Lögberg - 12.02.1931, Page 3

Lögberg - 12.02.1931, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. FEBRÚAR 1931. Bls. 3. 1 T Sérstök deild í blaðinu SOLSKÍN Fyrir börn og unglinga l. ENDURMINNING FRÁ BIIENSKU- ÁRUNUM. Oft má heyra dáendur vínnautnarinnar halda því fram, að ekki sé unt að gleðja sig í vinahóp, nema að liafa. vín um liönd. Það liafi svo þtegileg áhrif, geri manninn glaðari, fyndn- ari, skemtilegri. Þunglyndi maðurinn losni við þunglyndi sitt og verði skrafhreyfinn og skemti- legur. Önuglyndi maðurinn verði blíður og þægilegur í viðmóti. Og yfirleitt verði tilver- an öll brosmildari og bjartari með víni en án þes'S. “Guð lét fögur vínber vaxa, vildi gleðja dapran heim, “ segir skáldið. — Jafnvel hafa sumir menn gengið svo langt í víndýrkun sinni, að þeim hefir fundist að ekki vera unt að halda jólin án þess. “Án víns, eng- in jól,” var-viðkvæðið hjá mörgum á mínum uppvaxtarárum. Eg ætla að segja. ykkur frá einum jólum á bernskuárum mínum, þar sem vínið átti að gleðja óg auka á jólafögnuðinn, en varð til hins gagnstæða. Eg var mjög ungur þá. Hjá for- eldrum mínum var vinnumaður, hvers manns hugljúfi, en mjög vínhneigður. ílonum fanst óhugsandi, að hægt væri að halda jól eða nokkra aðia hátíð, ef ekki væri blessað brennivínið til að gleðja og fjörga, eins og hann kallaði ]>að. Okkur börnunum þótti mjög vænt um þennan mann, því að hanli var okkur svo góður, bæði drukkin og ódrukkinn. “Hann er svo góður við vín, hann Jón,” sagði fólkið. “Það þarf erigan að styggja, drykkjusk’apurinn hans.” — Já, víst var hann góður, þó hann væri drukkinn, hann Jón okkar, en margt gat nú komið fyrir samt, sem skygði á gleðina. Og við börnin tók- um okkur það mjög nærri, ef eitthvað ábjátaði fvrir Jóni, vegna þess livað okkur var vel við hann. Umnædda jólanótt voru allir búnir að klæða sig í sparifötin. Alt var hreint og prýtt, sem framast voru föng á. Ljós loguðu alhstaðar í bamum, svo livergi bar skugga á. Ilminn af hangikjötinu og niörgu öðru jólasælgæti, lagði um allan bæinn. t stuttu máli: blessuð jólin voru að halda innreið sína til okkar í allri sinni dýrð. Það var búið að borða, ilmandi kaffið var borið inn með jólabrauði, kleinum og pönnu- kökum. Að loknu borðhaldinu, tók faðir minn lestr- arbók, biblíu og sálmabækur ofan af hillu. , Iíá- marki jólanæturinnar var náð, heimilisguðs- ])jónustan var að byrja. Faðir minn ætlaði að fara að bvrja sálminn, “Heilög jbl höldum í nafni Krists.” Þá kom Jón inn. Hann hafði ekki verið inni um kvöldið og ekki borðað með okkur; alla grunaði, hvað væri á sevði, ]ió eng- inn hefði orð á ]>vú ,Tón var mjög drukkinn. Hann sagði ekkert, en slagaði að rúmi einnar vinnukonunnar, og fleygði sér endilöngum upp í það. — Gamla konan leit óhýrum augum til hans; alt var hvítt og hreint í rúminu, en hann hafði ekki enn þá farið úr vinnufötum sínum. Söngurinn og lesturinn byrjaði. Guðrækn- in og tilbeiðsluhugur greip fólkið. Allir hlust- uðu með djúpri eftirtekt á föður minn, sem las lesturinn skýrt og áheyrilega og með mikilli lotningu. Við og við heyrðust lirotur og svefn- læti úr rúmi Jóns. Hann var sofnaður. Eng- inn gaf því frekari gaum. Lesturinn var á enda. Faðir minn hafði lokið bænar- og bless- unarorðum og söngurinn á eftir var að bvrja. Alt í einu hrukku allir við. Söngurinn þagn- aði og allir stóðu á fætur. Viðbjóðslegan, megn- an ó])ef blandaðan vínlykt lagði um alla bað- stofuna. Stunur og vein heyrðust frá Jóni, og Öllum varð litið’ þangað. Hann sat uppi í rúm- inu. Andlit lians var náfölt. Hann ældi upp með miklum ákafa ofan í rúmið við hlið sér. Gamla konan, sem átti rúmið, flýtti sér til Jóns og tók til að atyrða hann með miklum þjósti. Bað hún hann aldrei að þrífast og verða á brott úr rúminu hið allra. bráðasta, hér væri Iióg að gjört; jólarúm sitt eyðilagt og þar með öll sín jólagléði. .Tós him hann hrak- og smán- aryrðum, sem mest hún mátti. Uppsalá Jóns dvínaði smámsaman. Hann lá þar fölur og máttvana og mælti ekki orð frá vörum. Rúmfötin og klæði hans voru útötuð og Var það hræðileg sjón. Hann fór nú að revna að brölta fram úr rúminu, en ölvíman og mátt- ley.sið vamaði honum þess. Enginn af þeim, er viðstaddir voru, hreyfðu liönd eða fót. Sumir höfðu farið út, en-öðrum blöskraði og lirylti við að snerta við honum og eiga það á liættu að ó- hreinka jólafötin sín. Þá gekk amma mín fram. Hún hafði geng- ið inn í hús sitt rétt áður en þessi aturður gerð- ist og heyrði hún nú ysinn og þysinn í baðstofunni. Kom hún nú fram og spurði með riiiklum alvörusvip, livað um væri að vera. Allir l'ögðu, en bentu á Jón, þar sem hann veltist í sÞýju sinni og gat ekki staðið á fætur. Gamla bonan, sem átti rúmið, hélt áfram að atyrða bann, en rétti honum ekki hjálparhönd' frernur riri aðrir. Ömmu minni var þannig farið, að hún mátti rikkert aumt sjá. Auk þess var henni eins og ''Örum á bænum mjög hlýtt til Jóns fvrir mann- bosti hans og alla framkomu. Sámaði lienni jrijög að sjá Jón í þessu ástandi, og þó lielzt l)að, hve allir voru ráðalausir. Man eg að hún sagði, ‘•ð það væri hin mesta skömm og sneypa og ó- samboðið fullorðnu fólki, að standa þama eins °g glópar og lijálpa ekki manninum, sem svo riauðlega væri staddur. Bað hún alla að verða \ sem fyrst burt úr baðstofunni og lofa sér að hjálpa honum í næði. Tók hún síðan til með mikilli röggsemi, að hjálpa Jói fram úr rúm- inu og hreinsa hann. Vai'ð hún að styðja hann með annari hendi, vegna þess hve valtur hann var á fótunum. Eftir litla stund var enginn eftir í baðstofunni nema þau tvö. Allir voru fegnir að sleppa úr þessari prísund. Flestir fóru fram í stofu, og var nú farið að spila, jafn- vel þó eigi væri siður á heimili foreldra minna að spila nema mjög lítið á jólanóttina. 1 þetta sinn fanst flestum, sem yrði þó að gera undan- tekningu frá þeirri reglu vegna þess, hve jólin byrjuðu óheppilega. Var nú spilað um stund og skemt sér og tóku menn nú smámsaman að gleyma spjöllum þeim, sem orðið höfðu í bað- stofunni. Eg hafði fvlgst með fólkinu fram í stofuna og skemti mér vel við að horfa á spilin. Alt í einu er hurð upp hrundið harkalega og inn kemur Jón vinnumaður. Var hann nú hálfu ver á sig kominn en áður, á na^rklæðunum einum saman. Var hann allur óhreinn og mjög illa til reika. Hrataði hann inn á gólfið um leið og hurðin lét undan og hefði fallið endilagur, ef tveir af ]>eim er inni voru hefðu ekki gripið liann í fallinu og stutt hann. Talaði hann nú ekki af neinu viti og var aumkvunarvert bæði að sjá ' hann og heyra. Á eftir honum kom amma mín inn. Var hún nú grátandi og bað fólkið í guðs bænum að hjálpa .sér. Það væri bæði synd og skömm að láta blessunina hann Jón hringla svona um bæ- inn í þessu ástandi á sjálfa jólanóttina. Kvaðst hún hafa ætlað að hreinsa hann og í því skyni fært hann úr ytri fötunum; hefði hann ])á snögglega fengið æðiskast og srtitið sig lausan og ])otið fram, þangað sem hann hevrði til fólks- ins í stofunni. Var nú uppi fótur og fit. ITætt var við spil- in, en aHir fóru að sefa Jón og reyna að fá hann inn. Vildi hann enga þýðast, fyr en ömmu tókst með blíðmælum og fortölum að fá liann með sér. Þvoði liún hann hátt og lágt og kom honum í rúmið. Sofnaði hann svo loks svefni hinna réttlátu, og er mér það enn þá í fersku minni, hve feginn og glaður eg varð, er eg sá hann korninn í trygga höfn, rúrnið sitt. Ætl- aði fólkið síðan að taka til við spilin á ný, en það var hvorutveggja, að langt var liðið á kvöldið, og einnig hitt, að jólagleðin var horfin og reyndist ómög'ulegt að vekja hana á ný, — Gengu svo allir til sængur, fegnir að hverfa inn á draumalönd svefnsins og gleyma öllum óþæg- indum og vonbrigðum þessarar jólanætur. Má vera að Jón vinur minn hafi haft ánægju af vínnautn' sinni þetta kvöld, þó mér þvki það liarln ótrúlegt. En hitt er vrst, að ekki jók hún á jólagleði okkar hinna, hvorki barnanna né liinna fullorðnu. Hefir þessi löngu liðni at- burður verið mér í fersku minni alt til þessa dags og orðið ásamt öðru fleiru af líku tagi, sem eg hefi séð og heyrt, til þess að skapa í mér þá óbeit ,er eg alt af hefi liaft á allri vínnautn og fvgifiskum hennar, drykkjusiðunum. Hefir mér aldrei getað skilist, að til þess að geta ver- ið glaður á góðri stund, væri nauðsvnlegt að leita til óminniselfa Bakkusar. Hitt liefir mér alt af fundist, að lífið hafi svo mai’gt fagurt og unaðsríkt að bjóða, ef eftir því er leitað í hreinleika og sakleysi hugarfarsins, að ónuað- synlegt sé að leita gleðinnar í óhollum nautn um. — Smári. Sigdór V. Rrekkan. ÞAtí, SEM VAR MEST GAMAN. Það var í ljósaskiftunum á Þorláksmessu. Tvæ'r litlar stúlkur löbbuðu eftir götunni með sleðana sína í eftirdragi. Þær höfðu báðar verið að renna sér, en voru nú á leið heim. Hét önnur þeirra Margrét og var einkadóttir í íka stórkaupmannsins; hin hét Þórdís og var dóttir fátæku ekkjunnar, sem bjó uppi undir þaki í húsinu beint á móti kaupmannshúsinu. Litlu telpurnar voru jafn-gamlar og þeim kom ágætlega saman. í meira en hálft ár liöfðu þær nú verið nágrannar og leiksystur. Magga talaði í sífellu\ Iiún var að segja stallsystur sinni frá allri dýrðinni, sem var í vændum heima hjá benni um jólin. Nú var hún að lýsa jólatrénu. Úað yrði svo stórt, 'svo stórt, næði næstum uppp í loft í beztu stofunni og svo yrði það skreytt svo yndislega með allskonar jólatrésskrauti, því bezta og fegursta, sem hægt hefði verið að fá, og svo vrði það hlaðið ýmis- konar sælgæti. Hún var reymlar ekki búin að sjá það enn þá, það fékk hún ekki fyr en annað kvöld, þegar hátíðin bvrjaði. En hún vissi, að ])áð mundi vera svipað því, sem þau höfðu í fyrra og alt af öll þau jól, sem hún mundi eftir. Á liverju ári höfðu þau haft nýtt alveg dásam- legt grenitré. — Hún þagnaði til þess að ná andanum almennilega og leit á vinstúlku sína. En þú, Dísa? Færð þú ekki líka fallegt jóla- tré?” Díáa var orðin svo undur raunaleg á svip- inn. “Nei,” sagði hún aðeins og svodágt, að það heyrðist varla. “Færðu ekki jólatré, alls ekkert jólatré?” hrópaði Magga. Hún gat varla hugsað sér jól\ án þess að þeim fylgdi stórt, skínandi fallegt jólatré, eða þó að miTista kosti lítið jólatré. Al- veg án þess fanst henni óhugsandi að jólin gætu verið nokkur veruleg jól. “Nei,” sagði Dísa aftur. “Eg fæ ekkert jólatré. Eg átti einu sinni eitt undur lítið, en nú er það orðið alveg ónýtt. I fypra liafði ég ekki heldur neitt jólatré. ” “Hvers vegna ekki?” spurði Magga. “Mamma mín á enga peninga til að kaupa það fvrir.” Magga stóð kyr ó miðri götunni og var hugsi. Hún skildi það nú ekki vel, þetta með pening- ana.. Heima hjá henni var aldrei talað um, að ekki væru til peningar til þess að kaupa þetta (*ða hitt fyrir. Þá rauf Dísa aftur þðgnina: “Það verður nú samt gaman hjá okkur. Mamma mín ætlar að kveikja á mörgum kert- um og svo fæ ég nýjan kjól og nýja skó, og mamma mín er líka búin að baka fínar kökur, sem við eigum að liafa með kaffinu. Ef rnaður er ánægður með ])að, sem maður hefir, ])á er alt gott, segir mamma mín.” “En langar ])ig þá ekki að fá jólatré?” sjmiði Magga. “Jú, mig er búið að langa ósköp mikið til ]>es.s að fá eitt eins og þau, sem voru í gluggan- um hjá honum Einari Ólafssyni. En mamma mín segir, að eg megi ekki hugsa um það í þetta sinn, því að hún geti ekki með nokkru móti keypt meiia fyrir jólin, en hún sé búin að.” Nú voru telpurnar komnar Íieim og ])á kvödd- ust þær og fóru hvor inn til sín. Þegar Magga var komin úr dúðunum, fór hún inn í stofuna, þar sem mamma hennar sat við vinnu sína. Hún lmfði engin umsvif, en byrjaði viðstöðulaust á því, .sefn henni lá á hjarta. “Mamma,” sagði hún. “Dísa fær ekkert jólatré.” “Svo, og Iivað um það?” sagði mamma hennar. “En Iiana langar til þess pg mamma licní?- ar á enga peninga til þess að kaupa það fvrir, Og þess vegna fær hún það ekki,” sagði Magga. “6já, það er margur, sem ekki hefir efni á að veita sér })að, sem hann langar til,” sagði kaup- mami'sfrúin alvarlega. Hún skildi ekki enn, hvað það eiginlega var, sem Magga vildi, en svo datt henni n-okkuð í hug. “Þú færð að bjóða nokkrum telpum á milli hátíðanna, eins og vant er og leika þér með þeim og dansa kringum jólatréð þitt. Langar þig ekki til að hafa Dísu litlu með í þetta sinn?” “Jú, jú, elsku mamma. Það verður gaman, og þá fær hún líka jólatré,” sagði Magga og klappaði saman lófunum. En svo varð hún aft- ur hugsi á svip og bætti við: “En liún mundi nú samt hafa meira gaman af að fá jólatré á sjálfum jólunum og hafa það inni hjá sér og fá að liorfa á það, þangað til hún fer að sofa ó jólanóttina. Hevrðu, elsku mamma! má ég . ekki gefa henni dálítið jólatré eins og þau, sem voru í glugganum hjá Einari Ólafssvni?” Það er óvíst, að Magga litla hafi nokkurn- tíma, betðið betur, en í þetta sinn. Að minsta kosti skildi mamma liennar, að henni fanst það mikils vert, hverju henni yrði svarað. “Þú getur farið til pabba þíns og beðið hann að gefa þér aura, og ef ])ú færð þá, þá máttu fara á morgun og kaupa þetta tré, og svo skal eg hengja eitthvað smávegis á það fvrir þig. Svö geturðu farið með það til Dísu annað kvöld. ” Magga þaut óðara. á stað inn á skrifstofuna, ])ar sem faðir hennar sat og skrifaði. Hún hljóp beint til hans og tók báðum höndum um handlegg hans. “Elsku pabbi, eg ætla að biðja ])ig um nokkuð,” sagði hún innilega. Pabbi hennar liætti að skrifa og tók hana og setti hana á kné sér. “Hvað var það, gullið mitt?” sagði liann. “Eg ætla að biðja þig að gefa mér peninga til þess að kaupa jólatré fyrir. Mig langar svo að gefa Dísu litlu það, því að hún fær ekkert jólatré, af því að mamma liennar á enga pen- inga til að kaupa það fvrir.” “Langar þig mikið að gjöra þetta?” sagði pabbi hennar brosandi. “Já, já, afar, afþr mikið,” sagði Magga og svipurinn og alt látbragðið sannaði orð hennár. “Jæja, gerðu svo vel. Hér færðu tíu krón- ur og fyrir þær getnrðu keypt bæði jólatré og fleira smávegis handa vinstúlku þinni. En livað fæ ég svo í staðinn?” “Þú ert bezti pabbinn í heiminumý’ sagði Magga hrifin og kvsti hann um alt andlitið. Kvöhlið eftir, þegar kirkjuklukkurnar voru að hringja jólin inn, var barið að dyrum lijá fá- tæku ekkjunni á loftinu. Ilún lauk upp og inn fvrir kom Magga litla með dálítinn læggul und- ir hendinni. Hún hljóp beint til Dísu og sagði áköf: “Þú færð samt jólatré. Hér er það.” Svo liljóp hún aftur fram í dyniar og kallaði á stvilku, sem hafði staðið í skugganum fyrir framan. Hún kom nú inn með dálítið jólat é í fanginu, full-skreytt, sem hún setti frá sér ó orðið og svo kveikti hún á kertunum á því.” “Líttu á, Dísa! Er það ekki fallegt? Þú mátt eiga það, og líka ]>að, sem er í bögglin- um,” sagði Magga og sneri sér að Dísu. En þá sá liún nokkuð, sem hún gleyguli aldrei síðan. Dísa stóð á miðju gólfi og horfði frá sér num- in á jólatréð og augu hennar ljómuðu af óum- ræðilegri gleði. Það var eins og það hefðu verið kveikt ótal jólaljós þar inni, sem svo geislaði af með slíkum ljóma, að því verður ekki með orðum lýst. Þegar mamma Dísu fylgdi Möggu til dvra rétt á eftir, tók hún um báðar hendur hennar DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medic&l Arts Bldjr. Cor Gr&ham og Kennedy St». PHONE: 21 834 Office Um&r: 2—t Heimili 776 Victor St. Phone: 27 122 Wlnnípeg, M&nltoba. H. A. BERGMAN, K.C. lalenzkur lögfrwOlngur i Skrlfetofa: Room 811 McArthur Bulldlng, Portage Ave. P. O. Box 1656 PHONES: 26 849 og 26 840 DR. O. BJORNSON 216-220 Medical ArU Bldg. Cor. Oraham og- Kennedy Sta. PHONE: 21 834 Office timar: 1—8 Heimili: 764 Victor St.. Phone: 27 586 Winnipeg, M&ntt »ba. s J. RAGNAR JOHNSON B.A., LL.B., LL.M. (Harv.) fslenskur lögmadur. Roaevear, Rutherford. Mclntoeh and Johnson. 910-911 Electrlc Railway Chmbr*. Winnipeg, Canad. Slmi: 23 082 Heima: 71 768 Cable Addreas: Roecum DR. B. H. OLSON 216-220 Medic&l Arta Bldg. Cor. Gr&h&m og Kennedy Sta. PHONE: 21 834 Ofíice tlmar: 2—6 Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Wlnnipe*:, Manitoba. Lindal Buhr & Stefánsson Islenzkir lögfræOlngar. 366 MAIN ST. TALS.: 24 961 peir hafa einnlg skrlfstofur &0 Lundar, Rlverton, Gimli og Plney, og eru þar aö hltta & eftlrfylgjandi tímum: Lundar: Fyrsta miOvlkudag, Rlverton: Fyrsta flmtud&g, Gimll: Fyrsta mlövikudag, Piney: PriOJa föstudag I hverjum mft.nu01. DR. J. STEFANSSON 216-220 Medic&l Art* Bldg. Cor. Gr&ham og Kennedy Sta PHONE: 21 834 Stund&r augna, eyrna nef og kverka ajúkdöma.—Er aO hltta kl. 10-12 f. h. og 2-5 e. h. Heimili: J?S Rlver Ave. Tals.: 42 691 J. T. Thorson, K.C. íslenzkur lögfræðingur. Skrifst.: 411 Paris Building Phone: 24 471 DR. A. BLONDAL 202 Medlcal Avts KMg, Stundar sérst&klepra kvenna og barna sjúkdóma. Er &0 hitta frú kl. 10-12 f. h. og 3-5 e. h. Office Úhone: 22 296 Heimili: 806 Vlctor St. Simt: 28 180 G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. LögfræOlngur Skrifstofa: 702 Confederation Life Buildlng. Main St. gegnt City Hali PHONE: 24 587 1 Dr. S. J. JOHANNESSON stundar Urkningar og gfirsetur. Til vlOtala kl. 11 f. h. til 4 e. h. og frtl 6—8 aö kveldinu. SHERBURN ST. 632 SlMI: 30 877 Residence Office Phone 24 206. Phnone 89 991 E. G. Baldwinson, LLB. islenzkur lögfræðingur 809 Paris Bldg., Winnipeg HAFIÐ pÉR SÁRA FÆTVRf ef svo, finniö DR. B. A. LENNOX Cliiropodiat Stofnsett 1910 Phone: 23 137 334 SOMERSET BLOCK, WINNIPEG. J J.J.SWANSON&CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPHG Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalfin og eldsfi.byrg8 af öllu tagl. PHONE: 26 349 Drs. H. R. & H. W. Tweed Tannlieknar. 406 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE: 26 645 WINNIPBG A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bldg. WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur aO sér aO ftvazta sparlf* fölks. Selur eldsftbyrgö og blf- reiOa ftbyrgOir. Skriflegum fyr- irspurnum svaraö sainstundis. Bkrifstofusimi: 24 263 Heimasími: 33 328 DR. A. B. INGIMUNDSON Tannlæknir. 212 Curry Bldg. Sími 28 840. Heimilis 46 064 DR. C. H. VROMAN T&nnlæknir 605 BOTD BLDG. PHONE: 24 171 WINNIPBO Dr. Ragnar £. Eyolf son Chiropractor. Stundar sjerstaklega Gigt, Bak- verk, Taukaveiklun og Svefnleysi Skrifst. sim. 80 726—Heima 39 266 Suite 837, Somerset Bldg. 294 Portage Ave. G. W. MAGNUSSON Nuddlæknlr. 125 SHERBROOKE ST. Phone: 36 137 VlOtals tlml klukkan 8 tll 9 &0 morgninum. i Dr. A. V. Johnson Islenzkur Tannlæknir. 212 Curry Building, Winnipe'g Gegnt pósthúsinu. Sími: 23 742 Heimilis: 33 328 11.1.A R TEOUNDIR FLUTNIltGAt Hvenær, sem þér þurfið að láta flytja eitthvað, smátt eða stórt, þá hittið mig að máli. Sann- gjarnt verð,— fljót afgreiðsla. Jakob F. Bjarnason 762 VICTOR ST. Stml: 24 500 J. SIGURDSSON UPHOLSTERER Sími: 36 473 562 Sherbrooke Street A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sft beztl Knnfremur selur liann allskonar minnisvarOa og iegsteina. Skrifstofu talsimi: 86 607 neimilis talsimi: 58 802 . og sagði: “Guð blessi þig og gefi, að öll þau jól, sem þú ótt eftir ólifuð, verðir þú eins á- nægð og þú ert nú, og að þér megi æfinlega auðnast að gleðja aðra eins og þú hefir glatt liana Dísu mína.” Seinna um kvöldið, þégar Magga kom til pabba síns til þess að b.jóða lionum góða nótt, spurði hann brosandi: “Hvað var nú mest gaman í kvöld, Magga mín?” Og Magga svaraði hiklaust: “Það hefir alt vefið fjarska gaman, en mest gaman af öllu var það, að sjá hvað Dísa var glöð, þegar eg gaf henni jólatréð.” G. H. —Smári.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.