Lögberg - 16.10.1930, Blaðsíða 3

Lögberg - 16.10.1930, Blaðsíða 3
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 16. OKTÓBER 1930. Bls. 3. ;; £$$$$SS£$$££$$£S£$$$£$$$$$£$£S$$£S£$$$££3$$$$S^ 1 SOLSKIN ~>~~~-~^~3^?K^?5£tsisssS3SSSSSS3SS$3<S3SSt<$$$3333íS333SSSSS33S$SSSSS&iSSSSS£fcS£fcKS£SS£&&C£CS£^t$$$$- / V Ö K U L 0 K . Nú vertu hjá mér, Jesús Kristur kær, því kvöld er síð, og dagur allur liðinn, og komin nótt, er enginn unnift fær, en allir svefninn væra þrá og friðinn. í þinni návist náðir beztar fást, í nætursvefni blessuð hvíld og friður; þín guðdómlega guðs- og mannaást er guðlegt afl, er háska burtu ryður. Því vertu hjá mór æ, og nú í nótt, þú náðarinnar mildiríki herra, svo verða megi mér og mínum rótt, og meinin öll frá liðnum degi þverra. Eg legg þá aftur augun þreyttu mín, og önd og líkam fel í hendur þínar, unz næsta morguns náðar sólin skín og nýjum degi fagna sjónir mínar. —Hmbl. Ó. V, MÓÐURKÆRLEIKUR. Skozk fjártík mikil vexti, stökk upp full sex fet og togaði í bandið, sem var um hálsinn á henni. Það var leðuról. Það skein í hvítar og hvassar tennurnar, og hún urraði eins og trylt væi*i. f námunda við liana stóð óþrifalegur rauðingi (Indíani) og hafði hún mikið heiftar- liatur á honum. Rauðskinninn hafði einu sinni sétt hana í Ijóta gildru. Hann hafði lialdið á blóðdrpíp- andi kjötstvkki og lokkað hana til sín með því. En ]>á sló rauðskinninn liana það roknahögg í höfuðið, að lnin féll í rot og veltist um meðvit- ’undarlaus. Að því búnu setti rauðskinninn kefli upp í hana, batt hana og ók burt með hana \ á sleða sínum. Tveim dögum síðar stóð hún tjóðruð við tré, tíu mílum lengra niður með fljótinu. f lilekkjum var hún. Hún liljóp fram og til baka, veslings tíkin. Aldrei höfðu lilekkir ver- ið lagðir á hana áður. Hún hljóp til að nvju, en það kom fvrir okki. Hún reis upp á afturfót- unum og teygði frá sér framlappirnar, meðan rauðskinninn var að tala við liana. “Þú ert vissulega falleg skepna!” sagði hann hlæjandi. “Eg liefi lengi verið á vakki og leitað að slíkum kostagrip.” Rauðskinninn sleikti út um af tómri ánægju. En tíkin sat alveg hreyfingarlaus meðan rauð skinninn var að tala við hana; hún hafði verið vanin á að taka eftir, þegar til hennar væri tal- að. lin þegar rauðskinninn ]>agnaði, þá var líka töfravaldi hans lokið. Tíkin stökk á rauð- skinnann og liann hneig niður í fönnina. Háls- .bandið á tíkinni hafði hrokkið í sundur um þvert; læsti hún nú tönnunum löngu og hvössu í gegn um huxur rauðskinnans og inn að beini. Rauðskinninn þreif nú eins og elding til lag- hnífsins, sem hann hafði við belti sér. Nú var úti um þá ráðagerð hans, að hlekkja saman tík- ina og einhvem úlfinn og kenna ]ieim með því að ganga saman og draga hundasleðann lians. Rauðskinninn tók nú á því sem hann hafði ti! og hristi tíkina af sér, þótt hún væri hundrað pund á þvngd, spratt á fætur og greip laghníf- inn og var þess albúinn að verjast skepnunni, óði i af reiði. En hann gat ekki komið því vopni við. Hann sá að tíkin var orðin laus. Rauðskinninn kastaði þá frá sér laghnífn- um og greip bvssu sína. Hann hafði nú það eitt i huga, að drepa tíkina og hefna svo þess, er hún hafði bitið hann í lærið. Nú bergmál- uðu fjögur skörp skot vfir fljótið. Síðan varð óendanleg kyrð aftur í liinum víðlendu skógum. En tíkin hafði komist undag. En síðasta skot rauðskinnans hafði komið í vinstra aftur- fótinn og molað yzta liðinn. En nú var hún tíu mílur frá heimili sínu og þar að auki alókunnug á þessum slóðum, því að þangað hafði lnín aldrei komið fyr. Snjór- inn var mikill og eftir sólarlagið var 40 stiga frost. Rauðskinninn dó af sárum sinum. Frostið komst í sárið, áður en hann fengi kveikt bál að orna sér við og hljóp því drep í sárið. Tíkin nasaði í suðurátt. Og ])ótt hún hefði legið kefluð, bundin og bvrgð á sleða rauðskinn- ans, og ekki séð hið minsta til átta, þá snarað- ist hún þó beina leið í suðurátt. Henni hefði heldur' ekki tjáð að nasa upp í loftið til að kanna vindinn né að þefa upp úr jörðu. Það var blæja- logn og snjór nýfallinn lá yfir jörðu tveggja þumlunga djúpur, svo að ekki sá liið minsta til spora. En hún fór að eins og farfuglarair, fór beint af augum heim á leið. * Hún kafaði nú og dró særða fótinn á eftir sér. Hitabreytingin mikla eftir sólarlagið olli því, að skel kom á snjóinn að ofan; varð af því broti, og sára löppin var alt af að stingast nið- ur um skeljunginn eða dragast upp aftur; við þetta ýfðist sárið sí og æ og hélet opið og blæð- andi. Og í hvert skifti, sem henni tókst að kippa særðu löppinni upp úr, þá fraus hún óðara, því í öðru eins frosti stirðnaði alt sam- stundis. Þegar fóturinn stakst svo niður um skorpuna að nýju, þá ýfðist sárið aftur og blóð- missirinn dró úr þrótti skepnunnar meira og meira. Rlóðblettirair í slóð hennar gátu orðið henni hættulegir, því þeir voru ómótstæðilegt agn handa úlfunum, ef þeir hittu slóðina.----- Nú var hún fjórar mílur enn frá heimili sínu. * Aldrei hafði hún enn numið staðar, ekki einu sinni. Oft liafði hana víst langað til að leggjast niður og sleikja sárið til að draga úr sársaukanum, sem frostið olli í blóðugum fæt- inum, en hún sigraðist á öllum freistingum og nam ekki staðar, fyr en hún fékk sinadrátt í vöðvana af þreytu. Hún reyndi að halda sér uppi, lyfti hausnum upp of haltraði svo áfram í sömu áttina á þremur fótum hoilum. Einu .sinni rakst hún óvart á sofandi kan- ínu. Kanínan átti sízt á slíku von og hentist í loft upp frávita af hræðslu óg liljóp fram hjá henni. En tíkin horfði ekki einu sinni á eftir henni. Stundu síðar bar hana þar að, sem ref- ur einn var að gæða sér á ljúffengu keti, en hljóp frá síðasta bitanum af góðgætinu og skauzt inn í eini-runna í svo sem fimm feta fjarlægð. En tíkin hélt stefnu sinni sem áður. Ef blóðið liefði ekki blætt í spor hennar, þá hefði filfurinn ekki elt hana uppi. Hann hefði elt hana, ef til vill af forvitni, en ekki langt. Nýju sporin kanínunnar og refsins hefðu áeiðanlega freistað úlfsins meira, ef liann hefði verið soltinri. En þessir fersku blóðblettir voru augljós merki þess, að þar hafði verið særð skepna á ferð, sem hægðarleikur væri að drepa. En annars hefði úlfurinn varla ráðist á tíkina. Ef hann hefði verið saddur, þá hefði hann far- ið í löngum sveig í kring um hana. En nú var vetur, sárkaldur sultarvetur. Úlfurinn gólaði, fitjaði upp á trýnið og réðst að henni. En tkki gerði hann það samt nema einu sinni Tíkin lagðist niður í snjóinn, dró undir sig alla fæturna og beið, þangað til úlfurinn var nærri kominn að henni Þá ygldi hún sig, svo að skein í stóru, hvítu tennurnar; hún var ekki smeyk Hún ak upp gól mikið og réðst sem óð væri móti úlfinum með gapandi ginið Þau ruku hvort á annað í loftinu, snjórinn þyrlaðist í kring um þau og þau tættu hárin hvort af öðru Þarna veltust þau í snjónum stundar- korn Loks sleptu þau tökum og áflogin hættu. Tíkin komst með öllu ósködduð út úr þess- um grimma leik. Úlfurinn hafði reynt að bíta sig fastan í hálsinn á henni, en ekki tekist það. Tíkin bjargaði sér með leifturfljótum viðbrögð- um og svo var makkinn á henni svo þéttur fyrir. Úlfurinn snautaði burtu. Úlfurinn er hug- laus og lvmskur; hann þorir ekki að ráðast á særðan rakka, nema því aðeins að liann telji sér sigurinn auðunninn. En mæti hann alvar- legri mótstöðu, þá kýs hann heldur að flýja. Tíkin gerði enga tilraun til að elta úlfinn. Hefði hún verið á veiðum, þá hefði hún ekki hætt, fvr en lokið væri leik. Hún gekk í kring hægt og seint, en beindi svo trýninu sem áður í suðurátt. A síðari helming leiðarinnar bar henni ekk- ert óliapp að hendi; það var alt undir ]>rótti hennar komið, hvort hún næði marki ferðar sinnar. En er hún var skamt frá heimili sínu, átti eftir tæpan fimtung úr mílu, þá hneig hún örmagnan iður í fönnina. — Ekket liafði liún til matar aft í háffan ann- an sólarhring og úr fætinum var búið að blæða í átján stundir, og svona var hún búin að haltra nærfelt tiu mílur. Aður en hún hneig niður í fönnina, þá hafði hún séð hcim til sín og séð reykinn leggja upp af bænum. Hún liallaði höfðinu í réttu áttina, dinglaði vitund rófunni, reis upp með herkjum og kraflaði sig áfram. í snjónum. Hún fór hægt, því að kroppurinn var þungur. Svo hvíldi hún sig augnablik og hélt svo áfram að uýju. Að tveim tímum liðnum komst hún lieim að bænum; en nam ekki staðar að heldur. Hún fór fram hjá bæjardyrunum og fyrir hornið og enn skreiddist hún lengra. Nokkur fet á bak við bæinn stóð Ijósker í opnum hestliúsdyrun- um. Hún skreið áfram á Ijósið. Inni í hesthúsinu var maður og kvað við raust. Hún skreiddist fram hjá liestunum, fram hjá manninum, fram hjá mattroginu og hey- hrúgunni. Loksins komst hún inn í auðan bás og nam þar staðar — og — flevgði sér þar á hliðina. Nú var hún búin að ldýða lögmáli móðurástarinnar. Nú tók hún að sleikja með rauðu tungunni sinni fjóra glorhungraða hvolpa, sem nú voru búnir að hitta móður sína. Það voru fagnaðarfundir. — Heimilisblaðið. STÖKUR. Hún kvað: Ljúktu upp augum, Lilli minn. Líttu hann pabba- þinn. Hérna er nú lieimurinn. Hann nær fram á rúmstokkinn. Lilli kvað : Álfröðull með óðul sín er í geislaþroti; lof mér búa, mamma mín, með þér í Hálsakoti. Hann kvað : Undan mjúkri móðurhönd meinin stundum víkja, er hún veitir auð og lönd innan sinna ríkja. Hallgr. J. UNDRAGRÖFIN þar sem sjukir lœlmast, mállausir mœla og blindir sjá. Á hverju ári fara sjúkir og lamaðir þúsund um saman úr öllum áttum heims til dýrðlings- grafarinnar í Lourdes á Frakklandi og annara dýrlingagrafa í Evrópu, til þess að öðlast und- nrsamlega lækningu, ef verða mætti. Sú ferð hefir veiið löng og erfið, einkum fyrir Ame- ríkumenn, sem aldrei hafa haft heima fyrir neinar slíkar grafir. En nú eru Bandaríkja menn samt búnir að eignast einn slíkan undur- samlegan stað, sem þeir fara pílagrímsferðir til. Arið 1:369 dó kaþólskur prestur, Patrick J. Power, í ííkinu Massachusetts. Hann var graf- inn í kaþólskumk irkjugarði í borginni Malden í sama ríki. Eri til þessa hefir sú gröf enga eft- irtekt vakið. Og um sjálfan’ prestinn vRa menn sáralítið. Hann var kominn frá Irlandi og tók embættispróf í Boston. Seinna var hann að 'námi í Louvain og hefir víst þjónað ýmsum hin- um smærri prestsembættuiú. Hann var mildur og guðrækinn og sagt er, að legsteinn hafi ver- ið keyptur fyrir smásamskot frá börnum. Við og við hefir farið orð af undralækning- um við gröf hans. En er eitt stórblaðið í Banda- ríkjunum tók sig til og flutti rækilega skýrslu um lækningu ungiar stúlku og myndir með, þá tók fólkið að streyma til grafar prestsins A tíu dögum var borgin Malden, leiðinleg .sveitaborg, orðin að alþjóða mauraþúfu. Bílar komu frá öllum ríkjunum og frá Canada og eru allir vegir fullir af þeim út frá kirkjugarðinum svo mílum skiftir. Á sunnudögum er aðsóknin meiri, en hægt sé að lýsa. Sporvagnar borgar- innar aka með tveggja mínútna millibili frá stöðinni til kirkjugarðsins. Tvö liundruð þjónar og brunaliðsmenn stjórna umferðinni og halda öllu í röð og reglu \*ið gröfina. Margar sögur fara af undraverkum, sem gerst hafa. Hölt börn hafa fleygt hækjum sín- um og spranga nú fram og aftur. Ung kona, sem var talin ólæknandi, fékk þegar mikinn bata við eina ferð til grafarinnar. Kona, sem var næstum blind, gat skilið eftir gleraugun sín, og sagt er, að mállaus drengur hafi skvndi- lega orðið talandi. Eh alt eru þetta sagnir, sem menn hafa enga trvggingu fyrir að séu á rök- um bygðar. Allir geta átt aðgang að gröfinni allan sól- arhringinn. Og fólkið stendur tímum saman til að komast að. Mikið hefir verið skrifað um þær lækningar, sem sagt *er að gerst hafi, og margar skoðanir hafa komið fram til skýringar á þessum undrum. Hið eina, sem virðist vera staðreynd, er það, að Malden er orðin borg með framtíðar- möguleikum. Bílafélög og járnbrautarfélög keppast á sem mest um það, að græða fé á þessu aðstreymi fólksius, og eitt af stærstu gistihúsafélögum Bandaríkjanna hefir trvgt sér forkaupsrétt að beztu lóðinni við kirkju- garðinn. Mikla athygli vekja þessi kraftaverk og eru nú læknar og vísindamenn að rannsaka sann- gildi þeirra. — Ileimilisblaðið. Ungi Maðurinn og Svalan. Maður nokkur ungur hafði erft stóreignir eftir föður sinn, en lenti í vondum félagsskap og sólundaði öllum arfinum í spilahúsum og í alls- konar drabbi, svo. að nú átti hann ekkert eftir nema fötin á sér. Svo bar þá til, að hann var á gangi með fram læk nokkrujn og lá sár-illa á lionum. Var þetta í janúarmánuði- á fögrum og heiðríkum veðurdegi og skein sólin miklu lieitar en hún á að sér í þeim máriuði. Sá liann þá svölu eina, sem líklega hefir lokkast af góð- viðrinu til að hverfa alt of snemma heim úr heitari löndunum. Flögi*aði hún glaðværlega fram og aftur yfir læknum. Við þessa sjón bráði óðara af unga manninum þar sem hann var í öngum sínum, og tók hann komu svölunn- ar fyrir óyggjandi fvrirboða um árstíðina hlýju sem í hönd færi. “Þetta veit á gott,” sagði liann, “nú get eg freistað hamingjunnar á nýj- an leik, og skal ekki á löngu líða, að eg næ því öllu aftur, sem eg misti. Kuldanum er lokið og kemst maður þá af með minni klæðnað. Eg fer liegar á stað og pantset eitthvað utan af mér hjá pantalánaranum digra í strætinu þarna þar sem eg á heima. Peningana, sem eg fæ hjá honum, set eg svo út á spil og þá skal það aftur ganga lvstugt. ’ ’ — Þessu áformi kom liann svo samstrindis í verk, en ekki voru peningamir, sem hann hafði fengið út á pantsettu fötin, lengi að tapast. Fór hann fyrst um morgun- inn úr spilahúsinu fullur örvæntingar og eigr- aði nú aftur til lækjarins, þar sem hann liafði séð svölupa daginn áður. Um nóttina hafði voð- ur breyzt skyndilega. Alt var í hörkugaddi og hafði hlaðist niður snjór mikill. Lækurinn var ísaður og svalan lá helfrosin á bakkanu. “A! þaraa ertu,” sagði hann; “þér einni er það að kenna, ólukkan fuglkindin þín! að nú drepst eg í liungri og kulda. Eg trúði þér og varð blekt- ur á þér. Þú gintist á táldrægni veðurblíð- unnar, en eg varð svikinn á afbrigðunum, að sjá þig svona óvenju snemma.” — — Stgr. Th. þýddi. DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Ofíice tímar: 2—3 Heimili 776 Victor St. Phone: 27 122 Winnipeg, Manltoba. H. A. BERGMAN, K.C. lalenzkur lögfræöingur Skrlfstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P. O. Box 1656 PHONES: 26 849 og 26 840 DR. 0. BJORNSON 216-220 Medicai Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. PHONE: 21 834 Office tlmar: 2—3 Heimlli: 764 Victor St.. Phone: 27 586 Winnipeg, Manitsba. Lindal Buhr & Stefánsson Islenzkir lögfræöingar. 356 MAIN ST. TALS.: 24 963 peir hafa einnlg skrlfstofur aO Lundar, Riverton, Gimll og Plney, og eru þar aö hltta & eftirfylgjandi tlmum: Lundar: Fyrsta miOvikudag, Riverton: Fyrsta fimtudag, Gimli: Fyrsta miövikudag, Piney: priöja föstudag I hverjum mánuOi. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arta Bldg. Cor. Grahom og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Office tlmar: 8—5 Heimill; 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg. Manitoba. 1 J. RAGNAR JOHNSON B.A., LL.B, LL.M. (Harv.) tslenskur lögmadur. Rosevear, Rutheríord Mclntoeh and Johnson. 910-911 Electrlc Railway Chmbrm. Winnlpeg, Canads Slmi: 23 082 Helma: 71 753 Cable Address: Roecum DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. PHONE: 21 834 Stundar augna, eyrna nef og kverka sjúkdöma.—Er aB hltita kl. 10-12 f. h. og 2-5 e. h. Heimili: S?3 River Ave. Tals.: 42 691 J. T. Thorson, K.C. íslenzkur lögfræðingur. Skrifst.: 411 Paris Building Sími: 22 768. DR. A. BLONDAL 202 Medical Arta Bldg. Stundar sérstaklega k v e n n a og barna ajökdöma. Er aö hitta frá kl. 10-12 f. h. og 3-5 e. h. Office Phone: 22 296 Heimili: 806 Victör St. Slmi: 28 180 G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. LögfræCingur Skrif stofa: 702 Confederation Llfe Building. Main St. gegnt Clty Hali PHONE: 24 687 Dr. S. J. JOHANNESSON stundar lœkningar og vfirsotur. Til vlötals kl. 11 f. h. til 4 a h. og frá. 6—8 aÖ kveldinu. SHERBURN ST. 532 SlMI: 30 877 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Faetelgnasalar. Leigja hös. Ot- vega peningalán og eldsábyrgO af öUu tagi. PHONE: 26 349 HAFIÐ PÉR SÁRA FÆTURT ef svo, finnið DR. B. A. LENNOX Chiropodist Stofnsett 1910 Phone: 23 137 334 SOMERSET BLOCK, WINNIPEG. A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bldg. WINNIPEG Annaat um fasteignlr manna. Tekur aO sér aO ávaxta sparifé fölks. Selur eldsábyrgO og bif- reiOa ábyrgöir. Skriílegum fyr- irspurnum svaraö sainstundle. Skrifstofusimi: 24 263 Heimasimi: 33 328 Drs. H. R. & H. W. Tweed Tanniœknar. 406 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE: 26 545 WINNIPBG DR. C. H. VROMAN Tannlæknir 605 BOTD BLDG. PHONE: 24 171 * WD8NIPKO DR. A. B. INGIMUNDSON Tannlæknir. 208 Avenue Block, Winnipeg Sími 28 840.** Heimilis 46 054 ^G. W. MAGNlíSlo^ Nuddlæknir. 125 SHERBROOKE ST. Phone: 36 137 Viötala tlmi klukkan 8 til 9 aO morgninum. Dr. Ragnar E. Eyolf son Chiropractor. Stundar sjerstaklega Gigt, Bak- verk, Taukaveiklun og Svefnleysi Skrifst. sim. 80 726—Heima 39 265 Suite 837, Somerset Bldg. 294 Portage Ave. ALLAR TEOUNDIR FLUTHINOAt | Hvenær, sem þér þurfið að láta flytja eitthvað, smátt eða stórt, þá hittið mig að máli. Sann- gjarnt verð,— fljót afgreiðsla. Jakob F. Bjarnason 762 VICTOR ST. Slmi: 24 500 Dr. A. V. Johnson íslenzkur Tannlæknir. 212 Curry Building, Winnipelg Gegnt pósthúsinu. Sími: 23 742 Heimilis: 33 328 A. S. BARDAL 848 SHERBROOK 8T. Selur Ukkistur og annaet um dt- farir. Allur útbúnaöur sá be*tl Bnnfremur selur hann allakonar minnisvaröa og iegsteina. Skrifstofu talsimi: 86 607 Heimfíis talsimi: 58 302 SKÓGARÞRÖSTURINN. Þiöstur situr þarna á grænum meiði. Ertu að syngja um ástvin þinn, elsku litli fuglinn minn? Eru nýir söngvar enn á seiði? Þú ert ungur eins og ég, elskar, þráir, líkt og ég, förum seinast sama veg, syngjum, devjum, þú og ég, litli vin, á lágum, grænum meiði, langt uppi á heiði. —Hmbl. {G.G.) Fuglsvísur. Langar þig að læðast inn, litli, grái fuglinn minn; reytt er fiðrið af þér alt, ósköp held ég þér sé kalt. Eftir kulda’ og kafaldið, kemur bráðum sumarið; með þér öll þá ætlum við út í blessað sólskinið. Sig Júl. Jóhannesson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.