að ganga frá því öllu.” KÖLD HEIMKOMA. Árið 1876» skömmu eftir að Þjóðverjar höfðu tekið Ellsass- Lothringen, fór ungur maður, Hartmann að nafni, frá fæðing- arborg sinni Nordheim, til Ame- ríku að leita þar hamingjunnar. Hann var þar í 54 ár, en síðastlið- ið vor kom hann aftur, þá efnað- ur maður, til þess að sjá átthag- ana, sem nú eru í höndum Frakka. Ekki var hann fyr kominn í þorpið, en hann var tekinn fastur. Honum var sagt, að meðan á stríð- inu stóð, hefði hann verið dæmd- ur til dauða af herrrétti í Paris, o!g nú yrði hann líflátinn. Afbrot hans væru njósnir fyrir Þjóð- verja og hefði sú starfsemi hans kostað marga franska hermenn lífið. * Hartmann varð alveg forviða og mótmælti þessum áburði kröft- uglega og honum hepnaðist að sanna það, að hann hefði ekki stigið sínum fæti út úr San Fran- cisco í rúmlega 50 ár. En meðan á stríðinu stóð, hafði skjölum hans verið stolið og þýzkur njósn- eri látist vera hann. Nú er búið að sleppa Hartmann, en hann vill fá fulla uppreisn mála sinna fyr- ir herréttinum. — Lesb. Skartgripir Soldáns. Tyrknesk blöð herma það, að Kemal pasha hafi ákveðið að selja alla skartgripi Tyrkjasold- áns. Er það talið hið dýrmæt- asta skartgripasafn, sem til er 5 heimi, miklu dýrmætara heldur en skartgripasafn Rússsakeisara, sem þó var við brugðið. Skartgripir þessir voru Igeymdir í stálklefum í fjármálaráðuneytinu í Miklagarði. Hafa verið gerðar vaxmyndir af solcþinum Tyrkja, og eru þær klæddar krýningar- skrúða hvers þeirra. Krýningar- skrúðar þessir eru allir isettir de- möntum, rúbínum, saffírum, smar- ögðum, perlum og öðrum gim- steinum, en í enda salarins er krýningarhásætið sjálft o!g er það skreytt 22 þúsund demöntum, perlum og smarögðum. Afbrýðissemi. Frú nokkur í Broo*klyn, Anna van Hauten að nafni, krefst hjóna- skilnaðar. Og skilnaðarsökin er sú, að maður hennar er svo af- brýðissamur, að hún getur ekki þolað hann lengur. Hann hefir neglt aftur alla glugga í húsinu og byrgt fyrir þá, svo að hún fái ekki tækifæri til þess að horfa á menn, sem fram hjá ganga.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.