Lögberg - 12.02.1931, Blaðsíða 1

Lögberg - 12.02.1931, Blaðsíða 1
JPHONE: 86 311 Seven Lines lqt| )£& itcö. ,sV1 N ' C°r‘ i&o* For Service and Satisfaction ef g. 44. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 12. FEBRÚAR 1931 NUMER 7 Skógræktarfélagið hélt fund í Jóns Bjarnasonar skól- anum 23. janúar síðastliðinn. Séra Rúnólfur Marteinsson stýrði fund- inum; fór hann nokkrum fögrum orðum um það, hversu mikil prýði • og hvílíkur fagnaðarauki væri í fögrum skógum, og flesta kvað hann mundu ala þá ósk í brjósti sér, að hepnast mætti að rækta ^skóga á íslandi. Hann kvaðst æf- inle!ga minnast þess, hvílík líkn það hefði verið, þegar hann var prestur í Nýia íslandi, að komast inn í skjólið á skógarbrautum, eftir kalda keyrslu í stormi og næð- ingi á vatniiui eða sléttunni. Hann kvaðst óska félaginu allra heilla og vilja leggja til sinn litla skerf því til stuðnin!gs. Þá talaði B. Magnússon all- lengi; lýsti hann byrjun og fæð- ingarbaráttu félagsins og fór all- greinilega yfir sölgu þess alt til þessa dags. Hann las upp skýrsl- ur um fjárhag þess og ásigkomu- lag í heild sinni og einstökum at- riðum. Af því búnu las hann upp kafla úr bréfium frá Sigurði Sigurðssyni búnaðarmálastjóra á íslandi, Jóni Rögnvaldsyni og Há- koni Bjarnasyni skógfræðingum, þar sem þeir lýsa velþóknan sinni og þakklæti á tilraunum “Vín- lnadsblóms”, og þakka sérstak- lega fyrir fræ það, er sent hefir verið til íslands. B. Malgnússon gat um, að i alt hafi verið sendar til íslands 78 únzur af fræi, og eftir því er hr. Jón Rögnvaldsson segir, þá kom alt upp, er hann sáði, og leit vel út undir veturinn. Þá las hann einnig lög hins nýja skógræktarfélags heima á Fróni, olg annað bréf frá Sigurði Sigurðssyni, þar sem hann óskar samvinnu við þetta félag. Mr. Magnússon lýsti því yfir, að kvikmyndir yrðu sýndar á fund- inum, er sönnuðu það til fulls, að skógur gæti vaxið á íslandi, því hann væri mjög blómlegur miklu norðar en ísland væri og. þar sem hann ætti miklu erfiðara upp- dráttar. J. T. Thorson, fyrverandi sam- bandsþinlgmaður, talaði nokkur orð á en.sku. Kvað hann viðleitni skógræktarfélagsins í alla staði1 virðingarverða og taldi Birnij Magnússyni bera mikið lof fyrlrj dugnað hans og áhuga. Hann kvaðst telja það vel til fallið, aðj Igjöfin frá Canada til íslands til minningar um Þúsund ára hátíð-* ina, væri að einhverju leyti til þess að framkvæma þar skógrækt; kvað hann sér finnast það eiga vel við, að eins og lifandi partur ís- lenzku þjóðarinnar væri um aldur og æfi gróðursettur hér — synir hennar og dætur — þannig yrði einnig lifandi partur af Canada um aldur og æfi gróðursettur á íslandi — skógar þess. Samþykt var, að félagið skyldi senda beiðni til allra þeirra, er til íslands fóru í snmar sem full- trúar, þess efnis, að þeir mæli með því við Ottawastjórnina, að gjöf Canada til íslands verði styrkur til skógræktar. Að þessu afloknu, sýndi Mr. A. Milne, kvikmyndir af Norður- Canada; sýndi hann þar ýms Fálka flug Sunset, Clear Tiake, Riding Mountains, Nationai Park Sigurður Skagfield Borgaralegt hjónaband A. J. M. Poole, þingmaður fyrir Beautiful Plains kjördæmið og einn af stuðningsmönnum stjórn- hefir lagt fyrir Manito- söng í Árborg 4. febr., fyrir fullu húsi. Ógleymanleg mun sú ánægju- stund, öllum er þar voru staddir. Fylgdist þar að listrænn, hrífand: alínnar’ söngur, sunginn af æfðum söng-j baþingið lagafrumvarp, er breyt- skiln-1 'r hjónabandslögunum, ef sam- þykt verður, þannig, að dómarar hafi rétt til að gefa hjónaefni I saman í hjónaband. Varð þegar ágreiningur út af þessu. F. G. manni, sem hefir glöggan ing á list sinni og syngur svo eðli-j lega og óþvingað, að hann hrífur hjörtu áheyrendanna, og leiðir þá með valdi listarinnar. Glæsileg Sökum þess að f jöldi íslendinga, bæði eldri sem yngri, hafa æskt þess, að eg framvegis birti af- stöðu hockey-flokkanna í Hockey- sambandi fþróttafélags íslend- inga, þá læt ég þá skýrslu hér fylgja. Hafa bæði íslenzku viku- blöðin leyft íþróttafél. rúm til að birta greinar um hockey- og aðra starfsemi fél„ sem eg veit að fél. og fjöldi íslendinlga eru þeim þak^lát fyrir. íþróttafél. Fálkarnir, varð árs- gamalt 1. febrúar, Vill félagið nota tækifærið til þess að þakka íslendingum fyrir allan þann góð- vilja, er þeir hafa sýnt félaginu. Enn fremur vill fél. þakka íslenzku vikublöðunum fyrir hinn ágæta stuðning, er þau hafa veitt því í orði o!g verki á liðnu starfsári. Framkvæmdarnefndin. Afstaða hockeyflokka íþrótta- félagsins er þessi: Vin. Tap. Jafn Mörk persóna o!g prúðmannleg koma söngmannsins heillaði alla. Mr. F. Friðfinnsson spilaði undir. (Fréttar. Lögb.) Þjóðvegurinn Éins fram-^ay^or’ 'f°rin£Í ihaldsmanna, sner- ist eindregið á móti því, að dóm- arar hefðu nokkuð við það að gera að feifta hjón og hélt því fram að það ætti að vera eingöngu kirkjul'eg athöfn. Gerði hann til- lögu um, að strika þetta atriði út úr frumvarpinu, en sú tillaga var feld, og urðu að eins 16 atkvæði Hon. T. A. Low látinn Hann lézt í Renfrew, Ont., á mánudaginn í þessari viku, sextug ur að aldri. Hann var fyrst kosinn til sambandsþingsins 1908 og sæti átti hann í Mackenzie King stjórn- inni 1921 til 1925. Tvö siðustu ár- in viðskiftamála ráðherra. Lady Aikins dáin Lady Mary Aikins andaJðist.. Á Almenna spítalanum í Winnipeg á mánudalginn í þessari viku. Hún1 var ekkja Sir James Aikins, sem um tíu ára skeið var fylkisstjóri i Manitoba og höfðingi mikill. og flestum mun kunnugt, hefir undanfarin ár verið að þvij meg henni, en 31 á móti. Flokks- unnið að bylggja akveg þvert yfir menn Taylors fylgdu honum býsna Canada, alla leið frá hafi til hafs.j Vel í þessu en örfáir aðrir. Er nú mikið af þessari löngu brautj •____________ fullgert, en þó er ógerður æði langur kafli í vestanverðu Ontar- iofylki og austanverðu Manitoba- fylki. Eru töluverðir örðugleik- ar á að byggja keyrslubraut á þessari leið, en nú hefir þó verið afháðið að !gera það í sumar. Verður verkinu hraðað svo, að brautin verði fullgerð 31. ágúst. Eftir það verður Austur- og Vest- ur-Canada samtengd með góðum Sambandsþingið hefst keyrsluvegi. Ráðgert er að minn- 1 2. marz ast þess atburðar með hátíðahöld- Bennett forsætisráðherra hefir Um september í haust. tilkynt, að þingið verði sett i2. marz. Verður þar áreiðanlega mikið verk að vinna og úr mörgum vandamálum að ráða, jafnvel ó- vanalega mörgu, og ekki ólíklegt, að þingið sitji langt fram á sum- ar. Tollmálin koma sjálfsagt til umræðu. Núverandi stjórnarfor maður virðist enn hafa fasta tru á því, að flest eða öll, þjóðarmein, hvað Canada snertir, megi lækna með hærri innflutningstollum. Þa má og búast við nýjum skattaá- Engar kosningar þetta árið iögnni» Því eins og stendur nægja ekki tekjurnar nærri því fyrir út- Hon. W. J. Major, K. C., dóms- gjöldunum. málaráðherra Manitobafylkis, gaf það í skyn í þinginu í vikunni sem leið, að almennar fylkiskosningar mundu ekki fara fram á þessu ári. Þingið, sem nú stendur yfir, er að visu fjórða þingið síðan almennar kosningar fóru fram, en ekki þarf stjórnin að ganga til kosninlga fyr en á næsta ári, frekar en hún vill. Ekki sagði þó Mr. Major neitt í þá átt, að stjórnin hefði fastráð- ið þetta, vék að eins að því mjög ferðalög o!g tæki á að ferðast umj stuttlega undir umræðum á þing- norðurlandið; einnig sýndi hann flugvélaferðirnar. Var þar margt fróðlegt og nýstárlegt að sjá, sér- staklega var það undravert, að sjá græna pine-skó!ga lengst norður með Anderson River, um 200 míl- ■ur norður af Ishafsbaug, og eins norðvestur af Mackenzie fljóts- mynninu. McGiverin dáinn Hon. Harold Buchanan Giverin, merkur lögmaður frá Ottawa og um all-langt skeið sambandsþing- maður fyrir það kjördæmi og einn af ráðherrunum í Kingstjórninni, andaðist í Victoria, B. C., hinn 3. Þ- m., 61 árs að aldri. inu. Mátti jafnvel skilja það, sem hann sagði þessu viðvíkjandi, engu síður sagt í !gamni en alvöru. Engu að síður er vei líklegt, að þetta reynist rétt. Meiri hraði Englendingurinn, Capt. Mal- colm Campbell, keyrði bíl, sem í'Bláfugl” er nefndur, hraðar heldur en nokkur bíll hefir áður farið, 5. þ.m., að Dayton Beach, Florida. Reyndist hraðinn 245.73 mílur á klukkustund, sem er 14 mílum meira en hraðast hefif áð- ur verið farið í bíl. Hér er því enn um nýtt met að ræða. Ekki varð neitt siys að þessu. Hár aldur Kona, að nafni Sarah Maclean, er nýdáin í Antifeonish, N. S., 102 ára að aldri. Hún lætur eftir sig sjö börn, 27 barnabörn, 23 barna- barna-börn og eitt barna-barna- barna-barn. Kviksetningar Franska þingið heldur vafa- laust, að kviksetningar . eigi sér stað þar í landi, og helzt að þær séu ekki fátíðar, því það hefir gert ráðstafanir til að koma í veg fyr- ir, að slikt geti komið fyrir fram- ve!gis. Hefir þingið skorað á stjórnina, að sjá um að ekkert lík sé svo jarðað, að ekki fari fyrst fram nákvæm skoðun á því, sem gerð sé samkvæmt vísindalegum reglum, svo ómögulega geti kom- ið fyrir, að líf leynist með líkinu, og skal dánarvottorð gefið af þeim, sem |þá rannsókn htefir fram- kvæmt. Áátralíu smjör Nýkomin eru til Vancouver 207,- 200 pund af smjöri frá Ástralíu. Það litur því út fyrir að Canada kaupi srnjör frá Ástraliu enn, þrátt fyrir allan hávaðann sem gerSur var á móti því í sumar sem leið. mánudagskvöldið þann 4. þ. m. Máttu Natives hafa sig alla við að verjast fyrri part leiksins. Skutu Fálkarnir tvisvar í höfn í þeirri atvinnu. En þá fór nú heldur að síga í Natives, og hallaðist leik- urinn mjög á Fálkana um hríð. Óð nú Sam Laxdal í !gegn um lið fálkanna og skaut í höfn. Setti þetta mikið kapp í Natives; rudd- ust nú Wally Bjarnason og Her- man Felsted enn á ný í gegn um lið þeirra og skutu tvisvar í höfn. 1 En í því tóku fálkarnir þann fjör- kipp, að þeir ruddust fimm fram sem einn maður væri og brutu Natjves á bak aftur. Skipuðu nú Natives sér fyrir framan hafn- mynnið, en Eggert Bjarnason og Kjartan Johnson ruddu öllu úr vegi sínum og skutu Fálkar tvisv- ar í höfn, sem og var þeim til sigurs. Víkingar 3 — Geysir 1. Víkingar sigra í fyrsta sinn. Víkingar koma á svellið með varalið svo mikið, að þeir gátu skift um menn á hverju 10 mín. fresti. Fjöldi fólks var viðstatt, er eggjaði Víkinga fram til sig- urs. Geysir stóð si!g vel í byrjun og höfðu langt fram eftir leiknum það bezta af viðureigninni. En þegar á leikinn dró, fóru Geysis- menn að þreytast mjög, því leik- urinn var háður af kappi. Hafn- vörður Víkinga var ósigrandi þetta kvöld. Adolf Jóhannesson var einn hinn skæðasti maður á ísnum fyrir Geysismenn, einnig léku þeir Victor -Sigurdson og Wally Sigmundson vel. — Víking- ar léku yfirleitt vel, þó munu bak- verðir hafa gert einna bezt. Frá aðalfundi, er haldinn var 2. febrúar 1931: Samkv. akýrslu féhirðis, voru inntektir á árinu $572.42, en út- gjöld $569.00; penin’gar í sjóði þvi $3.42; útistandandi $60. — Innrit- ast höfðu á árinu tvö hundruð og þrir meðlimir; gildir meðlimir 127 (þeir einir voru taldir gildir meðlimir, er skuldlausir voru í árslok). Jack Snydal var kosinn heiðurs forseti; og heiðurs-meðlimir þeir: Dr. J. T. Thorson, K.C.; Dr. O. Björnson, Dr. B. H. Olson, Dr. A. Blöndal og Mr. W. J. Lindal. í stjórn félagsins voru þessir kosmir: Ari G. Maignússon, forseti. W. M. Goodman, vara-fors. C. Thorlaksson, féhirðir. W. B. Bjarnason, skrifari. Jón jarnason, aðstoðarskrif. Fjármálanefnd þessi: William Marr, Ásbj. Eggertsson, John Pet- erson. Hockey nefnd: Albert Johnsom Skúli Anderson, Bill Goodman, Wally Bjarnason, Jack Snydal, Robert Helgason. Pétur Sigurðsson kosinn eftir- litsmaður. A. G. M. Málmtekjan í Manitoba Málmtekjan fer vaxandi, eftir því sem Hon. D. G. McKenzie námaráðherra hefir nýlelga skýrt frá. Varð hún 20 per cent meiri árið 1929 heldur en 1928. Árið 1929 gáfu námurnar af sér í málmum og öðrum verðmætum efnum 5,423,825, en 1928 urðu tekjurnar alls $4,558,056, þar á meðal er töluvert af gulli og silfri, eða $484,186 af gulli og $1,014 virði af silfri. Manitoba fylki virðist því vera heldur fá- tækt af silfrinu. Námuvinnan er mjö!g hættuleg og olli hún mörgum slysum í Manitoba 1929. Átta mistu lífið og sextán meiddust svo að þeir urðu ófærir til vinnu og alls meiddust 657 svo að þeir þurftu einhverrar læknishjálpar Stórkoátlegir jarðskjálftar í vikunni sem leið urðu stór- kostlegir jarðskjálftar í Nýja Sjá- landi og hrundi fjöldi bygginga í hafnarbænum Napier. Einnig í Natives .... . .. 4 1 3 11 Hastings og víðar, og einum fimm Fálkar .. 3 2 3 9 bæjum alls við Hawkes flóann, Geysir .. 2 3 3 7 sem er við sunnanvert Northj Víkingar ... 1 4 3 5 Island í Nýja Sjálandi. Er hald- Fálgar 4 — Natives 3. Fálkarnir eru harðir í horn að ið, að þar muni hafa farist um eða yfir þúsund manns og fjöldi taka, eða svo fanst Natives það á meiðst. Eignatjónið er afar mikið. Napier eyðilalgðist að miklu leyti og er álitið að af því stafi afar- mikil veikindahætta fyrir þá, sem eftir eru, en fjöldi fólks hefir ver- ið flutt burtu og útvegað húsnæði annárs staðar. Hefir nú nokkurs konar herstjórn verið sett í bæn- um og engin umferð leyfð um þann hluta bæjarins, sem verst er far- inn. Alt er gert, sem hægt er til að líkna hinu nauðstadda fólki, en þrátt fyrir það, er ástandið óskap- legt nú sem stendur. Þýzka átjórnin heldur velli Bruening kanslari og stjórn hans virðist eiga heldur erfiða aðstöðu á þýzka ríkisþinginu. Á laugar- lagsmorguninn í vikunni sem leið, voru gerðar fjórar tilraun- ir til að fella stjórnina, eða til að leysa upp þingið og efla til nýrra kosninga. Allar þessar tilraunir mishepnuðust þó og hafði stjórnin jafnan meiri hluta at- kvæða. Þó hafði stjórnin ekki nema 2} atkvæði fram yfir við eina atkvæðagreiðsluna. Sú til- la'ga var þess efnis, að skora á Hindenburg forseta að leysa upp þingið og efla til nýrra kosninga. Flokkarnir á þýzka þinginu eru margir og stefnurnar mjög mis- munandi og það í mikils verðum grundvallar atriðum, svo sem sjálfu stjórnarfyrirkomulaginu. Ekki hægt að selja hveiti til Kína Um tíma gerðu menn sér ein- hverjar vonir um, að hægt mundi að selja mikið af hveiti frá Can- ada til Kína. Vék Bennett for- sætisráðherra að því í ræðu sinni í Regina í vetur. En það eru held- ur litlar líkur til, að þetta ætli að j hepnast. Er peninga'genginu 1 Kína aðallega um kent. Hveiti- poki, sem vigtar fimmtíu pund, gæti verið seldur í Kína fyrir 88 cents, en hann kostar í raun og veru margfalt meira, þegar bórg- að er fyrir hann méð Kínverskum peninlgum, vegna gengisins. Þang- að til einhver lagfæríng kemst á þetta, þykja nú litlar eða engar líkur til, að hægt verði að seljaj hveiti til Kína svo miklu muni. Orsökin er í)» raun og veru sú, að Kínverjar hafa ekki peninga til að borga fyrir hveitið, þó ódýrt sé. Einvígi Enn eiga sér einvígi stað á Frakklandi. í vikunni sem leið háðu þar einvígi blaðamenn tveir, útaf einhverjum blaðadeilum. Þeir höfðu skammbyssur að vopn- um og skutu hvor á annan á 75 feta færi, tveim skotum hvor, cn hvorugur hitti, svo báðir voru jafngóðir. HALLDOR S. BARDAL ( Æfiminningý Svo sem frá var skýrt á sínum tima i íslenzkum blööurn, andaðist í Winnipeg 13. marz 1930 öldungurinn góðkurtni Hall- dór S. Bardal. Þykir við eiga, að helztu atriða úr æfisögu hans geymist á prenti. Halldór Sigurgeirsson Bardal var fæddur í Svartárkoti í Bárðardal, 17: septenrber, 1856. Faðir hans var Sigurgeir Páls- son. Var Sigurgeir ættaður frá Grimsstöðum við Mývatn. Dó hér veMra í hárri elli 16. maí 1925. Alkunnur atgerfismaður og sveitar-höfðingi á sinni tíð. Móðir Halldórs var fyrsta kona Sigurgeirs Pálssonar, Vigdís Halldórsdóttir frá Bjarnastöðunr í Bárðardal. Synir þeirra hjóna, aðrir en Halldór, voru Páll, dáinn í Winnipeg 25. jan. 1930, Arinbjörn, búsettur í Winnipeg, og Karl, bóndi á Bjargi i Húnavatnssýslu. Systur Halldórs eru þrjár á lífi: Ásdís Henrikson, forstöðukona Elliheimilisins Betel, Ingunn, kona séra Rúnólfs Marteinssonar og \ igdis, gift ensk- um rnanni í Saskatoon, Sask. Æskuár sín dvaldi Halldór hjá foreldrum sínum í Svartár- koti, en fluttist með þeim þaðan árið 1871 að Þingeyrum i Þingi i Húnavatnssýslu og þaðan aftur árið 1874 að Víðidalstungu, og loks að Rófu i Miðfirði árið 1880. Sumarið 1883 kvæntist Halldór. Hét kona hans Rannveig Hinriksdóttir. Reistu þau bfú að Efra-Núpi i Núpsdal og bjuggu þar eitt ár. Fluttu þau þá að Skárastöðum í Austurárdal; þangað hafði þá Sigurgeir, faöir Halldórs flutt bú sitt, og bjuggu! þeir feðgar þar í tvíbýli |um þriggja ára skeið. Sumarið 1887 fluttist Halldór ásamt konu sinni og tveim dætrum ungum til Winnipeg og átti hér heima siðan til dauða- dags. Hétu dætur hans Vigdís og Helga. Er Vigdís dáin fyrir mörgum árum, en Helga býr i Winnipeg, ekkja Paul Johnstons. Þriðju dóttur eignuðust þau hjón hér vestra. Hét hún Aðal- björg og dó í bernsku. 19. maí 1894 misti Halldór Rannveigu konu sina, og stóö einn uppi með dæturnar ungu. Halldór kvæntist annað sinn 22. maí 1901 og gekk að eiga Guðrúnu Thompson. Lifir hún mann sinn ásamt ellefu börn- unr, er þainhjón eignuöust. Heita börnin Kári, Sigurgeir, Hall- dór, Áfgeir, Victor, Jón, Baldur, Friðrik, Rannveig, Ruth og Sezelía. Þegar Halldór S- Bardal kom til Winnipeg árið 1887 lá ekki annað fyrir en að gangaað hverri þeirri erfiðisvinnu, sem gafst, til þess að hafa ofan af fyrir sér og sínum. Halldór var hraust- menni, sem hann átti kyn til, og lét því erfiðið eigi fyrir brjósti brenna. All-lengi hafði hann það verk með höndum að snúa á sveif handpressu þeirri, sem vikublaðið ^Lögfeerg” ’var prentað í. Var það hið mesta erfiði og ekki annara meðfæri en mestu burðamanna. I annan stað gekk Halldór aö því að saga brenni. Var það löngum atvinna íslenzkra frumbúa í Wjinnipeg, og var það hvorki létt verk né löðurmannlegt. Árið 1898 réðst Halldór S. Bardal i það stórræði að stofna verzlun á Elgin Ave. í Winnipeg. Gekk hún vel og hafði Hall- dóri græðst svo fé á verzluninni, að árið 1904 færðist hann í fang, að reisa stórhýsi á Sherbrook St. við Elgin Ave. Var heimili fjölskyldunnar á efri hæð, en niðri var verzlunarbúð, stór og rúmgóð. Var ein deild verzlunar þeirrar islenzk bóka- búð. Rak Halldór Bardal þá verzlun margt ár og hafði umboðs- menn víðsvegar um bygðir. Vom þaö blómaár islenzkra bóka hér vestra. í annan stað var þar í búðinni rúmgott kaffihús, og var þar jafnan fjölment og mátti heita, að bókabúð og kaffi- hús Bardals væri á ýmsa vísu eitt höfuðból íslenzks félagslífs i borginni. Er stríðið skall á 1914 og viðskiftalíf alt gekk forgörðum, hlaut verzlun Halldórs að hnigna, og fór svo, að hann varð að láta af henni. Hlaut hann þá, 1916, atvinnu hjá stjórn Mani- toba-fylkis, sem gæslumaður stórhýsis þess, er dómþing fylkis- ins eru háð í, og hélt hann þeirri stöðu lengst af það sem eftir vjr æfinnar, jrótt ekki fengi hann, sökum sjóndepru, sint störf- um, síðustu missirin. Banamein Halldórs var heilablóðfall. llar það að í svefni. Var hann að mestu leyti meðvitundarlaus nokkra sólarhringa, og fékk hægt andlát 13. rnarz, 1930, 73 ára gamall. Fáir menn hafa verið betur kyntir, þeirra íslendinga, sem búiö hafa í Vesturheimi, en Halldór S. Bardal. Hann var greindur rnaður og þaul-lesinn, réttsýnn og vitur. Hann var stillingarmaður, steig hægt en fast til jarðar, bæði andlega og likamlega. Jafnan var hann glaður, og ástríkur vinur var hann fjölda manna. Heimili hans var einkar hamingjusamt. Héldust þar i hendur guðrækni og ástríki heimilisfólksins. Það heimili var sannur sólskinsblettur. Félagsmaður var Halldór S- Bardal mikill og góður. Þótti naumast ráð ráðið nema boriö væri undir hann. Frá þvi hann kom fyrst til Winnipeg og til dauðadags var hann öflugur stuðn- ingsmaður Fyrsta lúterska safnaðar. Hjartfólginn vinur var hann beggja prestanna, er þeim söfnuði hafa þjónað. Löngum gegndi hann enihættum í söfnuðinum og sunnudagsskólanum stýrði hann nokkur ár. Einatt sat hann sem erindreki safnaðar- ins á kirkjuþingum og þótti þar sem annarsstaöar bæði ráðhollur og vitur. Kirkjurækinn var hann með afbrigðum. enda voru eilífðarmálin helgustu hugmál hans. Það eru ekki auðfylt þau skörð, sem eru fyrir skildi, þá þeir menn falla frá, sem eru menn að manngildi við Halldór Sigurgeirsson Bardal. —B. B. J.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.