Lögberg - 12.02.1931, Page 4

Lögberg - 12.02.1931, Page 4
Bls. 4. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. FEBRÚAR 1931. -r- ^ögíjerg Gefið út hvem fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LTD., Cor. Sargent Ave. og Toronto St. Winnipeg, Manitoba. Talsímar: 86 327 og 86 328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáskrift blaðsins: The Columbia Press, Ltd., Box 3172 Winnipeg, Man. Utanáskrift ritstjórans: Editpr Lógberg, Box 3172, Winnipeg, Man. Verð $3.00 u m árið. Borgist fyrirfram. The "Lögberg” Is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. ------------------------—------------ Ræða Ingimars Ingaldsonar, þingmanns Gimli kjör- dæmis, flutt í Manitoba Jnnginu 31. janúar, 1930. Herra forseti! I upphafi þess stutta erindis, er eg hefi á- kveðið að flytja í sambandi við hásætisræðuna, vil eg þegar láta í l,jós ámaðaróskir mínar, eins og hinir fyrri ræðumenn hafa gert, og í viðbót við það, get eg ekki látið hjá líða, að samfagna bæði flutningsmanni og stuðningsmanni téðrar hásætisræðu fyrir það, hve vel þeir höfðu viðað að sér efni og hve röggsamlega*þeir fluttu mál sitt. Eg vil ennfremur láta í Ijós þakklæti mitt til forsætisráðgjafans og samverkamanna lians í ráðuneytinu, fyrir hönd fjölda kjósenda í Gimli kjörcfa>mi, í tilefni af því hve mjög þeir hafa lagt sig í líma með að ráða fram úr þeim hinum mörgu og flóknu viðfangsefnum, er að höndum hafa borið, á þessum erfiðu tímum. Eg hefi hlustað með áhuga á ræður foringja hinna ýmsu þingflokka. Það er ekki ásetningur minn, að þaulræða hin ýmsu atriði, eða svara fyrri ræðumönnum; þó verður ekki fram hjá því gengið, að eg varð fyrir nokkrum vonbrigðum viðvíkjandi ræðu hins háttvirta leiðtoga and- stæðingaflokksins, Mr. Taylors; í fyrsta lagi vegna þess, hve örðugt honum virtist veitast með að benda á nokkur ábyggileg úrlausnaratriði í þeim vandamálum, er íbúar fylkisins um þessar mundir horfast í augu við, sem og hitt, að kveða upp dóm út af kaupum orkustöðvarinnar í Bran- don, að órannsökuðu máli. Leiðtogi frjálslynda, flokksins var fáorður, en hitti víða naglann á höfuðið; þó kom sitthvað fram í ræðu hans, er ekki samrýmdist mínum skoðunum. Ræða verkamannaleiðtogans var vel hugsuð og prýðilega flutt; þetta er ekki sagt vegna þess að ræðan féll stjórninni í vil, heídur einungis af því, hve víða hún kom við, og hve rækilega voru brotin til mergjar hin mörgu, < örðugu viðfangsefni, sem mannkvnið á við að stríða um þessar mudir. ' Eg er enginn skylmingamaður í stjómmálum, veg þessvegna ekki aftan að neinum; en á það dreg eg enga dul, að eg er í mörgum megin at- riðum, ósamþykkur stefnu sambandsstjórnar- innar á sviði fjármálanna og vík eg að því síðar í þessari stuttu tölu minni. Eins og hásætisræðan ber með sér, hafa gerð- ar verið ákveðnar ráðstafanír í þá átt, að ráða bót á atvinnuleysinu; reið forsætisráðgjafi sam- bandsstjómarinnar á vaðið, með því að fá sam- þvkta á aukaþinginu tuttugu miljón dala fjár- veitingu í því augnamiði; að með þessu hafi verið stigið spor í rétta átt, verður ekki um deilt. Um hitt verður heldur ekki deilt, að Mr. Bracken og samverkamenn hans í ráðuneytinu hafi gætt góðrar forsjár við úthlutan þess fjár, er fylkinu féll í skaut, þannig, að sem flest sveitarfélög yrðu góðs aðnjótandi. Herra forseti! Hvað hefði orðið ofan á, í því falli að liberal flokkurinn hefði gengið sigrandi af hólmi í síðustu sambandskosningum ? Mundi nokkur einasti maður, utan þings eða innan, dirfast að halda því fram, að þó þannig hefði farið, mundi alt liafa verið látið hjakka í sama farinu? Því verður að svara neitandi. Eg fyrir mitt leyti er sannfærður um það, að hvaða stjórn, sem við hefði tekið, mundi undir engum kringumstæðum liafa umflúið það, að hefjast handa með það fyrir augum, að létta undir með atvinnulausu fólki þessa lands. Hvað tekur við, eftir að því fjárframlagi, sem hér um ræðir, hefir verið eytt? Eins og nú horfir við, eru því miður litlar líkur til, að atvinnuleysið sé á enda; meðan und- irstaðan sjálf, landbúnaðurinn, er í slíku öng- þveiti, sem nú er raun á, er ekki við góðu að bú- ast í þessu tilliti. Ekki getur hjá því farið, að ýmsum hrjósi hugur við hinum síauknu kröfum um opinberar byggingar; hefiiý slíkt að sjálfsögðu í för með sér, í viðbót við hin algengu útgjöld, nýjar og auknar veðskuldir; þó er okkur sagt, að aukin útgjöld séu með öllu óþörf. Svari því hver sem vill. _ Laumað er því út, stundum í spurningaformi, hvað það nú í raun og veru sé, er fólkið í Mani- toba hafi fengið í aðra hönd, fyrir þá skatta, er það hafi orðið að greiða, síðan núverandi stjórn kom til valda. Engum er það ljósara en núver- andi forsætisráðgjafa, sem i þessu tilfelli er fylkisféhirðir líka, hve þörfin á lækkun skatta er brýn, og hve mikið fé er samt sem áður óumflýj- anlegt til stjórnarstarfrækslunnar; þeir, sem hæzt tala um takmörkun útgjalda, forðast það eins og heitan eld, að benda á, hvar helzt ætti að spara. Astand landbúnaðarins er þyngsta áhyggju- efnið um þessar mundir, sökum hins óhæfilega lága verðs, sem svo að segja öll framleiðsla bóndans er komin í. Með leyfi yðar, herra forseti, ætla eg að fara nokkrum orðum um ástæður bænda í kjördæmi mínu; eg geri það þó ekki sem bölsýnismaður, með því að mér er ljóst, að bændur í mínu héraði, engu síður en stéttarbræður þeirra í öðrum bygðarlögum hafa ótakmarkað traust á framtíð- þessa fylkis. Eg hefi notið þeira forréttinda, að dvelja í Manitoba síðan 1901; á því tímabili hefi eg ver- ið sjónarvottur að bygging hins mikla landflæm- is, er vestan liggur Winnipegvatns, að ógleymd- um bygðarlögunum meðfram ströndinni, er ís- lendingar fyrst helguðu sér fyrir meira en fim- tíu árum. Ýmsir hinna elztu búerfla, hafa orðið knúðir til lántöku hin síðari ár, og gildir hið sama um marga bændur í hinum nýrri bygðar- lögum; nú er þess krafist, að menn þessir greiði. afborganir af höfuðstól, ásamt vöxtum, þrátt fyrir það, þó afurðir þeirra séu í lægra verði, en dæmi eru áður til. Þá eru Ukraníumennirnir, eða hinir nýju Canadaborgarar, er hingað fluttust á árunum frá 1906 til 1915; flestir þeirra voru til þess neyddir, að taka sér bólfestu á lélegum löndum, með því að hin betri jarðnæði voru þegar tekin; þetta fólk hefir mestmegnis haft ofan af fyrir sér með blönduðum búnaði og viðarhöggi; þeg- ar tekið er tillit til þess, að afurðir þessara bænda eru svo að segja í engu verði, er óumflýj- anlegt að mér og öðrum verði framtíð þeirra nokkurt áhyggjuefni. Eg vona að ekki komi til þess, að þeir þurfi opiriberrar hjálpar við; enda skilst mér hugarfar þessa þjóðarbrots slíkt, að eigi skuli ásjár leitað, fyr en í fulla hnefana sé komið. Það er átakanlegt að þannig skuli haga til í þessu nægta landi. Eg geri ráð fyrir, að á- standið í hinum ýmsu bygðarlögum þessa fylkis, sé hliðstætt því, sem viðgengst í mínu eigin hér- aði, nema ver sé. Hver er orsökin? Við skulum sem snöggvast reyna að gera okkur grein fyrir sumum orsökunum. Venju- legasta svarið er það, að svona gangi það um allan heim. Eg er ekki hagfræðingur, og þar af leiðandi hætti eg mér ekki út á þann hála ís, að revna að skilgreina hinar mörgu og mismunandi orsakir; um hitt verður samt ekki deilt, að ærnar séu birgðir fyrirliggjandi til þess að fullnægja kröfum hins daglega lífs. Á hinum síðari árum, hafa flestar þjóðir verið önnum kafnar við byggingu nýrra toll- múra; með þessu hafa verið lagðar óheillavæn- legar hömlur á viðskifti þjóða á milli, því þegar alt kemur til alls, eru skifti á hráefnum, eða full- geiðum vörum, allseudis óumflýjanleg og grund- vallarlegs eðlis. í fyrri daga mátti svo að orði kveða, áð öll verzlun færi fram í vöruskiftum; en eftir því, sem umsetning jókst, reyndist slíkt meiri 'og meiri örðugleikum bundið; tóku menn þá að leggja heilann í bleyti með það fyrir augum, að finna hentugan gjaldmiðil, og myntin varð ofan á. Um all-langt skeið var ekki annað sjáanlegt en að peningar sem gjaldmiðill, reyndist sæmi- lega vel, og sennilega æskir þess enginn, 8ð gamla vöruskifta fyrirkomulagið verði innleitt á ný; en sá er Ijóður á ráði, að peningar, eins 0g nú hagar til, virðast að vera að lenda í örfárra manna hendur,—manna, er af einhverjum duld- um ástæðum hvorki virðast hafa komið auga á það, hve ástandið í raun og veru er alvarlegt, né heldur þörfina á jafnari skiftingu auðsins. Á árunum 1917 til 1925, voru afurðir bænda í tiltölulega háu verði. Til dæmis má benda á það, að bóndi, sem um það leyti tók þúsund dala lán, þurfti ekki nema um sjö hundruð mæla af hveiti til þess að endurborga það; eins og á- standið er nú, þarf tvö þúsund mæla til þess að endurgreiða sömu upphæð. Við þetta bætist svo hið öfuga verðhlutfall þeirra vörutegunda, er framleiðandinn óumflýjanlega þarf að kaupa. Svo má segja, að verð það, sem framleiðandinn um þessar mundir fær fyrir afurðir sínar, sé fimtíu af hundaði lægra, en það var fyir rúmu ári, eða svo, um leið og flestar þær vörur, er hann þarf að kaupa, hafa ekki lækkað'í verði nema sem svarar tíu af hundraði^ Eins 0g nú horfir við, er ekki annað sjáanlegt, en að bún- aðarafurðir haldist í lágu verði enn um nokkra hríð. Sökum þess, hve skattar eru háir, vextir háir, og mikið ógreitt af lánum, föllnum í gjalddaga, getur ekki hjá því farið, að erfiðir tímar séu framundan. Eg fer ekki fram á greiðslufrest (Moratorium); en hitt finst mér sanngjarnt, að lánfélög og aðrar peningastofnanir, lækk- uðu vexti um þriggja ára tímabil, eða svo, og strikuðu af Tiókurn sínum gamla, áfallna vexti. Á Reykjavíkurhöfn ^ 9. október 1919. Eins og þú ég átti bágt, þó enginn sæi tárin. Lífsþrá mína lýsti fátt, lengdust ■ Luldasárin. Þegar tekið er tillit til þess, að megin iðja þessa fylkis er landbúnaður, þá verður það að vera tekið til greina, að framleiðandi, bæði bein- línis og óbeinlínis, ber þyngstu byrðamar. Sé svo að honum þrengt, að hann fái ekki lengur keypt það, sem hann þarfnast, eins og nú á sér stað í mörgum bygðarlögum, hvað verður þá um hitt fólkið og þess hag? Samkvaimt hagskýrslum frá árinu 1921, var íbúatala Manitoba fylkis 610,118; af þessari tölu höfðu fimtíu og sjö af hundraði bústað til sveita, en fjömtíu og þrír af hundrað í borgum og bæjum. Brýnt hefir það verið fyrir bændum þessa fylkis, að lækka framleiðslukostnaðinn; þó er kostnaðurinn við framleiðsluna engan veginn megin orsökin fyrir núverandi kreppu; auk þess leiðir það af sjálfu sér, að hann hljóti að lækka, sökum þess, að bóndinn getur ekki keypt, nema því aðeins, að landbúnaðaráhöld og ýms önnur efni lækki að mun í verði. Em líkur á að til slíks komi, eins og stefnu núverandi sambands- stjómar er háttað? (Framh.) ísinn hærði höfuð þitt, herðar lúði og fætur. Lækur buldi ljóðið sitt langar og kaldar nætur. > Aftur skín á auðan mar, Ægisfaðmur hlýnar, fengisælt er á fjörurnar, fyrnast raunir þínar. Nú er enga sól að sjá, súðar þoka geiminn, ljósið ofar leitar á, langar að skína’ á heiminn. Víðir balar, vötn og grund viija hug minn gleðja. Má ég ekki, menn og sprund, í meira ljósi kveðja? Ef þú vildir virða mi!g vænsta skarti þínu, aldna móðir, yfir þig áttu fegri dýnu. Listasafnið heiðanhoss, hiligð auga mínu. Ljóðabúrið, fjall og foss, falið kumbli þínu. Kneifaðu loftið kinnarjóð, kasta möttli verður. Sneyptu þoku snúðugt fljóð, snæljósanna gerður. Cirði é!g mikils vöndinn þinn, þó veki hann. stundum harminn. Sýndu mér núna svipbrigðin,, sólskinstíðar barminn. “Hin feguráta. rósin er fundin” Þessi fagri og hjartnæmi sálmur var fyrst sunginii á jólunum 1732 í kirkju einni í Tön- der á Jótlandi. Prestur safnaðarins, H. A. Brorson, sálmaskáldið fræga, var þá nýbúinn að yrkja hann og aðr;i jólasálma. Lét hann það sálmakver berast óvænt í hendur safnaðar síns. Sólmabók Kingós var þá fljótt lögð til hliðar, og jólasálmar Brorsons sungnir í fyrsta- skifti, svo sem: “Vér ungu börnin aum og smá” og “Hin fegursta rósin er fundin.” Mikill varð fögnuður safnaðarins yfir þess- um nýju og fögru sálmhm; engum mun þó hafa til hugar komið, ;rð þeir mundu verða sungnir enn í dag, eins og þeir væri ný ortir. Síðan eru þó senn liðin 200 ár. Það varð því sögulegur viðburður, að þess- ir jólasálmar Brorsons voru sungnir í Tönder. En enginn af þeim sálmum mun hafa hrifið menn meira en sálmurinn: ‘ ‘ Hin fegursta rósin er fundin.” Það var svo auðvelt að syngja hann. Lagið var alkunnur jarðarfararsöngur alla leið frá miðöldum. En á hinu einfalda og myndauðga máli Brorsons hljómaði hann með nýjum hljómi, rétt eins og hin fegursta rós væri sprottin út úr hörðustu þymum. Og rósin var Jesús, það fundu allir. “Fegursta rósin” blómstrar einnig á okkar kalda landi í hjarta vetrarins. Kunnið þið ekki þennan sálm utan að? Það væri rétt að hlusta vel eftir því, hvað liann segir ykkur frá jólunum. Það mátti með sönnu segja, að “dapurt og kaldlegt var útlit í heimi.” Alt varð að þym- um og þistlum, því að syndin herjaði á alt mannkvnið.—“Þá skaparinn himinrós hreina, í heiminum spretta lét eina.” Þá urðu jól. “Frelsárinn fæddist á jörðu”. — Nú átti að verða fögnuður í hvers manns hjarta. En sálmaskáldið getur ekki annað en furðað sig á því, að “Lítið þess víða ber vottin í veröld, að rósin er sprottin”. Þá áminnir hann: “Dramblátra hugskotin hörðu, — hörðustu þyrnar á jörðu, — æ, snúið af hrokaleið háu og hallist að jötunni lágu, þá veginn þið ratið hinn rétta, því rósir í dölunum spretta.” 1 dölum auðmýktarinnar segir hann, að þeir geti fundið frelsarann. Sálmurinn endar svo á hjartanlegri játn- irigu skáldsins sjálfs: “Þótt lieimur mig hamingju sneiði, þótt harðir mig þymarnir meiði, þó hjártanu’ af hrellingu svíði, eg held þér, mín rós4 og ei kvíði.” Þó að þessi orð skáldsins séu nú bráðum 200 ára gömul, þá tala þau til okkar, eins og þau hefðu verið ort í gær. — Heimilisblaðið, Svo að myndin mín af þér, miklu hærri og fegri, ávalt sé í anda mér öllu móðurlegri. f Leifs hepna heimsveldi hlýt ég þig að minna. Eg vel tákna uppeldi örlalgakrafta þinna. Víða liggur vaðið tæpt, vandi í öfugstreymi, 1 frosti og eldi er fjörið svæft, feigðin býr í heimi. Janúar dægra þýðdr þeyr þekkir nótnagripin. Júlífingur flétta meir fegurðina á svipinn. Þó að haustsims heyhlöður o!g haga skraut mér líki. Mest eru sumarsólstöður svipur af himnaríki. úti’ á hafi, uppi’ í sveit áttu menn og konur, á amarflugi’ í auðnuleit. Eg er móður sonur. Fr. Guðmundsson. Hitler og heimsveldi Þjóðverja Uppgangur Hitlermanna í Þýzka- landi hefir vakið ákaflega athygli um allan heim meðal þeirra, sem með stjórnmálum fylgjast og að vísu slegið óhu!g á flesta, því að menn óttast það, að friðnum í álf- unni sé meiri hætta búin eftir en áður. Hitler krefst þess, að Þjóðverj- ar segi sig úr Þjóðbandalaginu. En hann hefir einnig, að því er ýms blöð segja, nýlega látið í ljós þessháttar skoðanir á þýzkum ut- anríkismálum og ráðagerðum sjálfs sín að óhu’gur margra manna hefir mjög ahkist, svo þykja ummæli hans hóflaus og trylt, ef sönn eru. Hann á að hafa sagt á flokksfundi, um miðjan síð- astliðinn mánuð, að fyrsta tak- mark sitt sé það, að gereyðileggja Frakkland. Hann segir, að stál- hjálmalið sitt sé reiðubúið í styrj- öld í þessum tilganlgi, og lætur svo sem ítalía óg England muni veita I Þjóðverjum lið. En síðan seglr f hann að Þjóðverjar eigi, með hjálp ítalíu og Rússlands, að si'grast á Englandi, þegar þeir hafi notað það á móti Frökkum, en Rússar eigi að liðveizlulaunum að fá frjálsar hendur í Asíu, m. a. eígi þeir að fá Indland. Pólland á að þurka burtu. Þjóðverjar þurfi, að áliti Hitlers, eina miljón ferkíló- me;tra af landi í viðbót við það, sem þeir nú hafa, og !geti ekki fengið það annars staðar, en við austurlandamærin. Hvað sem líður sannindum þess- ara ráðagerða í einstökum atrið- um, er það víst, að Nazi-flokkurinn hefir allan hug á því að hefna ó- faranna úr styrjöldinni og Ver- salafriðnum og á því að Þjóðverj- ar hefjist handa til nýrra land- vinninlga, enda hafa þeir mikla trú V WDODDSy ÍKIDNEY k, PI'LÍS J ^JUkTdneVJ^ í meir en þriðjung aldar hafa Dodd’s Kidney Pills verið viður- kendar rétta meðalið við bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum fleiri sjúkdómum. Fást hjá öllum lyf- sölum, fyrir 50c. askajn, eða sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodds Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. Ávarp til Hvítbekkinga Á síðastliðnu ári hefir alþýðu- skólinn á Hvítárbakka starfað í aldarfjórðung. Á vori komanda hættir skólinn starfsemi á Hvítár- bakka og flyzt í ný húsakynni 1 Reykholti. Stofnfundur sambands 'gamalla nemenda skólans, sem haldinn var á Þingvöllum þ. 26. júní s.I., ákvað að beita sér fyrir því, að gefið yrði út rit til minn- ingar um skólann. Stjórn sam- bandsins hefir nú ákveðið, að gefa ritið út, ef nægileg þátttaka fæst. Er ætlað að ritið verði um 5 ark- ir í stóru broti og prýtt mörgum myndum. Verðið er áætlað kr. 5.00. Gert er ráð fyrir, að núverandi kennarar skólans og aðrir aðstand- endur hans, riti nál. tvær arkir minningarritsins; aðrar tvær ark- ir eru ætlaðar nemendum skólans, gömlum og núverandi; myndir frá Hvítárbakka og skólalífinu þar, munu fylla eina örk. Nú eru það vinsamleg tilmæli vor til nemenda skólans og kenn- ara frá upphafi vega hans. að þeir sendi oss til birtingar í ritinu stuttar igreinir, endurminningar eða kveðju í bundnu máli eða ó- bundnu. Er nauðsynlegt, að hand- ritin séu komin til núverandi skóla- stjóra, Lúðvígs Guðmundssonar, eigi síðar en síðasta vetrardag, þ. 22. apríl, en þann dag verður skólanum slitið að fullu að Hvít- árbakka og jafnframt haldinn að- alfundur í sambandi gamalla nem- enda. Vegna skólaslita og fundarins er í ráði, að taka skip á lei!gu og fari það frá Reykjavík að morgni dags þ. 22. apríl og bíði fundar- mannar í Borgarnesi og haldi þaðan til Rvíkur næsta morgun. Allir þeir, er óska að eignast minningarrit skólans, Hvítbekk- ingar o!g aðrir, eru vinsamlega beðnir að tilkynna skólastjóran- um það fyrir lok þessa skólaárs, því að endanlega ákvörðun um ritið er eigi hægt að taka fyr en ljóst er orðið, hve þátttakan verð- ur almenn. Enn fremur er æskilegt að þeir, er hafa í hyggju að koma til skóla- slitanna og sækja sambandsfund- inn, tilkynni skólastjóranum það með nokkrum fyrirvara o’g geti þess þá um leið, hvort þeir komi um Reykjavík. Hvítárakka 13. janúar 1931. F.h. Nemendasambands alþýðu- skóla Borgarfjarðar. Lúðvíg Guðmundsson, skólastjóri. Eiríkur Albertsson, prestuf á Hesti. Friðrik Guðmundsson, hafnarvörður í Borgarnesi. Ofanskráð ávarp barst oss ný- skeð í hendur heiman af íslandi, til birtingar í Lögbergi.—Ritstj. Sögðuð þér ekki, að sonur yðar ætlaði að setja met með bifhjól- inu sínu? Hann hefir þe!gar gert það — hann liggur nú í sjötta sinn í spít- alanum. Hve stóran hatt þarf maðurinn yðar, frú? E!g man ekki númerið, en þér getið mátað hatt á þessari melónu (tröllepli). Gamli hatturinn hans er eins og hann væri sniðinn á hana. 1 á hlutverki hins germanska kyns. Máske á ókyrðin kring um þá eft- ir að hrinda álfunni út í nýtt blóð- bað. — Lögr.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.