Lögberg - 12.02.1931, Page 6

Lögberg - 12.02.1931, Page 6
Bls. 6. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. FEBRÚAR 1931. Sonur Guðanna Eftir R E X B E A C H. “Sam!” sagði Alanna með heldur veikum róm. “í>ú eit hvítur! Þú ert hvítur maður! Eg kom til að segja þér það.” “Já, já, við komumst heim rétt strax.” “Eg er nú búin að ná mér aftur. Þú mátt reiða þig á það. Eg varð að segja þér það strax, og maðurinn siglir í fyrramálið, svo eg varð að flýta mér. Nú er ekki neitt í veginum lengur, engar hindranir. Er það ekki dásam- legt, Sam! Lee Ying var ekki faðir þinn, bara fósturfaðir. Þú ert hvítur maður, Sam! Skil- urðu þetta ekki?” Sam ofbauð að hlusta á þetta. Það var hræðilegt. Aumingja veika stúlkan! Samt höfðu læknamir sagt, að hún væri orðin al- bata. Þvílík ósannindi! “Eg iskil þig.” sagði hann blíðlega. “En fyrir alla muni revndu að vera stilt. Lokaðu augunum og hugsaðu ekki um neitt; við erum nærri komin heim.” “ Nei nei! Þú verður að hlusta á mig, ’ ’ sagði Alanna og færði sig frá honum og lét út úr sér ógnaflóð af orðum, ,sem Sam skildist að bæru þess ljósan vott, að hún væri ekki með öliu ráði. Hún var að segja eitthvað um Eileen Cassidy, lögregluforingja í San Fracisco, Lee Ying og hvítt barn. Hvað átti hann að gera og hvað átti hann að segja, þegar hann liitti Albert Wagner? Hvernig gat hann gert grein fyrir því, hvar og hvernig hann hefði hitt Alanna ? Þessar og þvílíkar spurningar steðjuðu að. Ef ekki hefði sú afsökun verið, að hún var ekki með sjálfri sér, þá hefði þetta verið alveg óbærilegt. Það mundi líka sjálfsagt verða einbverjum örðug- leikum bundið, að skýra frá því, hvernig hún hefði sloppið út úr gistihúsinu. Þetta var alt þannig lagað, að það var ógerningur að hugsa um það, þar á meðal þessi vitlevsis hugmvnd, sem nú var komin inn í huga hanner, honum sjálfum viðvíkjandi. Jæja, hann hafði einu sinni áður hjálpað henni til að ná réttu ráði, hann gat kannske gert það aftur. “Þú verður að h'lusta á mig, Sam! Ef þú hættir ekki að ímynda þér, ag eg sé gengin af vitinu, þá missi ég aftur vald á sjálfri mér. Eg er með fullu ráði, engu síður en þú sjálfur. Hugsaðu um þetta eina mínútu. Líttu á mig. Lít ég út eins og Iirjáluð manneskja? Jæja, þá. Eg er að reyna að segja þér nokkuð, sem hefir meiri þýðingu fyrir okkur bæði, heldur en nokk-, uð annað getur haft, en þú veitir því enga eft- irtekt. Það, sem eg er að segja, er ótrúlegt, eg veit það, en það er satt engu að síður.” “Alanna!” sagði hann ofur blíðlega. “Ef þú ert með réttu ráði, þá er eg það áreiðanlega ekki.” “Þetta er betra. Eg var nærri orðin reið við þig. Eg hélt þú vildir ekki hlusta á mig og þetta, ætlaði alt að verða að engu. Nú skal ég gefa þér þetta inn í smáskömtum og reyndu nú að skilja mig. Frændi Eileen Cassidy, sem Halv heitir, er staddur í New York, og hann fullyrðir, að þú sért ekki frekar Kínverji held- ur en hann sjálfur.. “ Þetta tekur engu tali. Eg trúi þessu ekki. Hvaða sannanir hefir hann?” “Fullar sannanir, að mér skilst. En við fá- um að heyra meira um þetta, þegar við komum heim. Eg get ekkert annað en endurtekið það, sem Eileen Cassidy sagði mér í símatali.” Þetta reyndi hún að gera sem bezt hún gat, °K þegar hún var búin að því, voru þau komin alla leið. Sam borgaði ökumanninum og hjálp- aði hann svo Alanna inn í gistihúsið. Hann efaðist ekki um, að þesái vökudraumur mundi ' bráðum taka enda. Svo sem hálftíma seinna hafði Peter Daly sa.gt sína sögu. Hann sagði greiðlega frá og Eileen Cassidy gerði ]>að sem hún gat til að hjálpa honum að gera shöguna si‘m Ijósasta. All- ir hlustuðu á það, sem sem hann hafði að segja, með mikilli athygli, en enginn með meiri at- hvgli heldur en Albert Wagner. Peter Dalv endaði sögu sína á þessa leið : A þessu getur ekki leikið nokkur minsti efi. Dunne sagði mér alt um þetta strax og við töluðum líka um það seinna. Hann sá Lee Ying taka bamið upp af dyratröppunum og hann og kona hans héldu því síðan fast fram, að þau ®ttu drenginn sjá'lf og guðirnir hefðu gefið sér hann og þannig héyrt bænir þeirra. Dunne er enn á lífi og eg er viss um að hanri er enn fús að sanna sögu mína. Þið þekkið eitthvað til Kín\ erja. Þeir hafa mikinn átrúnað á guðum sínum, hinir betri þeirra, og Lee Ying var mik- iH trúmaður og kona hans var óvanalega trú- hneigð kona. En livað Sam snertir, ]>á }>arf ekki annað en sjá liann til að sannfærast um, að það sem eg er að segja ykkur, er satt. Allir geta séð. að han er 'ekki Kínverji.” “ Eg þekti Lee Ying betur en nokkurt ykkar,” sagði Eileen. “Hann var bezti vinur jninn. Hann kallaði Sam æfinlega son guðanna, sagði að guð- irair hefðu gefið sér hann. Eg var oft að hugsa um, hvað hann ætti við með þessu, en eg hefi aldrei skilið það fyr en nú.” Eg skal segja vkkur, að Dunne var næstum kominn í ógöngur út af þessu,” hélt Dalv áfram. “Eg vann á lögregluskrifstofunni, þegar þetta var og vÍ8si, að Lee Ying var auðugur og lfka ]>að, að hann var ágætismaður, og- eg vissi, að þama hafði drengurinn prýðisgott heimili’ og ]>að var líklegt, að eitthvgð mundi verða úr hon- um, ef hann yrði alinn þar upp. En einhverjir trúboðar komust á snoðir um þetta og fóru að verða óþægilega spurulir. Ef þeir hefðu vitað allan sannleikann, þá mundu þeir hafa tekið drenginn og látið hann á barnaheimili, til að koma honum í kristinna manna tölu, og lang- líklegast er, að þá hefði ekkert orðið úr honum. Ijoe Ying hevrði eitthvað um ]>etta, og hann kom til mín og hafði miklar áhyggjur út af þessu, og skömmu seinna flutti hann sig til New York. Eftir það heyrði ég aldrei neitt um þetta má'l. Eg man svo vel eftir drenguum. Hann var svo skrítilega klæddur, með stóran, rauðan hnapp í húfunni sinni, og alt af leiddi gamli maðurinn hann við hönd sér, þegar þeir voru úti. Allir ]>ektu hann í Kínverjahverfinu og aldrei hefi eg þekt góðlátlegra og siðprúðara barn.” “Hver er eg þá?” spurði Sam með nokkrum ákafa. “Eg veit ekki meira um það en þér vitið,” svaraði Dalv. “Enginn gerði nokkum tfma nokkrar kröfur -til yðar. Við fundum æði mörg óskilabörn, en það varð svo sem aldrei neitt úr neinu þeirra. Hver svo sem þér kunnið að vera, }>á geri eg ráð fyrir, að þér :séuð af góðu bergi brotinn. ” “Faðir minn tiúði ekki á ættgengi. Hann sagði, að fegurð postulínskersins lægi ekki í efn- inu, heldur í listfengi smiðsins.” “Það er huldufólk á írlandi,” sagði Eileen og var mikið niðri fyrir. “Getur ekki svo sem vel verið, að það sé líka til í Kína? Lee Ying var allra manna vitrastur og hann vissi ótal mai'gt, sem við skiljum aldrei. Hann talaði alt af um Sam eins og prins, eða eitthvað æðri veru en aðra menn. Eg held hann hafi líka þar haft rétt fvrir sér. ” “Það held ég líka,” sagði Alanna blíðlega. Hún færði sig nær honum og lagði vangann við handlegginn á lionum. Daly leit á úrið sitt. “Það er orðið fram- oroio og nu heti eg sagt ykkur alt sem eg veit um þetta rnál. Mér þvkir lijartanlega vænt um, að það skvldi vilja svona til, að eg get orðið til þess að verða tveimur ógæfusömum elskendum að liði, }>ó sannleikurinn vitaskuld hlyti að koma í ljós fyr eða síðar. Mér finst, Mr. Wagner, að nú sé tími til ]>ess kominn fvrir yður, að óska þesisum unga manni og þessari ungu stúlku til hamingju og biðja guð að blessa þau.” Wagner stóð á fætur, lagði hönd sína á öxl- ina á Sam og sagði mjög góðlátlega og einlæg- lega: “Eg sé ekki að það geri í raun og vera mikið til, hver þú ert eða hvað þii ert, drengur minn. Mitt eina áhugamál er það, að Alanna geti verið glöð og ánægð. Eg hefi tekið mér fjarska nærri, börnin góð, að vita hvernig ykkur hefir báðum liðið nú að undanförau.” Kínverjar eru að því þektir, að fara seint að hátta, en þrátt fyrir það var kínverska hverfið í New York alt í fasta svefni, þegar Sam hætti að ganga aftur og fram um garðinn á húsþaki sínu og horfa niður í hin mannlausu stræti. Það var komið undir dagrenningu. Svo hann var hvítur maður! Lee Yings göfugi andi var enn starf- andi. Jlann hafði útrétt hönd sína frá bústöðum hinna framliðnu, til að opibera þenna mikils- verða, en kalda sannleika. Þetta kveld hafði markað merkdeg tímamót í æfi Sams, en þó hafði það ekki þau áhrif á hann, sem við hefði mátt búast. I>að var eitthvað, sem dró úr gleð inni/ hún var ekki fullkomin, eða það var eitt- hvað, sem gerði hana ekki eins áhrifamikla og vænta mátti. Það var kannske vegna þess, að alla æíi haíði hann alið hjá sér þá liugsun. að hann væri í raun og veru hvítur maður, þó liann vissi, að hún hafði ekkert fyrir sér í því annað en það, að hann langaði alt af til þess. Hið eina, sem verulega gladdi hann í þessu .sambandi, var l>að, að nú var ekkert því til fyrirstöðu, að hann gæti notið ástar stúlkunnar, sem hann unni. Það út af fyrir sig, var mjög merkilegt, og honum skildist, að vel gæti vorið, að her væri líka um verk síns framliðna föður að ræða. En Ying liafði verið betri og göfugri heldur en aðrir menn. Hann hafði unnið sín þrettán hundruð góðverk, sem góðum Kíverja bar að gera. Var þetta kannske ein af hans miklu velgerðum? Mikilli g>efu, mikilli auðlegð og miklum heiðri hafði Sam verið s]>áð, meðan hann var bara, og alt hafði þetta rætzt., en hann átti það alt bók- staflega Lee Ying að þakka. Sjálfur hafði hann ekkert til þessara gæða unnið, hann hafði ekki einu sýnt að hann væri þeirra verðugur. Sam þótti vænt um að vita, að hann var hvít- ur maður. Það aflaði houm meira álits og meiri virðigar, en hann hafði áður. Þó yar eitthvað, sem hann saknaði. Einhver verðmæti voru að hverfá úr eigu hans. Að hverju lejdi var hann betri maður, eða meiri nú, heldur en hann hafði verið? í ga>r var hann sonur hins vitrasta, göf- ugasta og bezta manns, sem hann hafði nokkura tima þekt. Nú var hann ara útburður, sem lífi hafði haldið af því góður maður bjargaði hon- un>, }»:gar foreldrar hans köstuðu honum frá sor. Samt hafði heiður lians og virðing marg- faldast Astmey hans hafði nú opnað honuin arma sína. Hinn göfugi og góði Lee Ying var okki faðir hans, heldur væntanlega einhver drykkjurútur og vandræðamaður. Pan Yi var ekki móður hans, heldur einhver óþekt kona, lang-Iíklegast einhver gallagripur. Þetta átti hann að tolja sér til inntekta og vera stoltur af. K ín\ersku guðirair vroru rlálítið glettnir og gam- ansamir. Það var ómögulegt annað, en þeir mundu brosa að þessu. Klukkustundum saman hafði hann gengið fram og aftur garðinn á húsþaki sínu. Hann var að kveðja heimili sitt og hann livar að kveðja kínverska þorpið, ]>ar sem hanri hafði verið mest- an hluta æfi sinnar, því á morgu átti hann að fara I í anað umhverfi, og ekki gat han varist þeirri hugsun, að líka þar mundi sér verða eins og of- aukið, eins og aJlsstaðar annars staðar. Hann tók nææri sér að skilja við þenna stað, sárar en hanfi hafði nokkurn tíma áður getað gert sér í hugarlund. I>egar hann gekk þarna fram og aftur, undir alstirndum himni, fanst honum hann verða var við einhverja veru, háa,.tígulega, sem hvert fótmál gekk við hlið hans. Hann kannað ist vel við hana; sálir þeirra höfðu mæzt. Lee Ying bar höfuð og herðar yfir aðra menn. Enginn sonur hafði átt göfugri og betri föður en Sam. Föður? Nei. Faðir hans var einhver óþektur maður, sem hann vissi ekkert um ann- að, en að hann hét Dunne. Hvor vissi betur? Hvoum mátti betur trúa, Lee Ying eða þessum lögreglumanni? Hvor þeirra skildi betur hina torskildu vegi guðanna? Hvað er sannleikur? Hvar átti að leita hans, í.heilanum eða hjart- anu ? Hvorum þessara tveggja manna átti liann að trúa? Sam fór ofan af þakinu og fór beint inn í svefnherbergi sitt. Hann þvoði sér, að hreins- unarsið Kínverja, og fór í þann fatnað, sem þeirra er siður að bera, þegar þeir ganga fram fvrir goð sín til að biðjast fyrir. Svo gekk hann ;inn í bænhúsið og lokaði hurðinni á eftir sér. Honum fanst húsguðirnir horfa á sig með föstu, en órannsakanlegu og óskiljanlegu augnaráði. Hann kveikti á kertinu, sem stóð framan við kínversku goðmyndina, og horfði á reykinn stíga upp í loftið. Svo féll hann á kné frammi fvrir gulllpuötunni, sem hékk á veggnum, ag hneigði höfuð sitt. Þegar hann tók til máls, talaði hann málið, sem liann hafði lært við kné hinnar göfugu og trúræknu konu, Pan Yi. “ Þú, .sem varst öllum öðrum vitrari og betri, og sem eg á alla mína gæfu og gleði að þakka, til þ.ín í heiminum beini ég bænum mínum. A þess- tiri kyrlátu næturstund, finnur þinn óverðugi sonur sárt til einverunnar. Ástríður hans og eftirfanganir eru honum ofurefli. Hann geng- ur í myrkrinu og hin rétta leið er honum hulin, og efasemdirnar ásækja hann. Kendu honum að sjá og. skilja sannleikann. Vertu hjá lion- um, eins og hann þráir að vera lijá ]>ér. Þú hefir hætt að búa í ]>ínum virðulega lík- ama, og nú gengur þú alsjáandi á vegum eilífa lífsins. Nú þekkir ]>ii og skilur alla leyndar-. dóma tilverunnar. Eg bið ]>ig, að ]>ú gróður- setjir djúpt í hjarta mínu, trún á veruleikann og eilífðar tilveru þína. Af engu skapaðir þú mig og klæddir mig af þinni eigin auðlegð. Eg cndurgalt þér þínar velgerðir með sorgum og vonbrigðum, en sál mín er sjúk og eg ákalla l>ig. PerJan er musteri, sem með miklum erf- iðismunum er bygt utan um ofurlítið sand- korn. Utan um gimstein elsku þinnar til mín, heiti eg að byggja vegleg-t minnismerki, er reist sé á því órjúfanlega trausti, sem eg ber til þín.” E N D I R. JÓLALJÓÐ Heill þér himinborna, dýra drottning drottins sala. Kom enn . kaldar að næra viltar sálir veraldar baraa. Kom, kom ljósi þinna Lát oss skilja ráða rúnir með krafti þínum, líknar orða. lífsins speki, reynslustunda. Villast þjóðir af vegum dygða. Glotta menn að guðspjalla sanni. ganga frá jötu Jesú dýrðar. Flýja frelsi fara í launkofa. Flýja Betlehems barn og móður. Jjoka augum þá lýsir stjarna. fleyra ej of helgum völlum, heilagan söng frá hæðum Drottins. Heilagan söng þeirra. er boða Heilagan sörtg Dýrð sé Guði himneskra sveita, birtu og líf. um helga nótt. drotni vorum. Jjýsti stjarna um lágnætti. Ijjóma ljós líknarsala. Enn ]>á lýsir ljúfa stjarna, Villuráfandi veraklarlýð. Hringja klukkur rielgra. tíða, heilög jól heimi boða. Syngja svanir sig-urhæða, dýrðarljóð drottins sala. Föllum fram, fyrir altari föður vors, og fögnum Jesú. Grátum, grátum svo glúpni hjarta. Jjofum Guð fyrir lífsins sól. Hærra, Jiærra, hefjum merkið! Meira ljós meiri þekking; Burt með tál, trufl og voða. Sigi’i löndin sannleikans kraftur. Hærra, hærra, hörpur syngi, helgimól heilagra jóla. Lyft sál vorri, líf.s faðir, hátt yfir liættur og dauða. Asmundur Jónsson, —Jólablað Vísis, frá Skúfstöðum. KAUPBÐ AVALT LUMBER Kjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HÉIMRVAVe. EAST. - - winnipeg, man. Yard Offlce: 6t+i Floor, Bank of Hamilton Chambera Framtíð lýðræðisins og kjör fátæklinga. Eftir W. R. Inge. Lýðræði hefir verið kjörorð síð- ustu tíma í þjóðfélagsmálum. En á seinustu árum er mjög farið að vefengja gildi þess víða um lönd o!g það hefir meira að segja verið afnumið í ýmsum löndum og einhvens konar einræði komið í staðinn. Inge, aðalprestur Páls- kirkjunnar í London og einn af snjöllustu óg þektustu rithöfund- um Englands, hefir oft látið þessi mál til sín taka og m. a. í nýrri ritgerð. Á stríðsárnum, selgir hann, létu Bretar heita svo, sem þeir berðust fyrst og fremst fyrir lýðræðinu. Það var sagt fyrir Ameríkumann- inn og hafði á hann tilætluð á- hrif. En nú virðist flestir vera komnir á þá skoðun, að lýðræðið sé ekki örugt. En við verðum að gera okkur grein fyrir því, að orðið lýðræði (democracy) er not- að í þremur merkingum. Það er stjórnskipula'g, þar sem allir borg- arar eru sjálfir löggjafar án full- trúa. Lýðræði er einnig ríki, þar sem kjósendur með almennum kosningarrétti hafa síðasta orðið, en kjósa fulltrúa til þess að fara með umboð sitt. Og loks er Iýð- ræði þjóðfélag, þar sem allir eiga að vera jafnir eða jafnt tillit á að vera tekið til allra. Fyrsta lýðræðið er einungis framkvæm- anlegt í litlu kotríki, eins og Aþenu hinni fornu eða svissneskri Kantónu. Annað lýðræðið búuml við nú við. Það þriðja er kristi- leg kenning, og sem kristinn mað- ur trúi ég á það, segir Inge. En á lýðræðið annað í röðinni trúi ég ekki mikið og eg held að fáir trúi á það nú orðið. Shaw hefir sagV, að mesta viðfangsefni stjórnmál- anna væri það, að finna góða að- ferð til, manngildismælinga (an- thropometric method):, en hún hefir ekki fundist enn þá. Sú er heimskulegasta aðferðin, að kljúfa höfuðin í herðar niður (í styrj- öldum og með ofbeldi); sú næst- heimskulegasta er að telja þau, að fara Æftir höfðatölunni. í raun og veru táknar almennur kosning- aréttur það, ^ð veraldleg gæði minnihlutans eru sett á uppboð í hverjum kosningum og fjarstæð- um þeim, sem frambjóðendurnir lofa, eru engin takmörk sett, nema óttinn við það, að ef til vill þurfi þeir að standa við þær. Þetta er fávíslegt skipulag. En eg játa það hispurslaust, að eg veit ekki hvað koma ætti í staðinn. Síðan talar Inge um ýmsar til- lögur og umræður um þjóðfélags- mál, m. a. þá, að afnem eigi per- sónulegan gróða eða hagnað ein- staklinganna. En hann segist vera þeirrar skoðupar, að ef kipt sé burtu þeim aðalhvötum, sem knýi menn til vinnu, harðrar vinnu, sem sé óskin um það að bæta kjör sín og enn þá meira, óskin um það að sjá börnum sínum far- borða í lífinu, þá mundi fátt fólk vinna eins vel og það gerir nú, flestir mundu vinna illa, og tals- vert margir mundu alls ekki vinna, nema þeir væru neyddir til þess. Þeir, sem sífelt eru að álasa þjóðskipulagi okkar, og kalla það helvíti á jörðunni og þessháttar, þeir gera landi sínu einhvern þann mesta ógreiða, sem unt er að gera því. Því ,að sannleikurinn er sá, að þrátt fyrir alla þá galla, sem réttilega mætti finna á þjóðskipu- laginu, er það einföld staðreynd, að aldrei hefir komið sá tími í sögu heimsins, að almenningur, verkamenn og konur, hafi notið þæginda og skemtana og tæki- færa til uppeldis og andlegrar á- nægju neitt svipað því, sem hann hefir nú. Með öllum göllum sín- um er menning tuttugust aldar- innar sú hamingjusamasta og bezta fyrir allan almenning, sem heimurinn hefir séð. En svo ganga menn um og eitra huga fólksins og eggja til óánægju allsstaðar, unz þjóðfélagið verður fult af gremju, beiskju, þvargi og deil- um. Skipulag þjóðfélagsins er nú hagstæðara fátækum borgur- um, en það hefir verið nokkru sinni áður, og það fer batnandi. Ameríka vísar veginn. Með stór- framleiðslu og auknum einfald- leik og bættum vélum, er létt erf- iði handavinnunnar og þægindi, sem engan dreymdi um áður, get- j ur nú svo að segja hver og einn öðlast, án þess að vinnudagur sé lengdur eða laun lækkuð. Þetta er það, sem Ameríka hefir að j bjóða í stað jafnaðarstefnu. Þetta ! er starfandi framkvæmd, en jafn- aðarstefnan hefir sífelt verið mis- hepnað og dautt framkvæmda- leysi. En þó að eg segi þetta, gleymi ég ekki hinum ógurlega þrándi í götu okkar — atvinnuléysinu. Það sprettur sumpart af veitingu at- vinnleysisstyrkjanna og sumpart af því, að fóliksfjöldinn er of mik- ill. Vandamál þjóðfélagsins eru viðráðanleg, þegar mannfjöldinn er mátulegur. Ef hann er það ekki, er viðureignin vonlaus. —- Kring um 1940 til 1945 fer mann- fjöldi Englands að standa í stað eða jafnast. En ef fólksfjöldinn er of mikill núna, og það er hann, þá er bejsta ráðið landnám með ríkisstuðningi. Atvinnuleysisstyrk- ir eru siðspillandi. Aðal áhrif þeirra eru þau, að gera úr mönn- um, sem ekki fá atvinnu, menn, sem ekki vilja vinna. , Gildi þjóðfélagsins er ekki kom- ið undir sem mestum fólksfjölda, heldur hinu, að fólkið sé sem kjarn- mest og bezt.—- Lögr. Guglielmo Ferrero og ókyrð aldarfarsins. Guglielmo Ferrero er einn af þektustu sagnfræðingum nútím- ans og hefir 1 einnig látið ýms þjóðfélagsmál til sín taka. Hann hefir nýlega skrifað um eðli og orsakir ókyrðar þeirrar, sem nú ríkir í heiminum. Hann segir að hömlur þær og þeir máttarviðir, sem nítjánda öldip hafi fengið að erfðum frá timanum fyrir frönsku byltinguna, séu nú eyddir, hafi fallið í heimsstyrjöldinni. Erfi- keningar eru glataðar, siðir eru losaralegir, fjölskyldan er ekki lengur skóli í aga, trúin hefir mist mikið af fyrri áhrifum sín- um. En menning getur ekki lif- að á eintómri upplausn. Hún þarf aðhald, hömlur. Þess vegna þarf að búa til nýjar hömlur og nýja máttarviði í stað hinna gömlu. Og nú er einmitt verið að finna þá upp og búa þá til. Þetta er varla byrj- að og við vitum ekki enn hvar það endar. Það er mjög sjaldgæft, að tímabil í sögunni viti sjálft með vissu hvað það er að hafast að. Ekkért er erfiðara en að skapa aga og ekkert nauðsynlegra, en okkar tími hefir enn þá ekki get- að það. Við lifum dag frá degi í sífeldri óvissu einmitt af því að við erum agalaus. Við þurfum. eins og allir tímar þurfa, aga í $mekk okkar, aga í siði okkar, stjórnmálaaga og fjármálaaga. Hann verður skapaður. í öng- þveiti því, sem nú er, sjást þegar merki hans. Eftir því sem hann verður ljósari, minkar óvissa og ókyrð heimsins. En meðan á bið- inni stendur, verðum við að starfa og hafa þolinmæði og máske þjást. Miklar nýjungar búa nú um sig í sögu heimsins og við verðum að véra þeirra verðugir. —Lögr. FRÁ ÍSLANDI. Siglufirði, 12. jan. 1931. Aðalfundur Verkamannafélags Siglufjarðar var haldinn á laug- ardagskveldið og var mjög fjöl- mennur. í félagið genigu þá 37 nýir meðlimir. Formaður var kos- inn Kristján Sigurðsson, og vara- formaður Guðmundur Skarpshéð- insson. Þeir og meðstjórnendur allir .socialistar. Kommúnistar komu engum að í stjórn. Kristín Blöndal, ung efnis- stúlka, símamær, lézt á sjúkra- húsinu í morgun.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.