Lögberg - 23.04.1931, Blaðsíða 2

Lögberg - 23.04.1931, Blaðsíða 2
V Bls. 2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. APRÍL 1931. Högbers Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LTD., Cor. Sargent Ave. og Toronto St. Winnipeg, Manitoba. Talsímar: 86 327 og 86 328 Einar P. Jónsson, Editor Utanáskrift blaSsins: The Columbia Press, Ltd., Box 3172 Winnipeg, Man. Utanáskrift ritstjórans: Editor Ldgberg, Box 3172, Winnipeg, Man. Verð $3.00 um árið. Borgist fyrirfram. The "LögberB” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. Sumar Veturinn cr riðinn úr hlaði, en sumarið gengið í garð; hér í landi hefir í raun réttri að þessu sinni, tæpast um vetur verið að tala, því svo mild var veðr- áttan lengstan tímann; næsta ólíku mun hafa verið til að dreifa heima á ættjörð vorri, að því er oss skilst; mun tíðarfar þar hafa verið með strangara hætti, en við hefir gengist mörg undanfarin ár. Sumarið er aufúsugestur þjóðanna; þó mun það ekki vera hvað sízt, velkominn gestur íslenzku þjóð- inni, er flestum þjóðum fremur hefir að jafnaði mikið af vetrarríki að segja. Oss, sem borin vorum og barnfædd á Islandi, mun seint úr minni líða hátíðablærinn, er yfir öllu hvíldi á sumardaginn fyrsta; jafnvel fátækustu inn-heiða og afdala býlin, skiftu svo um svip, að því er oss fanst, að þau líktust miklu fremur konungshöll en kotungs- hreysi; þó var því ekki ávalt að fagna, að samtímis sumardeginum fyrsta, kæmi sólskin og sumarblíða, því oft hagaði þá svo til, að yfir heilum héruðum iivíldi grímmúðugt hjarn, svo langt sem augað eygði; þó var breytingin raunveruleg, engu að síður; það var hugsjón sumarsins, er náð hafði vfirtökunum á sál fólksins, og þess vegna fékk útsýnið bjartari svip; menn réttu hverir öðrum hendina með viðkvæmri ósk um gleðilegt sumar, og í handtakinu falst heill heimur af trausti til gróandans og lífsins. Sumarið er vagga hinna hæstu hugsjóna; vonir þeirra manna og kvenna, er svarið hafa hugsjón sum- arsins hollustu, eru víðfleygar og láta aldrei hasla sér völl; þær eru æðastög enduryngingarinnar miklu. Sérhverri þjóð er vormanna þörf; hug'prúðra manna, er eigi veigra sér við að sigla sinn eigin sjó, hvað sem á móti blæs. Islenzka þjóðin hefir til þess góða og gilda á- stæðu, að vera forsjóninni þakklát fyrir þann fjölda frækilegra manna og kvenna, er hún á öllum öldum hefir eignast og borið hafa hróður hennar yítt um lönd; hún á vormönnunum atlan sinn þroska að þakka. Vafalaust eru þeir hreint eigi svo fáir, er um sárt eiga að binda af völdum hins hverfanda vetrar, þótt mörgum hafi hann að sjálfsögðu víðtæka blessun veitt. En nú er sumarið gengið í garð, með lífstein þann, er fægja skal og græða sárin; tryggingin fyrir sigurvinningum sumarsins, er eilífs eðlis; hún er fal- in í sólbjarmanum, langdeginu og gróðrarskúrinni. Sú er vor innilegasta ósk, að sumarið nýbyrjaða, megi ekki einungis reynast fólki voru farsælt í efna- legum skilningi, heldur einnig veita sólskini og sálar- frið inn á hvert einasta íslenzkt heimili, hvar í heimi sem er, svo að þar fái að eins þau frækorn skotið rót- um, er til manndóms og menningargildis miða. Að svo mæltu óskum vér fslendingum beggja megin hafsins, góðs og gleðilegs sumars. Stjórnmálin á Spáni Frá því var skýrt í síðasta blaði, að Spánarkon- ungur hefði látið af völdum og vTæri flúinn úr landi; var þess jafnframt getið, að þjóðin hefði við almenna atkvæðagreiðslu lýst yfir því, að héðan af skvldi Spánn vera lýðveldi; þótt atburður þessi gerðist með skjótum hætti, þá mun hann samt í raun réttri ekki komið hafa neinum á óvart, með því að á Spáni hafði jafnan sýnzt alllra veðra von, frá þeim tíma, er de Rivera tók sér alræðisvald í hendur og stjórnaði landinu með herafla. Maður sá, er við völdum tók, að afstaðinni stjórn- arbyltingunni, heitir Zamora; hefir hann verið foringí lýðveldissinna um nokkurt skeið, og látið mikið til sín taka; í septembermánuði síðastliðnum, jflutti hann tölu, er mikla athygli vakti víða um heim; fór hann ekki dult með þá sköðun sína, að aðeins væri um tímaspursmál að ræða, þangað til konungsvaldið á Spáni hefði sungið sitt síðasta vers; komst hann meðal annars þannig að orði: “Konungsveldinu hefir verið haldið við af glæframönnum í háa herrans tíð; nú er síðasta þættinum lokið, og tjaldið í þann veginn að falla; krúnan hefir bitra blóðskuld að baki, er aldrei verður endurgreidd; vextirnir verða samt sem áður að borgast, en slíkt verður með þeim einum hætti' gert, að konungurinn leggi niður völd og fari úr landi með alt sitt sifjalið.” Af þessu má sjá, að hinn nýji stjórnarformaður Spánverja, er alt annað en myrkur í máli. ^ Stjómarbylting þessi hin nýafstaðna, fór fram með ró og spekt; þess ekki getið, að hún hafi kostað spönsku þjóðina einn einasta blóðdropa; slík alvara virðist hafa náð yfirtökum á þjóðinni, að minsta kosti í 'svipinn, að vænta megi góðs af; þó verða þar vafa- laust enn um langt skeið, ýms áskyld og sundurleit öfl að verki; fylgið við konungsættina er enn ærið djúprætt; hinn fráfarni konungur er persónulega vin- sæll maður, og á þarafleiðandi fjölda dáenda með þjóð sinni; þykir mörgum vegur hans hafa vaxið, sökum þess hve drengilega hann brást við, er ljóst varð u-m vilja þjóðarinnar, að afstöðnum síðustu kosningum. 12. ársþing Þjóðræknisfélagsins (Framh.)i Sig. Vilhjálmsson mælti meS því að allir ísl. í Vesturheimi væru þarna skráS- úr. Gjöröi grein fyrir hver ávinningur gæti siöar af því orðiö, ef þessi skrásetn- ing yrði almenn. Jónas Jónasson flutti ágæta ræöu um gagnsemi Selskinnu og nauösynina á þvi aö menn sintu henni. * Eftir biö þessa las J. J. Bildfell nefndar- álit um inngöngu lestrarfélaga og annara skyldra stofnana í Þjóðræknisfélagið. Var þaö á þessa leið: Vér undirritaðir leggjum til, að stjórn- arnefnd Þjóöræknisfélagsins sé falið að taka á móti tilboðum frá þeim félögum, sem kyrinu að vilja ganga inn í félagið og leggja þau fyrir Þjóðræknisþing. j. J. Bíldfell, A. P. Jóhannsson, J. Húnfjörð. R. E. Kvaran taldi nefndarálitið með öllu ófullnægjandi og benti á, að nefndar- menn hefðu ekki tekið til greina þær bendingar, sem forseti hefði þegar gefið í þessu máli. Forseti bað ritara að taka sæti sitt og tók til máls. Tók hann i hinn sama streng um það, að nefndarálitið væri ófullnægjandi. Flutti hann langt og snjalt erindi um nauðsynina á þvi að taka sem' vinsamlegast á móti þeim tilboðum, sem félaginu bær- ist um viðbót við félagið. Taldi hann nefndarálitið vera nærri sama sem afsögn á því að sinna þeim tilmælum, sem til mála hefðu komið, með því að ætlast væri til að bíða yrði árlangt áður en þau væru tekin til greina. Flutti liann siðan sjálfur breytingartillögu við nefndarálitið, er svo hljóðar: “Heimilt skal forseta, í samráði við stjórnarnefnd Þjóðræknisfélagsins, að gjöra sérstaka samninga um inngöngu í félagið, við félög Islendinga vestan hafs, sem vinna að svipuðu markmiði og Þjóð- ræknisfélagið. Þó skal þess ávalt gætt í sambandi við slíka samninga að skerða ekki rétt einstaklinga innan félagsins né heldur félagsheildarinnar.’’ A. P. Jóhannsson svaraði og færði rök fyrir því, að nefndarálitið færi beinlínis eftir stjórnarskránni. Færi tillaga forseta í þá átt að skerða réttindi deildanna. Væri með öllu óhugsandi að láta menn ganga inn í félagið með niðursettu gjaldi. J. Húnfjörð talaði ennfremur fyrir hönd nefndarinnar. Árni Eggertsson gerði grein fyrir því, hvernig þetta mál hefði komið fram. Sagði hann frá félögum, sem tilhneigingu hefðu til þess að ganga í Þjóðræknisfélagið, en teldu sig ekki eiga þess kost nú með því fyrirkomulagi, er gilti. Forseti varði breytingartillögu sina og færði rök fyrir þvi, að hér væri opnaður vegur til þess að ná fjölda manna inn í fé- lagið, ef á þessu væri haldið með lempni og nærfærni. J. P. Sólmundsson benti á, að ef nefnd- arálitið væri samþykt, þá væri málið ó- þarflega flækt og gjört erfiðara fyrir með inngöngu. Mælti með breytingartillögu for- seta. J. Húnfjörð taldi ekki gjörlegt að ganga á annan veg inn í félagið en ráð væri fyrir gjört í stjórnarskránni. Rögnv. Pétursson skýrði frá tilmælum félagsins Vísir í Chicago, eða forráða- mönnum þess. Væri vissa fyrir því, að menn þar langaði yfirleitt til þess að hafa samband við félagið en treysti sér ekki til þess að hafa að öðru leyti mikil not af sambandinu sökum fjarlægðar. Um al- menn bókafélög væri enginn vandi í þessu sambandi. Mætti meta bókaeign til pen- inga og reikna það sem tillag til félagsins. Vildi hann að nefndin tSeki málið aftur til yfirvegunar. Ari Magnússon mótmælti því, að stjórn- arnefndinni væri*gefið slíkt vald, sem fram á væri farið í tillögu forseta. Þetta væri gjörræði og hætta. Mr. J. Jónatansson taldi þetta nokkuð vandræðamál en um peninga-hlið málsins skifti engu. Mælti með breytingartillög- unni. Var breytingartillagan^borin upp til at- kvæða og samþykt. Guðm. Árnason flutti nefndarálit Tíma- ritsnefndar. “Tímaritsnefndin leyfir sér að leggja fram eftirfylgjandi skýrslu. 1. Nefndin leyfir sér að leggja til, að ársrit félagsins verði gefið út næstkom- andi ár á sama hátt og verið hefir að und- anförnu. 2. Nefndin er þeirrar skoðunar, að verð ritsins ætti að vera einn dollar fyrir alla. • 3. Nefndin leggur til, að kapp verði lagt á að birta í ritinu bréf og skilríki, sem snerta landnám íslendinga hér í landi, sem og félagsmál þeirra, þau, er verið geti lesendum til fróðleiks og skemtunar; þó sé ekki gripið inn í það verksvið, sem lýt- ur að landnámssöguritun, þar sem það efni hefir vesið nokkuð grandgæfilega tekið fyrir af öðrum. 4. Nefndin er þeirrar skoðunar, að efni ritsins ætti að vera eins fjölbreytt og unt er, og að ritgjörðir, sem eru mjög ó- aðgengilegar fyrir almenning, ættu síðar að vera birtar, nema að ritstjórinn álíti þær ómissandi fyrir íslenzkar bókmentir og tungu. 5. Nefndin leggur til, að stjórnar- nefndin ráði ritstjóra og sjái að öðru leyti um útgáfu ritsins eins og að undanförnu. Árni Eggertsson Guðmundur Árnason Sigurbjörg Johnson B. Dalman Ingvar Gislason. Rögnvaldur Pétursson og A. G. Magn- ússon lögðu til að nefndarálitið væri rætt lið fyrir lið. Samþ. 1. liður samþyktur með öllum atkvæð- um. 2( Iiður sömuleiðis. Við 3. lið gjörði R. P. þá breytingartil- lögu, að fella niðurlagið niður: “Þó se ekki” o. s. frv. til loka greinarinnar. Sú till. var samþykt. Síðan samþyktur liður- inn með áorðinni breytingu. í meir en þriðjung aldar hafa Dodd’s Kidney Pills verijf viður- kendar rétta meðalið við bakverk, gift, þvagteppu og mðrgum fleiri sjúkdómum. Fást hjá öllum lyf- sölum, fyrir 50c. askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodds Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. Palladómar 8. apríl— Klukkan 9.01 í gærkveldi, þegar Mr. Ivens lofaði því, að hann skyldi innan lítils tíma láta oss heyra ýmislegt mergjað um auðvaldið (hann hafði þá þegar talað í 15 mínútur), stóðum vér á fætur og ruddumst með hávaða miklum út undir bert loft, þar sem vorblærinn blés um oss ó- hindraður með öllu móti. 1 gær var fimtugasti þingfundurinn á þessu ári. Hugsið ykkur það! fimtíu dagar og nærri fimtíu næt- ur, og vér, sem erum að hverfa, hnegjum oss með lotningu. Stjórn, sem ræðir um hlutina, er nú það fyrirkomulag, sem við- urkent er í hinum vestlægu löndum. Það er, skulum vér R. P. lagði til að félla niður 4. lið. Sú till. var samþykt. 5. liður samþ. og síðan nefndarálitið með áorðinni breytingu. Sýningarmál tekið fyrir. Kristján Bjarnason flutti eftirfarandi nefndarálit. Nefndin leyfir sér að leggja fram eftir- farandi tillögur: t 1. Að nefnd sú, sem kosin var á síð- asta þingi, haldi áfram störfum sínum og hafi vald til þess að bæta sjálf við sig meðlimum ef hún telur þess þörf. 2. Að þingið mæli með því við þjóð- ræknisdeildir víðsvegar um land að þær verði nefndinni hjálplegar. 3. Að þingið heimili stjórnarnefndinni að leggja sýningarnefndinni til fjárstyrk —ef þörf gjörist. P. K. Bjarnason S. B. D. Stefánsson Guðrún H. Jöhnson. Ákveðið var að ræða nefndarálitið lið fyrir lið. Mrs. F. Swanson og J. J. Bildfell lögðu til að samþ. fyrsta lið. Samþ. Sömu lögðu til að samþykkja annan lið. Samþ. R. E- Kvaran lagði til að þriðja lið væri vísáð til fjárhagsnefndar. J. J. Bíldfell studdi. Samþ. Bókasafnsmál tekið fyrir. O. S. Thor- geirsson las upp eftitfarandi nefndarálit.: Nefnd, sem skipuð var til þess að at- huga bókasafnsmál Þjóðræknisfélagsins hefir komið sér saman um eftirfarandi álit. Vér álítum áð hér sé um eitt allra mesta nauðsynjamál að ræða, sem ætti að geta orðið þjóðræknismálum vorum til varan- legrar blessunar í komandi tíð. Eins og nú er ástatt eru hér tvö íslenzk bókasöfn í Winnipeg. Annað safnið tilheyrir Jóns Bjarnasonar skóla og er all-álitlegur bóka- kostur, hitt er bókasafn þessa félags. En því miður mun hvorugt þeirra vera nægi- lega stórt til þess að það svari kostnaði að opna þau fyrir almenning til útlána. Viljum vér því leyfa oss að benda þing- inu á, hve æskilegt væri að samningar gætu tekist með þessum tveimur bókasöfnum. Vér leggjum það til, að kosin sé þriggja manna milliþinganefnd í bókasafnsmálið, og sé henni falið að leita samninga við stjórnarnefnd Jóns Bjarnasonar skóla um sameining þessara tveggja bókasafna, al- menningi til afnota, og félagsstjórn vorri gefið vald til þess að gjöra fullnaðar samninga við skólaráðið um samsteypuna. Takist ekki sú sameining, þá sé nefnd- inni, í samráði við stjórnarnefnd Þjóð- ræknisfélagsins falið að opna 'bókasafnið til útláns á næsta hausti og það starfrækt samkvæmt reglugjörð bókasafnsins, sem prentuð er í 10. árg. Tímaritsins á bls. 108. Á Þjóðræknisþingi 26. febr. 1931, Ólafur S. Thorgeirsson Á. Sædal Jódís Sigurðsson. Er hér var komið var þingfundi frestað til kl. 10 næsta dag. Fundur var settur kl. 10 árdegis 27, febrúar. Fundargjörningur lesinn og sam- þyktur. Árni Eggertsson dró athygli 'þingheims að íslenzkum fána, er hr. Haraldur Árna- son, kaupmaður í Reykjavík, hefði beðið sig að færa félaginu að gjöf. Rögnv. Pétursson lagði til að A. E. væri beðinn að færa H’. Á. þakklæti félagsins. B. Dalman studdi og var tillagan samþykt með öllum atkvæðum. Forseti gat þess að sér hefði borist nokkurskonar skýrsla frá deildinni í Churchbridge í einkabréfi og«gæti hann fyrir þá sök ekki lagt hana formlega fyrir þingiz. En þetta var aðalinnihald: Aðalstarfið hefir snúist um bókasafnið. Síðastliðið ár var keypt all-mikið af nýj- um bókum, og var allmiklu fé varið til bókbands. Bundin rúmlega tuttugu bindi og lagfært band á eldri bókum. Bækur þessar tilheyra flestar aðalfélaginu. Hátt á annað hundrað bækur voru lánaðar út og lesnar af félagsmönnum. Stjónina skipa K. Jónatansson, formaður; Einar Sigurðs- son, ritari og Franklin Eggertsson, féhirð- ir. Bókasafnsmálið var tekið fyrir. A. G. Magnússon lagði til að milliþinganefnd væri kosin, svo sem gjört væri ráð fyrir í nefndarálitinu. G. Friðriksson lagði á móti samninga- umleitunum við utanfélagsmenn. R. E. Kvaran virtist vera gengið fram hjá því í nefndarálitinu, sem mestu skifti, hvernig unt væri að auka safnið. Gat hann um þær ráðstafanir, sem stjórnar- nefndin hefði þegar gjört fyrir því að kaupa bækur frá útsölumanni Tímarits- ins á íslandi. O. S. Thorgeirsson gat þess að bæk- urnar að heiman væru allar frá sama út- gefanda. Mælti mjög eindregið með sam- einingartilraunum við J. B. skóla. G. Árnason spurðist fyrir um hverrar tegundar þær bækur væru, er félagið nú ætti. O. S. Thorgeirsson kvaðst ekki hafa bókalistann við hendina, en bækurnar væru flestar' gamlar og naumast til útláns að svo komnu. Benti á ágæta afstöðu til út- láns í J. B. skóla. ef samningar tækjust. Framh. segja, það fyrirkomulag, sem kjósendur óska eftir. Meira að segja: allir þingmenn voru sett- ir á þing með frjálsum og óháð- um vilja kjósenda fylkisins, sem samkvæmt sákvæðum kosninga- Iaganna greiddu atkvæðin, þar sem ekkert áfengi var selt, og hafa þess vegna allir verið “ó- fullir” þ á. Það er þess vegna mjög ósanngjarnt að “kritíséra” verk þeirra er á þingi sitja. Það er skammarlegt að gera það, og ef aðfinslur slíkar verða til þess að skapa fyrirlitningu fyrir þing- ræði, þá ætti að stöðva það sem fyrst. En þegar maður horfir len'gra fram á veg, þá virðist manni, sem hinir frjálsu og “óháðu” kjósendur fylkisins, ættu að vera frjálsir að því, að sitja á hápöllum og hlusta og horfa, svo þeir gætu fengið hug- mynd um hvers vegna maður á svo bágt með að bera virðingu fyrir aðgerðum þings til lengd- ar. — í gær gerði þingið nálega ekki neitt. Fjöldi smálegra frum- varpa var hreyfður, og komu þau til annarar umræðu. Þau voru afgreidd á styttri tíma, en vér tökum til þess að segja frá því. Stjórnarfrumvarpið um að fækka dómurum við konunglega ráðhús- ið, fór í gegn um aðra umræðu, og sló þá felmtri yfir marga lög- menn úr umhverfinu, sem álíta að þeir séu bæði að eðlisfari og fyrir dygga þjónustu, sjálfkjörn- ir sem dómarar síðarmeir. Þeg- ar búið var að afgreiða þessa smámuni, fóru þingmenn að leika sér að “vistanefndinni”. Eitthvað litilsháttar var samþykt og svo fór Mr. McKenzie svo smámuna- lega, út í “vista”forðann, við Ohurohill, að ætla mætti, að í staðinn fyrir vatn, yrði að sjá um að allir þeir, sem vinna við bryggjuna þar, hafi nægilega mikið af bjór, til svölunar og annara nauðsynja. Svo klukkan eitthva? hálf-fimm urðu þing- menn flæktir í sínum eigin ak- týgjum og komust hvorki fram eða aftur, það sem eftir var dags. Um langan tíma voru menn að draslast með búnaðarlánin, og það virtist, sem svo mikið fé hefði tapast í þessu sambandi, að stjórnin ætlaði að hætta að selja bændum land. Það var það sem Mr. Haig sagði; en Mr. Bachynski sagði nú samt, að það væri ómögulegt, að nokkur þing- manna væri nægilega einfaldur til þess að trúa Mr. Haig. Eftir miðjan daginn flutti verkamannaflokkurinn í þéttum flokkum og fylkingum sína árlegu Einn bætist en við marga sem fyrir voru Alberta Maður Lætur Mikið Af Dodd’s Kidney Pills. Mr. O. L. Edstrom Hefir Notað Dodd’s Kidney Pills í Meir En Tuttúgu 0g Fimm Ár. Sunnybrook, Sta., Alta, 23. apríl —(Einkaskeyti)— Það sem hér segir, er vottorð frá Mr. O. L. Edstrom, sem hér er vel þektur kaupmaður. Hann segir: “Eg hefi notað Dodd’s Kidney Pills , meir ;en tuttulgu og fimm ár og þær hafa reynst mér bezt.” Aðrir hafa hið sama að segja. Þeir hafa reynt Dodd’s Kidney PiLls og þær hafa reynst þeim vel. Enn aðrir, sem nýrnaveiki hafa, segja að verkirnir hverfi og að heilsan verði sterk fyrir verkan- ir Dodd’s Kidney Pills. Þær styrkja nýrun og gera þau fær um að hreinsa óholl efni úr blóðinu. Heilsa þín er undir því komin, að blóðið isé í góðu lagi, því það fer um allan Hkamann, nærir hann og uppbyggir. iDodd’s Kidney Pills fást alstað- ar hjá lyfsölum. eða hjá The Dodds Medicine Co., Ltd., Toronto 2, Ont. “úrhellisræðu”, áhlaup á iðnað- ardeildina, o!g það var eftirtekta- vert hvernig þingmenn utan af landsbygðinni hættu hver eftir annan að hlusta, Þegar Mr. Farmer lýsti því yfir, að nú væri timi til kominn að breyta fyrir- komulagi mannfélagsins. Mr. Farmer spurði seinast, hvað len'gi vér ættum að láta þetta viðgang- ast. Að dæma eftir þvi, hvað mikla athygli þingheimur veitti ræðumanni, mætti ætla, að menn hugsi sér að Iáta þettaogþað viðgangast býsna lengi enn. Yf- irleitt virtust menn gera sitt bezta til þess að hlusta e k k i á þennan foringja verkamanna. — Mr. Maior gaf oss ágæta, orð- orðhvassa, tveggja mínútna ræðu, hrós um þessa deild, sem hér var um að ræða, sem svar við ádeilu síðasta ræðumanns, og kveikti þannig í Mr. Ivens. sem nú fór á stúfana og líkti Mr. Major við Hon. Stanley Baldwin. Það virt- ist oss all-gott, að dómsmálaráð- herra vor sé álitinn jafningi slíkra manna, og vonum vér að hann minnist þess í dagbók sinni. — Mr. Ivens hélt svo áfram að lýsa sambandi Hon. Stanley Baldwins við soninn, Oliver Baldwin, sem nú hefir skilið við tvo flokka, hvorn af öðrum, vegna þess að hann álítur að þeir fari ekki nógu hratt. Oliver Baldwin er samt nægilega langt frá iðnar-auka- deildinni að flestra dómi; en Mr. Ivens vill vera víðsýnn. Hann var enn að tala, eins og vér sögð- um í byrjun, klukkan 9.01 e. h., þelgar undirritáður ruddist út til þess að komast í rúmið. Frá íslandi Reykjavík, 20. marz, 1931. Á bæjarstjórnarfundi í gær- kvöldi, voru samþyktar tillögur Guðmundar Jóhannssonar um rekstur almenningsbíla í Reykja- vík. Samkvæmt þeim er ákveð- ið, að bærinn geri út flutninga- bíla fyrir fól'k og farangur og hefjist ferðirnar i vor. Verða þa fastar samgöngur um allan bæ- inn dáglega, inn að Kleppi og Elliðaám að austan og að Skild- inganesi og 'Lslmbastöðum að vestan. Innanbæjarlínur verða um Laugaveg, hverfið sunnan Skólavörðustigs að Landsspítala og sennilega um sólvallahverfið. Reykjavík, 22. marz. Mokafli hefir verið í Vestmanna- eyjum síðustu daga. Þrír to’gar- ar útlendir voru í Eyjunum í gær og keyptu ýsu af bátum. Við seinasta manntal voru í- búar landsins 108,500, en hvernig þeir skiftast eftir atvinnuvegum, er ekki enn víst, vegna þess að ekki hefir verið unnið úr skýrsl- unum enn. í Reykjavík var mann- fjöldinn 28,182, og er það ein- kennileg tala, því sama er hvort Andvökunœtur sökum stíflu Ekkert eyðir eins lífsþrótti yö- ar, sem þrálátar vökunætur, er hafa í för með sér ógnandi draum- óra. Ástæðan er venjulegast su, ð meltingarfærin eru að einhverju leyti í ólagi. Hagi þannig til, er langbezt að taka inn dálítið af Bisurated Magnesia, áður en til hvíldar er gengið. Þetta meðal hefir mýkjandi áhrif á meltingar- færin olg nemur í brott ólgu og óhollar sýrur, er þar kunna að hafa sezt að; en við brottnam slíks ófagnaðar, kemst maginn 1 sitt rétta ásigkomulag og melt- ingin verður jöfn og eðlileg. Bisurated Magnesia fæst í ölluin góðum lyfjabúðum, annað hvort sem duft, eða í töfluformi; reyn- ið meðalið, og munuð þér fljott sannfærast um gildi þess. hún er lesin aftur á bak eða a- fram, því að þá koma sömu tölu- stafirnir í sömu röð. Eftir þvú sem Reykjavík hefir vaxið á und- anförnum árum, má búast vi því, að íbúatala hennar verði þúsund eftir svo sem hálft ann- að ár. — Mgbl. Úr Mýrdal, 28. febrúar. Tíðin hefir verið óvenju hörð síðan eftir áramót. Öllum fénaði gefin full gjöf síðan með þorra- Kuldi hefir ekki komið þvílíkur um mörg undanfarin ár. Framfarir í búskap voru freim ur hægfara síðastliðið ár, þ° nokkuð væri unnið að nýrækt (túnrækt) ihér o!g þar í sveitinni, en hvergi í stórum stýl, nema j Suður-Vík. Var þar allstórt stykki sléttað með dráttarvél síðastlið- ið vor. — Afkoma hjá bændum er fremur slæm. Skuldir hafa frem— ur aukist og útlit yfirleitt slæmt. 14. marz—Tíð he/ir farið batn- andi. Eru nú komnir góðir hag- ar víðast og fagna menn því al- ment, því margir voru orðnir kvíðnir út af hagleysinu, enda nokkuð pantað af fóðurbæti til vonar og vara. Vonandi þarf ekkt á því að halda, ef batinn helzt. Ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að verjast inflúensu- Annars gengur slæmt kvef, all- margir legið með háan sótthita, o’g á stöku bæ hafa allir lagst.. 28. f. m. andaðist á Eystri- Sólheimum Kristín Þorsteins- dóttir, 82 ára gömul. Kristín heitin var búin að liggja rúmföst frá því í júlí s.l. Menn hafa farið í hópum til Vestmannaieyjar og Reykjavíkur undanfarnar vikur að leita sér atvinnu og eru sums staðar ekki heima nema konur og börn. —Mgbl. SPARIFÉ DANA. Innlög í sparisjóði Dana hafa aukist á liðnu ári um 44,000,000 kr. í Danmörku allri eru 535 sparisjóðir og nema samanlagðar innieignir í þeim 2,225,000,000 kr. Þessi upphæð deilist á 1,889,000 innieigendur. Þetta sýn- ir það, að annar hver maður i Danmðrku til jafnaðar á fé i sparisjóði. — Mgbl. PREPARE NOW! Better times will come, much sooner than most people anticipate. The re- sult will be a keen demand for steno- graphers, secretaries and bookkeepers, to fill the openings made vacant by the late financial depression. Right now, office staffs are cut to the limit, and many who have been dismissed have gone into other occupations, or have left the City. Besides, the number now train- ing for business is considerably less than the average. A Thorough School! The “Success” is Canada’s Largest Private Commercial College, and the finest and best equipped business train- ing institution in Western Canada. It conducts Day and Evening Classes throughout the year, employs a large staff of expert teachers, and provides sufficient individual instruction to per- mit every student to progress according to his capacity for study. In twenty-one years, since the founding of the “Suocess” Business Colle^e of Winnipeg in 1909, approximately 2500 loelandic students havo í'nrolied in tliis ColIeKC. Tlie decided preference for “Suocess” trainiiiK is sisnlfl<-ant, hecause Iceianders liave a keen sense of educational yalues, and eaoh year the numbcr of our Icelamlic students shows an Incrcasc. Day and Evening Classes Open all the Year The SUCCESS BUSINESS C0LLEGE, Ltd. PORTAGE AVENUE AT EDMONTON STREET. PHONE 25 843

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.