Lögberg - 27.11.1930, Síða 1
43. ARGANGUR
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 27. NÓVEMBER 1930
NUMER 47
Afmœlishátíðin á
Mountain
Fimtíu ára afmæli Víkursafn-
aðar að Mountain, var eins og til
stóð, haldið hátíðlegt sunnudag-
inn 23. nóv. Að sönnu ber sjálf-
an afmælisdaginn upp á 30.
nóv., því söfnuðurinn var stofn-
aður af séra Páli sál. Thorláks-
syni 30. nóv. 1880.
All-mikill viðbúnaður hafði ver-
ið fyrir þessa sérstöku afmælis-
hátíð. Organisti safnaðarins,
Miss Cornelia Olafson, vann öt-
ullega að því að æfa með söng-
flokknum sérstakan hátíðasöng
Má se!gja, að sá starfi gengi vel,
vegna þess að aðsókn var góð og
að margir, sem ekki tilheyra söng-
flokknum eða söfnuðinum, gengu
í lið til að hjálpa til við þessi há-
tíðarhðld. Á Miss Ólafson og
söngflokkurinn miklar þakkir skil-
ið fyrir sérlega gott starf í þessu
sambandi. Djáknar safnaðarins
gengust fyrir undirbúningi og
framreizlu veitinga á samkom-
unni. Þarf naumast að taka það
fram, að á öllu þeirra starfi var
hinn mesti myndarbragur og fram-
reizlan í bezta lagi.
Það hafði verið aulglýst, eins og
kunnugt er, að guðsþjónusta yrffi
haldin í kirkjunni kl. 2 e.h. sunnu-
daginn 23. nóv., en samkoma að
kveldinu í samkomusal bæjarins.
Þegar svo illa vildi til, að veður
spiltist í vikunni á undan og snjór
féll, svo að brautir urðu illa fær-
ar, var afráðið að hætta við kveld-
samkomuna, en halda þó áfram
með hátíðisguðsþjónustuna eftir
hádegið. En djáknarnir, með að-
stoð safnaðarkvenna, buðu messu-
gestum til kaffidrykkju í sam-
komuhúsinu, undir eins eftir
guðsþjónustuna.
Guðsþjónustan byrjaði á nærri
tilteknum tíma, og mátti heita, að
aðsókn væri ágæt, er þess var
minst, hvað brautir voru erfiðar.
Nokkurra aðkominna gesta úr
hópi stofnmeðlima hafði söfnuð-
urinn vænst við þetta tækifæri, en
aðkomnir gestir voru fáir, eins og
við var að búast. Hefði það auk-
ið á ánægjuna, ef fleiri úr hóp‘1
þeirra er “er nafnakalli svöruðu”
1880, hefðu getað komið. En kalt
veður og brautir urðu því til fyr-
irstöðu. Bæði séra H. B. Thor-
grimsen og séra K. K. Ólafson
höfðu verið beðnir að koma, þeir
tveir, auk núverandi prests safn-
aðarins eru á lífi, þeirra, er þjón-
að hafa söfnuðinum; hinir, sem
þar hafa þjónað, eru séra Páll sál.
Thorlaksson o!g séra Friðrik sál
Bergmann. Séra Hans kom, en
séra K. K. O. skrifaði, en gat ekki
komið sökum vegalengdarinnar
miklu.
Kirkjan var mjög smekklega
Prýdd í samræmi við fimtíu-ára
minninguna. Guðsþjónustan var
hin hátíðlegasta í alla staði. Séra
Steingrímur o!g'séra Hans fluttu
sína stutta prédikanina hvor; voru
þær báðar fallegar og gjörður að
þeim hinn bezti rómur. Mrs. N.
S. Thorlaksson söng sóló, sem
einnig varð öllum til mikillar á-
nægju, og sön!gur flokksins tókst
vel. Altarisganga fór fram, sem
nokkrir tóku þátt í, og þar var
líka fram borið offur í sjóð þann,
er myndaður hafði -verið til að
greiða skuld safnaðarins. Voru
þar lagðir fram hartnær $50.
Allir messugestir stefndu þeg-
ar að samkomuhúsinu, þegar
messan var á enda. Voru þar
sungnir allmargir söngvar. Kór-
inn söng nokkur lög. Séra Hans
söng sóló, og þau séra Steingrím-
ur og Mrs. Thorlaksson sungu
tvísöng. Sungu þau kvæði, sem
séra Steingrímur hafði ort út af
“GuII-afmæli” safnaðarins, og las
það, áður þau sungu það. örstutt
ávarp fluttu þeir séra Hans og séra
Steingrímur, en að mestu varð að
hverfa frá öllum ræðuhöldum
vegna tímaskorts, útaf breyting
þeirri, sem gjöra varð á tilhögun
samkomunnar. Voru þeir þó og
fleiri undirbúnir með ræður, er
sérstaklega fjölluðu um “fornöld”
! safnaðarins. Og hefði verið gam-
an að njóta þess. Eru þeir prest-
arnir tveir og ýmsir leikmenn
þeirri sögu vel kunnugir, og hefðu
getað sagt skemtilega frá ýmsu
er gjörðist á fyrri árum, ef tími
hefði unnist til.
Veðurbreytingin hafði líka sett
hömlur á þær fyrirætlamr full-
trúanna, að vera fyrir hátíðina
búnir að koma öllum íjármálum
safnaðarins í það lag, að hægt
væri að segja greinilega frá hag
safnaðarins, og auglýsa hvort því
marki hefði verið náð, sem sett
var- í byrjun afmælis-ársins, —
sem sé að greiða alla skuld safnað-
arins. En þó ekki nærri alt hafi
safnast enn, og þó ekki væri hægt
að koma fullu skipulagi á fjár-
málin, fyrir samkomuna, var hægt
að segja frá því, að af skuld safri-1
aðarins væru að eins rúmir $100
ógreiddir. Var því auðsætt, að
skuldin mundi öll greidd á þessu
ári. Þetta var söfnuðinum líka
gleðiefni, því sá skuld hefir all-
lengi hvílt á.
Þó að margir gallar séu á starf-
inu frá okkar hálfu, — þó að okk-
ur sjálfum auðnist ekki að afkasta
eins miklu og æskilegt væri, þó
ekki.sé eins mikill og jafn áhugi
í þessu starfi og þyrfti að vera,
þó okkur ekki takist að feta í fót-
spor Jesú Krists í framferði og
starfi, eins og við ættum að gjöra,
og þó að við ættum að auðmýkj-
ast frammi fyrir Guði út af því,
þá er þó full ástæða til þess fyrir
söfnuðinn, að vera þakklátur og
fagnandi líka á .þessum merk
legu tímamótum sinnar sögu. —
Stundum í liðinni tíð hefir söfn-
uðuririn verið fámennur, fátæk-
ur og jafnvel hlaðinn skuldum.
Ef til vill finst sumum að svo sé
enn. Samt sýnist mér, að hann sé
nú með fjölmennara móti og fá-
tSekt hans er engan veginn átak-
anleg. Stundum hafa heyrst inh-
an vébanda hans þórclunur sundr-
ungar, ófriðar og jafnvel óvildar.
Nú fagnar söfnuðurinn friði og
eining innbyrðis, og velvildar ut-
anað. Það var því full ástæða
til að syngja af öllu hjarta í lok
hátíðarguðsþjónustunnar: “Nú
gjaldi guði þökk”, og láta þar
heita lofgjörð stíga upp frá þakk-
látum hjörtum til Drottins.
H. S.
1880 — 1930
Á Júbíleumhátíð Víkursafnaðar.
Bygðarinnar feður forðum,
Frumherjarnir, Drottins orðum
; Lúta vilja’ og leiðast af. :
Sínum eigin meginmætti
Má ei treysta’, að víkings hætti.
: Þeim ei gleyma, sem hann gaf. :
Drottins orði bústað byggja,
Bygðar heill þeir vilja tryggja
: Við þann eld þeir orna sér. :
Það því tryggir bræðrabandið,
Byggir, græðir, helgar landið,
: Órækt bæði’ og visnun ver. :
Þakklát minnumst þess, að feður
Þrúðvang trúar, er oss gleður,
: Bygðu hér í blómasveit, :
Blessunar svo börnin nyti,
Bezta erfðankið hlyíi.
: Guð, að þakka þér oss gef. :
Arfinn helga eíldu hjá oss,
Anda þinn, ó Drottinn, ljá oss,
: Grói líf við lífsins tré, :
Svo að andans grænki gróður,
Græðist upp vort berurjóðui,
: Þér til dýrðar sungið sé..
N. S. Th.
Þrír drengir drukna
Á fimtudaginn í vikunni sem
leið druknuðu þrír litlir drengir
ofan um ís á Rauðánni, í grend
við St. Adolph. Yrigsti drengur-
inn, aðeins fjögra ára gamall,
JacqUes Champagne að nfani,
lenti fyrst í ánni, en hinir dreng-
irnir reyndu að bjarga honum/en
lentu þá líka í ánni og druknuðu
allir. Eldri drengirnir hétu Li-
onel 10 ára og Lorenzo 8 ára,
synir Mr. og Mrs. L. E. Tougas.
Systir eldri drengjanna, 11 ára,
lenti líka í ánni, en bjargaðist
af og kallaði á mannhjálp.
Fiskiveiðar í Manitoba
Capt. J. B. Skaptason, aðal eft-
irlitsmaður fiskiveiða í Manitoba,
flutti í vikunni sem leið ræðu í
Kiwanians Club í St. Boniface,
þar sem hann gaf tilheyrendum
sínum ýmsar upplýsingar viðvíkj-
andi fiskiveiðum í Manitoba. —
Fiskiveiðarnar nema árlega þrjá-
tíu miljónum punda, eða þar yfir,
og þeirri veiði er 85 til 90 per cent.
selt til Bandaríkjanna. 1 Manito-
ba eru um 20,000 fermílur af fiski-
vötnum og árið 1929 veiddust
þrjátíu og þrjú miljón punda, sem
voru $2,750,000 virði. Peningar,
sem standa í frystihúsum, flutn-
ingstækjum og ýmsu öðru, sem
fiskisölunni vikemur, nema um
$1,800,000. Þeir, sem beinlínis
stunda fiskiveiðar í Manitóba, eru
4,800, þar að auki vinna nokkur
hundruð manna við fiskinn á ein-
hvern hátt, eftir að hann er kom-
inn á land.
Óeirðir í Japan
í Formosa í Japan er flokkur af
hálf-viltu fólki, sem er eitthvað
tcluvert ófriðarsamt og herjar
stundum á nágrannana, og er ekki
langt síðan að margir menn af
þessum flokki réðust á þorpið
Musha og drápu þar um þrjátíu
manna. Var þá herlið sent til að
bæla niður þessa uppreisn og
halda þessum ófriðarseggjum í
skfjum. Þegar að þeim svarf
svo, að þeir höfðu ekki nema eitt
þorp yfir að ráða, sem Mahebo
heitir, réði alt kvenfólk í þorpinu
sér bana, svo karlmennirnir gætu
gefið sig alla við því, að berjast
við óvinina og þyrftu ekkert að
hugsa um þær.
Harðir í horn að taka
Nýlega hafa margir menn, sem
framarlega standa í stjórnmála-
flokkunum á ítalíu, þeim sem ekki
eru stjórninni fylgjandi, verið
teknir fastir og kærðir um sam-
særi gelgn Fascistunum, sem þar
ráða einir öllu. Meðal þeirra,
sem teknir hafa verið fastir, er
Bartelo Belotti, fyrverandi ráð-
herra. Fascistarnir eru varir um
sig.
Forsetaefni
Síðan Roosevelt fíkisstjóri í
New York, vann sinn mikla sigur
við kosningarnar hinn 4. þ. m.,
hefir verið mikið um hann talað
sem væntanlegt forsetaefni 1923.
Sjálfur segist hann ekkert vera
um það að hugsa, enn sem komið
sé. Hann gefi sig allan og óskift-
an við sínu embætti.
Fleiri morð
í byrjun ársins, sem er að líða,
voru framin þrjá morð á dag að
meðaltali í Bandaríkjunum, en í
september voru þau komin upp í
fimm á dag. Hér er samt ekki átt
við öll Bandaríkin, heldur við
fimtíu og átta borigir, sem hafa
hundrað þúsund íbúa og þar yfir.
Eimskipafélög mynda
samband
Sex Eimskipafélög, brezk og
canadisk, hafa komið sér saman
um að leggja niður samkepni og
vinna öll í sameiningu í þeim til-
Igangi að verða ekki undir í sam-
kepninni við þýzk eimskipafélög.
Þau félög, sem hér er um að ræða,
eru: Cunard, White Star, Anchor,
Red Star, Canadian Pacific og At-
lantic Transport.
Skaðar af veðri í
Alberta
Ofsa norðanveður gerði allmik-
inn skaða í Edmonton og víðar í
norðurhluta Albertafylkis nýlega.
í Edmonton tók veðrið þök af all-
mörgum húsum og gerði ýmsan
meiri skaða, sem álitið er að muni
nema um $20,000. Víða annars-
staðar í norðurhluta fylkisins,
gerði þetta veður æði mikla skaða.
Rán og gripdeildir
Innbrot og rán hafa verið með
allra mesta móti í Winnipeg nú
að undanförnu. Hefir verið get-
ið um sumt af þessu hér í blað-
inu, svo sem bankaránið í Trans-
cona. ^Lögreglan hefir gengið vel
fram í því, að hafa upp á þeim,
sem að þessum ófögnuði eru vald-
ir. Á mánuda!ginn voru sextán
slíkir menn fyrir lögregluréttin-
um, en kærurnar gegn þeim voru
fimtíu og tvær. Flestir voru þeir
fundnir sekir um það, sem þeir
voru kærir um, og margir hafa nú
verið dæmdir til fangavistar og
sumir til líkamlegrar refsingar.
En ránin halda áfram samt sem
áðru.
Mussolini lækkar launin
Mussolini hefir fengið stjórnar-
ráðið á ítalíu til að lækka laun
allra, er hjá stjórninni vinna, um
frá tólf til þrjátíu og fimm af
hundraði og gengur sú launa-
lækkun í gildi 1. desember. Á
fyrstu fjórum mánuðunum af
fjárhagsárinu, sem yfir stendur,
býst stjórnin við að tekjuhallinn
nemi $36,450,000, o!g veit Musso-
lmi fullvel, að svo búið má ekki
standa, og grípur því til þessara
ráða. Þeir eru margir, sem laun
sín þiggja af stjórninni á ítalíu,
svo hér er um mikið fé að ræða,
en væntanlega fara aðrir vinnu-
veitendur, þar 1 landi, að dæmi
stjórnarinnar.
Þrír forsætisráðherra
sæmdir doktors-
nafnbótum
Háskólinn í Edinburgh á Skot-
landi hefir sýnt þremur af for-
sætisráðherrum samveldislandanna
brezku, þá sæmd, að gera þá að|
doktorum x JrgUu'.'. ' Þx'.ð eru þeir>
R. B. Bennett frá Canada, James
Scullin frá Ástrx'iíu, og G. W.
Forbes frá Nýja Sjálandi.
Do-X
Það hefir staðið til að undan-
förnu, að þýzka flugskipið Do-X
legði upp í Atlantshafsflug, til
New York. Ekkert hefir orðið af
því enn sem komið er, og halda
sumir, að ekkert verði af því fyr
en í vor. Dr. Dornier segir, að
ferðin verði farin eins fljótt og
veður leyfir. Do-X hefir farið
víða í Evrópu og alt hefir feengið
vel.
Hvirfilbylur veldur
manntjóni
í vikunni sem leið, gerði hvirf-
ilbylur tjón mikið, í bænum Beth-
any í Oklahoma, smábæ með um
2,000 íbúum. Varð hvirfilbylur-
inn 22 manneskjum að bana og
margir fleiri m úddust. Eigna-
tjón varð mikið, og um 600 heim-
ilislausir.
Námuslys
Sprerigingin í kolanámunum að
Millfield, Ohio, sem áður hefir
verið getið í Lögbergi, varð 79
mönnum að bana. Meðal þeirra
var W. E. Tytus, forseti Sunday
Creek kolafélagsins, og fleiri em-
bættismenn félagsins, sem þar
voru á eftirlitsferð, þegar slysið
vildi til.
Walter F. Payne dáinn
Á þriðjudagsmorguninn í þess
ari viku, andaðist á Almenna
sjúkrhúsinu hér í borg, Walter F
Payne, einn af elztu blaðamönnum
í Winnipeg. Hafði unnið að rit-
stjórn Manitoba Free Press, ná-
lega fimtíu ár, stöðugt. Vinsæll
maður og mikils metinn.
Sigurður Skagfeld
væntanlegur
Samkvæmt bréfi til Björgvins
tónskálds Guðmundssonar, mun
Sigurður Skagfeld tenórsöngvari,
væntanlegur hingað til borgarinn-
ar á næstunni. Er hann talinn í
röð fremstu söngmanna íslenzku
þjóðarinnar.
Pierre Loti
Og
‘Pecheur d’lslande”
Frakkneski skáldsagnahöfund-
urinn Pierre Loti (Julien Viaud),
var fæddur 1850, dáinn 1923. Var
hann yfirforingi í frakkneska her-
skipaflotanum og fór því víða um
lönd. Lýsingar hans þykja meist-
aralegar, ekki sízt ástalýsingarn-
ar. Stíll Loti var þýður og fagur.
Fyrsta bók hans kom út 1879
(Aziyadé>. Liggja eftir hann all-
margar bækur, sem flestar hafa
verið þýddar á skandinavisku mál-
in. Vinsælasta bók hans er lík-
lega “Pecheur d’Islande”, ástar-
saga um sjómann, sem fer frá Bre-
tagne til fiskiveiða við ísland.
Þykja lýsingar Loti á lífi sjó-
manna afburðagóðar. Margir ís-
lendingar munu hafa lesið þessa
sögu Loti, í enskum og skandinav-
iskum þýðingum, o'g eins allmarg-
ir á frummálinu. Það hefir verið
játaði fyrir honum, að hún elsk-
aði hann, en bað hann að fara og
koma ekki aftur á fund sinn. Því
hét hann og hann efndi heit sitt.
Ári siðar hafði hann lokið
samning “Pecheur d’Islande”, sem
Folk Arts Sociely
Fjölbreyttasta og um leið ein-
hver uppbyggilegasta skemtunin,
sem Winnipegbúar eiga völ á um
lartgt skeið, verður “Folk Arts
hann raunar fyrst samdi í smá-j Society” samkomurnar, er haldn-
söguformi (“Au Large”)w Hann
sendi Alphonse Daudet handritið,
sem endursendi honum það og
skrifaði: “Sagan er góð — haltu
áfram. Lýsingin á brúðkaupi
Yanns og Gaud er með því bezta,
sem þú hefir skrifað.”
Loti tileinkaði Mme Adam
“Pecheur d’Islande”. Hefir sagan
komið út í fjölda mörgum útgáf-
um.
Nokkrum mánuðum síðar fékk
Loti skipun um að halda til skips
síns, sem nú fór til Austurlanda.
Loti kunni alt af bezt við sig
með alþýðufólki — naut sín ekki
með öðrum. Og hinar einföldu,
ar verða í Playhouse Theatre
kvöldin þess 5. og 6. desember.
Svíar, Skotar, Czecko Slovakar,
Danir, Króatar (Jugo-Slavar), ír-
ar og íslendingar leggja til skemt-
unina fyrra kvöldið, en seinna
kvöldið koma frm á skemti-
skránni Englendingar, Ukraniu-
menn, Norðmenn, Canadamenri
(old timers), Pólverjar, Ungverj-
ar og ítalir.
Folk Arts Society var stofnað
íyrir svo sem ári síðan, í því
augnamiði, að efla viðhald þjóð-
legra lista meðal þjóðabrota
þeirra, sem eru að mynda hina
eanadisku þjóð, í þeim tilgarigi,
fögru og sönnu lýsingar hans berajað hin nýja þjóð mætti taka þær
vitni um það, hve hlýjan hug hann
hljótt um nafn Loti að undan-j bar tJ1 fiskimannanna, og hve vel
förnu, en ekki þarf að efa, að Loti hann akildi *>á kJör Þau> sem
þeir áttu við að búa.
(Sumpart þýtt úr C. T.)
— Mgbl. A.
vann sér frægð, sem seint munj
fyrnast. Og einmitt nú er verið
að vinna að því, að minning hans
verði í heiðri haldin. Og það er á-j
nægjulegt, að það eru einmitt
Bretagnebúar, sem hafa forgöngu
í sumu því, sem verið er að gera
í þá átt. Bæjarstjórnin í Plou-
bazlanec, sem er fiskimannaþorp
nálægt Paimbol, sem um getur í
,ölPecheur d’Islande”, hefir á-
kveðið að reisa Loti minnisvarða
við ströndina, þar sem ým^r at-
burðir sögunnar gerðust. Þessi á-
kvörðun var tekin um svipað leyti
og seinna bindi dagbókar Loti kom
út (Journal Intime, útg. af syni
hans, Samuel Viaud).
Charles Goffic er maður nefnd-
ur frakkneskur, sem hefir kynt sér
sérstaklega bókmentir, er snerta
Bretagne, og skrifað um þær. Hef-
ir hann komist að raun um, að í
“Pecheur d’Islande” er Loti að
lýsa æfintýrum sjálfs sín, ekki
síður en Bretagnebúa. Fyrirmynd-
ir að öllum persónum sögunnar
hafa verið til. Loti kom einmitt
til Bretagne eftir að hann hafði
ferðast austur í löndum. Hann
hafð.i þá ekki í huga, að semja
skáldsögu. Þetta var árið 1877.
Hann var enn allur á valdi minn-
inganna frá austurlanda ferðalagi
sínu, einsog dagbók hans ber vitni
um. Hann sýndi vinkonu sinni
Mme Adam (Julitte Lamber), það
sem hasn hafði skrifað, og það
leiddi til þess, að hann samdi
Aziyade, sem hann hlaut heims-
frægð fyrir. Bókaútgefendur létu
hann nú ekki í friði og samdi
hann nú skáldsöguna “Mon Frére
Yves”, og lýsir í þeirri sögu Bret-
agne-fiskimönnum. En þau atvik,
sem liggja til grundvallar fyrir
“Pecheur d’Islande” gerðust 1884.
Loti var í Rochefort og varð þá
ástfanginn í dóttur eins Islands
farans. Segir sagan, að hún hafi
lofað að koma til fundar við hann
í desember það ár í Sainte-Bfieuc
en Loti varð fyrir sárum vonbrigð-
um, því hún kom ekki. Fiski-
mannsdóttir þessi var ung og fög-
ur, eins og geta má nærri, en hún
var öðrum manni gefin, og ætla
menn að það hafi ráðið úrslitum,
að hún vildi eigi bregðast eigin-
manni sínum. Loti fór nú til
Guimgamp og fékk sér sjómanns-
klæðnað, fór daginn eftir til Pors-
Even, þar sem nú á að reisa hon-
um minnisvarða. Þar kyntist hann
Guillaume Floury, sem kallaður
var “Lomic”. Hann var fiskimað-
ur, gjörfulegur maður og góð-
lyndur. Eru margir á þeim slóð-
um, sem enn muna eftir “Lomic”,
sem í “Pecheur d’Islande” er kall-
aður “Yann”. Loti og Lomic fóru
nú til “kapellu hinna sjódrukn-
uðu” þar á klettaströndinni, og
eru þar letruð nöfn þeirra fiski-
manna, sem farist hafa við Is-
lands strendur. Þaðan fóru þeir
aftur til Paimpol og tóku þátt í
fiskimannafagnaði. Voru þeir
mikið á flakki saman þar við
ströndina, og þar bar fundum
Loti og konunnar, sem hann elsk-
aði, enn saman. Hún kysti hann
þar að skilnaði að ósk hans, og
Forsætisráðherrarnir
komnir að austan
Eins og getið var um í síðasta
blaði, fóru forsætisráðherrarnir
þrír frá Sléttufylkjunum, Brack-
en, Anderson og Brownlee, til
Ottawa og Montreal, í þeim erind-
um að gera eitthvað til að stöðva
hið ægilega verðfall á hveiti, sem
átti sér stað um og eftir miðjan
þennan mánuð. Eru þeir nú komn-
ir aftur, en fréttirnar af erindis-
lokum þeirra eru heldur óljósar.
Eitt af því, sem forsætisráðherr-
arnir fóru fram á við sambands-
stjórnina, var það, að hún gengi í
ábyrgð fyrir hveitisamlagið gagn-
kvart bönkunum, sem lagt hafa
því til peninga. Lítur út fyrir,
að stjórnin hafi ekki tekið þessu
fjarri, en naumast mun nokkuð
fullgert i þessum efnum og verð-
ur væntanlega ekki, fyr en Benn-
ett forsætisráðherra kemur heim.
Er búist við að hann komi 5. des-
ember, eða þar um bil. Verður
því þetta hveitisölumál væntan-
lega tekið fyrir aftur, af fylkis-
stjórnunum þremur, sambands-
stjórninni, hveitisamlaginu og
bönkunum. Mun óhætt að segja,
að nú sem stendur sé gott útlit
fyrir, að úr þessu mikla vanda
máli, hveitisölunni , muni greið-
ast sæmilega, þó útlitið væri mjög
slæmt um tíma, enda hefir hveit-
ið dáltíið hækkað í verði síðustu
dagana.
1 vikunni sem leið fluttu dag-
blöðin þær fréttir, að Brownlee
forsætisráðherra í Alberta, væri
ráðinn til að veita forstöðu sölu-
deild hveitisamlagsins , og á mánu-
daginn að John I. McFarland frá
Calgary væri til þess ráðinn, en
báðir bera þeir á móti því, að svo
sé. Lítur því út fyrir, að þetta
séu tilgátur einar, enn sem komið
er, hvað sem verða kann.
listir í arf. “Canadamenn allir,
en gleymum ekki því bergi, sem
vér erum af brotnir”, eru einkunn-
arorð “Folk Arts Society.”
Formaður þessa félags er Dr.
Ágúst Blöndal, og er honum ant
um, að þáttaka íslendinga í þess-
ari skemtun — bæði þeirra, sem
á skemtiskránni koma fram og
hinna, sem í áhorfenda hópi sitja,
sé sem myndarlegust.
Paul Bardal syngur “Þrumuljóð
Þórs”, sem hann söng á íslend-
ingadaginn í sumar er leið, en
enn þá fullkomnari undirbúning-
ur hefir verið gerður til þess að
þrumurnar og eldingarnar njóti
þrumurnar og eldingarnar njóti
sín sem bezt. Einnig syrigur við
þetta tækifæri karlakór Biörgvins
Guðmundssonar.
Frekari uppl singar um skemti-
skrána verða að biða næsta blaðs.
Aðgöngumifiar að samkomunni
verða frá 25c. til $1.50. Viðvíkj-
andi þeim snúi menn sér til Dr.
Blöndal..
Tveir ísl. piltar drukna
Það afar sorglega slys vildi til
á föstudaginn í vikunni, sem leið,
að bræður tveir, Friðrik Oddson
og Helgi Oddson, druknuðu í
Manitobavatni, skamt frá Lund-
ar, þar sem þeir áttu heima. Þeir
voru þrír bræður á heimleið utan
af vatni, þegar ísinn brast og þeir
lentu allir í vatninu, en einn
þeirra, Sam að nafni, bjargaðist.
Faðir þessara bræðra, Helgi Odd-
son, er dáinn, en móðir þeirra er
á lífi og býr að Lundar. Hún á
tvo syni auk þeirra, sem hér er
getið, og.tvær dætur. Líkin fund-
ust fljótlega og fór jarðarförin
fram á þriðjudaginn, að Lundar.
Séra Jóhann Bjarnason jarðsöng.
Litblinda
Verða fólksflutningar
til Bandaríkjanna
afteknir?
Það er búist við, að báðar deild-
ir þjóðþings Bandaríkjanna, muni
riú mjög fljótlega samþykkja lög,
er banni allan innflutnings fólks
í næstu tvö ár, frá öllum löndum,
þar á meðal Canada. Er hér vit-
anlega við það átt, að banna öllu
fólki frá öðrum löndum, að koma
til Bandaríkjanna til að setjast
þar að. Á þetta bann að ganga í
gildi 1. júlí í sumar. Þetta er enn
ekki nema ráðagerð, en það er
talið líklegt, að hún verði að veru-
leika, og það mjög fljótlega, og
er haldið að þessi tjllaga muni
lítilli mótstöðu mæta í þinginu.
Hvað þröng þessi lög kunna að
verða, ef þau ná fram að ganga,
vita menn enn ekki, en ólíklegt
þykir, að þau verði svo þröng, að
enginn maður frá öðrum löndum
megi koma til Bandaríkjanna til
langdvalar í tvö ár.
Rupert A. Wardle, prófessor i
dýrafræði við Manitoba háskól-
ann, flutti nýlega erindi, þar sem
hann sagði, að af hverjum tutt-
ugu karlmönnum, væri einn lit-
blindur. Þar á móti sagði hann,
að litblinda væri svo sjaldgæf á
kvenfólki, að ekki fyndist nema
svo sem ein kona af miljón, sem
væri litblind.
Harmafregn
Samkvæmt símskeyti frá Þýzka-
landi, druknaði þar nýlega Helgi
Josephson, prófessor í Agricultur-
al Engineering við State College,
Pennsylvania. Hinn látni merkis-
maður var sonur Björns Josephson-
ar og Guðnýjar konu hans við Kan-
dahar, Sask.
Helgi heitinn var einn í tölu
þeirra, er heimsóttu ísland í sum-
ar er leið. Þaðan fór hann til meg-
inlands Norðurálfunnar og dvald-
ist lengst á Þýzkalandi. Gekk hann
þar að eiga heitmey sína, unga
Bandaríkjastúlku, er til fundar
kom við hann þar.
Hinn látni var hvers manns hug-
ljúfi, gáfaður maður, og líkleg-
ur hins mesta frama, hefði hon-
um enst líf. Er við fráfall hans
þungur harmur kveðinn að ást-
vinum hans og fjölmennum kunn-
ingjahópi.