Lögberg - 13.11.1930, Qupperneq 6
B'.». S
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. NÓVEMBER 1930.
Sonur Guðanna
Eftir
R E X B E AC II.
Einn af helztu gestunum í dýrasta gistihúsinu
í Paradis, var Albert Wagner, og dóttir hans. Hvar
sem þau gistu, var jafnan á þau litið sem helztu
gestina, eða að minsta kosti eyddu þau meiri pen-
ingum, heldur en nokkrir aðrir gestir, þvi Wagner
var ekki spar á peningum, þegar um einhver þæg-
indi var að ræða fyrir sjálfan hann eða dóttur hans,
eða þá eitthvað það, sem honum þótti virðing í.
Bæði vildi hann sjálfur njóta þeirra gæða, sem pen-
ingar gátu veitt, og svo var hann mjög stoltur af
hinni fögru dóttur sinni og vildi beinlínis láta hana
berast mikið á. Hann vissi vel, að hún var prýðis-
falleg stúlka o!g hann vildi að eftir því væri tekið.
Hann var einn af þes-sum stóriðjuhöldum í Banda-
ríkjunum og atvinna hans gekk ágætlega. Heimili
hans í Californí var afar stórt og skrautlegt o'g þar
hafði hann safnað saman ósköpunum öllum af sjald-
gæfum og dýrum munum. Átti marga bíla af allra
beztu gerð, o!g hann átti marga hluti, sem hann keypti
fyrir geypiverð. Albert Wagner var maður auðug-
ur og það var fjarri því, að hann reyndi að dylja
það.
Það kom fyrir, að Alanna varð honum nokkuð
erfið, enda skildi hann hana álíka vel og hann
skildi listaverkin, sem hann hafði viðað að sér á
heimili sínu, oíg hann gat ekki stjórnað henni öllu
betur, en hann gat stjórnað gæðingum, sínum, þeg-
ar hann reið út eða keyrði . Þegar hann skildi við
konu sína, hafði rétturinn gefið honum full umráð
yfir stúlkunni, en rétturinn hafði ekki gefið honum
lag til þess að leiða hana og leiðbeina. Honum þótti
líka svo vænt um þessa dóttur sína, að hann igat
ekki annað en látið alt eftir henni. Hann hafði
reynsluna fyrir sér í því, að hægt var að auka og
efla iðnfyrirtæki, með því að fá vel hæfa menn til
að stjórna því, og borga þeim afar há laun. Hann
hafði fylgt sömu aðferðinni með uppeldi dóttur
sinnar. Slík aðferð er ekkert óvanaleg meðal ríka
fólksins, og Wagner leit svo á, að hún væri fylli-
lega samkvæm heilbriígðri skynsemi. Til að gera
hvorugu rangt til, er rétt að geta þess, að alt hafði
gengið bærilega vel, og hvorugt hafði mikið út á
hitt að setja. Bæði voru þau fyllile'ga ánægð með
sjálf sig og nokkurn veginn ánægð líka hvort með
annað.
Alanna var vel mentuð og kunni vel að haga
framkomu sinni allri svo í samkvæmislífinu, að vel
þótti fara. Hins vegar varð því ekki neitað, að auð-
urinn og eftirlætið höfðu spilt henni töluvert og
hún kunni ekki að láta á móti sér. Hún var tvítulg
að aldri og hún hafði verið trúlofuð fjórum sinn-
um, fyrst einum af bílstjórum föður hennar, sem
var stór maður og vel vaxinn, og síðast austur-ind-
verskum prins, sem hún hafði kynst í London. Hin-
ir kærastarnir tveir, höfðu ekki vakið mikla eftir-
tekt eða umtal. Þeir voru svona eins og gerist, lag-
legir drengir og dönsuðu vel. Þeir héldu áfram að
vera góðir vinir hennar, þó trúlofunin færi út um
þúfur, og hún forðaðist alls ekki kunningsskap við
þá. Hún var barn, seytján ára, þegar þessi bílstjóri
kom til sögunnar. Faðir hennar hafði ætlað að
ganga af göflunum út af þessu og blöðin höfðu haft
gaman af að se!gja frá þepsari trúlofun. Nú bara
hló hún að þessu öllu saman.
Þessa síðasta trúlofun hafði hún aldrei tekið
veruelega alvarlega, prinsinn var alt of dökkur á
hörundslit. En það var nógu gaman að því samt
og það hafði vakið mikið umtal. Vitaskuld hafði
hún ekki ráðfært sig við föður sinn, þegar hún trú-
lofaðist honum, og hún komst líka út úr þessu, án
án hans hjálpar. Það styrkti hann í þeirri trú, að
hún hefði erft eitthvað töluvert af sinni !góðu
greind og hún mundi sjá um sig, án hjálpar frá
öðrum. Þetta var eitt af því fáa, þar sem þeim
sýndist ekki sitt hvoru .
Wagner sat inni í hinni skrautlegu setustofu,
sem var eitt af herbergjum þeim, sem hann hafði
leigt í gistihúsinu handa sér og dóttur sinni, o!g var
að lesa dagblaðið, þegar dóttir hans kom inn í nýjum
fötum, sem hann hafði ekki séð fyr, en tók þegar eft-
ir og virti fyrir sér.
“Mér geðjast vel að þessum fötum,” sagði hann.
“Þú lítur reglulega vel út í þeim. Hvert ertu að
fara?”
“Yfir til Casino.”
“Ætlar þú enn að fara að hitta þennan dreng,
Lee?”
Dóttir hans sagði að svo væri. Hún fór að skoða
sjálfa sig og fötin sín í speglinum og það var svo
sem auðséð, að henni leizt æði vel á hvorttveggja.
“Mér sýnist hann sækjast töluvert eftir því, að
vera með þér.”
“Það er misskilningur,” salgði Alanna og hélt
áfram að skoða sig í speglinum. “Það er eg, sem er
að sækjast eftir kunningsskap við hann.”
“Það er eitthvað öðru vísi en vanalega. Hvað
gengur að honum?”
“Það er nokkuð, sem mig lanlgar til að vita. Eg
er farin að halda, að það sé eitthvað að mér. Eg sé
ekki betur, en eg líti nógu vel út. En það er engu
líkara, en hann sé búinn til úr járni.”
“Einmitt það. Hver er hann, þessi piltur?”
Stúlkan horfði á föður sinn, rétt eins og hún
skildi alls ekki, hvað hann var að segja. “Hver e^
hann ?”
“Já, hvað veiztu eiginlega um hann?”
“Ekkert. Alt sem e!g veit er það, að eg er hug-
fanginn af honum. Síðan eg var barn, hefi eg þráð
hann.”
“Einmitt það!” Wagner lagði frá sér blaðið,
sem hann hafði verið að lesa. “Þetta mun vera af-
leiðingin af einum barnaleiknum, sem þú hefir lagt
út í enn einu sinni?”
“Eg býst við því! Hann leikur alveg prýðilega
“tennis” og “golf” og hann syndir og dansar. Að
hugsa sér, hve vel sá maður getur dansað!” Hún
horfði upp í loftið og það var eins og óumræðileg
sælutilfinning færi um hana alla. “Hreysti! Feg-
urð! Tign! Þessi maður hefir alla kosti.”
“Hann er útlendingur, eða er það ekki?”
“Fæddur í San Francisco, en á heima í New
York.”
“Lee!------Eg get ekki komið honum fyrir mig,
veit ekkert um hann. Hann talar eins o!g Englend-
ingur, eða eitthvað því líkt. En hver er hann og
hvað er hann?-------“Hefir hann nokkra peninga?”
Alanna leit kímile!ga til föður síns. “Mér hefir
aldrei komið til hugar, að spyrja hann að því, en eg
skal gera það. Eg skal gera það strax og láta þig
svo vita. En hvað gerir það til, ef mér á annað borð
lízt vel á hann?”
“Eg býst við—”
“Þú sást hann vinna tvö hundruð þúsund franka
kveldið sem eg kyntist honum.”
“Já, og eg hefi séð hann vinna nokkrum sinnum
siðan. Það lítur út fyrir, að hann sé útfarinn í
peningaspili.”
“Hann heldur til hjá Cyril Bathurst. Þeir eru
að semja Ieikrit.”
“Ekki mun það vera mjög ábatasamt. En
jafnframt er hann að leika sér við þig?”
“Nei, fari það nú og veri,” sagði Alanna með
nokkrum hita.
“Hlustaðu nú á mig, rétt sem snöggvast,” sagði
Wagner, en komst ekki lengra, því stúlkan tók fram
í fyrir honum.
“Ætlar þú nú virkile'ga að fara aftur að prédika
yfir mér? Hvað kemur til, að þú ferð alt í einu að
gefa svo nánar gætur að mínum persónulegu högum
og kunningsskap mínum við pilta?”
“Eg vil ekki hafa það, að dóttir mín sé i vin-
fen!gi við hvaða strák sem er. Ef þessi maður er
einhvers virði, og ef honum þykir vænt um þig, þá
er öðru máli að gegna. En ef hann er bara að sækj-
ast eftir peningunum þínum—”
“Heldurðu virkilega, að þessum dansmeyjum í
London hafi þótt ósköp mikið vænt um þig? Held-
urðu ekki, að það hafi verið peningarnnr þínir, sem
þær voru að sækjast eftir? Prestakragi fer þér ekki
vel.”
“Eg er ekki að prédika fyrir þér.”
“Vertu þá ekki heldur að hrista neina járn-
hlekki. Fangaverðir eru ekki menn að mínu skapi.”
“Hamingjan góða!” sagði Wagner, æði óánægju-
lega. “Að husa sér, að þú skyldir lenda hjá mér,
en drengurinn hjá önnu. Eg hefði getað ráðið við
hann.
Eftir dálitla umhugsun, sagði Alanna alveg
þykkjulaust og í góðu: “Við skulum resyna að skilja
hvort annað, Albert minn. Eg er viss nm, að þér
finst ekki, að stúlka eigi að segja föður sínum alt,
sem hennar eigin ástamálum viðkemur.. Það er eitt
af því, sem er með öllu úrelt. E!g er frjáls mann-
eskja, og fær um að sjá um mi!g. Eg skifti mér
aldrei af því, sem þú gerir; þú ert ekki enn svo gam-
all, að þú getir ekki litið eftir sjlfum þér. Eg vona
það dragist lengi enn, að þú verðir mitt handbendi.
En hvað Sam snertir, þá hefi e!g mikið gaman af
» að vera með honum, og það ætti að vera þér nægileg
skýring.”
“Á hvern hátt hefir þú skemtun af hans fé-
lagsskap, má eg spyrja? Er hann frekur og nær-
göngull?”
Alanna starði á föður sinn dálitla stund, áður
en hún svaraði. Það leit út fyrir, að henni félli
þessi spurnin’g alt annað en vel. “Það situr heldur
illa á manni í þinni stöðu, að nota svona orðalag.
Nei, ef þú átt við ástleitni, eða eitthvað af því, þá
má eg segja þér, að hann er alt annað en ástleitinn.
Hann mundi setja upp þýkka vetlinga, ef hann þyrfti
að snerta á manni. Eg held hann viti ekki einu
sinni, hvernig nota má varirnar. Það er það, sem
mér þykir leiðinlegast rétt sem stendur, góði minn.
Ástþráin þarf að fá fullnægju, einhverja úrlausn að
minsta kosti.”
Það leyndi sér ekki, að föður hennar rann í
skap. “Þú ættir að skammast þín, stúlka, fyrir að
tala svona. Það er hreinn og beinn viðbjóður,
hvernig stúlkur tala um þessa hluti nú á dögum.
Maður er ekki einu sinni óhultur fyrir þessum
ófögnuði heima hjá sér.”
“Þess vegna fer hann úí og leitar sér ánægju
annars staðar. Það skýrir, hverniig stendur á fram-
færslufé móður minnar. Eplið fellur ekki langt frá
eikinni. Það gerir stúlku ekkert til, þó hún skilji
sitt eigið eðli, ef hún veit hvað hún á að gera til að
njóta lífsins og hvað að forðast. En þú ert orðinn
of gamall, pabbi minn, til að skilja þessa hluti. E!g
segi þér alveg satt, að það er dæmalaust leiðinlegt
fyrir stúlku, að þurfa að tala Við föður sinn um svona
heimuleg efni. Eg skil ekki, hvernlg stúlkur geta
gert það.”
“Er það alment meðal ykkar unglinganna, að
líta á eldra fólkið, eins og eitthvað, sem í raun o!g
veru er hætt að vera til?” spurði Wagner.
“Nei, lan'gt frá. Þið eruð bara orðin dálítið á
eftir tímanum, en við reynum að vera þolinmóð við
ykkur. Ef það er eitthvað, sem þig langar til að
vita, Albert minn, þá bara spurðu mig að því. En
þú ættir ekki að vera að spyrja um það, sem en'ginn
faðir á að vita neitt um.”
“Eg vona þú haldir ekki, að eg sé að spyrja um
þetta bara af forvitni. Þú hlýtur að skilja, að það
er mér ekki óviðkomandi, ef þú ert enn að fá þér
einhvern nýújan náunga, til að fagða þig og kyssa.”
“Þú ert ótalega eliðinlegur. Nei, hann hefir ekki
kyst mig enn þá, en hann gerir það. Eftir það get
eg sagt þér meira um hann o!g líka um sjálfa mig.
Þá fer eg kannske a ðhugsa um það, hver hann sé
og hvað hann sé, og hvort hann hefir nokkra pen-
inga, eða hvort hann er bara fallegur og skemtileg-
ur. Eg er tvítu!g, faðir minn, og það er eins mikið
eins og að vera fertug eftir gamla tímatalinu. Til
hvers er að eiga fallega morgunkjóla, ef enginn sér
þá nema vinnukonan?”
“Ef trúi því ekki, að þér sé nokkur alvara með
þenna dreng,” sagði Wagnes. “Eg skal kynnast hon-
um fljótlga.”
“Nei, blessaður gerðu það ekki. Þú kemst kann-
ske að einhverju um hann, sem eg vil ekki vita. Þetta
kemur í raun og veru ekki öðrum við en mér.*”
“Hann er kannske einhver æfintýramaður, eða
algengur svikahrappur.”
“Það 'getur svo sem vel verið. Væri það ekki
óttalegt!” sagði Alanna kímnislega. “En það eru
takmörk fyrir því, hve miklum peningum stúlka get-
ur eytt fyrir sjálfa sig. Gerðu það nú fyrir mig,
pabbi minn, að hugsa um það, sem kemur þér sjálf-
um við, en láttu það vera, sem þér kemur ekki við.
E!g meina ekkert nema gott með þessu. Þú veizt, að
eg get umborið þér flest annað en afskiftasemi.” —
Hún kysti á skallann á föður sínum og fór út úr her-
berginu.
XIII. KAPITULI.
Frá því Sam Lee var lítill drengur, höfðu hon-
um æfinlega verið gefnir spilapeningar á hverju
gamlárskvöldi. Hann hafði því tekið þátt í peninga-
spili, svo að segja alla æfi, og hann leit á það sem
atvinnugrein frekar en skemtun. Hann hafði verið
uppalinn í þeirri trú, að hepnina 'gætu menn höndl-
að með því að temja huga sinn, hugsa eftir vissum
reglum, koma sjálfum sér í vist hugarástand, og þá
hlyti maður að verða heppinn. Þessi trú var enn
föst í huga hans og yfirígaf hann aldrei, þegar hann
tók þátt í einhvers konar peningaspili. ,
Hann vann enn í spilum í kveld, og það var
fjöldi fólks við borðið, sem hann sat við. Eins og
vanalega fylgdu margir nákvæmlega öllu, sem hann
gerði og veðjuðu eins og hann. Alanna Wagner sat
á háum stól, næst við Sam, og svo nærri honum, að
þau komu hvort við annað. Hún studdi berum oln-
bogunum á borðið og hélt höndunum um kinnarnar
og fylgdi nákvæmle!ga hverri hreyfingu hans. Við
og við leit hún framan í hann og brosti einstaklega
blíðlega til hans. Hún gætti þess ekkert, hverjir
þarna voru, aðrir en Sam, og það var eins og hún
sæi hann einan.
Það var ekki oft, að þessi stúlka skemti sér við
það, að horfa á það sem aðrir gerðu, eða léti sig það
ei!ginlega nokkru skifta. Af augnaráði því, sem
hún gaf Sam, var það nokkurn veginn auðráðið,
hvað í huga hennar bjó. Það fór heldur ekki fram
hjá fólkinu, sem þarna var, og það hafði óspart
orð á því. Hún varð vafalaust vör við, hvað það
var að hugsa og segja, en hún virtist ekki gefa því
neinar gætur.
Gimsteinar eru of dýrmætir til þess, að fá þá
þeim í hendur, sem hirðulausir ol.g kærulitlir eru,
enda sér náttúran um það, að falleg kona er sér þess
jafnan meðvitandi, að hún er falleg, en hún er ekki
hégómleg þar fyrir. Alanna var framúrskarandi
falleg stúlka og henni var það sjálfri fullkomlega
ljóst, og hún kunni vel og vanrækti aldrei að færa
sér það í nyt. Hún hafði mikið o'g fallegt brúnt
hár, og hún lét skera það líkt og ungir menn vana-
lega gera. Hún var framúrskarandi vel eygð. í
sólskininu sýndust augun móleit, en annars næstum
því svört. Helzt til brúnamikil var hún, og bentu
þær í þá átt, að skapið væri töluvert ríkt. Eins og
margt af ungu fólki nú á dögum, sem getur notið
allra veraldar gæða, var hún hraustleg, og sýndi það
í öllu, að heilsan var í bezta lagi. Vöðvarnir voru
stæltir og hún var töluvert útitekin, og það leyndi
sér ekki, að hún tók töluverðan þátt í leikjum og í-
þróttum. Hún bar sig ágætlega og var að öllu leyti
hin fjörugasta og tígulegasta, og sýndi engan snef-
il af tilgerð í látbragði eða yfirlæti. Hvað það
snerti, furðuðu sig margir á því, hve afar ólík hún
var föður sínum. »Ef fólk hefði ekki vitað, að hún
var dóttir A1 Wagners, mundi það hafa ímyndað sér,
að hún væri af gömlum og göfugum aðalsættum.
Hingað til höfðu hinir gestirnir veitt henni
mesta eftirtekt, eins og vonlegt var, hvar sem hún
kom. En nú fóru þeir að taka eftir hinum unga
manni, sem hjá henni sat. Þar voru vafalaust ein-
hverjir yfirburða hæfileikar. Þessi ungi maður, Lee,
var sjáanlega að vinna frægan sigur. Jafnvel Par-
ísarblöðin höfðu í dálkum sínum um samkvæmislíí-
ið, minst á hann í sambandi við hina fögru og auð-
ugu, ungu stúlku f rá Californí. Sjálfur lét hann
ekki á neinu bera, frekar en hann léti nokkuð yfir
því, að hann svo að segja daglega græddi við spila-
borðin. Þvílík hepni, sem eins og eltir suma menn!
“Við skulum fara héðan, vinur minn, Eg er
þreytt,” sagði Alanna alt í einu.
Sam hneigði höfuðið til samþykkis. “Eg var að
spila bara vegna þess, að eg hélt að þér hefðuð gam-
an af því,” sagði hann.
Þegar þau fóru út úr salnum, spurði hún: “Hvað
mikið unnuð þér?”
“Eg held það hafi verið töluvert.”
“Vitið þér ekki hvað mikið?”
Sam ypti öxlum kæruleysislega. “Hvað gerir
það svo sem til? Eg hefi nú þegar meiri peninga,
en eg þarf.”
“En það slýtur að vera dæmalaust gaman að
vinna? Hafið þér ekki neitt af kappgirni?”
“Jú, töluVert. En hvort eg vinn eða tapa fáein-
um dölum, gerir mér hvorki til né frá-”
“Eg hlakka yfir peningunum, eins og nirfill,
þegar eg vinn eitthvað, o!g eg verð æf, ef eg tapa.
Eg get illa þolað að tapa í nokkru.”
“Ef eg væri svoleiðis skapi farinn, þá skyldi
eg ekki spila. Það er margt, sem mér þykir miklu
skemtilegra en að spila upp á peninga. Eg hefi
mestu ánægju af því, sem fallegt er, silki, fílabeini,
marmara, gulli, málverkum. Eg—”
“Hvers vegna þykir yður þá ekki neitt til mín
koma? Eg er falleg.” Alanna spurði þessarar spurn-
ingar snögglega, en blátt áfram, en um leið leit hún
framan í Samð til að sjá sem bezt hvernig honnm
yrði við. Hún kærði sig ekki mikið um það, sem hún
svaraði. Það var eitthvað þægilegt og góðlátlegt,
er þýddi lítið. En henni þótti vænt um að sjá, að
KAUPIÐ AVALT
LUMBER
hjá
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD
HENRV AVE. EAST. - - WINNIPEG, MA
Yard Offlce: 6*+i Floor, Bank of Hamllton Chamberi
hann skifti dálítið litum, og málrómurinn breyttist
nokkuð. Hún hafði ávalt gott lag á því, að halda sér
ekki of fast við umtalsefnið. Nú reyndi hún að
ganga fram af Sam með því að spyrja hann annarar
spurningar: “Gerið þér yður grein fyrir því, hve
glæsilega fallegur maður þér eruð?”
Sam svaraði mjög kurteislega, að hann vissi það
ekki og það vissi víst enginn annar.
Þau fóru inn í veitingasalinn, sem var stór o'g
afar skrautlegur. Það var líka danssalurinn, sem
var í sambandi við veeitingasalinn. Þar lék á hljóð-
færi einhver hin allra bezta og fullkomnasta hljóm-
sveit, sem nokkurs staðar var að finna í Evrópu.
Margir voru þar að dansa og það var óneitanlega
fögur sjón. Það var eins og allir, sem á vegi þeirra
urðu, gerðu sér það að skyldu, að hneigja sig fyrir
Miss Wagner og brosa glaðlega til hennar. En hún
virtist ekki veita því svo sem neina eftirtekt. Hún
var bara að hugsa um manninn, sem með henni var.
Þau fóru inn í vitingasalinn, og þjónarnir kept-
ust hver við annan, alt sem þeir þorðu, um að út-
vega þeim sæti. Allir vildu verða fyrstir til þess.
Sam fanst hann vera þarna eins og í draumi. Því
olli fyrst og fremst hin fagra mær, sem hjá honum
sat, og svo hljóðfæraslátturinn og skrautið alt, sem
þarna var saman komið. Hann fór að hugsa um
það, hvort hann væri í raun og veru Sam Lee frá
Mott stræti í New York, eða hvort hann væri virki-
lega sonur guðanna, eins og faðir hans kallaði hann.
Það var að minsta kosti áreiðanlegt, að guðirnir
höfðu verið honum einstaklega góðir, og látið hon-
um mörg gæði í skaut falla, meðal annars að mega
vera þarna. Honum datt í hug, að þetta væri kann-
ske bara draumur.
“Mikið vildi eg til þess gefa, að vera eins hepp-
in eins og þér eruð,” sagði Alanna og dró þungt and-
ann.
“Því þá?” spurði Sam næstum kuldalega. “Hepn-
in er í því innifalin, að vinna í svipinn, það sem
maður getur ekki haldið, en ná aldrei því sem mað-
ur verulelga þráir.”
INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS
Amaranth, Man........
Akra, N. Dakota .. .
Árborg, Man..........
Árnes, Man...........
Baldur, Man..........
Bantry, N.Dakota ..
Beckville, Man.......
Bellingham, Wash. ..
Belmont, Man........
Bifröst, Man..........
Blaine, Wash.........
Bredenbury, Sask. . . .
Brown, Man...........
Cavalier, N. Dakota .,
Churchbridge, Sask. .
Cypress River, Man. .
Dolly Bay, Man. .. ,
Edinburg, N. Dakota .
Elfros, Sask.........
Foam Lake, Sask. ..
Framnes, Man..........
Garðar, N. Dakota ..
Gardena, N. Dakota .
Gerald, Sask.........
Geysir, Man..........
Gimli, Man..........
Glen'ooro, Man......
Glenora, Man.........
Hallson, N. Dakota .
Hayland, Man.........
Hecla, Man...........
Hensel, N. Dakota .. .
Hnausa, Man.........
Hove, Man...........
Howardville, Man. ..
Húsavík, Man..........
Ivanhoe, Minn........
Kristnes, Sask........
Langruth. Man.........
Leslie, Sask.........
Lundar, Man.........
Lögberg, Sask.........
Marshall, Minn........
Markerville, A!ta. . .
Maryhill, Man........
Miuneota, Minn. .. .
Mountain, N. Dakota
Mozart, Sask.........
Narrows, Man........
Nes. Man..............
Oak Point, Man. .. ,
Oakview, Man........
Otto, Man............
Pembina, N. Dakota .
Point Roberts, Wash.
Red Deer, Alta........
Reykjavik, Man. .. .
Riverton, Man.......
Seattle Wash..........
Selkirk, Man.........
Siglunes, Man........
Silver Bay, Man.......
Svold, N. Dakota .. ..
Swan River, Man. ..
Tantallon, Sask......
Upham, N. Dakota ..
Vancouver, B. C. .. .
Viðir, Man..........
Vogar, Man...........
Westbourne, Man. ..
Winnipeg Beach. Man
Winnipegosis, Man. ..
Wynyard. Sask.........
.........B. G. Kjartanson.
. . .. B. S. Thorvardson.
, .. .. Tryggvi Ingjaldson.
.......• .. J. K. Kardal
............O. Anderson.
.......Einar J. Breiðfjörð.
.........B. G. Kjartanson.
. .. Thorgeir Símonarson.
...........O. Anderson
.... Tryggvi Ingjaldson.
. .. Thorgeir Símonarson.
............S. Loptson
............J. S. Gillis.
.. .. B. S. Thorvardson.
............S. Loptson.
.......F. S. Frederickson.
.......Ólafur Thorlacius.
.... Jónas S. Bergmann.
Goodmundson, Mrs. J. H.
.. Guðmundur Johnson.
.... Tryggvi Ingjaldson.
.... Jónas S. Bergmann.
.......Einar J. Breiðfjörð.
............C. Paulson.
. .. Tryggvi Ingjaldsson.
...........F. O. Lyngdal
.......F. S. Fredrickson.
............O. Anderson,
.. .. Col. Paul Johnson.
..........Kr. Pjetursson.
.. .. Gunnar Tómasson.
.......Joseph Einarson.
..............JLK. Kardal
...........A. J. Skagfeld.
. .. G. Sölvason.
............G. Sölvason.
................B. Jones.
..........Gunnar Laxdal.
.. .. John Valdimarson.
..........Jón ólafson.
............S. Einarson.
............S. Loptson.
................B. Jones.
.......O. Sigurdson.
............S. Einarson.
................B. Jones.
.......Col. Paul Johnson.
..........H. B. Grímson.
............Kr Pjetursson.
............J. K. Kardal
.......A. J. Skagfeld.
. .. ,. ólafur Thorlacius.
............S. Einarson.
............G. V. Leifur.
............S. J. Myrdal.
............O. Sigurdson.
..........Árni Paulson.
....... G. Sölvason.
............J. J. Middal.
Klemens Jónasson.
..........Kr. Pjetursson.
.......Ólafur Thorlacius.
.......B. S. Thorvardson.
............. J. A. Vopni.
............C. Paulson.
.......Einar J. Breiðfjörð.
...........Mrs. A. Hardy.
. .. Tryggvi Ingjaldsson.
...........Guðm. Jónsson.
.......Jon Valdimarsson
.. .......G. Sölvason.
.. Finnbogi Hjálmarsson
.... Gunnar Tohannsson.