Lögberg - 27.11.1930, Blaðsíða 2
BIs. 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. NÓYEMBER 1930.
Uppf
Meltinjrarlcysi og: Uppbemba i
Magranum ogr Görnunum.
Meltingarleysi, sárindi í mag-
anum, gas í innýflunum, lystar-
leysi og margir fleiri slíkir krank-
leikar, læknast fljótt og vel, sé
Nuga-Tone notað. Þetta ágæta
meðal hreinsar óholl efni úr lík-
amanum og læknar1 hægðaleysi,
styrkir meltingarfærin, nýrun og
lifrina og sömuleiðis taugar og
vöðva. Gefur þér góða matarlyst
og gerir þig færan um að melta
vel fæðuna.
Nuga-Tone hefir veitt miljónum
, Ikarla og kvenna betri heilsu og
Igera þa vellauðuga a faum arum,|meiri krafta. Það er sérstaklega
eða þann, sem kaupir einkaleyfið ómissandi þeim, sem eru að tapa
kröftum og verða veikburða. Þu
af þeim. munt finna bót á heilsunni eftir
Sá, sem fann upp á því, að setja fa» ve^ðu/sferkari^og^hraístarí
strokleður á blýantsenda, hefir og þú sefur betur á nóttunni.
iNuga-Tone fæst hjá öllum, sem
inningar
Smávægilegar uppfinningar
gera menn oft ríka.
Miljónir manna í heiminum gera
árlega nýjar uppgötvanir. Menn
taka einkaleyfi á þeim, en auður-
inn kemur ekki. Nokkrir rekast þó
af hendingu á uppgötvanir — oft
smávægilegar að sjá — en þær
grætt 300 þús. kr. á því.
selia meðul. Hafi lyfsalinn b^ð
Maðurinn, sem fann upp örygg- ekki við hendina, bá láttu hann
útvega það frá heildsðlunni.
ísnælurnar, varð miljonamæring- _________________________________
ur — hann græddi rúmlega sex
miljónir á uppgötvan sinni. I nianni fé, er alt annað mál. O t
Ameríkumanni nokkrum, George Þurfa menn að verja mörgum ár-
Yeaton hét hann, datt fyrstum í| um 1 umhugsun og tilraunir,
hug, að búa til strástóla og önnur þangað til hugmyndin er fram
húsgögn úr stráum. Hann stofn-' bærileg. En til þess að hægt sé
aði hlutafélag með 4 miljóna doll- að græða á henni, þarf hún að
ara höfuðstól, til þess að hagnýta vera nýt80111 °S eftirspurð. Það
þessa uppfinningu, og það félag er sa einfaldi galdur \ið allar
hefir grætt fé, sem ekki verður Þær uppfinningar, sem gefið hafa
tölum talið.
af sér stórfé.
Enskur læknir, Dunlop að nafni, Menn Þektu loftskeyti morgum
fann upp á því, að nota loftfylta árum aður en utvarPið kom- en
hringa á hjólum. Hann átti son engum kom þá til hugar að hægt
og hafði gefið honum reiðhjól, en væri a® senda fréttir og hljóð
þau voru þá að byrja að koma á færaslátt um óravegu í loftinu og
markaðinn. Voru þá hafðir á hjól- inn a hvert einasta heimlh- En
unum gúmmíhringar, eins og á svo var haidinn hnefaleikur i
hjólum barnavagna. En reiðhjól- Ameriku og voru menn óvenjulega
in voru afar höst, þrátt fyrir það. “spontur fyrir úrslitunum. Þá
Þá datt Dunlop í hug að hafa i kom snjöllum manni í hug, að
stað hringanna útblásna gúmmí- senda jafnharðan loftskeyti um
slöngu, sem notuð var við vökvun alt- sem »erðist í hnefaleiknum.
í garðinum hjá honum, bjó til Hver sem keypti sér ódýrt mót
hjólhringa úr henni og dældi í þá tökutæki, og kunni með það að
loíti. Viðbrigðin voru ótrúleg— fara- ?at 801:15 heima og fylgst
og enn í dag græða risavaxnar með öllu sem gerðist. Þetta varð
verksmiðjur um allan heim of fjár fil þess, að menn óskuðu að fá
árlega á þessari uppfinninlgu Dun- flelri fréttir á sama hátt, og upp
]ops | af þessu spratt útvarpið, uppfinn-
í Dresden var fyrir mörgum ár-' inS> sem nú heir la^ allan hinn
um maður, sem hét Scherbel. Hon-. mentaða heim undir sig. Mgbl.
um gramdist það, að horn á ýms-
um áhöldum, sem voru gerð úr
pappa, brotnuðu stöðugt og kant-
arnir snjáðust og slitnuðu. —
Fjöldi manna hafði árangurslaust
reynt að ráða bætur á þessu, en
honum tókst það. Og ráðið var!
afar einfalt. Það var að brydda Hún leikur þar unaðaróð
pappabrúnirnar með örþunnu um ástir og heilaga þrá,
Hawaii-gitar
Með Hawaii-gítar í hönd
og hárbylgju, er liðast að kné,
á klettóttri Kyrrahafsströnd
eg konu í hillingum sé.
pjátri, eins og er t.d. á bréfabind-
urum. Á þessari uppfinningu
græddi Scherbel 700,000 kr.
Maðurinn, sem fann upp flibba-
hnappa, sem opna má og loka,
varð miljónamæringur. Á upp-
finningu stálteinanna í regnhlíf-
um, græddust sjö miljónir króna.
Þannig mætti nefna óteljandi
hluti, sem vér notum dagsdalglega
og finst ekkert um. En einu sinni
voru þeir þó ekki til, og þeir, sem
fundu þá upp, urðu ríkir menn.
Svo er t. d. m stálpennann, títu-
prjóna með glerhausum, fjaðra-
klemmut- og hundruð smáhluta.
Uppfinning beygjanna á hárnál-
um, gaf af sér miljónir, þótt hún
virðist ekki merkileg, en nú eru
hárnálar úr sögunni síðan kven-
fólkið fór að klippa sig.
Menn munu ef til vill halda, að
flestar uppfinningar hafi verið
gerðar af tilviljun. Edison, sem
á fleiri einkalyefi en nokkur ann-
ar, var einu sinni spurður að
þessu. Hann sagði að um 2% af
þeim uppfinningum, sem nokkurs
eru nýtar, hefði komið af tilvilj-
un, en 98% eftir rækilega og lanlg-
varandi umhugsun. Olg sá, sem
ætlar að bíða eftir því, að tím-
inn færi sér einhverja uppfinn-
ingu af tilviljun, er geri sig auð-
ugan, má bíða eftir því alla æfi.
Hver uppfinning byggist á ein-
hverri hugmynd, en hvort hún er
og laðandi ljúflingabros
líður um húmdökka brá.
Sólin er sigin í kaf,
en svalandi og hressandi blær
líður um hauður og haf
og húmi á ströndina slær.
'Því berst hún um víkur og vog
hin viðkvæma, blæþýða rödd,
þessi ómur frá óspiltri sál,
sem í ástanna ríki er stödd.
Tónana teygar piín önd,
ég tárast af klökkva og þrá.
Það húmar á Hawaii-strönd
og höfgi mér sígur á brá.
En þó ég sé breyskleikans barn
og borinn við nákaldan ís,
fékk sál mín í hilingum séð
inn í suðræna Paradís.
J. ó. Pétursson,
frá Hranastöðum
—Mgbl.
Frá íslandi
Akureyri, 18. okt.
í nótt var brotist inn á skrif
stofu Kaupfélags verkamanna og
stolið um fimm hundruð krónm.
Mikil bráðapest í sauðfé í sveit-
unum hér í kring.
Um 180 nemendur eru í Menta-
skóla Akureyrar, þar af um 50 í
i lærdómsdeild.
Hinn nýi barnaskóli Akureyrar
verður vígður á morgun. Er bygg-
nokkurs virði, o!g hvort hún færir ingin hin myndarlegasta.
DUSTLESS
COAL and COKE
Chemically Treated in Our Own Yardi
Phone: 87 308
THREE
LINES
D. D. W00D & S0NS
LIMITED
WARMING WINNIPEG HOMES
SINCE “82”
Að Lögbergi 1930
Sagnrúna sólblik stafar
Svell-landsins tindum ofar,
Minninga magnið tafar
Mátt stælir. — Þölgnin rofar;
Bergmál við tamrar tungu
Tápmestrar, fræða-hagsins,
þúsund við ára endir
Alþingis fyrsta dagsins.
Lýðstjórnar hugsjón hæfði
herskáum víkings anda.
Haraldar harðstjórn æfði
hlýleik til nýrra banda.
Frelsi án hyggju hafta,
hagkvæmast þýjar sonum,
fanst Snælands forráðsmönnum,
Framsýn því réð að vonum.
Búa við lalgaleysi
líf þótti smán hjá dauða.
Verri en hafa’ ei hreysi,
né haugagrip málmsins rauða.
Sóttu að frændum frama,
fyrirmynd, sanna giftu,
Skópu svo lögskil leiknir,
Landvættir brotin typtu.
•
Foraldar skuggsjá skygnust
skildi, og hjálma blika,
lýsandi loggráð ti'gnust:
Að “Lögbergi” sýnir hvika.
Úlfljótur ytra mundi
ættlands af stjórnar gárum,
Lögskipan landsins fyrstu
las, fyrir þúsund árum.
Vöntun framkvæmdar valdsins
varð ei að slysa róti,
né stakleiki stjórnar galdsins
steyptur í nýju móti.
Hlýðni við höfðings kvaðir
helgaði nafnið drengur,
ættboigans hneisa ella;
ómerkur þýs afsprengur.
Lögbrjótar fáir fundust;
fremd engin þótti að sýnast,
frjálsræðis frumlur bundust,
fjöregg þó léti týnast
Framtíðar skugga skvaldur,
— Skjölpast oft beztu mönnum —,
Þrigkja nær alda enda*
einveldis — lutu — grönnum.
— (* eða eftir 330 ára lýðveldi)*
Sundrung oss sveik í trygðum;
—Saurguðust minnisspjöldin—.
Vargur í vina dygðum
Vé rauf, er dáir fjöldinn; /
Nístist láð Elds og ísa
yfir drengs—föllnu—merki
Andans—að yztu—smaugum,
arfans af slysa verki.
Uggur þá illu spáði,
alt ráð og sæmd í molum;
róstum ei réttur náði,
rak flest í handaskolum.
Einveldis kvala kúgun
kyrkti sem bezt hvern neista
frjásræðis eftir eimdan,
afli því kaus ei freista.
Samt gegnum allar aldir
einda-fjöld slíkra neista
voru í vitund faldir,
— Víkin'gsins eðli geysta—:
Skáldin í leiftrum Ijóða
letruðu drengskap Áa,
til þess að vernda’ og vekja
vonargróðurinn smáa.
Fyrir því skapgerð skálda
skarðan ei hlut vér tökum;
í ljóðum og sögnum sálda
sönnuðum fræðarökum.
Málmstrengi aðals ættar
auðguðu í brjósti þjóðar,
steypmyndun stuðlabergsins,
styrk fornrar hetjuglóðar.
Því getum “Lögberg” litið;
— loksins af frelsi roðar —;
öngþveitis eftir stritið
árdagsins komu boðar.
Sundrungu okkar — aftur
ei látum skerða — sóma.
Minnustum fornra feðra,
færumst nær drengsins Ijóma.
Feðramál! Afltaug andans!
Einingu bezt fékk hlúa,
myrku í volki vandans
vegleysur tókst að brúa.
Bergmál er fjalls í fangi,
freraspor skýrast lætur,
útsog við þúsund ára,
ómar við “Lögbergs” rætur.
Drotningin Frosts og Funa!
fald-skautuð — norðurljósa,
heilir þig hlýrar muna
hinstu til feigðar ósa.
Endurskin frelsis forna
finni grunn nýrra strengja.
Heill þér! og guðleg gifta
glæði öll samtök drengja!
(Ort í maí 1930.)
Jóhannes H. Húnfjörð.
Frá Rússlandi
Októberheftið af hinu ágæta
enska tímariti “Fortnightly Re-
viefw” flytur dálitla ferðasögu
frá Rússlandi, eftir Owen Twee-
dy. Hann ferðaðist þar með
leyfi ráðstjórnarinnar og fylgd-
armanni, sem stjórnin lagði til,
auðvitað fékk hann ekki annað að
sjá en það, sem stjórnin vildi sýna
útlendum ferðamönnum. Ein-
kenniegt var það, að leiðsögumað-
urinn var kona. — Faðir hennar
hafði verið málaflutningsmaður,
meðan keisaraveldið stóð, en nú
var hún gift lækni, átti tvö börn,
hafði eina vinnustúlku, og bjó í
þriggja herbergja íbúð. Ekki lét
hún það á sig fá, þó hún lifði nú
við lítilfjörlegri kjör, en verið
hafði á æskuárunum. “Þó það
væri um eitthvað ríkmannlegt að
velja, o!g þó við hefum peninga til
þess að kaupa fyrir, þá kærðum
við okkur ekkert um það,” sagði
konan. “Við fáum alt, sem vió
þurfum frá ríkinu, og allir verða
' # \
að vinna, nema sjúklingar, börn
og gamalmenni.”
Ekki þótti Tweedy Pétursborg
(Leningrad)i líta vel út, en þar
byrjaði ferðalagið. “Múrhúðin
(pússið) var víða sprungin af
veggjunum á húsum, viður ómál-
aður, og gluggar brotnir og skít-
ugir. Einu búðirnar í borginni
voru stjórnarbúðir, og fyrir utan
þær stóð heil halarófa af fólki,
sem beið þess að röðin kæmi að
sér.
T. veitti því eftirtekt, að fyrst
voru göturnar auðar og lítil um-
ferð manna, en fyltust síðar af
fólki, eins o!g á sunnudagskvöld-
um á Englandi, þó að rúmhelgur
dagur væri. “Nei. það er ekki
sunnudagur,” sagði konan. “Við
. vinnum hér fjóra daga og höfum
hvíldardag fimta hvern dag. Nú
er hvíldardagur hjá fólkinu, sem
er á götunum. — Þetta skipulag
gefst vel. Verksmiðjurnar vinna
látlaust, og búðirnar eru altaf
opnar, þvi nú er enginn sunnu-
dagur til þess að stöðva framfar-
irnar.”
“En hvernig gengur þá með
kirkjurnar óg klerkana?”
“Náttúrlega halda halda prest-
arnir sunnudag, og hver sem vill,
getur farið til kirkju, en það eru
fáir, sem kæra sig um það.”------
Ferðamönnunum var sýnt Bláa
musterið, sem bygt var á keisara-
tímunum handa Múhameðstrúar-
mönnum. “Nú er það opið á hverj-
um morgni fyrir Múhameðstrúar-
menn, sem biðjast þar fyrir, en á
kvöldin eru þar almennir fundir
fyrir guðleysingja.”---------
Einu sinni mættu þau hest-
vagni á hraðri ferð eftir götunni
og var likkista í vagninum. Eg
hélt, að hún hlyti að vera tóm, er
svo hart var farið. “Og langt I
frá,” sagði leiðsögukonan rólega.
“Fjölskyldan hefir leigt manninn
til þess að flytja líkið burt, og
einhvern annan til þess að grafa
það.”
“En verður þá en'ginn prestur
viðstaddur?” spurði eg.
“Ekki býst ég við því,” sagði
konan. “Slíkir hlutir eru gengn-
ir úr móð. Annars eru líkin sjald-
an grafin í kistum, því þær eru
svo dýrar.”------
Á stað nokkrum í nágrenni
Leningrad, höfðu .ríkir menn reist
sér fyrrum skrautlega sumarbú-
staði. Ríkið hefir nú slegið eign
sinni á þá, og breytt þeim í hress-
ingarskála fyrir “verkamenn” eða
fylgifiska stjórnarinnar. Það skil-
yrði fylgir vistinni, að áfengis sé
ekki neytt. Á einu af þessum hæl-
um var landið eða lóðin umhverf-
is komið í órækt eða vanhirðu, en
þó vel séð fyrir fólkinu, sem þar
dvaldist, leikfimi, sund o. fl. “Áð-
ur var hús þetta aðeins notað þrjá
mánuði ársins af herforingja og
fjölskyldu hans, en nú hafa 270
verkamenn þar athvarf alt ár-
ið,” sagði leiðsögukonan. í hverri
stofu var þlað fest á vegginn um
ágæti bolshevismans, og í mat-
salnum var stærsti veggurinn þak-
inn af lélega málaðri mynd af
Lenin, sem ávarpar Rússland.
í Moskva fengu og ferðamenn-
inrnir unga konu til fylgdar og
leiðsagnar. Götur voru þar hól-
óttar og illar yfirferðar og hús-
unum illa haldið við, en alt götu-
lífið fjörugra og fólkið betur
klætt en í Leningrad. Var þeim
ekið um borgina, en ekki fengu
þeir að sjá Lenins minnismerk-
ið og lík hans. Var sagt, að hvort-
tveggja væri farið að skemmast.
Eitt sinn námu þeir staðar við á-
berandi hús, sem þakið var alls-
konar auglýsingum, og héldu þeir
að það væri sönghöll. — “Nei,
sönghöll er það ekki,” sagði fylgd-
arstúlkan. “Það er guðleysingja-
höllin (the anti-religious Insti-
tute), þar sem sem kennurunum
við stjórnarskólana er kent guð*
leysi.” Vér litum upp stórum
augum. “1 okkar augum,” sagði
stúlkan, “er ekkert hneykslanle'gt
við þetta. Næst keisaradæminu
hefir kirkjan verið illviðjaðasta
stofnunin í landinu. Byltingin
svifti hana öllu veraldlegu valdi,
leysti hana upp og tók af henni
eignir hennar. Nú er hún liðin,
meðan hún verður ekki til trafala
fyrir mannfélagsendurbæturnar
og efnalega framför.”
Minst var á, að kirkjum væri
lokað. “Við lokum,ekki kirkjum,”
sagði stúlkan, “nema prestarnir
og söfnuðirnir haldi þeim ekki
við. Þá tekur ríkið í taumana og
kirkjum, sem mikils eru metnar,
er þá breytt í söfn, en hinar gerð-
ar að vöruskemmum og verksmiðj-
um, og þær eru landinu miklu
þarfari.”
Ferðamennina langaði til þess
að koma inn í búð og sjá, hversu
verzlunin gengi. Var numið stað-
ar við sætindabúð eina, þar sem
fólk stóð 1 stórri halarófu og beið
þess að verða afgreitt. Fylgdar-
stúlkan var ófús til þess að sýna
búðina, en þó fékst það eftir
nokkurt þjark. Vér vorum þó ekki,
eins og aðrir, látnir bíða í hala-
rófunni til þess, að röðin kæmi að
oss, því stúlkan brauzt með oss
gegnum hana eins og sannur bol-
sheviki. Rússarnir tóku þessu með
þolinmæði, en í Englandi hefðu
þeir drepið oss, er komnir voru á
undan. Þegar inn var komið,
gátum vér keypt sætindi líkt og
verið hefði á Englandi, en súkku-
laðið var bæði dýrt og óhreint.
Meðan við keyptum sætindin eins
og höfgingjar, hélt verzlunin á-
fram við bolsheikana, sem staðið
höfðu í halarófunni. Þeir spurðu
fyrst við búðarborðið, hvort þau
og þau sætindi væru til, og síðan
hvað þau kostuðu. Ef hvorttve'ggja
var að óskum, þá réttu þeir skild-
ingana, er þeir vildu kaupa fyrir,
að gjaldkeranum og hann gaf
þeim, aftur ávísunarmiða. Þeir
fóru síðan með miðann að öðru
borði og fengu þar sætindin. All-
ur þessi verzlunarmáti sýndist ó-
trúleg fyrirhöfn fyrir smáræði
einu.
Vér spurðum fylgdarstúlkuna um
þessar halarófur við búðardyrnar
og hvort ekki væri leitt að bíða
þar tímum saman. “Við höfum
vanist þessu,” sagði stúlkan, “og
margir verkamenn eyða öllum
sínum hvíldardögum í það að
standa í þeim. Þeir kaupa sína
ögnina í hverjum stað og ganga
úr einni halarófunni í aðra. Sum-
ir selja svo aftur það, sem þeir
háfa keypt, með dálitlum hagn-
aði, aðrir kaupa fyrir aðra, sem
ekki nenna að fara sjálfir og bíða.
— En sjálf vil eg aldrei standa í
slíkum halarófum.”
Það, sem hér er sagt, gefur
nokkra hugmynd um ferðasögu
Tweedy's, og sennilega er lýsing
hans nærri réttu lagi. Eftir henni
verður þess langt að bíða, að
Rússland gerist nein paradís, og
ekki er efnahagurinn góður, með-
an fólkið hefir ekki efni á að kaupa
líkkistu handa þeim, sem deyja
Svo aumir höfum vér aldrei orð-
ið nema í verstu neyðarárum.
Eflaust á Rússland eftir að taka
miklum framförum. En hvað verð-
ur þá orðið um allan bolsjevism-
ann? Sennilega verður hann þá
horfinn úr sögunni. — Mgbl.
Andrée
Það hefir verið ákveðið, að gefa
út minningarrit um Andrée-leið-
angurinn, og birtist það samtímis
á sænsku, dönsku, norsku, ensku,
frönsku, ítölsku, hollenzku og
þýzku. Enn fremur verður það
gefið út í Bandaríkjunum. Albert
Bonnier verður aðal forleggjari.
—Ritið verður 400 blaðsíður, með
fjölda mynda og ýmsum kortum.
Ritstjórnarnefndin hefir ákveðið
að velja Andrée aðalhöfund þess
og Strindberg aðstoðarhöfund. 1
ritinu verður grein eftir dr.
Gunnar Horn, þar sem hann lýsir
því, hvernig “Bratvaags”-leiðang-
urinn fann bækistöðvar Andrées,
en Knut Stubbendorf ritstjóri
skrifar aðra grein um árangur
‘Hsbjörns’ldeiðangursinS. Senni-
legt er, að ritið komi út í nóvem-
ber. Mgbl.
FERÐIST ÞENNAN VETUR!
LÁG FARGJÖLD
AUSTUR CANADA
og
KYRRAHAFSSTRANDAR
Gerið nú ráðstafanir fyrir frídögum í
vetur. Sérstaklega lág fargjöld til
margra staða í Canada, sem byrja í
desember, tryggja yður ánægjulega ferð
fyrir minsta verð. Leytið fullra upplýs-
inga lijá næsta Canadian National um-
boðsmanni, eða skrifið
W. J. Quinlan, D.P.A., Winnipeg, Man.
CANADIAN NATIONAL
W-69